Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2014
10.2.2014 | 06:00
Hrađkvöld hjá GM Helli í kvöld
Skákfélagiđ GM Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 10. febrúar nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2014 | 22:30
Jón Kristinn skákmeistari Akureyrar - sá yngsti í sögunni?
Sá fáheyrđi atburđur gerđist í dag ađ unglingur úr 9. bekk tryggđi sér titilinn skákmeistari Akureyrar áriđ 2014! Ţađ sem gerir ţetta enn merkilegra er ađ enn er ólokiđ heilli umferđ í mótinu! Ţetta varđ ljóst ţegar fráfarandi skákmeistari Akureyrar og helsti keppinautur hins unga Jóns Kristins, Haraldur Haraldsson, féll á tíma međ vonda stöđu gegn Sigurđi Eiríkssyni sem leiddi mótiđ um tíma. Ţegar ţetta varđ ljóst sömdu Jón og Jakob Sigurđsson um jafntefli. Skömmu síđar gafst Logi Rúnar Jónsson upp fyrir Andra Frey eftir vel teflt endatafl hjá hinum síđarnefnda. Andri hefur nú unniđ tvćr skákir í röđ međ glćsilegum endataflstilţrifum. Í lokaskák dagsins vann Tómas Veigar Sigurđsson Hjörleif Halldórsson. Hjörleifur tefldi byrjunina ekki nógu nákvćmt međ hvítu mönnunum og Tómas vann peđ í 13. leik. Eftir ţađ hallađi á Hjörleif og hann gafst upp í 44. leik. Skák Rúnars og Símonar var frestađ til morguns.
Skákfréttaritara rekur ekki minni til ađ jafn ungur skákmađur hafi hampađ ţessum titli. Ţar sem minni fréttaritara er óvenju slappt er lítiđ ađ marka ţađ.
Skákfélagiđ óskar skákmeistara Akureyrar til hamingju međ árangurinn.
9.2.2014 | 22:26
Hrađskákmót Reykjavíkur: Guđmundur sigrađi - Róbert meistari
Ţađ voru Fide meistarar sem hirtu tvö efstu sćtin á Hrađskákmóti Reykjavíkur sem fór fram í dag í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur. Guđmundur Gíslason stóđ uppi sem siurvegari mótsins međ 12 vinninga af 14 en fast á hćla hans fylgdi Róbert Lagerman međ hálfum vinningi minna. Guđmundur er hvorki í reykvísku skákfélagi né hefur lögheimili í Reykjavík og getur ţví ekki hlotiđ meistaratitilinn. Róbert er ţví Hrađskákmeistari Reykjavíkur 2014.
Ungir og efnilegir skákmenn komu nćstir í röđinni, ţeirra fremstur Gauti Páll Jónsson en hann lauk keppni 10 vinninga sem dugđu í ţriđja sćtiđ. Jöfn í mark međ 9,5 vinning komu síđan Oliver Aron Jóhannesson, Elsa María Kristínardóttir og Vignir Vatnar Stefánsson. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir varđ sjöunda međ 9 vinninga. Sannarlega góđ framganga hjá ţessum hópi sem skaut margri kempunni ref fyrir rass.
Tefldar voru tvisvar sinnum sjö umferđir og voru ţátttakendur 29 talsins. Ásamt verđlaunaafhendingu fyrir hrađskákmótiđ voru einnig veitt verđlaun fyrir nýafstađiđ Skákţing Reykjavíkur ţar sem Jón Viktor Gunnarsson og Einar Hjalti Jensson sigruđu en Jón Viktor hlaut titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2014.
Lokastađa:
1 | Guđmundur Gíslason, | 12,0 |
2 | Róbert Lagerman, | 11,5 |
3 | Gauti Páll Jónsson, | 10,0 |
4.-6. | Oliver Aron Jóhannesson, | 9,5 |
Elsa María Kristínardóttir, | 9,5 | |
Vignir Vatnar Stefánsson, | 9,5 | |
7 | Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, | 9,0 |
8.-10. | Ţorvarđur F.Ólafsson, | 8,5 |
Helgi Brynjarsson, | 8,5 | |
Guđmundur Gunnlaugsson, | 8,5 | |
11 | Eiríkur K.Björnsson, | 8,0 |
12.-13. | Hjálmar Sigurvaldason, | 7,5 |
Hörđur Jónasson, | 7,5 | |
14.-15. | Friđgeir Hólm, | 7,0 |
Kristján Hallberg, | 7,0 | |
16.-18. | Jón Ţór Helgason, | 6,5 |
Jón E.Hallsson, | 6,5 | |
Björn Hólm Birkisson, | 6,5 | |
19.-20. | Gunnar Randversson, | 6,0 |
Sigurđur F.Jónatansson, | 6,0 | |
21.-24. | Ţorsteinn Magnússon, | 5,5 |
Guđmundur Agnar Bragason, | 5,5 | |
Brynjar Bjarkason, | 5,5 | |
Jónsson, Helgi Svanberg | 5,5 | |
25.-27. | Bárđur Örn Birkisson, | 5,0 |
Jónsson, Ţorsteinn Emil | 5,0 | |
Bragi Ţór Thoroddsen, | 5,0 | |
28.-29. | Björgvin Kristbergsson, | 4,0 |
Pétur Jóhannesson, | 4,0 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýbakađur heimsmeistari, Magnús Carlsen, er aftur sestur ađ tafli eftir ađ hafa bađađ sig í sviđsljósinu um stund sem eđlilegt hlýtur ađ teljast; hann sparkađi af stađ leik hjá uppáhaldsliđi í spćnsku deildinni, Real Madrid, heimsótti höfuđstöđvar Google í Kísildalnum og tefldi fjöltefli viđ toppana ţar, var heiđrađur í bak og fyrir í Noregi og sitthvađ fleira hefur veriđ á dagskrá hjá norsku ţjóđhetjunni.
En nú er hann aftur sestur ađ tafli í Zürich í Sviss, borg sem státar af ýmsum frćgum mótum, t.d. hinu ofmetna áskorendamóti sem fram fór áriđ 1953. Kostnađarmađur er rússneskur auđkýfingur, Oleg Skvortsov. Keppendur auk Magnúsar eru Lev Aronjan, sem sigrađi međ yfirburđum á Wijk aan Zee mótinu á dögunum, Anand fyrrverandi heimsmeistari, Nakamura, Caruana og Gelfand. Međalstigatala keppenda er 2801 elo og í stigum telst ţetta sterkasta skákmót allra tíma.
Á miđvikudaginn var töfluröđin ákveđin međ hrađskákmóti, ađferđ sem fyrst var notuđ á Reykjavik rapid 2004 og hefur notiđ vaxandi vinsćlda síđustu misserin. Skákmennirnir munu tefla eina umferđ kappskáka og síđan ađra umferđ atskák. Í hrađskákinni á fimmtudaginn varđ Magnús efstur ásamt Aronjan; ţeir hlutu 3 vinninga af 5 mögulegum.
Í 1. umferđ kappskákanna á fimmtudaginn vann Magnús öruggan sigur yfir Gelfand og Aronjan vann Anand.
Mörgum lék forvitni á ađ vita hvernig Magnús reiddi af í viđureignum sínum viđ gamla heimsmeistarann Anand. Ekki verđur betur séđ en ađ Norđmađurinn hafi áfram sterkt tak á Indverjanum. Hrađskákirnar hafa ţann kost ađ skemmtileg afbrigđi sjá oftar dagsins ljós m.a. vegna ţess ađ mönnum gefst ekki kostur á ţví ađ rýna djúpt í stöđurnar. Taflmennska Magnúsar minnti á laufléttan stíl Paul Murphy sem hefđi ţó áreiđalega ekki sleppt ţví ađ leika riddaranum strax til e8.
Magnús Carlsen - Wisvanathan Anand
Vćngtafl
1. Rf3 d5 2. b3 c5 3. e4!?
Magnús velur létt og leikandi afbrigđi. Vitaskuld getur Anand hafnađ áskoruninni og reynt ađ loka taflinu međ 3. ... d4 en hann vill sjá hvađ hvítur hefur fram ađ fćra peđi undir.
3. ... dxe4 4. Rg5 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7. Bb2 Be7 8. O-O O-O 9. Rcxe4 Rxe4 10. Rxe4 e5 11. f4 exf4 12. Dh5 Rd4 13. Hxf4 g6 14. De5!
Magnađur reitur fyrir drottninguna. Ţađan verđur hún ekki hrakin í burtu og ţessi stađa er unnin á hvítt!
14. ... b6 15. Haf1 Bf5 16. g4 Be6 17. Bxe6 fxe6 18. Hxf8 Bxf8 19. Rf6 Kh8
20. c3
Frá fagurfrćđilegum sjónarhól séđ var 20. Re8+ fallegri leikur; svartur er óverjandi mát: 20. ... Kg8 21. Dh8+! Kxh8 22. Hxf8 mát.
20. ... Rc6
21. Re8+!
- og Anand gafst upp ţar sem mátiđ blasir viđ.
Barátta Jóns Viktors og Einars Hjalta á Skákţingi Reykjavíkur
Fyrir lokaumferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fer í dag stendur baráttan um efsta sćtiđ milli Jóns Viktors Gunnarssonar og Einars Hjalta Jenssonar. Ţeir eru međ 7 vinninga af átta mögulegum. Í 3. - 7. sćti koma svo Davíđ Kjartansson, Ţorvarđur Ólafsson, Lenka Ptacnikova, Jón Trausti Harđarson og Oliver Aron Jóhannesson, öll međ međ 6 vinninga. Af ţessum hefur hinn ungi Jón Trausti Harđarson komiđ mest a óvart međ stigahćkkun uppá 34 stig.Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 2. febrúar 2014
Spil og leikir | Breytt 3.2.2014 kl. 09:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2014 | 11:48
Bragi og Stefán efstir á Nóa Síríus mótinu
Alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson (2454) og stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2491) eru efstir međ 4˝ vinning ađ lokinni fimmtu umferđ Nóa Síríus mótsins - Gestamóts GM Hellis og Breiđabliks sem fram fór sl. fimmtudagskvöld. Stefán vann Björn Ţorfinnsson (2387) en Bragi gerđi jafntefli viđ Dag Arngrímsson (2381) sem er einn í ţriđja sćti međ 4 vinninga. Tólf skákmenn hafa 3˝ vinning. Allt getur ţví gerst í lokaumferđunum!
Međal óvćntra úrslita má nefna ađ Björgvin S. Guđmundsson (1914) heldur áfram ađ gera frábćra hluti og gerđi nú jafntefli viđ Elvar Guđmundsson (2322). Hrafn Loftsson (2192) gerđi jafntefli viđ stórmeistarann Ţröst Ţórhallsson (2445). Dagur Ragnarsson hafđi betur gegn Benedikt Jónassyni (2256).
Halldór Brynjar Halldórsson (2233) vann "uppgjöriđ um Akureyri" međ sigri á Stefán Bergssyni (2122).
Nćsta umferđ
Sjötta umferđ fer fram á fimmtudagskvöldiđ. Ţá mćtast međal annars: Stefán - Bragi, Karl Ţorsteins - Dagur, Jón Viktor - Sigurđur Dađi, Björn - Guđmundur G., Lenka - Magnús Örn, Halldór Brynjar - Björgvin J., Björgvin G. - Davíđ og Kristján E - Ţröstur Ţ.
9.2.2014 | 07:00
Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram í dag
Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 9. febrúar kl. 14.
Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Sviss Perfect kerfi. Umhugsunartími verđur 5 mínútur á skák.
Ţátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.
Ţrenn verđlaun í bođi.
Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir Skákţing Reykjavíkur 2014.
Núverandi hrađskákmeistari er Oliver Aron Jóhannesson.
Spil og leikir | Breytt 7.2.2014 kl. 17:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1561) stóđ sig geysivel á Gíbraltar-mótinu sem lauk sl. fimmtudag. Í tíundu og síđustu umferđ gerđi hún jafntefli viđ Nýsjálendingin Alistair Compton (2105). Veronika hlaut 4 vinninga. Fađir hennar Magnús Kristinsson (1741) tapađi hins vegar sinni skák og endađi međ 3 vinninga.
Frammistađa hennar samsvarađi 2010 skákstigum og hćkkar hún um 42 stig fyrir hana. Frammistađa Magnúsar samsvarađi 1789 skákstigum og hćkkar hann um 1 stig.
Úrslit í skákum feđgina má nálgast á Chess-Results.
Ţrír keppendur urđu efstir og jafnir á sjálfu mótinu. Ivanchuk (2739), Vitiugov (2737) og Cheparinov (2672). Samkvćmt venju er ţar teflt til úrslita. En fyrirkomulagiđ er sérstakt og margir telja ţađ ósanngjarnt. Dregiđ var um hver ţremenningana kćmust í úrslit. Ţađ var Cheparinvov. Svo tefldu Ivanchuk og Vitiugov um hvor mćtti Búlgaranum í úrslitum. Ţar hafđi Vitiugov betur en tapađi svo fyrir óţreyttum Cheparinov í úrslitum. Margir telja ađ sanngjarnara hefđi veriđ ef Ivanchuk hefđi komist beint í úrslit - í ljósi ţess ađ hann var hćstur á Buchols-stigum.
Miđgarđur, ţjónustumiđstöđ Grafarvogs og Kjalarness stóđ í 9. sinn fyrir Miđgarđsmótinu sem er skákmót grunnskólasveita í hverfinu. Mótiđ fór fram í íţróttahúsi Rimaskóla og mćttu 10 skáksveitir til leiks. Landsbankinn, útibúiđ Vínlandsleiđ, gaf 150.000 krónur til verđlauna á mótinu. Skólarnir fengu verđlaunin til kaupa á skákbúnađi sem alţjóđlegi skákmeistarinn Björn Ţorfinnsson selur hér á landi.
Allir skólarnir sem tóku ţátt í mótinu fengu 25.000 kr í viđurkenningu til kaupa á skákbúnađi fyrir ţátttöku á mótinu en annađ verđlaunafé skiptis eftir frammistöđu hvers skóla. Skákstjóri ađ ţessu sinni var Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands og kom ţađ í hans hlut einnig ađ afhenda hin glćsilegu verđlaun Landsbankans ađ móti loknu.
Rúmlega 60 grunnskólanemendur á öllum aldri tóku ţátt í skákmótinu og voru skólunum sínum til mikils sóma međ góđri frammistöđu og framkomu. Tefldar voru sex umferđir og í lokin stóđ A sveit Rimaskóla uppi sem sigurvegari međ 31,5 vinning af 36 mögulegum. Rimaskóli sem er mikill afreksskóli í skák hefur alltaf unniđ Miđgarđsmótiđ frá upphafi.
A sveit Kelduskóla varđ í 2. sćti međ 28 vinninga en ţessar tvćr sterku skáksveitir urđu í 1. og 3. sćti á fjölmennu jólaskákmóti ÍTR og TR í desember sl. B sveit Rimaskóla hlaut 3. sćtiđ og D sveit skólans varđ nokkuđ óvćnt í 4. sćti Miđgarđsmótsins.
Skákakademía Reykjavíkur er međ kennslu í öllum ţeim skólum sem tóku ţátt í Miđgarđsmótinu og er árangur ţess starfs greinilega ađ skila sér. Miđgarđur bauđ upp á veitingar í skákhléi og fáni Landsbankans var dreginn ađ hún á međan ađ á mótinu stóđ.
Eins og áđur sagđi reyndust Rimaskólakrakkarnir skrefinu á undan öđrum skólum og unnu skáksveitir ţeirra alls 62.500 kr til kaupa á skákbúnađi. Kelduskóli kom nćstur en í hlut skólans komu 37.500 kr til kaupa á skákvörum. Hera Hallbera Björnsdóttir frá Miđgarđi hefur umsjón međ undirbúningi mótsins og hefur gert ţađ frá upphafi. Ţrjár efstu skáksveitirnar hlutu verđlaunapeninga og sigursveit Rimaskóla fékk afhenta eignar-og farandbikar.
Myndaalbúm (Baldvin Örn Berndsen)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţriđja mótiđ í Kappteflinu um skákkóng Friđriks Ólafssonar fór fram í gćrkvöldi ađ viđstöddu fjölmenni, 22 ţátttakendum frá 8 ára til áttrćđs og nokkrum áhorfendum.
Segja má ađ hinn aldni meistari Gunnar Kr. Gunnarsson (81) sé búinn ađ tryggja sér sigurinn ţó eitt mót sé eftir í mótaröđinni ţví 3 bestu mót hvers keppanda telja til vinnings. Gunnar er kominn međ 28 stig og enginn getur náđ honum úr ţessu, ţó endanleg stigatala liggi ekki fyrir fyrr en ađ viku liđinni. "Gunnar" hefur ávallt unniđ í ţessari keppni, Gunnar Skarphéđinsson í fyrsta sinn og Gunnar I. Birgisson í fyrra. Spurning hvort ţetta sé ekki ađ verđa mál fyrir Samkeppniseftirlitiđ :)
Mikla athygli vakti ţátttaka og atgangur hins unga og upprennandi skáksnillings Óskars Víkings Davíđssonar 8 ára en sá stutti hann gerđi sér lítiđ fyrir og skellti Elsu Maríu, Jon Olav, Sigurđi E; Kristni Bj. og tók svo bakarameistarann Jón Víglundsson í bakaríiđ líka. Feikilega mikiđ efni ţarna á ferđ sem gaman verđur ađ fylgjast međ í framtíđinni. Sannur skákvíkingur sem "gefur hvorki griđ né friđ, en geysist fram og heggur" eđa ţađan af meira.
Heildarúrslit má sjá á međf. mótstöflu og einstök úr á skortöflu ef vel er ađ gáđ.
Lokamótiđ fer svo fram ađ viku liđinni.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2014 | 11:06
Hrađskákmót Reykjavíkur á sunnudaginn
Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 9. febrúar kl. 14.
Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Sviss Perfect kerfi. Umhugsunartími verđur 5 mínútur á skák.
Ţátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.
Ţrenn verđlaun í bođi.
Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir Skákţing Reykjavíkur 2014.
Núverandi hrađskákmeistari er Oliver Aron Jóhannesson.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 8
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 119
- Frá upphafi: 8780582
Annađ
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar