Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2015

Huginn b-sveit lagđi Taflfélag Garđabćjar örugglega

Huginn b-sveit og Taflfélag Garđabćjar (TG) áttust viđ í 8 liđa úrslitum Hrađskákkepni taflfélaga í gćrkvöldi. Viđureignin fór fram í glćsilegum húsakynnum TG í Garđabćnum. Skemmst er frá ţvi ađ segja ađ Huginn vann öruggan sigur međ tölunum 60-12 en nokkra lykilmenn vantađi í liđ Garbćinga.

Bestum árangri Huginsmanna náđi Sćberg Sigurđsson sem hlaut 11˝ vinning í 12 skákum. Nćstir í liđi Hugins voru ţeir Sigurđur Dađi Sigfússon og Kristján Eđvarđsson, báđir međ 11 vinninga í 12 skákum. Ţorsteinn Ţorsteinsson hlaut svo 10 vinninga í 11 skákum en ţetta var hans fyrsta viđureign međ sínu nýja félagi. Bestum árangri í liđi heimamanna náđi Páll Andrason sem hlaut 4˝ vinning í 12 skákum.

Hrađskákeppni taflfélaga

Úrslit/pörun annarrar umferđar:

 • Skákfélag Akureyrar - Víkingaklúbburinn 45-27
 • Taflfélag Bolungarvíkur - TRuxvi (Sunnudaginn, 30. ágúst í TR, kl. 19:30)
 • Taflfélag Reykjavíkur - Skákfélagiđ Huginn a-sveit (Mánudaginn, 31. ágúst í TR, kl. 20:00)
 • Skákfélagiđ Huginn b-sveit - Taflfélag Garđabćjar 60-12

Litla bikarkeppnin

Úrslit/pörun fyrstu umferđar

 • Skákfélag Íslands - Skákgengiđ (dags. ekki vituđ)
 • Ungmennasamband Borgarfjarđar - Skákfélag Selfoss og nágrennis 34-38
 • Vinaskákfélagiđ - Skákddeild Fjölnis (dags. ekki vituđ)
 • Skákdeild Hauka - Skákfélag Reykjanesbćjar (dags. ekki vituđ)

Átta liđa úrslitum á ađ vera lokiđ í sl. 31. ágúst.

 


Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2015  

 

Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2015 verđur haldiđ í Mýrinni Golfklúbbi Garđarbćjar sunnudaginn 30. ágúst og hefst mótiđ kl:11.00.  Spilađar verđa 9. holur (einn hringur) og keppt verđur bćđi í höggleik án forgjafar og punktakeppni međ fullri forgjöf. Sigurvegarinn í höggleik hlýtur sćmdarheitiđ:  Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2015. 

Einnig verđur á sama móti haldiđ liđakeppni milli skákfélaga, en veitt verđa verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur liđa, en tveir keppendur eru í hvoru liđi.  Liđiđ sem sigrar á fćstum samanlögđum höggum fćr titilinn Íslandsmeistari Skákfélaga í golfi 2015. Ţau liđ sem reiknađ er međ ađ mćti til leiks, eru m.a:

Víkingaklúbburinn (liđstjóri, Gunnar Fr. Rúnarsson), Skákfélag Vinjar (Ingi Tandi Traustason), Breiđablik (Halldór Grétar Einarsson), Huginn og TR og Kristján Örn frá Skákfélaginu hefur m.a skráđ sig til leiks.  Mótiđ er opiđ öllum golfskákmönnum.  Reiknađ er međ ađ keppendur verđi á bilinu 12 -16 (3-4 holl).

Mótsgjald verđur c.a 3500 kr og skráning fer fram á facebook eđa í gsm:  8629744 (Gunnar).

Eftir hádegishlé verđur haldiđ niđur í Skáksamband, ţar sem fer fram 5. mínútna hrađskákmót (allir viđ alla), ţar sem keppt verđur í samanlögđum árangri í golfskák, međ og án forgjafar.  Nánari upplýsingar um mótiđ gefa Gunnar Fr. Rúnarsson (gsm:  8629744) og Halldór Grétar Einarsson (gsm:  6699784).

Vinsamlegast veriđ i samband á mótsdag, vegna hugsanlegra breytinga.

Skákstjóri og tćknimeistari mótisins er Halldór Grétar Einarsson.  

Úrslit mótsins 2014 hér og hér:

Einar Hjalti og Davíđ efstir á Meistaramóti Hugins

FIDE-meistararnir Einar Hjalti Jensson (2394) og Davíđ Kjartansson (2366) eru efstir međ fullt hús ađ lokinni ţriđju umferđ Meistaramóts Hugins sem fram fór í gćrkvöldi. Ţeir lögđu tvíburana, Björn Hólm (1907) og Bárđ Örn (1854) ađ velli í hörkuskákum. Loftur Baldvinsson (1988), Snorri Ţór Sigurđsson (1956) og Jón Trausti Harđarson (2117) eru í 3.-5. sćti međ 2˝ vinning.

Mikiđ var um óvćnt úrslit í 1. og 2. umferđ en í 3. umferđ var lítiđ sem ekkert um óvćnt úrslit. 

Nú verđur hlé á mótinu ţar til á mánudag. Ţá mćtast međal annars: Einar Hjalti - Davíđ, Jón Trausti - Loftur og Snorri Ţór - Björn Hólm.

 


Carlsen og Aronian efstir í St. Louis

Magnus Carlsen á ReykjavíkurskákmótinuMagnus Carlsen (2853) er kominn á mikinn skriđ á Sinquefield-mótinu. Í fimmtu umferđ, sem fram fór í gćr, vann hann Wesley So (2779). Norđmađurinn er efstur ásamt Levon Aronian (2765) sem gerđi jafntefli viđ Grischuk í hörkuskák (2771). Topalov (2816) sem var efstur fyrir umferđina tapađi hins vegar vegar fyrir Caruana (2808) og er í 3.-4. sćti ásamt Anish Giri (2793) međ 3 vinninga. 

Vert er ađ benda á góđa umfjöllum á Chess24.

Frídagur er í dag. Sjötta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 18. Ţá mćtast forystusauđirnir Aronian og Carlsen.

 

 


Íslandsmót skákfélaga hefst 24. september

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2015-2016 fer fram dagana 24. – 27. sept.  nk.  Mótiđ fer fram í Rimaskóla í Reykjavík.  1. umferđ (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 24. september. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 25. september. kl. 20.00 og síđan tefla laugardaginn 26. september. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag.  Síđasta umferđin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 27. september.

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími bćtist viđ eftir hvern leik.

Ţátttökugjöld:                       

 • 1. deild kr. 55.000.-
 • 2. deild kr. 50.000.-
 • 3. deild kr. 15.000.-
 • 4. deild kr. 15.000.-

Skáksamband Íslands mun greiđa fargjöld utan stór-Reykjavíkursvćđisins samkvćmt reikningum fyrir sveitir í 1. og 2. deild.  Miđa skal viđ einn brottfararstađ á hverju svćđi, t.d. Akureyri, Egilsstađi, Ísafjörđ.  Sami háttur verđur hafđur í 3. og 4. deild og áđur, ţ.e. ţátttökugjöld höfđ lág en sveitirnar verđa sjálfar ađ sjá um ferđakostnađ á skákstađ. 

Međfylgjandi er 3. kafli skáklaga Skáksambands Íslands sem varđa Íslandsmót skákfélaga.  Ný reglugerđ verđur send fljótlega.

Vakin er athygli á viđbót viđ 2. grein reglugerđar um Íslandsmót Skákfélaga:

 1. gr.

Framkvćmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuđ er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveđur töfluröđ og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga.  Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber ađ útvega einn skákstjóra.  

Athugiđ ađ tilkynningar v. Keppendaskrár Skáksambands Íslands skulu hafa borist SÍ í síđasta lagi 4. september nk. sbr. 18. gr. skáklaga. 

Vakin er athygli á eftirfarandi texta í 19. grein skáklaga:  „Fyrir upphaf 1.umferđar fyrri hluta ÍS skulu félögin skila inn styrkleikaröđuđum lista allra ţeirra keppenda sem ţeir hyggjast nota í keppninni.“ 

Skráning fer fram á Skák.is. Ađ gefnu tilefni er minnt á ađ nauđsynlegt er ađ skrá sveitir í keppnina, ekki síst í 4. deild.

Stjórn SÍ mćlist til – af gefnu tilefni - ađ félögin skrái ekki fleiri sveitir til keppni en ţau treysta sér til ađ manna í báđum hlutum keppninnar. 


Fyrsta skemmtikvöld vetrarins í kvöld

1_kingofthehillFyrsta skemmtikvöldiđ af tíu í ţéttri vetrardagskrá Taflfélagsins fer fram nćstkomandi föstudagskvöld og byrjar fjöriđ klukkan 20.00  Ţađ verđur ekki ráđist á garđinn ţar sem hann er lćgstur í byrjun heldur er Íslandsmeistaratitillinn í King of the hill undir!

King of the hill er bráđskemmtilegt tilbrigđi viđ hefđbundna skák:

 1. Allar skákreglur Fide gilda. Sérstaklega ađ leikur er löglegur ţá ađeins ađ hann uppfylli skákreglur Fide.
 2. Ef ţú leikur kóngi ţínum á löglegan hátt á einn af miđborđsreitunum (e4, d4, e5, d5) ţá vinnur ţú!

Sigurleikurinn verđur ađ vera löglegur, ekki má leika kónginum ofan í skák á miđborđsreitina.  Ađ sjálfsögđu er einnig hćgt ađ sigra á “hefđbundinn” hátt, ţ.e.a.s međ ţví ađ máta, nú eđa berja andstćđinginn niđur á klukkunni!  Tekiđ skal fram ađ skákinni er ekki lokiđ međ jafntefli ef einungis kóngarnir standa eftir á borđinu.  Sá vinnur einfaldlega sem nćr ađ leika sínum fyrst á einn af miđborđsreitunum.

Youtube stjarnan Ingvar Ţór Jóhannesson (aka Zibbit) hefur ađ sjálfsögđu reynslu af ţessu afbrigđi og gerđi skemmtilegt myndband sem má finna hér

Hćgt er ađ tefla King of the hill á Lichess og eru menn hvattir til ađ ćfa sig af kappi fyrir mótiđ! 

Upplýsingar:

 • Kvöldiđ hefst kl. 20.00 Skráning á stađnum.
 • 12 umferđir, 5 mínútna umhugsunartími á skák
 • Eitt hlé gerđ á taflmennskunni eftir 6 umferđir. Bjórinn á 500 kr. fyrir keppendur allt kvöldiđ á Billiardbarnum.
 • Verđlaunaafhending í mótslok:
  • 1. sćti  Bikar + 5000 króna inneign á Billiardbarnum. Sćti í úrslitum skemmtikvöldakónganna.
  • 2. sćti  Verđlaunapeningur + 3000 króna inneign á Billiardbarnum
  • 3. sćti  Verđlaunapeningur + 2000 króna inneign á Billiardbarnum
  • Aukaverđlaun. Einn heppinn keppandi verđur dreginn út og fćr hann frítt á Haustmót TR 2015
 • Ađgangseyrir 500 kr.
 • Bjórinn á Billiardbarnum 500 kr. allt kvöldiđ fyrir keppendur og gesti skemmtikvöldsins. 30% afsláttur af tímagjaldi í pool eftir mót.
 • Sigurvegarinn hlítur nafnbótina “Íslandsmeistarinn í KOTH skák 2015″ og mun sem slíkur fara í sögubćkurnar.
 • Tekiđ skal fram ađ öll međferđ göróttra drykkja er bönnuđ í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur.
 • Allir skákáhugamenn velkomnir óháđ getu eđa vćntinga og 20 ára aldurstakmark er á skemmtikvöld félagsins.

Taflfélag Reykjavíkur vonast til ađ sjá sem flest ykkar.  Veriđ velkomin!


Aronian vann Wesley So - efstur ásamt Topalov

AronianLevon Aronian (2765) vann Wesley So (2779) međ afar laglegri mannsfórn í fjórđu umferđ Sinquefields-mótsins sem fram fór í gćr. Aronian virđist vera kominn í sitt gamla form sem lofar afar góđu fyrir EM landsliđa í haust í Laugardalshöll en ţar fer hann fyrir armensku sveitinni.

Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Carlsen (2853) tókst ţví ekki vinna Anish Giri (2793) nú sem endranćr. Aronian er efstur međ 3 vinninga ásamt Topalov (2816). Carlsen og Giri eru í 3.-4. sćti međ 2˝ vinning.

Vert er ađ benda á góđa umfjöllum á Chess24.

Fimmta umferđ hefst nú kl. 18. Ţá teflir heimsmeistarinn viđ Wesley So, Topalov viđ Caruana (2805) og Aronian viđ Grischuk (2771). 

 

 


Tveir FIDE skákmeistarar til liđs viđ Fjölnismenn

Davíđ KjartanssonNú í ágústmánuđi hafa tveir öflugir skákmenn gengiđ til liđs viđ Skákdeild Fjölnis. Ţetta eru FIDE meistararnir Davíđ Kjartansson og Sigurbjörn Björnsson. Ađ sögn Helga Árnasonar formanns Skákdeildar Fjölnis er međ komu ţessara heiđursmanna mótađ sterkt liđ íslenskra skákmanna í kringum hina ungu og efnilegu skákmenn sem deildin hefur aliđ upp og tryggt fast sćti í deild hinna bestu. Davíđ tefldi međ Skákdeild Fjölnis í 1. deild á árunum 2007 - 2012 og tefldi m.a. á 1. borđi sveitarinnar sem nokkuđ óvćnt sigrađi á sterku Landsmóti UMFÍ áriđ 2007. Davíđ sem tefldi síđustu árin međ Víkingasveitinni ţekkir vel til skákdeildar Fjölnis og ţeirra efnilegu skákkrakka sem fyrir deildina tefla. Hann liđstýrđi skáksveitum Rimaskóla 2008 og 2012 sem báđar unnu til gullverđlauna á NM grunnskóla.

Sigurbjörn Björnsson sem gengur í rađir Fjölnismanna frá Taflfélagi Vestmannaeyja er Sigurbjörn Björnssonvel kynntur innan skákhreyfingarinnar sem öflugur skákmađur og framtakssamur skákbókasali. Hann átti einstaklega gott ár međ TV á síđasta keppnistímabili og engin vafi leikur á ađ hann muni falla vel inn í hina áhugaverđu skáksveit Fjölnis í 1. deild á komandi keppnistímabili. Ţar mun  Íslandsmeistarinn 2015, stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson, leiđa sveitina međ ţví ađ tefla ţar á 1. borđi. Skákdeild Fjölnis var stofnuđ áriđ 2004 og hefur međ hverju ári eflst jafnt og ţétt í ţađ ađ verđa ein sú öflugasta á landinu. 


Tvíburarnir tefla viđ FIDE-meistarana

Pörun ţriđju umferđar sem fram fer í kvöld liggur nú fyrir. Á efstu borđunum tefla tvíburarnir, Björn Hólm Birkisson (1907) og Bárđur Örn Birkisson (2854), viđ FIDE-meistarana Einar Hjalta Jensson (2394) og Davíđ Kjartansson (2366).

Röđunina má finna á Chess-Results.

 


Haustmót TR hefst sunnudaginn 13. september

5_haustmotidHaustmót Taflfélags Reykjavíkur 2015 hefst sunnudaginn 13. september kl.14. Mótiđ, sem er hiđ 82. í röđinni, er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótiđ er flokkaskipt og öllum opiđ.

Haustmótiđ fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa tvćr umferđir á viku. Alls eru níu umferđir í hverjum flokki. Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna flokknum er teflt eftir svissnesku kerfi.

Skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 12. september kl. 18.

Lokaumferđ fer fram föstudaginn 16. október en mótinu lýkur međ verđlaunaafhendingu sunnudaginn 18. október ţegar Hrađskákmót TR fer fram.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Ţorvarđur Fannar Ólafsson.

Skráningarform

Skráđir keppendur

Dagskrá:

 • 1. umferđ: Sunnudag 13. september kl. 14.00
 • 2. umferđ: Miđvikudag 16. september kl. 19.30
 • 3. umferđ: Sunnudag 20. september kl. 14.00
 • —Hlé vegna Íslandsmóts skákfélaga—
 • 4. umferđ: Miđvikudag 30. september kl.19.30
 • 5. umferđ: Sunnudag 4. október kl. 14.00
 • 6. umferđ: Miđvikudag 7. október kl. 19.30
 • 7. umferđ: Sunnudag 11. október kl. 14.00
 • 8. umferđ: Miđvikudag 14. október kl. 19.30
 • 9. umferđ: Föstudag 16. október. kl. 19.30

Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 100.000
2. sćti kr. 50.000
3. sćti kr. 25.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2016

Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 20.000
2.-3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2016

Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2016

Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2016

Ef lokuđum flokkum fjölgar ţá verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki. Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu. Verđi keppendur jafnir í efstu sćtum verđur peningaverđlaunum skipt en stigaútreikningur látinn ráđa lokaröđ keppenda. Taflfélag Reykjavíkur áskilur sér jafnframt rétt til ţess ađ halda eftir 25% af verđlaunafé ţeirra sem ekki mćta á verđlaunaafhendinguna.

Tímamörk:
1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik. Ađ loknum 40 leikjum bćtast viđ 15 mínútur.

Ţátttökugjöld:
3.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (5.000 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.500 kr. fyrir ađra).

Uppgjör Haustmótsins 2014


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.7.): 16
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 193
 • Frá upphafi: 8705297

Annađ

 • Innlit í dag: 14
 • Innlit sl. viku: 160
 • Gestir í dag: 11
 • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband