Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
4.3.2015 | 23:39
Rúnar hraðskákmeistari Akureyrar
Hraðskákmót Akureyrar var haldið síðastliðinn sunnudag, 1.mars.
Að þessu sinni voru þrettán vaskir keppendur mættir og tefldu einfalda umferð, 12 skákir. Rúnar Sigurpálsson kom, sá og sigraði, fékk 11,5 vinning. Var þetta þriðja árið í röð sem Rúnar vinnur þetta mót. Ungir menn röðuðu sér í næstu sæti. Jón Kristinn fékk 9,5. Andri 8 og Símon var hálfum vinning á eftir honum með 7,5 vinninga.
Að lokum minnum við á næstu umferð TM-Mótaraðarinnar sem fer fram á fimmtudagskvöld klukkan 20.00
Úrslit voru þessi:
1. Rúnar Sigurpálsson 11,5/12
2. Jón Kristinn 9,5
3. Andri Freyr 8
4. Símon Þórhallsson 7,5
5. Ólafur Kristjánsson 6,5
6. Haraldur Haraldsson 6
Smári Ólafsson 6
8. Sigurður Arnarson 5,5
9. Haki Jóhannesson 5
10. Þór Valtýsson 4,5
11. Karl Egill 4
12. Sigurður Eiríksson 3,5
13. Hreinn Hrafnsson 0,5
4.3.2015 | 23:35
Tvö töp í dag í Jerúsalem
Bæði Hannes Hlífar Stefánsson (2573) og Guðmundur Kjartansson (2484) töpuðu sínum skákum í áttundu umferð EM einstklinga sem fram fór í dag. Hannes fyrir rússneska stórmeistaranum Denis Khismatullin (2653)en Gummi fyrir moldavíska stórmeistaranum Viorel Iordachescu (2590).
Hannes hefur 5 vinninga og er í 32. sæti en 23 efstu sætin gefa rétt til að tefla á heimsbikarmótinu í Aserbaídsjan í haust. Gummi hefur 4 vinninga og er í 141. sæti.
Rússneski stórmeistarinn með langa nafnið, Ian Nepomniachtchi (2714), er efstur með 6,5 vinning.
Í níundu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Hannes við ungverska stórmeistarann Viktor Erdos (2615) en Gummi við serbensku skákkonuna Maria Manakova (2318).
Alls taka 250 skákmenn frá 33 löndum þátt í mótinu. Þar af eru 113 stórmeistarar. Hannes er nr. 84 í stigaröð keppenda en Guðmundur er nr. 116. Alls er tefldar 11 umferðir.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 13)
- Chess-Results
4.3.2015 | 09:29
Bragi efstur hjá Ásum í gær
Skákklúbburinn í Stangarhyl er alltaf að verða sterkari og öflugri með hverri viku sem líður. Nýir og sterkir skákmenn að bætast í hópinn. Bragi Halldórsson varð efstur í gær með 8½ vinning. Friðgeir Hólm og Björgvin Víglundsson voru jafnir í öðru til þriðja sæti með 7½ vinning. Friðgeir var hærri á stigum. Stefán Þormar var svo einn í fjórða sæti með 7 vinninga.
Það er nú svo komið að það er erfiðleikum bundið fyrir okkur minni spá menn að komast upp fyrir miðju og allt gott um það að segja, því að það er alltaf skemmtilegast að tefla við ofjarla sína.
Þrjátíu og einn tefldu í gær.
Garðar Guðmundsson formaður okkar tefldi ekki í gær en sat við stjórnvölinn.
Sjá nánari úrslit í töflu og myndir frá ESE
4.3.2015 | 01:45
Undanrásir fyrir Barna-Blitz
Sjöunda árið í röð stendur Skákakademía Reykjavíkur í samvinnu við taflfélög borgarinnar fyrir Reykjavik Open Barna-Blitz.
Undanrásir fara fram hjá taflfélögum borgarinnar. Undanrásir hjá Víkingaklúbbnum eru þegar búnar og komust þar áfram ungmennalandsliðsmennirnir Óskar Víkingur Davíðsson Huginn og Misha Kravchuk Taflfélagi Reykjavíkur. Um það mót má lesa hér.
Þrjár undanrásir eru eftir:
Skákdeild Fjölnis
- mars klukkan 17:00 í Rimaskóla.
Taflfélag Reykjavíkur
- mars klukkan 14:00 að Faxafeni 12.
Skákfélagið Huginn
- mars klukkan 17:15 að Álfabakka 14a, 3. hæð.
Tveir skákmenn úr hverri undanrás komast áfram í úrslitin.
Úrslitin verða tefld á sviðinu í Hörpu laugardaginn 15. mars klukkan 12:00. Teflt verður með útsláttarfyrirkomulagi með tímamörkunum 4 02.
3.3.2015 | 22:17
Hannes með jafntefli við Vitiugov - er í tíunda sæti
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2573) gerði jafntefli við rússneska ofurstórmeistarann Nikita Vitiugov (2735) í sjöundu umferð EM einstaklinga sem fram fór í Jerúsalem í dag. Hannes hefur 5 vinninga og er í tíunda sæti en 23 efstu sætin gefa keppnisrétt á Heimsbikarmótinu í skák sem fer í Bakú í Aserbaídsjan í haust.
Guðmundur Kjartansson (2484) vann heimamanninn David Gorodetzky (2210) og er í 104. sæti með 4 vinninga.
Í áttundu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Hannes við rússneska stórmeistarann Denis Khismatullin (2653) en Gummi teflir við moldavíska stórmeistarann Viorel Iordachescu (2659)
Alls taka 250 skákmenn frá 33 löndum þátt í mótinu. Þar af eru 113 stórmeistarar. Hannes er nr. 84 í stigaröð keppenda en Guðmundur er nr. 116. Alls er tefldar 11 umferðir.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 13)
- Chess-Results
3.3.2015 | 16:02
Fyrirlestur Arturs Jussupow á sunnudag
Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands standa fyrir fyrirlestri frá Artur Jussupow sunnudagskvöldið 8. mars.
Jussupow sem var um árabil einn sterkasti skákmaður heims mun tefla á Reykjavíkurskákmótinu í ár. Í þrígang komst hann í undanúrslit áskorendaeinvígjanna og var fastur gestur á sterkustu skákmótum hvers ár. Jussupow naut á sínum ferli þjálfunar Mark Dvoretsky sem er talinn einn besti þjálfari sögunnar og höfundur þekktra bóka. Saman stóðu þeir að stofnun skákskóla þar sem m.a. Svidler og Movsesian námu.
Jussupow er höfundur bókaflokkanna "Build up your chess" og "Boost up your chess" sem hafa verið fáanlegir hjá Sigurbirni Björnssyni skákbókasala síðustu árin og eru talsvert notaðir hér á landi við þjálfun og kennslu.
Fyrirlestur Jussupow hefst klukkan 20:00 á sal Skákskólans að Faxafeni 12.
Fyrirlesturinn er ekki opinn en þjálfarar með FIDE-réttindi eru sérstaklega boðnir velkomnir en auk þeirra hafa rétt til mætingu tveir frá hverju skákfélagi. Æskilegt er að þeir sem hafi ekki FIDE-réttindi skrái sig í gegnum stjórnir sinna félaga.
Skráning á skaksamband@skaksamband.is fyrir föstudagshádegi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2015 | 10:40
Skákþing Hugins á Húsavík - Fjórir enn efstir
Staða efstu manna á skákþingi Hugins á Húsavík breyttist ekkert eftir skákir 4. umferðar sem fram fór í gær. Fjórir efstu menn áttust við og enduðu báðar skákirnar með jafntefli. Í hinum tveimur viðureignunum áttust Ármann Olgeirsson og Sigurbjörn Ásmundsson við og Hlynur Snær Viðarsson tefldi við Sam Rees. Ármann og Hlynur höfðu betur.
Skák Jóns Aðalsteins Hermannssonar og Ásgeirs Inga Unnsteinnssonar var tefld á laugardag og lauk henni með sigri Jóns. Skák Ævars Ákasonar og Hermanns Aðalsteinssonar fer fram í kvöld. Úrslit í þeirri skák hefur ekki áhrif á stöðu efstu manna. Að henni lokinni verður pörun 5. umferðar birt.
Smári Sigurðsson, Rúnar Ísleifsson, Hjörleifur Halldórsson og Jakob Sævar Sigurðsson eru efstir á mótinu með 3 vinninga hver.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2015 | 01:51
Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram 19.-21. mars
Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga 2014-2015 fer fram dagana 19.-21 mars. nk. Mótið fer fram í Rimaskóla, Reykjavík. Keppnin hefst (eingöngu í 1.deild) kl. 19.30 fimmtudaginn 19. mars. Aðrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 20. mars kl. 20.00 og síðan laugardaginn 21. mars. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag.
Þau félög sem enn skulda þátttökugjöld þurfa að gera upp áður en seinni hlutinn hefst.
Vakin er athygli á nýrri grein í reglugerð. Taflfélög í 1. deild eru beðin að tilkynna til SÍ nöfn skákstjóra sinna.
- gr.
Framkvæmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuð er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveður töfluröð og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga. Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber að útvega einn skákstjóra.
Þeir sem geta lánað digital skákklukkur eru vinsamlega beðnir að svara og láta vita um fjölda.
2.3.2015 | 20:31
Hannes með góðan sigur á EM - er í fimmta sæti!
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2573) vann góðan og sannfærandi sigur á spænska stórmeistaranum Ivan Salgado Lopez (2628) í sjöttu umferð EM einstaklinga í Jerúsalem í dag. Hannes hefur 4½ og er í 5.-25. sæti (fimmti á stigum). Hann er aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Hannes er aðeins annar tveimur skákmönnum úr Vestur-Evrópu meðal 35 efstu manna. Hinn er Englendingurinn David Howell sem er í 20. sæti.
Á morgun teflir Hannes við rússneska ofurstórmeistarann Nikita Vitiugov (2735) sem er næststigahæstur keppenda.
Guðmundur Kjartansson (2484) tapaði fyrir rússneska stórmeistarann Evgeny Romanov (2625) og hefur 3 vinninga og er í 110.-163. sæti (140. sæti á stigum). Á morgun teflir hann við heimamanninn David Gorodetzky (2210).
Alls taka 250 skákmenn frá 33 löndum þátt í mótinu. Þar af eru 113 stórmeistarar. Hannes er nr. 84 í stigaröð keppenda en Guðmundur er nr. 116. Alls er tefldar 11 umferðir.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 13)
- Chess-Results
2.3.2015 | 16:42
Skákdeild Fjölnis stendur fyrir Sturlubúðum 7. og 8. mars
Áhugasömum skákkrökkum á grunnskólaaldri sem æfa skák reglulega er boðið að taka þátt í skákbúðum í Vatnaskógi helgina 7.–8. mars nk.
Það er skákdeild Fjölnis í samstarfi við Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands sem stendur fyrir skákbúðunum í fjórða sinn. Fyrri þrjú námskeiðin heppnuðust mjög vel bæði hvað varðar árangur og ánægju. Kennarar verða þau Helgi Ólafsson, Lenka Ptacnikova, Stefán Bergsson og Björn Ívar Karlsson. Í Vatnaskógi er frábær aðstaða fyrir starfsemi skákbúðanna, vistlegur svefnskáli sem rúmar alla undir einu þaki, íþróttahús, tómstundaaðstaða og góður matur í matar-og kaffihléum. Aðeins er reiknað með 40 þátttakendum og því rétt að áhugasamir skákkrakkar skrái sig sem fyrst á skrifstofu Skáksambands Íslands s. 568 9141 eða í tölvupósti á netfangið skaksamband@skáksamband.is. til að missa ekki af þessum einstæða viðburði. Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis og fararstjóri svarar upplýsingum í síma 664 8320.
Verð á hvern þátttakanda er 7500 kr fyrir þessa tvo daga. Innifalið í gjaldinu er allur matur, kennsla, skálaleiga, þátttaka í Góu páskaeggjaskákmótinu og viðurkenningar. Rútuferð fram og til baka kostar 2500 kr til viðbótar. Kostnaður því alls 10.000 kr. Í síðustu skákbúðum sem haldnar voru að Úlfljótsvatni í febrúar 2014 greiddu nokkur skákfélög hluta gjaldsins fyrir sína félaga.
Sturlubúðir eru kenndar við Sturlu Pétursson skákfrömuð sem þjálfaði unga og efnilega skákkrakka um og eftir miðja síðustu öld og er alnafni hans styrktaraðili Fjölnis við framkvæmd skákbúðanna. Lagt er af stað frá BSÍ / N1 kl. 10 á laugardagsmorgni og komið til baka kl. 15:45 á sunnudegi.
Sjá nánar PDF-viðhengi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 1
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 169
- Frá upphafi: 8779107
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 105
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar