Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Fimm efstir á Stórmóti TR og Árbæjarsafns

Segja má að skákvertíðin hefjist með Stórmóti TR og Árbæjarsafns, en mótið fór fram annan sunnudag í ágúst eins og yfirleitt.

Mæting fór fram úr björtustu vonum, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hversu margir fastagestir eru uppteknir við að verja hróður landans í konungdæminu sem landnámsmenn vorir flúðu á sínum tíma.

37 keppendur mættu til leiks á öllum aldri og fóru leikar þannig að 5 keppendur urðu efstir og jafnir með 5 og hálfan vinning af 7 mögulegum, gamli fléttumeistarinn Gylfi Þórhallsson, Ísfirðingurinn knái Guðmundur Gíslason, Íslandsmeistarinn fyrrverandi Jón Viktor Gunnarsson og svo hinir sterku A-liðsmenn Taflfélags Reykjavíkur Þorvarður Fannar Ólafsson og Daði Ómarsson.

Lokastaðan:

1-5.Gylfi Þórhallsson 5,5v.
Jón Viktor Gunnarsson 5,5v.
Daði Ómarsson 5,5v.
Þorvarður Fannar Ólafsson 5,5v.
Guðmundur Gíslason 5,5v.
6.Gunnar Nikulásson 5v.
7-10.Sverrir Þorgeirsson 4,5v.
Símon Þórhallsson 4,5v.
Davíð Kjartansson 4,5v.
Örn Leó Jóhannsson 4,5v.
11-17.Björn Jónsson 4v.
Kristján Halldórsson 4v.
Kristmundur Þór Ólafsson 4v.
Kjartan Maack 4v.
Jóhann Arnar Finnsson 4v.
Óskar Long Einarsson 4v.
Einar Valdimarsson 4v.
18-22.Bjarni Sæmundsson 3,5v.
Stefán Þór Sigurjónsson 3,5v.
Jón Þór Bergþórsson 3,5v.
Gauti Páll Jónsson 3,5v.
John Ontiveros 3,5v.
23-28.Ásgeir Sigurðsson 3v.
Páll Snædal Andrason 3v.
Þorsteinn Magnússon 3v.
Sverrir Gunnarsson 3v.
Óskar Víkingur Davíðsson 3v.
Halldór Atli Kristjánsson 3v.
29-30.Kristján Örn Elíasson 2,5v.
Ólafur Kjartansson 2,5v.
31-36.Pétur Jóhannesson 2v.
Björgvin Kristbergsson 2v.
Einar Ingi Ingvarsson 2v.
Stefán Orri Davíðsson 2v. 
Alexander Björnsson 2v.
Kristján Uni Jensson 2v.
37.Símon Orri Sindrason 1v.


Kosningapistill

Ég ætla að minna að fjalla um skákir í gærdagsins enda fylgdist ég lítið með þeim nema smávegis í gegnum spjaldtölvu og síma. Ingvar tók yfir fréttaflutning Skák.is og gerði vel eins og honum er eigin lagði. Fyrir mig var dagurinn í gær - mikill dagur vonbrigða þótt vel hafi gengið hjá íslenksku liðunum.

FIDE-kosningar

Mér var það ljóst fyrir nokkrum dögum síðan að FIDE-kosningar væru að tapast og það jafnvel illa fyrir Garry Kasparov. Að sjálfsögðu stóðum við með okkar manni allan tímann.

Garry hélt fyrri ræðu gærdagsins og var hún mjög góð. Meðal annar lofaði hann 10.000.000$ framlagi í sjóði FIDE „á morgun" frá Rex Sinqenfeld.

Veikleikinn í þessu var augljóst. Fyrst og fremst að hann var á undan Kirsan í ræðuhöldum

Í kjölfar hans kom Kirsan ásamt hans liði. Hann sagði það væri ekki aðeins til ríkir bandarískir aðilar heldur líka rússneskir og lofaði 20.000.000$! Eiginlega spilaði hann algjörlega á Kasparov. Lofaði m.a. stuðningi við Kasparov Chess Foundation og lofaði að gera Nigel Short, sem hefur einna mest fram í gagnrýninni á hann vegna ógagnsýni að gera hann að formanni nefndar um skák í Afríku til að tryggja að allt yrði upp á borðunum.

Sama hvað maður getur sagt um Kirsan - þá er hann algjör snillingur. Hann hefur gríðarlega útgeislun og laus við allan hroka sem stundum skemmir fyrir Garry


ECU-kosningar.


Þar börðust Silvio Danaliov og Zurab Azmaiparashvili um forsetastól ECU. Ég hélt á fyrri punktum að baráttan gæti verið jöfn. Í liði Silvo var til að Jöran Aulin-Jansson, forseta norska skákambandsins, og í liði Silvo var meðal annars góðvinur okkar Finnbjörn Vang, forseti færeyska skáksambandsins. Zurab vann yfirburðarstigur 31-18

Ég sjálfur fór í einstaklingsframboð og var meðal sex einstaklinga sem börðust um þrjú síðust sætin. Fimm eru kjörin í listakosningum. Áður hafði mér verið boða staða í framboðslista Zuraps sem ég hafnaði.

Ég tók fljótlega þá ákvörðun að halda mig til hlés. Ég fékk hins vegar margar áskoranir. Áskorirnar úr liði Zurabs, gengu út á það að ég sæti yfir og þá yrði ég tryggður stuðningur í einstaklingskosningum.

Ég neitaði slíku ávallt og sagðist ekki vilja gefa upp mitt atkvæði og væri ekki tilbúinn að gera neina samninga varðandi það. Ég byði mig fram á eigin forsendum. Þrýstingur jókst og var mestur degi fyrir kosningar og skynjaði ég miklu gremju þegar hafnaði enn.

Þegar í kosningarnar koma frá ljóst að til vera listi frá Zurab  sem dreift var til stuðningsmanna heims. Nafn mitt hefði verið á honum ef ég hefði kosið slíkt og lofað að sitja hjá.

Á tveimur tímapunktum munaði einu atkvæði að ég kæmist inn. Að lokum var niðurstaðan að ég féll með einu atvæði.  Ég varð var við það að Zurab þrýsti á aðila mér mjög nátengdum að kjósa mig ekki. Viðkomandi gaf ekki undan.

Mér er það ljóst að ég hefði verið kosinn ef ég viljað og verið tilbúinn að semja og sennilega geta orðið efstur allra. Á móti er ég stoltur að hafa staðið við mín prinsipp og ekki verið tilbúinn að gefa þau eftir.

Mér fannst það eftirtektarverð að þarna menn, sem höfðu verið á fundi frá 9 að morgni til og nánast ekki fengið neitt að drekka og borða yfir daginn eins og t.d. Andrei Filatov, forseti Skáksambands Rússlands og einn ríkasti maður heims (metinn á um 1,3 milljarða dollara) og og Makrapolis, varaforseti FIDE (sem hafði áður boðið mér 25 atkvæði ef ég sæti yfir).

Seta þeirra í lokin var í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir að ég, Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands næði kjöri í stjórn ECU!

Filatov fór aldrei af vaktinni og kaus alltaf. Kannski að svar mitt við símhringingu rússneska sendiráðsins hafi ekki verið nógu gott að hans mati. Smile                           

Sjálfur er ég pínufúll en á sama hátt stoltur fyrir að hafa ávallt í þessum kosningum (FIDE og ECU) að hafa staðið fyrir það sé trúi á og aldrei keypt stuðning á einn eða neinn hátt. Það er afskaplega auðvelt sé maður á þeim buxunum innan alþjóðlegar skákhreyfingar.

Í dag heldur fundarsetan áfram. Ingvar tekur áfram skákfréttirnar. Auk þess má benda á heimasíðu Hróksins sem fjallar um Ólympíuskákmótið.

Áfram Ísland.

Gunnar Björnsson

 


Baráttu jafntefli og stórsigur

Íslenska liðið í opnum flokki gerði jafntefli við Katar eftir vægast sagt sveiflukennda og furðulega viðureign. Mjög snemma varð Hjörvar Steinn að sætta sig við skiptan hlut með hvítu mönnunum en hann mundi ekki rétta afbrigðið í Kóngsindverskri vörn og of áhættusamt var að tefla stöðuna áfram og því þráleikið.

Helgi var fljótlega kominn peði yfir en Hannes fórnaði manni fyrir að því er virtist vafasamar bætur á meðan Þröstur sat í stöðu sem var í jafnvægi. Næstu sviptingar urðu þær að hvorugur þeirra sem hafði betri stöður í þessum tveimur skákum tókst að innbyrða vinning og því þrjú jafntefli niðurstaðan og aftur kom í hlut Þrastar að skera úr um viðureignina.

Spennan í kringum tímahrakið var mikil og var Þröstur með fína stöðu en hans virtist bíða erfið vörn þó eftir síðustu leiki fyrir tímamörk. Þröstur hinsvegar nýtti sína sénsa og á endanum var þráleikur niðurstaðan og því jafntefli í öllum skákum og viðureignin endaði 2-2.

Stelpurnar öttu kappi við IPCA sem eru Skáksamtök blindra og sjónskertra. Fyrirfram mátti búast við jafnri og spennandi viðureign þar sem ekki munaði miklu á styrkleika. Það var helst á þriðja borði sem við höfðum yfirburði á pappírnum.

Einhvern veginn var eins og öll sveit IPCA væri slegin skákblindu því viðureignin var mjög stutt á veg komin þegar skákreiknar sýndu nánast unnar stöður á þrem borðum fyrir Ísland. Unnust þær viðureignir nokkuð auðveldlega þrátt fyrir að einhverjar skákir hefði verið hægt að klára fyrr ;-)

Tinna tefldi svo einnig traust og var heldur aldrei í miklum vandræðum og því frábær 4-0 sigur í höfn sem gæti hjálpað upp á "tiebreak" þegar lokaniðurstaða liggur fyrir ef einhver lið verða jöfn.

Rússar virðast ætla að sigla sigrinum örugglega í höfn í kvennaflokki en í Opna flokknum er spennan hreint svakaleg þar sem Frakkar hafa nú náð Kínverjum og nokkrar sveitir aðeins stigi á eftir! 


Kirsan endurkjörinn forseti FIDE

4374 Fyrr í dag var Kirsan Ilyumzhinov endurkjörinn forseti FIDE en hann hefur setið í 19 ár sem forseti þrátt fyrir að vera mjög umdeildur.

Kirsan hafði betur með 110 atkvæðum gegn 61 atkvæði Kasparovs. 4 voru auðir/ógildir.

Kirsan og hans lið hefur ótrúlega reynslu af þessum kosningabarning og hefur verið mjög umdeilt hvernig  ýmis atkvæði hafa verið tryggð eða fulltrúum breytt á síðustu stundum o.s.frv.

Á fundinum lofaði Kasparov 10 milljónum dollara til að lyfta skákinni upp. Kirsan svaraði með loforði um 20 milljónir dollara og nú er að sjá hvort það verði eitthvað innantómt eins og annað í gegnum tíðina.

Keppendur á svæðinu eru almennt nokkuð óánægðir með niðurstöðuna af þeim sem undirritaður hefur talað við en ég treysti því að ritstjóri Skak.is greini nánar frá gangi mála síðar í kvöld eða á morgun.

Nú situr Gunnar þing ECU þar sem kosið verður milli Danailov og Azmaiparashvili.

 

Ingvar Þór Jóhannesson skrifaði. 


Dagur 11 - Kosningadagur

Gunnar Björnsson er upptekinn í dag vegna FIDE þingsins en þar er verið að kjósa á milli Kasparov og Kirsan. Norskir fjölmiðlar hafa lýst þessu sem skrípaleik en athyglisvert er að fylgjast með gangi mála á Twitter og leita eftir hashtaginu #FIDEelection.  Flestir eru á því því miður að spillingarvél Kirsan hafi betur enn og aftur. Gunnar fjallar líklega meira um þetta síðar enda á staðnum og mun betur í stakk búinn til þess.


Gærdagurinn
 

 Í kvennaflokki máttum við þola enn eitt 3,5-0,5 tapið og nú gegn Tékkum. Að einhverju leiti er það gott að tapa aldrei 4-0 (hefur ekki gerst í einhver ár) en á móti þá vantar að geta staðið aðeins betur í þessum sterkari liðum.

Lenka misreiknaði sig snemma tafls eftir að hafa náð frumkvæðinu snemma eftir ónákvæman h3 leik hvíts. Þetta kostaði Lenku mann en hún spriklaði engu að síður lengi og litlu mætti muna að henni yrði hleypt aftur inn í skákina. Svekkjandi tap því ég tel Lenku klárlega betri skákmann.

Hallgerður hélt jafntefli á öðru borði en endataflið sem hún lenti í virtist erfitt. Á neðri borðunum vorum við mun stigalægri (yfir 300+ á báðum) og lentum í erfiðleikum á báðum borðum. Elsa fórnaði manni á fjórða borði sem var svosem allt í lagi en hún valdi ekki nógu beitt framhald og frumkvæðið fjaraði fljótt út.

Tinna lék nokkrum ónákvæmum leikjum þannig að hvítur hafði stöðulega yfirburði sem hún náði að nýta. Tinna lagði þó nokkrar lævísar gildrur fyrir andstæðing sinn og fékk hrós frá liðsstjóra fyrir að vera "taktísk í dag" eins og gárungarnir kalla það. Gegn stigalægri andstæðing hefði þetta líklegast dugað til en sú tékkneska er reyndur skákmaður og var starfinu vaxin.

Í karlaflokki saumaði Hjörvar vel að McNab en Hjörvar var framanaf ekki með neina sérstaka yfirburði í stöðunni en sýndi styrk sinn og vann í raun nokkuð örugglega.

Á fjórða borði lokaði andstæðingur Helga búðinni eins og hann er víst vanur að gera. Menn eiga það til að teygja sig of langt gegn þessum McKay en Helgi var var um sig og jafntefli varð niðurstaðan.

Hér vorum við komnir með 1,5 vinning en það leit út fyrir að Guðmundur myndi líklegast vera að tapa og hjá Þresti gat í raun allt gerst og staða andstæðings hans jafnvel auðteflanlegri.

Líkt og á Íslandsmótinu í skák sýndi Gummi hinsvegar mikla seiglu og hélt erfiðu endatafli en pressan var farin af honum í miðju verkefni þar sem Þröstur hafði skellt á borðið einu vörumerkjaskildu "Þröllatrikki" og sneri laglega á andstæðing sinn í stöðu sem var óljós. 

 

Viðureignir dagsins 

 Við sitjum nú að tafli í opna flokknum gegn Katar og viðureignin er gríðarlega mikilvæg upp á að ná í sem best sæti í mótinu. Ef sigur vinnst í dag er ljóst að sigur í annari af tveimur umferðum sem eftir eru ættu að tryggja mjög gott sæti í lok móts. Við höfum 2515 meðalstig gegn 2470. Í raun jöfn viðureign og því væri gríðarlega sterkt að landa sigri.

Í kvennaflokki eru það blindir og sigur þar gæti styrkt liðið í baráttu um flokkaverðlaun en skipt er niður í flokka eftir stigaröð og í C-flokki eru lið röðuð 56-82 en þar standa líklegast Danir best að vígi. Í karlaflokki er einnig góður möguleiki á slíkum verðlaunum í B-flokki en þar eru lið röðuð frá 36-70 í stigaröð.


Horfið lið
 

Athygli hefur vakið að kvennalið Burundi ásamt einu í karlaliði og einhverjum úr fylgdarliði hefur horfið hér úr mótinu. Líklegast hafa þau leitað sér hælis í Svíþjóð en slíkt ku ekki vera einsdæmi.


Tapað/Fundið 

 Öryggisgæslan í dag var örlítið harðari en tilfellið var víst að í gær fannst farsími í skáksalnum. Takis skákstjóri tilkynnti að síminn hefði fundist og ef einhver kannaðist við að hafa týnt honum væri þeim sama velkomið að koma og nálgast hann ;-)
 

Stórmeistarapistlar

Að lokum verð ég að benda þeim sem ekki hafa séð á stórkostleg skrif Hrafn Jökulssonar á heimasíðu Hróksins um Ólympíuskákmótið. Hrafn er með reiðarinnar býsn af elóstigum þegar kemur að skrifum og brennandi áhugi hans á skák og sérstaklega Ólympíumótinu skín í gegn í hverri einustu setningu.

Ég hef ákveðið að fjalla lítið um toppbaráttuna í mótinu því Hrafn gerir það meistaralega og hefur sjaldan verið jafn óhætt að vísa á skrif einhvers annars! 

Nýjasti pistillinn hér >> 

 

Einnig má benda á að Gunnar Björnsson uppfærir Twitter reglulega yfir daginn hér >>  


Viðureignir dagsins: Katar og blindir

Íslenska liðið í opnum flokki teflir við sveit Katarí dag og íslenska kvennaliðið teflir við sveit Blindra/Sjónskertra (IBCA).

Ísland - Katar

Guðmundur Kjartansson hvílir í dag. Meðalstig íslenska liðið hefur hærri meðalstig en liðin skiptast á að vera stigahærri og stendur 2-2 í þeim efnum.

 iceland_qatar.jpg


Bein útsending

 

IBCA- Ísland

Elsa María hvílir. Íslensku stelpurnar hafa hærri meðalstig en munurinn er lítill og búast má við hörkuviðureign.

ibca_iceland.jpg

Bein útsending

 

 

 


Íslendingar efstir Norðurlandanna

Íslenska skáklandsliðið í opnum flokki er efst Norðurlandaþjóðanna að loknum átta umferðum á Ólympíuskákmótinu sem nú er í fullum gangi í Tromsö. Íslenska liðið hefur 11 stig af 16 mögulegum, jafn mörg og Rússar, sem fyrirfram var talið sterkasta liðið. Liðið er í 22. sæti af 117 þátttökuliðum. Vel gekk í dag en þá vannst góður sigur 3-1 sigur á Skotum.

Hjörvar Steinn Grétarsson og Þröstur Þórhallsson unnu sínar skákir en Guðmundur Kjartansson og Helgi Ólafsson gerðu jafntefli.

Kvennaliðið tapaði hins vegar fyrir tékkum ½-3 ½  þar sem Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir gerði jafntefli en aðrar skákir töpuðust. Kvennaliðið er í 71. sæti með 8 stig.

Níunda umferð Ólympíuskákmótsins fer fram í morgun. Íslenska sveitin í opnum flokki mætir sveit Katar. Kvennasveitin mætir sveit blindra og sjónskerta og karlarnir mætti sömu sveit fyrr í mótinu og unnu þá 4-0.

 

 

 


Skákþáttur Morgunblaðsins: Ólympíuskákmótið í Tromsö hefst í dag

gansoilp.jpgÓlympíuskákmótið í Tromsö í Noregi var sett í gær en fyrsta umferð hefst svo í dag kl. 15 að staðartíma. Aldrei áður hefur öflugt skákmót verið haldið svo norðarlega en Tromsö stendur norðan við heimskautsbaug. Þátttökuþjóðirnar í opna flokknum eru 178 talsins en í kvennaflokknum eru þær 136 talsins.

Íslendingar tóku fyrst þátt í Ólympíuskákmótinu í Hamborg árið árið og í ár eru 75 ár síðan Íslendingar unnu Copa Argentina, b-riðilinn á Ólympíumótinu í Buenos Aires. Jón Guðmundsson vann ellefu skákir í röð, þar af allar skákir sínar í úrslitakeppninni, tíu talsins.

Úrslit allra Ólympíumótanna og skákir má finna á frábærum vef olimpbase.com. Á vefnum kemur í ljós að einungis 26 þjóðir tóku þátt í mótinu í Argentínu en Englendingar drógu lið sitt úr mótinu í miðjum klíðum þegar heimsstyrjöldin síðari braust út 1. september 1939. Liðsmenn þýsk-austurríska liðsins sem vann keppnina urðu allir eftir í Argentínu.

Fyrir nokkru var kerfi Ólympíumótanna breytt þannig að nú skiptir vinningatalan minna máli, en í þessu ellefu umferða kapphlaupi skipta úrslit einstakra viðureigna höfuðmáli, 2 stig eru gefin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Skiptar skoðanir er um ágæti þessa fyrirkomulags. Vinningarnir gilda að einhverju leyti verði þjóðir jafnar að stigum en afar lítill munur er oft á stigum efstu þjóða sem sést vel á úrslitum opna flokksins á síðasta Ólympíumóti þar sem Armenar fengu 19 stig eins og Rússar en afar flókið kerfi setti Armena í 1. sæti. Bandaríkjamenn lentu í 5. sæti með 17 stig og fleiri vinninga en Kína sem varð í 4. sæti. Ísland hlaut 13 stig og fékk fleiri vinninga en flestar þjóðirnar í 34.-51. sæti. Á fjórum síðustu Ólympíumótum hafa Armenar unnið ólympíugull þrisvar. Þeir tefla fram einum besta skákmanni heims á 1. borði, Levon Aronjan, en sú er ekki eina ástæðan fyrir velgengni þeirra heldur fyrst og fremst frábær liðsandi. Skákmaður sem fáir þekkja, Gabriel Sargissjan, heldur sveitinni oft á floti með miklum baráttukrafti.

Tilkynnt hefur verið um skipan liða á Ólympíumótinu í Tromsö en Vladimir Kramnik er á 1. borði fyrir Rússa sem eiga sterkustu sveit mótsins hvað stig varðar, Moissenko teflir á 1. borði fyrir Úkraínu en þar er Ivantsjúk á 3. borði og Ponomariov á 2. borði, Frakkar tefla fram Vachier-Lagrave á 1. borði, Nakamura er á 1. borði Bandaríkjamanna, í ungverska liðinu er Zoltan Almasi á 1. borði en Leko og Judit Polgar á þriðja og fjórða borði.

Í aðdraganda þessa móts hafa þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson lokið þátttöku á alþjóðlegum mótum. Hannes tefldi í efsta flokki skákhátíðarinnar í Pardubice í Tékklandi, hlaut 6 ½ vinning af 9 mögulegum og varð í 5.-15. sæti. Stóru tíðindin frá Pardubice í því móti voru frammistaða bræðranna Björns Hólm og Bárðar Arnar Birkissona en sá fyrrnefndi gerði sér lítið fyrir og vann B-flokkinn, hlaut 8 vinninga af níu mögulegum og Bárður kom í humátt á eftir, hlaut 7 ½ vinning og varð í 2.- 4. sæti.

Hjörvar Steinn Grétarsson var á svipuðu róli og Hannes á alþjóðlegu móti í Andorra. Hann hlaut 7 vinninga af níu mögulegum og varð í 2.-6. sæti en sigurvegari var Julia Granda frá Perú sem mun tefla á næsta Reykjavíkurskákmóti.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.  

Grein þessi birtist í Laugardagsmogganum, 2. ágúst 2014

Skákþættir Morgunblaðsins


Dagur 10 - verður Kasparov með töfra á morgun?

Í gær sóttu margir Íslendinganna Kasparov-partýið þar sem boðið var uppá töfrabrögð. Menn bíða spenntir eftir því einnig verði boðið upp á slíkt í FIDE-kosningum á morgun. Góð úrslit hjá báðum liðum í gær.

Umferð gærdagsins

Góður og öruggur sigur á Pakistönum. Það er reyndar nokkuð ótrúlegt að liðið þeirra sé aðeins það 160. sterkasta hér - enda sjötta fjölmennasta þjóð heims! Þeir búa við þá vandamál að þar eru tvö skáksambönd. Að sjálfsögðu viðurkennir FIDE það sem styður Kirsan en ekki hitt sem styður Kasparov hefur mun fleiri skákmenn sterka skákmenn í sínum röðum.

Hannes og Helgi unnu örugglega. Þröstur ákvað á þeim tímapunkti að tryggja sigurinn enda lítið í stöðunni. Hjörvar vann svo eftir smá hjálp andstæðingsins.

Stelpurnar unnu afar góðar sigur á Mexíkóum. Lenka og Elsa unnu og Hallgerður gerði jafntefli. Jóhanna tapaði.

Umferð dagsins

Í dag teflum við Skota í opnum flokki. Við höfum mætt þeim átta sinnum. Unnið þá tvisvar, tapað einu sinni en gert fimm sinnum jafntefli. Staðan er 17-15 fyrir okkur.

Síðast tefldum við þá árið 2004 og gerðum þá 2-2 jafntefli. Hannes Hlífar vann, Þröstur og Arnar Gunnarsson gerðu jafntefli en Helgi tapaði.

Að öllu jöfnu eigum við að vinna Skota en þeir eru heldur stigahærri en Færeyingar sem við tefldum við fyrr í mótinu og gerðum jafntefli

Stelpurnar tefla við Tékka og þar hallar verulega á okkur stigalega séð. Við höfum aldrei mætt Tékkum á Ólympíuskákmóti.

Kasparov-partýið

Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið og á Kasparov-partýinu. Þar var indverskur töframaður sem var ótrúlega fyndinn. Kasparov fór á kostum og sérstaklega var fyndið að sjá hann á golfinu nánast trylltan af hlátri.

FIDE-kosningarnar

Á morgun fara fram FIDE-kosningarnar. Ég er ekki bjartsýnn fyrir hönd okkar manns - því miður. Ég tel hann vera að tapa.

Á morgun fara fram einnig ECU-kosningar. Þar er líka hart barist en þar berjast Silvio Danaliov, núverandi forseti og Zurab Azmaiparashvili frá Georgíu um forsetastólinn.

Aðalfundur ECU hófst í morgun og þar sem fór ekki spennan framhjá manni Að einhverju leyti er stuðningsmenn Danalivo þeir sömu og Kasparovs og sömu á hinn veginn.  Þó ekki alltaf.

Málefni Rússlands og Úkraínu komu til umræðu og vöktu ummæli Andrei Filatov, forseta rússneska skáksambandsins, að menn ættu ekki að blanda saman skák og pólitík nokkra kátínu viðstaddra!

Kosningarnar í ECU fara fram að loknum kosningum i FIDE.

Að lokum

Pistla- og fréttaskrif verða í minna lagi hjá mér á næstinni vegna FIDE- og ECU-þinga. Ég mun þó tísta reglulega af fundinum á morgun varðandi FIDE-kosningarnar.

Ég treysti að liðsstjóri kvennaliðsins muni að einhverju leyti taka vaktina.

Gunnar Björnsson


Viðureignir dagsins: Skotar og Tékka

Íslenska liðið í opnum flokki teflir við sveit Skota í dag og íslenska kvennaliðið teflir við sveit Tékka.

Ísland - Skotland

Hannes Hlífar hvílir en John Shaw hjá Skotanum. Meðalstig íslenska liðsins eru 2493 skákstig á móti 2392 skákstigum Skotanna.

 
Bo.43  Iceland (ISL)Rtg-66  Scotland (SCO)Rtg0 : 0
15.1GMGretarsson, Hjorvar Steinn2543-GMMcNab, Colin A2441
15.2IMKjartansson, Gudmundur2448-IMGreet, Andrew N2431
15.3GMThorhallsson, Throstur2426-FMTate, Alan2347
15.4GMOlafsson, Helgi2555-IMMcKay, Roderick M2349


Bein útsending

 

Tékkland - Ísland

Jóhanna Björg hvílir hjá stúlkunum. Meðalstig okkar eru 2002 skákstig á móti 2253 svo búast má við erfiðari viðureign.

Bo.27  Czech Republic (CZE)Rtg-64  Iceland (ISL)Rtg0 : 0
22.1WIMHavlikova, Kristyna2215-WGMPtacnikova, Lenka2273
22.2WIMOlsarova, Karolina2237-
Thorsteinsdottir, Hallgerdur1982
22.3WGMSikorova, Olga2289-
Finnbogadottir, Tinna Kristin1915
22.4WIMOlsarova, Tereza2271-
Kristinardottir, Elsa Maria1839

 


Bein útsending


 

 

 

 

Á morgun teflum við í Skota í opnum flokki og við Tékka í kvennaflokknum.Nánar um þær viðureignir á morgun. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8779680

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband