Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2017

Moskva: Gott gengi í ţriđju umferđ

Vel gekk hjá íslensku skákmönnunum í 3. umferđ Aeroflot Open sem fram fór í Moskvu í dag. Helgi Ólafsson (2540), sem teflir í a-flokki, gerđi jafntefli viđ rússneska alţjóđlega meistarann Alexay Sarana (2468).  Vel gekk í b-flokki. FIDE-meistararnir Dagur Ragnarsson (2276) og Sigurđur Dađi Sigfússon (2226) náđu báđir góđum úrslitum. Dagur vann asersku landsliđskonuna Gulnar Mammadova (2401) og Dađi vann rússnesku skákkonuna Polina Shuvalova (2387). Guđmundur Kjartansson (2464) gerđi jafntefli í sinni skák. Dagur hefur 2 vinninga og Gúmmi og Dađi hafa 1,5 vinninga.

Aeroflot Open er ćgisterkt mót. Í a-flokki tefla 96 skákmenn og ţar af 73 (!!) stórmeistarar. Helgi er nr. 70 í röđ keppenda. Í b-flokki, sem er almennt hugsađur fyrir skákmenn á stigabilinu 2200-2550 skákstig, tefla 118 skákmenn og ţar af 18 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 27 í röđ keppenda, Dagur nr. 99 og Dađi nr. 105. 


Björn međ 2 vinninga í Kragerř

Tvćr umferđir fóru fram í dag í alţjóđlega mótinu í Kragerř í Noregi. Björn Ţorfinnsson (2404) gerđi jafntefli í báđum skákum dagsins. Annars vegar gegn litháíska stórmeistaranum Aloyzas Kveinys (2508) og hins vegar gegn norska alţjóđlega meistaranum Kristian Stuvik Holm (2385). Bragi Ţorfinnsson gerđi jafntefli gegn búlgarska stórmeistaranum Boris Chatalbashev (2550) en tapađi svo fyrir ofangreindum Kveinys. Björn hefur 2 vinninga en Bragi hefur 1,5 vinninga.

Tvćr umferđir eru tefldar á morgun og hefst sú fyrri kl. 9. Ţá teflir ´ţeir brćđur viđ stigalága heimamenn.

26 skákmenn tefla í efsta-flokknum og ţar á međal fimm stórmeistarar. Bragi og Björn eru nr. 7 og 9 í stigaröđ keppenda. Tvćr umferđir eru tefldar á dag og hefjast ţćr kl. 9 og 14 - nema lokadaginn, sunnudaginn 26. febrúar en ţá hefjast ţćr kl. 8 og 12:15.


Íslandsmót skákfélaga hefst 2. mars

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 2..-4. mars nk.  Mótiđ fer fram í Rimaskóla, Reykjavík.  Keppnin hefst (eingöngu í 1.deild) kl. 19.30 fimmtudaginn 2. mars. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 3. mars  kl. 20.00 og síđan  laugardaginn 4. mars. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. 

Ţau félög sem enn skulda ţátttökugjöld ţurfa ađ gera upp áđur en seinni hlutinn hefst.

Heimasíđa mótsins


Brćđurnar byrja vel í Kragerř

Brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnssynir hófu ţátttöku alţjóđlegu móti í Kragerř í Noregi í gćr. Ţeir unnu hvor sína skákina. Andstćđingar ţeirra voru heimamenn međ 1822-1969 skákstig. Í dag fara leikar heldur betur ađ ćsast. Bragi teflir ţá viđ búlgarska stórmeistarann Boris Chatalbashev (2550) og Björn viđ litháíska stórmeistarann Aloyzas Kveinys (2508). Umferđin hefst núna kl. 9 og vera "The brothers" báđir í ţráđbeinni.

26 skákmenn tefla í efsta-flokknum og ţar á međal fimm stórmeistarar. Bragi og Björn eru nr. 7 og 9 í stigaröđ keppenda. Tvćr umferđir eru tefldar á dag og hefjast ţćr kl. 9 og 14 - nema lokadaginn, sunnudaginn 26. febrúar en ţá hefjast ţćr kl. 8 og 12:15.

 


Íslandsmót barnaskólasveita fer fram á laugardarinn - skráningarfrestur til miđnćttis

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk 2017 fer fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, laugardaginn 25. febrúar nk. 

Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 8+2 á hvern keppenda. Mótiđ hefst kl. 14 og áćtlađ er ađ ţví ljúki međ verđlaunaafhendingu um kl 17:00.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1.-3. bekkjar (auk allt ađ fjögurra varamanna)

Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu ţrjár sveitirnar og einnig efstu b-e sveitir.

Einnig borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Skrá ţarf sveitir í síđasta lagi 23. febrúar.

Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér


Meistaramót Vinaskákfélagsins hefst í kvöld

Meistaramót Vinaskákfélagsins í atskák verđur haldiđ 23 febrúar, 9 mars og 16 mars. Ákveđiđ er ađ hafa skákmótiđ á 3 stöđum ef húsrúm leyfir. Ţetta verđur árlegt skákmót. 

  • 23. febrúar verđur ţađ haldiđ í Vin Hverfisgötu 47.
  • 9. mars verđur ţađ í Hlutverkasetriđ Borgartúni 1.
  • 16. mars verđur ţađ annađhvort í Vin eđa í Skáksambandinu / Skákskólanum í Faxafeni. Keppendum verđur tilkynnt um ţađ síđar. 

Skákmótiđ verđur 8 umferđir. 3 skákir á kvöldi, nema síđasta kvöldiđ ţá verđa tefldar 2 skákir og verđlaunaafhending ađ ţeim loknum.

Ţetta verđur opiđ skákmót fyrir alla.

Tímamörkin eru  15 mín. + 10 sek. uppbótartími á leik.

Mótiđ er reiknađ til atskákstiga. Mótiđ hefst kl. 19:30. 

Verđlaun:

  1. sćtiđ eignarbikar + gullpeningur. Einnig verđum viđ međ farandbikar en ţetta skákmót verđur síđan árlegt.
  2. sćtiđ silfurpeningur.
  3. sćtiđ bronzepeningur.
  4. Einnig ćtlar einn félagi í Vinaskákfélaginu ađ gefa andlitsteikningar af frćgum skákmönnum. 

Veitingar: Kaffi og kökur verđa á skákstađ. 

Ţátttökugjald á mótiđ er ađ félagsmenn greiđi 500 kr., en 2.000 kr. fyrir ađra.

Ath. ađ Hollvinir Vinaskákfélagsins fá frítt á skákmótiđ.

Ţiđ getiđ skráđ ykkur á mótiđ á gula kassanum efst á síđunni á skak.is.


HM kvenna: Og ţá eru eftir fjórar

muzychuk-stefanova

Fjórđu umferđ (átta manna úrslitum) Heimsmeistaramóts kvenna lauk í dag íTeheran í Íran. Stćrstu tíđindi umferđarinnar verđa ađ teljast ađ stigahćsti keppandi mótsins og nćststigahćsta skákkona heimsJuWenjun (2583) er fallin úr leik eftir tap gegnlöndu sinniTanZhongyi (2502). Íslenskur skákheimur heldur međ indversku skákdrottningunni Hariku Dronavalli (2539) en hún verđur međal ţátttakenda á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu. Ţađ yrđi ekki amalegt ađ hafa heimsmeistara kvenna međal keppenda ţar!

Úrslit 4. umferđar urđu sem hér segir:

  • Tan Zhongyi (2502) - Ju Wenjun (2583) 1˝-˝
  • Harika Dronavalli (2539) - Nana Dzagnidze (2525) 2˝-1˝
  • Anna Muzychuk (2558) - Antoaneta Stefanova (2512)1˝-˝
  • Ni Shiqun (2399) - Alexandra Kosteniuk (2549) ˝-1˝

Fimmta umferđ (undanúrslit) hefst á morgun. Taflmennskan hefst kl. 11:30. Ţá mćtast Zhongyi-Dronavalli og Kosteniuk-Muzychuk. 

Nánar á Chess24.


Moskva: Guđmundur vann í 2. umferđ

Önnur umferđ Aeroflot Open fór fram í Moskvu í dag. Guđmundur Kjartansson (2464) vann rússneska alţjóđla meistarann Ruslan Yandarbiev (2311) í b-flokki. Sigurđur Dađi Sigfússon (2226) gerđi jafntefli en Dagur Ragnarsson (2276) tapađi. Gummi og Dagur hafa 1 vinning en Dađi hefur hálfan vinning. Helgi Ólafsson (2540), sem teflir í a-flokki, tapađi fyrir Sanan Sjugirov (2673).

Ţriđja umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 12:30. Helgi teflir ţá viđ rússneska alţjóđlega meistarann Alexey Sarana (2468). 

Aeroflot er ćgisterkt mót. Í a-flokki tefla 96 skákmenn og ţar af 73 (!!) stórmeistarar.  Helgi er nr. 70 í röđ keppenda. Í b-flokki, sem er almennt hugsađur fyrir skákmenn á stigabilinu 2200-2550 skákstig, tefla 118 skákmenn og ţar af 18 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 27 í röđ keppenda, Dagur nr. 99 og Dađi nr. 105. 


Akureyri: Barist til síđasta manns

Nú er ađ hefjast keppni til úrslita um ţađ hver ţeirra ţremenninga, Andra Freys Björgvinssonar, Tómasar Veigars Sigurđarsonar eđa Jóns Kristins Ţorgeirssonar, stendur uppi sem sigurvegari í Skákţingi Akureyrar og um leiđ skákmeistari Akureyrar 2017. Um titilinn verđur teflt međ ţessum hćtti:

  • Miđvikudag kl. 16.30  Tómas-Andri
  • Fimmtudag kl. 16.30   Jón Kristinn-Tómas
  • Laugardag kl. 13.15   Andri-Jón Kristinn

Ţeir munu tefla kappskákir - sömu tímamörk og á ađalmótinu. Ef tveir eđa ţrír verđa enn jafnir munu ţeir tefla atskákir á sunnudag međ umhugsunartímanum 15-10. Ef enginn er enn búinn ađ tryggja sér sigurinn eftir ţetta verđur fariđ í hrađskákir 4-2. Í báđum tilvikum einföld umferđ ef ţeir eru ţrír, en tvöföld ef ţeir eru tveir. Í lokiđ - ef annađ gengur ekki - verđur tefld ein gjörningaskák ţar sem annar hefur fimm mínútur og hinn fjórar og ţá nćgir ţeim tímanaumari jafntefli.

En sumsé -  viđ byrjum í dag, miđvikudag kl. 16.30!


Dagur vann í fyrstu umferđ í Moskvu

Opna skákmótiđ Aeroflot Open hófst í gćr í Moskvu. Fjórir íslenskir skákmenn taka ţátt. Helgi Ólafsson (2540) teflir í a-flokki. Guđmundur Kjartansson (2464), Dagur Ragnarsson (2276) og Sigurđur Dađi Sigfússon (2226) taka ţátt í b-flokki.

Dagur var eini sigurvegari gćrdagsins en Kínverjann Mu Ke (2431). Helgi sem er ađ tefla á sínu fyrstu alţjóđlega móti, sem er ekki liđakeppni, síđan 2014 tapađi fyrir stórmeistaranum Eduardo Iturrizaga (2652).

Önnur umferđ hefst kl. 12:30 og verđur Helgi í beinni. Hann teflir viđ rússneska stórmeistarann Sanan Sjugirov (2673).

Aeroflot er ćgisterkt mót. Í a-flokki tefla 96 skákmenn og ţar af 73 (!!) stórmeistarar.  Helgi er nr. 70 í röđ keppenda. Í b-flokki, sem er almennt hugsađur fyrir skákmenn á stigabilinu 2200-2550 skákstig,  tefla 118 skákmenn og ţar af 18 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 27 í röđ keppenda, Dagur nr. 99 og Dađi nr. 105. 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 235
  • Frá upphafi: 8765187

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband