Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2017

Hlemmur Square - mót nr. 2 haldiđ á sunnudaginn

Hlemmur Square mun í samstarfi viđ Vinaskákfélagiđ halda hrađskákmót á Hlemmur Square sunnudaginn, 24. september, klukkan átta.

Ţetta er annađ skákmótiđ í seríu mánađarlegra móta ţar sem teflt er í rúmgóđum heimkynnum veitingastađar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant. Síđasta mótiđ lukkađist vel en ţar fór Ingvar Ţór Jóhannesson međ sigur af hólmi međ fullt hús vinninga. .

Tefldar verđa 8 umferđir međ 4+2 mínútna umhugsunartíma. Skákstjóri og dómari er Hörđur Jónasson frá Vinaskákfélaginu.

Ţátttaka er ókeypis á mótiđ en Hlemmur Square gefur gjafabréf fyrir efstu ţrjú sćtin auk ţess sem medalía verđur veitt fyrir vinningshafann.

1. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr. +medalía
2. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.
3. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr.

Gleđistundarverđlag á kranaveigum fyrir ţátttakendur mótsins, ef ţörf skyldi krefja í ţeim annars harđa skóla sem skákin er!

Gert er ráđ fyrir ţví ađ skákmótiđ taki innan viđ ţrjár klukkustundir.

Hćgt er ađ skrá sig í gegnum skak.is á gula kassann, en einnig á stađnum.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1vhVGHktFHzq4809Bf6k2JnrLRscFGaLdnwWv0K5lQz0/


Haustmót TR: Stórmeistarinn hrifsar forystuna

Sjötta umferđ Haustmót Taflélags Reykjavíkur fór fram í dag og var hart barist. Á efsta borđi mćtti hinn sćrđi Hjörvar Steinn Grétarsson hinum úthvílda Einari

Hjalta Jenssyni. Samkvćmt heimasíđu TR var skákin tvísýn og börđust keppendur allt til loka. Ađ endingu hafđi Hjörvar Steinn sigur og tók ţar međ forystuna í mótinu.

Á öđru borđi gerđu Jóhann H. Ragnarsson og Oliver Aron jafntefli og á ţriđja borđi hafđi Magnús Pálmi betur gegn Páli Snćdal Andrasyni.

Óvćntustu úrslit umferđarinnar voru svo sigur Kristjáns Dags Jónssonar á Herđi Aroni Haukssyni. Á ţeim munar um 600 skákstigum og ţví glćsilega ađ verki stađiđ hjá hinum unga skákmanni.

Eins og áđur segir er Hjörvar Steinn efstur međ 5 vinninga en í humátt á eftir honum eru Jóhann H. Ragnarsson, Magnús Pálmi Örnólfsson og Oliver Aron međ 4,5 vinninga. Sjöunda umferđ mótsins fer fram á miđvikudagskvöldiđ 20.september kl.19.30. Ţá mćtast:

Oliver Aron - Hjörvar Steinn

Magnús Pálmi - Jóhann

Einar Hjalti - Kristján Örn

Loftur - Ţorvarđur Fannar.

Úrslit á Chess-results.com

Heimasíđa mótsins


Heimsbikarmótiđ: Vachier-Lagrave sló Svidler úr leik

Franski ofurstórmeistarinn Maxime Vachier-Lagrave var rétt í ţessu ađ slá kollega sinn, Rússann Peter Svidler úr leik í 8-manna úrslitum Heimsbikarmótsins í Tíblísi. Vachier-Lagrave hefur reynst rússneskum skákmönnum erfiđur ljár í ţúfu í mótinu ţví auk Svidlers ţá hefur hann slegiđ Alexander Grischuk og Boris Grachev úr mótinu.

Vachier-Lagrave er eflaust himinlifandi međ ţennan sigur ţví Peter Svidler hefur náđ frábćrum árangri í heimsbikarmótum í gegnum tíđina. Hann varđ heimsbikarmeistari áriđ 2011 og komst í úrslit mótsins áriđ 2015. Ţar varđ hann ađ lúta í gras gegn Sergey Karjakin eftir harđa keppni.

Maxime Vachier-Lagrave

Í dag mćtti Svidler hinsvegar ofjarli sínum í Vachier-Lagrave sem náđi ađ knýja fram sigur í atskákshluta bráđabanans. Frakkinn stýrđi hvítu mönnunum í fyrri skákinni og hafđi alltaf undirtökin í flókinni stöđu. Hann komst út í endatafl, peđi yfir, en Svidler varđist afar vel og hélt jöfnu.

Í síđari skákinni endurtóku kapparnir sérstakt afbrigđi í Enska leiknum ţar sem kóngsriddari svarts stekkur sem óđur mađur um borđiđ, í sjö af fyrstu níu leikjum afbrigđisins er riddaranum leikiđ. Vachier-Lagrave hafđi greinilega unniđ heimavinnuna sína betur ţví hann jafnađi tafliđ auđveldlega og hrisađi síđan til sín frumkvćđiđ. Ţađ lét hann aldrei af hendi og vann öruggan sigur.

Ţar međ er ljóst ađ Vachier-Lagrave mun mćta armenska stórmeistaranum Levon Aronian í undanúrslitum mótsins. Hitt einvígiđ verđur milli Bandaríkjamannsins Wesley So og Kínverjans Ding Liren.

Mikiđ er í húfi ţví ţeir tveir skákmenn sem komast í úrslit mótsins tryggja sér sćti í nćsta kandídatamóti ţar sem átta skákmenn munu tefla um réttinn til ţess ađ skora á Magnus Carlsen í einvígi um heimsmeistaratitilinn.

Heimasíđa mótsins

Skákirnar í beinni

 


Annađ mótiđ í Bikarsyrpu TR hefst 29.september

Annađ mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 29. september og stendur til sunnudagsins 1. október. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferđ: 29. september kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 30. september kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 30. september kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 30. september kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 01. október kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 01. október kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 01. október kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Nánari upplýsingar: http://taflfelag.is/bikarsyrpa-tr-heldur-afram-fostudaginn-29-september/


Skráđir keppendur: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1WeidUjiUR3feCyQidQrdHVmTMqlXnbHb2oBlyG4XVa8/edit?usp=sharing


Heimsbikarmótiđ: Aronian, Ding og So komnir í undanúrslit

Seinni skákir í 8-manna úrslitum Heimsbíkarmótsins í Tíblísi fóru fram í dag. Eftir byltur dagsins er ađeins ein viđureign sem fer í bráđabana á morgun. Ţađ er einvígi Peter Svidler gegn Maxime Vachier-Lagrave. Ţeir tefldu athyglisverđa skák í ítölskum leik og sömdu síđan jafntefli í afar tvísýnni stöđu. Líklega er Svidler međ ađeins betra tafl og ekki er ólíklega ađ hann muni sjá eftir ţví ađ hafa slíđrađ sverđin. Ţeir félagarnir tefla bráđabanann á morgun.

Ţađ vakti mikla athygli í fyrri umferđinni ţegar ungverski stórmeistarinn Richard Rapport sćttist á skiptan hlut eftir ađeins 11.leiki gegn kínverska stórmeistaranum Ding Liren. Sá ungverski hefur mögulega ćtlađ ađ freista ţess ađ komast í bráđabana en Ding var ekki á ţeim buxunum. Hann tefldi frábćra skák í dag og hafđi verđskuldađan sigur í 41.leik. Ţar međ sló hann ungverska undrabarniđ úr keppni.

DingRapport

 

Úkraínska ólíkindatóliđ, Vassily Ivanchuk, var međ bakiđ upp ađ vegg eftir skelfilega tap í fyrri skákinni gegn Aronian. Ivanchuk komst ekkert áfram gegn armenanum og mátti sćtta sig viđ jafntefli í 71.leik. Ţar međ sló Aronian Ivanchuk út úr mótinu.

Lengsta skák mótsins var viđureign Bandaríkjamannsins Wesley So og Rússans Vladimir Fedoseev. So verđur seint sakađur um ađ hafa líflegan stíl en hann teflir afar vel og á löngum töflum er stíllinn ekki ósvipađur stíl Anatolí Karpovs. Heimsmeistarainn fyrrverandi hefđi ađ minnsa kosti veriđ fullsćmdur af skák dagsins ţar sem So fékk örlitla yfirburđi snemma tafls og kreisti síđan drulluna úr andstćđingnum á lćrdómsríkan hátt.

Eins og áđur segir munu Svidler og Vachier-Lagrave tefla bráđabana á morgun. Sigurvegari ţeirrar byltu mun mćta Levon Aronian í undanúrslitum. Í hinni viđureign undanúrslitanna munu Ding Liren og Wesley So mćtast. Spennan verđur griđarlega um helgina!

Heimasíđa mótsins

 

 

 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Tefla 10 ára gamlar íslenskar stúlkur svona vel?

G1811OEPJŢađ er hugsanlegt ađ rússneska stúlkan Galina Mikheeva – og trúlega ţjálfari hennar líka – hafi velt fyrir sér spurningunni sem varpađ er hér fram ađ lokinni skák sem sú rússneska tefldi viđ fulltrúa Íslands á Evrópumóti ungmenna í flokki stúlkna 10 ára og yngri, Haile Batel Goitom. Evrópumótiđ fer fram ţessa dagana í Ramaia í Rúmeníu og Galina Mikheeva er skráđ til leiks 350 elo-stigum hćrri en Batel og er ţriđja stigahćsta stúlkan í flokknum. Batel varđ 10 ára ţann 14. ágúst sl. og taflmennska hennar er án efa er einhver sú besta og kraftmesta sem sést hefur frá barni á ţessum aldri. Hún flutti hingađ til Íslands frá Eţíópíu áriđ 2009 en á ćttir ađ rekja til nágrannaríkisins Erítreu. Hún hefur vakiđ athygli í skáklífinu fyrir skemmtileg tilţrif og mikiđ keppnisskap og er glćsilegur fultrúi Íslands á mótinu:


EM ungmenna; 1. umferđ:

Galina Mikheeva (Rússland) – Haile Batel Goitom

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6

Najdorf-afbrigđi sikileyjarvarnarinnar var skođađ sérstaklega í undirbúningi fyrir mótiđ.

6. Rb3 e5 7. Bg5 Rbd7 8. Rd5 Hb8 9. Dd3 h6 10. Bxf6 Rxf6 11. Rxf6+ Dxf6 12. O-O-O?

Ţađ er hugsanlegt ađ hvítur hafi leikiđ af sér peđinu. Hafi ţetta átt ađ vera fórn verđur ekki séđ ađ hvítur hafi miklar bćtur.

12. ... Dxf2 13. Hd2 Db6 14. g3 Be7 15. Kb1 Be6 16. h4 Hc8 17. Bh3 O-O 18. Df3 a5!

Og er hér mćttur „sendibođi eyđileggingarinnar“, svo mađur noti hugtak fengiđ frá Friđriki Ólafssyni. Ţetta peđ á eftir ađ gera mikinn usla í herbúđum ţeirrar rússnesku.

19. Hdd1 a4 20. Rd2

G1811OEQ420. ... Bxa2+!

Glćsilega leikiđ. Ef 21. Kxa2 ţá kemur 21. ... Hxc2 22. Da3 d5! og vinnur.

21. Kc1 Be6

Biskupinn snýr aftur og býđur uppskipti á eigin forsendum!

22. Bxe6 fxe6 23. Da3 Dc6 24. Dd3 d5 25. exd5 exd5 26. Rb1 Hf2 27. c3 a3 28. bxa3

G1811OEPO28. ... Bxa3+!

Nú lćtur Batel hinn biskupinn af hendi en vinnur hann fljótlega aftur.

29. Rxa3 Dxc3+ 30. Dxc3 Hxc3+ 31. Kb1 Hb3+!

Nákvćmur ţessi leikur. Eftir 32. Kc1 Hxa3 hótar svartur máti á a1.

32. Ka1 Hxa3+ 33. Kb1 d4 34. Hhe1 Ha5 35. Hd3 Hc5 36. Hb3 b5 37. Hc1 Hd5 38. Ha3 d3 39. Hd1 d2 40. Kc2 e4 41. He3 Hc5+ 42. Kb2 Hc4 43. Hb3 b4 44. He3 h5!

(Notar peđin af miklu listfengi. Hvítur er í leikţröng.)

45. Hb3 He2 46. Ka2 Hc1 47. Hb1 Hxd1 48. Hxd1 e3 49. Kb2 He1 49. Kc2 b3+!

– og hvítur gafst upp. Snarplega teflt.

Sex íslenskir krakkar taka ţátt í mótinu en aldursflokkarnir eru 12 samtals hjá báđum kynjum; í aldursröđ: Jón Kristinn Ţorgeirsson, Símon Ţórhallsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Gunnar Erik Guđmundsson, Batel og Bjartur Benediktsson. 

Magnús Carlsen á sigurbraut í Tiblisi

Jóhann Hjartarson féll úr keppni í 1. umferđ heimsbikarmótsins sem nú stendur yfir í Tiblisi í Georgíu. Hann tapađi báđum skákunum fyrir Tékkanum David Navara eftir ađ fengiđ slćmar stöđur eftir byrjun beggja viđureigna. 128 skákmenn hófu keppni og ýmsir nafntogađir stórmeistarar eru fallnir úr leik t.d. Wisvanathan Anand og Sergei Karjakin. Magnús Carlsen hefur unniđ bćđi einvígi sín 2:0, síđast Alexei Dreev, en međal ţeirra sem sl. fimmtudag tryggđu sér áframhaldandi keppnisrétt í 3. umferđ eru Vachier-Lagrave, og Vladimir Kramnik.
 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 9. september 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Íslandsmót grunnskólasveita 2017 - stúlknaflokkur - Rimaskóli, Háteigsskóli og Álfhólsskóli Íslandsmeistarar

Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur, fyrir skólaáriđ 2016-2017, fór fram í Rimaskóla laugardaginn 16. september. Teflt var í ţremur flokkum, flokki 1.-2. bekkjar, flokki 3.-5. bekkjar og flokki 6.-10. bekkjar.

IMG 1305

Í yngsta flokknum, flokki 1.-2. bekkjar voru ţrjár sveitir skráđar til leiks. Tefld var tvöföld umferđ međ 5 mínútna umhugsunartíma á skák. Skáksveit Álfhólsskóla í Kópavogi sýndi mátt sinn og sigrađi af miklu öryggi međ 15 vinninga af 16 mögulegum.

Lokastađan

1. Álfhólsskóli 15 v.

2. Salaskóli 8 v.

3. Háteigsskóli 1 v.

Lokastađan í flokki 1.-2. bekkjar á Chess-results

IMG 1307

Sveit slandsmeistaranna í Álfhólsskóla í flokki 1. og 2. bekkjar skipuđu Sól Lilja Sigurđardóttir, Tinna Alexía Harđardóttir, Arna Kristín Arnarsdóttir og Júlía Húnadóttir. Liđsstjóri var Lenka Ptacnikova.

Í flokki 3.-5. bekkjar tóku sex sveitir ţátt. Teflt var allir viđ alla međ 7 mínútna umhugsunartíma á skák. Gríđarlega mikil spenna var í flokknum og réđust úrslitin í lokaskákunum. Skáksveit Háteigsskóla sigrađi međ 16,5 vinninga en skammt á hćla ţeirra voru Salaskóli međ 15,5 vinninga og Grunnskóli Grindavíkur međ 15 vinninga. Ţessar sveitir báru af í flokknum.

Lokastađan

1. Háteigsskóli 16,5 v.

2. Salaskóli 15,5 v.

3. Grunnskóli Grindavíkur 15 v.

Lokastađan í flokki 3.-5. bekkjar á Chess-results

IMG 1312

Sveit Íslandsmeistaranna í Háteigsskóla í flokki 3.-5. bekkjar skipuđu Soffia Arndis, Anna Katarina, Ásthildur, Karen Ólöf og Katrín Anna. Liđsstjóri var Lenka Ptacnikova.

Í elsta flokknum, flokki 6.-10. bekkjar voru fimm sveitir skráđar til leiks. Teflt var allir viđ alla međ 10 mínútna umhugsunartíma á skák. A-sveit Rimaskóla og skáksveit Salaskóla börđust af mikilli hörku um efstu tvö sćtin en sveit Foldaskóla kom á hćla ţeirra. Úrslitin réđust í lokaumferđinni ţegar Rimskóli sigrađi Landakotsskóla međ fullu húsi og skaust upp fyrir Salaskóla af vinningum. Sigur Rimaskóla á mótinu er sá sjöundi í röđ en skólinn hefur unniđ mótiđ ár hvert frá árinu 2011!

1. Rimaskóli a-sveit 12 v.

2. Salaskóli 11,5 v.

3. Foldaskóli 9,5 v.

Lokastađan í flokki 6.-10. bekkjar á Chess-results

IMG 1323

Sveit Íslandsmeistaranna í Rimaskóla í flokki 6.-10. bekkjar skipuđu Nansý Davíđsdóttir, Embla Jóhannesdóttir, Valgerđur Jóhannesdóttir og Sara Sólveig Lis. Liđsstjóri var Helgi Árnason og Björn Ívar Karlsson ţjálfari.

Um skákstjórn í mótinu sáu Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Kristján Örn Elíasson.


Mikil spenna á Haustmótinu - Fjórir efstir

Fjórir skákmenn eru efstir og jafnir á Haustmóti Reykjavíkur eftir fimm umferđir. Ţađ eru ţeir Hjörvar Steinn Grétarsson, Einar Hjalti Jensson, Oliver Aron Jóhannesson og Jóhann H. Ragnarsson. Bođiđ var upp á fullkomiđ blóđbađ í fimmtu umferđ mótsins sem fór fram í gćr.

Á fyrsta borđi mátti annar forystusauđur mótsins, Magnús Pálmi Örnólfsson lúta í gras gegn Oliver Aroni. Á öđru borđi komst síđan stórmeistarinn Hjörvar Steinn aftur á beinu brautina međ sigri gegn Björgvini Víglundssyni. Á ţriđja borđi hafđi síđan Jóhann betur gegn Ţorvarđi Fannari og komst ţar međ í hóp ţeirra efstu.

Jóhann Hjörtur

 

Einar Hjalti hefur fariđ ađra leiđ en hann vann fyrstu ţrjár skákir mótsins en tók síđan tvćr hjásetur (bye) í röđ. Hann hefur ţví veriđ „slaggur, ađ njódda og liffa“ á međan ađrir keppendur hafa barist á banaspjótum.

 

Nánast engin óvćnt úrslit áttu sér stađ í fimmtu umferđ en til marks um spennuna í mótinu ţá eru fjórir skákmenn međ 3,5 vinninga og narta í hćla fjórmenninganna. Ţađ eru áđurnefndur Magnús Pálmi, Páll Andrason, Loftur Baldvinsson og Jón Úlfljótsson.

 

Sjötta umferđ mótsins fer fram á morgun, sunnudag, kl.13.00:

Ţá mćtast á efstu borđum eftirfarandi skákmenn:

Hjörvar Steinn - Einar Hjalti

Jóhann - Oliver Aron

Páll - Magnús Pálmi

Ţorvarđur - Jón

Hér má nálgast nánari upplýsingar um úrslit 5.umferđar

Heimasíđa TR


Haustmót SA hefst á morgun

Í ár verđur Haustmót Skákfélags Akureyrar međ nýju sniđi. Í fyrri hluta mótsins verđa tefldar atskákir, en kappskákir í síđari hlutanum. 

Fyrri hluti, umhugsunartími 20 mín + 10 sek. á leik:

  • Sunnudaginn       17. september kl. 13.00,         1-4. umferđ.  
  • Fimmtudaginn     21. september kl. 18.00,         5-7. umferđ.

Seinni hluti, umhugsunartími 60 mín + 30 sek. á leik:

  • Fimmtudaginn     28. september kl. 18.00          1. umferđ.
  • Sunnudaginn         1. október kl. 13.00          2. umferđ.
  • Sunnudaginn         8. október kl. 13.00          3. umferđ.
  • Fimmtudaginn     12. október kl. 18.00            4. umferđ.
  • Sunnudaginn       15. október kl. 13.00           5. umferđ.

Röđun verđur eftir svissneska kerfinu, ef fjöldi ţáttakenda leyfir.

Mótshaldari áskilur sér rétt til ađ gera lítilsháttar breytingar á fjölda skáka ţegar fjöldi ţáttakenda liggur fyrir.

Leyfilegt er ađ sömu keppendur tefli saman BĆĐI í fyrri- og seinni hluta. 

Vinningar verđa reiknađir sem hér segir:

  • Í fyrri hluta, ˝ vinningur fyrir jafntefli og 1 fyrir sigur.
  • Í seinni hluta, 1 vinningur fyrir jafntefli og 2 fyrir sigur.

Sá sigrar sem fćr flesta vinninga skv. ţessu og hlýtur hann sćmdarheitiđ „Meistari Skákfélags Akureyrar 2017

Núverandi meistari er Jón Kristinn Ţorgeirsson. 

Ţátttökugjald er kr. 3000 fyrir félagsmenn SA, en kr. 3500 fyrir ađra.

Unglingar f. 1996 og síđar greiđa kr. 1500, en ţeir sem greiđa ćfingajald fyrir haustmisseri greiđa ekkert aukalega fyrir ţátttöku í haustmótinu. 

Mótiđ reiknast til alţjóđlegra og íslenskra skákstiga. 

Skráning međ tölvupósti á netfang formanns, askell@simnet.is eđa međ skilabođum á Facebook-síđu félagsins. Tekiđ verđur viđ skráningum á skákstađ til kl. 12:50 ţann 17. september


Heimsbikarmót: Aronian tók forystuna gegn Ivanchuk

Átta manna úrslit Heimsbikarmótsins í Tíblisi í Georgíu hófust í dag ţegar fyrri skákir einvíganna fór fram. Dagurinn var frekar tíđindalítill ef undan er skilin skák armenska stórmeistarans Levon Aronian og úkraínska snillingsins Vassily Ivanchuk. 

 

Ivanchuk tefli illa gegn Aronian í dag

Ivanchuk hafđi teflt frábćrlega í mótinu fram ađ viđureign dagsins en hann hafđi slegiđ út ofurstórmeistarana Vladimir Kramnik og Anish Giri í síđustu umferđum. Sá úkraínski er ţekktur fyrir afar sveiflukennda taflmennsku og skák dagsins var einn af hans verri. Ivanchuk gerđi mistök snemma tafls sem varđ til ţess ađ hann eyddi 42 mínútum í sinn 10.leik. Ekki hjálpađi ţađ til og ađ endingu ţurfti hann ađ gefast upp eftir 24.leiki. 

Aronian leiđir ţví 1-0 og verđur ađ teljast til alls líklegur í mótinu.

Hinar ţrjár viđureignir dagsins voru afar litlausar og slíđruđu stórmeistararnir sverđin snemma. Eina undantekningin var skák Svidler gegn Vachier-Lagrave ţar sem sá franski var undir smávćgilegri pressu alla skákina. Hann leysti ţó vandamálin auđveldlega og hélt jöfnu.

Úrslit dagsins:

Levon Aronian (Armeníu) - Vassily Ivanchuk (Úkraínu): Aronian vann í 24.leikjum

Vladimir Fedeev (Rússlandi) - Wesley So (Bandaríkjunum) : Jafntefli eftir 19.leiki

Richard Rapport (Ungverjalandi) - Ding Liren (Kína) : Jafntefli eftir 11.leiki

Peter Svidler (Rússlandi) - Maxime Vachier-Lagrave (Frakklandi) : Jafntefli eftir 41.leik. 

 

Síđari skákir einvígjanna fara fram á morgun kl.11 og má búast viđ mikilli spennu.

Ítarlega frásögn frá viđureign dagsins má lesa á Chess.com.

Mynd (Maria Emelianova - Chess.com)

Beinar útsendingar á heimasíđu mótsins

 

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 8778531

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband