Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2016

Tata Steel-mótiđ hófst í gćr

Tata Steel
Tata Steel-mótiđ hófst í gćr í Sjávarvík (Wijk aan Zee) í Hollandi. Fjórtán skákmenn tefla í efsta flokki og ţar á međal, heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen. Wesley So (2773), Ding Liren (2766) og Fabiano Caruana (2787) unnu sínar skákir í fyrstu umferđ. Magnus Carlsen (2844) gerđi jafntefli viđ David Navara (2730).


Úrslit fyrstu umferđar:

Hou, Y. - Karjakin, S.˝-˝
So, W. - Giri, A.1-0
Ding, L. - Adams, M.1-0
Navara, D. - Carlsen, M.˝-˝
Caruana, F. - Eljanov, P.1-0
Wei, Y. - Tomashevsky, E.˝-˝
Mamedyarov, S. - Van Wely, L.˝-˝

Önnur umferđ fer fram í dag og hefst kl. 12:30. Ţá teflir Carlsen viđ Caruana.


Skákţing Akureyrar hefst í dag

Skákţing Akureyrar 2016 hefst sunnudaginn 17 janúar kl 13:00

Tímamörk verđa 90 mínútur + 30 sekúndur á leik eins og veriđ hefur. Ef 10 - ţátttakendur tefla allir viđ alla eđa 9 umferđir en ef fleiri en 11 verđur 7 umferđir eftir svissneska kerfinu. ţáttökugjald er 3.000 kr. fyrir félagsmenn en 4.000 kr. fyrir ađra.

Núverandi Skákmeistari Akureyrar er Áskell Örn Kárason og er ţađ verđug áskorun fyrir unga og aldna meistara félagsins og annarra utan félagsins ađ velta honum úr sessi.

Ţátttöku má tilkynna í netfangiđ hallih54@gmail.com, S:820 7536, á Facebook-síđu Skákfélagsins eđa međ ţví ađ mćta tímanlega á sunnudaginn

Verđlaun

  1. 18.000 kr
  2. 12.000 kr
  3.  6.000 kr
  • Efstur innan 1700 Elo stiga 6.000 kr


Athugiđ ađ mótiđ góđ ćfing fyrir Íslandsmót skákfélaga og Reykjavíkurskákmótiđ í mars. Teflt verđur á fimmtudagskvöldum og sunnudögum kl. 13


Skákţáttur Morgunblađsins: Ađ leika peđi beint ofan í ţrćlvaldađa reitinn

Li Chao - Carlsen

Í flóknum stöđum er gott ađ hafa í huga ađ ólíklegur leikur getur stundum veriđ sá eini rétti í stöđunni. Sá sem ţessar línur ritar átti ţess eitt sinn kost ađ fara yfir skák međ Garrí Kasparov og hann hafđi ţá lagt Jan Timman ađ velli. Ţemađ „... ađ leika peđi beint ofan í ţrćlvaldađan reit“ var honum einkar hugleikiđ og hafđi greinilega fengiđ frćđilegan sess í skákuppeldi hans. Á sterkasta opna móti ársins, sem lauk á milli jóla og nýárs í Katar, varđ Magnús Carlsen efstur ásamt Kínverjanum Yu Yangyi međ 7 vinninga af 9 mögulegum og vann svo úrslitaeinvígiđ, 2:0 í. Í fimmtu umferđ tefldi Norđmađurinn viđ sigurvegarann frá Reykjavíkurmótinu 2014 og í flóknu miđtafli setti hann allt í bál og brand međ ţess háttar peđsleik sem áđur var minnst á. Eftir smá „hikst“ var ţađ svo samdóma niđurstađa „vélanna“ ađ ţarna hefđi heimsmeistarinn enn einu sinni hitt naglann á höfuđiđ:

Magnús Carlsen – Li Chao

Grünfeld-vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. f3

Tískuleikur sem sniđgengur hefđbundna Grünfeld-vörn.

3. ... d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rb6 6. Rc3 Bg7 7. Be3 O-O 8. Dd2 Rc6 9. O-O-O f5 10. e5 Rb4 11. Rh3 De8 12. Kb1 a5 13. Be2 c6 14. Hc1 Kh8 15. Ka1 Be6 16. Rf4 Df7 17. h4 Bxa2 18. h5 Kg8 19. hxg6 hxg6 20. g4 Bb3 21. Bd1 a4 22. Dh2 Hfd8 23. Dh7 Kf8

24. d5 Rc4 25. Rxg6+ Ke8

Ekki gengur 25. ... Dxg6 vegna 26. Dxg6 a3 27. Hh8+! Bxh8 28. Bh6+ og mátar.

26. e6 a3 27. exf7+ Kd7 28. Re5+! Bxe5 29. Dxf5+ Kc7 30. Dxe5+ Rxe5 31. Bxb3 axb2 32. Kxb2 Rbd3 33. Kb1 Rxc1 34. Hxc1 Kc8 35. dxc6 bxc6 36. f4

– og svartur gafst upp. 

Skákţing Reykjavíkur hafiđ – Jón Kristinsson međal ţátttakenda

Skákvertíđin 2016 hófst í Faxafeni á sunnudaginn međ fyrstu umferđ Skákţings Reykjavíkur. 64 skákmenn eru skráđir til leiks í efsta flokki mótsins og ţar eru stigahćstir Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Guđmundur Kjartansson og Björn Ţorfinnsson. Athygli vekur ţátttaka Jóns Kristinssonar, sem hefur ekki teflt á ţessum vettvangi í meira en 40 ár. Á fimmtudaginn hófst svo Gestamót Hugins og Breiđabliks í Stúkunni á Kópavogsvelli, afar vel skipađ mót ţar sem teflt er einu sinni í viku. Meira um ţessi mót síđar. 

Íslandsmeistarar í styttri skákum

Íslandsmót í hrađskák, atskák og netskák fóru fram í desembermánuđi. Í hrađskákmótinu, Friđriksmóti Landsbankans sem fram fór 13. desember, bar Ţröstur Ţórhallsson sigur úr býtum međ 9˝ vinning af 11 mögulegum. Ţann 27. desember sigrađi undirritađur á at-skákmóti Íslands, hlaut 7˝ vinning af níu, en mótiđ var jafnframt Atskákmót Skákklúbbs Icelandair. Ađ kveldi ţessa sama dags fór fram Íslandsmótiđ í netskák, en Davíđ Kjartansson sigrađi í sjötta sinn, hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum. 

Glćsileg frammistađa Hilmis í Danmörku

Ţađ var gaman ađ fylgjast međ hinum 14 ára Hilmi Frey Heimissyni á nýársmótinu í Öbro í Danmörku sem lauk á gamlársdag. Ţar tefldu 65 skákmenn sjö umferđir og var Hilmir nr. 45 í stigaröđinni. Hann gerđi sér lítiđ fyrir, hlaut 5 vinninga af sjö mögulegum, varđ í 5. sćti eftir stigaútreikning, taplaus og hćkkađi um 141 Elo-stig en árangur hans reiknast uppá 2.349 Elo-stig. Sigurvegari varđ sćnski stórmeistarinn Jonny Hector, sem hlaut 6 vinninga.

Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)

Skákţćttir Morgunblađsins birtast á Skák.is viku síđar en í sjálfu blađinu. 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 9. janúar 2016.

Skákţćttir Morgunblađsins


Guđmundur Gíslason efstur á Nóa Síríus-mótinu

 

Gummi Gísla og Björn Th
Ţađ segir margt um hversu vel Nóa Síríus-mótiđ er skipađ ađ ađeins einn keppandi hefur fullt hús eftir tvćr umferđir. Guđmundur Gíslason er efstur á mótinu en hann lagđi alţjóđlega meistarann Björn Ţorfinnsson ađ velli eftir ađ hafa snúiđ á hann í verri stöđu.

Skákunum á 1.-3. borđi lauk öllum međ jafntefli og eru hvorki meira né minna en 12 keppendur jafnir í 2.-13. sćti međ 1˝ vinning.

Ingvar Ţór Jóhannesson og Stefán Kristjánsson gerđu stutt jafntefli sem og Björgvin Jónsson og Karl Ţorsteins. Guđmundur Kjartansson reyndi lengi ađ kreista fram sigur gegn Degi Ragnarssyni en tókst ekki og jafntefli samiđ eftir miđnćtti í gćr.

Ţröstur Ţórhallsson vann Jón Trausta Harđarson međ glćsilegri mannsfórn. Vignir Vatnar Stefánsson sýndi ađ sigurinn á Birni Ţorfinnssyni var engin tilviljun og gerđi jafntefli viđ Sigurđ Dađa Sigfússon. Örn Leó Jóhannsson gerđi jafntefli viđ Sigurbjörn J. Björnsson í mögnuđu hróksendatafli. 

Ţriđja umferđ fer fram fimmtudagskvöldiđ. Ţá situr Guđmundur Gíslason yfir. Stefán Kristjánsson teflir viđ Björgvin Jónsson, Ingvar Ţór og Guđmundur Kjartansson mćtast og Karl teflir viđ Ţorstein Ţorsteinsson sem vann Björgvin Víglundsson á laglegan hátt á gćr. Dagur Ragnarsson fćr ţađ erfiđa verkefni ađ mćta Ţresti Ţórhallssyni.

Tveir ađrar viđureignir er sérstaklega vert ađ nefna. Vignir Vatnar teflir viđ Andra Áss sem og akureysku gođsagnirnar Stefán Bergsson og Halldór Brynjar Halldórsson mćtast.

Nánar á Chess-Results.

B-flokkur

Hart er barist í b-flokki. Eftir fjórar umferđir eru ţeir Dagur Andri Friđgeirsson, Snorri Ţór Sigurđsson, Guđmundur Kristinn Lee og Bárđur Örn Birkisson efstir međ fullt hús. Snorri Ţór vann stigahćsta keppendann Harald Baldursson í lengstu skák gćrdagins.

Nánar á Chess-Results

 

Nánar á Skákhuganum.


Smári og Rúnar efstir á Janúarmóti Hugins

januaramotidJanúarmót Hugins hófst á Húsavík og á Vöglum um sl. helgi. Í Austur-riđli sem tefldur er á Húsavík er Smári Sigurđsson efstur međ 2,5 vinninga ţegar ţremur umferđum er nánast lokiđ og Ćvar Ákason er í öđru sćti međ 2 vinninga. Hlynur Snćr Viđarsson sem er međ 1,5 vinning getur ţó náđ Smára og Ćvari ađ vinningum ţar sem hann á inni frestađa skák gegn Sigurđi Daníelssyni. Einnig er ólokiđ viđureign Sighvats og Heimis frá ţví í fyrstu umferđ.

Stađan í Austur-riđli á chess-results

Ţegar öllum skákum í 1-3. umferđ í Vestur-riđli er lokiđ er stađan sú ađ Rúnar Ísleifsson er efstur međ 2,5 vinninga og Karl Egill Steingrímsson og Ármann Olgeirsson hafa tvo vinninga hvor.

Stađan í Vestur-riđli á chess-results

Riđlakeppnin klárast um helgina en ţá verđa tefldar síđustu tvćr umferđirnar í báđum riđlum.

Skákhuginn


Jón Viktor og Jóhann efstir á Skákţinginu

Jóhann HjörturAlţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2455) og Jóhann H. Ragnarsson (2008) eru efstir međ fullt hús vinninga ađ loknum fjórum umferđum á Skáţingi Reykjavíkur. Fjórđa umferđ fór fram í gćrkveld og ţar sigrađi Jón Viktor Björns-banann, Vigni Vatnar Stefánsson (2071), og slíkt hiđ sama gerđi Jóhann gegn Fide-meistaranum Guđmundi Gíslasyni (2307) en Jóhann, sem er sautjándi í stigaröđ keppenda hefur fariđ vel af stađ.

Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2471), Mikael Jóhann Karlsson (2161) og Dagur Ragnarsson (2219) eru í 3.-5. sćti međ 3,5 vinning en Stefán og Dagur gerđu jafntefli í innbyrđis viđureign og Mikael lagđi Jón Kristinsson (2240). Hópur níu keppenda kemur nćstur međ 3 vinninga.

Í baráttu alţjóđlegu meistaranna hafđi Björn Ţorfinnsson (2418) betur gegn Guđmundi Kjartanssyni (2456) og óvćntustu úrslit umferđarinnar eru án efa sigur hins unga Mykhaylo Kravchuk (1504) á hinum margreynda Stefáni Bergssyni (2023). Ţá heldur Héđinn Briem (1546) áfram góđu gengi og hafđi nú betur gegn Lofti Baldvinssyni (1979) og ţó nokkuđ var um jafntefli hvar nokkru munađi á stigum keppenda í milli.

Glás af spennandi viđureignum verđur í bođi í fimmtu umferđ og stemningin geggjuđ eftir ţví. Á fyrsta borđi mćtast efstu menn og hlýtur alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor ţađ hlutskipti ađ stýra svörtu mönnunum gegn ljósum her Jóa Ragg. Á nćsta borđi verđur ţađ Dagur Ragg sem hefur hvítt gegn norđlendingnum skeinuhćtta, Mikael Jóhanni, og ţá mćtir einn af hinum ógurlegu fyrrverandi Rimskćlingum, Oliver Aron Jóhannesson (2198) stórmeistaranum Stefáni Kristjáns. Ađ auki verđa margar afar athyglisverđar rimmur á öđrum borđum og má til ađ mynda benda á viđureign félaganna Vignis Vatnars og Björns Hólm Birkissonar (1962).

Fimmta umferđ fer fram á sunnudag og hefst kl. 14. Áhorfendur velkomnir – heitt á könnunni og kruđerí međ!

Skákir mótsins eru vćntanlegar en unniđ er ađ innslćtti.

Nánar á heimasíđu TR.


Íslandsmót grunnskóla - stúlknaflokkur

Íslandsmót grunnskóla - stúlknaflokkur fer fram í Rimaskóla laugardaginn 30. janúar klukkan 12:00.

Teflt verđur í ţremur flokkum.

Fyrsti og annar bekkur.

Fimm umferđir međ fimm mínútna umhugsunartíma.

Ţriđji til finmmti bekkur.

Sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.

Sjötti til tíundi bekkur.

Sex umferđir međ tíu mínútna umhugsunartíma.

Umferđafjöldi getur breyst međ tilliti til fjölda ţátttökuliđa.

Keppendur geta teflt upp fyrir sig, ţ.e. međ eldri sveit síns skóla.

Í hverri sveit skulu vera fjögur borđ. Varamenn mega vera allt ađ ţrír.

Ţátttökugjald á sveit: 5000 kr. Hámark 10.000 á skóla.

Skákakademía Reykjavíkur sér um framkvćmd mótsins.

Skráning og fyrirspurnir á stefan@skakakademia.is

Skráningar ţurfa ađ berast fyrir föstudaginn 29. janúar.


165 skráđir til leiks í Reykjavíkurskákmótiđ

Rapport vann Ramirez
Ţegar sjö vikur eru í Reykjavíkurskákmótiđ er 165 skákmenn skráđir til leiks. Ţeirra stigahćstir eru Richard Rapport (2721) og Gabriel Sargissian (2702). 

Enn eiga sterkir skákmenn eftir ađ bćtast viđ í hópinn. 

Kependalistann eins og hann lítur út núna má nálgast á Chess-Results.

Umfjöllun um Reykjavíkurskákmótiđ má finna á Chess.com.


Kristinn Bjarnason nýr sigurvegari í Stangarhyl

Á öđrum skákdegi Ása á ţessu nýbyrjađa ári, ţá mćttu tuttugu og fimm skáköldungar til leiks í gćr í Stangarhylinn. Kristinn Bjarnason varđ sigursćlastur, hann fékk 8 vinninga af 10

Kristinn fór rólega af stađ var međ tvo vinninga eftir fjórar umferđir en vann svo sex síđustu, Kristinn hefur ekki veriđ efstur áđur. Ţađ voru Sćbjörn og Páll G sem náđu ađ vinna hann. Sumir eru stundum ađ segja ţađ ađ ţađ séu alltaf sömu mennirnir sem séu í efstu sćtum, en ţađ er ekki alveg rétt.

Nákvćm skráning á ţessu hófst ekki fyrr en 1. september 2008. Síđan ţá hafa 30 meistarar sigrađ á skákdögum. Sumir bara einu sinni en ađrir miklu oftar.

Sá sem hefur sigrađ oftast er Björgvin Víglundsson, hann hefur sigrađ  39 sinnum. Ari Stefánsson varđ í öđru sćti í gćr međ 7 ˝ vinning.

Jafnir í ţriđja til fjórđa sćti urđu svo Sćbjörn G Larsen og Páll G Jónsson báđir međ 7 vinninga. 

Sjá nánari úrslit  í töflu og myndir frá ESE.

2016-01-12


Skákţing Akureyrar hefst á sunnudaginn

Skákţing Akureyrar 2016 hefst sunnudaginn 17 janúar kl 13:00

Tímamörk verđa 90 mínútur + 30 sekúndur á leik eins og veriđ hefur. Ef 10 - ţátttakendur tefla allir viđ alla eđa 9 umferđir en ef fleiri en 11 verđur 7 umferđir eftir svissneska kerfinu. ţáttökugjald er 3.000 kr. fyrir félagsmenn en 4.000 kr. fyrir ađra.

Núverandi Skákmeistari Akureyrar er Áskell Örn Kárason og er ţađ verđug áskorun fyrir unga og aldna meistara félagsins og annarra utan félagsins ađ velta honum úr sessi.

Ţátttöku má tilkynna í netfangiđ hallih54@gmail.com, S:820 7536, á Facebook-síđu Skákfélagsins eđa međ ţví ađ mćta tímanlega á sunnudaginn

Verđlaun

  1. 18.000 kr
  2. 12.000 kr
  3.  6.000 kr
  • Efstur innan 1700 Elo stiga 6.000 kr


Athugiđ ađ mótiđ góđ ćfing fyrir Íslandsmót skákfélaga og Reykjavíkurskákmótiđ í mars. Teflt verđur á fimmtudagskvöldum og sunnudögum kl. 13


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 193
  • Frá upphafi: 8766195

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 170
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband