Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2013

Skemmtikvöld ungmenna fer fram 30. nóvember

Skákskólinn og Skákakademían efna til skemmtikvölds fyrir ungmenni fćdd 1990-1999.

Skemmtikvöldiđ fer fram á sal Skákskóla Íslands laugardaginn 30. nóvember.

Dagskrá:

Fyrirlestur: Hjörvar Steinn Grétarsson.

Fyrirlestur: Björn Ţorfinnsson.

Matarhlé.

Hrađskákmót í "Heilinn og höndin".

Hjörvar Steinn Grétarsson er nýjasti stórmeistari Íslendinga. Hann mun í fyrirlestri sínum fjalla um skákferil sinn og hvađ ţarf til ađ ná árangri í skák.

Alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson hefur mikla reynslu af ţátttöku á opnum alţjóđlegum mótum víđa um heim auk ţess ađ hafa skipulagt fjölmörg skákmót innanlands. Hann mun í fyrirlestri sínum fjalla um ţátttöku á alţjóđlegum skákmótum. Hvađa mót eru í bođi? Ađ hverju ţarf ađ huga varđandi ţátttöku? Hvernig er best ađ halda kostnađi niđri og svo framvegis.

Húsiđ opnar klukkan 19:30 og fyrirlestur Hjörvars hefst 20:00. Gert er ráđ fyrir ađ kvöldinu ljúki um miđnćtti.

Skráning á stefan@skakakademia.is eđa hjá Stefáni á facebook.

Verđ: 1000kr.

Öll međferđ áfengis bönnuđ.


EM-farinn: Henrik Danielsen - fjórđa borđi í opnum flokki

Henrik Danielsen stórmeistari verđur međ á Afmćlismóti Jóhanns Hjartarsonar í Trékyllisvík.Áfram er haldiđ međ kynningu á EM-förunum en mótiđ hefst á föstudaginn. Nú er kynntur til sögunnar Henrik Danielsen.

Nafn

Henrik Danielsen

Stađa

4. borđ í opnum flokki.

Aldur 

47

Félag

Taflfélag Vestmannaeyja

Skákstig

2502

Hvenćr teflt fyrst á EM landsliđa og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í EM landsliđa:

Ég er svo gamall ađ ég man ţađ ekki Wink!

Besta (og/eđa minnisstćđasta) skák sem ţú hefur teflt fyrir Íslands hönd (hvort sem er á EM, Ól eđa annars stađar) og smá umfjöllun um hana.

Mig langar ađ sýna skák frá seinasta móti The Nordic Championship. Ég var hvítur á móti Silas Espen Lund ţurfti virkilega ađ vinna. Ég átti mjög góđa skák og eftir ađ ég lék Bxf7 var hann í virkilegum vandrćđum.

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Viđ verđum ofar en seinast.

Hverjir verđa sigurvegarar EM (báđir flokkar)

Mörg liđ verđa í toppbaráttunni. En liđin sem vinna munu líka ţurfa heppni.

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir EM?

Líkamsrćkt og skák, einnig hef ég tekiđ ţátt í mörgum mótum undanfariđ sem og veriđ ađ kenna skák á Vestfjörđum.

Persónuleg markmiđ á mótinu.

Ađ gera mitt besta.

Eitthvađ ađ lokum?

Gerum okkar besta!

Samantekt EM-farans 2013:


Ný vefsíđa Fischer-seturs

Fischer-seturFischer-setriđ á Selfossi hefur sett upp glćsilega vefsíđu. Hana má nálgast hér ađ neđan. Hún verđur jafnframt á tenglasafninu hér til hliđar.

Fischer-setriđ

 


Skákir öđlingamóts

Fyrsta umferđ Vetrarmóts öđlinga fór fram sl. miđvikudagkvöld. Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir umferđarinnar sem fylgja međ sem viđhengi.

 


EM-farinn: Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir - öđru borđi í kvennaliđinu

Hallgerđur HelgaÁfram er haldiđ međ kynningu á EM-förunum en mótiđ hefst á föstudaginn. Nú er kynnt til sögunnar Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir.

Nafn

Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir

Stađa

2. borđ í kvennaliđinu

Aldur 

Tvítug

Félag

GM Hellir

Skákstig

1951

Hvenćr teflt fyrst á EM landsliđa og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í EM landsliđa:

Hef ekki áđur keppt á EM landsliđa.

Besta (og/eđa minnisstćđasta) skák sem ţú hefur teflt fyrir Íslands hönd (hvort sem er á EM, Ól eđa annars stađar) og smá umfjöllun um hana.

Ég tefldi ágćta skák á síđasta Ólympíumóti í ţriđju umferđ gegn konu frá Wales. Ţegar tíminn var farinn ađ minnka hjá okkur var orđiđ ljóst ađ ţessi skák kćmi til međ ađ skera úr hver ynni matchinn og stađan á borđinu var flókin. Ég fann sigurleikinn 27. Bh7+ međ innan viđ hálfa mínútu á klukkunni og Davíđ standandi stressađan fyrir aftan mig. Ég sá ţá ađ ţetta var komiđ og  viđureignin gegn ţeim velsku vannst.

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Viđ munum gera okkar allra besta en ţađ er erfitt ađ segja til um sćti enda mjög sterkt mót. Ég held ađ lokaniđurstađan eigi eftir ađ koma mörgum ánćgjulega á óvart.

Hverjir verđa sigurvegarar EM (báđir flokkar)

Ég hugsa ađ ţćr georgísku taki ţetta í kvennaflokknum og Armenarnir međ Aronian á fyrsti borđi vinni karlaflokkinn.

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir EM?

Ég hef veriđ dugleg undanfariđ ađ taka ţátt í skákmótum og fariđ vel yfir mínar skákir ţar. Einnig höfum viđ veriđ á vikulegum ćfingum hjá Davíđ + undirbúningur og stúderingar heima.

Persónuleg markmiđ á mótinu.

Hćkka á stigum.

Eitthvađ ađ lokum?

Áfram Ísland!

Samantekt EM-farans 2013:


Hrađkvöld GM Hellis í kvöld

Skákfélagiđ GM Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 4. nóvember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Skákţáttur Morgunblađsins: Skrýtnar myndir á skákborđi

Eftir fyrri helming Íslandsmóts skákfélaga hélt haustmót Taflfélags Reykjavíkur áfram og ţar hélst stađan hvađ varđar efsta sćtiđ óbreytt. Einar Hjalti Jensson vann sinn stćrsta sigur á ferlinum, hlaut 7 ˝ vinning úr 9 skákum. Á Norđurlandamótinu í skák sem haldiđ var í strandbćnum Köge í Danmörku tefldu fyrir Íslands hönd Henrik Danielsen og Guđmundur Kjartansson. Henrik hlaut 6 ˝ vinning og varđ í 3.-5. sćti en Guđmundur fékk 5 ˝ vinning og varđ í 15.-23. sćti. Norđurlandameistari varđ Svíinn Axel Smith.

Í lok síđustu viku hélt Víkingasveitin til Rhodos án nokkurra lykilmanna en ţó međ Hannes Hlífar, Björn Ţorfinnsson og Davíđ Kjartansson innanborđs. Hjörvar Steinn Grétarsson sem í haust gekk til liđs viđ Víkingana valdi ađ tefla fyrir hitt liđiđ sitt, ensku sveitina Jutes of Kent. Ţeir eru búnir ađ standa sig vel, Hannes međ 3 vinninga úr fjórum skákum og Hjörvar og Björn međ 2 ˝ vinning.

En á ţessu móti ţar sem saman koma margir af sterkustu skákmönnum heims hefur veriđ tefld ein furđuleg skák. Viđ nána skođun finnst varla rökréttur ţráđur. Samt eigast viđ öflugir stórmeistarar sem hitta á frábćra leiki. Morozevich sem er meistari sjónhverfinga leikur einum slćmum leik í byrjun og á undir högg ađ sćkja eftir ţađ. Og tilţrifin eru mögnuđ:

EM Rhodos 2013

Alexander Morozevich - Viktor Laznicka

Enskur leikur

1. g3 e5 2. c4 Rf6 3. Bg2 Rc6 4. Rc3 Bc5 5. e3 d5!? 6. cxd5 Rb4 7. Rf3!?

Býđur riddaranum til d3! Hér var öruggast ađ leika 7. d4 exd4 8. cxd4 Be7 o.s.frv.

7. ... Rd3+ 8. Ke2 Rxd5 9. Da4+

Vitaskuld ekki 9. Kxd3 Rxe3+ og vinnur.

9. ... Bd7 10. De4 R5b4 11. a3 Bc6 12. Dc4 b5 13. Dg4 Rc2 14. Dxg7 Hf8 15. Ha2?

Moro átti ýmsar vćnlegar leiđir í byrjun, t.d. 12. Rxe5 eđa jafnvel 13. Rxb5. En ţetta er fyrst beini afeikur hans og héđan í frá á hann undir högg ađ sćkja. Best var 15. Hb1.

g34rg2dp.jpg15. ... b4! 16. axb4 Rcxb4 17. Ha5 Dd6 18. Dg4 Bb6 19. Ha3 Hd8 20. Re4 De7?!

Missir af 20. ... Dg6! 21. dxg6 fxg6 22. Rg5 h6 23. Rh3 g5 24. g4 Rc5 og svartur á ađ vinna - „Houdini".

21. Df5?!

21. Rh4! skorđar f6-peđiđ betur. Baráttan í framhaldinu snýst um „blokkeringar" ađ hćtti Nimzowitch „og drottningunni hentar ekki vel ţađ hlutverk," skrifađi sá góđi mađur.

21. ... f6 22. Rh4 Bb5 23. Kf3?!

Kóngurinn leggur í óvissuferđ.

23. ... Rc2 24. Hxd3 Hxd3 25. Dh5 Kd8 26. Rf5 Db4 27. Kg4 Hd7

g34rg2dv.jpg28. Kh3 Bd3 29. Df3 c6 30. g4 h5 31. gxh5 Hh7 32. Reg3 Hfh8 33. e4 Dc4 34. Kh4 Kc7?!

Hann gat unniđ međ 34. .... Hxh5+! 35. Rxh5 Be2 o.s.frv.

35. b3 Dxb3 36. Bb2 Dxb2 37. Dxd3 Hd7 38. Df3 Rb4 39. Re3 Bxe3 40. dxe3 Rd3 41. Hd1?!

Hvítur gat leikiđ 41. Dxf6 sem heldur jafnvćgi.

41. ... a5 42. Bh3 Hd6 43. Dg4 Hhd8 44. Dg7 Kb6 45. h6 Dxf2 46. Hb1 Rb4 47. h7 Dxe3 48. Bf5 Hd2 49. Hh1 Dg5 50. Dxg5 fxg5 51. Kxg5 a4 52. Kf6 a3 53. Be6 H2d6 54. Rf5 Hxe6 55. Kxe6 Hh8 56. Kxe5 a2 57. Ha1 Hxh7 58. h4 Ha7 59. Re3 Kc5 60. Hc1 Kb5 61. Ha1 Ha3 62. Rf5 Kc4 63. h5 Rc2

Loks gat Laznicka andađ léttar. Ţessi stađa er auđunnin.

64. Hxa2 Hxa2 65. h6 Ha7 66. Kf6 Rd4 67. Re7 Ha1 68. h7 Hh1 69. Kg7 Re6 70. Kg8 Hg1 71. Kf7 Rg5 72. Kg6 Rxh7 73. Kxh7 c5 74. Rf5 He1

- og Morozevich gafst upp. Stórkostleg baráttuskák.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 27. október 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Oliver Aron, Jón Kristinn og Vignir Vatnar Íslandsmeistarar

 

Verđlaunahafar Unglingameistaramóts Íslands

 


Fyrr í dag lauk Íslandsmóti yngri flokka á Akureyri. Keppnin var bćđi spennandi og jöfn og uppskera heimamanna vel viđunandi. Á Unglingameistaramóti Íslands (20 ára og yngri) reyndist stigahćsti keppandinn, Oliver Aron Jóhannsson, drýgstur á lokasprettinum. Keppendur voru átta talsins og tefldu innbyrđis, allir viđ alla. Oliver vann í morgun skákina viđ helsta keppinaut sinn, Örn Leó Jóhannesson; tók ţá forystuna og lét hana ekki af hendi síđan. Hann fékk 6 vinninga úr 7 skákum; Örn Leó varđ annar og Jóhanna Björg Jóhannesdóttir ţriđja. Okkar menn, ţeir Andri Freyr og Logi Rúnar, höfnuđu í neđri helmingnum, en árangur ţeirra beggja var ţó viđunandi.

 

Verđlaunahafar 13 ára og yngri (nćstum ţví)

 

Teflt var í einum flokki um Íslandsmeistaratitil 15 ára og yngri og 13 ára og yngri. Ţar tók hinn bráđefnilegi Vignir Vatnar Stefánsson (f. 2003) úr TR forystuna snemma móts og virtist ćtla ađ vinna báđa titlana sem í bođi voru. Hann var efstur fyrir síđustu umferđ en mátti ţá lúta í lćgra haldi fyrir SA-manninum Óliver Ísak Ólasyni, en um 700 stig skilja ţá félaga ađ á stigalistanum. Ţetta voru tvímćlalaust óvćntustu úrslit mótsins og skiptu sköpum í toppbaráttunni. Viđ tapiđ hrökk Vignir niđur í annađ sćtiđ í 15 ára flokknum en sigur hans í 13 ára flokknum var ekki í hćttu. Hinsvegar naut félagi Ólivers, Jón Kristinn Ţorgeirsson góđs af ţessum úrslitum og skaust upp fyrir Vigni Vatnar.

 

Símon og Jón Kristinn

 

 

Efstir eftir ţessar sviptingar voru ţví ţessir (29 keppendur tefldu 9 umferđir):

15 ára og yngri:

Jón Kristinn Ţorgeirsson, SA      8

Vignir Vatnar Stefánsson, TR     7,5

Símon Ţórhallsson, SA               7

13 ára og yngri:

Vignir Vatnar Stefánsson, TR    7,5

Björn Hólm Birkisson, TR           6

Óliver Ísak Ólason, SA              6

Öll úrslit og lokastađa á Chess-results, fyrir Unglingameistaramótiđ hér og hina flokkana hér.


EM-farinn: Gunnar Björnsson - fararstjóri

Gunnar BjörnssonNafn

Gunnar Björnsson

Stađa

Fararstjóri

Aldur 

46 ára

Félag

GM Hellir

Skákstig

Lćkkandi

Hvenćr teflt fyrst á EM landsliđa og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í EM landsliđa:

Fór sem liđsstjóri áriđ 2007 á Krít ţar sem Ísland náđi mjög eftirtektarverđum árangri og var skákstjóri/fararstjóri áriđ 2011 á Porto Carras ţar sem Ísland varđ efst Norđurlanda.

Besta (og/eđa minnisstćđasta) skák sem ţú hefur teflt fyrir Íslands hönd (hvort sem er á EM, Ól eđa annars stađar) og smá umfjöllun um hana.

Hef nú lítiđ veriđ ţekktur fyrir taflmennsku í landskeppnum en tefldi ţó fyrir Íslands hönd nýlega í landskeppni viđ Fćreyja - viđ misjafnar undirtektir Wink!

Minnistćđasta skák í mín í landskeppni er sennilega gegn Andrew Metrick í Collins-keppninni hérlendis sennilega áriđ 1982. Skák sem var skýrđ í skákţćtti Jóns Ţ. Ţórs í RÚV en er ţví miđur týnd og tröllum gefin.

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Ég er bjartsýnn á gott gengi. Landsliđsmenn Íslands eru í góđum gír og hafa stađiđ sig vel undanfariđ. Spái ţremur-fimm sćtum upp fyrir skákstig í báđum flokkum.

Hverjir verđa sigurvegarar EM (báđir flokkar)

Rússar hafa veriđ í bölvuđu basli í landskeppnum lengi vel. Síđasti sigur ţeirra var á EM 2007. Ég spái áframhaldandi vandrćđagangi ţeirra og spái Armenum sigri í opnum flokki og Úkraínukonum í kvennaflokki.

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir EM?

Alls konar - verkefnaleysi í kringum landsliđsferđir hefur ekki veriđ vandamál!

Međal verkefna er ađ skipuleggja ferđaáćtlun, vera í sambandi viđ mótshaldara/liđsmenn/liđsstjóra/skákstjóra/landsliđsnefndarmenn, skipuleggja fréttaflutning, undirbúa ţátttöku á ECU-fundi og ađ vera tilbúinn ađ svara fyrir EM 2015. Einnig legg ég mikla áherslu á kynningu á Reykjavíkurskákmótinu 2014.

Mjög skemmtilegur undirbúingur enda hafa bćđi liđin á ađ skipa frábćrum liđsmönnum.

Persónuleg markmiđ á mótinu.

Gera mitt besta. Mun leggja mikla áherslu á góđa ţjónustu viđ skákáhugamenn. Ţá hef sérstaklega í huga góđan og stöđugan fréttaflutning af íslensku liđunum.

Eitthvađ ađ lokum?

Jákvćđni er lykillinn ađ velgengi. Skák er skemmtileg(ust)!

Samantekt EM-farans 2013:


EM-farinn: Guđmundur Kjartansson - varamađur í opnum flokki

gu_mundur_kjartansson_1209210.jpgÁfram er haldiđ međ EM-farann. Nú er kynntur til sögunnar, Guđmundur Kjartansson, sem er varamađur í opnum flokki.

Nafn

Guđmundur Kjartansson

Stađa

Varamađur í opnum flokki

Aldur 

25 ára

Félag

Taflfélag Reykjavíkur

Skákstig

2455

Hvenćr teflt fyrst á EM landsliđa og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í EM landsliđa:

Ţetta verđur í fyrsta skipti

Besta (og/eđa minnisstćđasta) skák sem ţú hefur teflt fyrir Íslands hönd (hvort sem er á EM, Ól eđa annars stađar) og smá umfjöllun um hana.

Ţađ var gaman ađ vinna Fedorchuk í fyrstu umferđ á EM einstaklinga í Póllandi fyrr á ţessu ári. Ég sá ađ hann var međ nýlega tapskák í 1.g3 svo ég ákvađ ađ senda honum skýr skilabođ međ ţví ađ leika ţví einnig og mátađi hann svo í rúmlega 30 leikjum. Svo mćttumst viđ aftur á Stórmeistaramóti TR og ţá ákvađ ég ađ leika 1... g6 og tókst reyndar ađ fá vinningsstöđu en skilabođin hafa greinilega ekki skilađ sér í ţađ skiptiđ og tapađi ég ađ lokum.

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Ég er ekki spámađur

Hverjir verđa sigurvegarar EM (báđir flokkar)

Rússar eru sigurstranglegastir í karla flokki, og líklega kvennaflokki án ţess ađ vita neitt um ţađ.

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir EM?

Ég hef veriđ ađ tefla mjög mikiđ síđan í byrjun sumars og ţess á milli hef ég veriđ ađ ćfa mikiđ sjálfur og vinna ađeins međ öđrum skákmönnum, ađallega Hannesi Hlífari. Svo núna upp á síđkastiđ höfum viđ liđsmenn veriđ ađ hittast ásamt Helga Ólafs.

Persónuleg markmiđ á mótinu.

Ađ mćta vel undirbúinn og gera mitt besta, ég veit ađ flestir íslenskir skákáhugamenn munu fylgjast međ mótinu af miklum áhuga svo ég held ađ ţađ verđi bara hvetjandi.

Eitthvađ ađ lokum?

Nei.

Samantekt EM-farans 2013:


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 11
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8779217

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband