Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2014

Skáksögufélag stofnađ

EINAR S. EINARSSON , forseti Skáksögufélagsins   ljósm. www.studio80s.co...Í tengslum viđ iđ 150 ára afmćlismót Einars Benediktssonar, skálds, hinn 1. nóvember sl., á veitingastađnum Einari Ben viđ Ingólfstorg, var ađ frumkvćđi Hrafns Jökulssonar og fleiri, stofnađ sérstakt áhugamannafélag til ađ vinna ađ ţví ađ sögu manntaflsins og skáklistarinnar á Íslandi verđi sem best haldiđ til haga og á lofti. Skáksögufélaginu er faliđ ađ vinna ađ varđveislu og skráningu skákminja og muna sem og ađ stuđla ađ ţví ađ gögn sem varđa íslenskt skáklíf ađ fornu of nýju verđi flokkuđ og saga ţess og mestu skákmeistara skráđ, standa fyrir sýningum ofl.

Stofnskrá Skáksögufélagsins undirrituđu ţeir: Friđrik Skáksögufélagiđ   ađrir stjórnarmenn 3.11.2014 13 19 20.2014 13 19 021Ólafsson; Hrafn Jökulssson; Björn Jónsson; Guđmundur G. Ţórarinsson og Einar S. Einarsson, sem jafnframt var kjörinn fyrsti forseti ţess.

Hátt á ţriđja tug áhugamanna gerđust stofnfélagar á fundinum.

Í stofnskrá og lögum Skáksögufélagsins, segir m.a.:

Félagiđ heitir Skáksögufélag Íslands.

Tilgangur félagsins er ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu sem varđa skáksögu Íslands ađ fornu og nýju. Ţá skal félagiđ beita sér fyrir varđveislu hverskonar skákminja og ađ gögn sem varđa íslenskt skáklíf verđi flokkuđ og saga ţess og mestu skákmeistara skráđ. Félagiđ gengst fyrir og styđur útgáfu, málţing og sýningar sem varđa sögu manntaflsins á Íslandi og helstu skákviđburđa.

Lög skáksögufélagsins 2.11.2014 23 15 00.2014 231500Stjórn Skáksögufélagsins skal skipuđ 5 mönnum: Forseta, varaforseta, ritara, gjaldkera og minjaverđi. Forseti skal kjörinn á ađalfundi til tveggja ára í senn. Ađrir stjórnarmenn eru kjörnir til 1 árs og skipta međ sér verkum. Forseti bođar stjórnarfundi ađ jafnađi einu sinni í mánuđi en annars eftir ţví sem ţurfa ţykir. Stjórnin er ályktunarfćr séu ţrír stjórnarmenn mćttir til fundar. Daglega umsjón félagsins og eigna ţess annast forseti og er firmaritun jafnframt í hans höndum.

Stjórnar- og reikningsár Skáksögufélagsins er almanaksáriđ. Á ađalfundi félagsins, sem haldinn skal í mars mánuđi ár hvert, skal stjórn gera upp árangur liđins árs og leggja fram endurskođađa reikninga félagsins.   Fundinn skal bođa međ tryggum hćtti međ 14 daga fyrirvara. Ađeins fullgildir félagsmenn eru atkvćđabćrir á ađalfundi

Stjórn Skáksögufélagsins ákveđur hćfilegt árgjald skráđra Undirritun stofnskrár Skáksögufélagsins 2.11.2014 12 42 023 2.11.2014 12...félaga. Ţeir sem eru 67 ára greiđa hálft gjald en ţeir sem eru yfir áttrćtt skulu vera gjaldfrjálsir, en er eigi ađ síđur heimilt ađ styđja félagiđ međ framlögum. Jafnframt skal stjórnin leitast viđ ađ afla félaginu styrkja og stuđningsađila til ađ efla hag ţess og kosta verkefni á ţess vegum.

Fyrstu stjórn Skákfélagsins skipa: Einar S. Einarsson, fv. forstjóri og fv. forseti SÍ; Jón Ţ. Ţór, sagnfrćđingur; Róbert Lagerman, forseti Vinaskákfélagsins, Guđmundur G. Ţórarinsson, verkfrćđingur og fv. forseti SÍ og Jón Torfason, íslenskufrćđingur og skjalavörđur.                                                                                          

Allir áhugamenn um sögu skáklistarinnar á Íslandi geta gerst félagar í Skáksögufélaginu međ ţví ađ hafa samband viđ stjórnarmenn. Ţeir sem skrá sig fram ađ áramótum teljast stofnfélagar.

Skráningarform á Skák.is (guli kassinn efst).


Hjörvar Steinn atskákmeistari Reykjavíkur

Hjörvar SteinnHjörvar Steinn Grétarsson sigrađi á ţéttu og vel skipuđu Atskákmóti Reykjavíkur sem sem fram fór á mánudagskvöldiđ međ 5,5v í sex skákum. Hjörvar gerđi jafntefli viđJóhann Ingvason í fjórđu umferđ, sigrađi svo Einar Hjalta Jensson í úrslitaskák mótsins í fimmtu umferđ og sigldi svo sigrinum í höfn međ ţví ađ vinna Dag Ragnarsson í lokaumferđinni. Hjörvar er félagsmađur í Huginn og varđ ţví einnig Atskákmeistari Hugins á suđursvćđi og fé ţví báđa titlana sem í bođi voru. Einar Hjalti sem sigrađi á mótinu í fyrra hafnađi í öđru sćti međ 5v.  Fjórir skákmenn komu nćstir međ 4v en ţađ voru Stefán Bergsson, Dagur Ragnarsson, Jon Olav Fivelstad og Kristján Halldórsson og var Stefán ţeirra fremstur á stigum.

Lokastađan á Atskákmóti Reykjavíkur:

RöđNafnVinn.TB1
1Hjörvar Steinn Grétarsson5,522
2Einar Hjalti Jensson524
3Stefán Bergsson424
4Dagur Ragnarsson421
5Jon Olav Fivelstad420
6Kristján Halldórsson419
7Örn Leó Jóhannsson3,519
8Loftur Baldvinsson3,517
9Jóhann Ingvason323
10Vigfús Vigfússon321
11Gunnar Björnsson319
12Elsa María Krístínardóttir318
13Felix Steinţórsson318
14Kristófer Ómarsson315
15Sigurđur F. Jónatansson2,516
16Óskar Long Einarsson2,511
17Páll Ţórsson217
18Halldór Pálsson216
19Stefan Orri Davíđsson215
20Hörđur Jónasson1,515
21Björgvin Kristbergsson114

Chess-Results


Skákir Íslandsmóts skákfélaga

Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir 2. deildar Íslandsmót skákfélaga en áđur hafđi hann slegiđ inn fyrstu deildina. Báđar skránnar má nálgast hér.

 


Ólafur Guđmundsson efstur á Skákţingi Garđabćjar

Ólafur Guđmundsson (1694) er efstur međ fullt hús ađ lokinni ţriđju umferđ Skákţings Garđabćjar sem fram fór í fyrrakvöld en ţá vann Ólafur Jón Ţór Helgason (1681). Jóhann Helgi Sigurđsson (2013), Bárđur Örn Birkisson (1636) og Unnar Ingvarsson (1818) koma nćstir međ 2˝ vinning. Bárđur Örn gerđi jafntefli viđ Jóhann Helga ţar sem stigamunurinn er nćrri 400 stigum.

Stöđu mótsins má nálgast á Chess-Results.

Róbert Luu (1315) er efstur međ fullt hús í b-flokki. Í 2.-4. sćti međ 2˝ vinning eru Guđmundur Agnar Bragason (1352), Ţorsteinn Magnússon (1241) og Sindri Snćr Kristófersson (1391)

Stöđu flokksins má nálgast á Chess-Results.

Mótinu verđur framhaldiđ á mánudagskvöldiđ.


Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur á föstudag

skemmtikvold3_tr_banner_1248942.jpg

Á föstudagskvöld kl. 20.00 er komiđ ađ ţriđja skemmtikvöldi vetrarins!  Í tilefni af einvígi Magnúsar Carlsen og Viswanathan Anand um heimsmeistartitilinn sem hefst í Sochi á laugardag munum viđ tefla stöđur úr innbyrđis viđureignum ţessara miklu meistara.  En eins og alltaf á skemmtikvöldum TR ţá eru sérreglur varđandi mótiđ.

Fyrirkomulagiđ verđur eftirfarandi:

  1. Tímamörkin eru sótt í smiđju Stefáns Steingríms Bergssonar úđunarsérfrćđings og framkvćmdastjóra Skákakademíunnar. 
    • Keppendur skipta milli sín tíu mínútum. Hver 100ELO-stig sem munar á keppendum draga ţá í sundur um eina mínútu í hvora átt. 200 stig tvćr mínútur í hvora átt. Alveg niđur í eina mínútu gegn níu mínútum ţegar munurinn er 400 stig eđa meir. 1 sekúnda bćtist viđ hvern leik. Sá sem hefur minni tíma á klukkunni í upphafi skákar rćđur hvoru megin hún stendur.  
  2. Tefldar verđa stöđur úr skákum Carlsen og Anand
  3. Tefldar verđa 12 skákir.
  4. Keppendur tefla innbyrđis eina skák međ hvítt og eina skák međ svart. (2. skáka viđureign milli keppenda)
  5. Tvćr stöđur úr skákum Carlsen/Anand verđa í bođi í hverri viđureign.  Sá sem stýrir svörtu mönnunum í hvorri skák velur hvor stađan er tefld!  Hvítur á alltaf fyrsta leik í stöđunum.
  6. Önnur af stöđunum sem hćgt er ađ velja úr í hverri umferđ verđur gerđ opinber á fimmtudag, og keppendur geta ţví undirbúiđ sig og valiđ ţá stöđu ţegar ţeir fá svart, ..eđa ekki.
  7. Stöđurnar geta bćđi veriđ úr ţekktum byrjunum eđa ţegar ţeim sleppir.
  8. Gerđ verđa tvö hlé til Billjardbarsferđa međan á mótinu stendur.
  9. Verđlaun:
    1.sćti 8000 króna úttekt á billjardbarnum í formi veitinga.
    2.sćti 5000 króna úttekt á Billjardbarnum í formi veitinga.
    3.sćti 2000 króna úttekt á Billiardbarnum í formi veitinga.
  10. Ţátttökugjald er 500 krónur sem innheimt verđur af festu og ákafa fyrir fyrstu umferđ.
  11. Aldurstakmark er 20 ár og rétt er ađ geta ţess ađ áfengisbann ríkir í húsakynnum Taflfélagsins.
  12. Sigurvegarinn hlítur nafnbótina Karlöndin 2014 

Tekiđ skal fram ađ í vor verđur haldin skemmtikvöldakóngakeppni ţar sem Mórinn 2014,Karlöndin 2014, Úlfurinn 2014 (eđa 2015) og ađrir sigurvegarar skemmtikvöldanna munu mćtast í uppgjöri ţeirra bestu.

 Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur hafa notiđ mikilla vinsćlda og eru frábćr skemmtun!


Björgvin efstur í áttunda sinn hjá Ásum í gćr

Björgvin VíglundssonŢađ mćttu tuttugu og sjö öđlingar til leiks í gćr í Stangarhyl. Ţetta var níundi skákdagur haustsins.
Björgvin Víglundsson hefur mćtt átta sinnum og átta sinnum veriđ efstur. Ţađ var engin breyting á ţví í gćr, hann tapađ ţó einni skák og gerđi eitt jafntefli, fékk sem sagt 8.5 vinning í fyrsta sćti.

Friđgeir Hólm varđ í öđru sćti međ 7 vinninga
Ţá komu ţeir ţrír jafnir međ 6.5 vinning ţeir Stefán Ţormar, Valdimar Ásmundsson og Jón Víglundsson. Stefán var efstur á stigum. Jón var í miklu stuđi og mátađi hvern kappann á fćtur öđrum. Vel gert hjá ţeim brćđrum ađ taka tvö sćti af fimm efstu.

Stjórnarmenn voru nokkuđ kátir í dag ţví ađ viđ erum búnir ađ fá kvenmann í húsverkin eins og ţeir rćningjar í Kardemommubćnum.

Ágćt kona sem ćtlar ađ sjá um kaffiđ fyrir okkur nćstu vikurnar vonum viđ. Ţađ truflar einbeitinguna ađ stússa viđ kaffiđ.

Sjá nánari úrslit og myndir frá ESE



_sir_2014-11-04.jpg

 


Andreikin sigrađi á Grand Prix-mótinu í Tashkent

Öđru mótinu í Grand Prix-seríunni lauk í fyrradag í Tashkent í Úsbekistan. Rússinn Dmitry Andreikin (2722) kom sá og sigrađi en hann hlaut 7 vinninga í 11 skákum. Í 2.-3. sćti urđu Aserinn Mamedyarov (2764) og Kaninn Nakamura (2764) međ 6˝ vinning.

Caruana (2844) náđi sér ekki á strik og endađi í 4.-7. sćti međ 4 vinninga. Mótiđ var haldiđ skömmu á eftir fyrsta mótinu sem valdi ónćgju sumra keppenda og međal annars Caruna sem lét hafa eftir sér á Twitter:

 

 

Umfjöllun á Chess24.

Heimasíđa mótsins


Unglingameistaramót Íslands (u20) fer fram á föstu- og laugardag í SÍ

Unglingameistaramót Íslands 2014 fer fram í húsnćđi SÍ dagana 7.- 8. nóvember nk.  Ţátttökurétt eiga ţeir sem verđa 20 ára á almanaksárinu og yngri.

Athugiđ ađ mótiđ hefur veriđ flutt úr Rimaskóla yfir í húsnćđi SÍ Faxafeni 12. Íslandmót 15 ára og yngri verđur engu ađ síđur í Rimaskóla á laugardag og sunnudag. Ađeins er veriđ ađ flytja Unglingameistaramótiđ - ekki bćđi mótin.

Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn “Unglingameistari Íslands 2014” og í verđlaun farseđil - ađ hámarki kr. 50.000.-  á skákmót erlendis.  Farseđilinn gildir í eitt ár.                       

Umferđatafla:            

  • Föstudagur 7. nóv.     kl. 20.00                                 3 atskákir
  • Laugardagur 8. nóv.:  kl. 17.00                                 4 atskákir

Ađ móti loknu verđur verđlaunaafhending.           

Tímamörk:                  25 mín + 10 sek. viđbótartími á hvern leik   

Ţátttökugjöld:            kr. 2.000.-

Skráning:                    http://www.skak.is (guli kassinn efst)

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Skráningu lýkur fimmtudaginn 6. nóvember.


Íslandsmót 15 ára og yngri fer fram á laugardag og sunnudag

Keppni á Íslandsmótinu í skák 2014 - 15 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar) og 13 ára og yngri (fćdd 2001 og síđar) verđur haldiđ í Rimaskóla dagana 8. og 9. nóvember nk. Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 25 mín. + 10 sek. viđbótartími á hvern leik. Teflt verđur í einum flokki.

Skráning fer fram á www.skak.is (skráningarform í gula kassanum efst).

Umferđataflan er ţannig:

Laugardagur 8. nóvember     

  • kl. 12.00 1. umferđ
  • kl. 13.00 2. umferđ
  • kl. 14.00 3. umferđ
  • kl. 15.00 4. umferđ
  • kl. 16.00 5. umferđ

Sunnudagur 9. nóvember      

  • kl. 11.00 6. umferđ
  • kl. 12.00 7. umferđ
  • kl. 13.00 8. umferđ
  • kl. 14.00 9. umferđ

Ţetta eru áćtlađar tímasetningar, en hver ný umferđ hefst ađ ţeirri fyrri lokinni.

Ađ ţví loknu verđlaunaafhending og mótsslit.

Ţátttökugjöld: kr. 1.000.- (hámark kr. 1.500.- fyrir fjölskyldu)

Verđlaun: Verđlaunabikarar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki.

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga.

Ţegar skráđa keppendur má finna hér

Skáksambandiđ hvetur íslenska ungmenni til ađ fjölmenna í mótiđ!


Atskákmót Reykjavíkur fer fram í kvöld

Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hugins, suđursvćđi fer fram mánudaginn 3. nóvember.

Mótiđ fer fram í félagsheimili Hugins, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verđa 6 umferđir međ Svissnesku-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótiđ hefst kl. 19:30.

Verđi tveir jafnir í baráttunni um annan hvorn titilinn verđur teflt tveggja skáka hrađskákeinvígi.  Verđi jafnt ađ ţví loknu verđur hrađskákbráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt, ţá bráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt ţá bráđabani.

Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur og atskákmeistari GM Hellis er Einar Hjalti Jensson.

Verđlaun:

  • 1. 15.000
  • 2.   8.000
  • 3.   4.000

Ţátttökugjöld:

  • 16 ára og eldri: 1000 kr
  • 15 ára og yngri: 500

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlega atskákstiga.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 157
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband