Bloggfćrslur mánađarins, mars 2015
2.3.2015 | 11:03
Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák
Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák fer fram um páskanna. Mótiđ fer fram á höfuđborgarsvćđinu og verđur nánari stađsetning mótsins tilkynnt síđar.
Dagskrá mótsins er sem hér segir:
- 1. umferđ, Föstudagurinn, 27. mars
- 2. umferđ, Laugardagurinn, 28. mars
- 3. umferđ, Laugardaginn, 28. mars
- 4. umferđ, ţriđjudaginn 31. mars
- 5. umferđ, miđvikudaginn, 1. apríl
- 6. umferđ, föstudagurinn (langi), 3. apríl
- 7. umferđ, föstudagurinn (langi), 3. apríl
- 8. umferđ, laugardagurinn, 4. apríl
- 9. umferđ, sunnudagurinn, 5. apríl.
Nánara fyrirkomlagi mótsins verđur tilkynnt á nćstu dögum.
Landsliđsflokkur fer fram í maí nk. og verđur nánara fyrirkomulag tilkynnt fljótlega.
2.3.2015 | 07:00
Atkvöld hjá Hugin í kvöld - viltu tefla viđ Mamedyarov?
Mánudaginn 2. mars 2015 verđur atkvöld hjá Skákfélaginu Huginn í Mjóddinni og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Auk ţess gefur efsta sćtiđ á atkvöldinu ţátttökuréttt í fjöltefli Mamedyarovs sem fram fer um morguninn fimmtudaginn 12. mars í Gamma.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2015 | 22:58
Skáksprengja í Grafarvogi. 115 grunnskólanemendur mćttu á Skákhátíđ Rótarý og Fjölnis
Ţađ fór vel á ţví ađ efnilegustu skákmenn Íslands, ţau Vignir Vatnar Stefánsson og Nansý Davíđsdóttir, kćmu hnífjöfn í mark međ fullt hús á gífurlega fjölmennu barna-og unglingaskákmóti sem Rótarýklúbburinn Reykjavík Grafarvogur og Skákdeild Fjölnis héldu í Rimaskóla í gćr.
Já slíkur var fjöldinn ađ ţessi tvö efstu náđu ekki ađ tefla saman í ţeim sex umferđum sem tefldar voru. Skákhátíđin í Rimaskóla togađi til sín 115 grunnskólakrakka á öllum aldri, drengi og stúlkur. Ábyggilega hafa glćsilegir vinningar og ekki síđur pítsuveislan og ókeypis bíómiđi haft sitt ađ segja ţví allt var ţetta í bođi Rótarýklúbbsins.
Jón L. Árnason stórmeistari og heimsmeistari unglinga áriđ 1977 og rótarýfélagi var heiđursgestur mótsins og lék fyrsta leikinn fyrir Óskar Hákonarson í skák hans viđ Vigni Vatnar. Í framhaldinu hófst taflmennskan út um allan sal og inn um ganga Rimaskóla. Mótiđ gekk einstaklega vel fyrir sig ţrátt fyrir hálftíma seinkun viđ innritun ţegar löng röđ myndađist viđ skráningarborđiđ.
Eftir fjórar umferđir var öllum keppendum bođiđ upp á pítsur og safa sem runnu ljúft niđur í skákmeistarana. Strax ađ móti loknu fór fram glćsileg verđlaunahátíđ. Tíu efstu skákmenn mótsins og ţrjár efstu stúlkurnar fengu gjafabréf upp á 4000 - 5000 kr. Auk ţess voru dregnir út sjö happadrćttisvinningar frá nammibar Hagkaups. Allir 115 keppendurnir luku keppni međ glćsibrag og fengu ókeypis bíómiđa í Laugarásbíó ađ launum.
Rótarýklúbburinn Reykjavík Grafarvogur á heiđur skiliđ fyrir frábćran stuđning viđ unga og áhugasama skákkrakka. Ţeir voru fjölmennir á mótsstađ, röđuđu upp, bćttu endalaust viđ borđum, stóđu vel ađ pítsuafgreiđslunni og ađstođuđu yngstu skákmennina ţegar ţörf var á. Rótarýklúbburinn var međ ţessari skákhátíđ ađ halda upp á Rótarýdaginn og vöktu um leiđ athygli á fyrirmyndar félagsstarfi í hverfinu. Ţar völdu ţeir Skákdeild Fjölnis og undirbjuggu hátíđarhöldin í samstarfi viđ Helga Árnason formann skákdeildarinnar sem var skákstjóri ásamt Páli Sigurđssyni.
Í verđlaunasćtum auk ţeirra Vignis Vatnars og Nansýjar voru ţeir Dawid Kolka Álfhólsskóla, brćđurnir Óskar Víkingur og Stefán Orri Davíđssynir Ölduselsskóla, Jóhann Arnar Finnsson og Joshua Davíđsson úr Rimaskóla, Alexander Mai Laugarnesskóla, Benedikt Ţórisson og Arnar M. Heiđarsson Hörđuvallaskóla. Ţćr Andrea Rut Friđriksdóttir Rimaskóla og Elsa Kristín Arnaldardóttir Hofsstađaskóla hlutu 2. og 3. verđlaun stúlkna og er frammistađa ţeirrar fyrrnefndu athyglisverđ ţví ađ hún var ađ taka ţátt í sínu fyrsta skákmóti.
Sjá Chess-Results og myndaalbúm (HÁ)
1.3.2015 | 21:42
Gummi međ sigur - Hannes međ jafntefli
Guđmundur Kjartansson (2484) vann Ísraelsmanninn Sam Drori (2173) í sjöttu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í Jerúsalem í dag. Hannes Hlífar Stefánsson (2573) gerđi hins vegar öruggt jafntefli viđ rússneska stórmeistarann Ivan Popov (2629). Hannes hefur 3,5 vinning og er í 17.-59. sćti (17. á stigum) en Gummi hefur 3 vinninga og er í 60.-117. sćti (110. á stigum).
Úkraínski stórmeistarinn Anton Korobov (2687) er einn efstur međ 4,5 vinning.
Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ spćnska stórmeistarann Ivan Salgado Lopez (2628) en Gummi viđ rússneska stórmeistarann Evgeny Romanov (2625).
Alls taka 250 skákmenn frá 33 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 113 stórmeistarar. Hannes er nr. 84 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 116. Alls er tefldar 11 umferđir.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 13)
- Chess-Results
Spil og leikir | Breytt 2.3.2015 kl. 09:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2015 | 11:16
Heimsmeistarinn heimsćkir Reykjavíkurskákmótiđ!
Heimsmeistarinn í skák, hinn norski Magnus Carlsen, verđur heiđursgestur Reykjavíkurskákmótsins í ár. Hann dvelur á landinu 13.-16. mars í bođi mótshaldara. Nákvćm dagskrá heimsmeistarans á međan dvölinni stendur hefur ekki veriđ gefin upp en ţó er líklegt ađ hann heimsćki leiđi Fischers og láti sjá sig á mótsstađ Reykjavíkurmótsins í Hörpu, áritađi bćkur og gćfi áhugasömum tćkifćri á myndatökum.
Magnus mun án efa fylgjast sérstaklega međ skákum föđur síns Henriks Carlsens, og helsta ađstođarmanns síns, Jons Ludgvis Hammers, en ţeir eru báđir međal keppenda á mótinu.
Magnus á góđar minningar frá Íslandi. Hann sló fyrst í gegn á heimsvísu ţegar hann tefldi á Reykjavik Rapid mótinu áriđ 2004, ţá ađeins 14 ára, og gerđi eftirminnilegt jafntefli viđ Garry Kasparov. Magnus tók tvívegis ţátt í Reykjavíkurskákmótinu, árin 2004 og 2006 en náđi í hvorugt skiptiđ ađ vinna mótiđ ţó litlu hafi munađ. Magnus bar hinsvegar sigur úr býtum á Glitni Blitz 2006 sem er eitt sterkasta hrađskákmót sem fariđ hefur fram á Íslandi.
Skáksamband Íslands býđur heimsmeistarann og stigahćsta skákmann allra tíma hjartanlega velkominn til landsins og fagnar ţví sérstaklega ađ sterkustu skákmenn heims skuli koma hingađ ár eftir ár til ađ heimsćkja Reykjavíkurskákmótiđ en skemmst er ađ minnast ţess ađ Garry Kasparov var heiđursgestur ţess í fyrra.
Nánar verđur greint frá komu heimsmeistarans á nćstu dögum.
Magnus sjálfur greinir frá komu sinni á Reykjavíkurskákmótiđ á bloggsíđu sinni en ţar segir hann međal annars:
Ill also visit Iceland during Reykjavik Open, without playing myself, to finally see some of the attractions I missed out on in 2004 and 2006, and to see how some of my friends and my father are doing first hand.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 5
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 8779111
Annađ
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 109
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar