Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2015

Carlsen efstur í Shamkir

Magnus Carlsen (2863) er efstur á minningarmótinu um Gashimov eftir sigur á Maxime Vachier-Lagrave (2762) í dag. MVL kom heimsmeistaranum strax á óvart í öđrum leik (1. Rf3 Rf6. 2. g3 b5!). Ţađ dugđi ţó skammt ţví Norđmađurinn vann nokkuđ öruggan sigur.

Vishy Anand (2791) vann góđan sigur á Wesley So (2788) međ afar kröftugri taflmennsku. Mamedyarov (2754) vann svo Kramnik (2783).

Carlsen er efstur međ 4,5 vinning, So annar međ 4 vinninga og Anand ţriđji međ 3 vinninga. Mamedyarov og og Kramnik koma nćstir međ 2,5 vinning.

Frídagur er á morgun. 

Vert er ađ benda skákáhugamönnum á hópinn "Íslenskir skákmenn" á Facebook en ţar eru skákirnar rćddar á međan ţćr fara fram. Fjörlegar og skemmtilegar umrćđur!


Íslandsmót grunnskólasveita: Rimaskóli Íslandsmeistari

IMG 6690

Sjaldan eđa aldrei hefur veriđ jafn gríđarlega mikil spenna á Íslandsmóti grunnskólasveita og liđna helgi. Rúmlega ţrjátíu sveitir voru mćttar til leiks. Nokkrar ţeirra voru afar vel mannađar og meiri breidd greinilega ríkjandi í skólaskákinni en oft áđur: Álfhólsskóli hefur veriđ sigursćll á undanförnum árum og sveit skólans sem varđ Íslandsmeistari barnaskólasveita fyrst áriđ 2013 var nú sameinuđ á unglingastigi. Ölduselsskóli er afar efnileg sveit sem hefur náđ góđum árangri undanfarin ár. Hörđuvallaskóli hefur Vigni Vatnar á fyrsta borđi og annar skóli úr Kópavogi, Smáraskóli,  er afar sterkur međ tvíburana Bárđ Örn og Björn Hólm á fyrstu tveimur borđunum. Laugalćkjarskóli hefur sennilega á ađ skipa virkustu ungu skákmönnum landsins sem tefla nokkurn veginn á öllum mótum og hafa veriđ í mikilli framför ţó ekki hafi ţeir teflt af alvöru í mörg ár. Ţá á eftir ađ telja upp sveit Rimaskóla sem var ekki endilega sigurstrangleg fyrir mótiđ ţar sem sveitin hefur endurnýjast gríđarlega mikiđ á síđustu árum eftir ađ Dagur Ragnarsson, Oliver Aron og Jón Trausti Harđarson kláruđu grunnskóla.

IMG 6663

Í fyrstu umferđ mćttust tvćr af sterkustu sveitunum: Rimaskóli og Álfhólsskóli. Álfhólsskóli fór međ nokkuđ ţćgilegan 3-1 sigur af hólmi. Í annarri umferđ skildu Smáraskóli og Álfhólsskóli jafnir ţar sem tvíburarnir stóđu fyrir sínu. Í ţriđju umferđ tefldu tvćr af efnilegustu sveitum landsins ţegar Hörđuvallaskóli lagđi Ölduselsskóla 2.5- 1.5. Leiddir áfram af Vigni Vatnari sýndi Hörđuvellingar piltunum úr Laugarlćk engin griđ í fjórđu umferđ og komust á toppinn međ 3-1 sigri. Á međan vann Rimaskóli góđan sigur á Smáraskóla 3-1. Í fimmtu ferđ hélt spútnikliđ Hörđuvallaskóla áfram á sinni fljúgandi siglingu og lagđi b-sveit Álfhólsskóla. A-sveit skólans hafđi í síđustu umferđum unniđ stóra sigra og komin ofarlega en missti niđur 2 vinninga gegn Laugalćkjarskóla eftir ađ stöđurnar gáfu um tíma til kynna ađ 4-0 sigur myndi vinnast.

IMG 6645

Stađan eftir fyrri dag var ţví ţannig ađ sveit Hörđuvallaskóla var óvćnt efst en međ nauma forystu og átti eftir ađ tefla viđ sterkar sveitir.  Nokkrar sterkar sveitir komu skammt undan og ţví ljóst ađ spennan á seinni deginum yrđi gríđarleg.

Teningunum var kastađ í sjöttu umferđ: Rimaskóli skellti Hörđuvallaskóla 3-1 og Álfhólsskóli sigrađi b-sveit sína örugglega 4-0: einvígi var framundan milli Rimaskóla og Álfhólsskóla. Í sjöundu og áttundu umferđ fengu báđar sveitirnar samtals sjö vinninga af átta og voru hnífjafnar fyrir síđustu umferđ međ 25.5 vinning!

IMG 6646

Rimaskóli átti Salaskóla og Álfhólsskóli tefldi gegn sveit Ölduselsskóla. Sannarlega erfiđara hlutskipti sem Álfhólsskóli fékk enda sveit Ölduselsskóla sennilegasta efnilegasta sveit landsins međ brćđurna Óskar Víking og Stefán Orra Davíđssyni sem eru einungis í 4. og 5. bekk. Fór svo ađ Álfhólsskóli missti niđur vinning á međan Rimaskóli smám saman mjatlađi niđur vinninga inn gegn Salaskóla. Ađ lokum samdi Jóhann Arnar Finnsson annars borđs mađur Rimaskóla jafntefli í mun betri stöđu og tryggđi ţannig Rimskćlingum titilinn sjónarmun og hálfum vinningi á undan Álfhólsskóla. Sannarlega ćsispennandi keppni og ađdáunarvert ađ fylgjast međ efnilegum skákmönnum sveitanna leggja allt undir fyrir heiđur sinna skóla. Glćsilegur árangur hjá Rimaskóla sem vann nú titilinn fimmta áriđ í röđ! Ţriđja sćtinu náđi vösk sveit Laugalćkjarskóla sem verđur spennandi ađ fylgjast međ á nćstu árum enda á sveitin eftir ađ haldast óbreytt nćstu 2-3 árin.

Lokastöđuna má finna á Chess-Results.

Sveit Rimaskóla skipa: Nansý Davíđsdóttir, Jóhann Arnar Finnsson, Kristófer Jóel Jóhannsson, Joshua Davíđsson og Kristófer Halldór Kjartansson. Liđsstjóri Jón Trausti Harđarson.

IMG 6681

Sveit Álfhólsskóla skipa: Dawid Kolka, Felix Steinţórsson, Róbert Luu, Guđmundar Agnar Bragason og Halldór Atli Kristjánsson. Liđsstjóri Lenka Ptacnikova.

IMG 6679

Sveit Laugalćkjarskóla skipa: Aron Ţór Mai, Daníel Ernir Njarđarson, Jón Ţór Lemery, Eldar Sigurđarson, Jason Gíslason og Alexander Sigurđarson. Liđsstjóri Dađi Ómarsson.

Borđaverđlaun

IMG 6676

  1. Vignir Vatnar Stefánsson Hörđuvallaskóla 9v/9!
  2. Bárđur Örn Birkisson 8v/9
  3. Kristófer Jóel Jóhannsson 7.5v/8
  4. Atli Mar Baldursson 7v/9

Salaskóli náđi eins og oft áđur góđum árangri sem sýnir enn og aftur ţađ góđa starf sem Tómas Rasmus vinnur í skólanum.

Efst b-sveita Álfhólsskóli.

Efst c-sveita Rimaskóla.

Efst d-g sveita Salaskóli.

Skákstjórar voru Omar Salama og Stefán Bergsson.


Wesley So efstur á minningarmóti Gashimovs

Wesley So (2788) virđist vera sjóđheitur um ţessar mundir. Hann er efstur á minningarmótinu um Gashimov sem er í gangi í Shamkir í Aserbaídsjan. Í dag vann hann Rauf Mamedauf (2651) en öđrum skákum lauk međ jafntefli. So hefur 3˝ vinning og hefur hálf vinnings forskot á heimsmeistarann Magnus Carlsen (2863). Ţriđji er Vladimir Kramnik (2783) međ 2˝ vinning.

Fimmta umferđ hefst kl. 10 í fyrramáliđ. Ţá teflir So viđ Anand (2791), Carlsen viđ MVL (2762). 

Vert er ađ benda skákáhugamönnum á hópinn "Íslenskir skákmenn" á Facebook en ţar eru skákirnar rćddar á međan ţćr fara fram. Fjörlegar og skemmtielgar umrćđur!


Íslandsmót barnaskólasveita fer fram nćstu helgi

Íslandsmót barnaskólasveita 2015 fer fram í Rimaskóla dagana 25. og 26. apríl nk. 

Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Fimm á laugardegi,og fjórar á sunnudegi Umhugsunartími 15 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Tafliđ hefst kl. 13 á laugardeginum en kl. 11 á sunnudeginum.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1.-7. bekkjar (auk 4 varamanna)

Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit.  Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verđlaunum fyrir efstu sveitina sem er einungis skipuđ nemendum í 1.-4. bekk.

Veitt verđa borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi. 

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í Danmörku í september nćstkomandi.  

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst).

Skráningu skal lokiđ í í síđasta lagi 23. apríl

Hćgt er ađ fylgjast međ ţegar skráđum sveitum hér.

Ath. Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.

 


Guđmundur endađi međ 50% vinningshlutfall

77_vordemPrinzenAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2471) endađi međ 50% vinningshlutfall á alţjóđlegu móti sem lauk í gćr í Ströbeck í Ţýskalandi. Mótiđ var ađ miklu leyti ćtlađ ungum og efnilegum skákmönnum. 

Frammistađa Guđmundar samsvarađi 2495 skákstigum og koma í hús fyrir Guđmund ţrjú mikilvćg skákstig á vegferđinni upp í 2500 skákstig. 

Sigurvegari mótsins var pólski stórmeistarinn Kacper Piorun (2546) en stórmeistararnir fjórir röđuđu sér í efstu sćtin. Guđmundur var efstur alţjóđlegu meistaranna í 5.-6. sćti ásamt Ţjóđverjanum Rasmus Svane (2513).

Tíu keppendur tefldu á mótinu og tefldu allir viđ alla. Međalstig mótsins voru 2492 og var Guđmundur nr. 6 í stigaröđ keppenda.


Sumarskákmót Fjölnis 2015 verđur haldiđ í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta

Hiđ árlega sumarskákmót Fjölnis verđur haldiđ í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta, n.k. frá kl. 14:00 - 16:00. Sumarskákmótiđ er ađ ţessu sinni hluti af dagskrá Barnamenningarhátíđar Reykjavíkur og einnig á dagskrá hverfishátíđar Grafravogs sem ađ vanda er haldin í Rimaskóla. 

Mótiđ hefst eins og áđur segir í Rimaskóla kl. 14.00 og ţví lýkur rúmlega 16:00 međ verđlaunahátíđ ţar sem afhentir verđa ţrír verđlaunagripir sem Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur til mótsins. Bikarana hljóta sigurvegari eldri flokks 1999-2003, sigurvegari yngri flokks og sigurvegari stúlkna. 

Ađ vanda eru ótrúlega margir vinningar á skákmótum Fjölnis og nú eru ţađ 20 bíómiđar á SAMbíó - Egilshöll sem dreifast á 20 ţátttakendur. Í skákhléi verđa seldar veitingar á 300 kr.  

Mótiđ er ćtlađ nemendum grunnskóla og er ţátttaka ókeypis. Tefldar verđa sex umferđir međ sex mínútna umhugsunartíma. Skákstjórar verđa ţeir Omar Salama alţjóđlegur skákdómari og Helgi Árnason formađur Skákdeildar Fjölnis. Fjölmennum á skákmót Fjölnis


Skákţáttur Morgunblađsins: Hjörvar Steinn vann áskorendaflokk Íslandsmótsins

Hjörvar og DagurDanski stórmeistarinn Bent Larsen á eina skákbyrjun sem ber nafn hans: Larsens-byrjun hefst međ hinum hógvćra peđsleik 1. b2-b3. Leikurinn einn sér er í sjálfu sér ekki merkilegur, hvítur vill koma biskupinum fyrir á hornalínunni og ţeir sem fylgdust međ taflmennsku Larsens á sjöunda áratug síđustu aldar vissu ađ hann sérhćfđi sig í vćngtöflum og spegilmynd ţessa leiks á kóngsvćngnum, 1. g2-g3, kom einnig fyrir í skákum hans. Áriđ 1970 tefldi Larsen eina sína frćgustu skák. Á 1. borđi heimsliđsins í keppni viđ úrvalsliđ Sovétríkjanna mćtti hann heimsmeistaranum Boris Spasskí. Larsen hóf tafliđ međ 1. b2-b3. Allt ćtlađi um koll ađ keyra í Sava-center í Belgrad ţar sem keppnin fór fram ţegar Spasskí vann skákina í 17 leikjum! Eftir ţađ fćkkađi skákum Larsen međ ţessari byrjun, a.m.k. í viđureignum hans viđ ţá bestu. Bobby Fischer, sem hafđi gefiđ eftir ađ tefla á fyrsta borđi fyrir heimsliđiđ, fylgdist grannt međ ţví sem Larsen tók sér fyrir hendur og í fjórum skákum ţetta ár valdi hann upphafsleik Larsens og vann allar skákirnar međ glćsibrag. Nálgun hans var samt önnur; í skákunum sem hann tefldi viđ Svíann Ulf Anderson og Úkraínumanninn Vladimir Tukmakov fékk hann upp ákveđna stöđutýpu sem líktist Sikileyjarvörn og ţar var hann öllum hnútum kunnugur.

Byrjun Larsens kom viđ sögu í einni skák áskorendaflokks Íslandsmótsins sem lauk um síđustu helgi međ öruggum sigri Hjörvars Steins Grétarssonar sem hlaut 7 ˝ vinning af 9 mögulegum. Keppt var um tvö sćti í landsliđsflokki áriđ 2016 og hitt sćtiđ kom í hlut Guđmundar Gíslasonar sem hlaut 7 vinninga. Í 3. sćti varđ Davíđ Kjartansson međ 6 ˝ vinning. Ţar á eftir komu svo Lenka Ptacnikova og nokkrir ungir skákmenn sem allir áttu möguleika á landsliđsćti fram á síđasta dag. Einn ţeirra, Dagur Ragnarsson, sem nýlega vann ţađ afrek ađ hćkka meira á stigum millli mánađa en dćmi eru um, tefldi viđ Hjörvar Stein í lokaumferđinni og tapađi. Hann hafđi byrjađ illa en vann svo fimm skákir í röđ. Í nćstsíđustu umferđ mćtti hann Lenku Ptacnikovu og ákvađ ađ fylgja í fótspor Larsens:

Skákţing Íslands 2015 – áskorendaflokkur; 8. umferđ.

Dagur Ragnarsson – Lenka Ptacnikova

Larsens-byrjun

1. b3 e5 2. Bb2 Rc6 3. e3 d6 4. d4 exd4 5. exd4 d5 6. Rf3 Bb4+ 7. Rbd2 Rf6 8. a3 Be7 9. Bd3 a6 10. Re5 Rb8 11. O-O c5

Byrjunarleikir svarts eru fremur ómarkvissir og ţessi hjálpar til viđ virkja biskupinn á b2.

12. He1 O-O 13. dxc5 Bxc5 14. Df3 Be6 15. Rf1 He8 16. Rg3 Bf8 17. Rh5!

Svartur á ţegar í miklum erfiđleikum, 17. ... Rbd7 strandar á 18. Rxd7 Rxd7 19. Bxg7! og vinnur, 19. ... Bxg7 er svarađ međ 20. Dg3.

17. ... Rxh5 18. Dxh5 h6

Hvađ annađ? 18. ... g6 er svarađ međ 19. Rxg6! fxg6 20. Bxg6! og vinnur.

GBKTTUPQ19. Rxf7! Bxf7 20. Df5! He4

20. ... g6 liggur beinast viđ en hvíta drottningin kemst á hornalínuna a1-h8 međ 21. Hxe8! t.d. 21. .... Bxe8 22. De5 eđa 21. ... Dxe8 22. Df6 og vinnur.

21. Hxe4 Dg5

Ţetta er vonlaust framhald en 21. ... dxe4 22. Bxe4 g6 23. De5 kemur í sama stađ niđur.

22. Dxg5 hxg5 23. Hg4 Be7 24. He1 Bf6

Eđa 24. ... Rc6 25. h4 Bh5 26. Hxe7! Rxe7 27. Hxg5 o.s.frv.

25. Bxf6 gxf6 26. h4 Bh5 27. Hg3 g4 28. f3 Rc6 29. fxg4 Bf7 30. g5

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 11. apríl 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


Jón Kristinn og Gabríel umdćmismeistarar Norđurlands-eystra í skólaskák 2015

Kjördćmismót NEJón Kristinn Ţorgeirsson og Gabríel Freyr Björnsson unnu sigur hvor í sínum aldursflokki, á umdćmismóti Norđurlands-eystra í skólaskák (kjördćmismótinu) sem fram fór á Laugum í Reykjadal dag. Jón Kristinn vann öruggan sigur í eldri flokki ţegar hann lagđi alla sína andstćđinga. Benedikt Stefánsson varđ í öđru sćti međ 3 vinninga af fjórum mögulegum og Jón Ađalsteinn Hermannsson varđ ţriđji međ 2 vinninga. Alls tóku fimm keppendur ţátt í eldri flokki.

Lokastađan í eldri flokki.

1. Jón Kristinn Ţorgeirsson           4 af 4
2. Benedikt Stefánsson                    3
3. Jón Ađalsteinn Hermannsson        2
4. Ari Rúnar Gunnarsson                 1
5. Eyţór Kári Ingólfsson                   0

Gabríel Freyr Björnsson vann sigur í yngri flokki međ 5 vinningum af 6 mögulegum. Gunnar Breki Gíslason  varđ í öđru sćti međ 4 vinninga og jafnir í 3-4. sćti urđu ţeir Björn Gunnar Jónsson og Tumi Snćr Sigurđsson međ 3 vinninga hvor.

Lokastađan í yngri flokki:

1. Gabríel Freyr Björnsson                5 af 6
2. Gunnar Breki Gíslason                   4,5
3-4. Björn Gunnar Jónsson                  3
3-4. Tumi  Snćr Sigurđsson                3
5. Ari Ingólfsson                              2,5
6. Magnús Máni Sigurgeirsson          2
7. Auđunn Elfar Ţórarinsson              1

Tímamörk í eldri flokki voru 15. mín á mann en í yngri flokki 10. mín á mann. Jón Kristinn, Benedikt og Jón Ađalsteinn hafa ţví unniđ sér keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák í eldri flokki og Gabríel Freyr í yngri flokki.

Landsmótiđ í skólaskák fer fram á Selfossi 30. april til 3. maí.


Carlsen, Wesley So og Kramnik efstir í Shamkir

Magnus Carlsen (2863), Wesley So (2788) og Vladimir Kramnik (2783) eru efstir og jafnir međ 1,5 vinning ađ loknum tveimur umferđir á minningarmóti Gashimovs sem fram fer í Shamkir í Aserbaídsjan. Carlsen vann í dag öruggan sigur á Mamedyarov (2754). So sigrađi Anish Giri (2790) í gćr og Kramnik hafđi betur gegn Adams.

Ţriđja umferđ hefst kl. 10 í fyrramáliđ. Ţá mćtast međal annars og Caruana (2802) - Carlsen, 

Vert er ađ benda skákáhugamönnum á hópinn "Íslenskir skákmenn" á Facebook en ţar eru skákirnar rćddar á međan ţćr fara fram. 


Reykjavíkurskákmótiđ valiđ fjórđa besta opna mótiđ 2014

Reykjavíkurskákmótiđ 2014 var valiđ fjórđa besta opna skákmót ársins 2014 af samtökum atvinnaskákmanna (ACP).

Ţađ verđur ađ teljast mikill heiđur fyrir Reykjavíkurskákmótiđ enda skipta opin mót í heiminum hundruđum ef ekki ţúsundum ár hvert. Röđ efstu móta varđ sem hér segir:

  1. Gibraltar Tradewise Chess  
  2. Qatar Masters 
  3. Millionaire Chess  
  4. Reykjavik Open 
  5. Baku Open

Ţađ sem gerir árangur Reykjavíkurskákmótsins enn betri er ađ mótiđ ađ mótiđ er rekiđ fyrir margfalt lćgri fjárhćđir en öll hin mótin í efstu sćtunum! 

Nánari upplýsingar á heimasíđu ACP.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 8765520

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband