Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2015

Borgarskákmótiđ fer fram á morgun

Borgarskákmótiđ fer fram föstudaginn 14. ágúst, og hefst ţađ kl. 16:00. Mótiđ fer fram venju samkvćmt í Ráđhúsi Reykjavíkur og standa  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagiđ Huginn, ađ mótinu, eins og ţau hafa gert síđustu ár. Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar taka ţátt í ţví. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst eftir ađ opnađ verđur fyrir skráningu. Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning fer fram á Skák.is.

Einnig er hćgt ađ skrá sig í í síma 866 0116 (Vigfús) og 899 9268 (Björn). Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Ţetta er í 28. sinn sem mótiđ fer fram og er ţetta iđulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Í fyrra sigrađi Jón Viktor Gunnarsson, sem ţá tefldi fyrir Jómfrúnna.


Ţrefaldur íslenskur sigur í Riga í gćr - tvöfaldur dagur í dag

Ţađ gekk vel hjá íslensku keppendum í fjórđu umferđ alţjóđlega mótsins í Riga í gćr. Allir unnu ţeir ţínar skákir - reyndar gegn stigalćgri andstćđingum. Í dag er tvöfaldur dagur. Fyrri umferđ dagsins er hafin. Guđmundur Kjartansson (2447) teflir viđ ţýska stórmeistarann, Daniel Fridman (2639) en sá er af lettneskum ćttum. Hćgt er ađ fylgjast međ Guđmundi í beinni.

Guđmundur hefur 3 vinninga, Hjörvar 2˝ vinning og Oliver Aron 1 vinning. 

Alls tekur 191 skákmađur ţátt í mótinu frá 38 löndum. Ţar á međal eru 29 stórmeistarar og jafnmargir alţjóđlegir meistarar. Hjörvar er nr. 16 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 40 og Oliver nr. 97.

 


Ferđ Garđbćinga austur fyrir fjall var árangursrík

Garđbćingar í FischersetriViđureign Skákfélag Selfoss og nágrennis og Taflfélags Garđabćjar fór fram í Fischersetri í gćrkvöldi. Eftir harđa en vinalega baráttu urđu úrslit svohljóđandi:

ÚRSLIT SSON 27 V – TG 45 V.

Einstaklingsárangur:

SSON

  • Björgvin Smári Guđmundsson 7 / 12
  • Emil Sigurđarson  4 / 9
  • Magnús Matthíasson 3,5 / 12
  • Úlfhéđinn Sigurmundsson 4 /12
  • Sverrir Unnarsson 5 /12
  • Ingimundur Sigurmundsson 3,5 / 12
  • Ţorvaldur Siggason 0 /3

TG

  • Björn Jónsson 8,5 / 12
  • Leifur Ingi 10,5 / 12
  • Guđlaug 8 /10
  • Páll Andrason 8 /12
  • Ţorlákur 2 / 6
  • Valgarđ 1 /10
  • Páll Sig 4 / 4
  • Bjarnsteinn 3 / 6

Héđinn í beinni frá Washington

Hedinn i WashingtonStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2550) situr ţessa dagana ađ tafli í höfuđborg Bandaríkjanna, Washington. Eftir sjö umferđir hefur Héđinn 4˝ vinning og er í 9.-13. sćti. 

Áttunda og nćstsíđasta umferđ hófst kl. 23 í kvöld. Héđinn mćtir alţjóđlega meistaranum Darwin Yang (2465). 

Alls tefla 56 skákmenn í mótinu og ţar af eru átta stórmeistarar. Héđinn er nr. 5 í stigaröđ keppenda. 

 


Guđmundur međ 2 vinninga í Riga

Í gćr fóru fram tvćr umferđir í alţjóđlegamótinu í Riga í Lettlandi. Íslensku keppendurnir hafa ekki byrjađ sérstaklega vel en ţađ er spá ritstjóra ađ ţeir muni koma mjög sterkir inn í nćstu umferđum. Guđmundur (2447) hefur 2 vinninga, Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) hefur 1˝ vinning en Oliver Aron Jóhannesson (2263) er ekki kominn á blađ. Fjórđa umferđ fer fram í dag.

Alls tekur 191 skákmađur ţátt í mótinu frá 38 löndum. Ţar á međal eru 29 stórmeistarar og jafnmargir alţjóđlegir meistarar. Hjörvar er nr. 16 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 40 og Oliver nr. 97.

 


Unglingaliđ TR sigrađi Kvennalandsliđiđ!

Tvćr viđureignir í Hrađskákkeppni taflfélaga fóru fram í skákhöll TR í gćrkvöldi.

Í forkeppni um sćti í 16. liđa úrslitum mćttust Unglingaliđ Taflfélags Reykjavíkur (Truxvi) og Kvennalandsliđiđ. Fyrirfram var búist viđ jafnri keppni og sú varđ líka raunin.

Sveit Truxvi leiddi Hilmir Freyr Heimisson sem nýveriđ gékk til liđs viđ TR úr Hugin, en međ honum í sveit ađ ţessu sinni tefldu ţeir Vignir Vatnar Stefánsson, tvíburabrćđurnir Björn og Bárđur Birkissynir, Gauti Páll Jónsson, Aron Ţór Mai og hinn kornungi Róbert Luu.

Allt kvennalandsliđiđ var mćtt međ stórmeistara kvenna Lenku Ptacnikovu í broddi fylkingar. Međ henni tefldu ţćr Hallgerđur Helga, Jóhanna Björg, Elsa María, Tinna Kristín, Veronika og Guđlaug Ţorsteinsdóttir.

Unglingaliđ TR tók strax forystu međ 4 ˝ – 1 ˝ sigri í fyrstu umferđ. Liđin skiptust svo á ađ sigra í nćstu umferđum og í hálfleik leiddi TRuxvi međ 20 vinningum gegn 16 vinningum Kvennalandsliđsins. Enn dró sundur međ liđunum í áttundu umferđi sem Truxvi vann 4 ˝ – 1 ˝ en landsliđiđ svarađi strax fyrir sig í nćstu umferđ á eftir, 5 – 1. Munađi ţá einungis ţremur vinningum á sveitunum en í tíundu umferđ má segja ađ Unglingaliđiđ hafi gert út um viđureignina međ öruggum 4 ˝ – 1 ˝ sigri. Fyrir lokaumferđina munađi sex vinningum á sveitunum og ţurfti Kvennalandsliđiđ ţví á kraftaverki ađ halda til ađ tryggja sér framlengingu. Ekkert slíkt gerđist og Truxvi sigldi í sextán liđa úrslit međ öruggum 4 ˝ – 1 ˝ sigri. Lokatölur urđu 40 ˝ – 31 ˝ .

Bárđur stóđ sig best í unglingaliđi TR međ 10 vinninga úr 12 skákum. Hilmir hlaut 7 ˝ vinning í 11 skákum og Björn 7 vinninga úr 12 skákum.

Lenka dró vagninn fyrir Kvennalandsliđiđ međ 8 vinninga úr 11 skákum, Hallgerđur krćkti í 6 ˝ vinning úr 12 skákum og Elsa 5 ˝ vinning af 11 mögulegum.

Sannarlega glćsilegur sigur hinnar sterku unglingasveitar félagsins og verđur gaman ađ fylgjast međ sveitinn kljást viđ liđ Hauka í 16 liđa úrslitum. Međlimir Kvennalandsliđsins geta huggađ sig viđ ađ flestar geta ţćr keppt áfram međ sínum félagsliđum í keppninni.

Hin viđureign kvöldsins var ójöfn enda mikill styrkleikamunur á sveitum UMSB og TR. Ríkjandi meistarararnir úr TR unnu stórsigra í hverri umferđ og unnu sannfćrandi í lokin 65 ˝ – 6 ˝

Í sigursveit TR voru alţjóđlegu meistararnir Jón Viktor Gunnarsson, Arnar E. Gunnarsson, Bragi Ţorfinnsson, alţjóđa dómarinn Omar Salama, Dađi Ómarsson, Björgvin Víglundsson og ţeir Björn Jónsson og Kjartan Maack.

Jón Viktor, Arnar, Bragi, Omar, Dađi og Björn voru allir međ fullt hús vinninga.

Bestum árangri í liđi UMSB náđi Einar Valdimarsson en hann krćkti í 2 ˝ vinning í ellefu skákum.

TR vill koma á framfćri ţökkum til UMSB og Kvennalandsliđsins fyrir drengilega og skemmtilega keppni!

Heimasíđa TR


Nýir félagar í SA

Á síđustu vikum hafa ţrír ágćtismenn félagar gengiđ á ný í Skákfélag Akureyrar. Ţetta eru ţeir Björn Ívar Karlsson, Arnar Ţorsteinsson og Jón Árni Jónsson. Björn Ívar er reyndar fćddur og uppalinn Vestmannaeyingur, en telfdi um hríđ međ SA fyrir nokkrum árum. Hann kemur úr Taflfélagi Vestmannaeyja. Ţeir Arnar og Jón Árni slitu sínum fyrstu skákskóm á Akureyri og eiga sér langa sögu sem Skákfélagsmenn. Ţeir voru međal stofnenda Máta fyrir nokkrum árum en koma nú úr taflfélaginu Hugin.

Mikill fengur er ađ ţessum góđa liđsauka og býđur Skákfélag Akureyrar ţá félaga alla velkomna til sín.

Heimasíđa SA


Skáksambandiđ fékk styrk úr Samfélagssjóđi Landsbankans

Samfelagsstyrkir-2015-1240

Samfélagsstyrkjum ađ upphćđ tíu milljónir króna var úthlutađ úr Samfélagssjóđi Landsbankans fimmtudaginn 6. ágúst. Alls hlutu 26 verkefni styrki ađ ţessu sinni. Tvö verkefni á vegum Rauđa krossins og Geđhjálpar hlutu samtals eina milljón króna, tólf verkefni 500 ţúsund krónur hvert og önnur tólf fengu 250 ţúsund króna styrk. Um 300 umsóknir bárust sjóđnum ađ ţessu sinni. Samfélagsstyrkir verđa veittir tvisvar á ţessu ári en umsóknarfrestur fyrir seinni úthlutun rennur út í október nk.

Samfélagsstyrkir Landsbankans eru mikilvćgur ţáttur í stuđningi bankans viđ samfélagiđ. Međ ţeim leggur bankinn bćđi einstaklingum, hópum og félagssamtökum liđ viđ verkefni sem er sinnt af einlćgni og ómetanlegum áhuga og sem vert er ađ verđlauna. Styrkjunum er einkum ćtlađ ađ styđja mannúđar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og ćskulýđsstarf, sértćka útgáfustarfsemi og verkefni á sviđum menningar og lista.

Dómnefnd um úthlutun samfélagsstyrkja var ađ ţessu sinni skipuđ ţeim Ármann Jakobssyni, prófessor viđ Háskóla Íslands, Kristjáni Kristjánssyni upplýsingafulltrúa Landsbankans og Guđrúnu Agnarsdóttur lćkni, en hún var jafnframt formađur dómnefndar.

Skáksamband Íslands hlaut styrk til ritunar og útgáfu á bók um sögu Reykjavíkurskákmótanna í fimmtíu ár. Fyrsta Reykjavíkurskákmótiđ í skák var haldiđ áriđ 1964. Mótiđ hefur haft afgerandi áhrif á ţróun og stöđu Íslands sem skáklands og Reykjavíkur sem háborgar í skákheimum. Reykjavíkurmótiđ er elsta hátíđin sem enn er haldin reglulega og ber nafn borgarinnar í titli og hróđur hennar víđa um heim. Helgi Ólafsson stórmeistari er höfundur söguritsins en Gunnar Björnsson framkvćmdastjóri Skáksambandsins tók viđ styrknum.


Hjörvar og Guđmundur unnu - Oliver tapađi naumlega fyrir Shirov

Opiđ skákmótiđ hófst í gćr í Riga í Lettlandi. Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) og Guđmundur Kjartansson (2447) unnu sínar skákir í gćr. Oliver Aron Jóhannesson (2263) átti ţó skák dagsins ţrátt fyrir tap gegn Alexei Shirov (2702). Um var ađ rćđa hörkuskák ţar sem Lettinn lagđi gríđarlega á stöđuna og fórnađi manni. Oliver var grátlega nćrri ţví ađ halda jafntefli. 

Tvćr skákir eru tefldar í dag. Sú fyrri hefst nú kl. 8 og sú síđari kl. 14. 

 


Borgarskákmótiđ fer fram á föstudag

Borgarskákmótiđ fer fram föstudaginn 14. ágúst, og hefst ţađ kl. 16:00. Mótiđ fer fram venju samkvćmt í Ráđhúsi Reykjavíkur og standa  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagiđ Huginn, ađ mótinu, eins og ţau hafa gert síđustu ár. Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar taka ţátt í ţví. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst eftir ađ opnađ verđur fyrir skráningu. Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning fer fram á Skák.is.

Einnig er hćgt ađ skrá sig í í síma 866 0116 (Vigfús) og 899 9268 (Björn). Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Ţetta er í 28. sinn sem mótiđ fer fram og er ţetta iđulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Í fyrra sigrađi Jón Viktor Gunnarsson, sem ţá tefldi fyrir Jómfrúnna.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 185
  • Frá upphafi: 8779863

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband