Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2013
9.11.2013 | 11:32
Öđlingamótiđ: Skákir 2. umferđar
9.11.2013 | 09:42
Heimsmeistaraeinvígiđ er hafiđ!
Heimsmeistaraeinvígi Magnusar Carlsen (2870) og Vishy Anand (2775) er rétt nýhafiđ en ţađ hófst kl. 9:30. Magnus beitti Réti-byrjun međ hvítu mönnunum.
Hćgt er ađ fylgjast međ einvíginu beint á ýmsum stöđum. Fyrir ţá sem hafa ađgang norsku sjónvarpsstöđinni NRK ţá er ţar sýnt beint frá einvíginu.
Á vefsíđu mótsins er hćgt ađ fylgjast međ Lawrence Trent og Tania Sadchev međ skákskýringar. Bent er á vefsíđu VG (Verdens Gang) ţar sem sérfrćđingar spjalla og á Chessbomb.
9.11.2013 | 07:00
TORG-skákmót Fjölnis í dag
Skákdeild Fjölnis býđur öllum grunnskólanemendum ađ taka ţátt í hinu árlega TORG-skákmóti sem deildin heldur nú í 10. skiptiđ. Mótiđ verđur haldiđ n.k. laugardag, 9. nóvember kl. 11:00 - 13:00, í Foldaskóla í Grafarvogi. Ađ venju gefa fyrirtćkin í verslunarmiđstöđinni Hverafold alla vinninga, um 20 talsins. Auk ţess býđur NETTÓ Hverafold öllum ţátttakendum upp á ókeypis veitingar í skákhléi.
Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunarfresti. NETTÓ Hverafold gefur ţrjá glćsilega eignarbikara til keppninnar en flokkarnir eru, 1998 og yngri, 2003 - 2007 og stúlknaflokkur. Ţátttaka í mótinu er ókeypis og foreldrum velkomiđ ađ fylgjast međ.
Heiđursgestur mótsins verđur Hrafn Jökulsson skákfrömuđur sem nýkominn er til baka úr velheppnuđum Grćnlandsleiđangri Hróksins. Hrafn var einn af stofnendum skákdeildar Fjölnis og hefur stutt starfsemina frá fyrsta degi. Međal ţátttakenda verđa hinir nýbökuđu Íslandsmeistarar, Oliver Aron Jóhannesson (20)og Vignir Vatnar Stefánsson (13).
Skákstjórar verđa ţeir Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis og Páll Sigurđsson formađur TG. Í fyrra varđ metţátttaka á TORG skákmótinu og ţví eru vćntanlegir ţátttakendur hvattir til ađ mćta tímanlega til skráningar.
Spil og leikir | Breytt 5.11.2013 kl. 22:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2013 | 21:54
Heimsmeistaraeinvígiđ hefst kl. 9:30 í fyrramáliđ
Heimsmeistaraeinvígi Magnus Carlsen (2870) og Vishy Anand (2775) hefst kl. 9:30 í fyrramáliđ en ţađ fer fram í Chennai á Indlandi. Mikil spenna er fyrir einvígđ ţótt ađ flestir telji líkurnar vera áskorendans megin. Einvígiđ er margt um óvenjulegt ekki síst vegna ţess ađ heimsmeistarinn er tćpum mun 100 stigum stigalćgri en áskorandinn. Sennilega ţarf ađ leita aftur til einvígis aldarinnar 1972 í Reykjavík til ađ finna meiri skákstigamun.
Margar leiđir eru til ađ fylgjast međ einvíginu. Fyrir ţá sem hafa ađgang norsku sjónvarpsstöđunni NRK ţá er hćgt ađ fylgjast ţar međ einvíginu í beinni sjónvarpsútsendingu í umsjón sterka norskra skákmanna.
Einnig er bent á vefsíđu mótsins, vefsíđu VG (Verdens Gang) og Chessbomb.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2013 | 21:05
EM: Finnar og Ungverjar á morgun
Ţá er ljós pörun 2. umferđar EM landsliđa sem fram fer á morgun. Liđiđ í opnum flokki mćtir sveit Finna, sem er talin heldur lakari en okkar. Kvennaliđiđ fćr hins vegar verulegan sterkan andstćđing eđa sveit Ungverja. Ţar teflir á fyrsta borđi, Evrópumeistari kvenna Thanh Trang Hoang (2511) en auk hennar skipa sveitina m.a. hinar víđfrćgu Gara-systur.
Í opnum flokki voru Rúmenar eina liđiđ sem vann međ fullu húsi en ţeir tefldu viđ Wales-verja. Óvćntustu úrslit dagsins voru án efa sigur austuríkismanna á Hollendingum. Svíar voru eina Norđurlandiđ sem náđi stigi en ţeir gerđu jafntefli viđ ofurliđ Asera.
Í kvennaflokki voru Frakkar eina liđiđ sem vann međ fullu húsi en ţeir unnu Englendinga međ fullu húsi.
Íslenska liđiđ mćtir liđi Finna á morgun í opnum flokki eins og áđur sagđi. Ţađ liđ er eilítiđ lakara á pappírnum en ţađ íslenska. Međalstig ţess eru 2481 skákstig á móti 2524 skákstigum okkar liđs. Ţví er rađađ í 32. sćti en okkar liđi er rađađ nr. 28.
Liđ Finna skipa:
32. FINLAND (RtgAvg:2481 / TB1: 0 / TB2: 0) | ||||||
Bo. | Name | Rtg | FED | Pts. | Games | |
1 | GM | NYBACK Tomi | 2586 | FIN | 0.0 | 1.0 |
2 | IM | SIPILA Vilka | 2463 | FIN | 0.0 | 1.0 |
3 | IM | KARTTUNEN Mika | 2440 | FIN | 0.0 | 1.0 |
4 | IM | AGOPOV Mikael | 2435 | FIN | 1.0 | 1.0 |
5 | FM | EBELING Daniel | 2365 | FIN | 0.0 | 0.0 |
Kvennaliđiđ mćtir sveit Ungverja eins og áđur sagđi. Ţar er viđ mikiđ ofurefli ađ etja en međalstig ţess eru 2368 skákstig á móti 1993 skákstigum okkar liđs. Búast má viđ erfiđum róđri. Liđ Ungverja er taliđ ţađ áttunda sterkasta en íslenska liđiđ er taliđ ţađ 32. sterkasta.
Liđ Ungverja skipa:
8. Hungary (RtgAvg:2368 / TB1: 1 / TB2: 0) Captain: Hazay, Laszlo | ||||||
Bo. | Name | Rtg | FED | Pts. | Games | |
1 | GM | Hoang Thanh Trang | 2511 | HUN | 0.0 | 1.0 |
2 | WGM | Gara Ticia | 2350 | HUN | 0.0 | 1.0 |
3 | IM | Gara Anita | 2311 | HUN | 1.0 | 1.0 |
4 | WGM | Papp Petra | 2300 | HUN | 1.0 | 1.0 |
5 | WGM | Rudolf Anna | 2281 | HUN | 0.0 | 0.0 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2013 | 19:03
EM: Tap gegn Tékkum og Litháum
Bćđi íslensku liđin töpuđu í fyrstu umferđ EM landsliđa sem fram fór í Varsjá í dag. Liđiđ í opnum flokki tapađi 1,5-2,5 fyrir sterku liđi Tékka. Héđinn, Hannes og Hjörvar gerđu jafntefli en Guđmundur tapađi í sinni fyrstu skák fyrir íslenska landsliđiđ. Kvennaliđiđ tapađi fyrir sveit Litháa. Tinna Kristín vann laglegan sigur á fjórđa borđi en Lenka og Jóhanna Björg töpuđu. Hallgerđur Helga situr enn ađ tafli en ljóst ađ hún er ađ berjast fyrir jafntefli.
Enn er eitthvađ ađ óloknum skákum. Nokkur athyglisverđ úrslit hafa orđiđ. Svíar héldu jafntefli gegn Aserum og Búlgarar, sem hafa oft stillt upp sterkara liđi, gerđu jafntefli viđ ólympíumeistara Armena. Flest stefnir svo í óvćntan sigur Austurríkis á Hollendingum.
Nánari fréttir síđar í kvöld.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2013 | 15:30
EM landsliđa hafiđ - pistill nr. 1
EM landsliđa er rétt hafiđ hér í Varsjá í Póllandi. Skáksamband Íslands sendir ađ ţessu sinni liđ til keppni bćđi í opnum flokki og í kvennaflokki. Ţetta er í áttunda skipti sem skipti sem viđ tökum ţátt í opnum flokki en ađeins í ţriđja skipti sem viđ sendum liđ í kvennaflokki. Ţess má geta ađ EM landsliđa verđur haldiđ í Laugardalshöllinni í nóvember 2015 sem verđur stćrsta verkefni sem íslensk skákhreyfing hefur tekist á síđan einvígi aldarinnar var haldiđ hér 1972.
Í gćr lagđi hópurinn af stađ frá BSÍ um kl. 9:30 í bođi Kynnisferđa. Í hópnum voru 14 manns, ţađ er liđsmennirnir tíu, liđsstjórarnir, tveir skákstjórar og svo yđar einlćgur. Héđinn var kominn áđur frá Texas ţar sem hann stundar nám.
Ég og skákstjórarnir (Róbert og Omar) ćtlum međal annars spá í hvernig best sé ađ haga framkvćmdinni hérlendis áriđ 2015. Hvađ megi lćra af Pólverjum og hvađ megi gera betur.
Flogiđ var međ Norwegian Air til Osló og ţađan áfram til Varsjár og voru komin á hóteliđ sem jafnframt er keppnisstađur um kl. 22. Ţar virkar Internet um borđ sem var mikill lúxus.
Gripiđ var í spil í Osló og vorum viđ Davíđ ekki lengi ađ komast ađ ţví ađ viđ vćrum afburđaspilamenn.
Fínar ađstćđur á skákstađ en eins og venjulega er ólag á internetinu. Ţađ er venja fremur en hitt ađ internet sé í ólagi viđ upphaf stórmóta en svo lagast ţađ yfirleitt eftir 1-2 daga. Menn klikka sí og á ţví ađ skákmenn eru algjörir internet-nördar! Sjálfur hef ég juđast áfram á 3G-tengingu sem hefur virkar fínt. Nú reyndar ţegar umferđin er byrjuđ virkar netiđ fínt en ţađ gćti breyst aftur ţegar skákirnar fara ađ klárast!
Hóteliđ er í miđborg Varsjár og stutt í nćstu H & M - verslun sem vekur kátínu hjá hluta hópsins. Lesundum lćt ég eftir ađ giska á hvađa hluta.
Liđ Íslands í opnum flokki er:
- SM Héđinn Steingrímsson (2543)
- SM Hannes Hlífar Stefánsson (2539)
- SM Hjörvar Steinn Grétarsson (2511)
- SM Henrik Danielsen (2502)
- AM Guđmundur Kjartansson (2455)
Henrik hvílir í fyrstu umferđ. Guđmundur teflir sína fyrstu skák fyrir Íslands hönd og Héđinn teflir í fyrsta skipti í landskeppni sem fyrsta borđs mađur. Héđinn hefur reyndar áđur teflt á fyrsta borđi en bara ţá einstakar skákir ţegar Hannes hefur hvílt.
Liđsstjóri er Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák og skólastjóri Skákskóla Íslands.
EM landsliđa er afar sterkt mót og hlutfallslega mun sterkara mót en Ólympíuskákmótiđ ţví hér taka ţátt mun fćrri veikari ţjóđir. Íslenska liđinu er rađađ í 28. sćti af 38 sćtum á styrkleikalista keppendaţjóđanna međ međalstigin 2524 skákstig.
Flestir sterkustu skákmenn Evrópu taka ţátt en ţó vantar einstaka sterka skákmenn eins og Magnus Carlsen, sem er ađ tefla heimsmeistaraeinvígi viđ Anand, sem hefst á laugardaginn, og Vladimir Kramnik sem teflir ekki međ Rússum ađ ţessum sinni.
Ţrátt fyrir fjarveru Kramniks eru Rússarnir sterkastir á pappírnum (međalstig 2747) en í nćstum sćtum eru Ólympíumeistarar Armena (2715), Frakkar (2695), Úkraínumenn (2694) og Aserar (2693).
Rússarnir hafa ekki unniđ á mótinu síđan 2007 og hefur reyndar gengiđ bölvanlega í landsliđskeppnum síđustu ár ţrátt fyrir ađ vera iđulega stigahćstir. Ţeir hafa ekki sigrađ á Ólympíuskákmótinu síđan 2002. Ţjóđverjar urđu afar óvćnt Evrópumeistarar áriđ 2011.
EM-mótiđ var lengi ađ međ allt öđru fyrirkomulagi og fyrsta keppnisáriđ 1957 tóku ađeins fjögur liđ og til ađ byrja međ voru 10 manna liđ. Núverandi fyrirkomulag međ 4 manna liđ og 1 varamann byrjađi áriđ 1992 en síđan 1997 hefur mótiđ veriđ haldiđ á tveggja ára fresti. Íslendingar tóku ţátt áriđ 1992 en svo ekki aftur fyrr en áriđ 2001. Ágćtis grein um sögu mótsins má lesa á heimasíđu mótsins
Ţetta er í áttunda skipti sem viđ tökum ţátt í opnum flokki. Fyrst tókum viđ ţátt áriđ 1992 og endađi liđiđ í 13. sćti sem er besti árangurinn sem hefur náđst. Í fyrra lentum viđ í 26. sćti sem dugđi í efsta sćti í Norđurlandakeppninni. Viđ náđum mjög góđum árangri áriđ 2007 en ţó fóru Héđinn og Henrik mjög mikinn.
Viđ erum međ ţriđja besta Norđurlandaliđiđ samkvćmt skákstigum en fyrir ofan okkur eru Svíar (2539) og Danir (2535) en fyrir neđan okkur eru Finnar (2481) og Norđmenn (2312). Norska liđiđ er ákaflega sérstakt en ţađ skipa fjórir guttar" fćddir 1997-99. Simen Agdestein átti ađ leiđa hópinn en lenti víst í reiđhjólaslysi rétt fyrir mót. Norđmenn eru varamannslausir. Ég er hálf hissa ekki síst í ljósi ţess ađ ţeir halda Ólympíuskákmótiđ á nćsta ári.
Liđ Íslands í kvennaflokki:
- KSM Lenka Ptácníková (2238)
- Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1951)
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1901)
- Tinna Kristín Finnbogadóttir (1882)
- Elsa María Kristínardóttir (1819)
Ţetta er ađeins í ţriđja skiptiđ ađ Ísland sendir kvennaliđ á EM. Síđast gerđist ţađ í Gautaborg áriđ 2005.
Íslenska liđinu, sem hefur međalstigin 1993 er rađađ nr. 32 af 32 liđu svo búast má viđ erfiđari keppni í ár hjá stelpunum.
Ţar eru Úkraínukonur efstar (2498) en Rússar og Georgíukonur eru skammt undan (2491). Rússar hafa titil ađ verja.
Ţrjár Norđurlandaţjóđir taka ţátt í kvennakeppninni en auk okkar eru ţađ Norđmenn (2099) og Finnar (2030). Mađur saknar óneitanlega Dana og Svía.
Setning mótsins hófst kl. 14:30 (kl. 13:30) og tók fremur langan tíma. Ekki er teflt í einum sal heldur í nokkrum . Í ađalsalnum er 11 efstu viđureignirnar í opnum flokki og 9 í kvennaflokki. Hinum viđureignunum er skipt niđur á nokkra sali. Stelpurnar tefla í sal ţar sem ađeins ţrjár sveitir eru. Ţetta verđur öđruvísí Höllinni 2015 ţegar allir tefla í einum stórum sal.
Fullt af myndum fylgja og fćr Heimilistćki og Hlíđar Ţór Hreinsson miklar ţakkir fyrir ađ útvega góđ myndavél l í ferđina. Ţar eiga skákmenn ađ versla.
Góđ stemming er í hópnum sem ţakkar allar góđar kveđjur frá Íslandi.
Lćt ţetta duga í bili - stefni ađ daglegum pistlum frá skákstađ.
Kveđja frá Varsjá,Gunnar
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2013 | 13:00
TORG-mót Fjölnis á laugardaginn
Skákdeild Fjölnis býđur öllum grunnskólanemendum ađ taka ţátt í hinu árlega TORG-skákmóti sem deildin heldur nú í 10. skiptiđ. Mótiđ verđur haldiđ n.k. laugardag, 9. nóvember kl. 11:00 - 13:00, í Foldaskóla í Grafarvogi. Ađ venju gefa fyrirtćkin í verslunarmiđstöđinni Hverafold alla vinninga, um 20 talsins. Auk ţess býđur NETTÓ Hverafold öllum ţátttakendum upp á ókeypis veitingar í skákhléi.
Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunarfresti. NETTÓ Hverafold gefur ţrjá glćsilega eignarbikara til keppninnar en flokkarnir eru, 1998 og yngri, 2003 - 2007 og stúlknaflokkur. Ţátttaka í mótinu er ókeypis og foreldrum velkomiđ ađ fylgjast međ.
Heiđursgestur mótsins verđur Hrafn Jökulsson skákfrömuđur sem nýkominn er til baka úr velheppnuđum Grćnlandsleiđangri Hróksins. Hrafn var einn af stofnendum skákdeildar Fjölnis og hefur stutt starfsemina frá fyrsta degi. Međal ţátttakenda verđa hinir nýbökuđu Íslandsmeistarar, Oliver Aron Jóhannesson (20)og Vignir Vatnar Stefánsson (13).
Skákstjórar verđa ţeir Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis og Páll Sigurđsson formađur TG. Í fyrra varđ metţátttaka á TORG skákmótinu og ţví eru vćntanlegir ţátttakendur hvattir til ađ mćta tímanlega til skráningar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2013 | 11:14
EM landsliđa: Viđureignir dagsins
Liđiđ í opnum flokki mćtir sterku liđi Tékka í fyrstu umferđ. Liđ Tékka skipa ađ uppistöđu ţeir sem hömpuđu óvćntum sigri á EM taflfélaga fyrir skemmstu. Henrik Danielsen hvílir í fyrstu umferđ.
Kvennaliđiđ mćtir sveit Litháa. Elsa María hvílir í fyrstu umferđ.
Viđureignir dagsins
Bo. | 9 | CZECH REPUBLIC | Rtg | - | 28 | ICELAND | Rtg | 0 : 0 |
9.1 | GM | NAVARA, David | 2705 | - | GM | STEINGRIMSSON, Hedinn | 2543 | |
9.2 | GM | LAZNICKA, Viktor | 2677 | - | GM | STEFANSSON, Hannes | 2539 | |
9.3 | GM | HRACEK, Zbynek | 2638 | - | IM | GRETARSSON, Hjorvar Steinn | 2511 | |
9.4 | GM | BABULA, Vlastimil | 2574 | - | IM | KJARTANSSON, Gudmundur | 2455 |
Bo. | 16 | Lithuania | Rtg | - | 32 | Iceland | Rtg | 0 : 0 |
16.1 | GM | Cmilyte, Viktorija | 2506 | - | WGM | Ptacnikova, Lenka | 2238 | |
16.2 | WGM | Daulyte, Deimante | 2336 | - | Thorsteinsdottir, Hallgerdur | 1951 | ||
16.3 | Batkovskyte, Dominyka | 2111 | - | Johannsdottir, Johanna Bjorg | 1901 | |||
16.4 | Vanagaite, Giedre | 2057 | - | Finnbogadottir, Tinna Kristin | 1882 |
- EM landsliđa
- Chess-Results
- Beinar útendingar (hefjast almennt kl. 14)
8.11.2013 | 10:30
Íslandsmót unglingasveita fer fram 16. nóvember
Íslandsmót Unglingasveita 2013 verđur haldiđ ţann 16. nóvember nćstkomandi í Garđalundi í Garđabć. (Garđaskóli)
Mótiđ hefst kl. 13 og stendur líklega fram til 17. Umhugsunartími eru 15 mínútur á mann.
Mótiđ er liđakeppni Taflfélaga og eru 4 í hverju liđi auk varamanna.
Reglugerđ mótsins má finna á vefnum skaksamband.is http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=249
Ţátttökurétt hafa öll taflfélög sem og/eđa íţrótta/hérađssambönd svo framarlega ađ ekki er taflfélag á sama svćđi.
Skráning fer fram í tölvupósti til félagsins tg@tgchessclub.com
Benda ber sérstaklega á
- ađ sameinuđ liđ geta ekki orđiđ Íslandsmeistarar
- hverju liđi skal fylgja liđsstjóri sem sér um liđiđ og ađ fylla út öll úrslit í mótinu. Hver liđsstjóri skal ekki stýra meira en 2 liđum
- Ţátttökugjöld eru 3000 kr. á hvert liđ.
- Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga. Fćđingardagar ţeirra keppenda sem eru ekki á stigalista ţurfa fylgja međ skráningu.
Íslandsmeistarar 2012 eru Skákdeild Fjölnis.
Sjá má úrslit á mótinu í fyrra á Chess-Results.com síđunni
http://chess-results.com/tnr85795.aspx?lan=1
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 10
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 181
- Frá upphafi: 8779187
Annađ
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 110
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar