Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2015

Tap gegn Fćreyjum í gćr - verđur hefnt í dag?

Ísland-FćreyjarNú um helgina fer fram Landskeppni (Landsdystur) viđ knáa skákpilta frá Fćreyjum. Liđ Íslands er skipađ félögum frá Norđurlandi – Skákfélagi Akureyrar og Skákfélaginu Huginn. Keppt er í 19. sinn í ár, en keppnin var fyrst háđ áriđ 1978.

Teflt var á Laugum í Ţingeyjarsveit í gćr en í dag er haldiđ til Akureyrar, ţar sem hátíđarsalur SA (Íţróttahöllinni á Akureyri, gengiđ inn ađ vestan) verđur heimavöllur Íslands. Tafliđ hefst kl. 14 og eru áhorfendur velkomnir!

Liđ Íslands hefur 2174 stig ađ međaltali og liđ Fćreyja 2052.

Ekki blés byrlega fyrir okkar menn í gćr, ţrátt fyrir ađ vera međ mun stigahćrra liđ, ţví engum tókst ađ vinna skák en ţrír töpuđu sínum viđureignum. Okkar menn voru mögulega óheppnir á köflum, en bćđi Jón Kristinn Ţorgeirsson og Jakob Sćvar Sigurđsson voru tveim peđum yfir í sínum skákum, en gerđu báđir jafntefli. Fleirum voru mislagđar hendur í umferđinni; Áskell Örn lék sig óvćnt í mát (skv. heimildum) og Björn Ívar átti hugsanlega vinningsmöguleika í lokastöđunni, međ fyrirvara um ítarlegri greiningu.

Niđurstađa dagsins er ţví stórtap, 3,5 – 6,5 og Fćreyingar í afar sterkri stöđu fyrir seinni umferđina.

Nokkrar breytingar verđa gerđar á liđi Íslands fyrir seinni umferđina: Halldór Brynjar Halldóssson, Tómas Veigar Sigurđarson og Elsa María Kristínardóttir koma inn í liđiđ en Áskell Örn Kárason, Smári Sigurđsson og Sigurđur Daníelsson hvíla.

Nánar á Skákhuganum og á heimasíđu SA.

Úrslitin á Chess-Results


Stórmót TR og Árbćjarsafns fer fram í dag

Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbćjarsafns fer fram í ellefta sinn sunnudaginn 16. ágúst. Teflt verđur í Árbćjarsafni og hefst tafliđ kl. 14. Tefldar verđa sjö umferđir međ umhugsunartímanum 7 mín. á skák. Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í Stórmótinu, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr.

Ţátttökugjöld í Stórmótinu eru kr. 1.300 fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis fyrir yngri en 18 ára, eldri borgara (67) og öryrkja. Ţátttökugjöld eru jafnframt ađgangseyrir ađ safninu en ţeir sem ţegar hafa ađgang, t.d. međ menningarkorti, ţurfa ekki ađ borga ţátttökugjald.

Frekari upplýsingar veitir Torfi Leósson, netfang: (torfi.leosson@gmail.com) eđa í síma 697-3974. Mótiđ er jafnan einn af upphafsviđburđum skákársins, og viđ vonumst til ađ sjá sem flesta á ţessu skemmtilega móti.


Skákţáttur Morgunblađsins: Endalok Evans-bragđs

captainwilliamdaviesevansEitt ţekktasta leikbragđ skákarinnar er kennt viđ viđ William Davies Evans, kaptein í breska sjóhernum á ţví tímabili viđ upphaf 19. aldar ţegar Napóleóns-stríđin voru ekki á enda kljáđ. Í frístundum sat hann og tefldi á uppihaldskrá sinni í London, beitti bragđi sínu viđ hvert tćkifćri og vann margan frćkilegan sigur. Til er í handriti skák sem hann tefldi og vann í 20 leikjum gegn landa sínum Alexander McDonnell. Sá varđ síđar frćgur fyrir maraţoneinvígi sem hann háđi síđar í London viđ Frakkann La Bourdonnais. Evans-bragđ sprettur upp úr Ítalska leiknum: 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 og nú 4. b4!? Besta leiđ svarts hefur löngum veriđ talin sú ađ hirđa b4-peđiđ og gefa ţađ síđan aftur viđ hentugt tćkifćri. Fischer og Kasparov tefldu stundum Evans-bragđ, sá fyrrnefndi í léttari skákum, en frćgt varđ ţegar Kasparov vann Anand í ađeins 25 leikjum á skákmóti í Ríga áriđ 1995. Ţađ vill nú samt verđa svo međ unnendur gambíta ađ ţeir eiga stundum erfitt međ ađ fóta sig í flóknum stöđum, t.d. ţegar ţeir hafa leiđst út í ađ henda miklum liđsafla „fyrir borđ“. Í dag vandast máliđ frćđilega međ „skákreikna“ beintengda viđ gagnagrunna sem meta stöđurnar á örskotsstundu. En samt hafa gambítarnir, t.d. kóngsbragđ, skólađ til marga öfluga stórmeistara og nćgir ađ nefna Boris Spasskí og Jón L. Árnason.

Caruana - NisipeneuÁ skákmóti sem lauk í Dortmund í Ţýskalandi á dögunum vann Fabiano Caruana öruggan sigur eftir mikinn sprett ţar sem hann vann fimm skákir í röđ og varđ ađ lokum 1˝ vinningi á undan nćsta manni, Filippseyingnum Wesley So. Í einni af sigurskákunum kom Evans-bragđ viđ sögu. Sennilega hefur andstćđingur hans, Nisipeanu frá Georgíu, ćtlađ ađ koma Caruana á óvart en Ítalinn, sem brátt mun tefla fyrir Bandaríkjamenn, reyndist öllum hnútum kunnugur. Í skýringum sem hann gerđi viđ skákina komst hann svo ađ orđi ađ frá sínum sjónarhóli vćri bragđ Evans búiđ ađ vera. Einhvern veginn flögrar ađ manni ađ Caruana hafi kynnt sér skákir sem Hannes Hlífar Stefánsson tefldi fyrir allmörgum árum.

Dortmund 2015; 7. umferđ:

Dieter Nisipeanu – Fabiano Caruana

Ítalskur leikur – Evans-bragđ

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4 Bxb4 5. c3 Ba5 6. d4 d6 7. Db3 Dd7

Ţessi og nćsti leikur svarts halda stöđunni saman. lakara er 7. ... De7 vegna 8. d5 ţó ađ svartur geti barist áfram međ 8. ... Rd4!

8. dxe5 Bb6 9. a4 Ra5 10. Da2 Rxc4 11. Dxc4 Re7 12. Ba3

Ţekktur stađur fyrir biskupinn í Evans-bragđi en skapar engin vandamál.

12. ... 0-0 13. 0-0 He8

Í skýringum sínum telur Caruna ađ enn betra hefđi veriđ ađ leika 13. ... Rg6 og eftir 14. exd6 cxd6 15. Hd1 Dg4! hóti svartur m.a. 16. .... Rf4.

14. exd6 cxd6 15. Hd1 Dc6 16. Rbd2 Be6 17. Dxc6 Rxc6 18. Bxd6 Had8 19. Bb4 Hd3!

Svartur hefur gefiđ peđ um stundarsakir en menn hans standa vel.

20. a5 Bc7 21. Rf1 Hxd1 22. Hxd1 Rxa5 23. Rd4 Rc4 24. Rxe6 Hxe6 25. Hd7 Hc6 26. Rg3 g6!

Svarta stađan er alltaf betri vegna ţess hve illa biskupinn á b4 stendur. Áđur en svartur rćđst til atlögu loftar hann út og hindrar för riddarans til f5 í leiđinni.

27. Re2 a5 28. Rd4?

Hann varđ ađ leika 28. Be7.


28. ... axb4 29. Rxc6 b3 30. Hxc7 Rd6!

G7KUERFJMagnađur lokahnykkur, b3-peđiđ rennur upp í borđ ţó ađ hvítur sé hrók yfir.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 8. ágúst 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


Jón Viktor sigrađi á Borgarskákmótinu

Alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson sem tefldi fyrir Malbikunarstöđina Höfđa sigrađi á 28. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráđhúsi Reykjavíkur í gćr. Hann sigrađi alla andstćđinga sína og kom í mark međ 7 vinninga. Jón Viktor sigrađi einnig mótiđ í fyrra en ţá hlaut hann 6 1/2 vinning.

Formađur borgarráđs og stađgengill Borgarstjóra Sigurđur Björn Blöndal setti mótiđ, og hafđi á orđi ađ síđasta skák sem hann hefđi teflt viđ hefđi veriđ gegn Róbert Lagerman á Grćnlandi fyrir nokkrum árum. Nefndi hann einnig í rćđu sinni ađ ţađ vćri gaman ađ sjá hve skákin héldi vel velli, vćri í sókn og hve breiđur hópur skákmanna vćri mćttur í Ráđhúsiđ. Ađ ţví loknu lék hann fyrsta leiknum í skák Jóns Viktors og Sigurđar Ingasonar.

Mótiđ í ár var ágćtlega mannađ en alls tóku 63 keppendur ţátt ađ ţessu sinni. Yfir sjötíu ára aldursmunur var á yngsta og elsta keppenda mótsins ţeim Adam Ómarssyni (8) og Páli G. Jónssyni (82) og stóđu báđir sig međ međ prýđi.

Borgarskakm_2015-7Fyrirfram máttti búast viđ harđri keppni titilhafanna á mótinu um sigurinn og sú varđ raunin. Fide meistarinn Davíđ Kjartansson sem tefldi fyrir Olís kom annar í mark á eftir Jón Viktor međ sex vinninga og tapađi einungis innbyrđisviđureign ţeirra. Ţriđji varđ svo annar Fide meistari, fyrrnefndur Róbert Lagerman (Faxaflóahafnir) međ 5 1/2 vinning.

Ungu skákmennirnir settu sterkan svip á mótiđ og fóru mikinn. Örn Leó Jóhannsson (Efling stéttarfélag) og Jón Trausti Harđarson (Grillhúsiđ) hlutu báđir 5 vinninga og enduđu í 4.-13. sćti. Tvíburabrćđurnir unguBjörn og Bárđur Birkissynir sem tefldu fyrir Byko og Hamborgarbúllu Tómasar vöktu athygli og lögđu ađ velli marga reynda meistara. Má ţar nefna Forseta skáksambandsins Gunnar Björnsson (Landsvirkjun) sem ţurfti ađ játa sig sigrađann gegn ţeim báđum, Stefán Bergsson(Jómfrúin) og gamla brýniđ Gunnar Gunnarsson (Sjóvá) sem ţurftu ađ lúta í gras gegn Bárđi og alţjóđlegi skákdómarinn Omar Salama (Hvalur hf) sem fann engar löglegar leiđir til ađ verjast Birni. Ţá stóđ Óskar Víkingur Davíđsson (10) (Íslandsbanki) sig mjög vel og kom í mark međ 4 1/2 vinning eftir góđan endasprett.

Borgarskakm_2015-57Af stúlkunum stóđ Lenka (Íslandspóstur) sig best (4v), Guđlaug (3 1/2),Veroníka (3) og Freyja Birkisdóttir sem einungis er níu ára hlaut 2 vinninga.

Skák og lífskúnsterinn Einar S. Einarsson átti trúlega stystu skák mótsins ţegar ađ hann kćfingarmátađi Guđlaugu Ţorsteinsdóttir međ ţekktu stefi í Búdapestarvörninni í einungis 7 leikjum.

Töluverđur fjöldi áhorfenda var á mótinu, ţá einkannlega túristar sem staddir voru í Ráđhúsinu og fylgdust spenntir međ af pallinum. Ađrir höfđu minni áhuga á taflmennskunni en ţeim mun meiri á öndunum á tjörninni. Ţeirra á međal sonur Omars og Lenku sem grandskođađi fuglalífiđ á međan á móti stóđ.

Skákfélagiđ Huginn og Taflfélag Reykjaavíkur vilja koma á framfćri ţökkum til allra ţeirra sem tóku ţátt, Borgarinnar fyrir ađ hýsa mótiđ og síđast en ekki síst ţeim fjölmörgu fyrirtćkjum sem styrktu mótiđ.

Sjáumst ađ ári!

Nánar á Skákhuganum og á heimasíđu TR


Íslandsmeistararnir og hrađskákmeistararnir mćtast

Í gćr var dregiđ í ađra umferđ Hrađskákeppni taflfélaga. Íslandsmeistarar Hugins og hrađskákmeistarar taflfélaga, Taflfélags Reykjavíkur, mćtast í átta liđa úrslitum en ţessi liđ mćttust í úrslitum í fyrra.

Einnig var dregiđ í Litlu bikarkeppnina sem nú fer fram í fyrsta sinn en ţar mćtast liđin sem töpuđu í fyrstu umferđ.

Ţađ var Ólafur S. Ásgrímsson, yfirdómari keppninnar, sem dró. Drátturinn fór fram í kaffistofu Björgunar.

Hrađskákkeppni taflfélaga:

  • Skákfélag Akureyrar - Víkingaklúbburinn
  • Vinaskákfélagiđ/Taflfélag Bolungarvíkur - Skákdeild Hauka/TRuxvi
  • Taflfélag Reykjavíkur - Skákfélagiđ Huginn a-sveit
  • Skákfélagiđ Huginn b-sveit - Taflfélag Garđabćjar

Litla bikarkeppnin:

  • Skákfélag Íslands - Skákgengiđ
  • Ungmennasamband Borgarfjarđar - Skákfélag Selfoss og nágrennis
  • Vinaskákfélagiđ/Taflfélag Bolungarvíkur - Skákddeild Fjölnis
  • Skákdeild Hauka/TRuxvi - Skákfélag Reykjanesbćjar

Annarri umferđ á ađ vera lokiđ eigi síđar en 30. ágúst nk.

Heimasíđa keppninnar


Skákhátíđ Skákakademíunnar á Menningarnótt

Skákakademían efnir til Skákhátíđar á Menningarnótt. Ađ ţessi sinni fer hátíđin fram í Iđnó, á 2. hćđ. Helsti viđburđur hátíđarinnar er viđureign tveggja sigursćlustu landsliđa sem Ísland hefur átt. Annars vegar er um ađ rćđa gullaldarliđ Íslands frá árunum 1980-1996. Á ţví tímabili átti Ísland eitt af tíu bestu landsliđum heims. Kjölfestuna í liđinu mynduđu stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson og Jón L. Árnason. Margeir á ekki heimangengt á Menningarnótt en Ţröstur Ţórhallsson tekur sćti hans. Ţröstur tefldi fyrst međ landsliđinu áriđ 1988 og var lykilmađur langt fram yfir aldamótin.

Friđrik og 4menningar

                Á móti gullaldarliđinu munu tefla Ólympíumeistarar 16ára og yngri frá árinu 1995. Ţá vann sú unga sveit frćkinn sigur sem vakti mikla athygli. Sveitina skipuđu Jón Viktor Gunnarsson, Bragi Ţorfinnsson, Bergsteinn Einarsson, Björn Ţorfinnsson og Einar Hjalti Jensson. Ţeir munu allir fagna 20ára afmćli Ólympíugullsins međ ţví ađ tefla viđ gullaldarliđiđ. Má ćtla ađ viđureignin geti orđiđ verulega tvísyn.

 

Liđin tefla hrađskákir sín á milli međ tvöfaldri umferđ, alls átta skákir.

Ásamt ţessari skemmtilegu viđureign geta gestir skákhátíđarinnar teflt sína á milli eđa skorađ á stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson sem verđur á stađnum.

Salurinn í Iđnó opnar 13:30 og hefst viđureignin 14:00. Hátíđinni lýkur um 17:00.


Víkingaklúbburinn lagđi Skákfélag Íslands ađ velli

Víkingar-SFÍVíkingaklúbburinn og Skákfélag Íslands mćttust í 16-liđa úrslitum Hrađskáksmóts taflfélaga fimmtudaginn 13. ágúst í húsnćđi Skáksambands Íslands. Viđureignin var heimaleikur Skákfélagsins.  Viđureignin endađi međ nokkrum öruggum sigri Víkingaklúbbsins, en lokastađan varđ  46.5 gegn 25.5 vinningar Skákfélagsins.  Ţađ skal sérstaklega taka fram ađ Skákfélag Íslands gat bara stillt upp á fimm borđum og ţví var einvígiđ mun jafnara en úrslit gefa til kynna, ţar sem ein viđureign tapađist í hverri umferđ hjá Skákfélaginu vegna auđs borđs.

Viđureignirnar fóru eftirfarandi:

Fyrri umferđ:  5-1, 5-1, 4-2, 3.5-2.5, 3-3, 4-2 = 24.5-11.5

Seinni umferđ:  5-1, 4-2, 2-4, 3.5-2.5, 3.5-2.5, 4-2 = 22-14

Samtals:  46.5-25.5

Besti árangur Víkingaklúbbsins:

Ólafur B. Ţórsson 9.5 v af 12
Stefán Ţór Sigurjónsson 9 af 12
Gunnar Fr. Rúnarsson 9. v af 9
Sigurđur Ingason 6.5 v. af 11

Besti árangur Skákfélags-manna:

Árni Böđvarsson 7.5 v. af 12
Birkir Karl Sigurđsson 6.5 af 12
Kristján Örn Elíasson 5.5 af 12

Nánar á vefsíđu Víkingaklúbbsins.


Héđinn vann í lokaumferđinni - endađi í 4.-10. sćti

Hedinn i WashingtonAlţjóđlega mótinu, Washington International, lauk í gćr. Héđinn vann alţjóđlega meistarann Darwin Yang (2465) í lokaumferđinni. Hann hlaut 6 vinning og endađi í 4.-10. sćti. Verđlaunafé Héđins voru $650.

Gata Kamsky (2670) sigrađi á mótinu en hann hlaut 7,5 vinning.

Alls tefldu 56 skákmenn í mótinu og ţar af voru átta stórmeistarar. Héđinn var nr. 5 í stigaröđ keppenda. 

 


Borgarskákmótiđ fer fram í dag

Borgarskákmótiđ fer fram föstudaginn 14. ágúst, og hefst ţađ kl. 16:00. Mótiđ fer fram venju samkvćmt í Ráđhúsi Reykjavíkur og standa  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagiđ Huginn, ađ mótinu, eins og ţau hafa gert síđustu ár. Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar taka ţátt í ţví. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst eftir ađ opnađ verđur fyrir skráningu. Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning fer fram á Skák.is.

Einnig er hćgt ađ skrá sig í í síma 866 0116 (Vigfús) og 899 9268 (Björn). Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Ţetta er í 28. sinn sem mótiđ fer fram og er ţetta iđulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Í fyrra sigrađi Jón Viktor Gunnarsson, sem ţá tefldi fyrir Jómfrúnna.


Skákfélag Akureyrar međ öruggan sigur á Fjölni

IMG_1538Skákfélag Akureyrar og Fjölnir áttust viđ í 16-liđa úrslitum Hrađskákkeppni taflfélaga miđvikudagskvöldiđ 12. ágúst. Keppnin fór fram á sal Skákskóla Íslands. Fyrirfram mátti búast viđ all jafnri viđureign enda liđin áţekk á ELO-stigum. Eftir fyrstu tvćr umferđinar stóđu leikar jafnt, sex vinningar gegn sex. Ţá gáfu Skákfélagsmenn heldur betur í og tryggđu sér góđa forystu í hálfleik, 22 ˝  - 13 ˝ . Seinni hálfleikur var nokkuđ jafnari en hann vann Skákfélagiđ međ 19 ˝ vinningi gegn 16 ˝. Lokastađan var ţví 42 - 30 fyrir Skákfélagi Akureyrar.

Nýjustu liđsmenn félagsins stóđu sig best. Ţannig IMG_1541fékk Björn Ívar Karlsson tíu vinninga af tólf mögulegum og Arnar Ţorsteinsson níu vinninga af tólf mögulegum. Bestur Fjölnismanna var Sigurbjörn Björnsson sem er nýgenginn í félagiđ. Hann fékk átta vinninga af tólf mögulegum.

Einstaklingsúrslit:

Skákfélag Akureyrar:

Björn Ívar Karlsson 10

Arnar Ţorsteinsson 9

Halldór Brynjar Halldórsson 7

Jón Kristinsson 7

Stefán Bergsson 5

Gylfi Ţórhallsson 4

Allir tefldu 12 skákir.

Fjölnir:

Sigurbjörn Björnsson 8/12

Tómas Björnsson 5/11

Erlingur Ţorsteinsson 5/11

Dagur Ragnarsson 4 ˝ /12

Jón Trausti Harđarson 4/11

Jón Árni Halldórsson 2 ˝ /10

Dagur Andri Friđgeirsson 1/5

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.6.): 5
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 8766397

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband