Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

HM öldunga: Áskell og Gunnar unnu í annarri umferð

Áskell Örn KárasonHM öldunga hófst í fyrradag í Rijeka í Króatínu. Tveir íslenskir skákmenn taka þátt. Það eru Áskell Örn Kárason (2220) og Gunnar Finnlaugsson (2082).

Áskell gerði jafntefli í fyrstu umferð en Gunnar tapaði. í annarri umferð unnu þeir báðir.

Áskell mætir í dag rússneska alþjóðlega meistaranum Igor Blechin (2411) sem er níundi stigahæsti keppandi mótsins. Hægt verður að fylgjast með skák Áskels beint kl. 15.

 


Ögmundur, Ríkharður og Haraldur efstir á Vetrarmóti öðlinga

Þriðja umferð Vetrarmóts öðlinga fór fram í gærkvöldi. Ögmundur Kristinsson (2006), Ríkharður Sveinsson (2127) og Haraldur Baldursson (1980) eru efstir með fullt hús að henni lokinni.  Ögmundur vann Magnús Pálma Örnólfsson (2169) næststigahæsta keppenda mótsins. Úrslit umferðirnar má finna hér.

Hrafn Loftsson (2218) og Páll Sigurðsson (1940) koma næstir með 2,5 vinning. Stöðuna má finna hér.

Fjórða umferð fer fram næsta miðvikudagskvöld. Þá mætast meðal annars: Ríkharður - Ögmundur, Haraldur - Hrafn og Páll - Magnús Pálmi. Röðunina má finna hér.



EM-pistill nr. 6 - Hjörvar með góðan sigur

Hjörvar SteinnÞað gekk ekki vel á EM taflfélaga í gær. Liðið í opnum flokki tapaði 1-3 fyrir Pólverjum. Hjörvar vann góðan sigur gegn Gajweski og kvennaliðið tapaði fyrir Ítalíu 0,5-3,5. Lenka gerði jafntefli.  Á morgun verða það norrænir andstæðingar í báðum flokkum. Danir í opnum flokki og Finnar í kvennaflokki. Mjög mikilvægar viðureignir. Í dag var frídagur og var hann notaður á ýmsan hátt af íslensku keppendunum.

Viðureignir gærdagsins

Í gær var það sjálft aðallið Pólverjanna. Þeir eru dúndursterkir en hafði ekki gengið vel. Þeir unnu fremur öruggan 3-1 á íslenska liðinu.

Héðinn fékk fínt út úr byrjuninni en smá saman seig á ógæfuhliðina. 24. Red2 var ekki góður leikur og hinn grjótsterki liðsmaður Víkingaklúbbsins Socko bætti stöðuna jafnt og þétt.Davíð, Gunnar og kvennaliðið

Hannes fékk ekkert út úr byrjuninni og smá saman var saumað að honum. Hannes gafst upp í 41. leik þá algjörlega planlaus.

Guðmundur virtist fara langt með það að jafna taflið. Andstæðingur hans Bartel reyndist refur, fórnaði skiptamun sem gerði vörn Guðmundar erfiða og vann.

Aðalskákin var á þriðja borði þar sem Hjörvar hafði hvítt gegn liðsmanni sínum úr Víkingaklúbbnum Grzegorz Gajewski. Hjörvar fékk mjög góða stöðu en yfirsást mjög flott riddara-fitta 37...Rf3+ hjá Gajewski sem vinnur skiptamun. 

Hjörvar reyndi að afsaka sig við Helga eftir skákina en fékk á sig eftirfarandi ræðu

Tja þetta trikk eiga allir að þekkja. Kasparov fórnaði riddara  í svipaðri stöðu gegn Korchnoi í Lucern 1982!

Þar með var málið útrætt!

Liðsstjórar spjalla - Davíð og HelgiHjörvar tefldi hins vegar skákina afar vel skiptamun undir. Þegar Gajewski bauð jafntefli spurði Hjörvar Helga um ráð og fékk ráðið

You should play on

Strákur hlýddi og vann.

Einn ónefndur fulltrúi Íslands  sagði eftir viðureignina í gær -

Þá eigum við bara eftir að tapa einu pólsku liði.

-  við misjafnar undirtektir.

Ver fór hjá kvennaliðinu en leit fyrir í byrjun. Elsa María gat þráskákað en freistaði þess að tefla til vinnings og tapaði. Tinna María lék af sér skiptamun. Hallgerður Helga var lengi í vörn og lék ónákvæmt og tapaði. Lenka gerði hins vegar jafntefli.  Semsagt vont tap.

Viðureignir morgundagsins

Liðið í opnum flokki mætir liði Danmerkur en kvennaliðið mætir Finnum. Nánar verður fjallað um andstæðinga okkar á morgun en um er að ræða afar mikilvægar viðureignir fyrir bæði lið.

Baráttan

Frakkar  eru efstir með 9 stig og mæta Grikkjum á morgun sem eru í 2.-4. sæti með 8 stig ásamt Mamadyarov ekki alveg jafn einbeitturGeorgíumönnum og Aserum. Sex lönd hafa sjö stig og þar á meðal tvö stigahæstu liðin; Rússland og Armenía.

Ýmislegt vekur athygli í liðsskipan. Til dæmis teflir Viktor Erdos (2658) á fyrsta borði fyrir Ungverja og Csaba Balough (2630). Á þriðja og fjórða borði eru mun stigahærri keppendur það er Almasi (2710) og Judit Polgar (2689).

Úkraínukonur leiða á mótinu með fullt hús stiga eftir stórsigur á Pólverjum 3,5-0,5. Pólland og Georgía eru í 2.-3. sæti með 8 stig.

Nánar á morgun.

Norðurlandamótið

Umfjöllun á morgun.

Frídagurinn

Í dag var slappað af. Sumir íslensku fulltrúanna héldu á Casino þar sem mótshaldarar héldu boð í gær en stoppuðu þar stutt við.

Í dag skipti hópurinn sér. Sumir fóru í merkilegt safn tileiknað uppreisninni í Póllandi 1944 þegar Pólverjar fór í uppreisn gegn Þjóðverjum. Sú uppreisn fór ekki vel því Þjóðverjar svöruðu með fullkomnu miskunnarleysi og nánast lögðu Varsjá í rúst með loftárásum. Sovétmenn sviku Pólverja um hjálp. Fram kom að íbúum í Varsjá fækkaði úr 1.300.000 í 400.000 yfir styrjaldarárin. Mannfall óbreyttra borgara í Varsjá er talið vera um 150.000-200.000 í byltingunni en alls dóu um 6.000.000 Pólverja í stríðinu.

Áfram var svo illa farið með Pólverja eftir styrjöldina þegar vesturlöndin eftirlétu Sovétmönnum yfirráð þar.

Lenka hefur einmitt talað um muninn á Varsjá og Prag. Í Prag er fullt af aldagömlum  húsum en í Varsjá er mjög lítið um slíkt.

Aðrir fóru í gamla bæinn og hluti hópsins fór svo í „Mollið". Hluti hópsins borðaði svo saman í hádeginu í Hard Rock Café.  Aðrir slöppuðu bara af á hótelinu!

Í dag fer hópurinn saman í kvöldverð í boði SÍ.

Nóg í bili.

Kveðja frá Varsjá,
Gunnar


HM-einvígið: Jafntefli í hörkuskák

Anand og Carlsen

Það er heldur að lifna yfir heimsmeistaraeinvígi Carlsen (2870) og Anand (2775). Í dag gerðu kapparnir jafntelfi í hörkuskák. Carlsen fór í bíræfið peðsrán á a2 í 18. leik og reyndi að knýja fram sigur sem ekki tókst. Jafntefli var samið eftir 64 leiki.

Frídagur er á morgun. Fimmta einvígisskákin fer fram á föstudag og hefst kl. 9:30.


Degi gekk ekki vel á First Saturday

Alþjóðlega meistaranum Degi Arngrímsson (2397) gekk ekki vel á First Saturday-mótinu sem lauk í gær í Búdapest. Dagur hlaut 2 vinninga og endaði í tíunda sæti með 2 vinninga. 

Frammistaða hans samsvaraði 2212 skákstigum og tapaði hann 19 stigum fyrir hana.

Tíu skákmenn tóku þátt og tefldu þeir allir við alla. Meðalstig var 2416 skákstig og var Dagur nr. 7 í stigaröð keppenda.

 


EM: Töp gegn Póllandi og Ítalíu - Hjörvar með góðan sigur

Hjörvar SteinnBæði íslensku liðin töpuðu í fimmtu umferð EM landsliða sem fram fór í dag í Varsjá. Íslenska liðið í opnum flokki tapaði 1-3 fyrir Póllandi. Þar vann Hjörvar Steinn afar góðan sigur á stórmeistaranum sterka Grzegorz Gajewski (2634) á þriðja borði en aðrar skákir töpuðust. Kvennaliðið tapaði 0,5-3,5 fyrir sveit Ítalíu. Lenka gerði jafntefli en aðrar skákirLenka töpuðust.

Frakkar eru efstir í opnum flokki með 9 stig af 10 mögulegum eftir jafntefli við Ungverja. Grikkir, Georgíumenn og Aserar koma næstir með 8 stig.

Úkraínukonur leiða með fullu húsi stiga í kvennaflokki og hafa tveggja stiga forskot á Georgíukonur og Pólverjar sem koma næstar.


 


EM-pistill nr. 5 - Skotar skotnir niður

Lenkur leikurEnn á ný voru Skotar lagðir af vell á EM landsliða. Fimmti sigurinn í jafnmörgum tilvikum. Og alltaf er gott að vinna 3,5-0,5. Hannes, Henrik og Guðmundur unnu en Héðinn gerði jafntefli. Kvennaliðið gerði 2-2 jafntefli við Norðmenn. Lenka og Tinna unnu. Í dag eru það sterkir andstæðingar í báðum riðlum þ.e. Pólverjar og Ítalir.

Viðureignir gærdagsins

Strax frá byrjun leit þetta vel út á móti Skotum. Bæði Guðmundur og HjörvarHannes og Henrik fengu fljótlega mjög vænlegt tafl og unnu örugglega. Hannes virðist vera í mjög góðu formi og teflir fantavel.

Andstæðingur Guðmundar jafnaði hins vegar taflið og þurfti hann meira að hafa fyrir sínum sigri en hafðist þó eftir tímahrakið. Guðmundur hefur nú tvær skákir í röð.

Héðinn tefldi langa teoríu sem að sögn Helga er jafnteflisleg og það varð raunin. Góður 3,5-0,5 sigur staðreynd.

Viðureign stelpnanna var spennandi. Lenka fékk fljótlega vænlegt tafl og vann mjög góðan sigur á fyrsta borði. Jóhanna lenti hins vegar í tómum vandræðum og tapaði fljótt og vel.

Davíð og HallgerðurHallgerður virtist vera að jafna taflið en ónákvæmni kostaði jafnteflið. Tinna átti skemmtilegustu skákina. Hún vann peð en lenti þess í stað með drottninguna á smá flandri. Henni tókst að lagfæra það og vann sigur eftir riddaraendatafl. 2-2 úrslit á móti Norðmönnum eru vel ásættanleg enda var Tiger Hillarp-Persson, liðsstjóri Norðmannanna ekki allt of ánægður með úrslitin.

Viðureignir dagsins

Andstæðingarnir í dag eru erfiðir. Í opnum flokki er það aðallið heimamanna. Lið er feykisterkt og er talið hið tólfta sterkasta hér. Þrír er fimm félagsmönnum liðsins voru Íslandsmeistarar með Víkingaklúbbnum og sá fjórði hefur teflt með Eyjamönnum!

Eins og kom fram í fyrri pistli hefur einu sinni áður teflt við Pólverja á EM. Það var árið 2007 á Krít. Þá unnum við mjög óvæntan 3-1 sigur á mjög sterkri pólskri sveit. Sú sveit er að 4/5 sú sama og er hér. Hannes vann Socko sem teflir í dag við Héðin, Héðinn vann Mitov (sem hvílir í dag) og Stefán vann Wojtaszek, sem er ekki með þeim í liðinu. Ég hef heyrt að hann sé meðal aðstoðarmanna á heimsmeistaraeinvíginu. Henrik tapaði fyrir Gajewski sem teflir nú við Hjörvar. Þetta verður erfið viðureign og vonandi náum við ásættanlegum úrslitum. Henrik hvílir. Pólverjar hafa tapað tveimur viðureignum í röð fyrir Aserum og Slóvenum.

Kvennaliðið mætir sveit Ítalíu. Við höfum einu teflt við þá á EM. Það var árið 2001 en þá töpuðum við Liðsstjórar spjalla - Davíð og Helgi0,5-1,5.  Við höfum mætt ítalskri sveit sex sinnum á Ólympíuskákmóti og erum þar undir 8-12. Höfum unnið tvo sigra, tapað þrisvar og gert eitt jafntefli. Ítalirnir unnu Englendinga 4-0 í síðustu umferð en töpuðu 1-3 fyrir Norðmönnum þar á undan. Jóhanna hvílir.

Baráttan

Frakkar eru í miklu stuði og unnu Tékka í gær. Þeir héldu sig við Bridge-ið í gær. Þeir eru einir efstir með 8 stig og mæta Ungverjum í dag. Ein átta lið hafa 6 stig og átta lið hafa 5 stig og þar á meðal eru Rússar, Armenar og Englendingar. Það getur því allt gerst.

Úkraínumenn unnu í gær nokkuð óvæntan 3-1 á Armenum. Marga sterka vantar í Úkraínu og má þar nefna Ivanchuk, Ponomariov og Eljanov.

Rússarnir flengdu Austurríki 4-0. Allir Rússarnir eru óaðfinnanlegir klæddir í jakkafötum nema Grischuk sem er yfirleitt bara klæddur í bol og gallabuxur.

Topalov og Caruana í gúanóinuTopalov er samt flottastur keppenda. Alltaf klæddur í toppföt og svo kjaftar á honum hver tuska við allt og alla og fer með gamanmál. Mætti honum í lyftunni í morgun - reyndar þá með heddsettið á að fullu og dillandi sér.

Pólverjar og Úkraínumenn leiða í kvennaflokki.

Norðurlandamótið

Það hefur ekki gengið vel hjá Norðurlandaþjóðunum. Í gær náði við forystunni í Norðurlandakeppninni - höfum 3 stig. Mótmæli okkar Róberts í gær hafa greinilega skilað árangri!

Finnur hafa reyndar einnig 3 stig og eru samt neðar í röðinni. Norðmenn og Danir hafa 2 stig. Ungu norsku ljóninNorðmenn unnu Wales í gær - en Danir töpuðu óþarflega stórt, 1-3, fyrir Hollendingum miðað við stöðurnar á borðinu.  Þessi lið mætast innbyrðis. 

Svíar reka lestina með 1 stig. Það stig náðu þér í fyrstu umferð gegn sjálfum Aserum! Mæta Makedóníumönnum í dag - sem er ein lakasta sveitin hér.

Sem fyrr er öll Norðurlöndin í „gúanóinu". Mikilvægasta viðureignin í gúanóinu verður samt að teljast viðureign Skotlands og Wales - tvö lökustu liðin og baráttan um Bretland!

Rútínan

Dagurinn í gær var nokkuð óvenjulegur eins og áður hefur komið fram.  Umferðin byrjaði síðar vegna mótmæla fyrir utan. Mér skilst meira að segja að um mótmælin hafa verið fjallað í 10-fréttum RÚV (ca. 3 mín) í gær.

Mér sjálfum fannst rútínan fara svolítið úr skorðum við þessa breytingu enda kom pörunin ekki fyrr en miðnætti. Á morgun er svo frídagur og þá stefnum við skoðunarferð (kastali eða höll - stelpurnar ráða!). Auk þess ætlar SÍ að bjóða hópnum í mat.

Mótið

Socko brosmildur fyrir skákina gegn HéðniÉg hef áður sagt frá góðum aðstæðum. Í rými frammi á skákstað er frítt vatn og kaffi. Þar er hægt að fá úrvals pólskt latté með karamellubragði sem ég er alvegin fallinn fyrir.

Í miðrýminu er stundum svolítið hávaði og berst hann sérstaklega inn í kvennasalinn sem stelpurnar hafa verið tefla í. Ein enska konan varð alveg brjáluð í gær - gekk fram og öskraði „Respect" svo undir tók í! Það hélt í einhvern tíma.

Enska liðinu hefur gengið hræðilega hefur 0 stig og 0 vinninga eftir 4 umferðir. Liðið er engu að síður 23. sterkasta af 32.

Samkvæmt lögum eiga víst mótshaldarar réttinn á því að sýna skákir beint og hafa barið á þeim semWales og Skotland - Slagurinn um Bretland! ekki hafa samið við þá um sýningarréttinn t.d. Chessbomb og ICC. Þeir fyrrnefndu hafa a.m.k. hætt að sýna skákirnar beint sem þýtt hefur aukið álag á netþjónana hér sem hefur þurft að bregðast við. Þessi útsendingarbúnaður, sem fenginn er frá Bundesliga, er annars frábær og að mínu mati mun betri en Chessbomb.

Nóg í bili. Pistill morgundagsins verður án efa í styttra og/eða í síðari lagi vegna frídagsins.

Kveðja frá Varsjá,
Gunnar

 


Heimsmeistaraeinvígið: Enn eitt jafntefli - en samt líflegra

Anand og CarlsenÞriðja skák heimsmeistaraeinvígis Carlsen (2870) og Anand (2775) var töluvert tilþrifameiri en skákirnar hingað til. Carlsen tefldi 1. Rf3 og fékk ekkert út úr byrjuninni og fékk Anand betra tafl ef eitthvað var. 

Smá saman náði samt Carlsen að jafna taflið aftur og var jafntefli samið eftir 51 leik. Staðan er 1,5-1,5. Fjórða skákin fer fram á morgun og hefst kl. 9:30. 



Björn Þorfinnsson með fjöltefli á krakkaæfingu Víkingaklúbbsins

Björn ÞorfinnssonAlþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinsson einn stigahæsti íslenski skákmaður Víkingaklúbbsins verður með fjöltefli í Víkinni Víkingsheimilinu í dag miðvikudagin 13. nóvember kl. 17.10-18.30.  Allir krakkar velkomnir að tefla við meistarann meðan næg töfl eru til staðar (öruggast að taka tafl og dúk með sér).  Víkingaklúbburinn og Knattspyrnufélagið Víkingur hafa verið með barnaæfingar kl. 17.10 á miðvikudögum í vetur, en síðusta æfingin fyrir jólafrí verður miðvikudaginn 11. desember (jólamót).

Einar Hjalti atskákmeistari Reykjavíkur og GM Hellis

Einar HjaltiEinar Hjalti Jensson sigraði á vel skipuðu Atskákmóti Reykjavíkur sem sem lauk í gærkvöldi með 5,5 vinning í sex skákum. Einar Hjalti sigraði Guðmund Gíslason í spennandi skák í næstsíðustu umferð og tryggði svo sigurinn með jafntefli við Ögmund í lokaumferðinni. Einar Hjalti er einnig félagsmaður í GM Helli og varð einnig Atskákmeistari GM Hellis á suðursvæði og gekk því út með tvo titla í farteskinu.

Jafnir í öðru og þriðja sæti með 5 voru svo Ögmundur Kristinsson og Dagur Ragnarsson með 5 vinninga.

Lokastaðan á Atskákmóti Reykjavíkur

RöðNafnVinn.TB1TB2TB3
1Einar Hjalti Jensson5,5221519
2Ögmundur Kristinsson 5231518
3Dagur Ragnarsson 5181213
4Guðmundur Gíslason 4,5251717
5Vigfús Vigfússon4231512
6Andri Grétarsson4201312
7Felix Steinþórsson3,520138,8
8Hjálmar Sigurvaldason3,517118,3
9Oliver Jóhannesson322158
10Gunnar Nikulásson321147,5
11Jon Olav Fivelstad 319137,5
12Kristján Halldórsson316114
13Bárður Örn Birkisson31595
14Björn Hólm Birkisson2,5159,52
15Hermann Ragnarsson2,5139,53,3
16Loftur Baldvinsson219143
17Árni Thoroddsen218123
18Óskar Víkingur Davíðsson215111
19Hörður Jónasson1159,50
20Brynjar Haraldsson01390
21Björgvin Kristbergsson0138,50

Mótstföflu má finna á Chess-Results.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband