Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2014

Skákţing Akureyrar hefst á sunnudaginn

Mótiđ hefst nk. sunnudag 12. janúar kl. 13.00 í Skákheimilinu, Íţróttahöllinni viđ Skólastíg. Mótiđ er ađ ţessu sinni haldiđ í samvinnu viđ Landsbankann og nefnist Landsbankamótiđ.

Teflt verđur í einum flokki og er öllum heimil ţátttaka. Ađeins ţeir skákmenn sem eiga lögheimili á Akureyri eđa eru fullgildir félagsmenn í Skákfélagi Akureyrar geta unniđ titilinn sem teflt er um:

„SKÁKMEISTARI AKUREYRAR 2014."

Dagskrá:

Á mótinu er áformađ ađ tefla 9 umferđir á eftirtöldum dögum

Sunnudaginn 12. janúar kl. 13.00         1. umferđ

Fimmtudaginn 16. janúar kl. 18.00       2. umferđ

Sunnudaginn 19. janúar kl. 13.00         3. umferđ

Fimmtudaginn 23. janúar kl. 18.00       4. umferđ

Fimmtudaginn 30. janúar kl. 18.00       5. umferđ

Sunnudaginn 2. febrúar kl. 13.00         6. umferđ

Sunnudaginn 9. febrúar kl. 13.00         7. umferđ

Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 18.00     8. umferđ

Sunnudaginn 16.febrúar kl. 13.00        9. umferđ

Hrađskákmót Akureyrar og verđlaunafhending verđur svo sunnudaginn 23. febrúar kl. 13.00

Mótsstjórn áskilur sér rétt til ađ gera minniháttar breytingar á ţessari dagskrá ţegar fjöldi ţátttakenda liggur fyrir. Ákvörđun um ţetta mun liggja fyrir viđ upphaf 1. umferđar. 

Umhugsunartími verđur 90 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ tímann fyrir hvern leik (90+30).

Mótiđ verđur reiknađ til innlendra og alţjóđlegra skákstiga.

Ţátttökugjald er kr. 3.000 fyrir skuldlausa félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Ţátttaka er ókeypis fyrir ţá unglinga sem greitt hafa ćfingagjald. 

Skráning er međ tölvupósti á netfangiđ askell@simnet.is, eđa á skákstađ eigi síđar en 30 mínútum fyrir auglýst upphaf 1. umferđar.

Verđlaun. Veitt verđa peningarverđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, auk a.m.k. einna stigaverđlauna. Lágmarksverđlaunafé er kr. 50.000 en getur hćkkađ međ góđri ţátttöku.  Endanleg ákvörđun um upphćđ verđlauna mun liggja fyrir eftir upphafsumferđ mótsins.

 


Nóa Siríus mótiđ hófst í kvöld - 22 titilhafar taka ţátt

Nóa Siríus mótiđ 2014 (Gestamót GM Hellis og Breiđabliks) hófst í kvöld. Keppendur eru 67 talsins og er mótiđ vel mannađ međ 22 alţjóđlegum titilhöfum. Međal keppenda eru stórmeistarararnir Ţröstur Ţórhallsson og Stefán Kristjánsson en sá síđarnefndi sigrađi einmitt Gestamótinu í fyrra.

IMG 9694b

Orri Hlöđversson leikur fyrsta leiknum fyrir Stefán kristjánsson stórmeistara. 

IMG 9702b 

Kristján Geir Gunnarsson markađsstjóri Nóa-Síríus lék fyrsta leiknum fyrir Sverri Örn Björnsson gegn Ţresti Ţórhallssyni stórmeistara. 

Mótiđ er samstarfsverkefni GM Hellis og Skákdeildar Breiđabliks og haldiđ í hinum vistlegu húsakynnum undir stúku Kópavogsvallar. Eins og nafniđ bendir til er bakhjarl mótsins Nói Siríus sem leggur til verđlaun mótsins og laumar auk ţess ađ keppendum gómsćtum molum til ađ skerpa einbeitinguna.

Viđ setningu mótsins ţakkađi Jón Ţorvaldsson keppendum góđar undirtektir og bauđ gesti velkomna. Orri Hlöđversson,  formađur Breiđabliks, lýsti velţóknun sinni á kröftugu starfi skákdeildar Breiđabliks undir forystu Halldórs G. Einarssonar og lauk lofsorđi á glćsilegt mót. Orri og Kristján Geir Gunnarsson, markađsstjóri Nóa-Siríus, léku síđan fyrsta leikinn á tveimur efstu borđum og ţótti Kristjáni Geir miđur ađ fá ekki ađ ráđa ţví hverju hvítur lék. Var honum bođiđ sćti í mótinu ađ ári ásamt skákţjálfun í sárabćtur!

IMG 9676b

Ţađ hefur komiđ forvígismönnum mótsins á óvart hve vel ţađ hefur mćlst fyrir međal skákmanna og hve fjölsótt ţađ er. Engin snilld býr ţar ađ baki heldur hefur einfaldega veriđ hlustađ á óskir skákmanna og reynt ađ verđa viđ ţeim eftir bestu getu.

Ljóst er ađ mikill meirihluti skákmanna kýs ađ tefla ađeins einu sinni í viku og er mótiđ sniđiđ ađ ţeim óskum. Jafnframt er alltaf parađ fyrir nćstu umferđ morguninn eftir hverja umferđ. Ţá geta keppendur notiđ ţess ađ undirbúa sig af kostgćfni og enda liggur fyrir ađ sumir keppendanna hafa jafn gaman af undirbúningnum og ađ tefla sjálfa skákina.

IMG 9718b

Vert er ađ taka fram ađ sem fyrr var sérstök áhersla lögđ á ađ lađa til mótsins skákmenn sem hafa veriđ lengi frá keppni á kappskákmótum, jafnvel áratugum saman. Ţar má nefna kappa á borđ viđ Elvar Guđmundsson, Davíđ Ólafsson, Ţráin Vigfússon, Magnús Teitsson, Sćberg Sigurđsson, Hrannar Arnarson og Arnald Loftsson.

Undirbúningsnefnd mótsins skipa:

  • Andrea Margrét Gunnarsdóttir
  • Einar Hjalti Jensson
  • Halldór Grétar Einarsson
  • Jón Ţorvaldsson
  • Steinţór Baldursson
  • Vigfús Vigfússon.

Sitthvađ var um óvćnt úrslit í fyrstu umferđ. Ögmundur Kristinsson (2014) vann Andra Áss Grétarsson (2325). Gunnar Björnsson (2073) gerđi jafntefli viđ Einar Hjalta Jensson (2347), Örn Leó Jóhannsson (1955) viđ Davíđ Ólafsson (2316) og Vignir Vatnar Stefánsson viđ Halldór Brynjar Halldórsson (2233).

Úrslit í 1. umferđ. 

Önnur umferđ fer fram 16. janúar. Ţá mćtast m.a. Björn Ívar - Stefán Kr., Bragi - Ţráinn, Ţröstur Á - Karl, Ţröstur Ţ - Sigurđur Páll og Lenka - Jón Viktor.

Pörun 2. umferđar


Skákţing Reykjavíkur: Skákir 2. umferđar

Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir 2. umferđar Skákţings Reykjavíkur. Ţćr fylgja međ sem viđhengi.

 


Skákţing Reykjavíkur: Fjórtán skákmenn međ fullt hús

Önnur umferđ Skákţings Reykjavíkur fór fram í gćrkveldi. Sitthvađ var um óvćnt og má ţar nefna ađ Jón Úlfljótsson (1797) gerđi jafntefli viđ Júlíus Friđjónsson (2175) og ađ Hörđur Aron Hauksson (1761) viđ Stefán Bergsson (2157) en ađ langmestu unnu hinir stigahćrri ţá stigalćgri.  Ţriđja umferđ Skákţingsins fer fram á sunnudag og hefst kl. 14. 

Ţá mćtast međal annars: Oliver Aron - Jón Viktor, Sigurbjörn - Mikael Jóhann, Dagur - Einar Hjalti, Davíđ - Ţór Már, Haraldur - Ţorvarđur Fannar, Lenka - Loftur og Jón Trausti - Kjartan. 

 


Skáktímar hefjast í Stúkunni í dag

 

Samvinnuverkefni Skákskóla Íslands og Skákakademíu Kópavogs fer af stađ á nýja árinu í Stúkunni á Kópavogsvell og verđur fyrsti tími fimmtudaginn 9. janúar og hefst kl. 14:30.  Sem fyrr verđur ţađ Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands sem hefur umsjón međ ţessum tímum. Ţessir tímar eru einkum miđađir viđ börn og unglinga í grunnskólum Kópavogs.

Björgvin sigrađi á skákmóti Ása

BJÖRGVIN VÍGLUNDSSON  ESE 19.12.2013 21 43 51Ćsir hittust gallvaskir í gćr og fyrsta ćfingakeppni ársins sá ljósiđ en mćttir voru 23 áhugasamir sem settust ađ borđum. Birgir Sigurđsson lét af störfum sem formađur eftir fjölda ára og voru honum ţökkuđ ómetanleg störf og dugnađur međ langvinnu lófataki. Nýr formađur Ása Garđar Guđmundsson var bođinn velkominn til starfa en hann hefur veriđ óţreytandi í forystusveit okkar.   Hinn góđkunni Björgvin Víglundsson mćtti til móts  og  gekk lítt sár frá borđi međ fullt hús stiga en úrslit urđu ţessi.

 

1.     Björgvin Víglundsson        10   vinningar.

2.     Össur Kristinsson           8,5  vinningar.

3.     Stefán Ţormar               7,0  vinningar.

4-5.   Guđfinnur R Kjartansson     6,5  vinningar

        Ari Stefánsson              6,5  vinningar.

6.0    Baldur Garđarsson           6.0  vinningar.

7-13.  Páll G Jónsson              5,0  vinningar.

        Magnús V Pétursson          5.0  vinningar.

        Ásgeir Sigurđsson           5,0  vinningar.

        Garđar Guđmundsson          5,0  vinningar.

        Gísli  Árnason              5,0  vinningar.

        Bragi Bjarnason             5,0  vinningar.

        Friđrik  Sófusson           5,0  vinningar.

14-18. Halldór Skaftason           4,5  vinningar.

        Óli Árni Vilhjálmsson       4,5  vinningar

        Hlynur  Ţórđarson           4,5  vinningar

        Jónas   Ástráđsson          4,5  vinningar

19-21. Birgir  Sigurđsson          4,0  vinningar.

        Haraldur  Magnússon         4,0  vinningar.

        Reynir  Jóhannesson        4,0  vinningar.

22-23. Viđar Arthúrsson            3,0  vinningar.

        Sverrir K Hjaltason         3.0  vinningar.

 

 

Bestu kveđjur  Jónas.


Guđmundur og Ţór efstir á Atskákmóti Skákfélags Sauđárkróks

Ţeir Guđmundur Gunnarsson og Ţór Hjaltalín eru efstir međ fullt hús vinninga eftir 3 umferđir á Atskákmóti Skákfélags Sauđárkróks sem hófst í gćr. Alls taka 8 skákmenn ţátt í mótinu og tefla allir viđ alla. Umhugsunartími er 25 mín. pr mann á skák. Nćstu 3 umferđir verđa tefldar nk. ţriđjudag. 

Heimasíđa Skákfélags Sauđárkróks


Elsa María sigrađi á atkvöldi GM Hellis

ElsaElsa María Kristínardóttir sigrađi međ 5 vinninga af sex mögulegum á jöfnu og spennandi atkvöldi GM Hellis sem fram fór 6. janúar sl. Vignir Vatnar hafđi leitt ćfinguna lengst af og hafđi ađeins misst hálfan vinning fyrir síđustu umferđina á međan Elsa María var einn vinning niđur. Í lokaumferđinni laut Vignir Vatnar í lćgra haldi fyrir Gunnari Birgissyni.

Á međan bar Elsa María sigurorđ af Sverri Sigurđssyni og tryggđi sér međ ţví sigurinn á lokasprettinum. Elsa María hafđi ekki alveg gleymt Vignir Vatnari ţví hún dró hann í happdrćttinu í lok hrađkvöldsins og fengu ţau bćđi gjafamiđa á Saffran.

Nćsta skákkvöld í félagsheimili GM Hellis í Mjóddinni verđur mánudaginn 13. janúar kl. 20 og ţá verđur hrađkvöld.

Lokastađan:

 

RöđNafnVinn.TB1TB2TB3
1Elsa María Kristínardóttir 5171112,5
2Vignir Vatnar Stefánsson 4,5211415
3Vigfús Vigfússon 4,5201314,5
4Gunnar Birgisson 4,5161111,8
5Sverrir Sigurđsson 3,520147,75
6Sigurđur Kristjánsson 3,515106,25
7Kristján Halldórsson 322149,25
8Gunnar Ingibergsson 319137,75
9Óskar Long Einarsson 318126
10Árni Thoroddsen 318127,25
11Hjálmar Sigurvaldason 317115,5
12Jón Úfljótsson 2,522168,75
13Sigurđur Freyr Jónatansson 217122
14Hörđur Jónasson 215102
15Björgvin Kristbergsson 116100,5


Skáktímar hefjast í Stúkunni á fimmtudaginn

Samvinnuverkefni Skákskóla Íslands og Skákakademíu Kópavogs fer af stađ á nýja árinu í Stúkunni á Kópavogsvell og verđur fyrsti tími fimmtudaginn 9. janúar og hefst kl. 1430.  Sem fyrr verđur ţađ Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands sem hefur umsjón međ ţessum tímum. Ţessir tímar eru einkum miđađir viđ börn og unglinga í grunnskólum Kópavogs.

Skákţing Reykjavíkur: Skákir fyrstu umferđar

Skákţing Reykjavíkur hófst sl. sunnudag. Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir fyrstu umferđar sem fylgja međ sem viđhengi.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 173
  • Frá upphafi: 8779179

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband