Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2013
5.8.2013 | 09:56
Michael Adams sigurvegari Dortmund-mótsins
Enski stórmeistarinn Michael Adams (2740) sigrađi á Dortmund-skákmótinu sem lauk í gćr. Hann hlaut 7 vinninga í níu skákum sem verđur ađ teljast afar gott á svo sterku móti. Tífaldur sigurvegari Dortmund-mótsins, Vladimir Kramnik (2784) varđ annar međ 6,5 vinning en ţessir tveir höfđu algjöra yfirburđi.
Ungverjinn Peter Leko (2737) og hinn geđţekki fulltrúi heimamanna Naiditsch (2710) urđu í 3.-4. sćti međ 4,5 vinning.
Caruana (2796), ţriđji stigahćsti skákmađur heims, náđi sér ekki á strik og hlaut 4 vinninga.
Ţátt tóku 10 skákmenn í mótinu og ţar af sex alţjóđlegar stjörnur. Hin fjögur sćtin fylltu svo ţýskir landsliđsmenn.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 13)
4.8.2013 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Rétt ákvörđun í miđtaflinu

Í Pardubice tefla tólf Íslendingar í fjórum flokkum. Í A-flokki ţar sem 238 skákmenn hófu keppni er Hannes Hlífar međ 4 ˝ vinning af sex mögulegum og er í 8.-23. sćti, Hjörvar Steinn Grétarsson er međ 4 vinninga í 24.-55. sćti og Dagur Arngrímsson hefur hlotiđ 3 ˝ vinning og er í 56.-98. sćti. Í B-flokki vekur athygli frábćr frammistađa Mikhaels Jóhanns Karlssonar sem er međ 4 vinninga af fimm. Dagur Ragnarsson er međ 3 ˝ vinning en ţeir eru báđir ađ ná árangri langt umfram reiknuđ elo-stig. Nökkvi Sverrisson og Jón Trausti Harđarson standa sig einnig vel, en yngri skákmenn eru ađ heyja sér mikilsverđa reynslu í D-flokknum: Dawid Kolka, Felix Steinţórsson og Heimir Páll Ragnarsson. Steinţór, fađir Felix sem er fararstjóri piltanna, situr einn í E-flokki og hefur stađiđ sig merkilega vel.
Dagur Arngrímsson hefur veriđ duglegur ađ tefla undanfariđ. Bestur var hann á Íslandsmótinu í fyrra. Hann getur greinilega bćtt sig í endatöflum ţví í 3. umferđ missti hann auđunna stöđu gegn Aseranum Mirzoev niđur í jafntefli; bćtti ţađ upp međ góđum sigri yfir Hvít-Rússanum Stupak strax í nćstu umferđ.
Dagur Arngrímsson - Kiril Stupak
Bogo-indversk vörn
1. d4 e6 2. c4 Bb4+ 3. Bd2 a5 4. Rc3 Rf6 5. Dc2 d6 6. Rf3 Rc6 7. a3 Bxc3 8. Bxc3 De7 9. e4 e5 10. d5 Rb8 11. Bd3 a4 12. c5 O-O 13. Hc1 Bg4 14. cxd6 cxd6 15. Rd2 Rh5 16. Rc4 Rf4 17. Bf1!
Ţetta kostar allt tíma en liđsafli svarts hrekst undan í nćstu leikjum.
17. ... b5 18. Re3 Bd7 19. g3 Rh5 20. Be2 Rf6 21 O-O He8 22. Bd3 Ra6 23. f4!
Blćs til sóknar.
23. ... exf4 24. Hxf4 Rh5 25. Hh4 g6 26. Df2 Rc5 27. Bc2 Dg5 28. Hf1 f6 29. Bd2 De5 30. Bc3 Dg5
Hér er komiđ gott dćmi um vandann viđ ákvarđanatöku í miđtafli. Ađ Dagur skyldi endurtaka leiki benti til ţess ađ hann vćri ekki viss í sinni sök en ađ hrókurinn sé enn á a8 bendir til ţess ađ stöđuuppbygging svarts hafi mislukkast. Ég fylgdist međ skákinni á netinu: ađ fórna skiptamun međ 31. Hxh5 blasti viđ. Framhaldiđ gćti orđiđ 31. ... gxh5 32. Bxf6 Dh6 (32. ... Dg6 33. e5! o.s.frv.) 33. Bc3 Hf8 34. Rf5 Bxf5 35. exf5 Hae8 og nú má svara 36. f6 međ 36. .... De3, engan rakinn vinning ađ finna ţarna. En Dagur fann lausnina og sparađi púđriđ.
31. Rg2! Hf8 32. g4!
Svartur á ekkert svar viđ ţessari einföldu leikfléttu, 32. ... Rg7 er vitanlega svarađ međ 33. Bxf6 og vinnur.
32. ... Bxg4 33. Bd2! De5 34. Hxg4 Dxb2 35. Bb4 Hac8 36. Re3 De5 37. Rf5 Kh8 38. Rd4!
Ţessi riddari er á leiđinni til c6 og gerir ţar út um allar vonir um mótspil.
38. ... f5 39. Rc6 Dg7 40. exf5 Rf6 41. Bc3
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 28. júlí 2013
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2013 | 14:06
Henrik tapađi í síđustu umferđ - Hilmir hlaut stigaverđlaun
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2510) tapađi fyrir franska stórmeistaranum og félagsmanni í Taflfélagi Vestmannaeyja Sebastian Maze (2547) í tíundu og síđustu umferđ Politiken Cup sem lauk í dag. Henrik hlaut 7 vinninga og endađi í 14.-33. sćti (20. sćti á stigum).
Hilmir Freyr Heimisson (1690) gerđi jafntefli viđ Fćreyinginn Sigurd Justinussen (1970) og 5 vinninga ţrátt fyrir ađ hafa teflt umtalsvert upp fyrir sig allt mótiđ. Hilmir varđ í öđru sćti í stigaflokki skákmanna undir 1700 skákstigum. Í sjálfu mótinu varđ hann í 130.-176. sćti (151. sćti á stigum).
Frammistađa Henriks samsvarađi 2475 skákstigum og hćkkar hann um 1 stig fyrir hana. Frammistađa Hilmis samsvarađi 1991 skákstigi og hćkkar hann 52 stig.
Indverski stórmeistarinn Parimarjan Negi (2634) sigrađi á mótinu en hann hlaut 9 vinninga. Sjö skákmenn fengu 8 vinninga og ţeirra á međal voru Maze, Ivan Cheparinov (2678), Jan Timman (2584) og Sune Berg Hansen (2549) sem varđ efstur Norđurlandabúa.
Alls tóku 309 skákmenn frá 26 löndum ţátt í mótinu. Ţar af var 21 stórmeistari og 11 alţjóđlegir meistarar. Henrik var nr. 17 í stigaröđ keppenda og Hilmir var nr. 247. Tefldar eru 10 umferđir.- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 11)
Spil og leikir | Breytt 5.8.2013 kl. 10:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2013 | 11:18
Brynjar og Mikael Máni unglingalandsmótsmeistarar
Unglingalandsmótiđ er nú í fullum gangi á Höfn í Hornafirđi. Brynjar Bjarkason, ÍBH, varđ meistari í yngri flokki en Mikael Máni Freysson, UÍA, í eldri flokki.
Röđ efstu manna:
Yngri flokkur:
1. Brynjar Bjarkason, ÍBH
2. Eiríkur Ţór Björnsson, USAH
3. Símon Ţórhallsson, UFA
Eldri flokkur:
1. Mikael Máni Freysson, UÍA
2. Arnór Ingi Ingvason, Keflavík
3. Örvar Svavarsson, Ađrir keppendur
4.8.2013 | 10:48
Hoang Thanh Trang Evrópumeistari kvenna
Ungverska skákkonan (2467) er Evrópumeistari kvenna. Ţađ verđur ađ teljast nokkuđ óvćnt enda var hún ađeins nr. 14 í stigaröđ keppenda. Trang er fćdd í Hanoi í Víetnam áriđ 1980 en flutti til Ungverjalands 10 ára gömul. Trang hefur náđ ţeim einstađa árangri ađ verđa skákmeistari tveggja heimsálfa en hún varđ skákmeistari Asíu áriđ 2000.
Alls tóku 168 skákkonur ţátt í mótinu sem fram fór í Belgrad dagana 23. júlí - 3. ágúst.
Röđ efstu kvenna:
1. GM Hoang Thanh Trang HUN 2467 - 9
2. IM Melia Salome GEO 2428 - 8
3. IM Mkrtchian Lilit ARM 2454 - 8
4. GM Cmilyte Viktorija LTU 2497 - 8
5. GM Kosteniuk Alexandra RUS 2489 - 8
6. IM Khotenashvili Bela GEO 2512 - 8
7. GM Socko Monika POL 2435 - 8
8. WGM Kashlinskaya Alina RUS 2334 - 7.5
9. WGM Arabidze Meri GEO 2320 - 7.5
10. WGM Pogonina Natalija RUS 2478 - 7.5
11. WGM Kovanova Baira RUS 2371 - 7.5
12. GM Muzychuk Anna SLO 2594 - 7.5
13. WGM Girya Olga RUS 2437 - 7.5
14. GM Stefanova Antoaneta BUL 2497 - 7.5
15. WGM Ozturk Kubra TUR 2293 - 7.5
16. GM Cramling Pia SWE 2523 - 7.5
17. IM Javakhishvili Lela GEO 2465 - 7.5
18. IM Atalik Ekaterina EUR 2430 - 7.5
19. IM Milliet Sophie FRA 2396 - 7.5
20. GM Arakhamia-Grant Ketevan SCO 2385 - 7.5
3.8.2013 | 18:24
Henrik vann í nćstsíđustu umferđ
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2510) vann Danann Martin Haubro (2204) í níundu og nćstsíđustu umferđ Politiken Cup sem fram fór í Helsingör í dag. Hilmir Freyr Heimisson (1690) tapađi fyrir Norđmanninum Gunnari Stray (2056). Henrik hefur 7 vinninga og er í 4.-14. sćti. Hilmir hefur 4,5 vinning.
Stórmeistararnir Sabino Brunello (2593), Ítalíu, og Parimarjan Negi (2634), Indlandi, eru efstir međ 8 vinninga.
Í síđustu umferđinni, sem fram fer í fyrramáliđ (hefst kl. 8), teflir Henrik viđ franska stórmeistarann og Eyjamanninn Sebastian Maze (2547) en Hilmir viđ Fćreying (1970) og hefur ţví teflt uppfyrir sig í hverri ufmerđ mótsins.Alls taka 309 skákmenn frá 26 löndum ţátt í mótinu. Ţar af er 21 stórmeistari og 11 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 17 í stigaröđ keppenda og Hilmir er nr. 247. Tefldar eru 10 umferđir.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 11)
3.8.2013 | 18:18
Búdapest: Hannes vann Bagi Mate
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2526) tekur ţátt í First Saturday-móti sem hófst í dag í Búdapest. Hann vann ungverska alţjóđlega meistarann Bagi Mate (2326) í fyrstu umferđ. Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir hann viđ danska alţjóđlega meistarann Rasmus Skytte (2431).
Hannes teflir í lokuđum 10 manna flokki ţar sem međalstigin eru 2410 skákstig. Hannes er nćststigahćstur keppenda.
3.8.2013 | 13:18
Dagur vann í fyrstu umferđ í Arad
Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2385) hóf í morgun taflmennsku í alţjóđlegu skákmóti í Arad í Rúmeníu. Í fyrst umferđ vann hann stigalágan heimamann (1819) međ laglegri hróksfórn.
Á morgun eru tefldar tvćr umferđir. Í fyrri teflir hann aftur viđ stigalágan heimamann (2004).
241 skákmađur frá 16 löndum tekur ţátt í mótinu. Ţar af eru 8 stórmeistarar og 19 alţjóđlegir meistarar. Dagur er nr. 21 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (ýmist kl. 6:30/7:00 eđa 13:30)
3.8.2013 | 10:10
Guđmundur vann í fyrstu umferđ
Ţađ líđur ekki langur tími á milli móta hjá alţjóđlega meistaranum Guđmundi Kjartanssyni (2434). Hann lauk nýlega ţátttöku í Andorra en hóf í gćr ţátttöku á alţjóđlegu móti í Badalona á Spáni. Í fyrstu umferđ vann Spánverjann Miguel Diaz (2175) en í dag teflir hann viđ Skotann Adam Bremner (2228).
Alls taka 94 skákmenn frá 21 landi ţátt í efsta flokki. Međal keppenda eru sex stórmeistarar og 22 alţjóđlegir meistarar. Guđmundur er nr. 17 í stigaröđ keppenda.
2.8.2013 | 17:39
Henrik vann í áttundu umferđ í Politiken Cup
Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2510) vann Danann Kresten Schmidt (2272) í áttundu umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag. Hilmir Freyr Heimisson (1690) heldur áfram ađ ná góđum úrslitum og gerđi nú jafntefli viđ Danann Thomas Tange Jepsen (2079). Henrik hefur 6 vinninga og er í 12.-24. sćti en Hilmir Freyr hefur 4,5 vinning.
Stórmeistararnir Ivan Cheparinov (2678), Búlgaríu, Parimarjan Negi (2634), Indlandi, og Sabino Brunello (2593) eru efstir međ 7 vinninga.
Í níundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Henrik viđ Danann Martin Haubro (2204) en Hilmir mćtir Norđmanninum Gunnari Stray (2056).
Alls taka 309 skákmenn frá 26 löndum ţátt í mótinu. Ţar af er 21 stórmeistari og 11 alţjóđlegir meistarar. Henrik er nr. 17 í stigaröđ keppenda og Hilmir er nr. 247. Tefldar eru 10 umferđir.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 11)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 13
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 141
- Frá upphafi: 8779691
Annađ
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar