Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2014
19.1.2014 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Metţátttaka á mótum í Reykjavík og Kópavogi
Vćntanlega fara línur ađ skýrast í nćstu umferđum. Myndarlega er ađ málum stađiđ hvađ varđar skrár tefldra skáka en ţćr hafa veriđ birtar degi eftir ađ umferđ lýkur.
Teflt vikulega á Nóa Síríus-mótinu
Jón Ţorvaldsson og félagar í GM Helli halda enn og aftur hiđ vinsćla vetrarmót sitt og er ţađ ađ ţessu sinni gert í samvinnu viđ Skákdeild Breiđabiks og ađalstyrktarađilann, Nóa Síríus. Jón Ţorvaldsson sem er ađalskipuleggjandi ţessa móts komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ fjölmargir öflugir skákmenn geta hugsađ sér ađ tefla eina kappskák á viku en eiga erfiđara međ fleiri umferđir. Tefld verđur ein umferđ á viku og nćstu sex fimmtudaga fer fram geysiöflugt mót í Stúkunni á Kópavogsvelli. Međal tćplega 70 ţátttakenda eru nokkrir sem einnig taka ţátt í Skákţingi Reykjavíkur en stigahćstu keppendurnir eru Stefán Kristjánsson, Karl Ţorsteins, Ţröstur Ţórhallsson, Bragi Ţorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson. Ţá eru ţarna skákmenn sem lítiđ hafa teflt undanfariđ og er ţátttaka ţeirra árangur af yfirlýstri stefnu GM Hellis ađ lađa slíka skákmenn aftur til keppni. Kvennalandsliđiđ í skák er ţarna líka og einnig margir af yngstu og efnilegustu skákmönnum ţjóđarinnar. Full ástćđa er til ađ óska ţeim Birni Jónssyni, formanni TR, og Jóni Ţorvaldssyni frá GM Helli til hamingju međ ţessi tvö glćsilegu skákmót.Karpov ekki dauđur úr öllum ćđum
Ţessa helgi hefst í Wijk aan Zee í Hollandi eitt vinsćlasta og sterkasta mót ársins. Nýbakađur heimsmeistari Magnús Carlsen er ekki međal ţátttakenda og keppendur í A-flokknum verđa 12 talsins. Annar bćr í Hollandi, Groningen, getur líka státađ af merkri skákhefđ og um jólin var ţar haldin mikil skákhátíđ ţar sem međfram ýmsum öđrum viđburđum fór fram fjögurra skáka einvígi Anatolí Karpovs og Jan Timmans. Ţessir tveir hafa auđvitađ marga hildi háđ á löngum tíma og eins og oftast áđur hafđi Karpov betur og vann 2 ˝ : 1 ˝ . Tilţrifin voru gamalkunn eins og lokaskák einvígisins ber međ sér; Karpov eygđi smá veikleika á c6-reitnum og eftir ađ hann var lentur ţar ţjarmađi hann ađ andstćđingi sínum eftir öllum kúnstarinnar reglum:Anatolí Karpov - Jan Timman
Drottnigarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 b5 6. cxb5 Bxb5 7. Bg2 Bb4 8. Bd2 a5 9. a3 Bxd2 10. Dxd2 Bc6 11. O-O Dc8 12. Dc2 Db7 13. Rbd2 O-O 14. Hfc1 Ha7 15. Ha2 Bd5 16. Hb2 d6 17. Re1 Bxg2 18. Rxg2 Rbd7
19. Dc6 Hb8 20. Hbc2 h6 21. Dxc7 Da6 22. Dc4 Dxc4 23. Hxc4 Rb6 24. Hc6 Re8 25. e4 Kf8 26. Re3 Ke7 27. d5 Kd7 28. dxe6+ fxe6 29. e5 d5 30. H6c5 Kd8 31. f4 Rd7 32. Hc6 Rc7 33. a4 Hb6 34. Hxb6 Rxb6 35. Hc6 Rd7 36. Rf3 Rb8 37. Rd4 Kd7 38. Hb6 Rba6 39. f5 Rc5 40. fxe6+ R5xe6 41. Hd6+
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 12. janúar 2014.
Spil og leikir | Breytt 20.1.2014 kl. 09:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2014 | 07:00
Stelpudagur í Skákskólanum í dag
Skákskóli Íslands býđur allar skákstelpur velkomnar á sérstakan stelpudag sunnudaginn 19. janúar nćstkomandi, klukkan 11:00. Framundan eru stelpunámskeiđ í skák sem verđa kynnt ásamt ţví ađ kvennalandsliđiđ lítur í heimsókn og teflir viđ stelpurnar.
Skráning fer fram hér fyrir laugardag. Skákskólinn er stađsettur ađ Faxafeni 12, gengiđ inn á vesturhliđ hússins.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 03:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2014 | 17:59
Mörg óvćnt úrslit í 2. umferđ Nóa Síríus mótsins
Baráttuandi, fingurbrjótar og snilldartilţrif settu svip sinn á 2. umferđ Nóa Síríus mótsins sem fór fram í gćr í hinum ađlađandi vistarverum á Kópavogsvelli. Keppendur skerptu einbeitinguna og leikgleđina međ ljúfmeti frá Nóa Síríusi og óvćnt úrslit létu ekki á sér standa. Ţannig sigrađi Ţröstur Árnason (2267) alţjóđlega meistarann Karl Ţorsteins (2452), hinn glađbeitti formađur Skákdeildar Breiđabliks, Halldór Grétar Einarsson (2190), knésetti Sigurđ Dađa Sigfússon (2328) og Dagur Ragnarsson (2073) gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi Davíđ R. Ólafsson (2316) eftir miklar kúvendingar. Síđast en ekki síst vakti athygli ađ hinn bráđefnilegi Kristófer Ómarsson (1756) náđi ađ leggja kappann unga Nökkva Sverrisson (2081) ađ velli.
Sigurđur P. Steindórsson (2240) og Ţröstur Ţórhallsson, stórmeistari, (2445) skildu jafnir og stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2245), hélt upp á afmćli sitt međ skiptum hlut viđ aljóđlega meisarann Jón Viktor Gunnarsson (2412). Fleiri konur voru í essinu sínu ţetta kvöld ţví ađ ţrefaldur Norđurlandameistari kvenna, Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2052), sigrađi Hafnfirđinginn geđţekka FM Benedikt Jónasson (2256) og háskólastúdínan Hallgerđur Ţorsteinsdóttir (1955) sneri á söngvarann og sjentilmanninn Sćberg Sigurđsson (2153).
Birkir Karl Sigurđsson (1742), hélt jöfnu viđ Hrannar Arnarson (2111) og prófessor Snorri Ţór Sigurđsson (1808) beitti vísindalegri sundurgreiningu til ađ halda skiptum hlut gegn Sverri Erni Björnssyni (2010). Vignir Vatnar Stefánsson (1800) tók hraustlega á móti Magnúsi Pálma Örnólfssyni (2161) og skildu ţeir jafnir. Kristján Halldórsson (1811) mćtti grjótharđur til leiks og gerđi jafnt viđ Arnald Loftsson (2107). Sama varđ uppi á teningnum í skák Páls Andrasonar (1767) og Olivers Arons Jóhannessonar (2105) og í viđureign Andra Steins Hilmarssonar (1631) viđ víkingakappann hrikalega Gunnar Frey Rúnarsson (2058) sem mun vera sterkasti skákmađur heims, pund fyrir pund.
Bćta mannbroddar árangur?
Ađvara ţurfti keppendur fyrir umferđina vegna mikillar hálku á bílaplaninu viđ leikvanginn og voru ţeir hvattir til ţess ađ setja mannbrodda undir skóna. Sú öryggiskennd sem mannbroddar veita virđist hafa yfirfćrslugildi fyrir taflmennskuna ţví ađ enginn ţeirra keppenda sem vćddust mannbroddum tapađi skák ţetta kvöld! Fiskisagan flýgur og hafa margir á orđi ţađ ţeir komi á mannbroddum í nćstu umferđ hvort sem hált verđur eđa fćrđin sem á sumardegi. Vert er ađ benda ţeim sem veigra sér viđ ađ setja mannbrodda undir blankskó á ađ einnig má mannbroddavćđa bomsur, stigvél, strigaskó, flókaskó og klossa svo ađ eitthvađ sé nefnt.
Stálin stinn í 3. umferđ
Ţriđja umferđ Nóa Siríus mótsins fer fram fimmtudaginn 23. janúar. Ţá leiđa m.a. saman hesta sína Stefán Kristjánsson og Davíđ Kjartansson, Guđmundur Gíslason og Bragi Ţorfinnsson, Dagur Arngrímsson og Ţröstur Árnason og Björgin Jónsson og Halldór Grétar Einarsson en allir ţessir skákmenn hafa fullt hús eftir tvćr fyrstu umferđirnar.
Spil og leikir | Breytt 18.1.2014 kl. 10:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2014 | 15:28
Stelpudagur í Skákskólanum á sunnudaginn
Skákskóli Íslands býđur allar skákstelpur velkomnar á sérstakan stelpudag sunnudaginn 19. janúar nćstkomandi, klukkan 11:00. Framundan eru stelpunámskeiđ í skák sem verđa kynnt ásamt ţví ađ kvennalandsliđiđ lítur í heimsókn og teflir viđ stelpurnar.
Skráning fer fram hér fyrir laugardag. Skákskólinn er stađsettur ađ Faxafeni 12, gengiđ inn á vesturhliđ hússins.
17.1.2014 | 15:18
Sigurđur, Haraldur og Jón Kristinn međ fullt hús á Skákţingi Akureyrar
Annarri umferđ Skákţings Akureyrar lauk í gćrkveldi á ţennan hátt:
- Andri-Hjörleifur jafntefli
- Símon-Jakob Sćvar 1-0
- Rúnar-Jón Kristinn 0-1
- Logi-Sigurđur 0-1
- Tómas-Haraldur 0-1
Ţá er lokiđ međ jafntefli skák ţeirra Hjörleifs og Rúnars úr fyrstu umferđ.
Ţrír keppendur hafa unniđ báđar skákir sínar á mótinu, ţeir Sigurđur Eiríksson, Haraldur Haraldsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson. Nćstur ţeim međ 1,5 vinning kemur svo Símon Ţórhallsson.
Ţriđja umferđ mótsins fer fram á sunnudaginn og ţá leiđa saman hesta sína Jón Kristinn og Andri, Hjörleifur og Símon, Sigurđur og Rúnar, Haraldur og Logi, Jakob og Tómas. Umferđin hefst kl. 13.
17.1.2014 | 06:00
Reykjavíkurborg styrkir Skáksamband Íslands
Fyrsta Reykjavíkurskákmótiđ var haldiđ ţann 14. janúar til 1. febrúar áriđ 1964 í Lídó og tóku 16 keppendur ţátt í mótinu. Reykjavíkurborg hefur allar götur síđan styrkt Reykjavíkurskákmótiđ sem í dag er orđiđ eitt stćrsta og virtasta alţjóđlega mót hvers árs í skákheiminum. Á síđasta ári tóku 230 keppendur frá 37 löndum ţátt í mótinu.
Mótiđ verđur haldiđ í Hörpu í mars á ţessu ári og verđur međ veglegri hćtti ađ ţessu sinni í tilefni tímamótanna. Nú ţegar hafa 170 manns skráđ sig og búast skipuleggjendur jafnvel viđ fleiri keppendum í ár en í fyrra.
Ţá var einnig undirritađ samkomulag um mót EM landsliđa í skák sem haldiđ verđur í Reykjavík áriđ 2015.
Reykjavíkurborg mun styrkja mótiđ međ endurgjaldslausum afnotum af húsnćđi Íţrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal og vegna hluta af búnađi skv. nánara samkomulagi á milli Skáksambands Íslands og íţrótta- og tómstundasviđs Reykjavíkurborgar (ÍTR). ÍTR mun fyrir hönd Reykjavíkurborgar hafa umsjón međ ţeim hluta samningsins.
Međ undirritun samkomulags ţessa er stađfestur gagnkvćmur skilningur og vilji ađila til ţess ađ undirbúa og kynna mót EM landsliđa í skák 2015 og Reykjavík sem best. Til ţess ađ tryggja tengsl milli Skáksambandsins og Reykjavíkurborgar verđi komiđ á laggirnar samstarfsnefnd, skipuđ ţremur fulltrúum frá hvorum ađila.
Spil og leikir | Breytt 16.1.2014 kl. 11:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2014 | 16:18
Skákkennsla á Vestfjörđum
Frá ţví í desember 2013 hefur GM Henrik Danielsen mćtt tvisvar í viku í Patreksskóla til ađ kenna skák ţeim krökkum sem eru í Patreksskóla, Bíldudalsskóla og Birkimelsskóla. Frá Patreksskóla hafa um 30 nemendur sótt kennsluna og eru krakkarnir mjög áhugasamir. Í vor munu nemendur Henriks svo tefla mót á netinu viđ krakka frá Schwerin í Ţýskalandi.
Vestfirđir eiga núna í maí ţrjú sćti á Landsmótinu í skólaskák og ćtla nemendur á suđurfjörđunum ekki ađ láta sitt eftir liggja međ ađ komast á Landsmótiđ en Henrik hefur einnig veriđ ađ kenna skák í Tálknafjarđarskóla. Í tengslum viđ Skákdag Íslands ţann 26. janúar nk er svo á dagskránni ađ hafa liđakeppni milli Patreksskóla og Tálknafjarđarskóla.
Ţađ má ţví međ sanni segja ađ syđstu firđir Vestfjarđa séu komnir á íslenska skákkortiđ!
Myndaalbúm (Áróra Hrönn)
PDF-viđhengi fylgir međ fréttinni.
16.1.2014 | 15:29
Skákţing Reykjavíkur: Skákir fjórđu umferđar
Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir fjórđu umferđar Skákţings Reykjavíkur. Ţćr fylgja međ sem viđhengi. Ţar má finna margar athyglisverđar skákir en brot af ţví besta úr umferđinni verđur ađ finna í skákdálki Fréttablađsins nćstu daga.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2014 | 11:26
Sturlubúđir ađ Úlfjótsvatni - Skákbúđir Fjölnis 1. og 2. febrúar
Áhugasömum skákkrökkum á barna-og unglingsaldri sem ćfa međ íslenskum skákfélögum stendur til bođa tveggja daga ćfinga- og skemmtiferđ á vegum Skákdeildar Fjölnis í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands. Skákbúđirnar verđa í útilífsmiđstöđ skáta viđ Úlfljótsvatn. Umsjón og fararstjórn verđur undir stjórn ţeirra Helga Árnasonar formanns Skákdeildar Fjölnis og Andreu Margrétar Gunnarsdóttur frá Skákfélagi fjölskyldunnar.
Fjöldi skákkennara og leiđbeinenda halda utan um alla skákkennslu og skákmót undir forystu Helga Ólafssonar landsliđsţjálfara og skólastjóra Skákskóla Íslands og Stefáns Bergssonar og Björns Ívars frá Skákakademíu Reykjavíkur.
Verđ á hvern ţátttakenda er 10.000 kr fyrir tvo daga og eina nótt. Innifaliđ í gjaldinu er uppáhaldsmatur krakkanna í hvert mál, kennsla, skálaleiga, námsgögn, ţátttaka í Nóa-Síríus skákmótinu og rútuferđ fram og til baka. Ţátttakendur eiga ekki ađ hafa međ sér nesti né peninga til ferđarinnar. Ţátttökugjaldiđ greiđist í upphafi ferđar eđa inn á reikning Umf. Fjölnis, skákdeildar, kt. 631288-7589, bankareikning 0114-26-1160.
Ađstađa öll viđ Úlfljótsvatn telst einstök fyrir skákbúđir og ţar er umhverfiđ fallegt. Svefnskálar, matsalur og hópherbergi eru til stađar fyrir samstilltan hóp. Í frjálsum tíma er bođiđ upp á frábćra ađstöđu á skipulögđu útivistarsvćđi sem höfđar til allra ţátttakenda. Reglur eru í gildi í ferđinni líkt og um skólaferđalag vćri ađ rćđa.
Skákbúđir viđ Úlfljótsvatn eru einstakt tćkifćri fyrir alla áhugasama skákkrakka til ađ fá góđa skákkennslu og efla samfélag viđ ađra skákkrakka. Dagskrá skákbúđanna er í samrćmi viđ skákbúđir Fjölnis í Vatnaskógi apríl 2011 og á Úlfljótsvatni okt. 2012 sem heppnuđust mjög vel. Skráning fer fram á skrifstofu Skáksambands Íslands s. 568 9141 netfang skaksamband@skaksamband.is.Upplýsingar veitir Helgi Árnason s. 6648320.
STURLUBÚĐIR AĐ ÚLFLJÓTSVATNI
Skákbúđir Fjölnis helgina 1. - 2. feb. 2014
Heppilegt er ađ hafa međferđis:
- Svefnpoka eđa sćngurfatnađ
- Fatnađ til skiptanna (nćrföt, sokka, buxur, skyrtu, peysu)
- Úlpu, lopapeysu, vettlinga, ullarsokka, trefil og húfu
- Stígvél og inniskó
- Handklćđi, tannbursta og tannkrem
- Skemmtileg spil
- Myndavél / Ipod (ekki tekin ábyrgđ á ţessum tćkjum)
Dagskrá skákbúđa 1. - 2. feb. 2014:
laugardagur : 1. feb. sunnudagur : 2. feb.
kl. 10:00 Brottför frá BSÍ kl. 09:00 Morgunmatur
- 10:15 Brottför frá N1Ártúnsbrekku kl. 10:00 Skákkennsla (hópar)
- 11:00 Móttaka viđ Úlfljótsvatn kl. 11:30 Hádegismatur
- 11:30 Frjáls tími úti og inni kl. 12:30 Nóa - Síríus hrađskákmótiđ
- 12:30 Hádegisverđur kl. 14:30 Verđlaunaafhending - Dagskrárlok
- 13:15 Skákkennsla (hópar) kl. 15:00 Heimferđ frá Úlfljótsvatni
- 15:00 Kaffi. kl. 16:00 Ferđarlok viđ BSÍ - 15:30 Frjáls tími - göngutúr
- 17:00 Skákkennsla (hópar)
- 19:00 Kvöldverđur.
- 19:30 Frjáls tími
- 20:30 Kvöldvaka, tvískák og spilatími
- 22:00 Kvöldhressing og spjall á herbergjum
- 23:15 Hljóđ komiđ á í herbergjum
Sturlubúđir, skákbúđir Fjölnis ađ Úlfljótsvatni, eru tengdar nafni Sturlu Péturssonar sem var ţekktur skákmađur í Reykjavík á 20.öld. Hann leiđbeindi fjölmörgum ungum skákmönnum í félagsstarfi TR.
Sonarsonur Sturlu og alnafni, íbúi í Grafarvogi, heiđrar minningu afa síns međ stuđningi viđ skákbúđir Fjölnis 2014 og greiđir niđur ţátttökugjald allra Fjölniskrakka. Skákdeild Fjölnis fćrir Sturlu Péturssyni og fjölskyldu hans bestu ţakkir fyrir frábćran stuđning.
Skákdeild Fjölnis - Skákakademía Reykjavíkur - Skákskóli Íslands
Alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2412), FIDE-meistarinn Einar Hjalti Jensson (2347) og Ţorvarđur F. Ólafsson (2256) eru efstir međ fullt hús ađ lokinni fjórđu umferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í kvöld. Ţorvarđur hafđi betur gegn Sigurbirni Björnssyni (2375) og Einar Hjalti lagđi Atla Jóhann Leósson (1756) ađ velli og Jón
Viktor vann Lenku Ptácníková (2245). Ţess má geta ađ ţau síđastnefndu mćtast aftur annađ kvöld en ţá í Nóa Síríus-móti GM Hellis!
Davíđ Kjartansson (2336), sem hefur titil ađ verja, er fjórđi međ 3˝ vinning.
Fimmta umferđ fer fram á sunnudaginn og hefst kl. 14. Ţá mćtast m.a.: Einar Hjalti - Jón Viktor og Davíđ - Ţorvarđur.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 2
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 8779126
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar