Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2017

Hérađsmót HSŢ fer fram á sunnudaginn

Hérađsmót HSŢ í skák í flokki fullorđina verđur haldiđ sunnudaginn 24. september kl 14:00  í Framsýnarsalnum ađ Garđarsbraut 26 á Húsavík.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir monradkerfi og verđur umhugsunartíminn 10 mín á mann ađ viđbćttum 5 sek á hvern leik.

Ţátttökugjald er 500 kr á keppanda og er mótiđ opiđ fyrir alla áhugasama.
Börnum og unglingum 16 ára og yngri er heimil ókeypis ţátttaka í mótinu.
(Hérađsmót HSŢ fyrir 16 ára og yngri verđur haldiđ í nóvember)

Mótiđ verđur reiknađ til FIDE atskákstiga.

Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin og veittur verđur farandbikar ađ auki fyrir sigurvegarann.

Smelliđ hér til ađ skrá ykkur í mótiđ.

Athugiđ ađ ţetta er nýtt skráningarkerfi og nýtt mótskerfi sem viđ erum ađ prófa.

  • Ţiđ ţurfiđ ađ smella á SIGN IN takkann og búa ykkur til notandanafn og lykilorđ. (Ţetta ţarf bara ađ gera einu sinni)
  • Ţegar ţađ er búiđ eru ţiđ sjálfkrafa skráđir í mótiđ.
  • Kerfiđ sćkir sjálfkrafa allar upplýsingar sem til eru um ykkur hjá FIDE (eins og td. skákstig)
  • Ţiđ getiđ svo smellt á lista yfir skráđa keppendur (Signed players) til ađ sjá útkomuna. Athugiđ ađ ţađ getur tekiđ nokkrar mínútur fyrir skráninguna ađ birtast í listanum.

Forskráningu lýkur kl 13:30 á mótsdegi, en mögulegt verđur ađ skrá sig til leiks á mótsstađ.

Listi yfir skráđa keppendur


Heimsbikarmótiđ: Bráđabanar framundan

Undanúrslit Heimsbikarmótsins í Tíblísi ráđast í bráđbana á morgun, miđvikudag. Viđureignir dagsins enduđu báđar međ jafntefli og ţví var ljóst ađ bćđi einvígin, milli Aronian og Vachier-Lagrave annarsvegar og hinsvegar Ding Liren og Wesley So, enduđu 1-1.

Aronian og Vachier-Lagrave virtust báđir mjög sáttir viđ ađ rugga ekki bátnum og halda í styttri skákirnar. Ţeir úđuđu út leiđindarvaríanti í spćnska leiknum og sömdu svo jafntefli eftir ađeins 19.leiki.

Annađ gilti um Ding Liren sem reyndi til hins ítrasta ađ knésetja Wesley So og tryggja sér sćti í úrslitum mótsins. Kínverjinn fékk heldur ţćgilegra tafl og reyndi ađ setja pressu á Bandaríkjamanninn. So var hinsvegar vandanum vaxinn, nú sem endranćr, og hélt auđveldlega jafntefli. Um ţađ var ţó ekki samiđ fyrr en ađeins kóngar kappanna stóđu eftir.

Bráđabanarnir fara fram á morgun, fimmtudaginn 21.september, og hefst taflmennskan kl.11.00 á íslenskum tíma.

Vachier-Lagrave

(Mynd: Chess.com/Maria Emelianova)

Heimasíđa mótsins

Beinar útsendingar Chess24


Hrađskáksmót Taflfélags Reykjavíkur hefst í kvöld

Hrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur fer fram í kvöld,  miđvikudaginn 27. september kl. 19:30. og fer mótiđ fram í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 11 umferđir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk ţess sem 2 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik (4+2). Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.

Ţátttökugjald er kr. 1.000 fyrir 18 ára og eldri, en kr. 500 fyrir 17 ára og yngri. Félagsmenn TR sem eru 17 ára og yngri fá frítt í mótiđ. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin. Auk ţess verđur krýndur Hrađskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Ţátttakendur eru beđnir um ađ skrá sig í forminu hér ađ neđan.

Ađ loknu hrađskákmótinu fer fram verđlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur.

Skráning í mótiđ


Hlemmur Square mót nr. 2 fer fram á sunnudagskvöldiđ

Hlemmur Square mun í samstarfi viđ Vinaskákfélagiđ halda hrađskákmót á Hlemmur Square sunnudaginn, 24. september, klukkan átta.

Ţetta er annađ skákmótiđ í seríu mánađarlegra móta ţar sem teflt er í rúmgóđum heimkynnum veitingastađar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant. Síđasta mótiđ lukkađist vel en ţar fór Ingvar Ţór Jóhannesson međ sigur af hólmi međ fullt hús vinninga. .

Tefldar verđa 8 umferđir međ 4+2 mínútna umhugsunartíma. Skákstjóri og dómari er Hörđur Jónasson frá Vinaskákfélaginu.

Ţátttaka er ókeypis á mótiđ en Hlemmur Square gefur gjafabréf fyrir efstu ţrjú sćtin auk ţess sem medalía verđur veitt fyrir vinningshafann.

1. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr. +medalía
2. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.
3. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr.

Gleđistundarverđlag á kranaveigum fyrir ţátttakendur mótsins, ef ţörf skyldi krefja í ţeim annars harđa skóla sem skákin er!

Gert er ráđ fyrir ţví ađ skákmótiđ taki innan viđ ţrjár klukkustundir.

Hćgt er ađ skrá sig í gegnum skak.is á gula kassann, en einnig á stađnum.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1vhVGHktFHzq4809Bf6k2JnrLRscFGaLdnwWv0K5lQz0/


Haustmót SA: Jón Kristinn efstur í hálfleik

EM-farinn Jón Kristinn ŢorgeirsJón Kristinnson trónir á toppnum eftir fjórar umferđir í Haustmóti SA. Sá eini sem náđi af honum punkti var ferđafélagi hans, Símon Ţórhallsson. Í 2-3.sćti eru ţeir Smári Ólafsson og Sigurđur Arnarson en ţeir hafa báđir mátt lúta í gras gegn Jóni Kristni.

Í 5.umferđ mćtast:

Jón Kristinn (3,5) - Haraldur Haraldsson (2)

Smári Ólafsson (3) - Sigurđur Arnarson (3)

Sigurđur Eiríksson (2) - Símon Ţórhallsson (2,5)

Áskell Örn Kárason (1,5) - Ulker Gasanova (1,5)

Arnar Smári Signýjarson (1,5) - Eymundur Eymundsson (1)

Ólafur Kristjánsson situr hjá.

Alls verđa tefldar sjö umferđir á mótinu og er teflt međ atskákstímamörkun. Mótiđ klárast sunnudaginn 24.september nćstkomandi.

Stađan á Chess-results

 


Taflfélag Bolungarvíkur og Skákdeild Breiđabliks sameinast

Taflfélag Bolungarvíkur og Skákdeild Breiđabliks hafa ákveđiđ ađGuđmundur Dađason og Halldór Grétar Einarsson sameinast undir nafninu “Skákdeild Breiđabliks og Bolungarvíkur.

Í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum félaganna er fariđ yfir sögu félaganna. Ţar kemur fram ađ Taflfélag Bolungarvíkur eigi sér langa sögu og sé međal annars fjórfaldur Íslandsmeistari skákfélaga (2009-2012).  Í dag sé ađalstarfsemi félagsins ţátttaka sveitar í 1.deild Íslandsmóts skákfélaga međ Norđurlandameistarann Jóhann Hjartarson og fyrrverandi heimsmeistara sveina Jón L Árnason í broddi fylkingar.

Skákdeildar Breiđabliks er ţriggja ára og rekur öflugt barna og unglingastarf í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Skákdeildin stendur fyrir ýmsum mótum t.d. Gestamótinu og Elítukvöldunum í samvinnu viđ Taflfélagiđ Huginn og skólamót Kópavogs í samvinnu viđ skákkennara í Kópavogi. Breiđablik er međ tvćr sveitir í ÍS, önnur í ţriđju deild og hin í ţeirri fjórđu.

Tilgangur sameiningarinnar er ađ auka breidd, styrk, nýliđun og fjölbreytileika beggja ađila í nýju og spennandi samstarfi.

Sérkenni hvers ađila mun haldast og ţađ góđa starf sem bćđi félögin standa fyrir.

Nýtt félag mun senda sameiginlegt liđ í Íslandsmót skákfélaga og stefnt er ađ ţví ađ fjölga sveitum ţess í fjórar á nćstu árum.

Ţađ er sýn beggja ađila ađ hiđ nýja félag verđi spennandi vettvangur fyrir gróskumikiđ starf ţar sem reynsla og ćska koma saman.


Heimsbikarmótiđ: Friđsćld í fyrstu umferđ

Undanúrslit Heimsbikarmótsins í Tíblísi hófust í dag međ pompi og prakt. Ţar mćtast annarsvegar Levon Aronian (Armenía) og Maxime Vachier-Lagrave (FrakklandI og hinsvegar Wesley So (Bandaríkin) og Ding Liren (Kína). Gríđarlega mikiđ er undir fyrir skákmennina fjóra ţví sigurvegaranir í einvíginunum vinna sér rétt til ţátttöku í kandídatamótinu á nćsta ári. Ţar munu átta skákmenn keppa um réttinn til ţess ađ skora á Magnus Carlsen í einvígi um heimsmeistaratitilinn.

Ţađ eru sérstaklega Aronian og Ding Liren sem hafa ađ miklu ađ keppa ţví andstćđingar ţeirra, Vachier-Lagrave og So eiga enn möguleika á ţví ađ vinna sér ţátttökurétt međ öđrum hćtti, til dćmis međ ţví ađ hafa hćstu međalstigin á FIDE-listanum yfir tiltekiđ tímabil eđa međ ţví ađ standa sig vel í Grand Prix seríunni. Ţađ er ţó ekki á vísan ađ róa í ţeim efnum og ţví vilja tvímenningarnir eflaust tryggja sér sćtiđ hiđ fyrsta.

Fyrri skákin til ađ klárast var viđureign Aronian og Vachier-Lagrave. Armenninn stýrđi hvítu mönnunum og upp kom Grunfeld-vörn, sem er eitt helsta vopn Frakkans. Aronian komst ekkert áfram og svo virtist sem ađ sá franski hefđi allt á hreinu og hann tryggđi sér örugglega skiptan hlut međ ţví ađ blíđka gođin međ skiptamunsfórn. Jafntefli var samiđ eftir 32.leiki.

Wesley So beitti ítalska leiknum gegn Ding Liren og fékk lítiđ sem ekkert út úr byrjuninni. Hann reyndi hvađ hann gat ađ búa sér til einhver vinningsfćri en kínverski stórmeistarinn varđist auđveldlega og tryggđi sér jafntefli međ ţráskák.

Seinni skákir einvígjanna fara fram á morgun og hefst taflmennskan kl.11.00

Bein útsending Chess24

Heimasíđa mótsins


Norđurlandamót grunn- og barnaskólasveita fer fram 22.-24. september

Laugar-sćlingsdal-2014-Custom

Norđurlandamót grunn- og barnaskólasveita fer fram ađ Laugum í Sćlingsdal dagana 22.-24. september nk.

Um er rćđa stórt verkefni enda heimsćkja okkar margir tugir erlendra gesta. 

Fulltrúar Íslands verđa:

NM grunnskólasveita

  • Hörđuvallaskóli (Kópavogi)
  • Rimaskóli (Reykjavík)

Liđsskipan liđanna má finna á Chess-Results.

NM barnaskólasveita

  • Álfhólsskóli (Kópavogi)
  • Ölduselsskóli (Reykjavík)

Liđsskipan liđanna má finna á Chess-Results.

Heimasíđa mótsins


Meistaramót Hugsins: Ţrír jafnir og efstir eftir 5.umferđ

Fimmta umferđ Meistaramót Hugsins fór fram í kvöld og var hart barist nú sem endranćr. Sigurđur Dađi Sigfússon var einn efstur fyrir umferđina eftir óvćntan sigur á Hjörvari Steini í síđustu umferđ. Andstćđingur hans var hinn vígamóđi Vignir Vatnar sem er nýkominn heim frá EM ungmenna í Rúmeníu. Sá yngri hafđi betur ađ lokum og opnađi ţar međ mótiđ upp á gátt.

 

SigurđurDađi_Vignir

Á öđru borđi vann Hjörvar Steinn sannfćrandi sigur gegn Lofti Baldvinssyni og á ţriđja borđi hafđi Björn betur gegn Björgvini Víglunds í snarpri byltu ţar sem sá síđarnefndi átti fín fćri. Ţar međ náđu Vignir, Hjörvar og Björn forystunni í mótinu međ 4 vinninga af fimm.

Snorri Ţór Sigurđsson og Óskar Víkingur Davíđsson blönduđu sér svo í toppbaráttuna međ sigrum gegn Jóni Úlfjótssyni og Tómasi Ponzi. Ţeir eru međ 3,5 vinninga eins og Sigurđur Dađi. Ađ öđru leyti voru úrslit ţví sem nćst eftir bókinni.

Sjötta umferđ fer fram mánudaginn 25.september nćstkomandi. Ţá mćtast á efstu borđum:

1. Vignir Vatnar - Björn

2. Hjörvar Steinn - Snorri Ţór

3. Óskar Víkingur - Loftur

Stađan á Chess-Results

 

Björn_Björgvin

Snorri_Jón

 

 

 

 


Kynning á vetrarstarfi Skákdeildar Fjölnis - Ćfingar, ćvintýri og EM taflfélaga

Miđvikudagsćfingar

Skákdeild Fjölnis hóf vetrarstarfiđ međ fjölmennri skákćfingu miđvikudaginn 13. september í tómstundasal Rimaskóla. Á fyrstu ćfinguna mćttu 34 grunnskólakrakkar úr Grafarvogi og fylltu salinn af áhugasömum og efnilegum drengjum og stúlkum. Á hverri ćfingu er bođiđ upp á skákkennslu og skákmót undir kjörorđunum „Skák er skemmtileg“. Ţađ vakti athygli á fyrstu ćfingunni ađ í hópi 10 verđlaunahafa var jafnt kynjahlutfall í hópnum. Allir fóru glađir heim eftir skemmtilega ćfingu enda veitt 15 verđlaun, efnt til happadrćttis og bođiđ upp á veitingar i skákhléi. Fjölnisćfingar verđa í bođi ókeypis hvern miđvikudag frá kl. 16:30 – 18:00 og er gengiđ inn um íţróttahús Rimaskóla. Umsjón međ ćfiFriđrik og Nansýngunum í vetur hafa ţeir Helgi Árnason, Leó Jóhannesson og Jóhann Arnar Finnsson.

Ćvintýraferđ á Västerĺs Open

Skákdeild Fjölnis býđur nú í lok september 13 efnilegum skákkrökkum á aldrinum 10 – 21 árs til Svíţjóđar ţar sem ţeir taka ţátt í fjölmennasta alţjóđlega skákmóti Norđurlanda hvert ár í bćnum Västerĺs. Krakkarnir fá ţarna einstakt tćkifćri á áhugaverđri og skemmtilegri utanlandsferđ og um leiđ ađ tefla viđ erlenda skákmeistara á öllum stigum og aldri. Í ţessum 13 manna hópi eru sjö stúlkur og sex drengir. Stigahćst er Nansý Davíđsdóttir (1954) en hún kom , sá og sigrađi stigalćgri flokkinn á Västerĺs Open áriđ 2012, ţá ađeins 10 ára gömul. Drengirnir í hópnum eru allir fćddir 2005 og mynda ţétta skáksveit Rimaskóla á grunn-og barnaskólastigi. Ţetta er sjötta áriđ í röđ sem Skákdeild Fjölnis býđur sínu áhugasamasta og efnilegasta skákfólki til Svíţjóđar og hefur skákdeildin veriđ í nánu samstarfi viđ skákfélagiđ í Västerĺs um ţátttökuna. Flogiđ verđur međ WOW, gist á Stadtshótelinu í Västerĺs sem er skammt frá mótsstađ.

 

Fyrsta Fjölnisliđiđ á Evrópumót félagsliđa

Skákdeild Fjölnis tók ţá ákvörđun í sumar ađ nýta ţátttökurétt sinn á Evrópumót félagsliđa í skák sem haldiđ verđur í Tyrklandi vikuna 8. – 15. október. Ţetta er í fyrsta sinn sem skákdeildin  tekur ţátt í Evrópumótinu. Skákdeildin er líka fyrsta deildin innan Umf. Fjölnis sem öđlast keppnisrétt á Evrópumóti félagsliđa í hópíţrótt. Skáksveit Fjölnis mun eingöngu telfa fram íslenskum skákmönnum á Evrópumótinu međ Héđin Steingrímsson stórmeistara og stigahćsta skákmann landsins í fararbroddi. Verkefnastjóri ţessarar ferđar er Sigurbjörn J. Björnsson í samstarfi viđ Helga Árnason formann skákdeildarinnar.

 

Evrópumeistarinn gekk til liđs viđ Fjölni í sumar

Nýkrýndur Evrópumeistari unglinga í skák U18, hinn 18 ára Jesper Söndergĺrd Thybo frá Danmörku,  gekk til liđs viđ Skákdeild Fjölnis í sumar og mun tefla međ hinni áhugaverđu  A sveit félagsins á Íslandsmóti félagsliđa sem fram fer í Reykjavík dagana 19. – 22. október n.k. Ţađ er greinilegt ađ Fjölnisferillinn leggst vel í ţennan unga og stórefnilega danska skákmann og mikiđ fagnađarefni hjá Fjölnismönnum ađ fá Evrópumeistara til liđs viđ A sveitina sem sl. tvö sl. hefur unniđ til verđlaunasćtis í 1. deild.

 

Jesper Söndergard Thybo


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 8775602

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband