Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2014

Vignir Vatnar og Alexander Már sigurvegarar Jólamóts Víkingaklúbbsins

Jólamót VíkingaklúbbsinsJólamót Víkingaklúbbsins sem átti ađ fara fram í Víkingsheimilinu miđvikudaginn 10. desember var á endanum haldiđ í Fram-heimilinu viđ Safamýri.  Ţau tíđindi bárust um viku fyrir mót ađ til stćđi ađ mála veitingasalinn í Víkinni á keppnisdag og ţađ var ţví bara tvennt í stöđunni ađ fćra mótiđ annan dag eđa halda lítiđ og nett jólamót í neđri salnum sem er frekar lítill og rúmar í mesta lagi 40 manna mót.  

Ţar sem skráningar voru fáar farnar ađ berast á mótiđ var ákveđiđ ađ halda lítiđ og nett mót í neđri salnum.  Ekki var talin mikil "hćtta" á ferđum međ ađ skráning myndi taka mikinn kipp, en daginn fyrir mót var ljóst ađ ţađ stefndi í metţátttöku á mótinu og á hádegi á keppnisdag var ákveđiđ ađ fćra mótiđ í stćrri sal.  Sem betur fer tókst ţađ stórslysalaust međ hjálp nokkura góđra ađila. Skilabođin til keppenda og foreldra var sent á skak.is, facebooksíđum og í tölvupósti, og á endanum skiluđu langflestir keppendur sér í hús í Safamýrina og mótiđ fór ţví fram viđ frábćrar ađstćđur.  Ekki er vitađ til ađ neinn hafi hćtt viđ mótiđ vegna ţessara breytinga.  Alls tóku 83 keppendur ţátt í jólamótinu, sem er met hjá félaginu.  

Keppt  var í ţrem flokkum á mótinu.  Í eldri flokki krakkar sem fćddir voru 2000-2004 voru tefldar 6. umferđir međ 7. mínútna umhugsunartíma og sama var upp á teningnum í yngri flokki, en ţar telfdu krakkar sem fćddir eru árin 2005-2007.  Í yngsta flokknum tefldu krakkar fćddir 2008 og yngri í peđaskák.

Í eldri flokki sigrađi Vignir Vatnar Stefánsson annađ áriđ í röđ, en hann fékk hörkukeppni nokkura skákmanna međal annars frá brćđrunum Birni og Bárđi Birkisyni.  Björn Birkisson varđ í 2. sćti í flokknum, en Arnór Ólafsson varđ í 3. sćti.  Stúlknameistaratitilinn og besti Víkingurinn kom í hlut Lovísu Hansdóttur.  Mótiđ var fyrnarsterkt, en einstök úrslit úr flokknum má nálgast á chess-results hér:

Í yngri flokki sigrađi Alexander Már Bjarnţórsson, en hann náđi ađ leggja alla andstćđinga sína.  Hann sigrađi Jón Hreiđar Rúnarsson helsta andstćđing sínn í nćstsíđustu umferđ.  Jón Hreiđar hafđi í umferđinni á undan sigrađ stigahćsta keppanda flokksins Róbert Luu.  Jón Hreiđar endađi í 2. sćti í flokkum og varđ jafnframt efstur Víkinga í yngri flokki.  Ţriđji varđ Björn Magnússon, en Ţórdís Agla Jóhannsdóttir fékk stúlknaverđlaunin.  Einstök úrslit úr flokknum má nálgast á chess-results hér:

Skákstjórar voru hinir geysiöflugu Stefán Bergsson (eldri flokk) og Páll Sigursson (yngri) og er ţeim hér međ ţakkađ sérstaklega, enda hefđi mótiđ aldrei getađ gengiđ upp án ţeirra.  Víkingar vilja einnig ţakka Lenku Placnikovu fyrir ađstođina, en ástćđan fyrir góđri mćtingu var einmitt dugnađur hennar ađ benda nemendum sínum á áhugaverđ barnamót.  Keppendur komu víđa ađ, m.a voru tíu keppendur úr Ingunnarskóla og sambćrilegur fjöldi kom úr Háaleitisskóla.  Skákfélagiđ Huginn er ţakkađ fyrir ađ lána 100 töfl og einnig var Gunnar Björnsson forseti geysiöflugur á mótsdegi.

Mikil ţátttaka úr tveimur skólum úr Kópavogi vekur óneitanlega athygli en 23 komu úr Álfhólsskóla og 15 úr Snćlandsskóla.

Barnaćfingar Víkingaklúbbsins eru nú komnar í jólafrí, en hefjast aftur 14. janúar og verđa vikulega fram á vor. M.a er stefnt ađ tveim stórum barnamótum eins og ţessu ári ţs, páskamótiđ og vormótiđ.

Eldri flokkur úrslit:


1. Stefánsson Vignir Vatnar 6v. af 6
2. Birkisson Björn 5. v
3. Arnór Ólafsson 4. v
4. Birkisson Bárđur Örn 4.v
5. Mai Aron Ţór 4.v
6. Kravchuk Mykhaylo 4.v
7. Kristjánsson Halldór Atli 4.v
8. Halldórsson Sćvar 3.v
9. Ólafur Örn 3.v
10. Lovísa Sigríđur Hansdóttir 3.v
11. Bjarki Ólafsson 3.v
12. Steinar Logi Jónatansson 3.v
13. Alexander Ragnarsson 2.v
14. Fannar Árni Hafsteinsson 2.v
15. Einar 2.v
16. Arnar Jónsson 2.v
17. Veigar Már Harđarson 1.5.v
18. Egill Gunarsson 1.5 v.
19 Elvar Christiansen 1.0 v
20. Kristófer 1.0 v


Yngri flokkur úrslit:

1. Bjarnţórsson Alexander Már 6. v af 6
4. Luu Róbert 5.v
6. Omarsson Adam 5.v
16. Azalden 4. v
17. Sousa Daniel Aron 3.5.v
29. Ćgisson Örn 3.v
49. Eradze Alexander 1. v
 
Peđaskák úrslit:
 
1. Patrekur Jónas (2008) 4.5 v 
2. Gunnlaugur Dan Friđriksson (2009) 4. v 
3. Ragna Rúnarsdóttir (2009) 3.5 v 
4.Andrea Arna Pálsdóttir 3. v 
5. Damien 3. v 
6. Bjarki 2.5 v. 
7. Eiđur Styrr 2.5 v. 
8. Bergţóra Helga 2. v 
9. Darri Hilmarsson 2. v. 
10. Benedikt 2. v 
11.Einar Árni 1. v
 
Aukaverđlaun:
 
Stúlkanverđlaun eldri:  Lovísa Hansdóttir
Besti Víkingurin eldri:  Lovísa Hansdóttir
Stúlknaverđlaun yngri: Ţórdís Agla Jóhannsdóttir
Besti Víkingurinn yngri:  Jón Hreiđar Rúnarsson
Bestur 2005:  Alexandir Már Bjarnţórsson
Bestur 2006:  Guđni Viđar Friđriksson
Bestur 2007: Adam Ómarsson
Bestur 2008: Patrekur Jónas
Bestur 2009: Gunnlaugur Dan Friđriksson

Magnús Pálmi sigurvegari Vetrarmóts öđlinga

Í fyrrakvöldi fór fram sjöunda og síđasta umferđin í Vetrarmóti öđlinga. Spennan var mikil enda Magnús Pálmi Örnólfsson og Ţorvarđur Fannar Ólafsson efstir og jafnir fyrir umferđina međ fimm vinninga, heilum vinning á undan nćstu mönnum. 


Magnús tefldi viđ Vignir Bjarnason međan Ţorvarđur mćtti Kristjáni Halldórssyni. Báđar skákirnar voru jafnar lengi framan af og spennan magnađist ţegar á leiđ. Lengstu skákirnar voru á ţremur efstu borđunum en á ţví ţriđja vann ađ lokum Sverrir Örn Björnsson skák sína viđ John Ontiveros og tryggđi sér ţar međ ţriđja sćtiđ á mótinu. 


Magnús vann svo sína skák gegn Vigni eftir ađ hafa unniđ riddara á skemmtilegan hátt. Allra augu beindust ţá ađ skák Ţorvarđar og Kristjáns en ţar stóđ Ţorvarđur betur en var orđinn tćpur á tíma. Hann var ţó öryggiđ uppmálađ í snúnu endatafli og sótti vinning ţrátt fyrir öfluga og hetjulega vörn Kristjáns.

 


Magnús Pálmi og Ţorvarđur Fannar komu ţví jafnir í mark međ sex vinning og ţurfti ţví ađ grípa til stigaútreiknings til ađ knýja fram úrslit. Ţar hafđi Magnús betur en jafnara gat ţađ vart orđiđ. Hann er ţví Vetrarmeistari öđlinga 2014 og er vel kominn ađ ţeim sigri. Ţetta er annar sigur hans á kappskákmóti í skákhöllinni á árinu, en Magnús sigrađi örugglega áskorendaflokk Wow air mótins í vor.

Ţorvarđur sem sjaldan lćtur sig vanta á mót félagsins varđ ađ ţessu sinni ađ gera sér annađ sćtiđ ađ góđu.

 


 

Guđmundur Aronsson varđ nokkuđ óvćnt í fjórđa sćti, jafn Sverri ađ vinningum. Hann tefldi skák sína viđ Magnús Magnússon í lokaumferđinni listavel og vann örugglega.

 


Fimmti varđ skákkennarinn góđkunni Siguringi Sigurjónsson međ fjóra og hálfan vinning en hann vann Sigurjón Haraldsson í lokaumferđinni. Ţéttur hópar öđlinga kom ţar á eftir međ fjóra vinninga, ţar á međal Magnús Magnússon sem leiddi mótiđ í byrjun og Ólafur Gísli Jónsson sem tefldi stórglćsilega fórnarskák í gćrkvöldi gegn gegn Grím Grímsyni sem varđ ađ játa sig sigrađann í innan viđ 20 leikjum. Einkar vel ađ verki stađiđ hjá Ólafi Gísla.

Verđlaunaafhending fór fram í mótslok. 

www.chess-results.com/tnr150003.aspx

Mótiđ tókst í alla stađi vel og vill Taflfélag Reykjavíkur ţakka öllum ţeim sem tóku ţátt.


Tvöfaldur íslenskur sigur í El Salvador

Ţađ var tvöfaldur íslenskur sigur á opnu móti sem lauk í höfuđborg El Salvador, San Salvador, í nótt. Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2564) og alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2451)urđu ţar efstir og jafnir međ 7˝ vinning í 9 skákum. Hannes varđ sjónarmun á undan eftir stigaútreikning.

Glćsilegur árangur hjá ţeim félögum. Báđir hćkka ţeir vel á stigum. Guđmundur um heil 24 stig og Hannes um 9 stig.

Röđ efstu manna:

 

El Salvador

Árangur Guđmundar heggur mjög nćrri stórmeistaraáfanga. Til ađ ţađ hefđi orđiđ raunin hefđu međalstig andstćđinga hans ţurft ađ vera 2380 skákstig en voru 2371 skákstig.

Guđmundur hefur nú 2475 skákstig. ţađ er ljóst ađ ţađ er ađeins tímaspursmál hvenćr hann verđur stórmeistari en til ţess ţarf hann einn stórmeistaraáfanga til viđbótar auk ţess ađ ná 2500 skákstigum.

131 skákmađur frá 12 löndum tók ţátt í mótinu. Ţar af voru sex stórmeistarar og níu alţjóđlegir meistarar. Hannes var nr. 3 í stigaröđ keppenda en Guđmundur var nr. 7.


Íslandsmótiđ í Víkingaskák fer fram í kvöld

Minningarmótiđ um Magnús Ólafsson - Íslandsmótiđ í Víkingaskák 2014 fer fram í húsnćđi knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni fimmtudaginn 11. desember kl. 19.00. Tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ eru öllum opiđ og ţađ kostar ekkert ađ vera međ. Bođiđ verđur upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.

Nauđsynlegt er ađ skrá sig til leiks til ađ tryggja ţátttöku. Ţátttakendur eru hvattir til ađ skrá sig í tölvupósti á netfangiđ Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com. Veitt verđa sérstök veđlaun fyrir efstu sćtin, auk ţess sem sérstök verđlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.


Eins og í fyrra verđur keppt í B-flokki (Áskorendaflokki), fyrir ţá keppendur sem eru stigalausir eđa eru ađ tefla Víkingaskák í fyrsta skipti.

Núverandi Íslandsmeistari er Sveinn Ingi Sveinsson og skákstjóri á mótinu verđur Haraldur Baldursson.

Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér: 

Ůrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2013 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2012 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2011 má sjá hér:
Úrslit 2010 hér:
Úrslit 2009 hér:


Jólaskákmót í Stofan Café í kvöld!

Dominik 001Jólaskákmót verđur haldiđ í kvöld í Stofan Café, Vesturgötu 3 kl. 20. Tefldar verđa 8 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma og leggur Stofan til verđlaun í formi gjafabréfa, auk ţess sem sérstakt tilbođ verđur á veitingum fyrir keppendur.

Stofan hefur fest sig í sessi sem vinsćlasta skákkaffihús borgarinnar. Ţar er góđ ađstađa til taflmennsku, einstaklega góđur andi og fjölbreyttar veitingar. Í október var haldiđ fyrsta hrađskákmót Hróksins og Stofunnar, sem heppnađist sérlega vel. Ţar sigrađi Róbert Lagerman og hreppti titilinn Stofumeistarinn 2014. Nú er spurningin hver verđur Stofujólasveinninn!

Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig í chesslion@hotmail.com ţar sem hámarksfjöldi keppenda er 24. 

Allir eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis.

 


Nýtt Fréttabréf SÍ

Nýtt Fréttabréf SÍ kom út í gćr. Međal efnis í Fréttabréfinu er:

  • Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram á laugardag
  • TR Íslandsmeistari unglingasveita
  • Björgvin og Guđmundur Íslandsmeistarar eldri skákmanna
  • Atskákmót Icelandair - Íslandsmótiđ í atskák
  • Keppendur á Reykjavíkurskákmótiđ komnir á annađ hundrađiđ
  • Magnus Carlsen heimsmeistari í skák
  • Guđlaug skákmeistari Garđabćjar
  • Ný íslensk skákbók
  • Laugarlćkjaskóli og Rimaskóli sigruđu á Jólamóti TR og SFS
  • Björn Hólm sigrađi á TORG-móti Fjölnis
  • Reykjavíkurskákmótiđ 2015 - Nýjustu skráningar
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.


Hćgt er ađ skrá sig fyrir Fréttabréfinu sem kemur ađ jafnađi út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina ofarlega á vinstri hluta Skák.is.

Eldri fréttabréf má nálgast hér.


Jólamót Víkingaklúbbsins fer fram í FRAMHEIMILINU

TILKYNNING: JÓLASKÁKMÓT VÍKINGAKLÚBBSINS FYRIR BÖRN OG UNGLINGA VERĐUR Í FRAM-HEIMILINU! í dag klukkan 17:00 EKKI VÍKINNI! Ástćđan er sprenging í ţátttöku. Gunnar Freyr formađur Víkinga fer um eins og vindurinn ađ bregđast viđ ţessari auknu ţátttöku og nú vantar bara Kristján Má í gulu vesti ađ segja fréttir af viđburđarrásinni sem er í gangi. Góđar stundir og látiđ berast.


Guđmundur efstur fyrir lokaumferđina í El Salvador

Hannes og Guđmundur í Kosta RíkaGuđmundur Kjartansson (2451) er í miklu stuđi á alţjóđlegu móti í El Salvador. Guđmundur er efstur međ 7 vinninga ađ loknum 8 umferđum. Í gćr vann hann spćnska stórmeistarann Alfonso Remero Holmes (2470). 

Hannes Hlífar Stefánssyni (2564) hefur líka gengiđ vel og er í 2.-5. sćti međ 6˝ vinning.

Árangur Guđmundar samsvarar nánast stórmeistaraáfanga en ţví miđur eru međalstig andstćđinga örlítiđ of lág. Fyrir lokaumferđin hefur Guđmundur hćkkađ um 24 skákstig.

Lokaumferđin fer fram í kvöld.

131 skákmađur frá 12 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru sex stórmeistarar og níu alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 3 í stigaröđ keppenda en Guđmundur eru nr. 7.


Skáknámskeiđ á Fischer-setri

Fischer-setur29. nóvember sl. lauk tíu vikna skáknámskeiđi grunnskólabarna í Fischersetri. Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands hafđi yfirumsjón međ námskeiđinu og var Nökkvi Sverrisson honum til ađstođar. Ţá komu gestakennararnir Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur og Björgvin Guđmundsson formađur Skákfélags Selfoss og nágrennis í heimsókn.

Teflt var á laugardögum og voru alls 18 börn á námskeiđinu. Hugmyndin er svo ađ halda annađ 10 skipta námsskeiđ eftir áramót og byrja ţá fljótlega upp úr áramótum, en ţađ verđur nánar auglýst síđar.

Síđasta dag kennslunnar var haldiđ skákmót og bođiđ var upp á heitt súkkulađi og kleinur. Börn frá Ungmennafélaginu á Hellu komu í heimsókn. Ţá má geta ţess ađ ein unglingasveit skipuđ börnum frá námsskeiđinu tók ţátt í Íslandsmóti unglingasveita 15. nóv. s.l. og stóđu ţeir sig međ prýđi á sínu fyrsta móti.

Mynd: Ţátttakendur í skáknámskeiđinu ásamt Helga Ólafssyni skólastjóra Skákskóla Íslands og Nökkva Sverrissyni ađstođarmanni.

Framkvćmdastjórn Fischerseturs.


Atskákmót Skákklúbbs Icelandair - Íslandsmótiđ í atskák

Atskákmót Skákklúbbs Icelandair – verđur ađ ţessu sinni einnig Íslandsmótiđ í atskák.

Mótiđ fer fram laugardaginn 27. desember í Hótel Natura (áđur Hótel Loftleiđir) og hefst kl. 13

Tefldar eru 9 umferđir eftir svissneska kerfinu međ 15 mínútna umhugsunartíma. Teflt eru í einum flokki og verđa veitt verđlaun í fjórum flokkum.

Ţáttökugjald: 3.000 og 2.000 fyrir 12 og yngri.

Verđlaun verđa veitt í 4 flokkum:

  • 2300-yfir
  • 2000-2299
  • 1700-1999
  • 0-1699

Miđađ verđur viđ FIDE stig 1. des -> annars íslensk stig 1. des -> atskákstig -> Frammistöđu á síđasta atskákmóti ef fyrir hendi annars 1.500 stig.

Verđlaun í hverjum flokki eru ţessi:

1. verđlaun: Farmiđi fyrir tvo til Evrópu međ Icelandair (skattar ekki innifaldir)
2. verđlaun: Farmiđi fyrir tvo innanlands (skattar ekki innifaldir)
3. verđlaun: Gjafabréf fyrir tvo á Satt gildir í brunch/hádegisverđarhlađborđ

Íslandsmeistarinn í atskák fćr aukreitis 50.000 kr. peningaverđlaun.

Verđi tveir eđa fleiri jafnir í verđlaunaflokkum gildir stigaútreikningur. Sama gildir um Íslandsmeistaratitilinn.

Aukaverđlaun (Gjafabréf fyrir tvo á Satt gildir í brunch/hádegisverđarhlađborđ) verđa fyrir óvćntasta sigurinn samkvćmt stigamun.

Skráning fer fram á Skák.is og stendur til miđnćttis ţann 26. desember nk. Mótshaldarar áskilja sér rétt til ađ takmarka ţátttöku viđ 80 manns. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 7
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 196
  • Frá upphafi: 8766198

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband