Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2015

Hörđuvallaskóli efstur á Íslandsmóti grunnskólasveita

Skáksveit Hörđuvallaskóla er efst međ 18 vinninga af 20 mögulegum ţegar fimm umferđum er lokiđ á Íslandsmóti grunnskólasveita. Skáksveit Álfhólsskóla er í öđru sćti međ 17 vinninga og Ölduselsskóli er í ţriđja sćti međ 15,5 vinning.

Heildarstöđuna má nálgast á Chess-Results.

Mótinu verđur framhaldiđ á morgun međ umferđum 6-9. Taflfmennskan hefst kl. 11. Teflt er í Rimaskóla.

 


Carlsen međ vinnings forskot í Shamkir

Carlsen heimsmeistariHeimsmeistarinn Magnus Carlsen (2863) er í miklu stuđi á minningarmóti Gashimovs sem fram fer núna í Shamkir í Aserbaídsjan. Í sjöundu umferđ, sem fram fór í dag, yfirspilađi hann Vladimir Kramnik (2783). Carlsen hefur 5,5 vinning.

Anand (2791) er annar međ 4,5 vinning en hann vann Adams (2746). Caruana (2802) hafđi sigur gegn Wesley So (2788). Ţeir tveir eru jafnir í 3.-4. sćti međ 4 vinninga.

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, mćtast međal annars Wesley So og Carlsen. Umferđin hefst kl. 10.

Vert er ađ benda skákáhugamönnum á hópinn "Íslenskir skákmenn" á Facebook en ţar eru skákirnar rćddar á međan ţćr fara fram. Fjörlegar og skemmtilegar umrćđur!


Bárđur Örn, Mikael Maron og Nansý unnu Rótarýbikarana á fjölmennu sumarskákmóti Fjölnis 2015

Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (44)

Skákkrakkar á öllum grunnskólaaldri fjölmenntu í sumarskapi á Sumarskákmót Fjölnis sem haldiđ var í trođfullum skáksal Rimaskóla á sumardaginn fyrsta. Mótiđ sem 62 ţátttakendur skráđu sig á gekk afar vel fyrir sig enda margir af okkar efnilegustu og áhugasömustu skákkrökkum landsins mćttir til leiks og um skránngu og úrslit sá enginn annar um en Omar Salama alţjóđlegur skákdómari.

Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (22)Tefldar voru sex umferđir og var mótiđ jafnt og spennandi frá upphafi til enda. Ţegar fjórum umferđum var lokiđ voru fjórir keppendur jafnir međ fullt hús, brćđurnir Aron og Alexander Mai og tvíburabrćđurnir Bárđur Örn og Björn Hólm. Bárđur Örn og Aron Thor unnu í 5 og nćstsíđustu umferđ og tefldu úrslitaskák í lokaumferđinni sem Bárđur Örn nemandi Smáraskóla vann og fékk fullt hús vinninga sem er flottur árangur. Bárđur Örn varđ jafnframt sigurvegari í eldri flokki.

Skákmót Fjölnis sumardaginn 1. 2015 (9)Aron Mai og Björn Hólm urđu í 2. og 3. sćti ţar. Hinn 11 ára Mikael Maron Torfason nemandi í Rimaskóla varđ efstur í yngri flokk međ 5 vinninga en nćstir á eftir honum urđu ţeir Robert Luu og Joshua Davíđsson.

Nansý Davíđsdóttir í Rimaskóla varđ efst stúlkna međ 4,5 vinninga og nćstar á eftir henni urđu bekkjarsystur úr 4. bekk Foldaskóla, ţćr Eydís Magnea og Ylfa Ýr. Bárđur Örn, Mikael Maron og Nansý hlutu hina eftirsóttu Rótarýbikara.

Mikil verđlaunahátíđ var í lok mótsins og fengu 20 ţátttakendur bíómiđa í SAMbíóunum fyrir efstu sćtin. Ţađ var Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis sem var mótstjóri og fékk afar góđan stuđning foreldra viđ framkvćmdina. Skákmótiđ var valiđ sem einn af viđburđum Barnamenningarhátíar Reykjavíkur 2015.

IMG_6731

Sumarskákmótiđ er einn af föstum liđum í vetrarstarfi Fjölnis sem hefur veriđ afar blómlegt, ćfingar á miđvikudögum fjölsóttar og gífurleg ţátttaka í Torgmóti (50), Rótarýskákmóti (115) og nú Sumarskákmóti (62) skákdeildarinnar.

Lokastöđu mótsins má finna á Chess-Results.


Íslandsmótiđ í Fischer Random fer fram í kvöld

fischerrandom_2015b

Ţá er komiđ ađ ţví!  Hiđ gođsagnakennda Íslandsmót í Fischer random verđur haldiđ nćstkomandi föstudagskvöld á skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur. 

Allir sem hafa aldur og ţor til ađ kljást viđ furđulegar stöđur er hvattir til ađ mćta.  Núverandi íslandsmeistari í Fischer Random er alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson.

Upplýsingar og dagskrá:

  • Kvöldiđ hefst kl. 20.00  Skráning á stađnum.
  • 12 umferđir, 5 mínútna umhugsunartími á skák
  • Tvö hlé gerđ á taflmennskunni.  Bjórinn á 500 kr. fyrir keppendur allt kvöldiđ á Billiardbarnum.
  • Verđlaunaafhending í mótslok: 
  • Bikar + 8000 króna inneign á Billiardbarnum
  • Verđlaunapeningur + 5000 króna inneign á Billiardbarnum  
  • Verđlaunapeningur + 2000 króna inneign á Billiardbarnum
  • Ađgangseyrir 500 kr. 
  • Bjórinn á Billiardbarnum 500 kr. allt kvöldiđ fyrir keppendur og gesti skemmtikvöldsins.  30% afsláttur af tímagjaldi í pool eftir mót. 
  • Tekiđ skal fram ađ öll međferđ áfengra drykkja er bönnuđ í húsnćđi TR
  • Allir skákáhugamenn velkomnir og 20 ára aldurstakmark 

Sigurvegarinn fćr sćti á úrslitamóti skemmtikvöldakónganna í maí!

Taflfélag Reykjavíkur vonast til ađ sjá sem flest ykkkar!


Carlsen enn efstur í Shamkir - Caruana eini sigurvegari dagsins

ítalinn Fabiano Caruana (2802) vann Vladimir Kramnik (2783) í sjöttu umferđ minningarmótsins um Gashimov sem nú fer fram í Shamkir í Aserbaídsjan. Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Carlsen (2863) gerđi jafntefli viđ Giri (2790) og Wesley So (2788) viđ Mamedyarov (2754). 

Carlsen er efstur međ 4,5 vinning, So annar međ 4 vinninga og Anand (2791) ţriđji međ 3,5 vinning.

Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun og hefst kl. 10, teflir Carslen viđ Kramnik, og So viđ Caruana.

Vert er ađ benda skákáhugamönnum á hópinn "Íslenskir skákmenn" á Facebook en ţar eru skákirnar rćddar á međan ţćr fara fram. Fjörlegar og skemmtilegar umrćđur!


Íslandsmót barnaskólasveita fer fram um helgina - skráningarfrestur rennur út í dag

Íslandsmót barnaskólasveita 2015 fer fram í Rimaskóla dagana 25. og 26. apríl nk. 

Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Fimm á laugardegi,og fjórar á sunnudegi Umhugsunartími 15 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Tafliđ hefst kl. 13 á laugardeginum en kl. 11 á sunnudeginum.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1.-7. bekkjar (auk 4 varamanna)

Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit.  Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verđlaunum fyrir efstu sveitina sem er einungis skipuđ nemendum í 1.-4. bekk.

Veitt verđa borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi. 

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í Danmörku í september nćstkomandi.  

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst).

Skráningu skal lokiđ í í síđasta lagi 23. apríl

Hćgt er ađ fylgjast međ ţegar skráđum sveitum hér.

Ath. Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.

 


Björgvin efstur í Ásgarđi í gćr

Ţađ var hefđbundinn skákdagur hjá Ásum í Ásgarđi í gćr. Björgvin  Víglundsson sannađi ţađ enn og aftur ađ hann er vígfimastur allra sem berjast ţar á ţriđjudögum. Ţađ ţykja stór tíđindi ef hann tapar skák og fréttir ef hann sćttir sig viđ jafntefli, hvor tveggja gerist nú einstaka sinnum samt. Björgvin fékk 9˝ vinning í gćr af 10

Guđfinnur var sá eini sem náđi ađ gera jafntefli viđ hann, enda er hann vopnfimur vel, ţegar sá gállinn er á honum. Guđfinnur fékk 7 vinninga og varđ í ţriđja sćti. Aldursforsetinn Páll G Jónsson tók annađ sćtiđ međ 7˝ vinning. Páll harđnar bara međ aldrinum. 

Sjá nánari úrslit og myndir frá ESE. Hćgt ađ stćkka og gera skýrara međ ţví a tvíklikka.

Clipboard01


Sumarskákmót Fjölnis fer fram á morgun sumardaginn fyrsta í Rimaskóla

MiđgađurHiđ árlega sumarskákmót Fjölnis verđur haldiđ í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta, n.k. frá kl. 14:00 - 16:00. Sumarskákmótiđ er ađ ţessu sinni hluti af dagskrá Barnamenningarhátíđar Reykjavíkur og einnig á dagskrá hverfishátíđar Grafravogs sem ađ vanda er haldin í Rimaskóla. 

Mótiđ hefst eins og áđur segir í Rimaskóla kl. 14.00 og ţví lýkur rúmlega 16:00 međ verđlaunahátíđ ţar sem afhentir verđa ţrír verđlaunagripir sem Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur til mótsins. Bikarana hljóta sigurvegari eldri flokks 1999-2003, sigurvegari yngri flokks og sigurvegari stúlkna. 

Ađ vanda eru ótrúlega margir vinningar á skákmótum Fjölnis og nú eru ţađ 20 bíómiđar á Miđgarđur2SAMbíó - Egilshöll sem dreifast á 20 ţátttakendur. Í skákhléi verđa seldar veitingar á 300 kr.  

Mótiđ er ćtlađ nemendum grunnskóla og er ţátttaka ókeypis. Tefldar verđa sex umferđir međ sex mínútna umhugsunartíma. Skákstjórar verđa ţeir Omar Salama alţjóđlegur skákdómari og Helgi Árnason formađur Skákdeildar Fjölnis. Fjölmennum á skákmót Fjölnis


Íslandsmótiđ í Fischer Random á föstudagskvöld!

fischerrandom_2015b

Ţá er komiđ ađ ţví!  Hiđ gođsagnakennda Íslandsmót í Fischer random verđur haldiđ nćstkomandi föstudagskvöld á skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur. 

Allir sem hafa aldur og ţor til ađ kljást viđ furđulegar stöđur er hvattir til ađ mćta.  Núverandi íslandsmeistari í Fischer Random er alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson.

Upplýsingar og dagskrá:

  • Kvöldiđ hefst kl. 20.00  Skráning á stađnum.
  • 12 umferđir, 5 mínútna umhugsunartími á skák
  • Tvö hlé gerđ á taflmennskunni.  Bjórinn á 500 kr. fyrir keppendur allt kvöldiđ á Billiardbarnum.
  • Verđlaunaafhending í mótslok: 
  • Bikar + 8000 króna inneign á Billiardbarnum
  • Verđlaunapeningur + 5000 króna inneign á Billiardbarnum  
  • Verđlaunapeningur + 2000 króna inneign á Billiardbarnum
  • Ađgangseyrir 500 kr. 
  • Bjórinn á Billiardbarnum 500 kr. allt kvöldiđ fyrir keppendur og gesti skemmtikvöldsins.  30% afsláttur af tímagjaldi í pool eftir mót. 
  • Tekiđ skal fram ađ öll međferđ áfengra drykkja er bönnuđ í húsnćđi TR
  • Allir skákáhugamenn velkomnir og 20 ára aldurstakmark 

Sigurvegarinn fćr sćti á úrslitamóti skemmtikvöldakónganna í maí!

Taflfélag Reykjavíkur vonast til ađ sjá sem flest ykkkar!


Fjörlega teflt í 4. umferđ Wow air mótsins!

Sigurđur Dađi og Hannes HlífarÍ gćrkvöld fór fram fjórđa umferđ í Wow air vormóti Taflfélags Reykjavíkur. Afar hart var barist á öllum borđum í A flokki.  Sannkölluđ háspenna var á fyrsta borđi ţar sem Sigurđur Dađi Sigfússon og Hannes Hlífar Stefánsson sćttust á endanum á skiptan hlut. 

Ţar varđist Sigurđur Dađi afar vel í flókinni stöđu og miklu tímahraki.  Var hann ítrekađ kominn niđur á seinustu sekúndu ţegar ađ hann lék! 

Davíđ Kjartansson stýrđi hvítu mönnunum til sigurs gegn Einari Hjalta Jenssyni sem fann ekki svar viđ öflugri mátssókn hótelstjórans geđţekka.

Mikiđ tímahrak og spenna einkenndi skák Nakamura banans Ingvars Ţórs Jóhannessonar og nýjasta hnakkans okkar Dags Ragnarssonar.  Ingvar lenti í miklu tímahraki fyrir tímamörkin og ţurfti ţá ađ verjast vćnlegri kóngssókn Dags.  Hann reyndist vandanum vaxinn og ţegar sóknin rann út í sandinn réđu öflug frípeđ hans úrslitum.  Mjög skemmtileg skák.

Á fjórđa borđi vann Bragi Ţorfinnsson skák sína gegn Örn Leó Jóhannessyni nokkuđ sannfćrandi.

Líkt og í annari umferđ gegn Hrafni Loftssyni komst Ţorvarđur Fannar Ólafsson út í hróksendatafl peđi yfir, nú gegn Jóni Trausta Harđarssyni en ţađ dugđi ekki til sigurs frekar en gegn Hrafni.

Björgvin Víglundsson tefldi afar frísklega gegn Oliver Aron Jóhannessyni, fórnađi peđi fyrir mikiđ spil.  Virtist stađa hans afar vćnleg á tímabili.  En Oliver er enginn aukvisi í spilinu, varđist fimlega og snéri vörn í sókn og sigrađi.

Á sjöunda borđi sćttust Hrafn Loftsson og Jóhann Ingvason á skiptan hlut.

Eftir fjórar umferđir er Hannes Hlífar efstur međ 3.5 vinninga en nćstir koma Davíđ Kjartansson og Sigurđur Dađi Sigfússon međ 3 vinninga.

Í B flokki varđ jafntefli á ţremur efstu borđunum.   Halldór Pálsson virtist nálćgt sigri í skák sinni gegn Sverri Erni Björnssyni sem varđist ţó vel og uppskar hálfan vinning.  Hallgerđur Helga bjargađi jafntefli á stórglćsilegan hátt gegn Vigni Vatnar Stefánssyni.  Stubburinn var međ kolunniđ tafl ţegar hann féll í patt gildru landsliđskonunnar.

Tvíburarbrćđurnir Björn Hólm og Bárđur Örn Birkissynir ţrátefldu í miđtaflinu og virtust báđir býsna sáttir međ ţau málalok. 

Stefán Bergsson heldur áfram ađ tefla fyrir augađ, fórnađi peđi snemma gegn Birki Kar Sigurđssyni fyrir fremur óljósar bćtur en náđi ađ flćkja tafliđ.  Ţađ virđist ávísun á öruggan sigur Stefáns fái hann hartnćr tapađ tafl ţví hann snéri á pilt og sigrađi örugglega.

Gauti Páll Jónsson ákvađ ađ leika af sér biskup fyrir engar bćtur gegn Jóhanni Óla Eiđssyni sem brá ţó á ţađ ráđ ađ hirđa ekki biskupinn heldur gefa tvö peđ í stađinn og tapa örugglega.  Skák hinna glötuđu tćkifćra!

Engin breyting varđ ţví á toppnum í B flokki.  Halldór og Sverrir leiđa međ 3 vinninga af fjórum.  Nćstir ţeim koma svo Bárđur Örn og Vignir Vatnar međ 2.5 vinninga.

Ţađ verđur stórviđureign í fimmtu umferđ Wow air mótsins en ţá mćtast tveir stigahćstu menn mótsins, Hannes Hlífar og Bragi Ţorfinnsson.  Oliver Aron mćtir Davíđ međan Einar Hjalti teflir viđ Ţorvarđ Fannar.

Í B flokki mćtast Sverrir og Bárđur Örn, međan Vignir Vatnar teflir viđ Halldór Pálsson.

5. umferđ fer fram nćstkomandi mánudag.

Nánari upplýsingar um stöđu og pörun hér


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 223
  • Frá upphafi: 8765199

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband