Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2015

Hjörvar sigurvegari áskorendaflokks - Lenka Íslandsmeistari kvenna

Hjörvar og Dagur

Hjörvar Steinn Grétarsson (2554) sigrađi í áskorendaflokki Íslandsmótsins í skák sem lauk í gćr. Hann vann Dag Ragnarssonar (2347) í lokaumferđinni. Guđmundur Gíslason (2311), sem vann Oliver Aron Jóhannesson (2212), varđ annar og fćr ţví keppnisrétt í landsliđsflokki ađ ári ásamt Hjörvari. Lenka Ptácníková (2242) varđ Íslandsmeistari kvenna.

Lenka Ptácníkóvá

Ţađ verđur ađ teljast međ nokkrum ólíkindum ađ á níu umferđa móti mćtust ekki tveir efstu menn mótsins, Hjörvar og Guđmundur. Guđmundur tefldi heldur ekki viđ Davíđ Kjartansson (2364) sem varđ ţriđji á mótinu 6,5 vinning. Ţađ var góđur endasprettur Guđmundar sem lagđi grunn af silfrinu og sćti í landsliđsflokki en hann vann ţrjár síđustu skákirnar. Toppađi á hárréttum tíma!

Elsa María Kristínardóttir (1875), sem átti afar gott mót, varđ önnur á Íslandsmóti kvenna međ 5,5 vinning. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1950) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1571) urđu jafnar í 3.-4. sćti međ 5 vinninga. Frammistađa Veroniku var afar góđ. 

Lokastađa efstu manna:

  • 1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2554) 7,5 v.
  • 2. Guđmundur Gíslason (2321) 7 v.
  • 3. Davíđ Kjartansson (2364) 6,5 v.
  • 4.-8. Lenka Ptácníková (2242), Jón Trausti Harđarson (2170), Dagur Ragnarsson (2347), Haraldur Baldursson (1971) og Stefán Bergsson (2063) 6 v.
  • 9.-11. Oliver Aron Jóhannesson (2212), Björn Hólm Birkisson (1845) og Elsa María Kristínardóttir (1875) 5,5 v.

Stađan á Íslandsmóti kvenna:

  • 1. Lenka Ptácníková (2242) 6 v.
  • 2. Elsa María Kristínardóttir (1875) 5,5 v.
  • 3.-4. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1950) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1571) og  4 v. 

Ađ lokum skulum viđ skođa hverjir hćkka mest á stigum á mótinu. 

  1. Aron Ţór Mai (+81)
  2. Björn Hólm Birkisson (+64)
  3. Andri Freyr Björgvinsson (+45)
  4. Óskar Víkingur Davíđsson (+36)
  5. Héđinn Briem (+32)
  6. Óskar Long Einarsson (+29)
  7. Stefán Bergsson (+20)
  8. Veronika Steinunn Magnúsdóttir (+17)
  9. Hjálmar Sigurvaldason (+16)
  10. Vignir Vatnar Stefánsson (+16)

 


Mariya Muzychuk heimsmeistari kvenna

Muzychuk

Úkraínska skákkonan Mariya Muzychuk varđ í gćr 15. heimsmeistari kvenna. Hún vann rússnesku skákkonuna Natalia Pogonina í úrslitaeinvígi ţeirra á milli 2,5-1,5 í Sochi í Rússlandi.

Hou Yifan, fráfarandi heimsmeistari kvenna, var ekki međal keppenda á heimsbikarmótinu ţar sem 64 skákkonur tóku ţátt. Hún á hins vegar rétt á einvígi viđ Muzychuk ţar sem hún sigrađi á Grand Prix-mótaröđinni. 

Heimasíđa einvígisins

 

 


Sune Berg Danmerkurmeistari í sjöunda sinn

Sune Berg HansenStórmeistarinn Sune Berg Hansen (2576) varđ Danmerkurmeistari í skák ţegar hann sigrađi á danska meistaramótinu í skák sem lauk í gćr. Curt Hansen (2625), átti góđa endurkomu í skákina, varđ annar međ 6 vinninga.

Ţetta er sjöundi meistaratitill Sune sem ţar međ er orđinn nćstsigursćlastur allra. Metiđ á Erik Andersen (12 titlar).

Heimasíđa mótsins


Hjörvar efstur fyrir lokaumferđina - Lenka međ vinningsforskot á Íslandsmóti kvenna

Hjörvar Steinn Grétarsson (2554) er efstur međ međ 6,5 vinning ađ lokinni áttundu umferđ áskorendaflokks Íslandsmótsins í skák sem fram fór í dag. Guđmundur Gíslason (2321) og Dagur Ragnarsson (2347), sem hefur unniđ 5 skákir í röđ eftir hörmulega byrjun, eru jafnir í 2.-3. sćti međ 6 vinninga. Lenka Ptácníková (2232), sem er í 4.-7. sćti, hefur vinnings forskot á Íslandsmóti kvenna, á Elsu Maríu Kristínardóttur (1875). 

Sú afar sérstaka stađa er á mótinu - ađ ţrír efstu menn mótsins hafa ekki mćst innbyrđis fyrir lokaumferđina. Hjörvar og Dagur tefla á morgun.

Stađa efstu manna:

  • 1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2554) 6,5 v.
  • 2.-3. Guđmundur Gíslason (2321) og Dagur Ragnarsson (2347) 6 v.
  • 4.-7. Lenka Ptácníková (2242), Davíđ Kjartansson (2364), Oliver Aron Jóhannesson (2212) og Haraldur Baldursson (1971) 5,5 v.
  • 8.-11. Jón Trausti Harđarson (2170), Gylfi Ţórhallsson (2084), Emil Sigurđarson (1922) og Stefán Bergsson (2063)

Í lokaumferđinni mćtast međal annars:

  • Hjörvar (6,5) - Dagur (6)
  • Guđmundur (6) - Oliver (5,5)
  • Lenka (5,5) - Haraldur (5,5)
  • Davíđ (5,5) - Gylfi (5)

Stađan á Íslandsmóti kvenna:

  • 1. Lenka Ptácníková (2242) 5,5 v.
  • 2. Elsa María Kristínardóttir (1875) 4,5 v.
  • 3.-4. Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1571) og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1950) 4 v. 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Huginn öruggur sigurvegari á Íslandsmóti skákfélaga en leikreglur sćta gagnrýni

Íslandsmeistarar Hugins2

Skákfélagiđ Huginn, A-sveit, vann sannfćrandi sigur á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk í Rimaskóla um síđustu helgi. Huginn hlaut 56˝ vinning af 72 mögulegum. Taflfélag Reykjavíkur varđ 2. sćti međ 55 vinninga og Taflfélag Vestmannaeyja varđ í 3. sćti međ 52˝ vinning. Ţessar sveitir höfđu umtalsverđa yfirburđi yfir önnur liđ.

Taflfélag Vestmanneyja hefur mörg undanfarin ár lent í öđru eđa ţriđja sćti keppninnar en munurinn á sveit TV og t.d. sveit Hugins núna og sigurvegurum fyrri ára virđist liggja í ţví ađ keppinautarnir hafa haft meiri breidd. Sveit Hugins tefldi fram 18 liđsmönnum á keppnistímabilinu 2014-2015 ţar af átta stórmeisturum og ţrem ţeirra vel yfir 2600 elo-stigum. Viđ ţessu er ekkert ađ segja. Leikreglurnar ađ öđru leyti teljast varla sanngjarnar, er ţá einkum litiđ til ţess ţegar öflugustu félögin eru međ tvö liđ í efstu deild. Huginn var ađ ţessu sinni eina félagiđ sem var í ađstöđu til tefla fram B-sveit. Á ţađ hefur veriđ bent ađ međalstig B-sveitar Hugins í viđureigninni viđ Taflfélag Reykjavíkur hafi veriđ 2238 elo-stig; ţegar B-sveitin mćtti A-sveit Hugins voru međalstigin dottin niđur í 1854 elo-stig.

Ţađ blasir viđ ađ breytinga er ţörf á ţessu fyrirkomulaginu; í öđrum keppnisgreinum ţekkist ţetta fyrirkomulag ekki; síđasta skráđa dćmiđ um B-liđ í alvarlegri keppni verđur mađur ađ sćkja til ársins 1968 ţegar B-liđ KR komst alla leiđ á Melavöllinn í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu.

Íslandsmót taflfélaga er eitt allsherjar gallerí af karakterum; Áskell Örn Kárason skartađi bleikum Lennon-gleraugum sem fóru honum mjög vel og Héđinn Steingrímsson kom međ sérstakan skrifstofustól til ađ sitja í. Ekkert nýtt er ađ skákmenn haldi tryggđ viđ sinn stól; stóll Fischers frá áskorendaeinvíginu viđ Tigran Petrosjan haustiđ 1971 kom nokkrum mánuđum síđar fljúgandi frá Buenos Aires til Íslands.

Aftur ađ liđunum í efstu deild: Kjarninn hjá Skákfélagi Akureyrar samstendur af liđsmönnum sem stigu sín fyrstu skref í skákinni hjá ţessu frábćra félagi. Einn ţeirra, Rúnar Sigurpálsson, lagđi í glannalega fórn í fyrstu umferđ gegn greinarhöfundi og tapađi. Í nćstu umferđ gekk betur. Hann tefldi ţá viđ portúgalska stórmeistarann Louis Galego:

Louis Galego (Víkingaklúbburinn) – Rúnar Sigurpálsson (SA)

Sikileyjarvörn

1. e4 Rf6 2. d3 d6 3. f4 g6 4. Rf3 Bg7 5. Be2 0-0 6. 0-0 c5 7. Rc3 Rc6 8. De1 Rd4 9. Bd1

Ţessa byrjun má einnig kalla hollenska vörn međ skiptum litum.

9.... Bg4 10. Rxd4 cxd4 11. Re2 Db6 12. h3 Bxe2 13. Dxe2 Rd7 14. g4 Hac8 15. h4 e6 16. h5 gxh5?! 17. gxh5?!

Peđaframrás hvíts á kóngsvćngum er ekki ýkja hćttuleg en hér átti Galego tvímćlalaust ađ leika 17. g5 og taka síđan h5-peđiđ viđ tćkifćri.

17.... h6 18. Hf2 Kh8 19. b3 Hg8 20. Df3

Ţađ er erfitt ađ andćfa á g-línunni ţegar drottningarvćngurinn situr eftir.

20.... f5 21. exf5 exf5 22. Hg2 Bf6 23. Dd5?

Hann varđ ađ leika 23. Hg6! og ţá er stađan í jafnvćgi.

23.... Hxg2+! 24. Kxg2 Db4! 25. De6 Dc3 26. Hb1 Dc6+

Rúnar nćr ađ knýja fram sigur međ nokkrum hárbeittum leikjum.

27. Kh2 Hg8 28. De2

Valdar g2-reitinn en ţessi leikur dugar skammt.

G7ATS75628. ... Re5! 29.Df1

Eđa 29. fxe5 Bxe5+ 30. Kh3 Dh1+ og mátar.

29.... Rg4+ 30. Kh3 Rf2+

– og Galego gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. mars 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


Rógvi er Fřroyameistari - hörđ barátta í Danaveldi

Rógvi Egilstoft Nielsen (2295) varđ í dag Fćreyjarmeistari í skák. Rógvi hlaut 6,5 vinning og varđ hálfum vinningi fyrir ofan bróđur sinn Högna (2373), Martin Poulsen (2274), Hans Kristian Simonsen (2128) og Eyđun Nolsoe (2194).

Mótstafla á Chess-Results.

Danska meistaramótinu lýkur á morgun. Ţar berjast Sune Berg Hansen og Curt Hansen um sigurinn. Ţeir mćtast á morgun og ţarf Curt nauđsynlega ađ sigra.

Heimasíđa mótsins

 

 

 

 


Mariya Muzychuk í forystu í heimsmeistaraeinvígi kvenna

SochiŢriđja skák heimsmeistaraeinvígis kvenna hófst fyrir skemmstu í Sochi í Rússlandi. Til úrslita tefla Mariya Muzychuk (2526), Úkraínu, og Natalija Pogonina (2456). Keppnin hófst í mars og hófu 64 skákkonur keppni. Stađan nú er 1,5-0,5 Muzychuk í vil. 

Ţriđja skákin er núna í gangi og hefur sú úkraínska hvítt.

 


Lenka, Oliver og Hjörvar efst í áskorendaflokki

Lenka Ptácníková (2242), Oliver Aron Jóhannesson (2212) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2554) eru efst og jöfn međ 5,5 vinning ađ lokinni sjöttu og sjöundu umferđ áskorendaflokks Íslandsmótsins sem fram fóru í gćr á löngum föstudegi. Lenka gerđi jafntefli viđ Hjörvar en Oliver Aron vann Davíđ Kjartansson (2364).

Nokkuđ var um óvćnt úrslit í gćr. Í sjöttu umferđ gerđi  Vignir Vatnar Stefánsson (1909) jafntefli viđ Guđmund Gíslason (2321) og Alex Sigurđarson (1348) vann Ingvar Örn Birgisson (1887).

Í ţeirri sjöundu gerđu Lenka og Hjörvar jafntefli og Oliver vann Davíđ eins og áđur hefur komiđ fram. Óskar Long Einarsson (1574) gerđi jafntefli viđ Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1950) og Héđinn Briem (1462) vann Bárđ Örn Birkisson (1839). 

Stađa efstu manna:

  • 1.-3. Lenka Ptácníková (2242), Oliver Aron Jóhannesson (2212) og Hjörvar Steinn Grétarsson (1554) 5,5 v.
  • 4.-6. Gylfi Ţórhallsson (2084), Guđmundur Gíslason (2321) og Dagur Ragnarsson (2347) 5 v.
  • 7.-10. Davíđ Kjartansson (2364), Jón Árni Jónsson (2084), Eiríkur Kolbeinn Björnsson (1961) og Haraldur Baldursson (1971)

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ sem hefst kl. 14 mćtast međal annars:

  • Oliver (5,5) - Hjörvar (5,5)
  • Dagur (5) - Lenka (5,5)
  • Gylfi (5) - Guđmundur (5)
  • Jón Árni (4,5) - Davíđ (4,5)
  • Haraldur (4,5) - Eiríkur (4,5)

Stađan á Íslandsmóti kvenna:

  • 1. Lenka Ptácníková (2242) 5,5 v.
  • 2. Elsa María Kristínardóttir (1875) 4 v.
  • 3. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1950) 3,5 v.
  • 4. Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1571) 3 v.

Lokastađa efstu manna í opnum flokki:

  • 1. Stefán Orri Davíđsson (1038) 6 v.
  • 2. Hjörtur Kristjánsson 4,5 v.
  • 3.-5. Freyja Birkisdóttir (1000), Birkir Ísask Jóhannsson og Alexander Már Bjarnţórssoson (1000) 4.

 


Riddarinn: Páskamótiđ - Jón Ţorvaldsson vann međ sitjandi sćld

Jón ŢorvaldssonHinir sókndjörfu riddarar reitađa borđsins sem storkuđu örlögum sínum á hvítum reitum og svörtum í Vonarhöfn á miđvikudaginn var, vonglađir í von um vinning eđa annars konar glađning, fóru ekki bónleiđir til búđar. Margir uppskáru sćta sigra og sumir páskanamm í verđlaun eđa í kaupbćti.

Tveir tugir vasklegra eldri skákmanna voru ţar mćttir til ađ vegast á til ađ láta ljós sitt sína og beita hverja ađra lúmskum bellibrögđum ađ fremsta mćtti. Sjaldan hefur vopnaskakiđ ţar glumiđ jafn hátt og veriđ eins jafnt alveg niđur í 18. sćti.

Jón Ţorvaldsson „Huginsdalakappi“ stóđst ekki mátiđ og var ţađ mćttur galvaskur og gaf hvorki griđ né friđ en geystist fram og hjó sér liđ. Hann gerđi sér lítiđ fyrir og vann mótiđ međ sitjandi sćld í hans fyrsta móti í 60+ ţyngdarflokki. Varđ ţó ađ sjá af tveimur vinningum međ trega í annarra hendur en ţó međ bros á vör. Ţór Valtýs lenti í öđru sćti, síđan Jón Ţ. Ţór og fleiri valinkunnir kappar og fyrrverandi sigurvegarar í halarófu.Riddarar reitađa borđsins -ese

Sumir teflenda fengu ţarna útrás fyrir innibyrđa veđurgremjuskapröskun einkum ţeir sem er fariđ ađ lengja mjög eftir vorinu og geta vart á heilum sér tekiđ nema tappa henni af yfir tafli dag eftir dag, núna ţriđja daginn í röđ. Guđfinnur, Páll, Einar og Friđgeir međ 34 skákir á ţremur dögum, sem milda vandann en leysa hann ekki ađ fullu fyrr en voriđ kemur međ blóm í haga.

Nánari úrslit má sjá á međf. mótstöflu hér ađ neđan. Önnur rimma á sama stađ og tíma í nćstu viku og svo alla miđvikudaga sem eftirlifir ársins. Muniđ ađ mćta.   

RIDDARINN PÁSKAR 2015-001


Skákdeild KR - Gunnar Freyr vígreifur sigurvegari í Gunnaslag

ţrír Gunnarar á palli

Ţađ var ţröng á ţingi KR-heimilinu sl. mánudag ţegar ţar var blásiđ í herlúđra í svokölluđum „Gunnaslag“ ţar sem  6 garplegir og geigvćnlegir Gunnarar voru mćttir herskáir til tafls, gráir og rauđir fyrir járnum.  Sumir komnir um langan veg til ađ ögra sjálfum sér og öđrum ţátttakendum í Páskamóti KR ţar sem á annan tug  skákgeggjara reyndu međ sér í mannauđsstjórnun á skákborđinu og börđust um páskanammi.  

Hart barist-001

Ţetta voru ţeir: Gunnar Björnsson, Gunnar I. Birgisson, Gunnar Kr. Gunnarsson, Gunnar Skarphéđinsson, Gunnar Finnsson og  Gunnar Freyr Rúnarsson, víkingakappi, allt valinkunnir meistarar og alkunnir bragđarefir á skákborđinu.

SEX VASKIR GUNNARAR

Víkingurinn vaski  Gunnar Freyr átti afar sterka innkomu eftir ađ hafa tafist og tapađ fyrstu skákinni án taflmennsku. Hann gerđi sér samt  lítiđ fyrir og vann mótiđ sannfćrandi međ 1.5 vinningi umfram nćsta mann. Fékk alls 10.5 vinning af 13 (12) mögulegum. Gunni Björns hjó af honum einn vinning og Gunni Gunn hálfan. Fimm Gunnarar af sex skipuđu sér í sjö efstu sćtin ásamt Gussa hinum grimma sem jafnframt var sá sem náđi bestum árangri gegn ţeim međ ţví ađ leggja tvo ţeirra af velli af alkunnri vestfirskri snilld.  

Ţessi nýstárlega keppni hefur vakiđ nokkra athygli á sérstakri lokađri mótasíđu á „feisbúkk“, sem allir skákáhugamenn geta fengiđ ađgang ađ, enda ekki á hverjum degi sem svo margir nafnkunnir nafnar og skákhrafnar reyna međ sér innbyrđis og ađ öđrum keppendum sé att gegn ţeim og verđlaunađir sérstaklega fyrir ađ vinna ţeim mein, gera ţeim sem mestar skráveifur á skákborđinu.

Segja má ađ allir keppendur hafi gengiđ vasklega fram og af miklum rammleik og ađ mikil óbeisluđ orka hafi leyst úr lćđingi sem vert hefđi veriđ ađ virkja utan Rammaáćtlunnar međan á mótinu stóđ án ţess ţó ađ allir vinningarnir skiluđu sér ţó í réttar hendur eins og gengur.

Nánari úrslit má sjá á međf. mótstöflu:

mótstafla


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 8779281

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband