Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2013
12.11.2013 | 11:30
Viđureignir dagsins: Pólland og Ítalía
Andstćđingarnir í dag á EM landsliđa eru erfiđir. Liđiđ í opnum flokki mćtir sterku liđi heimamanna, sem hefur 113 skákstigum hćrri međalstig en okkar liđ (2637-2524) og er taliđ 12. sterkasta liđiđ hér á međan okkar liđ er taliđ hiđ 28. sterkasta. Umferđin hefst kl. 14
Liđiđ í kvennaflokki mćtir liđi Ítalíu. Ţar er munurinn enn meiri eđa 245 skákstig (2238-1993). Hiđ ítalska er taliđ hiđ 20. sterkasta en okkar liđ ţađ 32. sterkasta.
Opinn flokkur:
Henrik hvílir hjá íslenska liđinu en Pólverjarnir hvíla varamanninn Kamil Miton (2597). Eins og sjá má er stigamunur ávallt meira en 100 stig nema á öđru borđi.
Bo. | 28 | ICELAND | Rtg | - | 12 | POLAND | Rtg | 0 : 0 |
13.1 | GM | STEINGRIMSSON, Hedinn | 2543 | - | GM | SOCKO, Bartosz | 2661 | |
13.2 | GM | STEFANSSON, Hannes | 2539 | - | GM | SWIERCZ, Dariusz | 2627 | |
13.3 | IM | GRETARSSON, Hjorvar Steinn | 2511 | - | GM | GAJEWSKI, Grzegorz | 2634 | |
13.4 | IM | KJARTANSSON, Gudmundur | 2455 | - | GM | BARTEL, Mateusz | 2626 |
Kvennaflokkur:
Jóhanna Björg hvílir hjá íslenska liđinu. Ítalarnir hvíla varmaninn sinn Tea Gueci. Eins og smá er Ítalarnir a.m.k. 200 stigum hćrri á öllum borđum nema á fyrsta borđi.
Bo. | 20 | Italy | Rtg | - | 32 | Iceland | Rtg | 0 : 0 |
14.1 | IM | Sedina, Elena | 2302 | - | WGM | Ptacnikova, Lenka | 2238 | |
14.2 | IM | Zimina, Olga | 2338 | - | Thorsteinsdottir, Hallgerdur | 1951 | ||
14.3 | WIM | Brunello, Marina | 2248 | - | Finnbogadottir, Tinna Kristin | 1882 | ||
14.4 | WFM | Messina, Roberta | 2064 | - | Kristinardottir, Elsa Maria | 1819 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2013 | 10:30
Smári og Jón Kristinn efstir á Atskákmóti Akureyrar
Um helgina lauk spennandi atskáksmóti Skákfélags Akureyrar. Ellefu keppendur mćttu til leiks og tefldu 7 skákir eftir Monradkerfi. Í lokin munađi ađeins einum vinningi á 1. sćti og 5. sćti. Leikar fóru svo ađ Smári Ólafsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson urđu jafnir og efstir međ 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Ţeir ţurfa ţví ađ tefla einvígi um titilinn. Ekki hefur veriđ ákveđiđ hvenćr ţađ fer fram en stefnt er ađ ţví ađ ţeir tefli tvćr skákir um titilinn Atskáksmeistari Skákfélags Akureyrar.
Karl Egill Steingrímsson tefldi vel á mótinu og hafnađi í 3. sćti.
Heildarúrslitin má sjá hér ađ neđa.
1-2. Smári Ólafsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson 5,5 af 7
3. Karl Egill Steingrímsson 5
4-5. Símon Ţórhallsson og Haraldur Haraldsson 4,5
6-8. Sigurđur Eiríksson, Rúnar Ísleifsson og Hjörleifur Halldórsson 3,5
9. Andri Freyr Stefánsson 3
10. Logi Rúnar Jónsson 2
11. Ari Friđfinnsson 1,5
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2013 | 09:43
Heimsmeistaraeinvígiđ: Ţriđja skákin hafin
12.11.2013 | 07:00
Skákćfing hjá Breiđabliki í kvöld
Skákćfing hjá Skákdeild Breiđabliks í kvöld Mćting kl 19:45 og hrađskákmótiđ byrjar stundvíslega kl 20:00 !
Átta umferđa hrađskákmótiđ (5mín + 2sek) verđur reiknađ til FIDE hrađskákstiga eins og öll ţriđjudagsmótin í vetur !
Allir velkomnir ókeypis í einn glćsilegasta skáksal landsins óháđ ţví í hvađa taflfélagi ţeir eru.
Ćfingin er í Stúkunni viđ Kópavogsvöll (3ju hćđ). Gengiđ inn um kjallarahćđ bakatil. Húsiđ opnar kl 19:30.
Spil og leikir | Breytt 11.11.2013 kl. 17:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2013 | 22:16
Stórsigur gegn Skotum - jafnt gegn Norđmönnum
Íslenska liđiđ í opnum flokki vann stórsigur, 3,5-0,5, á liđi Skotland í fjórđu umferđ EM landsliđa sem fram fór í kvöld. Hannes Hlífar, Henrik og Guđmundur unnu allir en Héđinn gerđi jafntefli. Liđiđ í kvennaflokki gerđi 2-2 jafntefli viđ sveit Noregs. Lenka og Tinna Kristín unnu sínar skákir og virđast báđar vera í fantaformi. Hallgerđur Helga og Jóhanna Björg töpuđu.
Íslenska liđiđ í opnum flokki hefur nú 3 stig og 8,5 vinning og er í 27. sćti. Liđiđ er efst Norđurlandanna.
Frakkar, sem unnu Tékka, eru efstir međ 8 stig. Átta liđ hafa 6 stig.
Íslenska liđiđ í kvennaflokki hefur 2 stig og 6 vinninga og er í 27. sćti. Pólverjar og Úkranínumenn eru efstir međ 8 stig.
Karlaliđiđ mćtir Pólverjum á morgun sem hafa međalstigin 2637 (viđ höfum 2524) en kvennaliđiđ mćtir sveit Ítalíu, sem hafa 2238 skákstig (viđ höfum 1993). Ţađ verđur ţví erfiđur róđur hjá báđum liđum á morgun.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2013 | 17:10
EM-pistill nr. 4: Kröftug mótmćli viđ skákstađ
Ţađ náđist mikilvćgt stig í hús í gćr hjá kvennaliđinu ţegar ţađ gerđi 2-2 jafntefli viđ svissnesku sveitina. Tinna vann sína ađra skák. Strákarnir töpuđu međ finnsta mun fyrir Póllandi Goldies". Guđmundur Kjartansson vann sinn fyrsta sigur međ íslenska a-landsliđinu. Í dag tefla sveitirnar báđar viđ vel viđráđanlegar sveitir. Vonandi reynist ţjóđhátíđardagur Pólverja okkur vel!
Viđureignir gćrdagsins
Strax í upphafi fékk mađur ekki góđa tilfinningu. Hjörvar fékk upp skítastöđu sem hann tapađi örugglega og enginn hinna međ neitt ađ ráđi.
Hannes fórnađi peđi og ţráskákađi skömmu síđar. Henrik fékk ekkert útúr byrjuninni - lenti síđar í vandrćđum og tapađi. Guđmundur var hins vegar mađur dagsins ţegar honum tókst ađ svíđa jafnteflislegt endatafl. Seigur strákurinn.
Stelpurnar áttu góđa viđureign og fengu sitt fyrsta stig. Tinna vann góđan sigur en svolítil lukka yfir henni ţví andstćđingurinn lék af sér drottningu en ţá var Tinna reyndar kominn međ Tinnu-lega sóknarstöđu.
Jóhanna lék ónákvćmt en ţegar ţađ virtist vera ađ lifna yfir stöđunni lék hún aftur af sér og tapađi.
Lenka og Hallgerđur gerđu jafntefli fremur örugglega. Gott jafntefli á móti sterkri sveit.
Viđureignir dagsins
Andstćđingar dagsins eru heldur viđráđanlegri í dag. Strákarnir tefla viđ Skota sem eru međ nćstlakasta liđ mótsins sé miđađ viđ skákstig. Ađeins Wales-arar hafa lakara liđ. Ţeir hafa međalstigin 2305. Ég rćddi lítilsháttar viđ Alan Tate í gćr sem sagđist hvíla. Hann horfđi á mig flóttalegum augum og ég svarađi um hćl I don´t beleive you". Enda var hann ađ blöffa. Hann teflir en Graham Morrison hvílir. Hjörvar tryggđi sér einmitt stórmeistaratitilinn međ sigri á Morrison á EM 2011 í Porto Carras.
Skotar eru yfirleitt međ allt annađ liđ á EM en Ólympíuskákmótinu. Ţeir fá takmarkađa fjármuni (3.000 pund) sem dugir ekki fyrir öllum kostnađi. Ţví hvíla ţeirra allra sterkustu menn hér en tefla svo á Ól. Meira eđa minna sem liđiđ sem kemur frá ţeim ár eftir ár á EM.
Héđinn kemur aftur inn en Hjörvar sem átti vonda skák í gćr hvílir.
Okkur hefur gengiđ vel á móti Skotum á EM. Höfum mćtt ţeim fjórum sinnum (2001, 2003, 2009 og 2011) og ávallt unniđ. Nú síđast 4-0 í Porto Carras. Heildarstađan er 12-4 okkur í vil. Aldrei tapast skák.
Okkur hefur ekki gengiđ jafn vel á móti ţeim á Ólympíuskákmótinu en ţar eru ţeir yfirleitt mun sterkari. Ţar höfum viđ mćtt ţeim átta sinnum, unniđ ţá tvisvar, tapađ einu sinni og gert fimm jafntefli. Leiđum 17-15.
Kvennaliđiđ mćtir sveit Noregs. Viđ erum lakari á pappírnum (eins og alltaf) enda höfum viđ stigalćgsta liđin. Elsa hvílir.
Höfum međalstigin 1993 á móti 2099 međalstigum. Norđmenn eru međ 29. sterkasta liđiđ af 32 svo viđ fáum ekki mikiđ međfćrilegra andstćđinga.
Höfum aldrei mćtt ţeim á EM og ađeins eini sinni á Ól. Ţađ var áriđ 2002 og ţá unnum viđ stórsigur 2,5-0,5. Helgi var ţá liđsstjóri.
Toppbaráttan
Tékkar sem rétt mörđu okkur í fyrstu umferđ og Frakkar eru efstir međ fullt hús. Tékkar flengduTyrkina í gćr, 3,5-0,5 og virđast til alls líklegir. Ţetta er miklu leyti sama liđ og vann EM taflfélaga mjög óvćnt í Rhodos nýlega. Frakkar unnu Úkraínumenn í gćr og héldu sínum rytma í gćr. Ţađ er ađ spila bridge og sötra rauđvín.
Rússar og Englendingar gerđu 2-2 jafntefli í hörkuviđureign. Jones yfirspilađi Morozevich, Svidler vann McShane og Adams klúđrađi unninni stöđu niđur í jafntefli gegn Grischuk.
Hollendingar eru í tómu basli. Í gćr töpuđu ţeir fyrir Ísrael ţar sem Smeets tapađi fyrir Boruchovsky. Ísraelsmenn eru hins vegar stórhćttulegir, tefla fram ungum og afar efnilegum skákmönnum. Ekki liđiđ sem menn vilja fá.
Armenar, Pólverjar og Úkraínukonur leiđa í kvennaflokki.
Norđurlandamótiđ
Ţađ gekk hrćđilega hjá Norđurlöndunum í gćr og allar sveitirnar töpuđu. Serbar rassskelltu Svía 3,5-0,5. Finnar töpuđu fyrir Topalov-lausum Búlgörum međ sama mun. Danir lágu fyrir Hvíta-Rússlandi 1-3 og Norđmenn töpuđu fyrir Sviss međ minnsta mun.
Norrćnu sveitirnar rađa sér í neđstu sćtin. Danir eru efstir međ 2 stig, en viđ Svíar og Finnar höfum 1 stig. Norđmenn reka lestina međ 0 stig.
Danir fá svo Hollendinga, sem hvíla Smeets, sem hefur átt vont mót en Norđmenn tefla viđ Wales.
Norđurlandaţjóđirnar fimm rađa sér á sex neđstu borđin í umferđ dagsins og eru öll í gúanóinu". Í gúanóinu má í kvöld m.a. sjá menn eins og Topalov, Caruana og Giri. Ţeir fyrstnefndu tefla saman.
Í kvennaflokki rađa norrćnu ţjóđirnar sér í 27.-29. sćti. Norđmenn hafa 2 stig en viđ og Finnar höfum 1 stig.
Mótmćli!
Í dag er ţjóđhátíđardagur Pólverja. Hann er notađur á allt annan hátt en á Íslandi. Pólverjar safnast saman og mótmćla í miđbć Varsjár. Sigurbjörn Björnsson lýsir ţessu svo á Facebook
Á ţessum degi er hefđ fyrir ţví ađ ţeir sem eru yst til hćgri og yst til vinstri marseri um götur Varsjár og svo er ađ hefjast loftlagsráđstefna á vegum Sameinuđu Ţjóđanna í Varsjá í dag og eru ađgerđarsinnar ađ ţramma um borgina af ţví tilefni. Ţiđ geriđ ykkur vonandi grein fyrir ţví ađ Ţjóđhátíđardagur Póllands er í dag vegna ţess ađ fyrri heimsstyrjöldinni lauk á ţessum degi 1918.
Töluverđ lćti voru fyrir fram hóteliđ í dag, sprengingar, hávađi, sírenuvćl og auk ţess sem ţyrlur sveimuđu yfir. Reykmettađ loft.
Viđ Róbert ákvćđum ađ taka virkan ţátt, keyptum okkur fána, og mótmćltum ţví ađ Íslendingar vćru ekki efstir Norđurlandanna á EM.
Ţegar viđ komum aftur inn á hóteliđ átti ekki ađ hleypa okkur inn ţar sem viđ vorum taldir pólskir mótmćlendur. Beđnir margfaldar afsökunar ţegar í ljós kom hverjir voru ţarna á ferđinni. Viđ Robbi hlógum alla leiđina upp á herbergi.
Mótiđ
Allt gengur sinn vanagang. Ég, Róbert og Omar tókum smá fund í dag og vorum ađ velta fyrir okkur mótinu 2015. Alls konar hugmyndir koma upp hvernig hćgt sé ađ gera hlutina sem best á Íslandi. Ţađ má margt lćra af Pólverjunum. Viđ stefnum á ađ ná fundi međ pólversku mótshöldurunum ţegar lengra líđur á mótiđ.
Omar og Róbert telja skákstjóra heldur of fáa hér og sennilega ţurfi um 20 dómara á Íslandi. Ţađ verđur ţó betra í Höllinni ţegar viđ verđum í einum sal.
Viđ höfum rekiđ okkur á ađ pörunin getur stundum veriđ sein. Nú er komin ástćđa ţess. Forritiđ Swiss-Manager hefur ekki ţađ sem til ţarf til ađ rađa skv. reglum ECU. Ţví ţarf ađ handrađa.
Tomak Sileck, sagđi mér í dag ađ álagiđ á netţjóna ykist og ykist og í gćr bćttu ţeir viđ fjórum netţjónum. Eitthvađ sem viđ ţurfum ađ spá í fyrir 2015-mótiđ
Engir skákblađamenn eru sjáanlegir á skákstađ. Ţađ má vćntanleg rekja til heimsmeistaraeinvígisins í Chennai. Hér er ţó teflt ađ meira krafti en ţar!
Nóg í bili.
Kveđja frá Varsjá,
Gunnar
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2013 | 10:40
Viđureignir dagsins: Skotland og Noregur
Fjórđa umferđ EM landsliđsa hefst í dag kl. 16 eđa tveimur tímum síđar en vanalega.
Viđureignir dagsins:
Hjörvar Steinn hvílir hjá strákunum. Skotarnir hvíla fyrsta borđs manninn FIDE-meistarann Graham Morrison (2351).
Opinn flokkur:
Bo. | 37 | SCOTLAND | Rtg | - | 28 | ICELAND | Rtg | 0 : 0 |
17.1 | IM | MUIR, Andrew J | 2312 | - | GM | STEINGRIMSSON, Hedinn | 2543 | |
17.2 | FM | TATE, Alan | 2299 | - | GM | STEFANSSON, Hannes | 2539 | |
17.3 | GRANT, Jonathan I M | 2257 | - | GM | DANIELSEN, Henrik | 2502 | ||
17.4 | MINNICAN, Alan | 2135 | - | IM | KJARTANSSON, Gudmundur | 2455 |
Kvennaflokkur:
Elsa María hvílir hjá stelpunum. Norđmennirnir hvíla annađ borđs manninn Sheila Barth Sahl (2233) sem hefur engan veginn náđ sér á strik.
Bo. | 32 | Iceland | Rtg | - | 29 | Norway | Rtg | 0 : 0 |
14.1 | WGM | Ptacnikova, Lenka | 2238 | - | WGM | Dolzhikova, Olga | 2198 | |
14.2 | Thorsteinsdottir, Hallgerdur | 1951 | - | Gronnestad, Anita | 1958 | |||
14.3 | Johannsdottir, Johanna Bjorg | 1901 | - | Machlik, Monika | 1936 | |||
14.4 | Finnbogadottir, Tinna Kristin | 1882 | - | Reppen, Ellisiv | 2008 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2013 | 07:00
Atskákmót Reykjavíkur - atskákmót GM Hellis fer fram í kvöld
Verđi tveir jafnir í baráttunni um annanhvorn titilinn verđur teflt tveggja skáka hrađskákeinvígi. Verđi jafnt ađ ţví loknu verđur tefldur hrađskákbráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt, ţá bráđabani.
Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur er Arnar Gunnarsson og atskákmeistari Hellis er Vigfús Ó. Vigfússon.
Verđlaun:
1. 15.000
2. 7.500
3. 4.000Ţátttökugjöld:
16 ára og eldri: 1000 kr
15 ára og yngri: 500
Spil og leikir | Breytt 6.11.2013 kl. 13:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2013 | 21:44
EM: Skotland og Noregur á morgun
Ţá liggur fyrir röđun í fjórđu umferđ EM landsliđa sem fram fer á morgun. Liđiđ í opnum flokki mćtir sveit Makedóníu. Íslenska liđiđ er töluvert sterkara en ţađ skoska - hefur međalstigin 2524 á móti 2305. Stelpurnar fá Norđmenn sem hafa međalstign 2099 á móti 1993 međalstigum okkar liđs.
Tékkar og Frakkar hafa fullt hús stiga í opnum flokki Ungverjar, Georgíumenn, Grikkir, Armenar og Aserar hafa 5 stig. Ísland hefur 1 stig og 5 vinninga og er í 32. sćti og er nćstefst Norđurlandanna sem flest hafa byrjađ illa á mótinu.
Armenar, Pólverjar og Úkraínukonur eru efstar í kvennaflokki međ fullt hús stiga. Íslenska liđiđ er í 28. sćti međ 1 stig og 4 vinninga og er einnig nćstefst Norđurlandanna.
Nánari umfjöllun um stöđu mála í pistli á morgun.
10.11.2013 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Hjörvar Steinn á eftir ađ vinna marga sigra á komandi árum

Fyrri áfanginn í Porto Carras í Grikklandi haustiđ 2011 reiknast tvöfaldur vegna sérstakra ákvćđa FIDE varđandi titilumsóknir en ţar er gert ráđ fyrir a.m.k. 24 skákum tefldum. Ţađ var ađeins tímaspursmál hvenćr Hjörvar myndi ná lokaáfanganum en nokkuđ er um liđiđ síđan hann skipađi sér í flokk međ bestu skákmönnum ţjóđarinnar. Hann mun tefla á 3. borđi fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í Varsjá.
Og ţá er ţađ spurningin um skákstílinn. Sé litiđ yfir skáksöguna og frćgustu meistara hennar eiga ţeir ţađ sameiginlegt ađ hafa snemma fundiđ sinn stíl - og skákstíllinn endurspeglar persónuleikann. Ţetta átti a.m.k. viđ um ţá tóku út skákţroska sinn fyrir daga tölvutćkninnar, sem hefur gerbreytt landslagi skákarinnar. Í Time á dögunum gaf Garrí Kasparov ţá athyglisverđu lýsingu á stíl Magnúsar Carlsen ađ hann vćri byggđur á innsći. Stíll Hjörvars er býsna dýnamískur og hann tekur oft áhćttu til ađ halda vinningsmöguleikum opnum. Í eftirfarandi skák, sem hann vann gegn ţekktum rússneskum stórmeistara í fyrra, komu ţessir ţćttir fyrir:
Ortisei, Ítalíu 2012
Mikhael Ulibin - Hjörvar Steinn Grétarsson
Nimzoindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 0-0
Víkur strax frá algengari leiđum, 4.... d5 eđa 4.... c5.
5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re8 7. e4 b6 8. Bd3 Ba6 9. Rh3 Rc6
Hyggst ráđast gegn c4-peđinu međ - Ra5 og jafnvel - Rd6.
10. e5 Dh4+ 11. Rf2 Ra5 12. De2 c5 13. 0-0 cxd4 14. Re4 f5 15. exf6 gxf6
15.... Rxf6 má svara međ 16. Bg5 Dg5 17. Bxf6 og 18. cxd4.
16. g3 Dh5 17. g4 Dh4 18. Bd2?!
Fyrsti ónákvćmi leikur hvíts. Sjálfsagt var 18. cxd4 Rb3 19. Hb1 Rxd4 20. Dd1 og hvítur hefur góđar bćtur fyrir peđiđ. Hér er 18.... Rb3 sennilega best en Hjörvar velur lakari leik.
18.... Hc8 19. cxd4 Rxc4 20. d5?!
Lítur vel út en traustara var 20. Bf4 og hvítur má vel viđ una.
20.... exd5 21. Rc3 Bb7 22. Bf4 Rg7 23. Bxc4?
Aftur ónákvćmni. Stađan er í járnum eftir 23. Rb5.
23.... Hxc4 24. Dd2 Re6 25. Bd6 Hfc8
Vegna yfirráđa eftir c-línunni hefur svartur nú sterkt frumkvćđi.
26. Rxd5 Hc2 27. Re7+ Kf7 28. De1
Komist hvíti riddarinn til f5 á hvítur enn von. En nćsti leikur kom Ulibin í opna skjöldu.
Međ hugmyndinni 29. fxg4 Hg2+ 30. Kh1 Hxg4 og mátar.
29. Dg3 Dxg3+ 30. hxg3 H8c3 31. Rf5 Bxf3 32. Rh4 Rg5!
Hótar máti međ 33.... Rh3. Ef 34. Rxf3 Rxf3+ kemur 35.... Hh2 sem er arabískt mát".
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. nóvember 2013.
Spil og leikir | Breytt 5.11.2013 kl. 16:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 4
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 170
- Frá upphafi: 8779154
Annađ
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar