Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Töp fyrir Búlgaríu og Slóveníu með minnsta mun

Bæði íslensku liðin töpuðu í sjöundu umferð EM landsliða sem fram fór í dag. Í opnum flokki tapaði liðið með minnsta mun fyrir Búlgörum þar sem Topalov var á fyrsta borði. Hannes Hlífar vann, Henrik gerði jafntefli en Héðinn og Hjörvar töpuðu. Í kvennaflokki tapaði íslenska liðið sama mun. Elsa María vann, Hallgerður Helga gerði jafntefli en Lenka og Tinna Kristín töpuðu.

Íslenska liðið í opnum flokki hefur 5 stig og er í 28. sæti og enn næstefst Norðurlandanna þrátt fyrir tap. Frakkar eru efstir með 12 stig. Aserar og Armenar koma næstir með 11 stig.

Í kvennaflokki er íslenska liðið í 30. sæti. Úkraínukonur eru efstar með 13 stig. Armenar eru aðrir með 11 stig.


Magnus Carlsen vann fimmtu skákina!

Anand og CarlsenMagnus Carlsen (2870) vann fimmtu skák heimsmeistaraeinvígins gegn Vishy Anand (2775). Norðmaðurinn fékk örlítið betra tafl út úr byrjunni. Anand lék ónákvæmt í 45. leik sem Magnús nýtti sér vel og vann skákina 13 leikjum síðar. Staðan er nú 3-2.

Sjötta skákin fer fram á morgun og hefst kl. 9:30.

EM-pistill nr. 6 - Danir lagði - Héðinn teflir við fyrrum heimsmeistara

 

Héðinn undirbýr fyrir að leika

Danir voru lagðir í gær. Einhvern er það þannig að fátt er skemmtilegra að vinna en Dani. Héðinn  vann mjög góðan sigur á fyrsta borði gegn Sune Berg Hansen þar sem góður undirbúningur fyrir skákina skilaði sér mjög vel. Öðrum skákum lauk með jafntefli. Hannes Hlífar þurfti að verjast vel og til að tryggja jafntefli í sinni skák og þar með sigur gegn Dönum. Stelpurnar gerðu 2-2 jafntefli  við Finna þar sem Lenka og Hallgerður unnu á fyrsta og öðru borði.

 

Viðureignir gærdagsins

Íslenska liðiðFyrir viðureignina var líklegt að um yrði að ræða jafna og skemmtilega viðureign. Það gekk eftir. Liðin eru mjög áþekk af styrkleika. Mesti stigamunur á milli manna voru 35 skákstig

Ekkert tap var gremjulegra fyrir okkur á EM 2007 en tapið fyrir Dönum. Og mig grunar að þeir vilji tapa fyrir flestum öðrum en okkur.

Henrik var fljótur að jafna taflið á fjórða borði gegn Mads Andersen. Jafntefli samið um leið og 40 leikjum var náð - en það má ekki semja fyrr. Hjörvar náði smá frumkvæði gegn Allan Stig Rasmussen en ekki nóg að til að vinna. Þráteflt.

Héðinn átti skák dagsins á fyrsta borði gegn Sune Berg Hansen. Héðinn var bersýnilega afar vel undirbúinn og á einum punkti hafði hann 1.13 eftir á klukkunni á meðan Sune hafði aðeins 0.22.  Héðinn saumaði jafnt og þétt að Sune og hafði sigur. Mjög góð skák.

Þá sátu bara Hannes Hlífar og Davor Palo eftir. Palo var peði yfir í endatafli með drottningar og Skellihlegið við upphaf umferðarmislita biskupa. Palo fann enga leið til að vinna og jafntefli samið eftir ríflega 90 leiki.

Lars Schandorff fjallar um viðureignina á heimasíðu danska skáksambandsins undir fyrirsögninni  Vikingeskak.

Þar segir meðal annars:

Island lugtede blod, da det blev klart, at de skulle op imod Danmark i sjette runde af EM. Der er nok ingen, de hellere vil slå end os......

Det mest mærkelige, når man møder Island er, at de har Henrik Danielsen med. Det er i hvert fald lidt kunstigt for os, der har kendt ham helt tilbage fra juniortiden. De problemer har Mads ikke. For ham er Danielsen bare islænding......

Facit: Et irriterende 2½-1½ nederlag.

Ísland-FinnlandStelpurnar gerðu 2-2 jafntefli við Finna. Þriðja jafntefli okkar í keppninni. Lenka og Hallgerður unnu góða sigra á fyrsta og öðru borði og sérstaklega ánægjulegt að sjá Hallgerði fara í gang en hún hefur verið ófarsæl á mótinu - ekki með jafn marga vinninga og stöðurnar hafa boðið upp á.

Jóhanna og Elsa áttu hins vegar ekki góðar skákir. Jóhanna lék af sér manni og Elsa tefldi heldur ekki sannfærandi.

Viðureignir dagsins

Við mætum Búlgörum í dag. Þeir hafa oft verið sterkari og í lið þeirra vantar nokkra lykilmenn þar á meðal Cheparinov og Georgiev. Fyrsta borðs maðurinn Topalov er samt ekki árennilegur!

Við höfum aðeins mætt þeim einu sinni á EM. Það var árið 2003. Þá töpuðum við 1-3. Þröstur og Stefán gerðu jafntefli á 1. og 2. borði.

Við höfum hins vegar mætt þeim tíu sinnum á Ólympíuskákmóti, síðast árið 1988. Höfum unnið þá Helgi og Hannesþrisvar, tapað fimm sinnum og tvö jafntefli.  Staðan er 17,5-22,5.

Stelpurnar mæta sveit Slóveníu. Þeir hafa aldrei mætt þeim áður á EM en þrívegis á Ólympíuskákmóti á árunum 2002-2008. Okkur hefur gengið illa á móti ávallt tapað. Skorið er 2-8.

Toppbaráttan

Frakkar halda áfram með sparihliðarnar. Þeir unnu Grikki í gær og leiða með 11 stig af 12 mögulegum. Aserar sem unnu Georgíumenn eru komnir í annað sæti með 10 stig. Rússar sem unnu Rúmena naumlega og Armenar sem sigruðu Ungverja eru í 3.-4. sæti með 9 stig.

HenrikÞað er engin smá pörun í dag því annars vegar mætast Aserar og Frakkar og hins vegar Rússar og Armenar.

Úkraínukonur eru efstar í kvennaflokki með 11 stig. Armenía, Georgía og Pólland I og III eru í 2.-5. sæti með 9 stig. Pólland I vann óvæntan sigur á Rússum.

Norðurlandamótið

Við erum í öðru sæti á Norðurlandamönnum - með jafn mörg stig og Svíar.

Opinn flokkur (heildarkeppni - upphafleg röð)

  • 1. (26-25) Svíþjóð 5 stig (51,0)
  • 2. (29-28) Ísland 5 stig (43,0)
  • 3. (31-26) Danmörk 4 stig
  • 4. (34-32) Finnland 3 stig
  • 5. (36-36) Noregur 2 stig

Svíar mæta Póllandi (Futures), Danir Lettum, Finnar Wales-verjum og Norðmenn Makedóníumönnum.

Við erum einnig í öðru sæti í kvennakeppninni.

Kvennaflokkur (heildarkeppni - upphafleg röð)

  • 1. (24-29) Noregur 5 stig
  • 2. (29-32) Ísland 3 stig
  • 3. (32-31) Finnland 2 stig

Hitt og þetta.

Aðalfundur ECU er á morgun og er komin ákveðin spenna í loftið. Hinn mjög svo umdeildi Georgíumaður, Zurab Azmaiparashvili, mun á morgun tilkynna umframboð sitt sem nýr forseti ECURússland - Armenía en kosningarnar fara fram á næsta ári í Tromsö. Talið er að Kirsan-fólið muni styðja hann. Mögulegt er að harkalega verði sótt að Daniliov, núverandi forseta ECU, á fundinum og verð ég var við taugatitring í þeim herbúðum.

Margeir Pétursson kom til Varsjár í gær og verður hér til morguns. Margir skákmenn hér þekkja Margeir og heilsa kappanum innilega.

Mikil kosningabarátta er um EM ungmenna 2015. Þrjú lönd sækjast eftir mótinu en það eru Slóvenía, Króatíu og Ísrael. Slóvenar eru ekki taldir hafa mikla möguleika og baráttan á milli Króatíu og Ísrael.

Króatarnir króuðu mig af í morgun til að ræða málin - hluti tímans fór reyndar í spjall um fótbolta! Næsta verkefni mitt - eftir að hafa klárað pistilinn - er að ganga frá samningi við bar um að sýna okkur leikinn!

Kveðja frá Varsjá,
Gunnar


Viðureignir dagsins: Héðinn mætir Topalov!

Héðinn og Sune heilsast við upphaf skákarÞá eru viðureignir dagsins ljósar. Í opnum flokki mætum við sveit Búlgaríu sem er töluvert stighærri en okkar (2583-2524). Munar þar mestu að á fyrsta borði teflir fyrrum heimsmeistari í skák, Veselin Topalov (2774), níundi stigahæsti skákmaður heims. Héðinn Steingrímsson (2543) fær það verðuga verkefni að tefla við han.

Stelpurnar mæta sveit Slóvena sem er allnokkru sterkari en við (2132-1993).

Viðureignirnar hefjast kl. 14.

Opinn flokkur:

Búlgarar eru stigahærri á fyrsta og þriðja boði en við erum stigahærri á því fjórða. Jafn stigaháir menn á öðru borði.


Bo.21  BULGARIARtg-28  ICELANDRtg0 : 0
13.1GMTOPALOV, Veselin2774-GMSTEINGRIMSSON, Hedinn2543
13.2GMRUSEV, Krasimir2539-GMSTEFANSSON, Hannes2539
13.3GMPETKOV, Vladimir2570-IMGRETARSSON, Hjorvar Steinn2511
13.4IMDIMITROV, Radoslav2445-GMDANIELSEN, Henrik2502


Kvennaflokkur:

Við erum stigahærri á fyrsta borði en að öðru leyti er Slóvenar stigahærri. Munurinn er mestur á öðru borði.

Bo.27  SloveniaRtg-32  IcelandRtg0 : 0
15.1WGMSrebrnic, Ana2198-WGMPtacnikova, Lenka2238
15.2WGMKaps, Darja2221-
Thorsteinsdottir, Hallgerdur1951
15.3
Unuk, Laura1991-
Finnbogadottir, Tinna Kristin1882
15.4
Orehek, Spela2026-
Kristinardottir, Elsa Maria1819


Heimsmeistaraeinvígið: Fimmta skákin hafin

Anand og Carlsen

Fimmta skák heimsmeistaraeinvígis Carlsen (2870) og Anand (2775) hófst nú kl. 9:30 í morgun. Carlsen hefur hvítt og hóf leikinn að þessu sinni með 1. c4 en skákin hefur nú farið í farveg drottningarbragðs. 

Hægt er að fylgjast með einvíginu á ýmsum skákmiðlum. Hér að neðan má sjá nokkra þeirra.


Jón Árni og Kristinn Jón efstir á Skákþingi Garðabæjar

Jón Árni Halldórsson (2193) og Kristinn Jón Sævaldsson (1758) eru efstir á Skákþingi Garðabæjar með 3,5 vinning að lokinni fjórðu umferð mótsins sem fram fór í gærkvöldi. Árangur þess fyrrnefnda kemur ekki á óvart en það gerir hins vegar árangur Kristins Jóns sem hefur lítið teflt síðustu misseri og hefur m.a. unnið Jóhann H. Ragnarsson (2037) og gert jafntefli við Jón Árna.

Jóhann, Gylfi Þórhallsson (2154), Siguringi Sigurjónsson (1964) og Loftur Baldvinsson (1923) koma næstir með 3 vinninga.

Mótstöflu a-flokks má finna á Chess-Results.  

Brynjar Bjarkason (1179) er efstur í b-flokki með 3,5 vinning. 

Mótstöflu b-flokks má finna á Chess-Results.

 


Grænlandsmótið í Vin á mánudaginn!

3a

Vinaskákfélagið býður öllum skákunnendum, háum sem lágum, til skákmóts í Vin, Hverfsgötu 47 á mánudaginn klukkan 13. Mótið er tileinkað skáklandnáminu á Grænlandi, og verðlaun eru ómetanlegir dýrgripir um Grænland.

Verðlaunabikarinn er heldur ekki af verri endanum: Dásemdarinnar steinn frá elsta landi í heimi.

Tefldar verða sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Í verðlaun eru djásn frá Grænlandi og auk þess bækur frá undralandinu í vestri, sem vinir okkar í Bókinni leggja til. Þá mun Flugfélag Íslands, sem sinnir samfélagslegri ábyrgð á Grænlandi af mikilli alúð, leysa vinningshafa út með hlýjum vetrarhúfum.

 Heiðursgestur mótsins verður Vigdís Hauksdóttir alþingismaður, formaður fjárlaganefndar og virkur og áhugasamur félagi í Vest-norræna þingmannasambandinu.  


EM: Sætur sigur gegn Dönum!

Héðinn og Sune heilsast við upphaf skákarFátt er skemmtilegra á skákmótum en að leggja af Dani að velli. Það gekk eftir í sjöttu umferð EM landsliða sem fram fór í Varsjá í dag. Viðureigninni lauk með 2,5-1,5 sigri okkar manna. Héðinn Steingrímsson vann Sune Berg Hansen í afar vel tefldri skák á fyrsta borði.

Öðrum skákum lauk með jafntefli. Hannes Hlífar var allan tíma í vörn gegn Davor Palo á öðru borði en var vandanum vaxinn. Hjörvar Steinn hafði lengi eitthvað betra gegn Allan Stig Rasmussen á þriðja borði en komst lítt áleiðis og þráteflt. Henrik Danielsen hélt auðveldlega jafntefli á fjórða borði gegn Mads Anderson. Virkilega sætur sigur á Dönum sem eru eilítið sterkari en við á pappírnum.

Íslendingar eru nú efstir Norðurlandanna með 5 stig ásamt Svíum sem unnu stórsigur á Skotum.

Kvennaliðið gerði 2-2 jafntefli gegn Finnum. Lenka og Hallgerður Helga unnu góða sigra á fyrsta og öðru borði en Jóhanna Björg og Elsa María töpuðu á því þriðja og fjórða.

Frakkar eru sem fyrr efstir í opnum flokki en þeir unnu Grikki í kvöld. Úkraínukonur eru efstir í kvennaflokki en þar unnu Pólverjar óvæntan sigur á Rússum.

Nánari umfjöllun um stöðu mála verður í pistli morgundagsins.


EM-pistill nr. 6 - Norðurlandaslagir í dag

 

Kátur hópur

Andstæðingar dagsins  eru Danir og Finnar. Um er að ræða afar mikilvægar viðureignir fyrir bæði lið. Tapist viðureignarinnar eru bæði liðin svo sannarlega komin í botnbaráttuna. Vinnist þær hins vegar  er farið að styttast í miðjuna. Í gær bauð Skáksambandið íslenska hópnum út að borða og var hlegið dátt og skemmt sér.

 

Danirnir

Skellihlegið við upphaf umferðarÍ opnum flokknum mætum við sveit Dana. Hún er eilítið sterkari en við á pappírnum en okkar sveit með meðalstigin 2535 á móti 2524 meðalstigum okkar. Þetta er semsagt 50-50 mats.

Sune Berg Hansen (2563) á fyrsta borði hefur verið í stuði og er með 2,5 vinning í 4 skákum. Varamaðurinn, Mads Andersen (2499), hefur teflt allar skákirnar hefur hlotið 3,5 vinning í 5 skákum. Öðrum hefur ekki gengið jafn vel.  Henrik fær það verkefni að tefla við Andersen en Henriki hefur oft gengið vel gegn fyrrum löndum sínum.

Hitti Danina við morgunverðaborðið og heilsaði þeim. Danirnir - Lars Schandorff fylgist með meðTilkynnti þeim að ég væri mjög bjartsýnn fyrir daginn. Fékk svarið „why" og svo rak Schandorff upp skellihlátur.

Við höfum aðeins eini sinni mætt þá á EM áður. Það var árið 2007 í næstsíðustu umferð en sú viðureign tapaðist 1,5-2,5. Ég var þá liðsstjóri og var það tap afar svekkjandi . Peter Heine Nielsen vann þá Hannes en en öðrum skákum lauk með jafntefli. Þetta var síðasta skipti sem Heine tefldi með danska landsliðinu.

Héðinn hafði unnið tafl gegn Sune (þeir mætast einmitt í dag) en lék henni niður í jafntefli. Þröstur var nærri sigri á fjórða borði á Karsten Rasmussen en náði ekki að vinna. Henrik tefldi þá við Lars Schandorff, sem nú er liðsstjóri þeirra, og gerðu þeir stutt jafntefli. Sune er eini Daninn sem enn er í danska liðinu. Jú og svo er Lars liðsstjóri. Okkur tókst hins vegar að gíra okkur upp eftir þetta svekkjandi tap og vinna Finna í lokaumferðinni og náðum 20. sæti sem er næstbesti árangur sem íslenskt lið hefur náð á EM.

Slegið á létti strengi við upphaf umferðarVið höfum hins vegar mætt Dönum þrettán sigur á Ólympíuskákmóti. Síðasta árið 1992. Þá vannst sigur 3-1. Þá tefldi ungur alþjóðlegur meistari, Henrik nokkur Danielsen, á fjórða borði fyrir þá og gerði jafntefli við Jón L. Árnason. Helgi Ólafsson vann Erling Mortensen á fyrsta borði. Við leiðum samtals 26,5-25,5 gegn Dönum á Ólympíuskákmóti. Höfum unnið þá fimm sinnum, gert fjögur jafntefli og tapað fjórum sinnum.

Finnarnir

Viðureignin í kvennaflokknum er ekki síður mikilvæg upp á Ísland-Finnlandlokastöðu liðsins. Eins og áður hefur fram erum við með stigalægsta liðið (1993). Finnir eru með næststigalægsta liðið (2030). Ef einhvern tíma er góður tími til að knýja fram sigur er það einmitt í dag. Finnum hefur ekki gengið vel á mótinu og eru neðstar með 1 stig.

Helsti gallinn við mögulegan sigur stelpnanna er að ég er búinn að lofa því að borða sultu-búðing hér sem hreint ógeðslegur við hvert stig þeirra.

Við höfum aldrei mættum Finnum á EM. Við höfum hins vegar mætt þeim tvívegis á Ólympíuskákmóti, 1982 og 2004. Unnum í fyrra skiptið en töpuðum í það síðara.

Toppbaráttan

Frakkarnir Bacrot og Vachier-LagraveEftir daginn í dag gætu línur að skýrast. Munu Frakkar halda áfram sigurgöngu sinni? Þeir fá í dag Grikki, sem eru sýnd veiði, en alls ekki gefin.

Munu Rússarnir koma að hlið? Þeir fá Rúmeníu í dag. Armenar fá hins vegar sterka Ungverja. Svo er það viðureign Úkraínu og Englands þar sem allt getur gerst.  Nauðsynlegt er fyrir þessi lið að vinna ætli þau að blanda sér í baráttuna.

Núverandi Evrópumeistarar, Þjóðverjar, sem áttu mót lífs Rússanir - allir jakkafataklæddir nema einn!síns í fyrra, gengur ekki vel. Þeir eru aðeins í 25. sæti og eru komnir til okkar í gúanóið. Það er reyndar athyglisvert að aðeins einn landsliðsmanna þeirra, Georg Meier, er fæddur í Þýskalandi. Hinir fjórir fengu skákuppeldið sitt að hluta til frá gömlum Sovét-lýðveldum; Lettlandi (2), Rússlandi og Georgíu.

Það er einhvern þannig að það er alltaf mikið meira um óvænt úrslit á EM heldur en á Ólympíuskákmótinu og oft mun algengara að allra stigahæstu liðin vinna ekki EM en gerist á Ól. Hollendingar hafa t.d. unnið EM tvisvar, Englendingar einu sinni og Þjóðverjar einu sinni. Töluverðar líkur eru einnig á óvæntum úrslitum í ár miðað við stöðuna nú.

Norðurlandamótið

Danir náðu forystunni á Norðurlandamótinu með 4-0 bursti á Norðmönnum í fimmtu umferð. Lars Schandorff skrifar um viðureignina á heimasíðu danska skáksambandsins og heitir greinin; Hvor var Magnus?

Staðan (heildarkeppni - upphafleg röð)

  • 1. (29-26) Danmörk 4 stig
  • 2. (31-25) Svíþjóð 3 stig (33,0)
  • 3. (32-28) Ísland 3 stig (30,5)
  • 4. (34-32) Finnland 3 stig (21,0)
  • 5. (36-36) Noregur 2 stig

Hjörvar bregður á leik!Eins og sjá má eru öll liðin neðar en upphafleg röð gerir ráð fyrir - nema Norðmenn sem eru á sama stað.

Svíar fá Skota og verða væntanlega komnir með 5 stig eftir umferðina. Finnar fá sterka austurríkismenn og Norðmenn fá Belga sem eru með eitt slakasta lið keppninnar rétt eins og þeir.

Í kvennaflokki eru Norðmenn að stinga af en þeir unnu Slóvena 3-1 í gær. Finnar töpuðu fyrir Englendingum sem eru þá loks komnir af blað.

Staðan (heildarkeppni - upphafleg röð)

  • 1. (19-29) Noregur 5 stig
  • 2. (29-32) Ísland 2 stig
  • 3. (32-31) Finnland 1 stig

Frídagurinn

Í gærkvöldi bauð Skáksambandið fulltrúum landans út að borða. Borðað var á mexíkönskumTinna og Davíð veitingastað sem hét Frida. Skemmtilegt kvöldstund.  Myndir frá henni má finna hér.

Hitt og þetta.

Á laugardaginn fer fram aðalfundur (General Assembly) Evrópska skáksambandsins. Hingað eru farnir að streyma að hinir og þessir forystumenn evrópskar skákar vegna þess.

Kosningabarátta er í gangi um EM ungmenna 2015. Ísraelsmenn leggja mikla áherslu og hafa sett upp bás en þeir sækjast eftir að fá keppnina til Jerúsalem en skáksamband þeirra á þá 80 ára afmæli. Einnig sækjast Króatía og Slóvenía eftir keppninni. Ég hef ekki hugmynd um hver hefur sigur og á eftir að setja mig betur inní umsóknirnar áður en ég ráðstafa atkvæði Íslands

IO/IA/FT Róbert LagermanÉg verð var við það að sé spenningur fyrir EM 2015 og hafa sumir skákstjórar komið á framfæri áhuga sínum við mig að koma til landsins.

Hér í Varsjá er nú þoka yfir öll - skyggni lélegt af 24. hæðinni. Skítkalt eða aðeins 4 gráður.

Í kvöld kemur óvæntur íslenskur gestur til Varsjár. Meira um það síðar.

Á morgun stefnum við á að horfa á leik Íslands og Króatíu og segjast Omar og Róbert hafa náð samkomulagi við bar hér í nágrenninu. Spurning hvort við bjóðum Króötunum að koma með okkur!

Kveðja frá Varsjá,
Gunnar


Viðureignir dagsins: Danmörk og Finnland

Það eru mikilvægar viðureignir í báðum flokkum á EM landsliða í dag. Liðið í opnum flokki mætir sveit Dana og kvennaliðið mætir sveita Finna. Viðureignirnar hefjast kl. 14.

Opinn flokkur:

Guðmundur hvílir hjá okkur en Jakob Vang Glud hjá Dönunum. Við erum stigahærri á 3. og 4. borði en stigalægri á 1. og 2. borði. Munurinn á milli manna er hvergi meira en 25 stig svo búast má við afar spennandi og jafnri viðureign

Bo.28  ICELANDRtg-26  DENMARKRtg0 : 0
15.1GMSTEINGRIMSSON, Hedinn2543-GMHANSEN, Sune Berg2563
15.2GMSTEFANSSON, Hannes2539-GMPALO, Davor2553
15.3IMGRETARSSON, Hjorvar Steinn2511-GMRASMUSSEN, Allan Stig2486
15.4GMDANIELSEN, Henrik2502-IMANDERSEN, Mads2499


Opinn flokkur:

Tinna Kristín hvílir hjá kvennaliðinu en Finnarnir hvíla sinn varamenn. Við erum stigahærri á fyrsta borði en Finnarnir stigahærri á öðrum borðum.  Það má því einnig búast hér við jafnri og spennandi keppni.

 

Bo.32  IcelandRtg-31  FinlandRtg0 : 0
16.1WGMPtacnikova, Lenka2238-WIMTuominen, Tanja2105
16.2
Thorsteinsdottir, Hallgerdur1951-WFMSavola, Laura2076
16.3
Johannsdottir, Johanna Bjorg1901-WFMPuuska, Heini1982
16.4
Kristinardottir, Elsa Maria1819-
Rautanen, Sari1956

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 16
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 184
  • Frá upphafi: 8779122

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband