Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2014

Jólahrađskákmóti Ása aflýst

Jólahrađskákmóti Ása sem átti ađ hefjast núna kl. 13 hefur veriđ aflýst vegna veđurs.


Anand vann í London

vishy-anandÍ fyrradag lauk London Chess Club mótinu. Sigurvegari ađ ţessu sinni varđ Vishy Anand sem hefur átt mjög gott skákár. Ţriđji sigur hans á stórmóti í ár. Anand kom reyndar jafn í mark og Kramnik og Giri en hafđi sigurinn eftir stigaútreikning.

Alls konar hliđarviđburđir fylgdu mótinu nú. Ítarlega góđa umfjöllun um mótiđ og alla hátíđina,eftir Tómas Veigar Sigurđarson, má finna á heimasíđu Hróksins.

Heimasíđa mótsins.

 


Jólamót Skákdeildar Breiđabliks

Sindri SnćrJólamót Skákdeildar Breiđabliks fór fram í föstudaginn 12. desember í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Alls tóku 9 krakkar ţátt á mótinu. 


Halldór Atli og Ólafur Örn urđu efstir og jafnir međ 6v af 8 mögulegum. Sindri Snćr varđ í 3.sćti međ 5,5 vinning (kom inn í 2.umferđ). Veitt voru verđlaun fyrir mestu framfarir sem Sindri Snćr hlaut.

Sömuleiđis voru veitt verđlaun fyrir Halldór Atli"ţrautakónginn" ţann sem gerđi flestar ţrautir réttar í haust og hlaut Halldór Atli ţann titil.


Ćfingar Skákdeildar Breiđabliks eru nú komnar í jólafrí, en hefjast aftur 6.janúar og verđa 4x í viku fram á vor.


Allir krakkar velkomnir!

Áfram Breiđablik!

Úrslit:

1. Halldór Atli 6/8
2. Ólafur Örn 6/8
3. Sindri Snćr 5,5/8
4. Jón Ţór 4/8
5. Stefán Orri 3/6
6. Ísak Orri 2,5/8
7. Axel Ingi 2,5/8
8. Hrannar Ingi 2,5/8
9. Gunnar Erik 1/6


Jólahrađskákmót Ása fer fram á morgun

Jólahrađskákmót Ása verđur haldiđ nćsta ţriđjudag í Stangarhyl 4. Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsun. Tafliđ hefst á mínútunni kl 13.00

Allir skákkarlar velkomnir sem eru 60+ og konur 50+.


Hrađskákmót Garđabćjar fer fram í kvöld

Hrađskákmót Garđabćjar verđur haldiđ mánudaginn 15. desember 2014.  kl. 19:30

Mótsstađur: Garđatorg 1. (gamla Betrunarhúsiđ). 2. hćđ. Inngangur til hćgri viđ verslunina Víđi. 

Umhugsunartími er 5 mínútur á mann og er teflt í einum flokki, stefnt ađ 9. umferđum.

Reikna má međ ađ mótiđ verđi búiđ um kl. 22.

Smelliđ hér til ađ skrá ykkur í mótiđ

Smelliđ hér til ađ sjá hverjir eru skráđir

Fyrstu verđlaun í Hrađskákmóti Garđabćjar eru 15.000 kr. auk verđlaunagrips. Medalíur fyrir 2 og 3 sćti.

Efsti TG ingur hlýtur 5000 kr.

Verđlaunafé skiptist eftir Hort kerfi. 

Fritt er í hrađskákmótiđ fyrir ţátttakendur skákţingsins og félagsmenn TG en ađrir gestir borga 1000 kr. 

Hrađskákmeistari 2013 var Hjörvar Steinn Grétarsson. 

Eftir hrađskákmótiđ er verđlaunafhending fyrir bćđi Hrađskákmótiđ auk Skákţings Garđabćjar. 


Jólaskákmót KR og Gallerý Skákar

JÓLAKORT KR & GALLERÝ SKÁK 14.12.2014 14-57-56.12Sameiginlegt jólaskákkvöld Skákdeildar KR og Listasmiđjunar Gallerý Skákar verđur annađ kvöld,  mánudagskvöldiđ 15. desember í  KR- heimilinu, Frostaskjóli og hefst kl. 19.30 – Telfdar verđa 9 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma á skákina. Tvöfaldir vinningar og verđlaun, veglegt vinningahappdrćtti og veisluhöld.  Opiđ öllum sem vinningi geta valdiđ.

Muniđ ađ mćta.


Héđinn Steingrímsson Íslandsmeistari í hrađskák

EFSTU MENN OG ţorsteinn ţorsteinsson útibússtjóri LI 13.12.2014 16 56 10Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fór fram í gćr í útibúi bankans í Austurstrćti. Ţrír stórmeistarar komu eftir og jafnir í mark en ţađ voru Héđinn Steingrímsson, Helgi Ólafsson og Henrik Danielsen. Héđinn hafi sigur á mótinu og ţar međ Íslandsmeistaratitilinn efstir stigaútreikng en ađeins munađi sjónarmuni. Ađeins munađi hálfu stigi á milli ţeirra allra. Héđinn var taplaust á mótinu en gerđi fjögur jafntefli. 

Jón Viktor Gunnarsson varđ fjórđi á mótinu og BjörnFRIĐRIKSMÓTIĐ  2014 13.12.2014 21 26 09 Ţorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson urđu jafnir í 5.-6. sćti. 

Mótiđ var afar jafnt allan tíma - sífellt nýir menn í forystu á mótinu.

Friđrik Ólafsson, lék fyrsta leik mótsins, c2-c4 fyrir Arnald Loftsson gegn Jóhanni Hjartarsyni en ţađ dugđi Arnaldi skammt ţvi hann tapađi skákinni.

 

Röđ efstu manna:

Friđriksmótiđ

Verđlaunin skiptust eftir hinu svokallađa Hort-kerfiđ og skiptust svo:

  1. Héđinn Steingrímsson 85.000 kr.
  2. Helgi Ólafsson 65.000 kr.
  3. Henrik Danielsen 60.000 kr.
  4. Jón Viktor Gunnarsson 30.000 kr.
  5. Björn Ţorfinnsson 15.000
  6. Hjörvar Steinn Grétarsson 5.000 kr.

Lokastöđu mótsins má finna á Chess-Results.

Aukaverđlaunahafar:

  • 2001-2200: Ólafur B. Ţórsson 7,5 v.
  • Undir 2000: Einar Bjarki Valdimarsson 6,5 v.
  • Kvennaverđlaun: Elsa María Kristínardóttir 6 v.
  • Undir 16 (strákar): Oliver Aron Jóhannesson 7 v.
  • Undir 16 (stúlkur): Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4 v.
  • Eldri skákmenn (60+): Gylfi Ţórhallsson 6,5 v.
  • Útdreginn keppandi: Páll Ţórsson

Myndaalbúm (ESE)

Fleiri myndir vćntanlegar.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Leitin ađ áskoranda Magnúsar Carlsen er hafin

Anish GiriHeimsmeistaranum Magnúsi Carlsen var vel fagnađ ţegar hann sneri aftur til Noregs eftir ađ hafa tekiđ viđ sigurlaunum sínum ađ viđstöddum Vladimir Putin, forseta Rússlands. Ţann 24. nóvember hélt hann svo upp á 24 ára afmćliđ og liđur í afmćlisfagnađinum var ţriggja tíma dagskrá hjá NRK, norska sjónvarpinu, en međal efnis var skák hans viđ norsku ţjóđina sem lauk međ ţví ađ Magnús gerđi landa sína mát í 33. leik. Međ tilstilli „skák-apps“ gat ţessi skák fariđ nokkurn veginn snurđulaust fram. Í stúdói NRK sátu foreldrar Magnúsar og systurnar ţrjár: Signý, Ellen og Ingiríđur en tvćr ţćr síđastnefndu eru ágćtar skákkonur.

Í miđri ţessari fagnađarbylgju frćnda okkar stendur yfir leitin ađ nćsta áskoranda Magnúsar – og er reyndar hafin fyrir nokkru. Fyrir liggur ađ Magnús mun freista ţess ađ verja titilinn haustiđ 2016 og einvígiđ fer fram í Bandaríkjunum, ef marka má ummćli Kirsan, forseta FIDE.

Undanfarin ár hefur athyglin beinst mjög ađ Ítalanum Fabiano Caruana sem vann stórmótiđ í St. Louis međ miklum yfirburđum.

En ýmsir ađrir hafa veriđ nefndir til sögunnar. Á geysiöflugu skákmóti sem stendur yfir í Qatar gerđi Hollendingurinn Anish Giri sér lítiđ fyrir og vann sex fyrstu skákir sínar. Giri stendur á tvítugu en hefur ţrátt fyrir ungan aldur veriđ öflugasti skákmađur Hollendinga um nokkurra ára skeiđ. Fćddur í Sankti Pétursborg, móđirin rússnesk og fađirinn frá Nepal en fjölskyldan flutti til Hollands frá Sapporo í Japan áriđ 2008. Giri ţótti snemma efnilegt barn; hann talar reiprennandi sex tungumál ţ. á m. rússnesku, japönsku og nepölsku og er líkt og Magnús sterkur í tćknilegum ţćtti skákarinnar. Tekiđ var eftir ţví er hann lagđi Magnús ađ velli í ađeins 22 leikjum međ svörtu í Wijk aan Zee áriđ 2011. En kannski vantar eitthvađ uppá stađfestuna; eftir sigrana sex í Qatar tapađi hann fyrir Kramnik í sjöundu umferđ og aftur í 8. umferđ fyrir Kínverjanum Yangyi Yu. Ţađ gerđi Kramnik kleift ađ komast einn í efsta sćtiđ.

Međan á sigurhrinunni stóđ héldu Giri engin bönd og hann vann skákir sínar án ţess ađ hafa nokkuđ fyrir ţví, sbr. viđureign hans viđ Azerann Mamedyarov:

Shkariyar Mamedyarov – Anish Giri

Enskur leikur

1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. g3 Bb4 4. Bg2 O-O 5. e4 Bxc3 6. bxc3

Traustara er sennilega 6. dxc3. Afbrigđiđ sem Mamedyarov velur ţykir ekki gefa mikla möguleika fyrir hvítan.

6. ... He8 7. d3 c6 8. Re2 d5 9. cxd5 cxd5 10. exd5 Rxd5 11. Hb1 Rc6 12. O-O Bg4!

Góđur stađur fyrir biskupinn er einnig á f5, svartur getur alltaf skiliđ b7-peđiđ eftir ţar sem –Hxb7 má svara međ – Rb6 og hrókurinn lokast úti á b7.

13. f3 Bf5 14. Hxb7?!

Fífldjarfur leikur sem virđist vera byggđur á illa grunduđum útreikningum.

14. ...Rb6 15. f4 e4!

Mamedyarov hafđi vonast eftir 15. ... Dc8 sem hćgt er ađ svara međ 16. fxe5! Dxb7 17. Hxf5 međ rífandi spili fyrir skiptamun.

16. Db3?

Hér varđ hann ađ leika 16. dxe4.

16. ... Be6! 17. Db5 exd3 18. Hxb6

Örvćnting en 18. Bxc6 strandar á 18. ... Bc4! o.s.frv.

18. ... dxe2 19. He1

Stöđumynd 2014-12-0619.... Bc4! 20. Dxc6

Eđa 20. Dxc4 Dxb6+ 21. Kh1 Df2! og vinnur.

20. ... Dd1! 21. Kf2 Had8

– og hvítur gafst upp. Ţađ er engin vörn til gegn hótuninni 22. .... Dxd1+ 23. Kxd1 Hd1+ og 24. e1(D)+ međ mátsókn.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. desember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram í dag

FRIĐRIKSMÓT LANDSBANKANS 2013 14.12.2013 15 26 43Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák - fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11 í dag Mótiđ hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30.

Ríflega 100 keppendur eru skráđir til leiks og ţar á međal eru sex stórmeistarar en ţađ eru Jóhann Hjartarson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Henrik Danielsen, Stefán Kristjánsson, Ţröstur Ţórhallsson og Helgi Ólafsson sem hefur titil ađ verja en hann sigrađi á mótinu í fyrra. Tímamörkin eru 5+2 og tefldar eru ellefu umferđir.

Keppendalistann má finna hér.

Ţetta er ellefta áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. 

Verđlaun fyrir efstu sćti eru eftirfarandi

1. 100.000 kr.
2.  60.000 kr.
3.  50.000 kr.
4.  30.000 kr.
5.  20.000 kr.

Séu tveir eđa fleiri jafnir í efsta sćtinu verđur stigaútreikningur látinn ráđa Íslandsmeistaratitlinum. Verđlaunafé skiptist eftir Hort-kerfinu.

Aukaverđlaun

  • Efsti mađur međ 2001-2200 skákstig 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti strákur 16 ára og yngri (1998 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Efsta stúlka 16 ára og yngri (1998 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Efsti eldri skákamađur (1954 eđa fyrr): 10.000 kr.
  • Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ alţjóđleg skákstig 1. desember sl.(íslensk skákstig hafi keppendur ekki alţjóđleg stig). Stigaútreikningur rćđur séu menn jafnir og efstir.
Hver keppandi getur ađeins unnin ein aukaverđlaun og eru aukaverđlaunin valin í ţeirri röđ sem fram kemur ađ ofan.

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. 

Fyrri sigurvegarar

  • 2013 – Helgi Ólafsson
  • 2012 - Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
  • 2011 - Henrik Danielsen
  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

Sverrir skákmeistari SSON

Sverrir Unnarsson GrćnlandsfariSverrir Unnarsson kom sá og sigrađi á Meistaramóti SSON sem lauk sl. miđvikudag. Mótiđ var jafnt og spennandi og ţurftu Sverrir og Ingimundur Sigurmundsson ađ tefla einvígi um titilinn. Sverrir vann einvígiđ 1,5-0,5 eftir snarpar viđureignir viđ Ingimund. Sverrir tefldi einna jafnast í mótinu og er vel ađ sigrinum kominn. 

Noah Siegel, fyrrum vonarstjarna Bandaríkjamanna, tefldi sem gestur á mótinu og fékk hann flesta vinninga. Siegel er sterkur skákmađur og var kominn međ 2350 stig viđ 16 ára aldur. Noah er rúmlega ţrítugur og hefur ekki teflt mikiđ opinberlega síđustu árin. Hefur veriđ iđnari viđ póker. Noah er frá New York og teflir í Manhattan skákklúbbinum sem sjálfur Bobby Fischer ólst upp í, gaman af ţví.

Ţađ má segja ađ Magnús Matthíasson, fyrrum sveitungi Sverris úr Eyjum, hafi veriđ ákveđinn örlagavaldur í mótinu ţar sem hann tók bćđi punkt af Björgvini Smára og Ingimundi og reyndar sá eini sem náđi punkti á Noah efsta mann mótsins. Magnús er greinilega enn vaxandi sem skákmađur [Aths. ritstjóra: Ekki viss um ađ ţađ sé rétt]. Erlingur Atli Pálmarsson átti góđa spretti í mótinu og er allur ađ styrkjast.  

Tímamörk í mótinu voru 60 mín. á skák og voru tefldar tvćr skákir á kvöldi. 

Úrslit mótsins: 

1. Noah Siegel   6,5 v. 
2. Sverrir Unnarsson   4,5. v. 
3. Ingimundur Sigurmundsson 4,5
4. Björgvin Smári           4 v. 
5. Magnús Matthíasson       3,5 v. 
6. Úlfhéđinn Sigurmundsson   2,5 v. 
7. Erlingur Atli Pálmas.     1,5  v. 
8. Ţorvaldur Siggason        1 v. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765530

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband