Bloggfćrslur mánađarins, maí 2016
8.5.2016 | 18:49
Hannes endađi í 14.-31 sćti
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2431) hlaut 6˝ vinning og endađi í 14.-31. sćti (20. sćti á stigum) á Hasselbacken-mótinu í Stokkhólmi sem lauk í dag. Hann vann norska FIDE-meistarann Sebastian Mihajlov (2343) í lokaumferđinni. Guđmundur Kjartansson (2457) tapađi í fyrir paragvćska stórmeistaranum Axel Bachmann (2621) og endađi í 32.-50 sćti (38. á stigum) međ 6 vinninga.
Frammistađa Hannesar samsvarađi 2537 og hćkkar hann um 2 skákstig. Frammistađa Guđmundar samsvarađi 2485 skákstigum og hćkkar hann um 6 skákstig.
Ţeir félagar halda á morgun til Gjakova í Kosovo til ađ taka ţátt í EM einstaklinga sem fram fer ţar 12.-23. maí.
Alls tóku 387 skákmenn ţátt í mótinu frá 53 löndum. Ţar af voru 39 stórmeistarar. Hannes var nr. 24 í stigaröđ keppenda en Guđmundur var nr. 37.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12)
- Chess-Results
8.5.2016 | 11:20
Skákmót öđlinga: Skákir sjöttu umferđar
Ţórir Benediktsson hefur slegiđ inn skákir sjöttu umferđ Skákmóts öđlinga sem nú er í gangi. Ţćr fylgja međ sem viđhengi.
Stefán Arnalds er fremstur međal jafningja á ţví móti eins og sjá má á heimasíđu TR.
Vignir Vatnar Stefánsson (2227) hefur tryggt sér sigur í yngir flokki Landsmótsins í skólaskák ţótt ađ einni umferđ sé enn ólokiđ. Hann hefur 1˝ vinnings forskot á Róbert Luu (1684) sem er annar. Stephen Briem (1538) og Alaxender Oliver Mai (1741) koma nćstir međ 4 vinninga.
Mótstöfluna má finna á Chess-Results.
Gríđarlega spenna er í eldri flokki og ţar stefnir flest til ađ grípa ţurfi til aukakeppni ađ loknu móti. Tvíburarnir, Björn Hólm (1946) og Bárđur Örn Birkissynir (2052), Aron Ţór Mai (1837) og Hilmir Freyr Heimisson (2079) eru efstir og jafnir međ 4˝ vinning.
Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.
Lokaumferđin hefst kl. 10 í Smáraskóla.
7.5.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Loksins vann Magnús Carlsen á heimavelli
Annađ veifiđ gefst manni kostur á ţví ađ tefla upp skák sem skilur eftir ţá tilfinningu ađ vart sé hćgt ađ gera betur snilld er orđiđ sem kemur upp í hugann ţegar sigurskák Magnúsar Carlsen yfir Vladimír Kramnik úr sjöundu umferđ norska skákmótins er skođuđ. Međ sigrinum náđi Magnús vinnings forskoti á nćstu menn en glutrađi ţví niđur strax í nćstu umferđ ţegar hann hann tapađi fyrir Levon Aronjan, sem međ ţví tókst ađ komast upp viđ hliđ Magnúsar í toppnum. Í lokaumferđinni í gćr vann Magnús hins vegar Úkraínumanninn Eljanov en á sama tíma gerđi Aronjan jafntefli. Ţar međ varđ ljóst ađ heimsmeistarinn hafđi unniđ sitt fyrsta stórmóti í heimalandinu sínu. Lokaniđurstađan varđ ţessi:
1. Magnús Carlsen 6 v. (af 9 ) 2. Aronjan 5˝ v. 3.-5. Vachier-Lagrave, Kramnik og Topalov 5 v. 6.-7. Harikrishna og Li Chao 4˝ v. 8. Giri 4 v. 9. Eljanov 3 v. 10. Grandelius 2˝ v.
Eftir slćlega frammistöđu á EM landsliđa sl. haust hefur Magnús Carlsen nú unniđ öll ţau fjögur mót sem hann hefur tekiđ ţátt í. Í skákinni viđ Kramnik kom upp byrjun sem margoft hefur sést áđur. Svartur sat uppi međ ađ ţví er virtist meinlausa veikleika en ţegar fram liđu stundir snerist baráttan meira og minna um ţessa galla:
Magnús Carlsen Vladimir
Kramnik
Drottningarbragđ
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 c6 6. e3 Bf5 7. Df3 Bg6 8. Bxf6 Dxf6 9. Dxf6 gxf6 10. Rf3 Rd7 11. Rh4 Be7 12. Re2 Rb6 13. Rg3
Međ liđsflutningi riddaranna herjar hvítur strax á f5-reitinn ţó ađ ávinningurinn sé ekki augljós.
13. ... Bb4 14. Kd1 Ra4 15. Rgf5!
Einfalt leikbragđ sem byggir á hugmyndinni 15. ... Rxb2+ 16. Kc2 Rc4 17. Bxc4 dxc4 18. Hhb1 os.frv.)
15. ... Kd7 16. Hb1 Ke6 17. Bd3 Hhc8 18. Ke2 Bf8 19. g4 c5 20. Rg2 cxd4 21. exd4! Bd6 22. h4! h5 23. Rg7+ Ke7 24. gxh5 Bxd3 25. Kxd3 Kd7 26. Re3 Rb6 27. Rg4 Hh8 28. Hhe1 Be7 29. Rf5 Bd8 30. h6 Hc8 31. b3! Hc6 32. Rge3 Bc7 33. Hbc1 Hxc1 34. Hxc1 Bf4 35. Hc5 Ke6 36. Rg7 Kd6 37. Rg4 Rd7 38. Hc2 f5
Lćtur annađ peđ af hendi, Kramnik var hálfpartinn í leikţröng.
39. Rxf5+ Ke6 40. Rg7+ Kd6 41. He2 Kc6 42. He8 Hxe8 43. Rxe8 Rf8 44. Re5+! Bxe5 45. dxe5 Kd7 46. Rf6+ Ke6 47. h5 Kxe5
48. Rd7+! Rxd7 49. h7 Rc5+ 50. Ke2
og Kramnik gafst upp.
Kasparov í kröppum dansi í Missouri
Garrí Kasparov er aftur í sviđsljósi skákarinnar. Ţátttaka hans í tveggja daga hrađskákmóti sem hófst sl. fimmtudag í St. Louis í Bandaríkjunum og lauk í gćr, ţar sem hann tefldi ásamt ţrem öflugustu stórmeisturum Bandaríkjanna, Nakamura, Caruana og So, hefur vakti gífurlega athygli og útsendingar á vefsíđunni Chess24 veriđ frábćr skemmtun. Tímamörkin voru 5 3 Bronstein og tefldu ţeir sexfalda umferđ. Ţótt Kasparov virkađi svolítiđ ryđgađur ţegar tafliđ hófst á fimmtudaginn tókst honum samt ađ yfirspila andstćđinga sína en lék stundum herfilega af sér í tímahraki. En í gćr fékk skrímsliđ međ ţúsund augun útreiđ sem lengi verđur í minnum höfđ. Ţađ var eins og Suđurríkjamađurinn sem lagđi Gamla heiminn ađ fótum sér um miđja 19. öld, Paul Morphy, vćri ađ tefla í gegnum gegnum Filippseyinginn, slík voru tilţrifin. Eftir 15 umferđir af 18 var stađan: 1. Nakamura 9˝ v. 2. So 8 v 3. Kasparov 7 v. 4. Caruana 5˝ v.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 30. april 2016
Spil og leikir | Breytt 8.5.2016 kl. 09:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2016 | 09:04
Aron Ţór og Vignir Vatnar efstir á Landsmótinu í skólaskák
Landsmótiđ í skólaskák hófst í gćr í Smáraskóla í Kópavogi. Ađ ţessu sinni er nýtt fyrirkomulag á mótinu en tefldar eru 7 umferđir eftir svissneska kerfinu. Ţrjár atskákir og fjórar kappskákir.
Ţegar fjórum umferđum er lokiđ er Aron Ţór Mai (1837), Reykjavík, efstur í eldri flokki međ 3,5 vinninga. Björn Hólm Birkisson (1946), Reykjanesi, Hilmir Freyr Heimisson (2079), Vestfjörđum, og Jón Ţór Lemery (1585), Reykjavík, í 2.-4. sćti međ 3 vinninga.
Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.
Vignir Vatnar Stefánsson (2227), Kópavogi, er efstur međ fullt hús í yngri flokki. Alexander Oliver Mai (1741), Reykjavík, og Róbert Luu (1684), Reykjanesi, eru í 2.-3 sćti međ 3 vinninga..
Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.
Tvćr umferđir eru tefldar í dag. Sú fyrri hefst kl. 11 og sú síđari kl. 17.
6.5.2016 | 17:48
Ađalfundur Skáksambands Íslands haldinn á morgun í húsnćđi SÍ
Ađalfundur Skáksambands Íslands verđur haldinn á morgun í húnsćđi SÍ, Faxafeni 12. Inngangur ađ vestan. Fundurinn hefst kl. 10 í fyrramáliđ.
Lagabreytingatillögur og önnur viđhengi má finna hér.
6.5.2016 | 12:32
Afreks-og ćfingameistarar Fjölnis 2016
Vikulegar skákćfingar Fjölnis á miđvikudögum hafa undantekningarlaust veriđ afar vel sóttar í vetur. Um 30 - 40 börn og unglingar hafa mćtt á hverja einustu ćfingu, bćđi drengir og stúlkur. Á síđustu ćfingu vetrarins voru krýndir afreks-og ćfingameistarar vetrarins líkt og undanfarin ár. Sćmundur Árnason fyrirliđi skáksveitar Foldaskóla hlaut afreksbikarinn ađ ţessu sinni og Ágúst Ívar Árnason í Rimaskóla var valinn ćfingameistari vetrarins en ţar var valiđ erfitt ţar sem fjöldi Fjölniskrakka voru međ 100% mćtingu.
Í fyrsta sinn var verđlaunađ fyrir peđaskák. Leikskólabarniđ Svandís Gunnarsdóttir er óumdeilanlega peđaskákdrottning Fjölnis ţví ţessi vćntanlegi Rimaskólanemi varđ í 1. - 3. sćti á Peđaskákmóti Fjölnis á sumardaginn fyrsta og var einnig efst stúlkna á Peđajólaskákmóti Hugins í des. sl.
Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis hefur haft umsjón međ Fjölnisćfingunum í vetur og haft unga og efnilega Fjölnisskákmenn sér til ađstođar ásamt hópi foreldra sem hefur séđ um veitingar og ađra ómetanlega ađstođ viđ ţessar fjölmennu skákćfingar.
6.5.2016 | 10:13
Hannes í 4.-17. sćti í Stokkhólmi
Hannes Hlífar Stefánsson (2581) vann flottan sigur á Svíanum Jonas Lundvik (2204) í sjöttu umferđ Hasselbacken-mótsins í gćr. Hannes hefur 5 vinninga og er í 4.-17. sćti. Guđmundur Kjartansson (2457) tapađi fyrir franska stórmeistaranum Vladislav Tkachiev (2660) og hefur 4 vinninga.
Í sjöundu umferđ teflir Hannes viđ indverska stórmeistarann Gujrathi Vidid Santosh (2648) en Guđmundur viđ sćnska FIDE-meistarann Rolf Bergström (2298).
Umferđ dagsins hefst kl. 12 og verđa skákir beggja sýndar beint.
Alls taka 387 skákmenn ţátt í mótinu frá 53 löndum. Ţar af eru 39 stórmeistarar. Hannes er nr. 24 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 37.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12)
- Chess-Results
6.5.2016 | 09:13
Sviptingar á Öđlingamótinu Stefán efstur
Ţađ var sannarlega hart barist í sjöttu og nćstsíđustu umferđ Skákmóts öđlinga sem fram fór í fyrrakvöld ţar sem fjórum orrustum af ellefu lauk međ skiptum hlut. Á efsta borđi lagđi hinsvegar Stefán Arnalds (2007) Ólaf Gísla Jónsson (1904) međ svörtu eftir ađ hafa veriđ mjög tćpur á tíma drjúgan hluta skákar sem telst reyndar ekki til tíđinda ţegar Stefán á í hlut. Jafntefli varđ á öđru borđi ţar sem Sigurđur Dađi Sigfússon (2299) stýrđi hvítu gegn Ţorvarđi F. Ólafssyni (2195) en útlit var fyrir sigur ţess fyrrnefnda vegna afar tćps tíma Ţorvarđar. Sigurđur Dađi notađi hinsvegar skyndilega tíma sinn nánast í botn og skömmu síđar gátu ţeir félagar lítiđ annađ gert en rétt fram sáttarhönd.
Á ţriđja borđi hafđi Siguringi Sigurjónsson (1971) betur gegn Árna H. Kristjánssyni (1894) og heldur ţví áfram í baráttu efstu manna. Ekkert var um óvćnt úrslit ef frá er skilinn öruggur sigur Kristjáns Geirssonar (1492) á Herđi Garđarssyni (1731) en styrkur Kristjáns er augljóslega mun meiri en stigin segja til um enda er hann ađ hala inn um 80 Elo-stigum.
Fyrir lokaumferđina er Stefán Arnalds efstur međ 5 vinninga en hann hefur hvítt gegn hinum margreynda Ţór Valtýssyni nćstkomandi miđvikudagskvöld. Jafnir í 2.-3. sćti međ 4,5 vinning eru Ţorvarđur og Siguringi en ţeir mćtast innbyrđis. Fjórir keppendur koma nćstir međ 4 vinninga og ţví ljóst ađ úrslit ráđast ekki fyrr en síđla miđvikudagskvölds en klukkurnar verđa settar í gang á slaginu 19.30.
Minnum jafnframt á hrađskákmót öđlinga sem fer fram miđvikudaginn 18. maí en ađ ţví loknu mun fara fram verđlaunaafhending fyrir Skákmót öđlinga.
5.5.2016 | 10:59
Vignir Vatnar vann Hemmamót Vals
Vignir Vatnar Stefánsson varđ efstur á Hemmamóti Vals, keppninni um Vals-hrókinn, sem fram fór í Lollastúku í félagsmiđstöđ Vals ađ Hlíđarenda ígćr. Tefldar voru níu umferđir eftir tímamörkunum 4 2 . Alls hófu 26 skákmenn keppni og átti Vignir í harđri keppni viđ Björn Ívar Karlsson sem varđ annar međ 8 vinninga. Ţeir gerđu jafntefli í innbyrđis skák en Björn missti ˝ vinning niđur í skák sinni í skák sinni viđ Davíđ Kjartansson og ţađ gerđi gćfumuninn. Róbert Harđarson varđ svo í ţriđja sćti međ 7 vinninga.
Gamall vinur Hermanns Gunnarssonar, Gunnar Kristjánsson lék fyrsta leikinn fyrir stigahćsta keppendann, Davíđ Kjartansson, sem tefldi viđ Óskar Víking Davíđsson og tapađi óvćnt. Áđur en Gunnar lék drottningarpeđinu tvo reiti fram fyrir Davíđ sagđi Gunnar stutta en smellna sögu af Hemma sem var eitthvađ á ţá leiđ ađ fyrir margt löngu hafi nokkrir ferđafélagar Hermanns viljađ taka eina skák og bauđst Hermann ţá til ađ tefla viđ ţá. Ţeir aftóku ţađ og sögđu ađ Hermann vćri miklu betri og myndi alltaf vinna. En ég skal ţá tefla međ vinstri hendi. Kannski eigiđ ţiđ meiri möguleika ţá, sagđi Hemmi.
Ţetta var fjórđa áriđ í röđ sem keppnin um Valshrókinn fer fram en bikarinn, sem er úr tré, var upphaflega gefinn af Jóhanni Eyjólfssyni fyrrverandi formanni Vals. Bikarinn kom í leitirnar eigi alls fyrir löngu og í tilefni ţess ákvađ Halldór Einarsson, HENSON, sem er formađur skákdeildar Vals ađ blása aftur lífi í Valsmótiđ. Samstarfsađilar skákdeildar Vals voru Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands. Skákstjórar voru Helgi Ólafsson, Björn Ívar Karlsson, Kristján Örn Elíasson, Róbert Harđarson og Vigfús Vigfússon.
Vignir Vatnar fćr Valshrókinn til varđveislu fram ađ nćsta móti en auk ţess fékk hann ársmiđa á leiki Vals í knattspyrnu og sérhannađa landsliđstreyju Tólfunnar, sem er hinn harđsnúni stuđningshópur íslenska landsliđsins í knattspyrnu sem keppir á EM í Frakklandi í nćsta mánuđi. Björn Ívar fékk einnig Tólfu-treyju og ársmiđa og Róbert fékk Tólfu-treyjuna í 3. verđlaun. Allir keppendur 16 ára og yngri fengu treyju frá HENSON og var úr nokkrum tegundum ađ velja. Í mótslok var dreginn úr rásnúmerum keppenda og kom upp talan sex, rásnúmer Gunnars Freys Rúnarssonar sem ţar međ getur fylgst međ leikjum félagsins sem hann hóf ađ ćfa međ barn ađ aldri.
Mótstöflu má finna á Chess-Results.
Myndaalbúm (KÖE og BÍK)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 106
- Frá upphafi: 8780629
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar