Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2016

Hjörvar í 1.-2. sćti í Wales

Hjörvar Steinn

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) vann enska alţjóđlega meistarann Jack Rudd (2213) í sjöttu umferđ alţjóđlegs skákmóts í Cardiff í Wales í gćr. Hjörvar hefur 5 vinninga og er efstur međ 5 vinninga ásamt búlgarska stórmeistaranum Marian Petrov (2461). Ţeir sitja einmitt ađ tafli núna er hćgt ađ fylgjast međ skák ţeirra í beinni.

Birkir Karl Sigurđsson (1883) hefur 3 vinninga og einnig í beinni. Hann teflir viđ velska skákmanninn John Waterfield (1980).

Tvćr umferđir fara fram í dag. Síđari umferđ dagsins hefst kl. 16.


Sumarskákmót í Vin á miđvikudaginn

Sumarskákmót í Vin

Vinaskákfélagiđ & Hrókurinn bjóđa til skákmóts í Vin, miđvikudaginn 13. júlí klukkan 13. Sex umferđir, 7 mínútna umhugsunartími. Veitingar ađ hćtti hússins. Allir hjartanlega velkomnir.


Hjörvar í 2.-7. sćti í Wales - Guđmundur međ fullt hús í Ankara - í beinni kl. 14 í dag

Hjörvar Steinn

Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) er í 2.-7. sćti á alţjóđlegu móti í Cardiff í Wales. Hjörvar hefur 4 vinninga eftir 5 umferđir. Í gćr hlaut hann 1˝ vinning í tveimur skákum. Birkir Karl Sigurđsson (1883) hefur 2˝ vinning en hann gerđi tvö jafntefli í gćr. Sjötta umferđ mótsins hefst í dag kl. 14.

Ţá teflir Hjörvar viđ enska alţjóđlega meistarann Jack Rudd (2213) en Birkir viđ enska skákmanninn Joshua Huggs (2003). Ţeir félagar verđa í beinni.

Guđmundur Kjartansson (2442) hefur byrjađ međ miklum látum á alţjóđlegu móti í Ankara. Í morgun vann Anar Aliakbarov (2332) og hefur fullt hús eftir fjórar umferđir.

Fimmta umferđ hefst kl. 14 og verđur hćgt ađ fylgjast međ Gumma í beinni.


Dortmund-mótiđ hófst í gćr: MVL vann Caruana

Dortmund-mótiđ hófst í gćr. Átta skákmenn taka ţátt venju samkvćmt. Stigahćstur keppenda er, Hr. Dortmund, Vladmir Kramnik (2812), en hann hefur unniđ mótiđ oftar en nokkur annar. Nćstir í stigaröđ keppenda eru Caruana (2810) og Vachier-Lagrave (2798). Ţessir kappar eru í 2.-4. sćti á stigalista FIDE.

Kramnik gerđi jafntefli viđ Dominguez (2713) í fyrstu umferđ. Stóru tíđindi voru hins vegar ţau ađ MVL (Maxime Vachier-Lagrave) lagđi Caruana (2818), sigurvega mótsins tvö síđustu ár, ađ velli. 

Úrslit 1. umferđar:

Dortmund 1umf

 

 

 

 

 

 


MVL og Kramnik mćtast í annarri umferđ sem hefst kl. 13:15 í dag. 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Brögđ og brellur á HM 50+ í Dresden

Gullaldarliđiđ
Eftir fjóra sigra í fyrstu umferđum HM skáksveita skipađra skákmönnum 50 ára og eldri hefur íslenska sveitin misst dampinn, fyrst međ ţví ađ tapa mikilvćgri viđureign fyrir Armeníu og síđan kom fyrir Ţjóđverjum. Ekki verđur sagt ađ heppnin hafi veriđ međ okkur ţessa dagana, t.d. missti Jóhann Hjartarson niđur afar vćnlega stöđu gegn Vaganjan á fimmtudaginn og í gćr voru bćđi Jóhann og Jón L. Árnason međ góđ fćri í miđtaflinu en töpuđu aftur. Af ţessu má ráđa ađ óraunhćft hafi veriđ ađ gera sér vonir um sigur fyrir fram ţó ađ íslenska sveitin hafi veriđ sú stigahćsta í mótinu ţegar lagt var af stađ. Ýmsar ađrar sveitir virđast vera í betri ćfingu og eru vanari hinum óvenjulega upphafstíma hverrar umferđar, kl. 9.30 ađ morgni. Eftir umferđ gćrdagsins eru Ţjóđverjar efstir međ 12 stig og síđan koma Armenar međ 11 stig. Fram ađ ţessu er ţađ einungis Margeir Pétursson sem hefur teflt ađ fullum styrk, en hann hefur hlotiđ fjóra vinninga úr fimm skákum. En međ góđum endaspretti er hćgt ađ ná viđunandi árangri.

Heimsmeistaramótiđ er háđ í tveimur aldursflokkum, 50 ára og eldri og 65 ára og eldri. Ţađ fer fram í Radebeul, sem er úthverfi Dresden, en međal ţess sem hćgt er ađ sjá og skođa er safn um útgefandann Karl May, mikinn ćvintýramann sem kom undir sig fótunum međ ţví ađ skrifa bókaflokk um indíána. Dómarinn úr „einvígi aldarinnar“, Lothar Schmid, átti og rak forlagiđ síđustu ćviár sín.

Samsetning mótsins er ţannig ađ ýmsir ţýskir klúbbar geta veriđ međ. Ţannig tefldum viđ í fyrstu umferđ viđ sveit skipađa hinum svonefndu Dettman-brćđrum, en styrkleikinn ţar á bć var ćđi misjafn. Einn brćđranna komst býsna nálćgt ţví ađ ná jafntefli viđ greinarhöfund en smá brella gerđi honum lífiđ leitt:

Gerd Dettman – Helgi

G7OVTLKIHvítur hafđi ekki tekiđ neina áhćttu og stefndi ađ miklum uppskiptum og jafntefli. Ţađ bćrast ýmsar tilfinningar í brjósti ţess sem gera sér vonir um ná sigri og hjá undirrituđum var ţađ ađallega ergelsi yfir ţví ađ hafa villst út í ţessa leiđinlegu stöđu. Ég hafđi nýveriđ lagađ peđastöđu mína međ ţví ađ leika 25. ...h6-h5 en meira virtist ekki spunniđ í ţann leik. En peđiđ valdar g4-reitinn og sennilega hefur ţađ komiđ bróđur Dettman á óvart ţegar ég bauđ drottningaruppskipti og lék:

26. ... De6!

Hvítur gerir nú best í ţví ađ víkja drottningunni til en ég ţóttist sjá ađ međ 27 ... Rxe2+ 28. Dxe2 Db3 gćti svartur skapađ sér einhver fćri. Hvítur á hins vegar svariđ 29. Ha1! og jafntefliđ er ekki langt undan. En hann gekk í gildruna ...

27. Dxe6? Rxe2+ 28. Kf1 Rxc1!

G7OVTLKQ

Girt er fyrir allt ađgengi drottningarinnar ađ d1-reitnum og hvítur neyddist til ađ leika 29. Dd7 en eftir 29. ... Hxd7 30. Hxd7 Rb3 31. Hxb7 a5 vann svartur án teljandi erfiđleika.

Í fjórđu umferđ vann íslenska sveitin öfluga ţýska sveit, Thüringen, og ţađ var Margeir sem tryggđi sigurinn:

G7OVTLKM

Margeir – Brüggeman

Andstćđingi Margeirs var umhugađ um ađ verđa ekki „kćfingarmát“ – 38. Rf7+ Kg8 39. Rh6+ Kh8 40 Dg8+! Hxg8 41. Rf7 mát – til ađ valda f7-reitinn kyrfilega lék hann 37. ... Hc8-c7. En samt kom:

38. Rf7+ Kg8

Eftir 38. .. Hcxf7 vaknar ţemađ mát í borđi, 39. Dxf7! Hxf7 40. Hd8+ og mátar.

39. Rd8+ Kh8 40. Re6!

„Fjölskyldugaffall“. Svartur gafst upp.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. júlí 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Guđmundur, Hjörvar, Birkir Karl og Dortmund í beinni í dag!

gummi kjartans

Skákáhugamenn sem hafa gaman ađ fylgjast međ skákum beint á netinu geta tekiđ gleđi sína eftir margar mjög rólegar vikur í skákheimi. Hvert mótiđ á fćtur öđrum ađ skella á um ţessar mundir. 

Guđmundur Kjartansson (2442) er í beinni í dag frá alţjóđlegu móti í Ankara í Tyrklandi. Í dag teflir hann viđ Gökhan Narman (2010) og hófst skákin kl. 7. Tvćr umferđir eru tefldar í dag og hefst sú síđari kl. 14. Í gćr vann hann mun stigalćgri andstćđing í fyrstu umferđ. 143 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru tveir stórmeistarar. 

Beinar útsendingar

Skákmótiđ í Wales heldur einnig áfram í dag. Sú fyrri hefst núna kl. 9:30 en sú síđari kl. 16. Í fyrri umferđ dagsins teflir Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) viđ Wales-verjann Nigel Ralphs (2000) og Birkir Karl Sigurđsson (1883) viđ serbnesku skákkonuna Tihana Ivekovic (2129). Báđir eru ţeir í beinni.

Hjörvar hefur 2,5 vinning eftir 3 umferđir en Birkir hefur 1,5 vinning.

Beinar útsendingar

Dortmund-mótiđ hefst kl. 13:30. Međal keppenda eru Kramnik, Caruana og Vachier-Lagrave.

Beinar útsendingar


Hjörvar Steinn og Birkir Karl í beinni frá Wales

Hjörvar Steinn

Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) og Birkir Karl Sigurđsson (1883) hófu í gćr taflmennsku á alţjóđlegu móti í Cardiff í Wales. Ţeir tóku reyndar yfirsetu í fyrstu umferđ en komu inn í annarri umferđ sem einnig fór fram í gćr. Ţá unnu ţeir báđir mun stigalćgri andstćđinga. 

Ţriđja umferđin er nýhafin. Hjörvar teflir viđ austurríska FIDE-meistarann Walter Braun (2207) og Birkir teflir viđ eitt lykilmanna Wales á Ólympíuskákmótum í 10 ár, Tim Kett (2209).

Hćgt er ađ fylgjast međ ţeim í beinni. Umferđin hófst kl. 14. Tvćr umferđir fara fram á morgun.

Alls taka 58 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af fimm stórmeistarar.


Fjölbreytt dagskrá á uppskeruhátíđ Hróksins á laugardaginn

Skákhátíđ á Grćnlandi. Hróksmenn hafa fariđ sex sinnum til Grćnlands á síđustu 12 mánuđum og margir hátíđir eru framundan.

Hrókurinn býđur til uppskeruhátíđar laugardaginn 9. júlí milli klukkan 14 og 16 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11, viđ Reykjavíkurhöfn. Ţar verđur tafl og tónlist, vöfflur og bókamarkađur, myndasýning frá Grćnlandi og kynning á starfi félagsins.

Hrókurinn hefur sent mikiđ af vönduđum og góđum fatnađi til Grćnlands. Elisabeth Nielsdóttir međ framlag frá prjónahópum Gerđubergs og Rauđa krossins í Reykjavík.

Hrókurinn hefur haft ađstöđu í vöruskemmu Brims sl. tvö ár og ţar hefur veriđ miđstöđ fatasöfnunar í ţágu barna og ungmenna á Grćnlandi. Fjölmargir hafa lagt söfnuninni liđ og hefur mikiđ af góđum fatnađi fariđ til fjölmargra ţorpa og bćja á Grćnland og komiđ í góđar ţarfir.

Guđjón Kristinsson frá Dröngum kennir börnum í Kulusuk útskurđ á hátíđ Hróksins í febrúar 2016.

Á laugardag verđur margt til gamans gert; Linda Guđmundsdóttir frá Finnbogastöđum í Trékyllisvík mun leika á harmónikku, Valdimar Tómasson mun stýra bókamarkađi í ţágu verkefna Hróksins á Grćnlandi og skákmeistarar tefla viđ gesti og gangandi.

Hrókurinn stóđ fyrir MótX-einvígi Shorts og Hjövars Steins í vor.

Hróksliđar hafa á síđustu 12 mánuđum fariđ sex sinnum til Grćnlands ađ útbreiđa skák og vináttu, og fjölmargar ferđir eru á teikniborđinu. Hér heima hefur Hrókurinn síđan áriđ 2003 heimsótt Barnaspítala Hringsins flesta fimmtudaga, auk ţess ađ halda uppi líflegu skákstarfi í ţágu fólks međ geđraskanir, aldrađra og barna. Ţá efndi Hrókurinn í vor til afar vel heppnađs MótX-einvígis milli stórmeistaranna Nigels Shorts og Hjörvars Steins Grétarssonar. Síđast en ekki síst stóđ Hrókurinn fyrir afar vel heppnuđu skákmaraţoni í maí í ţágu sýrlenskra flóttabarna og söfnuđust ţrjár milljónir króna, sem runnu óskiptar til Fatimusjóđs og UNICEF.

Frá skákmaraţoni Hróksins í ţágu sýrlenskra flóttabarna.

Í nóvember veitti Hrafn Jökulsson forseti félagsins viđtöku viđurkenningu Barnaheilla -- Save the children fyrir starf í ţágu barna á Íslandi og Grćnlandi. Ţá var Hrafn útnefndur máttarstólpi Vinjar, frćđslu- og bataseturs Rauđa krossins og í janúar hlaut Hrókurinn viđurkenningu Minningarsjóđs Gunnars Thoroddsens.

Hróksmenn hafa heimsótt Barnaspítala Hringsins flesta fimmtudaga síđan áriđ 2003.

Verkefni Hróksins nćstu misseri verđa kynnt á uppskeruhátíđinni, og má nefna skákmót í öllum landsfjórđungum, áframhaldandi skáklíf í Hringnum, Vin og víđar og ţátttöku í ýmsu góđargerđarstarfi.

Skáklífiđ blómstrar í Vin, frćđslu- og batasetri Rauđa krossins, en ţar hafa Hróksmenn haldiđ uppi skáklífi síđan 2003.

Allir eru hjartanlega velkomnir á uppskeruhátíđ Hróksins.


Sólarmót Skákakademíunnar á fimmtudag

bjorn_og_bjorgvin

Á fimmtudaginn kemur verđur heiđskýrt og hlýtt um alla borg. Skákakademía Reykjavíkur efnir ţví til Sólarmóts Skákakademíunnar í hádeginu. Tafliđ hefst 12:05 og tefldar verđa fimm umferđir hrađskák. Mótiđ fer fram á Útitaflinu viđ Lćkjargötu.

Unglingalandsliđ Íslands ćfir grimmt ţessa dagana undir Ólympíumót 16ára og yngri sem fram fer í Slóvakíu síđar í mánuđinum. Krakkarnir mćta til leiks í Sólarmótiđ og munu án efa skipa sér í efstu sćtin.

Góđ verđlaun fyrir efstu ţrjú sćtin.

Skráning á stađnum, fyrir 12:00.


Stórsigur gegn Skotum í lokaumferđinni - sjöunda sćti niđurstađan

Gullaldarliđiđ vann skosku sveitina 3˝-˝ í lokaumferđ heimsmeistaramóts skáksveita 50 ára og eldri sem fram fór í dag. Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Friđrik Ólafsson unnu sínar skákir í dag. Verr gekk hins vegar í gćr en ţá náđi ensku skákmennirnir ađ hefna fyrir enska fótboltalandsliđiđ međ sigri á okkar mönnum međ minnsta mun. Íslenska sveitin endađi í sjöunda sćti en Ţjóđverjar unnu nauman sigur á mótinu eftir harđa baráttu viđ Armena. 

Úrslit 8. umferđar

HM 8. umferđ

 

 

 


Úrslit 9. umferđar

HM 9. umferđ

 

 

 


Íslensku skáksveitina skipuđu:

  1. Jóhann Hjartarson (2547) 4 v. af 8
  2. Helgi Ólafsson (2543) 5 v. af 8
  3. Margeir Pétursson (2509) 6 v. af 8
  4. Jón L. Árnason (2490) 5 v. af 8
  5. Friđrik Ólafsson (2377) 3. v af 4


Lokastöđu mótsins má nálgast hér.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 16
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 184
  • Frá upphafi: 8779122

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband