Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2016

Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig komu út 1. september sl. Hannes Hlífar Stefánsson er sem fyrr stigahćsti skákamđur landsins. Í nćstu sćtum eru Héđinn Steingrímsson og Hjörvar Steinn Grétarsson. Jón Magnússon er stigahćstur nýliđa og tvíburabrćđurnir Bárđur Örn og Björn Hólm Birkissynir hćkkuđu langmest allra frá ágúst-listanum.

Heildarlistann má finna hér.

Topp 20

No.NameTitRtngGmsDiff
1Stefansson, HannesGM25749-3
2Steingrimsson, HedinnGM257200
3Gretarsson, Hjorvar SteinnGM254710-9
4Hjartarson, JohannGM254500
5Olafsson, HelgiGM253900
6Petursson, MargeirGM251200
7Danielsen, HenrikGM248000
8Arnason, Jon LGM247800
9Kristjansson, StefanGM246400
10Gunnarsson, Jon ViktorIM245700
11Gretarsson, Helgi AssGM244800
12Kjartansson, GudmundurIM244200
13Thorsteins, KarlIM243900
14Gunnarsson, ArnarIM243100
15Thorfinnsson, BragiIM24309-3
16Thorhallsson, ThrosturGM241100
17Thorfinnsson, BjornIM239800
18Ulfarsson, Magnus OrnFM238500
19Jensson, Einar HjaltiIM2378107
20Arngrimsson, DagurIM237800


Heildarlistann má finna
hér.


Nýliđar

Ţrír nýliđar eru á listanum. Stigahćstur ţeirra er Jón Magnússon (1563). Nćstir eru Steinţór Örn Gíslason (1156) og Tómas Möller (1028)

No.NameTitRtngGmsDiff
1Magnusson, Jon 156361563
2Gislason, Steinthor Orn 115651156
3Moller, Tomas 102891028


Mestu hćkkanir

Tvíburabrćđurnir Björn Hólm (111) og Bárđur Örn (92) hćkkuđu langmest allra frá ágúst-listanum. Ţriđji varđ Halldór Atli Kristjánsson (39).

No.NameTitRtngGmsDiff
1Birkisson, Bjorn Holm 20199111
2Birkisson, Bardur Orn 2120992
3Kristjansson, Halldor Atli 1417439
4Baldursson, Haraldur 1957931
5Bergsson, Stefan 2018325
6Thorsteinsdottir, Svava 1335424
7Johannesson, OliverFM2255923
8Ptacnikova, LenkaWGM2159523
9Ingason, Sigurdur 18691723
10Thorarinsson, Pall A. 2292922
11Hardarson, Jon Trausti 2100922
12Lee, Gudmundur Kristinn 1778322

 

Stigahćstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2159) er sem fyrr stigahćsta skákkona landsins. Í nćstu sćtum eru Guđlaug (2046) og Hallgerđur Helga (2015) Ţorsteinsdćtur.

No.NameTitRtngGmsDiff
1Ptacnikova, LenkaWGM2159523
2Thorsteinsdottir, GudlaugWFM20465-5
3Thorsteinsdottir, Hallgerdur 201551
4Finnbogadottir, Tinna Kristin 18945-37
5Davidsdottir, Nansy 184200
6Kristinardottir, Elsa Maria 18362-2
7Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina 180210-13
8Hauksdottir, Hrund 179354
9Magnusdottir, Veronika Steinunn 177714-9
10Helgadottir, Sigridur Bjorg 176900


Stigahćstu ungmenni landsins (20 ára og yngri)

Dagur Ragnarsson (2272) er stigahćsta ungmenni landsins. Í nćstu sćtum eru Oliver Aron Jóhannesson (2255) og Vignir Vatnar Stefánsson (2129).

 

No.NameTitRtngGmsB-dayDiff
1Ragnarsson, DagurFM227291997-2
2Johannesson, OliverFM22559199823
3Stefansson, Vignir Vatnar 212992003-31
4Birkisson, Bardur Orn 21209200092
5Thorgeirsson, Jon Kristinn 210291999-49
6Hardarson, Jon Trausti 21009199722
7Thorhallsson, Simon 208591999-84
8Jonsson, Gauti Pall 2082919997
9Birkisson, Bjorn Holm 201992000111
10Heimisson, Hilmir Freyr 1988020010


Upplýsingar um stigahćstu skákmenn heims má finna hér.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Viđureignir dagsins: Tékkland og Ítalía

Bakú 2016

Íslenska liđiđ í opnum flokki mćtir liđi Tékka í dag. Bragi Ţorfinnsson hvílir.

Bein útsending.

Ól-2


Íslenska kvennaliđiđ mćtir sveit Ítalíu. Veronika Steinunn Magnúsdóttir hvílir.

Bein útsending.

Clipboard04

Umferđin hefst kl. 11.


Stórt start hjá SA í dag!

Nú ţegar sumri hallar fara kóngar og drottningar á kreik. Riddarar, biskupar og peđ. Og framhjáhlaupin byrja fyrir alvöru.

Viđ hjá Skákfélagi Akureyrar ćtlum ađ hleypa okkar taflmönnum á skeiđ á STÓRA STARTMÓTINU laugardaginn 3.september. Ţá er meiningin ađ kalla til leiks alla ţá sem peđi geta valdiđ og hafa minnsta grun um ţađ hvernig riddarin hoppar um taflborđiđ. Viđ stefnum ađ fjölmennasta móti norđan heiđa í áratugi - jafnvel aldir. Markmiđiđ er ađ ná saman minnst 40 ţátttakendum.

Stađur og stund: Íţróttahöllin viđ Skólastíg, ath gengiđ inn ađ sunnan um ađaldyr! Laugardaginn 3. september kl. 13.00

Á STÓRA STARTMÓTINU geta keppendur og gestir:

Kynnt sér haustdagskrá Skákfélagsins

Fengiđ sér kaffisopa

Skráđ sig í félagiđ eđa á vinalista á Facebook

Skráđ sig á mót eđa ađra viđburđi félagsins

Tekiđ eina bröndótta

Teflt ţrjár sjö mínútna skákir á Startmótinu - fyrri hluta

Gćtt sér á veitingum í hléi í góđra vina hópi

Teflt allar sjö skákirnar á Startmótinu - fyrri og seinni hluta

Ţeir sem vilja geta sumsé látiđ ţrjár skákir nćgja og hellt sér í veitingarnar eđa ef skákviljinn er brennandi, teflt til ţrautar allat umferđirnar sjö. Umhugsunartími fyrir hverja skák verđur 7 mínútur. 

Fjölmörg verđlaun verđa í bođi - ađallega ţó ánćgjan af ţví ađ tefla skák.

Sjáumst öll í höllinni laugardaginn 3. september!


Ólympíuskákmótiđ hófst međ látum í gćr

R1_president-of-Azerbaijan_Maria Emelianova_06

Ólympíuskákmótiđ hófst í gćr. Ţađ 42. í sögunni. Vel gekk hjá íslensku liđunum sem fram hefur komiđ í pistlum Ingvars og Björns Ívars. Skipulagningin virđist vera ađ mestu leyti í góđu lagi. Ţađ sem hefur truflađ mig mest eru ađgangsmál en í FIDE-fulltrúar hafa enn sem komiđ er ekki ađgang ađ sjálfu keppnissvćđinu. Í gćr fékk ég bara ađgang ađ áhorfendasvćđinu. Ég gafst fljótlega upp og fór fremur upp á hótel. Ég vonast eftir ţví ađ ţetta komist í lag í dag.

Einnig fá afar fáir leyfi til ađ taka myndir og t.d. voru engar myndir teknar af karlaliđinu í gćr. Ég hef einnig óskađ eftir myndatökuleyfi sem ég vonast eftir ađ fá.

Töskurnar skiluđu sér loks í fyrrinótt. Ţađ er settur mikill ţrýstingur á mótshaldara og ţeim bent á ađ í töskunum vćru lyf sem vćri einum liđsmanni lífsnauđsynleg. Yfirstjórn FIDE var blandađ inní málin og ţađ virkađi. Kjartan greyiđ ţurfti ađ vaka til 4 um nóttu eftir töskunum. Mikil var gleđi liđsmanna ţegar töskurnar voru komnar. 

14211961_10154567869297728_1822869612901240165_n

Íslenski hópurinn er á ţremur hótelum. Ég á sérhóteli, keppendur á öđru hóteli og skákstjórarnir á ţví ţriđja. Ţótt ótrúlegt megi vera hef ég ekki enn hitt á Róbert og Ingu! Ţađ breytist í dag.

R1 RUSSIA Sergey Karjakin_Eteri Kublashvili

Andstćđingar dagsins í opnum flokki eru Tékkar. Sautjánda sterkasta liđiđ á pappírnum međ međalstigin 2631 á međan viđ erum ţađ 44. sterkasta međ međalstigin 2527. Jafntefli 2-2 vćru stórgóđ úrslit.

Viđ höfum aldrei mćtt ţeim á Ólympíuskákmóti en Íslendingar mćttu Tékkóslóvakíu 12 sinnum á árunum 1930-1992. Minnistćđur sigur vannst á ţeim í lokaumferđinni í Manila 1992,2˝-1˝, sem fleytti Íslandi upp í sjötta sćti ţess móts. Ţá tefldi Jóhann Hjartarson á fyrsta borđi og Hannes á ţví fjórđa. Ţeir gerđu báđir jafntefli. Jón L. Árnason vann sína skák.

Radjabov Teymour Azerbaijan _Lana Afandiyeva

Viđ höfum hins vegar ţrívegis mćtt Tékklandi á EM landsliđa. Síđast í fyrstu umferđ í Varsjá 2013. Viđureign sem tapađist međ minnsta mun. 

Íslenska kvennaliđiđ mćtir liđi Ítalíu sem er ţađ 20. sterkasta međ međalstigin 2304 til samanburđar viđ 2003 međalstig íslenska liđsins. Róđurinn verđur ţungur í dag.

Íslenska kvennalandsliđiđ hefur 5 sinnum teflt viđ ţađ ítalska. Síđast áriđ 2010 í Khanty-Mansiysk. Ţá náđist afar gott 2-2 jafntefli gegn mun sterkari sveit. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir var ţá hetja íslenska liđsins. Lenka og Hallgerđur gerđu góđ jafntefli á 1. og 2. borđi. 

Stefnum á tvö góđ úrslit í dag!

Umferđin hefst kl. 11.

Kveđja frá Bakú,
Gunnar


Ólympíuskákmótiđ: 1.umferđ opinn flokkur


Ol2016_Ice_Eth_1_1Pörunin í fyrstu umferđ í opnum flokki var ţótt órúlegt megi virđast nákvćmlega sú sama og á Ólympíumótinu í Tromsö 2014. Eţíópíumenn voru mótherjar dagsins en ţeir voru lagđir 4-0 fyrir fjórum árum. Ţessi 100 milljónaţjóđ er e.t.v. ekki ţekkt fyrir afrek á skáksviđinu en ţess ţá heldur á hlaupabrautum.

Ákveđiđ var ađ Jóhann myndi hvíla í ţessari umferđ. Uppstillingin var ţví Hannes - Hjörvar - Guđmundur - Bragi. Stigahćstur andstćđinganna var fyrsta borđ međ rúm 2100 skákstig en ađrir voru međ 1800-1900 stig. Borđ 2 og 3 gáfu CM-titilinn ţó hann virđist hafa veriđ fenginn á öđrum forsendum en skákstigum :-)

Skipuleggjendur voru full gjafmildir á tíma annarra ţegar ţeir bođuđu keppendur niđur í móttöku hótelsins klukkan 13:45 til ađ ferđast um 5 km leiđ á skákstađ. Okkar beiđ hálftíma biđ í rútunni og svo nokkur biđ á skákstađ ţar sem 1. umferđ tafđist einnig um 15 mínútur. Ađ öđru leiti hefur skipulagiđ veriđ skrambi gott, mikiđ lagt í hlutina og gríđarlegt yfirframbođ á sjálfbođaliđum.

Á leiđinni á skákstađ sáum viđ eitt ţađ stćrsta fánaflykki sem nokkur okkar hefur séđ. Eftir umferđina var google leit fljót ađ sýna ađ á ferđinni var stćrsti fáni í heimi, 70x35m og gríđarlega tignarlegur.

En snúum okkur ađ viđureigninni. Eţíópíumennirnir mćttu í forláta gulum adidas göllum og voru fánalitirnir áberandi í búningnum. Viđ Íslendingar mćttum einnig í flottum Henson jökkum sem hafa vakiđ mikla athygli og höfum viđ ţurft ađ taka nokkur víkinga "HÚH" fyrir ađdáendur íslenska fótboltalandsliđsins.

1.borđ - Hannes

Hannes fékk stigahćsta skákmann andstćđingana eins og vera ber og tefldi hann nokkuđ furđulega í byrjuninni međ tempótöpum eins og ..Re5 og nokkuđ linkulega leiki. Snemma kom svo afleikur og Hannes vann peđ.

1_Eth_Hannes

Hér steindrap Hannes á finnur sex sem ţýddi ađ svartur tapađi ţvingađ peđinu á d6 vegna óţćgilegra riddaraleikja, Rb5 eđa Rd5 eftir atvikum. Hannes vann nokkuđ vel úr stöđuyfirburđunum ţrátt fyrir ađ hafa ekki fundiđ "tölvukiller" á ákveđnum stađ. Reyndar er ţađ gott heilrćđi sem reyndasti lismađur okkar benti á ađ ţađ vćri óţarfi ađ fórna í unnum stöđum!

 

 

Hannes endađi á ađ fá hróksendatafl sem hann vann auđveldlega.

 

2.borđ - Hjörvar

Hjörvar tefldi gegn CM á 2. borđi. Í byrjuninni hefđi líklegast veriđ best fyrir Hjörvar ađ halda biskupaparinu en engu ađ síđur var innsći hans líklega rétt ađ hann hefđi átt ađ hafa betri stöđu og fćri eftir uppskiptin á c3. Hjörvar hefđi ţurft ađ tefla af krafi en gaf ţessi í stađ andstćđingi sínum fćri á ađ laga stöđuna.

Svo fór ađ Eţíópubúinn sótti í sig veđriđ eins og sönnum langhlaupara og lagađi stöđu sína og fékk loks mun betra tafl. Á einum tímapunkti átti hann gangandi ţráksák en af dirfsku ákvađ hann ađ tefla til vinnings. Ţađ varđ honum ađ falli ţegar hann ađ lokum missti af ţráskák.

1_Eth_Hjorvar

Hér var De6+ aftur gangandi ţráskák en ţess í stađ kom Df8+? og svarti kóngurinn lagđi í leiđangur sem ađ lokum myndađi mátnet fyrir hvíta kónginn. Hurđ skall nćrri hćlum en svona sleppa ţessir bestu!

3. borđ - Gummi

Í stuttu máli tefldi Gummi eins og herforingi. Hvítu mennirnir höguđu sér eins og sjálfur Karpov vćri viđ stjórnvölinn. Stađan var bćtt jafnt og ţétt milli ţess sem mennirnir voru hreyfđir fram og til baka og beđiđ átekta. Loks gaf svartur eftir og tapađi liđi.

1_Eth_Gummi

 

Hér kom Re5 og skiptamunur féll í kjölfariđ og eftirleikurinn varđ auđveldur ţó skákin yrđi sú lengsta í viđureigninni.

4. borđ - Bragi

Andstćđingur Braga tefldi byrjunina rólega og var međ verra en Bragi missti tökin ađeins og var međ ađeins verra ţó ţađ vćri ekki alvarlegt ástand.

Ekki varđi ţađ ástand ţó lengi ţegar hvítur lék illa af sér međ Hc2??

1_Eth_Bragi

 

Hér klárađi Bragi dćmiđ međ ...f5 ţar sem veikleikinn í borđinu kostar hrók eftir ...Dxc2 í nćsta leik.

 

Á morgun í 2.umferđ má segja ađ alvaran hefjist ţegar viđ mćtum grjótharđri sveit Tékka. Á fyrsta borđi mun líklegast mćta til leiks Íslandsvinurinn David Navara sem iđullega er međ skákstigin sín vel yfir 2700 stiga múrnum. Tékkar eru númer 17 í röđinni og ţví ljóst ađ verkefniđ verđur erfitt en ţó engan veginn óyfirstíganlegt og mćtum viđ galvaskir til leiks á morgun!

Ol2016_Ice_Eth_1

 

- Ingvar Ţór Jóhannesson, liđsstjóri í opnum flokki. (myndir : Bidur Gautam)


Tékkar og Ítalar á morgun

Pörun annarrar umferđ Ólympíuskákmótsins í Bakú liggur fyrir. Bćđi liđin tefla töluvert upp fyrir sig. Karlaliđiđ liđiđ teflir viđ liđ Tékka en kvennaliđiđ teflir viđ Ítalíu.

Helsta stjarna Tékka er Íslandsvinurinn David Navara, 20. stigahćsti skákmađur heims.

Liđ Tékklands er ţađ 17. sterkasta á međan liđ Íslands er nr. 44 í stigaröđinni svo búast má viđ erfiđri viđureign.

Liđ Tékka skipa

Tékkar


Liđ Ítalíu skipa:

Ítalía

Ítalska liđiđ er ţađ 20. sterkasta á međan íslenska liđiđ er hiđ 61. sterkasta. 

Tvćr erfiđar viđureignir framundan á morgun.

Áfram Ísland!

 


Ólympíuskákmótiđ: 1. umferđ Kvennalandsliđsins

Eftir langt og strangt ferđalag en góđa hvíld síđasta sólarhringinn var loksins komiđ ađ upphafi mótsins. Ţađ var eftirvćnting í hópnum fyrir 1. umferđ. Umgjörđin í kringum mótiđ er mögnuđ og tilkomumikil. Ţađ fer ekki framhjá nokkrum manni ađ hér í Bakú fer fram Ólympíuskákmót. Alls stađar eru skilti, auglýsingar og upplýsingabásar sem tengjast mótinu. Fjöldi sjálfbođaliđa í tengslum viđ mótiđ er ótrúlegur. Öryggisgćslan á svćđinu hefur einnig vakiđ sérstaka athygli okkar en rúturnar sem flytja keppendur til og frá skákstađ fá lögreglufylgd međ blikkandi ljósum. Vopnađir lögreglumenn og öryggisverđir eru einnig víđa. Af ţessum sökum tók ţađ smá tíma fyrir undirritađan, sem er liđsstjóri og ţjálfari kvennaliđsins, ađ komast inn á skákstađinn fyrir umferđ í dag. Ţannig er mál međ vexti ađ ég er međ insúlíndćlu, sem ég lifi ekki án og get ţví ekki tekiđ af mér, og ţađ tók sex öryggisverđi töluverđan tíma ađ samţykkja ađ tćkiđ vćri hvorki skákreiknir né sprengja. Ađ ţessari rannsókn lokinni fékk ég ađ fara í keppnissalinn, liđsmönnum til mikillar skemmtunar!

Liđ Íslands í kvennaflokki á mótinu er ţannig skipađ:

1. Lenka Ptacnikova 2159

2. Guđlaug Ţorsteinsdóttir 2049

3. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir 2015

4. Hrund Hauksdóttir 1793

Varamađur: Veronika Steinunn Magnúsdóttir 1777

Andstćđingar okkar voru kornungar stúlkur frá Maldíveyjum, sem eru nr. 134 í röđinni af 140 keppnisliđum. Viđ erum nr. 61. Guđlaug hvíldi í umferđinni í dag. Einungis andstćđingur Lenku, Mohammed Shahudha (1022), á 1. borđi var međ skákstig, svo viđ vissum ekki alveg viđ hverju mátti búast. Ţađ var ţó fljótlega ljóst ađ skákţekking maldívsku stúlknanna var takmörkuđ. Lenka fékk fljótlega yfirburđarstöđu, vann peđ, hafđi biskupapariđ og alla stöđuna. Eftir ađ hafa hrókađ langt og stillt upp í kóngssókn opnađi Lenka tafliđ međ d5 og ţá hrundi allt hjá svörtum.

1lenka

Hér lék Lenka 20. d5! og vann létt eftir 20...exd5 21. cxd5 Dxd5? 22. Bf6 Hde8?? 23. Bc4 

Hallgerđur Helga hafđi svart gegn Abdulla Zaura (0). Upp kom Caro-Kann vörn og ţrátt fyrir vafasama byrjunartaflmennsku fékk Zaura ţolanlega stöđu. Halla vildi refsa henni strax en missti af 19. g3 og fékk tćknilega tapađ tafl. Hún tók ţá mjög skynsamlega ákvörđun og fór út stöđu ţar sem hún var skiptamun og peđi undir en hafđi ţó töluverđar bćtur sem fólust í sterkum riddara á f5 og lélegum biskup hvíts á c1, sem rakst í eigin peđ. Zaura hefđi ţurft ađ tefla nokkuđ nákvćmt til ţess ađ nýta sér liđsyfirburđina en henni varđ strax á í messunni međ 25. He5??

1halla

25...Rxd4! 26. cxd4? Dxd4+ 27. De3? Bxe5! og eftirleikurinn var auđveldur.

Hrund hafđi hvítt gegn Mohamed Shareef Aishah Alya, sem er einungis 10 ára gömul. Byrjunartaflmennskan hennar var mjög vafasöm. Hrund nýtti sér ţađ vel, tefldi mjög nákvćmt, og refsađi henni grimmilega.

1hrund

12...Bd6?? 13. Rxc6 dxc6 14. e5 og Hrund vann auđveldlega í framhaldinu.

Veronika hafđi svart gegn Rilwan Nuha, 11 ára gamalli. Rilwan tefldi á óhefđbundinn hátt, eins og liđsfélagar hennar, og Veronika nýtti sér mistök hennar í miđtaflinu og vann mann. Nokkrum leikjum síđar stytti sú maldvíska ţjáningar sínar međ ţví ađ leika sig beint í mát.

1veronika

14. b3?? Be5 15. Dd3 h6 16. Rf3 Bxc3 17. Dxc3 d5 og manni yfir vann Veronika stuttu seinna.

Á morgun fáum viđ liđ Ítalíu sem er afar sterkt, međ međalstig 2304. Ţangađ til ţá, bestu kveđjur frá Bakú.

- Björn Ívar Karlsson


Tveir 4-0 sigrar í fyrstu umferđ Ólympíuskákmótsins

R1 ICELAND Hauksdottir Hrund_by David Llada

Fyrsta umferđ Ólympíuskákmótsins fór fram í dag. Íslensku sveitirnar unnu báđar góđa 4-0 sigra. Karlaliđ gegn sveit Eţíópíu og kvennaliđiđ gegn Maldíveyjum. Sigur kvennaliđsins var mjög öruggur en smá lukka var yfir sigri Hjörvars á öđru borđi í viđureigninni gegn Eţíópíu. 

R1 Iceland Thorsteinsdottir Hallgerdur_by David Llada

Myndir David Llada.

Skákir dagsins:

Liđsstjórar sveitanna munu gera betri grein fyrir skákum dagsins í pistlum.


Kennari verđur skákkennari: Hvammstangi

Besta myndin frá HvammstangaStefán Bergsson hélt hringferđ sinni um landiđ áfram í morgun. Viđkomustađur dagsins í verkefninu Kennari verđur skákkennari var Grunnskóli Húnaţings vestra á Hvammstanga. Skólinn er nokkuđ fjölmennur enda ţjónar hann nćr öllum íbúm Húnaţings vestra sem telur 1250 manns. Í hverjum árgangi er einn bekkur og nemendafjöldi kringum 15 í hverjum bekk. Kennsla dagsins fór fram í fyrsta til fjórđa bekk og var hver bekkur í eina kennslustund í skák. Stefán kenndi nemendum sem höfđu flestir einhvern grunn í skák. Ţorbjörn Gíslason umsjónarkennari í ţriđja bekk fylgdist međ kennslunni. Ţorbjörn sem er fyrrum bréfskákmađur mun í vetur kenna yngstu nemendum skólans skák og tekur ţátt í verkefninu fyrir hönd skólans. Ţorbjörn og nemendur

 

 

 

 

 

 

Ţorbjörn ásamt nemendum sínum.

Suzuki umbođiđ er helsti styrktarađili ferđarinnar og Hótel Hvammstangi styrkti kennsluna í Grunnskóla Húnaţings vestra. 


Ólympíuskákmótiđ: Viđureignir dagsins

Bakú 2016

Beinar slóđir á viđureignir dagsins á Ólympíuskákmótinu Bakú eru:

Umferđin hefst kl. 11.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 8780628

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband