Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2014

Kramnik efstur á No Logo Norway Chess eftir sigur á Caruna

Kramnik náđi foyrstunni á No Logo Norway Chess međ sigri í 5. umferđ á Caruna í gćr. Carlsen, sem hafđi gert jafntefli í öllum sínum hingađ til, vann Aronian og Giri lagđi Topalov ađ velli sem hefur átt hörmulegt mót. Kramnik hefur 3,5 vinning og Carlsen og Caruna hafa 3 vinninga. Frammistađa Agdestein heldur áfram ađ vekja athygli en hefur gert jafntefli í öllum sínum skákum.

Sjötta umferđ hefst kl. 13:30. Nigel Short og Dirk Jan Geuzendam međ skákskýringar.

Sumarnámskeiđ Hugins fyrir stelpur

Stelpuskákdagurinn 2012Í júní ćtlum viđ ađ vera međ námskeiđ fyrir stelpur í 1-7 bekk. Í bođi verđa tvćr vikur, vikan 16.-20. júní og svo 23.-27. júní. Fyrri vikuna verđum viđ frá 9-14, ţar sem ţriđjudagurinn dettur út (17. júní) en seinni vikuna verđum viđ frá 9-13.  Stađsetning Víkingsheimiliđ. 

Vikan er á 10.000 kr en ef báđar eru teknar er ţađ 15.000 kr. Veittur er 20% systkinaafsláttur.

Ýmislegt munum viđ bralla, t.d skákkennsla, tvískákir, heilin og höndin og margt fleira!

Vćri gaman ađ sjá sem flestar! Um ađ gera ađ halda sér viđ yfir sumartímann.

Viđ setjum takmörkun á fjölda ţátttakenda og miđum viđ ca. 20 stelpur.

Skráning fer fram á elsamk1208@gmail.com. Um ađ gera ađ skrá sig sem fyrst!

Kennarar eru Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir landsliđskonur í skák.


Dagur Ragnarsson sigrađi á Meistaramóti Skákskóla Íslands

IMG_0544

Dagur Ragnarsson sigrađi á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem lauk um undir kvöld í dag. Dagur vann Felix Steinţórsson í lokaskákinni og hlaut ţví 6 ˝ vinning af 7 mögulegum. Skák hans  viđ Felix var lengi vel jafnteflisleg og jafnteflisúrslit hefđu ţýtt ađ til einvígis hefđi komiđ milli Dags og helsta keppinautar hans Olivers Aron Jóhannessonar sem vann Bárđ Birkisson í lokumferđinni. En Felix missti peđ í hróksendatafli, ţar sem báđir áttu tvö peđ, og gafst upp enda  var stađan ţá vonlaus. Dagur og Oliver Aron, sem  varđ í 2. sćti höfđu nokkra yfirburđi yfir ađra keppendur en í 3. sćti kom Birkir Karl Sigurđsson međ 4 ˝  vinning og Gaut Páll Jónsson varđ í 4. sćti einnig međ 4 ˝ vinning.

IMG_0519

Fjölmargir skákmenn fengu 4 vinninga en međal ţeirra var Akureyringurinn Símon Ţórhallsson hćstur á stigum var og var hann úrskurđađur i 5. sćti sem var verđlaunasćti.

1. verđlaun í flokki 12 ára og yngri hlaut Hilmir Freyr Heimisson en í 2. sćti varđ Vignir Vagnar Stefánsson og í 3. sćti Felix Steinţórsson. Viđ mótslit ţakkađi Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla  Íslands keppendum fyrir ţátttökuna en mótiđ fór fram i sannkallađri  bongóblíđu. Helgi vék ađ góđri frammistöđu brćđranna Bárđar Arnar og Björns Hólm en systir ţeirra Freyja Birkisdóttir var einnig međ í mótinu en hún er ađeins átta ár gömul. Allir keppendur 9 ára og yngri fengu sérstaka viđurkenningu fyrir ţátttökuna.  

 

 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur Kjartansson efstur - ćsispennandi Íslandsţing

IMG 0387Ţegar ţetta er ritađ eru ţrjár umferđir eftir í keppni landsliđsflokks á Skákţingi Íslands sem fram fer í Stúkunni á Kópavogsvelli og alt bendir til ţess ađ lokaumferđirnar verđi ćsispennandi en úrslit margra skáka hafa komiđ hressilega á óvart. Fyrir mótiđ lét greinarhöfundur ţau orđ falla ađ Guđmundur Kjartansson vćri til alls vís. Hann er einn efstur eftir sex umferđir međ 4 ˝ vinning og hefur náđ ađ vinna löng og ströng endatöfl og hefur teflt af mestu öryggi allra keppenda. Henrik Danielsen kemur nćstur međ 4 vinninga, hefur m.a. unniđ Hjörvar Stein og Braga. Í 3.-5. sćti koma svo Héđinn Steingrímsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Bragi Ţorfinnsson, međ 3 ˝ vinning.

Hannes komst í toppsćtiđ eftir fjórar umferđir en tapađi ţá fyrir Héđni og lék gróflega af sér í vćnlegri stöđu gegn Ţresti Ţórhallssyni og tapađi aftur. Ţröstur er í 6. sćti međ 3 vinninga en sex efstu eiga allir möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Geta má ţess ađ lokaumferđin sem tefld verđur á morgun, sunnudag, býđur uppá skákir Hannesar og Henriks, Hjörvars og Guđmundar og Héđins og Braga.

Ađstćđur í Stúkunni á Kópavogsvelli, ţar sem einnig fer fram keppni í áskorendaflokki, en ţar er Magnús Teitsson efstur međ 5 ˝ vinning af sex, eru prýđilegar. Hrósa ber frábćrri heimasíđu sem býđur uppá fjölbreyttar beinar útsendingar frá öllum skákum landsliđsflokks og valinna skáka áskorendaflokks. Hins vegar fćr Stefán Kristjánsson ekki mikiđ hrós fyrir ađ hćtta viđ ţátttöku 2 klst. áđur en keppni hófst. Ţeir sem hlaupa í skarđiđ međ stuttum fyrirvara geta ekki undirbúiđ sig fyrir svo harđa keppni og tefla ţ.a.l. viđ ójafnar ađstćđur á viđ ađra keppendur.

Ţröstur Ţórhallsson er alltaf sami baráttujaxlinn og vann glćsilegan sigur á Héđni Steingrímsson í 3.P1010565 umferđ en hafđi tapađ í tveim fyrstu umferđunum:

Héđinn Steingrímsson - Ţröstur Ţórhallsson

Vćngtafl

1. c4 e6 2. g3 d5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 Be7 5. O-O O-O 6. b3 c5 7. Bb2 Rc6 8. e3 b6 9. Rc3 Ba6 10. De2 Hc8 11. Hac1 Dd7 12. Rb5

Ţetta ferđalag riddarans lítur ekki illa út en svartur gerir best í ţví ađ láta hann afskiptalausan.

12. ... Hfd8 13. d4 cxd4 14. exd4 De8 15. Hfd1 h6 16. a4

Óţarfur leikur sem skapar vissa veikleika á drottningarvćngum. Gott var 16. Re5.

16. ... Bb7 17. Re5 a6 18. Rxc6 Hxc6 19. Rc3 Hcc8 20. cxd5 exd5 21. Dd3?!

Annar ónákvćmur leikur. Betra var 21. Bh3.

21. ... Dd7 22. Hc2 Bb4 23. Hdc1 He8 24. Ra2 Hxc2 25. Dxc2 Bd6 26. Rc3 h5!

Smátt og smátt hefur svartur náđ frumkvćđinu og ţessi framrás h-peđsins á eftir ađ reynast örlagarík.

27. Dd2 Df5 28. Dd1

Ţađ er erfitt ađ finna áćtlun, 28. He1 strandar á 28. ... Hxe1+ 29. Dxe1 Dc2! o.s.frv.

28. ... h4 29. Df3 Dg5 30. Hd1 hxg3 31. hxg3 Rg4!

Óveđursskýin hrannast upp, 32. Bh3 má svara međ 32. .. Bc8 međ ýmsum hótunum tengdum riddaranum.

32. Bc1 Dh5 33. Bf4 Bb4!

Ein hugmynd svarts er ađ skipta uppá c3 og leika - a5 til ađ finna a6-reitinn fyrir biskupinn.)

34. Rxd5

giesg02j.jpg34. ... Be1!

Beint til upprunans! Byrjendur vita flestir ađ f7- og f2-peđin eru sérstaklega viđkvćm.

35. Rf6+ gxf6 36. Dxb7 Bxf2+ 37. Kf1 Rh2+ 38. Kxf2 Dxd1 39. Be4 Rg4+ 40. Kg2 De2+

- og Héđinn gafst upp. Tapiđ hćgđi á honum en sló hann ţó ekki út af laginu.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 31. maí 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Dagur Ragnarsson efstur fyrir lokaumferđ Meistaramóts Skákskóla Íslands

Dagur Ragnarsson hefur ˝ vinning forskot á sinn gamla félaga sinn úr sveit Rimaskóla, Oliver Jóhannesson, á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem nú stendur yfir. Dagur geri jafntefli viđ Oliver Jóhannesson í fimmtu umferđ en hefur unniđ ađrar skákir. Oliver gerđi jafntefli viđ Akureyringinn Símon Ţórhallsson í at-skákhluta mótsins sem fram fór á föstudaginn.

Lokaumferđ mótsins hefst kl. 15 í dag og teflir dagur ţá viđ Felix Steinţórsson. Oliver Jóhannesson hefur hlotiđ 5 vinninga og mćtir Bárđi Erni Birkissyni og hefur svart. Bárđur hefur náđ eftirtektarverđum árangir og er í 3. – 5. ásamt ásamt Felix og Birki Karli Sigurđssyni. Ţeir eru allir međ 4 vinninga. Nokkuđ hefur veriđ um óvćnt úrslit á mótinu sem lýkur í dag. Verđlaunaafhending fram strax ađ lokinni sjöundu og síđustu umferđ. 

 

 


Fjórir íslenskir skákmenn ađ tafli í Sardinia

Heimir Páll

Fjórir íslenskir skákmenn sitja ađ tafli á alţjóđlegu skákmóti í Portu Mannu á ítölsku eyjunni Sardinia. Ţar fer frestur í flokki stórmeistarinn og landsliđsmađurinn Ţröstur Ţórhallsson (2425) en auk hans taka Stefán Bergsson (2077), Gunnar Björnsson (2063) og Heimir Páll Ragnarsson (1423) ţátt.

Ţröstur og Stefán unnu í gćr, Heimir gerđi jafnefli en Gunnar tapađi. Í dag teflir Ţröstur viđ kínverska stórmeistarann Ni Hua (2653), sem er stigahćstur keppenda, og geta áhugasamir fylgst međ henni í ţráđbeinni kl. 13 í dag.

113 skákmenn taka ţátt frá 16 löndum. Ţröstur er sjötti í stigaröđ keppenda.


Caruana eftur á No Logo Norway Chess

Caruana er efstur á No Logo Norway Chess ađ lokinni fjórđu umferđ mótsins sem fór í gćr. Hann gerđi jafntefli viđ Giri. Öllum skákunum lauk annars međ jafntefli nema ađ Karjakin vann Grischuk. Caruana hefur 3 vinninga og Kramnik er annar međ 2,5 vinning. Carlsen gerđi jafntefli viđ Topalov og Agdestein viđ Kramnik. Norđmennirnir hafa gert jafntefli í öllum sínum skákum.

Fimmta umferđ hefst kl. 13:30. Nigel Short og Dirk Jan Geuzendam međ skákskýringar.


Dagur efstur á Meistaramóti Skákskólans

Dagur Ragnarsson er efstur međ 4,5 vinning ađ loknum 5 umferđum á Meistaramóti Skákskóla Íslands en í gćr voru tefldar fjórđa og fimmta umferđ. Birkir Karl Sigurđsson, Oliver Aron Jóhannesson og Bárđur Örn Birkisson koma nćstir međ 4 vinninga. Sjötta umferđ hefst kl. 10.   

Mótiđ á Chess-Results.


Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík 20.-22. júní

veggspj-50_2014-a4.jpgLandsmót UMFÍ 50+ sem haldiđ verđur á Húsavík 20. - 22. júní. Til hliđarer veggspjald međ upptalningu á greinum sem keppt verđur í (má stćkka međ ţví ađ tvíklikka).

Keppt verđur međal annars í Skák. Dagskrá og frekari upplýsingar eru inn á www.umfi.is

 


Dagur og Birkir Karl efstir á Meistaramóti Skákskóla Íslands

Birkir KarlDagur Ragnarsson og Birkir Karl Sigurđsson eru efstir og jafnir eftir ţrjár  umferđir á Meistaramóti Skákskóla Íslands. At-skákhluta mótsins lauk á föstudagskvöldiđ en ţá voru tefldar ţrjár umferđir međ tímamörkunum  25 10. Kappskákhlutinn hefst á laugardagsmorguninn kl. 10 en tímamörkin eru 90 30.

Í humátt á eftir Degi og Birki Karli koma Oliver Aron Jóhannesson og Símon Ţórhallsson međ 2˝ vinning. 

Helgi Ólafsson hélt stutt ávarp viđ setningu mótsins ţar sem hann m.a. rćddi um gildi meistaramótsins. Ţađ hefđi fest sig í sessi. Ađ ţessu sinni vćru 22 ungir og efnilegir skákkrakkar skráđir til leiks, ađeins fćrri en á síđasta ári ţegar 30 tefldu um meistaratignina - en viđ Hvítasunnuhelgi og góđa veđurspá vćri ađ keppa ađ ţessu sinni og ţađ hefđi einhver áhrif. Helgi beindi orđum sínum til ţeirra yngstu ţegar hann sagđi ađ sigurvegarar fyrri ára hefđu einnig hafiđ ferilinn međ ţátttöku í ţessu móti og einnig ţeir hefđu ţurft ađ glíma viđ sér eldri og sterkari meistara. Mjór er mikils vísir og ţví til sönnunar sagđi Helgi frá ţví ađ nýbakađur Skákmeistari Íslands, Guđmundur Kjartansson, hefđi sigrađ á ţessu móti á sínu síđasta ári, eftir ţáttöku í mörgum áđur. Helgi rakti feril Guđmundar og sagđi hann lifandi sönnun ţess ađ eljusemi og ástundun borguđu sig. Helgi sagđi mótiđ ţví nćst sett og bađ Guđmund um ađ leika fyrsta leik í skák Bárđar Arnar Birkissonar og Dags Ragnarssonar.

 

Mótiđ á Chess-Results.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 8776767

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband