Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2014

Sumarnámskeiđ Hugins fyrir stelpur

Stelpuskákdagurinn 2012Í júní ćtlum viđ ađ vera međ námskeiđ fyrir stelpur í 1-7 bekk. Í bođi verđa tvćr vikur, vikan 16.-20. júní og svo 23.-27. júní. Fyrri vikuna verđum viđ frá 9-14, ţar sem ţriđjudagurinn dettur út (17. júní) en seinni vikuna verđum viđ frá 9-13.  Stađsetning Víkingsheimiliđ. 

Vikan er á 10.000 kr en ef báđar eru teknar er ţađ 15.000 kr. Veittur er 20% systkinaafsláttur.

Ýmislegt munum viđ bralla, t.d skákkennsla, tvískákir, heilin og höndin og margt fleira!

Vćri gaman ađ sjá sem flestar! Um ađ gera ađ halda sér viđ yfir sumartímann.

Viđ setjum takmörkun á fjölda ţátttakenda og miđum viđ ca. 20 stelpur.

Skráning fer fram á elsamk1208@gmail.com. Um ađ gera ađ skrá sig sem fyrst!

Kennarar eru Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir landsliđskonur í skák.


Fjórir skákmenn efstir og jafnir á No Logo Norway Chess

Nćstsíđasta umferđ No Logo Norway Chess fer fram í dag. Mótiđ er afar jafnt og eru fjórir skákmenn efstir og jafnir međ 4 vinninga ađ loknum sjö umferđum. Ţađ eru ţeir Kramnik, Carlsen, Karjakin og Caruana. Karjakin vann Giri í 131 leik í sjöundu umferđ og Topalov vann Kramnik í ţeirri sjöttu en öđrum skákum lauk međ jafntefli í tveimur síđustu umferđunum. 

Allir keppendur hafa 3-4 vinninga svo segja má ađ allir keppendur geti enn unniđ mótiđ.

Í umferđ dagsins mćtast međal annars: Svidler-Carlsen, Karjakin-Kramnik og Aronian-Caruana. 

Umferđin hefst nú kl. 13:30. Nigel Short og Dirk Jan Geuzendam međ skákskýringar í gegnum vefsíđu mótsins.

Ţröstur og Heimir Páll unnu í gćr

Ţröstur Ţórhallsson (2425) og Heimir Páll Ragnarsson (1423) unnu sínar skákir í sjöttu umferđ Portu Mannu-mótsins í Sardiníu sem fram fór í gćr. Stefán Bergsson (2077) tapađi fyrir Mikhail Marin (2577) og Gunnar Björnsson (2063) tapađi einnig sinni skák.

Stefán hefur 4 vinninga, Ţröstur hefur 3,5 vinning, Gunnar hefur 3 vinninga og Heimir Páll hefur 2,5 vinning. Ni Hua (2653) er efstur á mótinu međ 5,5 vinning en Marin og Teh Eu Wen Aron (2228) frá Malasíu koma nćstir međ 5 vinninga.

Sjöunda umferđ hefst nú kl. 13. Ţá teflir Stefán viđ ítalska stórmeistarann Axel Rombaldoni (2501) en Ţröstur viđ Ítalann Fabrizio Vita (2059). Skákir beggja verđa sýndir beint.

Í kvöld standa svo Stefán og Gunnar fyrir skákspurningakeppni á skákstađ sem byggt er ađ mestu á spurningum úr hinu heimsfrćga Reykjavik Open Pub Quiz.

113 skákmenn taka ţátt frá 16 löndum. Ţröstur er sjötti í stigaröđ keppenda.

Fjöltefli viđ útitafliđ ţann 17. júní

Guđmundur og HjörvarEins og síđustu ár stendur Skákakademía Reykjavíkur fyrir fjöltefli á 17. júní viđ útitafliđ í Lćkjargötu. Ađ ţessu sinni verđa ţađ landsliđsmennirnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Guđmundur Kjartansson sem tefla viđ gesti, en Guđmundur er nýkrýndur Íslandsmeistari eins og alkunna er.

Hefja ţeir félagar tafliđ um 14:00 og stendur ţađ til 16:00. Engin skráning, bara mćta.

 


Stefán í banastuđi í Sardiníu

Stefán Bergsson (2077) er fantaformi á Portu Mannu-mótinu sem er í gangi á ítölsku eyjunni Sardiníu . Ţađ er ekki nóg um ađ ţađ ađ hann sé efstur á getraunaleik mótsins (ţar sem spáđ er til um úrslit - í verđlaun eru bođ á nćsta mót) heldur er hann í 2.-6. sćti á sjálfu mótinu međ 4 vinninga eftir 5 umferđir. Tvćr umferđir fóru fram í gćr.

Stefán gerđi í gćr jafntefli ítalska FIDE-meistarann Miragha Aghayev (2370) í ţeirri fyrri en vann stigalágan Ítala í ţeirri síđari.

Gunnar Björnsson (2063) er nćstur Íslendinga međ 3 vinninga en hann tapađi fyrir Mikhail Marin (2578) í síđari skák gćrdagsins.

Ţröstur Ţórhallsson (2425) og Heimir Páll Ragnarsson (2423) áttu ekki góđan gćrdag. Ţröstur hefur 2,5 vinning en Heimir Páll hefur 1,5 vinning.

Efstur međ 4,5 vinning er kínverski stórmeistarinn Ni Hua (2653) en ţví hefur veriđ haldiđ fram ađ nafn hans sé boriđ fram "ný húfa". Sel ţađ ekki dýrara.

Stefán teflir viđ Marin í umferđ dagsins sem hefst kl. 13. Áhugasamir geta fylgst međ honum í ţráđbeinni á vefsíđu mótsins.

113 skákmenn taka ţátt frá 16 löndum. Ţröstur er sjötti í stigaröđ keppenda.

Dagur ađ tafli í Albena

Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2390) situr nú um ţessar mundir ađ tafli í Albena í Búlgaríu og teflir ţar í tveimur mótum.

Fyrra mótinu er lokiđ og ţar hlaut 5,5 vinning  og endađi í 28.-44. sćti en fyrirfram var honum rađađ í 51. sćti á stigum. Hann hćkkađi um 1 stig fyrir frammistöđuna. Einstaklingsúrslit Dags má finna á Chess-Results.

Strax í kjölfariđ hófst annađ mót á sama stađ og ţar er lokiđ einni umferđ. Dagur vann í fyrstu umferđ en mćtir í annarri umferđ í dag armenska stórmeistaranum Vladimir Akopian (2667).


Mjóddarmót Hugins fer fram á laugardaginn

Mjóddarmótiđ fer fram laugardaginn 14. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Á síđasta ári sigrađi Gámaţjónustan ehf en fyrir ţá tefldi Dađi Ómarsson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíđu Hugins Ţátttaka er ókeypis!

Mjóddarmótiđ var fyrst haldiđ 1999 og hét ţá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótiđ fékk fljótlega nafniđ Mjóddarmót Hellis enda ekki hćgt ađ halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt ađ halda mótiđ á kjördegi eftir Taflfélagiđ Hellir flutti í núverandi húsnćđi. Núna tekur Skákfélagiđ Huginn viđ mótinu eftir sameiningu félaganna Gođans-Máta og Hellis undir nafni Hugins. 

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 15.000
  • 2. 10.000
  • 3.   5.000

Skráning:


Sardinia: Stefán međ jafntefli gegn stórmeistara í fórnarskák

Stefán Bergsson (2077) gerđi jafntefli í gćr viđ rússneska stórmeistarann Sergei Beshukov (2424) í afar ćsilegri skák í ţriđju umferđ í gćr í Sardinina. Stefán fórnađi hrók fyrir óljósar bćtur og átti um tíma afar vćnlegar vinningsleiđir. Skákinni lauk um síđir međ jafntefli ţegar stórmeistarinn fórnađi drottningu til ađ tryggja sér ţráskák. Ţröstur Ţórhallsson (2425) og Gunnar Björnsson (2063) unnu en Heimir Páll Ragnarsson (1423) tapađi.

Stefán hefur 2,5 vinning og er í 2.-6. sćti, Ţröstur og Gunnar hafa 2 vinninga og eru í 7.-45. sćti og Heimir hefur 1,5 vinning og er í 46.-74. sćti. 

Í dag verđa tefldar tvćr umferđir. Ţćr hefjast kl. 7 og 13:30. Í ţeirri fyrri verđa bćđi Stefán og Ţröstur í beinni. Stefán teflir viđ ítalska FIDE-meistarann Miragha Aghayev (2370) og Ţröstur viđ ítalska alţjóđlega meistarann Mario Lanzani (2295). 

113 skákmenn taka ţátt frá 16 löndum. Ţröstur er sjötti í stigaröđ keppenda.


Skákir Meistaramót Skákskóla Íslands

Skákir Meistaramóts Skákskóla Íslands úr 4.-7. umferđ eru nú ađgengilegar. Ţađ var Lenka Ptácníková sem sló ţćr inn.

Stefán og Heimir Páll byrja vel í Sardinia.

Stefán Bergsson (2077) og Heimir Páll Ragnarsson (2423) hafa byrjađ afskaplega vel á Porto Mannu-mótinu á ítölsku eyjunni Sardinia. Í gćr unnu ţeir sínar skákir. Ţađ gerđi Gunnar Björnsson (2063) einnig en Ţröstur Ţórhallsson (2425) tapađi fyrir kínverska stórmeistaranum Ni Hua (2653). Stefán hefur 2 vinninga, Heimir Páll 1,5 vinning en Ţröstur og Gunnar hafa 1 vinning.

Stefán mćtir í dag rússneska stórmeistaranum Sergei Beshukov (2424) og geta áhugasamir fylgst međ skák hans sem og skák Ţrastar gegn Dananum Finn Nohr (2080) í beinni á netinu.

113 skákmenn taka ţátt frá 16 löndum. Ţröstur er sjötti í stigaröđ keppenda.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 28
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 8779274

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband