Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2014

Gallerý Skák - Gunnar Björnsson vann grjótiđ

Gunnar grjótharđi 27.11.2014 22 03 47Kappteflinu um Patagóníusteininn lauk nýlega međ verđskulduđum sigri hins kunna skákforkólfs Gunnars Björnssonar, sem uppskar 38 stig af 40 mögulegum og var vel ađ sigrinum kominn. Ritstjórinn hefur ţví góđa afsökun fyrir ţví ađ birta mynd af sjálfum sér hér á fréttasíđunni ađ ţessu sinni. smile

X  

Eftir ađ hafa unniđ 3 mót í röđ međ afar Vettvangsmynd frá síđasta mótinu af sex 2.12.2014 21 49 22.2014 21 49 22...sannfćrandi hćtti og hlotiđ 30 vinninga af 33 mögulegum varđ forsetinn ţó ađ sćtta sig viđ ţriđja sćtiđ í lokamótinu eftir ađ hafa lotiđ í gras fyrir Guđfinni, Páli og Tóta Tönn. Ţeir tveir síđarnefndu eru gamlir meistaraflokksmenn frá ţví fyrir rúmri hálfri öld sem gengiđ hafa í endurnýjun lífdaganna í skákinni. Páll kominn yfir áttrćtt og Ţórarinn ađ nálgast ţann virđulega aldur, mesti aflakóngur landsins á stöng og ţó víđar vćri leitađ.  Hann sést hér á myndinni etja kappi viđ Jon Olav Fivelstad, nojarann glađbeitta, en Páll og ađrir keppendur fylgjast spenntir međ baráttu ţeirra á borđinu.

  X

Einar Ess afhendir Gunnari grjótiđ  27.11.2014 22 03 17Ţetta dugđi Gunnari hinum grjótharđa til sigurs ţar sem Stefán Bergsson, útbreiđslustjóri, var fjarri góđu gamni sem hefđi getađ sett smá strik í reikninginn hefđi hann veriđ i stuđi. Mótsstjórinn afhenti síđan sigurvegaranum Patagóníusteininn í hendur sem hann fékk ađ handleika smá stund međan klappađ var fyrir honum og hann hneigđi sig djúpt. Ţetta er farandgripur sem ţrír efstu menn fá nafn sitt greypt á gullnu letri og fer á Skáksögusafniđ í fyllingu tímans - en ţeir ekki.

X

Lokaúrslitin í ţessari 6 kvölda Grand Prix mótaröđ urđu eins og sést á međf. mynd af fimm efstu mönnum sem ţar eru nafngreindir ásamt skoruđum stigum sínum.  Alls hlutu 18 keppendur stig í mótunum sex en fjögur bestu töldu til stiga og vinnings. 

X

Skákkvöldin í Gallerýinu á fimmtudagskvöldum hafa veriđ nokkuđ vel sótt af ástríđuskákmönnum á öllum aldri ţađ sem af er vetri. Tvo mót er eftir  fyrir Jól og annan fimmtudag verđur ađeins meira um dýrđir en venjulega  ţegar sérstakt JólaKapp&Happ-mót verđur haldiđ. Ţá verđur vćntanlega kátt í skákhöllinni í Faxafeni ef ađ líkum lćtur. Muniđ ađ mćta kl. 18 réttstundis.

Myndaablúm (ESE)

Kapptefliđ um Patgagóníusteinninn   efstu menn 3.12.2014 09 57 31


Björgvin efstur í ellefta sinn

Ţađ var nú frekar afslappađ andrúmsloft á ţessum tólfta skákdegi haustsins hjá skákfélaginu Ćsir í dag.

Auđvitađ var barist til síđasta manns í mörgum viđureignum, en ţađ fór allt fram innan velsćmismarka  og ţađ komu ekki upp nein alvarleg ágreinings efni í orrustunum 140 sem háđar voru í dag.

Menn verđa ekkert kátir ţegar ţeir leika ólöglegum leik og tapa ţar međ skákinni,kannski eftir örfáa leiki.

Ţađ er ekki viđ neinn ađ sakast nema sína eigin fljótfćrni.

Björgvin Víglundsson tefldi af sínu venjulega öruggi eins og venjulega og uppskar 9 vinninga af 10,

Ţađ voru samt tveir kappar sem náđu jafntefli viđ hann,ţađ voru ţeir Jón Ţorleifur Jónsson og Ţorsteinn Ţorsteinsson.

Friđgeir Hólm náđi öđru sćtinu međ 8 ˝ vinning, svo kom Guđfinnur R Kjartansson í ţriđja sćti međ 8 vinninga. 

Sjá nánari úrslit í töflu og myndir frá ESE

Ćsir 2014-12-02

 


Kramnik vann Giri - eru efstir og jafnir

Heimsmeistarinn fyrrverandi, Vladimir Kramnik (2760), vann Anish Giri (2776) í sjöundu umferđ opna ofurmótsins í Katar í dag. Ţar međ stöđvađi hann siguröngu Hollendings sem hafđi unniđ allar sínar sex skákir. Ţeir eru efstir og jafnir. Úsbekinn Saleh Salem(2586) og Kínverjinn Yu Yangvi (2705) eru í 3.-4. sćti međ hálfum vinningi minna.

Áttundua og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun. Ţá mćtast Giri - Yangvi og Salem - Kramnik.

Röđ efstu manna:

Katar

Alls taka 92 stórmeistarar ţátt í mótinu og hafa 14 ţeirra meira en 2700 skákstig.

 


Guđlaug skákmeistari Garđabćjar

Guđlaug Ţorsteinsdóttir 6.5.2014 13 09 55Gauđlaug Ţorsteinsdóttir (2006) kom sú og sigrađi á Skákţingi Garđabćjar sem lauk í gćr. Segja má ađ Guđlaug hafi komiđ ađ hliđ en hún tapađi í fyrstu umferđ en hlaut svo 5˝ vinning í lokaumferđunum sex. Í síđustu umferđ vann hún Agnar Tómas Möller (1657). 

Bárđur Örn Birkisson (1636) og Páll Sigurđsson (1919) urđu í 2.-3. sćti međ 5 vinninga. Frábćr árangur hjá Bárđi sem hćkkar um 117 stig fyrir frammistöđu sína! Páll byrjađi rólega eins og Guđlaug. Tapađi tveimur fyrstu skákunum en vann ţćr fimm síđustu! Fórnarlambiđ í lokaumferđin var Jóhann Helgi Sigurđsson (2013).

Vert er ađ benda einnig á árangur Agnars Tómasar Möller sem endađi í 4.-6. sćti og hćkkar um 101 fyrir frammistöđuna. 

Lokastöđuna í a-flokki má finna á Chess-Results.

B-flokkurŢorsteinn Magnússon


Ţorsteinn Magnússon (1241) sigrađi í b-flokki en hann hlaut 6 vinninga í sjö skákum. Góđur árangur hjá Ţorsteini en var ađeins sjötti í stigaröđ keppenda. Ţorsteinn hćkkar um 85 stig fyrir frammistöđuna.

Guđmundur Agnar Bragason (1352) og Róbert Luu (1315) urđu í 2.-3. sćti međ 5˝ vinning.

Lokastöđuna í b-flokki má nálgast á Chess-Results.

Hrađskákmót Garđabćjar fer fram nk. mánudagskvöld. 


Riddarinn - Kapptefliđ um Skáksegliđ

Friđgeir K. Hólm međ skáksegliđ 26.11.2014 22-57-50Hinni árlegu mótaröđ um Skáksegliđ lauk í síđustu viku međ sigri Friđgeirs K. Hólm, hins brúnaţunga en samt brosmilda skáköđlings.    

Hin vikulegu skákmót á vegum Riddarans eru ađ jafnađi mjög vel sótt, sumpart af sömu skággeggjurunum og tefla í hinum skákklúbb eldri borgara, sem Ćsir heitir.  Munurinn er sá ađ ţar syđra tefla menn allt áriđ um kring og slá ekkert af yfir sumariđ, enda oftast rigning hvort sem er eđa sem betra er ađ komast í forsćlu undan sólarhitanum. Ţví miđur stefnir í ađ mótin verđi ađeins 50 á ţessu ári ţví ađfangadag og gamlársdag ber upp á miđvikudag ađ ţessu sinni.   

Sextán garpar sátu ţar ađ tafli í síđustu viku viđ Suđurgötuna í Gaflarabć og eltu  grátt silfur saman. Allt var ţetta ţó í góđu en baráttan stóđ um ţađ hver myndi verđa efstur ađ stigum í kappteflinu um Skáksegliđ, minningargrip um Grím Ársćlsson, sem nú var keppt um í 6. sinn. Friđgeir og Jón Ţ. Ţór stóđu best ađ vígi ađ ţrem mótum loknum en í fjarveru ţess síđarnefnda í dag átti Friđgeir međ tvo mót unnin og 20 stig á hendi besta möguleika.

Ţannig fór ţađ líka ađ Guđfinnur R. Kjartansson, sigurvegari sl. árs og Friđgeir urđu efstir og jafnir og ţađ dugđi hinum síđarnefnda til sigurs. Hann hlaut alls 28 stig, Guđfinnur 21 og Sigurđur E. Kristjánsson og Jón Ţ. Ţór 18 (2. mót). Ţrjú bestu mót hvers keppanda töldu til stiga og vinnings. Sigurvegarinn fćr nafn sitt skráđ silfruđu letri á hinn fagra farandgrip sem fer á Skáksögusafniđ í fyllingu tímans.

Teflt verđur grimmt í Vonarhöfn nćstu 3 miđvikudaga en Jólamót Riddarans verđur háđ og haldiđ 17. desember.  Öll mót hefjast kl. 13 og tefldar eru 10. mínútna hvatskákir, 11. umferđir.  Allir skákţyrstir skákgarpar 60+ velkomnir til tafls og skrafs milli skáka.

 

sKÁKSEGLIĐ-Lokamótiđ  26.11.2014 22-57-50


Hrađskákmót Garđabćjar fer fram nk. mánudagskvöld

Hrađskákmót Garđabćjar verđur haldiđ mánudaginn 8. desember 2014. Mótsstađur: Garđatorg 1. (gamla Betrunarhúsiđ). 2. hćđ. Inngangur til hćgri viđ verslunina Víđi. 

Umhugsunartími er 5 mínútur á mann og er teflt í einum flokki. Reikna má međ ađ mótiđ verđi búiđ um kl. 22. 

1. verđlaun í Hrađskákmóti Garđabćjar eru 15.000 kr. auk verđlaunagrips. Medalíur fyrir 2. og 3. sćti. Efsti TG-ingur hlýtur 5.000 kr. Verđlaunafé skiptist eftir Hort kerfi.

Frítt er í hrađskákmótiđ fyrir ţátttakendur skákţingsins og félagsmenn TG en ađrir gestir borga 1.000 kr.

Hrađskákmeistari 2013 var Hjörvar Steinn Grétarsson

Eftir hrađskákmótiđ er verđlaunahending fyrir bćđi Hrađskákmótiđ auk Skákţings Garđabćjar. 

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Rimaskóli og Laugalćkjarskóli sigruđu á Jólamóti TR og SFS

 

 

Glćsilegu og vel sóttu Jólamóti TR og SFS lauk í gćrkvöld í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur.

Í úrslitakeppni yngri flokks sigrađi sveit Rimaskóla og fékk hún 10,5 vinning. Í 2.sćti varđ Ölduselsskóli međ 8,5 vinning. Fossvogsskóli endađi í 3.sćti međ 4 vinninga.

 

Í eldri flokki sigrađi Laugalćkjarskóli međ 18,5 vinning en Árbćjarskóli kom í humátt á eftir međ 18 vinninga. Rimaskóli endađi í 3.sćti međ 17 vinninga. Hjá stúlkunum var ţađ sveit Rimaskóla sem reyndist hlutskörpust međ 10 vinninga. Sveit Breiđholtsskóla kom skammt á eftir međ 8,5 vinning.

Mótinu verđa gerđ ítarlegri skil í máli og myndum á nćstu dögum.

Yngri flokkur

1. Rimaskóli 10,5v
2. Ölduselsskóli 8,5
3. Fossvogsskóli 4
4. Háteigsskóli 1

Eldri flokkur

1. Laugalćkjarskóli A 18,5v
2. Árbćjarskóli A 18
3. Rimaskóli A 17
4. Hólabrekkuskóli 15
5. Laugalćkjarskóli B 14,5
6. Árbćjarskóli B 12,5
7. Rimaskóli st. 10
8. Breiđholtsskóli st 8,5
9. Breiđholtsskóli A 5

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús vann lokaskákina og heldur heimsmeistaratitlinum nćstu tvö árin

Skákţáttur Morgunblađsins frá 24. nóvember sl.

---------------------------------------------

Carlsen-Anand2

Taugar hans stóđust álagiđ betur,“ sagđi Wisvanathan Anand eftir ađ elleftu skák heimsmeistaraeinvígisins í Sochi lauk međ sigri Magnúsar Carlsen í 45 leikjum sem ţar međ hafđi hlotiđ 6˝ vinning gegn 4˝ og ţarf ţví ekki ađ tefla 12. skák einvígisins. Ţrátt fyrir ósigurinn í gćr var Anand afar vel undir ţessa skák búinn en í 27. leik lét hann skiptamun af hendi og reyndist ţađ afar misráđin ákvörđun ţó ađ á yfirborđinu liti fórnin vel út. Á ţví augnabliki skákarinnar höfđu áhangendur Magnúsar miklar áhyggjur af stöđu hans en hann greip tćkifćriđ sem Anand rétti honum og tefldi framhaldiđ óađfinnanlega og knúđi fram sigur međ hárnákvćmum leikjum. Hann getur nú andađ léttar ţví ađ alţjóđaskáksambandiđ FIDE gerir ráđ fyrir ađ nćsta heimsmeistaraeinvígi fari fram eftir tvö ár. Hverfandi líkur eru taldar á ţví ađ Anand verđi nćsti áskorandi hans en Indverjinn svarađi ţó spurningum fréttamanna eftir skákina í gćr á ţá leiđ ađ hann vćri alls ekki hćttur. Athyglin beinist nú ađ Ítalanum Fabiano Caruano sem fyrir nokkrum vikum vann öflugt skákmót í Saint Louis í Bandaríkjunum međ fáheyrđum yfirburđum.

Í samanburđi viđ sum önnur heimsmeistaraeinvígi telst ţetta einvígi í besta falli miđlungi gott, kannski vegna ţess hversu stutt ţađ er. Ţađ er einfaldlega söguleg stađreynd ađ ţau heimsmeistaraeinvígi sem samanstóđu af 24 skákum ađ undangengnu skipulögđu ferli svćđamóta, millisvćđamóta og áskorendaeinvígja heppnuđust yfirleitt afar vel. Keppendur gátu tekiđ meiri áhćttu í skákum sínum og svo dćmi sé tekiđ ţá var einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972 sneisafullt af nýjum hugmyndum og afar flóknum stöđum svo ekki sé minnst á óvćnta atburđi utan skákborđsins. Magnús og Anand virtust hins vegar á stundum vera fastir í viđjum kerfisbundinna byrjana sem gáfu hugmyndafluginu ekki mikiđ pláss.

Engum dylst ađ Magnús er verđugur heimsmeistari ţótt hann hafi ekki náđ sínu besta fram í einvíginu í Sochi. Og miklar breytingar hafa orđiđ á högum hans frá ţví hann kom hingađ til Íslands í fyrsta sinn fyrir röskum tíu árum. Ţá var hann tiltölulega lítt ţekktur í heimalandi sínu en skákir sem hann tefldi viđ Anatolí Karpov og Garrí Kasparov á Reykjavík rapid-mótinu í mars 2004 breyttu ţví. Nú er hann ţjóđhetja í Noregi og skákir hans eru í beinni útsendingu í sjónvarpi og á netmiđlum. Um ţađ leyti ákváđu foreldrar hans ađ leggja niđur störf, selja bćđi hús og bíl og fjölskyldan ferđađist síđan víđa um lönd til ađ styđja Magnús á framabraut skákarinnar. Hann ţótti lengi vel feiminn og óframfćrinn og var af sumum talinn einhverfur en sá orđrómur var úr lausu lofti gripinn. Skákhćfni hans byggist á mögnuđu innsći, bestu leikirnir virđast „koma til hans“ alveg áreynslulaust og lok elleftu skákarinnar í gćr eru gott dćmi um ţađ:

11. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Wisvanathan Anand

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. h3 Bd7 10. Rc3 h6 11. b3 Kc8 12. Bb2 c5 13. Had1 b6 14. Hfe1 Be6 15. Rd5

Magnús eftir lét Anand ađ tefla Berlínarvörnina í ţriđja sinn í einvíginu. Sú leiđ ađ leika riddaranum til d5 virđist ógnandi en veldur svarti engum sérstökum erfiđleikum.

15.... g5 16. c4 Kb7 17. Kh2 a5 18. a4 Re7 19. g4 Rg6 20. Kg3 Be7 21. Rd2 Hhd8 22. Re4 Bf8 23. Ref6 b5!

Magnađur leikur sem almennt var talinn uppfinning „tölvuheila“. Magnus vék sér undan ţví ađ taka ţeirri áskorun sem í leiknum fólst, t.d. 24. axb5 a4! međ sterkri gagnsókn.

24. Bc3 bxa4 25. bxa4 Kc6 26. Kf3 Hdb8

Undirbýr ađ fórna skiptamun. Svartur gat tryggt sér góđa stöđu međ 26.... Be7 eđa 26.... Bg7.

27. Ke4

27.... Hb4?

Stađa5Tapleikurinn. Magnús var greinilega undir ţessa fórn búinn. Betra var 27.... b3 og stađan er í jafnvćgi.

28. Bxb4 cxb4 29. Rh5 Kb7 30. f4 gxf4 31. Rhxf4 Rxf4 32. Rxf4!

Mun sterkara en 32. Kxf4 c6! 33. Re3 Kb6 og svartur má vel viđ una.

32.... Bxc4 33. Hd7!

Eftir ţetta verđur stöđu svarts ekki bjargađ.

33.... Ha6 34. Rd5 Hc6 35. Hxf7 Bc5 36. Hxc7+! Hxc7 37. Rxc7 Kc6.

(Ekki gekk 37.... Kxc7 vegna 39. Hc1! t.d. 39.... b3 40. Hxc4 b3 41. Hxc5+ ásamt 42. Hb5 og vinnur b-peđiđ.

38. Rb5! Bxb5 39. axb5 Kxb5 40. e6 b3 41. Kd3 Be7 42. h4 a4 43. g5 hxg5 44. hxg5 a3 45. Kc3

Stađa6– og ţetta var síđasti leikur heimsmeistaraeinvígisins. Svörtu peđin komast ekki lengra og Anand gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 24. nóvember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Anish Giri međ fullt hús eftir sex umferđir í Katar!

anishgiriHollenski ofurstórmeistarinn Anish Giri (2776) er mikinn á opnu móti sem nú er í gangi í Katar. Hann vann sína sjöttu skák í röđ ţegar hann lagđi Svíann Nils Grandelius 2573) ađ velli. Vladimir Kramnik (2760) er kominn á beinu brautina eftir rólega byrjun og er annar međ 5 vinninga. Giri og Kramnik mćtast í sjöundu umferđ á morgun. Vinnur Hollendingurinn ungi sína sjöundu skák í röđ?

Röđ efstu manna:

Katar

Alls taka 92 stórmeistarar ţátt í mótinu og hafa 14 ţeirra meira en 2700 skákstig.

 


Frábćr skemmtun á Jólaskákmóti TR og SFS

Hátt í 200 börn settust til tafls í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í gćr er teflt var í yngri flokki Jólaskákmóts TR og SFS. Óhćtt er ađ segja ađ vel hafi tekist til, bćđi viđ framkvćmd mótsins en ekki síđur á taflborđunum sjálfum ţar sem hart var tekist á í drengilegri keppni. Mótiđ var tvískipt og hóf Suđur riđill keppni kl.10:30 en Norđur riđill hófst klukkan 14:00. 

Í Suđur riđli -opnum flokki- vann Ölduselsskóli međ miklum yfirburđum enda einkar vel skipuđ skáksveit međ reynslumikla skákmeistara á hverju borđi. Sveitin hlaut hvorki fleiri né fćrri en 23 vinninga í 24 skákum! Keppnin um annađ sćtiđ og ţar međ sćti í úrslitum var ćsispennandi. Fyrir síđustu umferđ hafđi Háteigsskóli 1,5 vinnings forskot á Norđlingaskóla en sveitirnar mćttust einmitt í síđustu umferđinni. Ađ loknum ţremur skákum leiddi Norđlingaskóli 2-1 og ţurfti ţví sigur í síđustu skákinni til ađ tryggja sér annađ sćtiđ. Eftir mikinn barning fór ţó svo ađ skákin endađi međ jafntefli og ţar međ tryggđi Háteigsskóli sér annađ sćtiđ ţrátt fyrir ađ tapa viđureigninni 1,5-2,5. Háteigsskóli hlaut 16 vinninga en Norđlingaskóli varđ í ţriđja sćti međ 15,5 vinning. 

jolamot2014 (10)Í Norđur riđli -opnum flokki- vann Rimaskóli međ sömu yfirburđum og Ölduselsskóli fyrr um daginn. Hin feikisterka skáksveit Rimaskóla hlaut 23 vinninga í 24 skákum!

jolamot2014 (8)

 

Fossvogsskóli endađi í öđru sćti međ 19 vinninga. Ţađ má međ sanni segja ađ ţessar tvćr sveitir hafi veriđ í nokkrum sérflokki. Ingunnarskóli endađi í 3.sćti međ 16,5 vinning. 

jolamot2014 (25)

Í stúlknaflokki voru tvćr sveitir efstar og jafnar međ 13 vinninga; Melaskóli og Breiđholtsskóli. Ţví ţurfti ađ grípa til stigaútreiknings til ađ fá fram sigurvegara og ţá kom í ljós ađ skáksveit Melaskóla hafđi hlotiđ efsta sćtiđ en Breiđholtsskóli varđ í 2.sćti. Í 3.sćti varđ stúlknasveit Rimaskóla en hún hlaut 12,5 vinning. Skammt ţar á eftir kom Ingunnarskóli međ 11 vinninga. 

jolamot2014 (18)

Í dag, mánudag, verđur teflt til úrslita í opnum flokki yngri flokks. Ţar mćtast Rimaskóli, Ölduselsskóli, Fossvogsskóli og Háteigsskóli. Rimaskóli sigrađi á mótinu í fyrra og á ţví titil ađ verja. Tafliđ hefst klukkan 17 og eru áhorfendur hjartanlega velkomnir ađ líta viđ og fylgjast međ framtíđarstjörnum skáklistarinnar ađ störfum viđ skákborđiđ. 

jolamot2014 (1)

 

Á sama tíma og teflt er til úrslita í yngri flokki verđur teflt í eldri flokki Jólaskákmóts TR og SFS. Ţar verđur án efa hart barist enda margar sterkar skáksveitir skráđar til leiks. Rimaskóli á titil ađ verja í opnum flokki, en stúlknaflokkinn í fyrra sigrađi Breiđholtsskóli. Tafliđ hefst klukkan 17 og eru áhorfendur hjartanlega velkomnir. 

Nánari fréttir munu birtast um mótiđ ađ ţví loknu. Taflfélag Reykjavíkur vill koma á framfćri ţakklćti til allra ţeirra fjölmörgu liđsstjóra, foreldra og skákbarna sem lögđu sitt á vogarskálarnar til ađ gera ţennan vindasama sunnudag ađ ţeirri glćsilegu skákveislu sem hann svo sannarlega var.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 8778962

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband