Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2014

Kínverjar og Rússar Ólympíumeistarar

P1020467Helstu úrslit eru nú ljós á Ólympíuskákmótinu. Kínverjar eru Ólympíumeistarar í opnum flokki og Rússar í kvennaflokki. Vel gekk hjá íslenska kvennaliđinu sem vann stórsigur á Jamaíka 3,5-0,5 en liđiđ í opnum flokki steinlág 0,5-3,5 fyrir Egyptum.

Gerđ verđur nánari grein fyrir mótinu síđar ţegar öll úrslit liggja fyrir.

Reglulegar fréttir eru á Chess24.com um ganga mála. Heimasíđa Hróksins sinnir auk ţess Ólympíuskákmótinu afar vel.

 


Dagur 14 - teflt til verđlauna í dag!

P1020448Íslenska liđiđ hefur möguleika á verđlaunasćti á Ólympíuskákmóti. Mótiđ er skipt um fimm flokka eftir međalstigum í b-flokki liđin sem er styrkleikarađađ 36.-70. Viđ erum ţar efstir međ 13 stig ásamt sjö öđrum ţjóđum en erum efstir á oddastigum (tiebreak). Stöđuna má finna á Chess-Results. Sigur í dag er ţví nauđsynlegur í verđlaunasćti.

Viđ erum einnig efstir í Norđurlandakeppninni og ţar er sigur einnig nauđsynlegur ţví Norđmenn sem eru jafnir okkur ađ stigum en međ lćgri oddastig en viđ og örugglega vinna í dag.

Umferđ dagsins

Egyptar eru hins vegar sterkir. Hafa međalstigin 2547 skákstig í dag á móti 2515 međalstigum P1020435okkar. Viđ erum stigahćrri á 2. og 4. borđi ţar sem viđ höfum hvítt en ţeir á 1. og 3. borđi. Í okkar tilfelli vćri ţví gott ađ ná ţar 1˝ vinningi međ hvítu mönnunum.

Viđ höfum einu teflt viđ áđur. Ţađ var áriđ 2002. Ţá unnum viđ 2˝-1˝ en á ţeim tíma vorum viđ mun sterkari en Egyptar. Ţrír af ţeim fjórum sem tefla í dag tefldu ţá ţ.e. Hannes, Helgi og Ţröstur. Auk ţeirra tefldi Helgi Áss. Hannes vann á fyrsta borđ. 

P1020455Stelpurnar tefla viđ Jamaíka. Viđ tefldum viđ í lokaumferđinni í Khanty Mansiesk 2010 en ţá var ég liđsstjóri sveitarinnar. Sá viđureign er mér mjög minnisstćđ. Um ţá viđureign sagđi á Skák.is:

Viđureign kvennasveitarinnar í lokaumferđinni varđ ekki síđur ćsileg. Til ađ byrja međ leit viđureignin vel út. Bćđi Hallgerđur og Jóhanna unnu örugga sigra, Sigurlaug hafđi góđa stöđu og lék af sér og tapađi. Lenka tefldi ćsilegustu skák umferđarinnar. Hún fékk betra en tefldi ónákvćmt og skyndilega var stađan á borđinu orđin hrikalega spennandi og Lenka gat hćglega tapađ. Ég var eini Íslendingurinn sem eftir var en ţarna voru örugglega um 8-10 Jamaíkabúar sem voru á nálum enda vćntanlega hafđi ţetta veriđ einn ţeirra besti árangur ef ţeir hefđu náđ 2-2 jafntefli. Lenka lék einu sinni ţegar hún átti 1 sekúndu eftir og heyrđi ég ţá vonbrigđastunurnar fyrir aftan mig. Ekki urđu ţćr minni ţegar Lenka snéri á Jamaísku. Ţegar Lenka hafđi unniđ ákvađ ég ađ sýna mikla hógvćrđ í virđingaskini viđ ţessu stuđningsmenn. 

Hér ćtti sigur ađ tryggja okkur viđunandi sćti.

FIDE-ţing

Ritstjóri hefur veriđ býsna upptekinn síđustu ţrjá daga á FIDE-ţingi og hefur Ingvar Ţór P1020410Jóhannesson leyst mig međ miklum sóma. Í dag  hélt reyndar FIDE-ţingiđ áfram en ég ákvađ ađ sleppa ţví enda allar kosningar búnar og mun mikilvćgara ađ fylgjast međ mínu fólki á skákstađ.

Sérstök samkoma ţessi ţing. Í gćr var ég ađ til rúmlega 22 og í upphafsdaginn til 23. Fólk tengt Kirsans vann hverja einustu kosningu og unnu t.d. heimsálfukosningarnar. Greinilega var listum dreift og ţađ fór ekki framhjá manni ađ sumir gerđu samninga.

Evrópulönd sem ađ öllu jöfnu ćttu ađ styđja Kasparov opinberlega en kusu ađ gera ţađ ekki - fengu svo tilnefningar í góđ embćtti og greinilega á listum Kirsans-manna.

P1020446Garry Kasparov var fremur niđurbrotinn í gćr Í stađ ţess ađ leita samninga og óska eftir 1-2 góđum embćttum gerđi hann ţađ ekki. FIDE-menn hefđu örugglega veriđ tilbúnir ađ gefa eitthvađ eftir en Kirsan hefur veriđ ţekktur fyrir ađ ná gömlum andstćđingum til sín á ţann hátt. Ţess í stađ var Garry ađ reyna ađ sprikla međ fólk á sínum vegum sem aldrei náđi árangri í neinum kosningum.

Kosningaferliđ er saga út fyrir sig. Mjög flókiđ ferli er í gangi og ţurfti oft ađ kjósa aftur. Kosiđ er eftir nafnakalli í stađ ţess ađ taka upp einhvers konar rafrćnt kerfi. Á međan taliđ var ţurftu svo allir bíđa á međan. Veitingar af skornum skammti og fulltrúar nánast sveltir?

Nigel Short lýsti ţessu svo á Twitter:

I have had a glimpse of Hell. It resembles an endless FIDE General Assembly.

Til ađ fullkomna „ekki mínir dagar" fyrir Kasparov fékk Batumi í Georgíu Ólympíuskákmótiđ 2018 en ekki Durban í Suđur-Afríku í kosningunum í gćr. Eftir ađ hafa veriđ í kringum Kasparov undanfariđ er ljóst ađ hann hefur stóra veikleika. Hann gerir ekki málamiđlanir. Stundum má t.d. gefa eitthvađ eftir og fá annađ í stađinn. Ţađ virđist hann aldrei geta gert.

Hátíđ í kvöld

Sama hvernig allt fer - ćtlar íslenska ađ borđa saman í kl. 17 í bođi SÍ. Viđ förum svo í lokahófiđ kl. 20 og gerum okkur góđan dag. Enda er brottfor ekki fyrr en kl. 18:40 á morgun.

Áfram Ísland!

 

P1020475

 

Gunnar Björnsson


Lokaviđureignir - Egyptar og Jamaíka

Lokaviđureignir Ólympíuskákmótsins fara fram snemma á morgun, fimmtudag, klukkan 09:00 ađ íslenskum tíma!

Baráttan á toppnum verđur hörđ en líklegast geta ađeins Kínverjar og Ungverjar hampađ titlinum. Skemmtileg vćri ef Ungverjar tćkju ţetta í líklegast síđustu kappskák Judit Polgar. Hinsvegar hafa Kínverjarnir átt frábćrt mót og eiga sigurinn fyllilega skilinn.  Kínverjar fá Pólverja en Ungverjar erfiđar viđureign gegn Ivanchuk og félögum frá Úkraínu.

Í kvennaflokki ćttu Rússar ađ eiga sigurinn vísann nema Búlgarir nái ađ stríđa ţeim nóg í síđustu umferđ međ Stefanovu í broddi fylkingar. Takist ţađ ţurfa Kínverjar ađ taka erfiđar viđureign gegn Úkraínu.

Viđureignir okkar liđa:
 

 Egyptaland - Ísland

egy_isl

Ísland fćr gríđarlega mikilvćga viđureign gegn Egyptum en fyrir hana sitjum viđ í 27. sćti efst Norđurlandaţjóđa. Egyptarnir eru vissulega hćttulegir og međ virkilega hćfileikaríka skákmenn í ţeim Bassem Amin og Ahmed Adly en hisnvegar sluppum viđ mögulegar ofursveitir sem hefđu veriđ erfiđari viđureignar. 

Egyptar eru í raun örlítiđ hćrri en viđ á töflunni en eins og menn hafa veriđ ađ tefla í mótinu eigum viđ fulla möguleika á ađ hafa sigur í ţessari viđureign.

Ef ţađ hefst má fastlega gera ráđ fyrir ađ viđ náum besta árangri síđan 1996 í Yerevan ţegar 12. sćtiđ varđ niđurstađan. Besti árangur ţar á milli var 22. sćtiđ áriđ 2002 ţar sem viđ unnum einmitt Egypta 2,5-1,5 en ţó er vert ađ taka fram ađ sveit ţeirra ţá var mun veikari.

Guđmundur hvílir og ţví reynslumestu mennirnir sem taka slaginn í ţessari gríđarlega skemmtilegu viđureign sem kemur til međ ađ ákveđa hreinlega hvort mótiđ verđur gott eđa frábćrt. Norđurlandameistaratitilinn yrđi jafnframt okkar auk ţess sem ritstjóri fćr ekki betur séđ en ađ viđ tćkjum hina svokölluđu B-keppni en liđum er skipt niđur í flokka eftir styrkleika svo allir hafi í raun eitthvađ ađ keppa ađ. 

 

Bein útsending verđur hér >> 

 

Jamaíka - Ísland

 

jam_isl

 

 

 

Ţađ kemur í hlut Elsu Maríu ađ hvíla í síđustu umferđinni í kvennaflokki. Ísland mćtti einnig Jamaíku áriđ 2010 í síđustu umferđ. Og ţví í annađ skiptiđ sem stelpurnar fá "deja-vu" í ţessu móti en Namibía sem viđ fengum í fyrstu umferđ var einnig andstćđingurinn í fyrstu umferđ 2012.

Viđ erum mun stigahćrri á öllum borđum og margir keppendur frá Jamaíku óreyndir. Hér er full krafa sett á ađ sigri verđi skilađ í hús.

Liđiđ situr sem stendur í 66. sćti og sigur í lokaumferđ myndi skila liđinu ofar í töfluna en stađan í byrjun sagđi til um. Ţađ myndi gera mótiđ vel viđunandi og skila liđinu á svipađar slóđir og í fyrri mótum en stefnan var ţó sett hćrra fyrir mótiđ.

 

Bein útsending verđur hér >> 

Muniđ ađ umferđin hefst 09:00 ađ íslenskum tíma! 


Meistaramót Hugins (suđursvćđi) hefst 25. ágúst

Meistaramót Hugins (suđursvćđi) 2014 hefst mánudaginn 25. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 8 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 9. september. Leyft verđur ađ taka 2 yfirsetur í 1.-6 umferđ sem tilkynna ţarf um fyrir lok nćstu umferđar á undan. Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi.  Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.  Skráning verđur hér Skákhuganum og hér á Skák.is.

Teflt er á mánudögum, ţriđjudögum og miđvikudögum.

Ađalverđlaun:

  1. 50.000
  2. 40.000
  3. 30.000

Upplýsingar um aukaverđlaun koma síđar.

Ţátttökugjöld:

  • Félagsmenn kr. 3.500; ađrir 4.500-
  • Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.500; Ađrir 3.500.
  • Allir titilhafar fá frítt í mótiđ

Umferđartafla: 

  • 1. umferđ, mánudaginn, 25. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ, ţriđjudaginn, 26. ágúst, kl. 19:30
  • 3. umferđ, miđvikudaginn, 27. ágúst, kl. 19:30
  • 4. umferđ, mánudaginn, 1. september, kl. 19:30
  • 5. umferđ, ţriđjudaginn, 2. september, ágúst, kl. 19:30
  • 6. umferđ, miđvikudaginn, 3. september, kl. 19:30
  • 7. umferđ, mánudaginn, 8. september, kl. 19:30
  • 8. umferđ ţriđjudaginn, 9. september, kl. 19:30

Judit Polgar leggur kónginn á hilluna

jpolgar Hin óumdeilda skákdrottning og stigahćsta skákkona allra tíma, Judit Polgar, hefur ákveđiđ ađ leggja taflmennskuna til hliđar og snúa sér ađ öđru.

Ţetta var tilkynnt af vefnum The-Times sem virđast hafa keypt réttinn á ţví ađ birta ţessa frétt fyrstir og er í raun bara hćgt ađ lesa hana međ ţví ađ borga fyrir efniđ.

Ákvörđunin liggur engu ađ síđur fyrir. Líklegt er ađ Judit Polgar tefli sína síđustu kappskák á morgun og einhverjir möguleikar eru á ţví ađ Judit gćti endađ ferilinn međ Ólympíugulli međ sveit Ungverja. Ţađ vćri í raun sanngjarn endir á frábćrum ferli.

Ekki ţarf ađ fjölyrđa um hversu mikinn ćgishjálm Judit hefur boriđ yfir kvennaskák. Í raun er rangt ađ tala um kvennaskák og Judit Polgar í sömu andrá ţar sem Judit hefur ávallt neitađ ađ tefla í Heimsmeistaraeinvígjum kvenna og alla tíđ teflt á jafnfréttisgrundvelli viđ bestu skákmenn heims.

Hćst náđi Judit 2735 elóstigum og númer 8 á Heimslistanum. Judit var ţekkt fyrir mjög skarpan og skemmtilegan stíl og hafa ófaír heimsklassa skákmennirnir legiđ í valnum eftir stórsókn drottningarinnar.

Ljóst er ađ Judit verđur ađ öllum líkindum talinn fremsta skákkona allra tíma ţegar sögubćkur verđa skođađar í framtíđinni. Hin kínverska Hou Yifan gerir nú atlögu ađ ná Judit ađ stigum en langt er í ađ hún geti boriđ sig saman viđ drottninguna.

Polgar er orđin tveggja barna móđir og orkan sem fer í ađ viđhalda skákferli á ćđstu stigum íţróttarinnar er eitthvađ sem hún getur ekki sameinađ ţví hlutverki. Ţví hefur hún tekiđ ţessa ákvörđun.

Hver veit ţó...eitthvađ segir okkur ađ Judit eigi nú eftir ađ grípa í eina til tvćr bröndóttar ţegar fram líđa stundir. Hvađ svo sem gerist í framtíđinni, ekki missa af skák Judit Polgar á morgun!


Hrađskákkeppni taflfélaga: Reyknesingar unnu Akureyringa

Reyknesingar unnu nokkuđ óvćntan sigur á Akureyringum í viđureign félaganna sem fram fór sl. sunnudag í húsnćđi Skáksambandsins. Reyknesingar sigruđu 39-33.

Liđ Reyknesinga skipuđu Björgvin Jónsson, Jóhann Ingvason, Örn Leó Jóhannsson, Siguringi Sigurjónsson, Agnar Ólsen og Guđmundur Sigurjónsson.

Fyrir Akureyringa tefldu Halldór Brynjar Halldórsson, Stefán Bergsson, Jón Ţ. Ţór, Loftur Baldvinsson, Sigurjón Sigurbjörnsson, Símon Ţórhallsson og Óskar Long Einarsson.

tafla.png

 


Íslenska liđiđ í 27. sćti fyrir lokaumferđina - gríđarleg spenna

Íslenska liđiđ er í 27. sćti ađ lokinni tíundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fór í gćr. Ţá náđi sveitin afar góđum úrslitum gegn sterkri sveit Tyrkja 2-2. Sveitin er efst norrćnna ţjóđa og mćtir öflugri sveit Egypta á morgun en frídagur er í dag. Íslenska sveitin hefur ekki tapađ viđureign síđan í fjórđu umferđ. Sveitin hefur 13 stig af 20 mögulegum. 

Vert er ađ benda á frábćra frammistöđu Hannesar sem hefur 6 vinninga af 8 mögulegum á fyrsta borđi. Árangur hans samsvarar 2693 skákstigum! Hjörvar, Ţröstur og Helgi hafa einnig stađiđ sig afar vel. Hjörvar hefur 6,5 vinning af 9 mögulegum en Ţröstur og Helgi hafa 5,5 vinning af 8 mögulegum. 

Ţađ er ţó skammt í nćstu sveitir en a- og b-sveitir Norđmanna, Svíar og Finnar hafa 12 stig. Ţađ er ţví mikil spenna hver hampar hinum óformlega Norđurlandameistaratitli.

Stađan:

  • 27. Ísland 13 stig
  • 39. Noregur 12 stig
  • 43. Noregur II 12 stig
  • 47. Svíţjóđ 12 stig
  • 50. Finnland 12 stig
  • 64. Fćreyjar 11 stig
  • 75. Danmörk 10 stig
  • 83. Noregur III 10 stig

 
Kínverjar eru efstir á sjálfu Ólympíuskákmótinu en ţeir hafa 17 stig. Ungverjar eru ađrir međ 16 stig. Átta liđ hafa 15 stig og ţar á međal Rússar, Úkraínumenn og Frakkar. Kínverjar mćta Pólverjum í lokaumferđinni, Ungverjar keppa viđ Úkraínumenn og Rússar tefla viđ Frakka.

Kvennaflokkur

Íslenska kvennasveitin hefur 10 stig og er í 66. sćti. Svíar og Norđmenn eru efstir Norđurlandaţjóđanna međ 12 stig

Flestir stefnir ţar í sigur Rússa sem hafa 18 stig. Kínverjar og Úkraínumenn koma nćstir međ 17 stig. Rússar tefla viđ Búlgari en Kínverjar og Úkraínumenn mćtast í mjög mikilvćgri viđureign.

Lokaumferđin hefst kl. 9 í fyrramáliđ.

Rétt er ađ benda á heimasíđu Hróksins sem gerir Ólympíuskákmótin afar góđ skil.

Jómfrúin (Jón Viktor Gunnarsson) sigurvegari Borgarskákmótsins

IMG_2119

Jón Viktor Gunnarsson, sem tefldi fyrir Jómfrúnna og Ólafur B. Ţórsson sem tefldi fyrir  Gámaţjónustuna   voru efstir og jafnir međ 6v af sjö mögulegum á vel skipuđu Borgarskákmóti sem fram fór í Ráđhúsi Reykjavíkur í gćr. Eftir stigaútreikning var Jón Viktor úrskurđađur sigurvegari. Héđinn Steingrímsson sem tefldi fyrir Landsbankann, Sverrir Ţorgeirsson sem tefldi fyrirÍslandspóst, og Gunnar Freyr Rúnarsson sem tefldi fyrir Eflingu stéttarfélag urđu nćstir međ 5,5 vinninga.

IMG_204461 keppandi tók ţátt sem sćmileg ţátttaka miđađ viđ ađ Ólympíumótiđ stendur yfir á sama tíma. Nýr formađur ÍTR Ţórgnýr Thoroddsen, setti mótiđ og lék fyrsta leikinn í skák í Héđins Steingrímssonar og Johns Ontiveros.

IMG_2115Skákstjórar voru Vigfús Ó. Vigfússon, Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Andrea Margrét Gunnardóttir. Ţađ voru Skákfélagiđ Huginn og Taflfélag Reykjavíkur sem héldu mótiđ sem fram hefur fariđ árlega síđan á 200 afmćli Reykjavíkurborgar áriđ 1986.

Lokastađan:

Röđ      Nafn                                                            Vinn.  M-Buch.

1-2       Jón Viktor Gunnarsson, Jómfrúin,  6     21.5
Ólafur Ţórsson, Gámaţjónustan, 6     19.0
3-5       Héđinn Steingrímsson, Landsbanki Íslands, 5.5   22.5
Sverrir Ţorgeirsson, Íslandspóstur, 5.5   22.5
Gunnar Freyr Rúnarsson, Efling stéttarfélag, 5.5   19.5
6-9       Davíđ Kjartanson, Ţrír Frakkar-Hjá Úlfari, 5       24.5
Oliver Aron Jóhannesson, Ölstofan, 5      21.5
Ţorsteinn Ţorsteinsson, Suzuki bílar, 5      19.0
10-19 Helgi Brynjarsson, Slökkviliđ höfuđborgarsv.   4.5   23.0
Gauti Páll Jónsson, Reykjavíkurborg, 4.5   22.5
Símon Ţórhallsson, Malbikunarstöđin Höfđi, 4.5   22.0
Dagur Ragnarsson, Hótel Borg, 4.5   21.5
Guđfinnur Kjartansson, 4.5   19.5
Friđgeir Hólm, 4.5   19.0
Kristján Halldórsson, Samiđn,  4.5   19.0
Ţorvarđur Fannar Ólafsson, Faxaflóahafnir, 4.5   18.5
Gylfi Ţórhallsson, Guđmundur Arason ehf, 4.5   17.5
Loftur Baldvinsson, Gagnaveita Reykjavíkur, 4.5  15.5
20-29 Vignir Vatnar Stefánsson, Hamborgarabúllan, 4       22.5
Jón Ţór Bergţórsson, Húsasmiđjan, 4       20.5
Bjarni Hjartarson, MP banki, 4     20.5
Sćbjörn Guđfinnsson, 4     20.0
Jóhann Örn Ingvason, Tapas barinn, 4     19.5
Stefán Ţór Sigurjónsson, Mjólkursamsalan, 4     19.0
Jón Trausti Harđarson, Einar Ben, 4     19.0
Ögmundur Kristinsson, Verkís, 4     19.0
Kristján Örn Elíasson, Sorpa, 4     18.5
Lárus H. Bjarnason, 4     15.5
30-34 Stefán Bergsson, Hlölla bátar, 3.5   20.0
Ingvar Örn Birgisson, Íslandsbanki, 3.5   18.0
Sveinbjörn Jónsson, 3.5   17.0
Ingi Tandri Traustason, Valitor, 3.5   16.0
Finnur Kr. Finnsson, 3.5   15.0
35-46 John Ontiveros, Perlan, 3     19.0
Jóhann Arnar Finnsson, 3     18.0
Ólafur Kjartansson, ÍTR, 3     18.0
Sturla Ţórđarson, 3     17.0
Ásgeir Sigurđsson, 3     17.0
Jón Víglundsson, 3     16.5
Óskar Long Einarsson, 3     16.0
Óskar Víkingur Davíđsson, 3    16.0
Kristmundur Ólafsson,  3     15.5
Karl Egill Steingrímsson, 3     15.0
Sigurđur Freyr Jónatansson, 3     14.5
Guđmundur G. Guđmundsson, 3      9.5
47-50   Magnús V. Pétursson, Jói Útherji, 2.5   18.0
Hjálmar Sigurvaldason, 2.5   15.5
Gunnar Örn Haraldsson, 2.5   15.0
Bragi Ţór Thoroddsen, 2.5   12.5
51-56    Guđmundur Agnar Bragason, 2       17.5
Arnljótur Sigurđsson, 2      17.0
Heimir Páll Ragnarsson, 2      15.0
Aron Ţór Mai, 2      14.5
Stefán Orri Davíđsson,  2      14.0
Alexander Oliver Mai, 2      14.0

57-58   Ţorsteinn Magnússon,  1.5   13.5
Halldór Atli Kristjánsson, 1.5   13.5
59-61    Pétur Jóhannesson, 1      14.5
Björgvin Kristbergsson, 1     13.5
Brynjar Haraldsson, 1      7.5



Mjög gott jafntefli gegn Tyrkjum - efstir Norđurlandanna

P1020409Íslenska liđiđ í opnum flokki heldur áfram ađ gera góđa hluti á Ólympíuskákmótinu í Tromsö. Í dag náđist afar gott 2-2 jafntefli gegn sterkri sveit Tyrkja sem voru stigahćrri á öllum borđum. Hannes Hlífar vann mjög góđan sigur á fyrsta borđi og Hjörvar Steinn og Ţröstur gerđu jafntefli međ svörtu. Hjörvar var afar nćrri ţví ađ vinna. Guđmundur tapađi.

Íslenska liđiđ hefur nú endurheimt efsta sćtiđ í P1020421Norđurlandamótinu ţar sem Norđumenn ţurftu ađ sćtta viđ slćmt tap, 0,5-3,5, gegn Króötum ţar sem Magnus Carlsen tapađi.

Stelpurnar töpuđu 1,5-2,5 fyrir El Salvador. Lenka vann, Hallgerđur gerđi jafntelfi en Tinna Kristín og Elsa María töpuđu.

Rétt er ađ benda á heimasíđu Hróksins sem gerir Ólympíuskákmótin afar góđ skil. 

Kínverjar eru efstir fyrir lokaumferđina eftir sigur á Frökkum. Í kvennaflokknum unnu Úkraínukonur afar mikilvćgum sigur á Rússum sem eru engu ađ síđur efstir fyrir lokaumferđina.

Nánar verđur fjallađ um stöđu mótsins síđar í kvöld.

Frídagur er á morgun.

 


Viđureignir dagsins: Tyrkland og El Salvador

Ísland mćtir sterku liđi Tyrkja í Opna flokknum en Tyrkirnir eru sterkari á pappírnum. Í kvennaflokki er ţađ El Salvador og ţar erum viđ nokkuđ stigahćrri og ćttum ađ ná sigri.

Ísland - Tyrkland 

Bo.43  Iceland (ISL)Rtg-26  Turkey (TUR)Rtg 
16.1GMStefansson, Hannes2536-GMSolak, Dragan2632 
16.2GMGretarsson, Hjorvar Steinn2543-GMEsen, Baris2589 
16.3IMKjartansson, Gudmundur2448-GMYilmaz, Mustafa2569 
16.4GMThorhallsson, Throstur2426-GMIpatov, Alexander2614 

 Helgi hvílir hjá okkur og ţetta ţýđir ađ Tyrkirnir eru mun stigahćrri á öllum borđum. Gríđarlega verđugt verkefni í dag og ljóst ađ sigur myndi fleyta liđinu langt.

Bein útsending 

 

Ísland - El Salvador

Bo.64  Iceland (ISL)Rtg-66  El Salvador (ESA)Rtg 
29.1WGMPtacnikova, Lenka2273-WFMSanchez, Ingrid2020 
29.2 Thorsteinsdottir, Hallg.1982-WFMAvelar, Gabriela1903 
29.3 Finnbogadottir, Tinna K.1915- Garcia, Alcira1692 
29.4 Kristinardottir, Elsa Maria1839-WFMMelendez, Gabriela1877 

 Jóhanna hvílir en afmćlsibarniđ Elsa María kemur vonandi sterk inn líka. Viđ höfum mun hćrri međalstig og mikiđ frumkvćđi á efsta borđi. Krafan er sett á sigur í dag!

Bein útsending 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779680

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband