Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2015

Fjórđa mótiđ í Bikarsyrpu TR hefst á föstudaginn

bikarsyrpanbanner4_2

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 1999 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.


Fjórđa mótiđ í syrpunni hefst föstudaginn 1. maí og stendur til sunnudagsins 3. maí. Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar Taflfélagsins (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.


Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.


Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (1. maí)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (2. maí)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (2. maí)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (3. maí)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi  (3. maí). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).

Sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar var TR-ingurinn Mykhaylo Kravchuk, TR-ingurinn Aron Ţór Mai sigrađi á öđru mótinu og á ţví ţriđja sigrađi Fjölnisdrengurinn Jóhann Arnar Finnsson.


Skráning fer fram hér.

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins! Skráđir keppendur.


Bikarsyrpan samanstendur af fjórum mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í hverju móti, en auk ţess verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum.


Hlökkum til ađ sjá ykkur!


Björn Ívar Karlsson Íslandsmeistari í Fischer Random 2015!

fischerrandom_2015-25

Síđastliđiđ föstudagskvöld fór fram Íslandsmótiđ í Fischer Random á skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur.

Margir sterkir skákmenn voru mćttir til leiks og ţeirra á međal ríkjandi meistari frá síđasta ári, alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson. Hann sigrađi ţá međ fádćma yfirburđum og fékk 11.5 vinninga úr 12 skákum. Fáir áttu von á ţví ađ ţađ met yrđi slegiđ í ár.

Björn Ívar Karlsson hin geđprúđi skákkennari međ meiru fór hamförum í byrjun mótsins í ár. Hann hóf leik međ sigri á Óskari Long Einarssyni í fyrstu umferđ og gerđi sér svo lítiđ fyrir og sigrađi Jón Viktor Gunnarsson í ţeirri annarri. Í ţriđju umferđ mćtti hann íslandmeistaranum Guđmundi Kjartanssyni og lagđi hann einnig ađ velli. Arnar E. Gunnarsson reyndi svo ađ stöđva sigurgöngu hans í fjórđu umferđ en hafđi ekki erindi sem erfiđi. Ţegar fyrsta hlé var gert til Billjardbars heimsóknar leiddi ţví Björn Ívar međ fullu húsi og hafđi lagt ađ velli ţrjá alţjóđlega meistara, já og Óskar Long! Nćstir honum komu svo Guđmundur, Jón Viktor og Dađi Ómarsson međ ţrjá vinninga.

Eftir ađ menn höfđu vćtt kverkarnar var hafist handa viđ tafliđ ađ nýju. Nú var röđin komin ađ Doninum sjálfum, Róbert Lagerman ađ reyna ađ stöđva pilt. Hjó hann ansi nćrri ţví og í ćđisgengnu tímahraki átti hann fjórar sekúndur á klukkunni gegn einni sekúndu Björns. Sá síđarnefndi barđi ţó afar hratt og örugglega á seinustu sekúndunni og svo fór ađ Doninn sjálfur féll á tíma.

Margur meistarinn reyndi ađ stöđva Björn eftir ţetta en hann reyndist í ţvílíkum vígaham ađ enginn mátti sín gegn hörku hans og eftirfylgni viđ skákborđiđ. Svo fór ađ lokum ađ Björn Ívar kom í mark međ fullu húsi vinninga, 12 af 12 mögulegum (!) og bćtti ţví um betur frábćran árangur Guđmundar frá ţví í fyrra. Nokkuđ ljóst er ađ ţessi árangur verđi ekki toppađur, nema ţá ađ mótshaldarar bregđi á ţann leik ađ fjölga umferđum í framtíđinni. Til ţess er allnokkurt svigrúm, enda eru Fischer Random stöđurnar alls 960 talsins.

Jafnir í öđru til ţriđja sćti urđu alţjóđlegu meistararnir Guđmundur og Arnar Erwin međ 9 vinninga eđa heilum ţremur vinningum á eftir hinum nýja Íslandsmeistara í Fischer Random. 

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum ţeim sem tóku ţátt og óskar Birni Ívari innilega til hamingju međ titilinn og frábćran árangur. Björn er nú kominn í pottinn fyrir lokamótiđ sem fram fer í maí en ţá keppa sigurvegarar skemmtikvöldanna í vetur sín á milli um titilinn skemmtikvöldakóngur Íslands 2015.

Myndskreytt frásögn á heimasíđu TR.

urslit


Vesturbćjarbiskupinn fer fram 7. maí

Skákakademían og Vesturgarđur standa fyrir Vesturbćjarbiskupnum sem tefldur verđur 7. maí. Mótiđ fer fram í Hagaskóla er ćtlađ nemendum á grunnskólaaldri og eru krakkar úr Vesturbćnum sérstaklega hvattir til ađ mćta.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst).

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Vesturbćjarbiskupinn

 


Kasparov vann öruggan sigur á Short

Kasparov-Short

Garry Kasparov vann öruggan sigur á Nigel Short 8˝-1˝ í einvígi ţeirra á milli sem fram fór í Saint Louis um helgina. Tefldar voru átta hrađskákir og tvćr atskákir. Kasparov virkađi stirđur í fyrri daginn og hafđi yfir ţá 3˝-1˝. Síđari daginn hrökk ţrettándi heimsmeistarinn heldur betur í gang og vann allar fimm skákirnar!

Ítarlega umfjöllun um einvígiđ má finna á Chess24.

 


Carlsen öruggur sigurvegari í Shamkir

Carlsen í Shamkir

Heimsmeistarinn í skák Magnus Carlsen (2863) vann öruggan sigur á minningarmótinu um Gashimov sem lauk í Shamkir í gćr. Carlsen vann Mamedov (2651) í lokaumferđinni en öđrum skákum lauk međ jafntefli.

Carlsen hlaut 7 vinninga í 9 skákum. Vann allar skákirnar međ hvítu og gerđi jafntefli í öllum međ svörtu.

Vishy Anand (2791) átti mjög gott og varđ annar međ 6 vinninga. Wesley So (2788) og Caruana (2802) urđu jafnir í 3.-4. sćti međ 5 vinninga. 

Carlsen hćkkar verulega á stigum fyrir frammistöđuna og er nú kominn í 2876 skv. lifandi stigalistanum. Anand (2804) er kominn í annađ sćti eftir ađ hafa hćkkađ jafnt og ţétt síđustu misseri. Í nćstum sćtu eru Caruna (2803), Nakamura (2799) og Topalov (2798).

 


Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 27. apríl nk.  og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudag í hverjum mánuđi ađ ţví undanskildu ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Skákmót Vals fer fram á miđvikudaginn

2014 04 30 20.48.50Skákmót Vals, keppnin um VALS-Hrókinn fer fram í Valsheimilinu ađ Hlíđarenda miđvikudaginn 29. apríl og hefst kl. 18. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu og verđa tímamörkin 5 2, ţ.e. 5 mínútur á alla skákina ađ viđbćttum 2 sekúndum fyrir hvern leik. Keppt er um farandgripinn VALS-Hrókinn sem var gefinn af Jóhanni Eyjólfssyni fyrrverandi formanni Vals en gripurinn sem úr tré kom í leitirnar eigi alls fyrir löngu en fyrst var keppt um hann fyrir meira en 60 árum og međal sigurvegara á ţeim tíma voru Gunnar Gunnarsson og Björn Theódórsson. Núverandi handhafi Valshróksins er Jón Viktor Gunnarsson.

Fjölmörg önnur verđlaun verđa veitt  m.a. varningur  frá HENSON fyrirtćki formanns skákdeildar Vals, Halldórs Einarsson. Allir skákunnendur er hvattir til ađ taka ţátt í mótinu og gamlir Valsmenn og konur eru alveg sérstaklega velkomin.

Mótiđ nú er haldiđ af Skákdeild Vals í samvinnu viđ Skáksamband Íslands.

Valsmótiđ í skák hafi ekki fariđ fram um nokkurt skeiđ eđa ţar til ađ VALS-Hrókurinn kom í ljós og fór ţađ fram eftir hléiđ voriđ 2013. Ţá sigrađi Helgi Ólafsson örugglega. Í fyrra vann Jón Viktor Gunnarsson en ţađ mót dró til sín meira en 50 ţátttakendur. Mótiđ 2014 var haldiđ til minningar um Hermann Gunnarsson skákunnenda og einn frćgasta afreksmann  sem Valsmenn hafa eignast. Hermann var međal ţáttakenda á mótinu 2013.

Von er á fjölmörgum öflugum skákmönnum til ţátttöku en mótiđ fer fram eins og undanfarin ár í Lollastúku.  

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Mótshaldar áskilja sér rétt til ađ takmarka ţátttakendur viđ 50 ef ţörf krefur. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.


Hörđuvallaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita

IMG 6795
Hörđuvallaskóli vann öruggan sigur á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fór fram um helgina í Rimaskóla. Sveitin var skipuđ ungum skákmönnum sem eru allir í sjötta bekk og leiddir áfram af Vigni Vatnari Stefánssyni. Strax í ţriđju umferđ tefldi skólinn viđ sveit Rimaskóla og var ţá teningum kastađ: 3.5 – 0.5 sigur! Sigrinum var fylgt eftir međ 2.5 – 1.5 sigri gegn sterkri sveit Ölduselsskóla. Rétt eins og á Íslandsmóti grunnskólasveita um síđustu helgi var Hörđuvallaskóli ţví efstur eftir fyrri hlutann.

 

Í sjöttu umferđ vannst svo öruggur sigur á Álfhólsskóla 3,5-0,5. Sveitin var komin međ 3ja vinninga forskot sem hún hélt til loka. Öruggur og sanngjarn sigur jafnrar og góđrar sveitar.

Mikil barátta var um hin verđlaunasćtin. Ölduselsskóli varđ í öđru sćti ţremur vinningum á eftir Hörđuvallaskóla. Rimaskóli og Álfhólsskóli komu í mark tveimur vinningum ţar á eftir. Rimaskóli krćkti í annađ sćtiđ eftir stigaútreikning.

Lokastađa efstu liđa

  • 1. Hörđuvallaskóli 31,5 v.
  • 2. Ölduselsskóli 28,5 v.
  • 3. Rimaskóli 26,5 v. (15 stig)
  • 4. Álfhólsskóli 26,5 v. (13 stig)
  • 5.-6. Álfhólaskóli b-sveit og Rimaskóli b-sveit 22 v. (12 stig)
  • 7. Salaskóli 22 v. (10 stig)
  • 8. Norđlingaskóli 21,5 (13 stig)
  • 9. Grunnskólinn Hellu 21,5 v. (11 stig)
  • 10. Rimaskóli c-sveit 21 v. (10 stig)
  • 11. Salaskóli b-sveit 21 v. (9 stig)

Nánari lokastöđu má finna á Chess-Results.

Hörđuvallaskóli

  1. Vignir Vatnar Stefánsson
  2. Sverrir Hákonarson
  3. Arnar Milutin Heiđarsson
  4. Stephan Briem

Liđsstjóri sveitarinnar var Gunnar Finnsson.

Öldusselsskóli

IMG 6790

  1. Óskar Víkingur Davíđsson
  2. Mykhaylo Kravchuk
  3. Stefán Orri Davíđsson
  4. Baltasar Máni Wedholm
  5. Brynjar Haraldsson

Liđsstjóri sveitarinnar var Björn Ívar Karlsson.

Rimaskóli

IMG 6789

  1. Nansý Davíđsdóttir
  2. Joshua Davíđsson
  3. Kristófer Halldór Kjartansson
  4. Mikael Maron Torfason

Liđsstjóri sveitarinnar var Jón Trausti Harđarson.

C-sveit Rimaskóla sigrađi í flokki sveita 10 ára og yngri (1.-4. bekkur)

IMG 6779

Álfhólsskóli og Rimaskóli urđu hnífjanir og efstar b-sveita.

IMG 6783

IMG 6781

C-sveit Rimaskóla vann ekki eingöngu keppni tíu ára og yngri heldur varđ sveitin einnig efst c-liđa

Salaskóli varđ efstur d-liđa.

IMG 6777

Rimaskóli varđ efstur e-liđa.

IMG 6775

Salaskóli varđ efstur f og g-liđa.

IMG 6771

Borđaverđlaun á 1.-4. borđi

  1. Nansý Davíđsdóttir (Rimaskóla) 8 v.
  2. Mykhaylo Kravchuk (Ölduelsskóla ) 8 v.
  3. Arnar Milutin Heiđarsson (Hörđuvallaskóla) og Guđmundur Peng Sveinsson (Ingunnarskóla) 8v.
  4. Stephan Briem (Hörđuvallaskóla) 9v. 

IMG 6786

Stefán Bergsson, Omar Salama og Gunnar Björnsson önnuđust skákstjórn á mótinu. Liđsstjórar stóđu sig frábćrlega og fá fyrir ţađ miklar ţakkir. Vert er ađ geta ţátttöku sveita frá Hellu og Grindavík sem er mikiđ gleđiefni og sýnir gott starf sem Björgvin S. Guđmundsson Hellu og Siguringi Sigurjónsson Grindavík eru ađ vinna ásamt sínu fólki.

Myndaalbúm (HÁ) 


Skákţáttur Morgunblađsins: Snjallsímasvindl, Wesley So og Nakamura

Ţetta átti ađ vera skáklega útgáfan af Guđföđurnum: Michael Corleone (Al Pacino) gengur inn á salerni, nćr í skammbyssu falda í vatnskassa gengur síđan aftur inn í matsalinn og sallar síđan niđur borđnauta sína. Í skák-útgáfunni á stórmóti í Dubai fyrr í ţessum mánuđi hafđi skákmeistari Georgíu, Gajos Nigalidze, faliđ snjallsíma inni á salerni. Annađ veifiđ gerđi hann sér ferđ ţangađ inn til ađ sćkja upplýsingar úr skákforriti símans sem starfađi á ofurkrafti á međan skákinni stóđ. En upp komst um strákinn Tuma: Andstćđingur hans Armeninn Tigran Petrosjan bađ skákstjórann um ađ fylgjast međ tíđum ferđum Georgíumannsins á salerniđ og niđurstađan liggur nú fyrir. Gajos Nigalidze var rekinn úr mótinu međ skömm og hlýtur vonandi langt keppnisbann.

Ţetta mál er eitt fjölmargra sem komiđ hafa upp á seinni árum en ţau frćgustu eru svindl Frakkans Sebastian Feller á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk 2010 og „Toilet-gate“-ţrefiđ mikla vegna tíđra salernisferđa Vladmir Kramniks í heimsmeistaraeinvíginu viđ Topalov í Kalmykíu haustiđ 2006. Ţó ađ FIDE hafi ţegar samţykkt hertar reglur sem varđar allt ţađ tćknidót sem menn og konur geta boriđ á sér hefur frćjum tortyggni veriđ sáđ í skáksölum heims.

Annađ mál sem á sér sennilega skýringar í klaufaskap eđa hugsunarleysi kom upp á dögnum hefur vakiđ mikla athygli fjölmiđla og varđar eina helstu vonarstjörnu skákarinnar í dag, Filippseyinginn Wesley So sem er í 8. sćti á stigalista FIDE . Hann settist nýlega ađ í Bandaríkjunum og naut um skeiđ styrks frá Webster-háskólanum St. Louis, vann milljón dollara mótiđ í Las Vegas rétt fyrir jólin og varđ í 2. sćti á stórmótinu í Wijk aan Zee í ársbyrjun. Sem sagt: allt í lagi hjá pilti eđa allt ţar til á útmánuđum ađ upp blossađi einhvers konar forrćđisdeila um ţennan annálađa sómasvein. Af fréttum ađ dćma virđast helstu ađilar ţess máls auk So vera móđir hans, Leny So, sem ţrátt fyrir blóđböndin var bönnuđ á vettvangi síđasta móts sonarins, og fósturforeldrar hans frá Minnesota. Í miđri orrahríđinni settist So niđur til ađ tefla í fyrsta sinn á meistaramóti í St Louis í Mississippi-ríki. Sér til hugarhćgđar var hann ađ krota einhver hvatningarorđ á skorblađ sitt og nýbúinn ađ leika sínum sjötta leik gegn Varuzhan Akobian í 9. umferđ ţegar dómarinn stöđvađi skyndilega skáklukkuna og dćmdi Akobian sigur. So hafđi víst fengiđ viđvörun áđur en fannst eins og ýmsum öđrum full langt gengiđ í refsigleđinni.

Mál Wesey So dró athygli frá sigurvegara bandaríska meistaramótsins í fjórđa sinn, Hikaru Nakamura vann í fjórđa sinn, So náđi ţrátt fyrir allt ţriđja sćti. Í St. Louis tefldi Nakamura af miklum krafti og vann glćsilega sigra sbr. eftirfarandi viđureign:

Kayden Troff – Hikaru Nakamura

Benony-vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. g3 Bg7 8. Bg2 0-0 9. 0-0 He8 10. He1 a6 11. a4 Rbd7 12. e4 Rg4 13. Rd2 Rge5 14. Bf1 g5 15. h3 Df6 16. Dh5 Bh6 17. Rd1 g4 18. Re3 Bxe3 19. Hxe3 Dg7 20. hxg4 Rxg4 21. Hc3 Rdf6 22. Dh1 He5 23. Df3 Bd7 24. Dd3 Dh6 25. Bg2 Dh2 26. Kf1

GIFTUUA626. ... Rxf2! 27. Kxf2 Bh3 28. Df1 Hxe4 29. Rxe4 Rxe4 30. Ke3 Bxg2 31. Df4 Rxc3 32. Dg5 Kf8 33. bxc3 He8 34. Kf2 Bh1

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 18. apríl 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


Carlsen međ hálf vinnings forskot á Anand fyrir lokaumferđina

Carlsen heimsmeistariHeimsmeistarinn Magnus Carlsen (2863) gerđi jafntefli viđ Wesley So (2788) í áttundu og nćstsíđustu umferđ minningarmótsins um Gashimov sem er í gangi í Shamkir í Aserbaídsjan. Anand (2791) er annar hálfum vinningi á eftir sigur á Mamedyarov (2754). Wesley So (2788) og Caruana (2802) eru svo vinningi ţar á eftir. 

Lokaumferđin fer fram á morgun og hefst kl. 9. Ţá teflir Carlsen viđ Mamedov (2651) og Anand viđ Caruana (2802). 

Vert er ađ benda skákáhugamönnum á hópinn "Íslenskir skákmenn" á Facebook en ţar eru skákirnar rćddar á međan ţćr fara fram. Fjörlegar og skemmtilegar umrćđur!


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8764886

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband