Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2016

Stórt start hjá SA 3. september

Nú ţegar sumri hallar fara kóngar og drottningar á kreik. Riddarar, biskupar og peđ. Og framhjáhlaupin byrja fyrir alvöru.

Viđ hjá Skákfélagi Akureyrar ćtlum ađ hleypa okkar taflmönnum á skeiđ á STÓRA STARTMÓTINU laugardaginn 3.september. Ţá er meiningin ađ kalla til leiks alla ţá sem peđi geta valdiđ og hafa minnsta grun um ţađ hvernig riddarin hoppar um taflborđiđ. Viđ stefnum ađ fjölmennasta móti norđan heiđa í áratugi - jafnvel aldir. Markmiđiđ er ađ ná saman minnst 40 ţátttakendum.

Stađur og stund: Íţróttahöllin viđ Skólastíg, ath gengiđ inn ađ sunnan um ađaldyr! Laugardaginn 3. september kl. 13.00

Á STÓRA STARTMÓTINU geta keppendur og gestir:

Kynnt sér haustdagskrá Skákfélagsins

Fengiđ sér kaffisopa

Skráđ sig í félagiđ eđa á vinalista á Facebook

Skráđ sig á mót eđa ađra viđburđi félagsins

Tekiđ eina bröndótta

Teflt ţrjár sjö mínútna skákir á Startmótinu - fyrri hluta

Gćtt sér á veitingum í hléi í góđra vina hópi

Teflt allar sjö skákirnar á Startmótinu - fyrri og seinni hluta

Ţeir sem vilja geta sumsé látiđ ţrjár skákir nćgja og hellt sér í veitingarnar eđa ef skákviljinn er brennandi, teflt til ţrautar allat umferđirnar sjö. Umhugsunartími fyrir hverja skák verđur 7 mínútur. 

Fjölmörg verđlaun verđa í bođi - ađallega ţó ánćgjan af ţví ađ tefla skák.

Sjáumst öll í höllinni laugardaginn 3. september!


Ólympíufarinn: Hrund Hauksdóttir

2016-08-11 19.30.56

Ólympíuskákmótiđ fer fram 2.-13. september nk. í Bakú í Aserbaísjan. Nítján manns verđa í sendinefnd Íslands. Fram ađ móti verđa Ólympíufararnir kynntir - einn á dag.

Í dag kynnum viđ til leiks Hrund Hauksdóttir sem teflir á sína fyrsta Ólympíuskákmóti

Nafn?

Hrund Hauksdóttir

Aldur?

20 ára

Hlutverk?

Tefla međ kvennaliđinu. 

Uppáhalds íţróttafélag?

Ćtli ţađ sé ekki Fjölnir.

Hvernig er undirbúningi ţínum fyrir mótiđ háttađ?

Ćfingar hjá Birni Ívari.

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmóti og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Ţetta verđur mitt fyrsta Ólympíumót.

Getur ţú nefnt frćgan skákmann fćddan í Bakú?

Kasparov.

Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?

Veit ekki...

Er Kaspíahafiđ haf eđa stöđuvatn?

Mmm stöđuvatn?

Minnisstćđa skák á Ólympíuskákmóti og af hverju?

Man ekki eftir neinni svo vonandi verđur einhver skák minnisstćđ á ţessu Ólympíumóti haha

 

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Ađ viđ endum ofar en í upphafi móts.

 

Í ljósi ţess ađ Björn Ţorfinnsson er ekki í Bakú-hópnum – hver verđur ađaltrúđur ferđarinnar?

Ţađ eru allnokkrir trúđar í hópnum. 

Eitthvađ ađ lokum?

Áfram Ísland!


Ólympíuskákmót á Stofunni í kvöld

Kvennalandsliđ Íslands međ landsliđseinvaldinum. Hallgerđur Helga, Björn Ívar, Guđlaug, Hrund, Lenka og Verónika. Ţau tefla öll á Stofumóti Hróksins.

Hrókurinn heldur Ólympíumótiđ í skák á Stofunni, Vesturgötu 3, á fimmtudagskvöldiđ kl. 20 og međal keppenda verđa margir af sterkustu skákmönnum landsins. Mótiđ er haldiđ í tilefni af ţví ađ 42. Ólympíumótiđ í Bakú fer fram í september og ţar tefla karla- og kvennasveitir Íslands. 

Íslandsmeistarinn 2016, Jóhann Hjartarson, teflir á Ólympíumótinu á Stofunni -- og í Bakú. 

Međal keppenda á Stofunni verđa stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Lenka Ptacnikova, Hannes Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Stefán Kristjánsson. Kvennalandsliđiđ mćtir í heild en ţađ skipa, auk Lenku, ţćr Guđlaug Ţorsteinsdóttir, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Verónika Steinunn Magnúsdóttir.

Hannes H. Stefánsson fer fyrir íslenska liđinu í Bakú og verđur međ á Hróksmótinu. Hér ásamt Birnu Norđdahl á Reykhólum sl. laugardag.

Af öđrum meisturum sem skráđir eru til leiks má nefna landsliđsmanninn Braga Ţorfinnsson, Ingvar Ţór Jóhannesson, Björn Ívar Karlsson og Elvar Guđmundsson. Alls munu 32 skákmenn leika listir sínar á Stofunni og er ţetta eitt alsterkasta hrađskákmót ársins.

Stofan er helsta skákkaffihús Reykjavíkur.

Skáklífiđ hefur blómstrađ á Stofunni undanfarin misseri og ţer eru reglulega haldin stórmót. Áhorfendur eru velkomnir og er tilbođ á veitingum í tilefni af mótinu.

 


Skákţing Norđlendinga hefst á morgun

Skákţing Norđlendinga 2016 verđur haldiđ í safnađarheimili Siglufjarđarkirkju helgina 26. til 28. ágúst nćstkomandi. Skákfélag Siglufjarđar sér um mótshaldiđ. Mótiđ er opiđ öllu skákáhugafólki. Tefldar verđa sjö umferđir eftir Monrad-kerfi, ţ.e.a.s. fjórar atskákir og ţrjár kappskákir.

Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga. Skákstjóri verđur Ingibjörg Edda Birgisdóttir. Núverandi Skákmeistari Norđ-lendinga er Jón Kristinn Ţorgeirsson frá Akureyri.

Dagskrá

 • Föstudagur 26. ágúst kl. 20.00: 1.-4. umferđ. Atskákir, 25 mínútur á mann.
 • Laugardagur 27. ágúst kl. 10.30: 5. umferđ. 90 mínútur + 30 sekúndur viđ hvern leik.
 • Laugardagur 27. ágúst kl. 16.30: 6. umferđ. 90 mínútur + 30 sekúndur viđ hvern leik.
 • Sunnudagur 28. ágúst kl. 10.30: 7. umferđ. 90 mínútur + 30 sekúndur viđ hvern leik.

Ađalverđlaun

 1. sćti: 50.000 krónur. 

(Ef sigurvegari mótsins er ekki međ lögheimili á Norđurlandi eru verđlaun Skákmeistara Norđlendinga einnig 50.000 krónur.)

 1. sćti:  25.000 krónur.
 2. sćti:  10.000 krónur.

Aukaverđlaun

 1. Efstur skákmanna undir 1800 íslenskum skákstigum (međ lögheimili á Norđurlandi).
 2. Efstur heimamanna (í Skákfélagi Siglufjarđar).
 3. Efstur stigalausra (međ lögheimili á Norđurlandi).

Eingöngu verđur hćgt ađ vinna til einna aukaverđlauna.

Peningaverđlaunum verđur skipt á milli manna, verđi ţeir jafnir ađ vinningum. Ţetta á viđ um bćđi ađal- og aukaverđlaun.

Skráning og ţátttökugjald

Skráning er hafin og fer hún fram á vefslóđinni: siglfirdingur.is/skakthing. Upplýsingar um skráđa keppendur er jafnframt ađ finna ţar. Skráningu verđur lokađ á hádegi 26. ágúst. Ţátttökugjaldiđ er krónur 3.000 fyrir 17 ára og eldri, en 1.500 krónur fyrir 16 ára og yngri.

Hrađskákmót Norđlendinga 2016

Hrađskákmót Norđlendinga 2016 verđur svo haldiđ sunnudaginn 28. ágúst á sama stađ en ţađ hefst ekki fyrr en kl. 15.00. Ekkert ţátttökugjald er í ţađ. Núverandi Hrađ-skákmeistari Norđlendinga er áđurnefndur Jón Kristinn Ţorgeirsson frá Akureyri.

Bakhjarlar

Bakhjarlar ţessara skákmóta tveggja eru Arion banki, Hótel Siglunes, Rammi, Samkaup-Úrval, Siglufjarđarkirkja, Skáksamband Íslands, SR-vélaverkstćđi og Verkfrćđistofan Grundun.

Nánari upplýsingar

Sigurđur Ćgisson, formađur Skákfélags Siglufjarđar, veitir allar frekari upplýsingar um mótin. Símanúmer hans eru 467-1263 og 899-0278 og netfang sae@sae.is.


EM ungmenna: 6˝ vinningur í hús í dag

Vel gekk í dag hjá íslensku ungmennanna í 6. umferđ EM ungmenna. 6˝ vinningur kom í hús í ellefu skákum. Benedikt Ţórisson (u10), Róbert Luu (u12), Bárđur Örn Birkisson (u16), Gauti Páll Jónsson (u18) og Freyja Birkisdóttir (u10) unnu sínar skákir. Björn Hólm Birkisson (u16), Símon Ţórhallsson (u18) og Jón Kristinn Jónsson (u18) gerđu jafntefli.

Bárđur Örn er efstur íslensku ungmennanna međ 3˝ vinning. Róbert, Freyja og Vignir Vatnar Stefánsson (u14) koma nćst međ 3 vinninga.

Sjöunda umferđ af níu verđur tefld á morgun.

Úrslit 6. umferđar:

EM ungmenna - 6. umferđ


Stađan

 

EM-stađan

 


Ađalfundur Vinaskákfélagsins í gćr

14107808_10157346007385652_6841223347593891645_o

Í gćrkvöldi var ađalfundur í Vinaskákfélaginu. Meistari Hörđur Jónasson hafđi veg og vanda af undirbúningi og hann tók viđ embćtti varaforseta af Hrafni Jökulssyni, en hinn ástsćli Róbert Lagerman verđur forseti áfram, međ vaska stjórn. Hrafni hlotnađist hinsvegar sá heiđur ađ vera útnefndur Verndari Vinaskákfélagsins.

14086473_10157346007380652_7599179677297406027_o

Nú eru 13 ár síđan Hróksmenn komu fyrst í Vin Frćđslu Og Batasetur, sem Rauđi krossinn rekur. Ţessi heimsókn hefur fćtt af sér alveg óteljandi gleđistundir.

Allir eru velkomnir í Vin -- og Vinaskákfélagiđ.

Stjórn Vinaskákfélagsins

Forseti: Róbert Lagerman
Varaforseti: Hörđur Jónasson
Gjaldkeri: Héđinn Sveinn Baldursson Briem
Ritari: Ađalsteinn Thorarensen
Međstjórnandi: Ingi Tandri Traustason
Varamađur 1: Hjálmar Hrafn Sigurvaldason
Varamađur 2: Embla Optimisti
Verndari Vinaskákfélagsins er: Hrafn Jökulsson


Ólympíufarinn: Kjartan Maack

Kjartan Maack

Ólympíuskákmótiđ fer fram 2.-13. september nk. í Bakú í Aserbaísjan. Nítján manns verđa í sendinefnd Íslands. Fram ađ móti verđa Ólympíufararnir kynntir - einn á dag.

Í dag kynnum viđ til leiks Kjartan Maack sem verđur fararstjóri hópsins.

Nafn?

Kjartan Maack

Aldur?

40 vetra

Hlutverk?

Fararstjóri. Fréttaflutningur. Aukinheldur mun ég bregđa mér í hvert ţađ hlutverk sem landsliđsfólk okkar ţarfnast hverju sinni.  

Uppáhalds íţróttafélag?

Taflfélag Reykjavíkur

Hvernig er undirbúningi ţínum fyrir mótiđ háttađ?

Ég byrja daginn á raddćfingum međ áherslu á framgómmćlt nefhljóđ, til ađ tryggja skýrleika í viđtölum viđ landsliđsfólk okkar í Baku. Ađ öđru leyti er undirbúningur minn međ hefđbundnu sniđi; sprettćfingar, hnébeygjur, upphífingar, jóga, hugleiđsla, uppbyggilegt matarćđi og nćgur svefn.

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmóti og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Ég var liđsstjóri á Ólympíuskákmóti u16 í Slóvakíu í júlí síđastliđnum. Ţví er skammt stórra högga á milli á ţessu mikla Ólympíuári.

Getur ţú nefnt frćgan skákmann fćddan í Bakú?

Já.

Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?

Ţegar rússnesku bílstjórarnir tveir renndu í hlađ á hóteli u16 ólympíulandsliđsins í Búdapest fyrr á ţessu ári til ţess ađ keyra liđiđ til Poprad í Slóvakíu. Fyrr um morguninn höfđu ţeir sótt landsliđ Azerbaijan á flugvöllinn. Ţeir voru 3 klst ađ keyra frá flugvellinum ađ hótelinu, leiđ sem viđ fórum kvöldiđ áđur á 7 mínútum. Á leiđinni til Slóvakíu varđ rússnesku bílstjórunum reglulega uppsigađ viđ konuna í google maps appinu og fengum viđ ţví ađ dvelja aukalega í klukkustund um borđ í bifreiđ ţeirra félaga. Var ţađ fagnađarefni ţví fyrir vikiđ náđum viđ djúpri tengingu viđ rússneska dćgurlagatónlist. Azerarnir voru gjörsamlega úrvinda ţegar til Slóvakíu var komiđ, eftir ađ hafa setiđ í 8 klukkustundir í óloftkćldum bílnum. Enda voru ţeir heillum horfnir í mótinu, ţó innan rađa ţeirra vćri ungur heimsmeistari. Sökum línuskorts lćt ég vera ađ lýsa ţví er félagarnir tveir drápu á bílnum úti á miđri götu viđ lítinn fögnuđ slavneskra ökumanna, og voru drykklanga stund ađ finna út úr ţví hvernig koma skyldi bílgarminum aftur í gang. Ekki er međ öllu útilokađ ađ ađalpersónur í hinum merku sjónvarpsţáttum 'Klaufabárđarnir' séu byggđar á ţessum tveimur rússnesku atvinnubílstjórum. 

Er Kaspíahafiđ haf eđa stöđuvatn?

Ţađ er hafiđ yfir allan vafa ađ Kaspíahafiđ er ekki hafiđ sem margir telja ţađ vera, heldur ku ţađ vera rammsalt stöđuvatn.

Minnisstćđa skák á Ólympíuskákmóti og af hverju?

Minnisstćđasta skákin frá Ól u16 í Slóvakíu er skák Vignis Vatnars Stefánssonar á 1.borđi gegn Belgíu í 8.umferđ. Í jafnteflislegu mislitu biskupaendatafli smíđađi Vignir Vatnar sannkallađa stórmeistarafléttu sem fól í sér mannsfórn. Í kjölfariđ var allur vindur úr Belgum og Ísland vann 3,5-0,5. 

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Ég vćnti ţess ađ landsliđin fari fram úr eigin vćntingum og allir fari heim međ vasa fulla af skákstigum. Jafnframt mun einhver ţurfa auka pláss í ferđatöskunni fyrir grjótharđan áfanga.

Í ljósi ţess ađ Björn Ţorfinnsson er ekki í Bakú-hópnum – hver verđur ađaltrúđur ferđarinnar?

Ég trúi ţví og treysti ađ Björn muni áfram sinna hlutverki sínu af kostgćfni í gegnum samfélagsmiđla. .  

Eitthvađ ađ lokum?

Gćtum ađ ţví hvađa hugsunum viđ gefum vćngi. Ţađ getur skipt sköpum viđ skákborđiđ.


Breiđablik - skákţjálfun veturinn 2016-2017

Firmakeppni2016Viltu ćfa skák oft í viku og stefna á afreksmörk Skáksambands Íslands ?

Skákdeild Breiđabliks í samstarfi viđ Skákakademía Kópavogs og Skákskóla Íslands býđur í vetur upp á öfluga skákţjálfun međ ţađ ađ markmiđi.

Bođiđ er upp á ćfingatíma í stúkunni viđ Kópavogsvöll mánudaga til föstudaga frá 16:00 – 17:30.
Ţjálfari er Birkir Karl Sigurđsson FIDE National Instructor

Ćfingarnar henta skákkrökkum sem hafa náđ grunnfćrni í skák, hafa mikinn áhuga og vilja ćfa skák oft í viku ađ stefna ađ ţví ađ verđa í fremstu röđ á Íslandi og ađ standa sig međ sóma á alţjóđlegum barna- og unglingaskákmótum.

Hver iđkandi velur sér ţrjár ćfingar í viku, en frjálst verđur ađ hafa ţćr fleiri eđa fćrri. Einnig verđur hćgt ađ velja um ađ mćta seinna og fara fyrr ef tíminn t.d. rekst á ađrar tómstundir. Viđ búumst viđ ađ geta myndađ tvo kjarna, eldri og reyndari krakkar og svo hóp af ungum og efnilegum. Í athugun er ađ vera međ hóp c.a. 10 ára og yngri í efri byggđum Kópavogs ef nćg ţátttaka fćst.

Iđkendur utan Kópavogs og í hvađa taflfélagi sem er eru velkomnir. Allir geta mćtt í nokkur skipti til ađ prófa án ćfingagjalds.

Fyrsta ćfing verđur mánudaginn 29.ágúst
Síđasta ćfing fyrir jólafrí verđur föstudaginn 9.desember.
Fyrsta ćfing eftir áramót verđur mánudaginn 2.janúar
Páskafrí mánudag 10.apríl – mánudags 17.apríl.
Síđasta ćfing fyrir sumarfrí verđur föstudaginn 12.mai
Frí er á ćfingum alla hátíđisdaga. (fim 20.apríl: Sumardagurinn fyrsti, mán 1.mai: Verkalýđsdagurinn)

Ćfingagjöld veturinn 2016-17: (eru styrkhćf sem tómstundastyrkur hjá Kópavogsbć og Reykjavíkurborg):
Ţrisvar sinnum eđa oftar í viku: 30.000kr
Tvisvar sinnum í viku: 20.000kr
Einu sinni í viku: 10.000kr
Skráning í Íbúagátt Kópavogsbćjar 

Ćfingarnar eru á jarđhćđ í stúkunni viđ Kópavogsvöll og vonandi einnig í efri byggđum Kópavogs. Gengiđ inn á jarđhćđ í gegnum hliđ eins og veriđ sé ađ fara á fótboltaleik og ţađan inn í glerbygginguna. 

Nánari upplýsingar hjá Halldóri Grétari

Afreksmörk SÍ.


Ljósanćturmót HS Orku fer fram 3. september

HSO LOGO_RGB_COLOR_STSkákfélag Reykjanesbćjar í samstarfi viđ HS Orku halda Ljósanćturmót laugardaginn 3.sept kl.13:00. Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og í einum opnum flokki. Stađsetning í Njarđvíkurskóla og skráning hér ađ ofan í gula kassanum. Lokađ verđur fyrir skráningu ef fjöldi fer yfir 80 keppendur. 

Verđlaunarfé frá HS Orku er 100.000 kr. og mun deilast. 

 • 1.verđlaun 40.000 kr.
 • 2.verđlaun 25.000 kr.
 • 3.verđlaun 15.000 k.r

Sérstök unglingarveđlaun fyrir 14 ára og yngri 10.000 kr. og fyrir óvćntustu úrstlitin 10.000 kr.

Mćting 12:45 og stađfesta skráningu hjá Palla

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Mótstjóri verđur Páll Sigurđsson


Taflfélag Garđabćjar lagđi Breiđablik í bráđabana

13939376_652317091584729_4196922405124935243_nTaflfélag Garđabćjar fór í heimsókn í stúkuna í kópavogi ţar sem félagiđ fékk fínar móttökur. Nú skyldi tekiđ ţátt í 16 liđa úrslitum í Hrađskákkeppni Taflfélaga

Nokkuđ vantađi í liđ TG en samt voru mćttir ţar 2 A liđs menn auk kjarninn úr B liđi félagsins og mćttum ţar mjög ungu liđi Breiđabliks sem var svo sannarlega sýnd veiđi en ekki gefin.

Fyrirliđi Blikana fór Birkir Karl Sigurđsson ţjálfari sem gerđi sér lítiđ fyrir og vann 11 af 12 skákum og fór fremur illa međ okkar menn. Strákarnir sem hann ţjálfar eru ekki orđnir neinir aukvisar og ótrúlegir hlutir hafa gerst í unglingastarfi Blika međ stráka sem varla kunnu meira en mannganginn fyrir 2-3 árum síđan eru orđnir vel ţéttir skákmenn. Stephan Briem var ţar fremstur međ 7,5 vinning og Sverrir Hákonarson var međ 6 vinninga.

Páll Andrason og Jón Magnússon voru bestir gestanna međ 10 vinninga

Međalstigin voru samt duglega okkar megin (1684/1770 gegn 1462) og ljóst ađ viđ megum ćfa okkur meira.

TG var yfir frá fyrstu umferđ og fram í 10 umferđ međ mjög litlum mun ca. 1-3 vinningar (1 vinningur í hálfleik 17,5 – 18,5 ţegar TG styrkti liđ sitt) en komst í 4 vinninga forustu fyrir síđustu umferđ en hún hvarf í ţeirri síđustu ţegar Blikar unnu 5-1 stórsigur og tryggđu sér bráđabana.

Bráđabanann vann svo TG 4-2 og eru ţví komnir áfram í 8 liđa úrslit og mćta Taflfélag Reykjavíkur ţar.

Páll Sigurđsson
liđsstjóri TG.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (28.2.): 26
 • Sl. sólarhring: 34
 • Sl. viku: 293
 • Frá upphafi: 8716068

Annađ

 • Innlit í dag: 20
 • Innlit sl. viku: 210
 • Gestir í dag: 18
 • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband