Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2015
13.4.2015 | 21:47
Skákmeistari Georgíu uppvís ađ svindli
Svindlatvik kom upp í Dubai Open fyrir skemmstu. Skákmeistari Georgíu tveggja síđustu ára,Gaioz Nigalidze, var uppvís ađ svindli. Hann stundađi klósettferđir stíft og varđ andstćđingur hans, armenski stórmeistarinn, Tigran Petrosian, var viđ ţađ ađ hann fór ávallt á sama salerniđ jafnvel ţótt önnur vćru laus og tilkynnir skákstjóra sem kannar máliđ.
Í ljós kom ţar sími Nigalidze falinn vafinn inn í salernispappír. Nigalidze neitađi ađ eiga símann en í ljós kom ađ síminn var innskráđur á hans nafn og einnig ađ stađan í skák hans var í tölvureikningi.
Á heimasíđu mótsins segir svo frá:
International Arbiter (IA) Mahdi Abdul Rahim, the tournaments chief arbiter, said Petrosian had earlier informed tournament officials of his suspicion that Nigalidze was getting help from a chess computer through a portable electronic device during the game, as the Armenian noticed the Georgian was oddly frequenting the toilet after each move during a crucial part of the game.
When the officials initially checked Nigalidze, they did not find any device with him. Tournament Director and Chief Arbiter suspected he is using the same cubicle . When they checked the cubicle in question, they found a mobile phone and a headset hidden behind the pan and covered with toilet paper. When confronted, Nigalidze denied he owned the device, but officials opened the smart phone and found it was logged into a social networking site under Nigalidzes account. They also found his game being analyzed in one of the chess applications.
Nigalidze var vísađ úr mótinu međ skömm og getur átt á von á löngu banni frá skákmótinu frá FIDE fyrir utan allan mannorđsmissi.
Afleiđingin ađ ţessu gćti veriđ ađ allt eftirlit međ skákmönnum verđi mjög hert á komandi misserum.
Nánar á Chess24.
13.4.2015 | 21:26
Fjórđa mótiđ í Bikarsyrpu T.R. hefst föstudaginn 1. maí
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 1999 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.
Fjórđa mótiđ í syrpunni hefst föstudaginn 1. maí og stendur til sunnudagsins 3. maí. Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.
Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar Taflfélagsins (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á alvöru mótum mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.
Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.
Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (1. maí)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (2. maí)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (2. maí)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (3. maí)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi (3. maí). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).
Sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar var TR-ingurinn Mykhaylo Kravchuk, TR-ingurinn Aron Ţór Mai sigrađi á öđru mótinu og á ţví ţriđja sigrađi Fjölnisdrengurinn Jóhann Arnar Finnsson.
Skráning fer fram hér.
Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins! Skráđir keppendur.
Bikarsyrpan samanstendur af fjórum mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju móti, en auk ţess verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum.
Hlökkum til ađ sjá ykkur!
Spil og leikir | Breytt 14.4.2015 kl. 09:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2015 | 17:47
Skákstjórar í brennidepli: Svindl og umdeildir úrskurđir
Umdeild atvik hafa átt sér stađ viđ skákborđiđ undanfariđ sem vakiđ hafa mikla athygli. Hćst ber auđvitađ So-máliđ ţar sem dćmt var tap á Wesley So eftir sex leiki fyrir ađ hafa skrifađ athugasemdir á blađ sem hann hafđi međferđis. Sjá nánar á Chess24.
Ţykir mjög strangur og umdeildur dómur ţótt um ţađ sé ekki deilt ađ ţađ hafi veriđ réttur skákstjóra ađ dćma svo. Skákstjórinn hafđi reyndar einnig val um ađ beita vćgari refsingum.
Georgískur svindlari var klófestur í Dubai og tap dćmt á keppenda á Aero-flot mótinu fyrir ađ skrifa niđur leiki fyrirfram.
Ítarlega er fjallađ um ţetta á Chess24 en hér ađ neđan má finna stutta samantekt um So-máliđ. Fjallađ verđur um hin málin fljótlega.
--------------
Wesley So kom sterkur til baka eftir tapiđ umdeilda gegn Akobian og vann Gata Kamsky örugglega međ svörtu.
So útskýrir hegđun sína svo:
I wrote something beside my scoresheet on a piece of paper just to focus during the game, which was a reminder for me to play hard but apparently the rules don't allow it so I lost the game yesterday.
According to the arbiter he had warned you about it before...
I wrote it on my scoresheet before. He told me you can only write draw offers or the times or the results on the scoresheet, so I brought a piece of paper with me this time, but my logic didn't work out.
Síđar gagnrýnir So andstćđing sinn og landsliđsfélaga:
So you have one more game to play. What do you have to play for now in the last round?
To try to win. I can understand Var [Varuzhan Akobian] for not wanting to play against me.....
You mentioned Var. He says you guys are friends and the opportunity to play you doesn't come every day. Do you think he didn't want to play you?
Well obviously he wanted a free point.
You think he just wanted the free point?
Yes.
Wow, that's a big claim. He said you guys are teammates and friends.
Well we were. But yes, I guess you've just got to abide by the rules.
Hikaru Nakamura lét í sér heyra á Twitter og vandađi landsliđsfélaga sínum ekki kveđjurnar.
Very shameful and disrespectful comments by So about Varuzhan Akobian. Blame everyone except yourself for breaking the rules.
Hikaru Nakamura (@GMHikaru) April 11, 2015
Ritstjóri kannast viđ Wesley So sem er viđ öll viđkynni ákaflega ţćgilegur í allri umgengi og var t.a.m. fyrirmyndarkeppandi á Reykjavíkurskákmótinu 2013. Umdeildanlegt er hvort ţađ sama eigi um Nakamura.
Skák.is mun fjalla nánar um hin málin fljótlega.
13.4.2015 | 15:17
Minningarmót Ţorsteins Guđlaugssonar fer fram á morgun
Á morgun ţriđjudag tefla Ásar í minningu Ţorsteins Guđlaugssonar. Mótiđ hefst Kl. 13.00 í Stangarhyl 4. Allir karlar 60 + velkomnir og allar konur 50 + velkomnar. Tefldar verđa 9-10 umferđir međ 10 mín. umhugsun.
12.4.2015 | 15:00
Almar Máni kjördćmismeistari Suđurlands í yngri flokki
Kjördćmismót Suđurlands í skólaskák fór fram í Fischersetrinu föstudaginn 10.apríl kl.15. 13 keppendur tóku ţátt í yngri flokk (1-7 bekkur) úr 4 skólum. Enginn keppandi keppti í eldri flokk. Tefldar voru 6 umferđir međ 15.min umhugsunartíma.
Í fjórum efstu sćtunum urđu:
- Heiđar Óli Guđmundsson - Helluskóli - 5 vinningar.
- Almar Máni Ţorsteinsson - Helluskóli - 5 vinningar.
- Katla Torfadóttir - Helluskóli - 4 vinningar
- Martin Srichakham - Helluskóli - 4 vinningar.
Smelltu hér til ađ skođa nákvćm úrslit.
Keppendur úr Grunnskólanum Hellu og Flóaskóla settu mestan svip á keppnina.
Almar vann Heiđar í úrslitaskák og er ţví kjördćmameistari Suđurlands 2015. Almar og Heiđar verđa fulltrúar Suđurlands í yngri flokki í Landsmótinu í skólaskák sem fer fram á Selfossi 30. apríl - 3 maí n.k. Sem fyrr segir settu krakkar úr Flóaskóla einnig sterkan svip á keppnia og greinilega mikil efni ţar á ferđ.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2015 | 13:00
KR & Gallerý Skák: Árdegismótiđ - Birgir Berndsen efstur
Í gćrmorgun eins og ávallt á laugardögum var efnt til ćfingamóts í KR-heimilinu fyrir árrisula ástríđukákmenn sem vildu hrista af sér sleniđ og undirgangast skák- og veđurgremjuskapröskunarţerapý til ađ létta ţeim lund. Veđriđ var líka ţannig ađ ekki veitti af.
Sumir telja ađ ţeir sem haldnir eru skákáráttu eyđi of miklum tíma í ađ tefla í stađ ţess ađ afla tekna til heimilisins, en gleyma ţví ţá ađ sumar eiginkonur eru haldnar viđţolslausri moll-búđarráps-áráttuhegđun sem er mun skćđari og skađlegri heimilisbúskapnum ţegar til lengdar lćtur og á allt er litiđ. Sigurvegarinn í dag kom klakabrynjađur inn úr kuldanum og fann sig vel eftir honum fór ađ hitna í hamsi. Björgvin varđ ađ hverfa á braut eftir ţrjár skákir unnar.
Eins og sjá má á mótstöflunni hér ađ neđan var ţátttaka góđ ţó ekki sé sýndur árangur ţeirra sem fengu minna. Gott ađ tvíklikka á myndir og töflur til ađ fá ţćr skýrari.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2015 | 11:05
Gríđarlega fjölmennt Skólameistaramót Kópavogs
Gríđarlega fjölmennt Skólameistaramót Kópavogs fór fram í Stúkunni föstudaginn 10. apríl. Teflt var í allmörgum flokkum. Úrslit í einstökum flokkum urđu sem hér segir:
8.-10. bekkur
- Dawid Kolka 7,5 v. af 8
- Björn Hólm Birkisson 7 v.
- Bárđur Örn Birkisson 6,5 v.
- Viktor Andri Henrikssen 5,5
- Felix Steinţórsson 5,5 v.
Lokaöstđuna má finna á Chess-Results.
Fimm efstu menn mótsins fá keppnisrétt á Kjördćmismóti Reykjaness í eldri flokki em fram fer 16. apríl nk.
3.-7. bekkur
- Vignir Vatnar Stefánsson 8,5 v. af9
- Róbert Luu 7 v.
- Halldór Atli Kristjánsson 7 v.
- Nikulás Ýmir Valgeirsson 6,5 v.
- Sindri Snćr Kristófersson 6,5 v.
Lokastöđuna má finna á međfylgjandi PDF-viđhengi. Fimm efstu mótsins fá keppnisrétt á Kjördćmismótinu í yngri flokki.
Röđ efstu stúlkna var sem hér segir:
- 1. Rakel Tinna Gunlagusdóttir 5 v.
- 2. Ásgerđur Júlía Gunnarsdóttir 5 v.
- 3.-4. Freyja Birkisdóttir og Ţórdís Agla Jóhannsdóttir 4 v.
Lokastađa efstu manna í flokki keppenda í 2. bekk
- Snorri Sveinn Lund 5 v.
- Gunnar Erik Guđmundsson 4 v.
- Rayan Sharifa 4 v.
- Ásgeir Bragi Baldursson
- Sigurđur Sveinn Guđjónsson 4v.
Sjá nánar á Chess-Results.
Lokastađa efstu manna í flokki keppenda í 1. bekk
- Andri Hrannar Elvarsson 5 v.
- Bjarki Steinn Guđlaugsson 4 v.
- Stefán Breki Guđmundsson 3,5 v.
- Edith Kristín Kristjánsdóttir 3,5 v.
- Tómas Möller 3 v.
Sjá nánar í Chess-Results.
Myndaalbúm (Tómas Rasmus og fleiri)
Spil og leikir | Breytt 13.4.2015 kl. 20:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Lenka efst í áskorendaflokki Íslandsmótsins
Lenka Ptacnikova er efst í áskorendaflokki á Skákţingi Íslands ţegar fjórar umferđir hafa veriđ tefldar. Hún vann Oliver Aron Jóhannesson í 4. umferđ sem tefld var á ţriđjudagskvöldiđ og hefur ţegar ţetta er ritađ vinnings forskot á nćstu menn. Áskorendaflokkurinn gefur tvö sćti til ţátttöku í landsliđsflokki ađ ári en landsliđsflokkurinn 2015 fer fram í Hörpunni í lok maí nk. Međal keppenda í áskorendaflokknum er stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson. Ţađ er í sjálfu sér ekki eftir neinu ađ slćgjast fyrir hann ţar sem hann hefur öll réttindi hvađ varđar landsliđsflokkinn. Hjörvar hefur áđur kosiđ ađ tefla í ţessum flokki til ađ halda sér í ćfingu og margir af efnilegustu skákmönnum okkar fá nú tćkifćri til ađ tefla kappskák viđ öflugan stórmeistara. Einn ţeirra, Bárđur Örn Birkisson, gerđi jafntefli viđ Hjörvar Stein í fyrstu umferđ og var raunar lengst af međ unniđ tafl eftir ađ hafa snúiđ á Hjörvar í miđtaflinu. Bárđur tefldi skínandi vel en stigamunur á ţessum tveimur er meiri en 700 elo-stig en Hjörvar mun ef ađ líkum lćtur láta ađ sér kveđa á lokasprettinum. Stađa efstu manna:
1. Lenka Ptacnikova 4 v. (af 4) 2.-3. Jón Trausti Harđarson og Davíđ Kjartansson 3 ˝ v. 4. Oliver Aron Jóhannesson, Guđmundur Gíslason, Gylfi Ţórhallsson, Emil Sigurđsson og Hjörvar Steinn Grétarsson 3 v.
Í opna flokknum eru ţrír skákmenn efstir en ţađ eru Ýmir Nikulás Valgeirsson, Birkir Ísak Jóhannsson og Stefán Orri Davíđsson sem er ađeins átta ára gamall. Eftir ţessa miklu skáktörn kemur smá hlé en fjölmörg verkefni bíđa vorsins og seinni helming ţessa árs og ber ţar vitaskuld hćst Evrópumót landsliđa sem fram fer í Reykjavík í nóvember. Heimsmeistaramót ungmenna fer fram í Grikklandi í október og Evrópumót ungmenna í Króatíu í september. Ekki er von á öđru en íslensk ungmenni stefni á ţessi mót og ţá einkum á ţađ fyrrnefnda en í 3. umferđ mćttust ţessi tvö sem ţegar hafa öđlast nokkra reynslu á alţjóđlegum vettvangi:
Skákţing Íslands; 3. umferđ:
Tinna Kristín Finnbogadóttir Dawid Kolka
Caro-Kann vörn
1. e4 c6 2. d3 d5 3. Rd2 e5 4. Rgf3 Bd6 5. d4 exd4 6. exd5 cxd5 7. Bb5+ Rc6 8. O-O Re7 9. Rxd4 O-O 10. R2f3
Ţessi stađa hefur margsinnis komiđ upp í Tartakower-afbrigđi frönsku varnarinnar munurinn er hinsvegar sá ađ hvítur á yfirleitt leik!
10. ... Bg4 11. Rxc6 bxc6 12. Bd3 Dc7!?
Ţađ kann ađ vera ađ ţessi leikur sem hótar 13. ... Bxh2+ sé byggđur á yfirsjón en ţó hvítur vinni nú peđ hefur svartur gott spil fyrir ţađ.
13. Bxh7+ Kh8 14. Dd4! Dd7
14. .... Bxf3 strandađi á 15. Dh4! sem vinnur.
15. Bd3 c5 16. De3 d4
Betra var 16. ...c4 og síđan Hfe8.
17. De4?!
Tinna átti 17. Dg5! en ţá hefur svartur engar bćtur fyrir peđiđ.
17. ... f5 18. De2 Hae8 19. Bb5 Rc6 20. Dd1 Db7! 21. Ba4 He6?!
Missir af 21. .... Re5 sem vinnur ţví eftir 22. Bxe8 Bxf3 23. gxf3 Rxf3+ 24. Kh1 Hxe7 er hvítur nánast leiklaus.
22. h3 Bh5 23. Bxc6 Dxc6 24. Rxd4 De8 25. g4?
Opnar of mikiđ á kóngsstöđuna. Hćgt var ađ leika 25. Rf3 og varnir hvíts halda.
25. ... Bxg4 26. hxg4 cxd4 27. g5 f4! 28. Dg4 f3 29. Bd2 Dg6 30. Dh3+ Kg8 31. Hae1 Be5! 32. c3 Hf5! 33. cxd4
33. ... Hxg5+! 34. Bxg5 Dxg5+ 35. Kh1 Hh6
- og hvítur gafst upp enda blasir mátiđ viđ.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 4. apríl 2015.
Spil og leikir | Breytt 6.4.2015 kl. 12:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2015 | 10:13
Yfirlit yfir íslenska titilhafa
Á heimasíđu Skáksambands Íslands hefur veriđ útbúiđ yfirlit yfir íslenska titilhafa. Ţar má finna yfirlit yfir stórmeistara, alţjóđlega meistara og FIDE-meistara og einnig yfirlit yfir ţá sem hafa alţjóđlegar gráđur frá FIDE sem skákdómarar, ţjálfarar og mótshaldarar.
Eitthvađ vantar af ártölum varđandi FIDE-meistara og skákdómara.
Yfirlitiđ má nálgast hér.
Athugasemdir og ábendingar má senda í netfangiđ gunnar@skaksamband.is.
10.4.2015 | 17:13
KR & Gallerý Skák: Árdegismót í vesturbćnum
Í fyrramáliđ sem endranćr á laugardagsmorgnum verđur efnt til ćfingamóts í Skálkaskjóli, skáksalnum í KR-heimilinu, fyrir árrisula ástríđuskákmenn sem vilja hrista af sér sleniđ eftir sundsprett í Vesturbćjarlauginni eđa einfaldlega bara til slaka á klónni fyrir helgina eđa fá útrás fyrir áunna veđurgremjuröskun.
Mótiđ sem er öllum opiđ hefst kl. 11 og tefldar verđa 9 umferđir međ 7 mín. umhugsunartíma.
Heitt verđur á könnunni.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 1
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 8779279
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar