Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

EM ungmenna hefst í dag

EM ungmenna hefst í dag í Batumi í Georgíu. 989 skákmenn frá 43 löndum taka þátt. Fulltrúar Íslands eru fjórir að þessu sinni. 

Dagur Ragnarsson (2154) teflir flokki 18 ára og yngri en Oliver Aron Jóhannesson (2192), Símon Þórhallsson (1796) og Gauti Páll Jónsson (1739) tefla í flokki 16 ára og yngri. Dagur og Oliver eru þrautreyndir á slíkum mótum en Símon og Gauti er að há frumraun sína.

Dagur er nr. 42 í stigaröð 62 keppenda. 

Í flokki 16 ára og yngri taka 89 skákmenn þátt. Oliver er nr. 32 í stigaröð keppenda en Símon er nr. 77 og Gauti er nr. 82.

Röðun fyrstu umferðar:

em-umf1.jpg


Enginn þeirra verður í beinni útsendingu í fyrstu umferð en umferðin átti að hefjast nú kl. 11.


Hraðskákmót TR fer fram í dag

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 19. október kl. 14:00. Tefldar verða 2x7 umferðir eftir Swiss kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Mótið er vel jafnan sótt, en yfir fjörutíu þátttakendur voru með í fyrra.

Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Að loknu hraðskákmótinu fer fram verðlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur.

Núverandi Hraðskákmeistari TR er Daði Ómarsson.


Lenka vann í lokaumferðinni - Henrik tapaði

Lokaumferð Xtracon-mótsins í Köge fór fram í dag. Henrik Danielsen (2490) tapaði fyrir brasilíska stórmeistarann Alexandr Fier (2589). Henrik hlaut 5½ vinning og endaði í 9.-16. sæti. Fier þessi og tékkneski stórmeistarinn Peter Prohaszka sigruðu á mótinu en þeir hlutu 7 vinninga. Frammistaða Henriks samsvaraði 2527 stigum og hækkar hann um 10 stig fyrir hana.

Opni flokkurinn


Lenka Ptácníková (2265) vann rússnesku skákkonuna Ilena Krasenkova (2067) í lokaumferðinni. Lenka hlaut 5 vinninga og endaði í 4.-5. sæti. Rússneska skákkonan Karina Ambartsumova (2278) sigraði á mótinu en hún hlaut 7 vinninga. Frammistaða Lenku samsvaraði 2234 skákstigum og lækkar hún um 6 stig fyrir hana.

Kvennamótið

Beinar útsendingar (báðir flokkar)

 


Davíð sigurvegari Haustmóts TR - Þorvarður skákmeistari TR

Davíð Kjartansson og dóttirLokaumferð Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gærkveldi. Davíð Kjartansson (2331) gerði jafntefli við Kjartan Maack (2131) og varð öruggur sigurvegari mótsins hlaut vinningi meira en Þorsteinn Þorsteinsson og Þorvarður Ólafsson teflir í stigahærri flokknumÞorvarður F. Ólafsson sem urðu í 2.-3. sæti. Þorvarður varð skákmeistari TR sem efsti félagsmaður.

Lokastaðan í a-flokki

a-flokkur.jpg

Chess-Results

 

B-flokkur

Spænski skiptineminn Damia Benet Morant (2058) sigraði í flokknum en hann hlaut 7 vinninga. Í 2.-3. sæti með 6,5 vinning urðu Björn Hólm Birkisson (1655) og Christopher Vogel (2011).

Damia fær keppnisrétt í a-flokki að ári - verði hann enn á landinu!

b-flokkur.jpg

Chess-Results

C-flokkur

Bárður Örn Birkisson (1636) sigraði í flokknun en hann fékk 8 vinninga. Felix Steinþórsson (1549) varð annar með 7 vinninga en þessir tveir voru í nokkrum sérflokki. Jóhann Arnar Finnsson (1399) varð þriðji með 5,5 vinning.

Bárður Örn fær keppnisrétt í b-flokki að ári.

c-flokkur.jpg

Chess-Results

D-flokkur

Ólafur Evert Úlfsson (1430) hafði mikla yfirburði í d-flokki og vann allar skákir sínar níu að tölu. Arnþór Hreinsson (1295) varð annar með 7 vinninga. Aron Þór Mai (1274) og Alex Cambrey Orrason (1580) urðu í 3.-4. sæti með 6 vinninga.

Ólafur Evert fær keppnisrétt í c-flokki að ári.

Röð efstu manna

d-flokkur.jpg

Chess-Results 

Á morgun, sunnudag, fer fram Hraðskákmót TR. Að því loknu fer fram verðlaunaafhending beggja móta.

Heimasíða TR


Róbert sigraði á fyrsta móti Hróksins og Stofununnar

Róbert og GunnarRóbert Lagerman sýndi afhverju hann er kallaður skákljónið, þegar hann sigraði á sterku og afar skemmtilegu hraðskákmóti, sem Stofan Café og Hrókurinn stóðu fyrir á fimmtudagskvöld. Kaffihúsataflmennska var í hávegum höfð, enda tilmæli skákstjóra að mjög æskilegt væri að fórna liði í hverri einustu skák.

Skákmenn úr öllum áttum mættu til leiks á fyrsta hraðskákmótið sem Stofan Café og Hrókurinn standa fyrir. Ritstjórn Hróksins mætti með næstum fullmannað lið, og sérstakt ánægjuefni að Kári Elísson var meðal keppenda.

Kári Elíson og Hrafn Jökulsson

,,Sálarlausi peðamorðingi!" heyrðist muldrað yfir þessari skák Kára Elíssonar og Hrafns Jökulssonar. Jafntefli varð niðurstaða eftir darraðardans.

Einstaklega góður andi sveif yfir vötnum, og var liði fórnað í stórum stíl í mörgum skákum. Markmið Hróksins og Stofunnar tókst sannarlega: Að bjóða til alvöru kaffihúsaskákmóts.

Skákljónið lék ekki bara listir sínar á skákborðinu, Róbert var líka skákstjóri (enda með alþjóðleg dómararéttindi) og eggjaði menn til að tefla af dirfsku: Munið hvar við erum - það er skylda að fórna!

Það hefur hinsvegar aldrei þurft að brýna Róbert til að tefla djarft, og hann landaði sigri á mótinu, fékk 6,5 vinning af 8.

kaffihusaskak_Ingvar2

Ómissandi gleðigjafar á öllum betri skákmótum: Ingvar Þór og Jón Gunnar taka saman höndum.

Róbert fékk í sigurlaun gjafabréf frá Stofunni og auk þess kaffikort sem tryggir honum 10 bolla af besta kaffinu í bænum. Gunnar Björnsson hreppti silfrið, sjónarmun á undan Ólafi B. Þórssyni, en báðir fengu þeir 5,5 vinning. Forseti Skáksambandsins fékk gjafabréf og kaffikort í verðlaun.

Þá var efnt til happdrættis meðal keppenda og þar datt Ingvar Þór Jóhannesson í lukkupottinn. Ingvar Þór, sem var stigahæsti keppandi mótsins, hafði verið mjög örlátur við andstæðinga sína á mótinu og var því vel að happdrættisvinningnum kominn.

Í stuttu máli sagt: Dúndrandi skemmtilegt kvöld á Stofunni.

SætiNafnSkákstigVinningar
1Róbert Lagerman23056,5
 2-3Gunnar Björnsson20705,5
 2-3Ólafur B. Þórsson22005,5
 4-6Stefán Þór Sigurjónsson21455
 4-6Hörður Aron Hauksson18005
 4-6Stefán Arnalds20005
 7-8Kári Elíson20064,5
 7-8Hrafn Jökulsson18004,5
 9-10Einar Valdimarsson18804
 9-10Ingvar Þór Jóhannesson23754
 11-13Gísli Hrafnkellsson17003
 11-13Jón Gunnar Jónsson17003
 11-13Arnór Hreinsson15603
14Sindri Guðjónsson18952,5
15Sigurður E. Kristjánsson18252
16Hjálmar Sigurvaldason15001

 


Hraðskákmót TR fer fram á morgun

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 19. október kl. 14:00. Tefldar verða 2x7 umferðir eftir Swiss kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Mótið er vel jafnan sótt, en yfir fjörutíu þátttakendur voru með í fyrra.

Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Að loknu hraðskákmótinu fer fram verðlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur.

Núverandi Hraðskákmeistari TR er Daði Ómarsson.


Henrik og Lenka með jafntefli í gær

Henrik Danielsen stórmeistari verður með á Afmælismóti Jóhanns Hjartarsonar í Trékyllisvík.

Áttunda og næstsíðasta Xtracon-mótsins í Köge fór fram í gær. Henrik Danielsen (2490) gerði jafntefli við pólska stórmeistarann Michal Krasenkow (2631). Henrik hefur 5½ vinning og er í 4.-9. sæti - hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.

Opni flokkurinn


Lenka Ptácníková (2265) gerði jafntefli við dönsku skákkonuna Esmat Susanne Guindy (2062). Hún hefur 4 vinninga og er í 5.-6. sæti.

Kvennamótið

Lokaumferðin hefst kl. 11 í dag. Henrik teflir þá við brasilíska stórmeistarann Alexandr Fier (2589) en Lenka við rússnesku skákkonuna Ilena Krasenkova (2067).

Beinar útsendingar (báðir flokkar)

 


Skákþing Garðabæjar hefst í kvöld

Skákþing Garðabæjar hefst mánudaginn 20. október 2014.   Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.  

Mótsstaður: Garðatorg 1. (gamla Betrunarhúsið). 2. hæð. Inngangur til hægri við verslunina Víði. 

Skráning:

Skáningarsíða mótsins eða skilaboð til Skákstjóra. 

Þegar skráðir

Umferðatafla:

  • 1. umf. Mánudag   20. okt.  kl. 19.30. (B flokkur kl. 18:00)
  • 2. umf. Mánudag 27. okt.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 3. umf. Mánudag 3. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 4. umf. Mánudag 10. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 5. umf. Mánudag 17. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 6. umf. Mánudag 24. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 7. umf. Mánudag 1. des.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)

Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar 8. Desember kl 19:30.

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurðsson. Sími 860 3120

Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bætist við hvern leik. Mótið er opið öllum og geta því stigalágir valið milli flokka.

B flokkur bara fyrir skákmenn með 1499 stig eða minna. Umhugsunartími þar er 45 mín auk 30 sek. á leik. 

Leyfilegt er í mótinu í umferðum 1-5 að taka hjásetu gegn hálfum vinning. Ekki er hægt að taka hjásetu eftir að pörun í umferð liggur fyrir. 

Verðlaun auk verðlaunagripa:

Heildarverðlaun 70 prósent af aðgangseyri. (Hort system). Amk. 3 verðlaun í hvorum flokki.

Mótið er um leið Skákþing Taflfélags Garðabæjar.

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn Taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

Þátttökugjöld:

Félagsmenn: Fullorðnir 3000 kr. Skákmenn fæddir 1997 og síðar frítt.

Utanfélagsmenn: Fullorðnir 4000 kr. Skákmenn fæddir 1997 og síðar 2000 kr. 

Skákmeistari Garðabæjar 2013 er Bjarnsteinn Þórsson.


Skákþing Garðabæjar hefst á mánudaginn

Skákþing Garðabæjar hefst mánudaginn 20. október 2014.   Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.  

Mótsstaður: Garðatorg 1. (gamla Betrunarhúsið). 2. hæð. Inngangur til hægri við verslunina Víði. 

Skráning:

Skáningarsíða mótsins eða skilaboð til Skákstjóra. 

Þegar skráðir

Umferðatafla:

  • 1. umf. Mánudag   20. okt.  kl. 19.30. (B flokkur kl. 18:00)
  • 2. umf. Mánudag 27. okt.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 3. umf. Mánudag 3. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 4. umf. Mánudag 10. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 5. umf. Mánudag 17. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 6. umf. Mánudag 24. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 7. umf. Mánudag 1. des.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)

Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar 8. Desember kl 19:30.

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurðsson. Sími 860 3120

Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bætist við hvern leik. Mótið er opið öllum og geta því stigalágir valið milli flokka.

B flokkur bara fyrir skákmenn með 1499 stig eða minna. Umhugsunartími þar er 45 mín auk 30 sek. á leik. 

Leyfilegt er í mótinu í umferðum 1-5 að taka hjásetu gegn hálfum vinning. Ekki er hægt að taka hjásetu eftir að pörun í umferð liggur fyrir. 

Verðlaun auk verðlaunagripa:

Heildarverðlaun 70 prósent af aðgangseyri. (Hort system). Amk. 3 verðlaun í hvorum flokki.

Mótið er um leið Skákþing Taflfélags Garðabæjar.

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn Taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

Þátttökugjöld:

Félagsmenn: Fullorðnir 3000 kr. Skákmenn fæddir 1997 og síðar frítt.

Utanfélagsmenn: Fullorðnir 4000 kr. Skákmenn fæddir 1997 og síðar 2000 kr. 

Skákmeistari Garðabæjar 2013 er Bjarnsteinn Þórsson.


Æskan og ellin - Olísmótið í skák

_skanogellin_veggspjald_23_10_2012_22-13-15.jpgSkákmótið ÆSKAN OG ELLIN, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í ellefta sinn laugardaginn 25.  október  í Skákhöllinni í Faxafeni.

RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara, Taflfélagi Reykjavíkur  og OLÍS -gerðu í fyrra  með sér  stuðnings- og samstarfssamning um framkvæmd mótsins, til að auka veg þess og tryggja  það í sessi til framtíðar.  ÆSIR,  hinn skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu leggur mótinu lið.

Fyrstu 9 árin var mótið verið haldið í Strandbergi, safnaðarheimili Frá 2013-mótinuHafnarfjarðar-kirkju, þar sem Riddarinn hefur aðsetur sitt og eldri skákmenn hittast til tafls vikulega allan ársins hring.  Fyrri mót af þessu tagi, þar sem kynslóðirnar mætast, hafa vakið verðskuldaða athygli, verið afar vel heppnuð  og til mikillar ánægju fyrir alla þátttakendur,  jafnt yngri sem eldri.  Í fyrra var yfir 80 ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppandans. Þá sigraði Bragi Halldórsson (64) en Oliver Aron Jóhannesson(15) og Vignir Vatnar Stefánsson (10) komu næstir.

_skan_og_ellin_2013-003_1248028.jpgVerðlaunasjóður mótsins nú er kr. 100.000, (50.000; 25.000; 15.000; 10.000) auk þess sem veitt verða aldurflokkaverðlaun í 3 flokkum ungmenna og öldunga. Gjafabréf  fyrir flugmiðum á mót erlendis með Icelandair fyrir sigurvegara í barna og unglingaflokkum, 9 ára og yngri; 19-12 ára og 13-15 ára.  Úttektarkort fyrir eldsneyti hjá OLÍS fyrir efstu menn í 3 öldungaflokkum, 60-69 ára; 70-79 ára og 80 ára og eldri. Auk þess fá yngsti og elsti keppandi mótsins heiðursverðlaun. Fagrar  verðlaunastyttur fyrir sigurvegara mótsins og verðlaunapeningar  í öllum flokkum auk _skan_og_ellin_2013-004_1248029.jpgbókaverðlauna ofl.

Þátttaka í mótinu er ókeypis og miðast við börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri. Mótið hefst kl. 13 og tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.   

Mótsnefnd skipa þeir Björn Jónsson, formaður TR, Einar S. Einarsson, formaður Riddarans og Páll Sigurðsson, skákstjóri. 

elsti_og_yngsti_keppandinn_ljosm_k_26_10_2013_17-39-34_2013_17-39-34.jpgSkráning til þátttöku fer fram á www.skak.is og www.taflfelag.is  vikuna fyrir mót.  Hámarksfjöldi keppenda miðast við 100 og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst og mæta svo tímanlega á mótsstað.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 8779085

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband