Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2013

Ari og Sćbjörn efstir í Ásgarđi í dag.

Viđar Jónsson, Sćbjörn Guđfinnsson og Ari StefánssonŢađ mćttu tuttugu og fimm baráttufúsir eldri skákmenn til leiks í Ásgarđi í dag. Ari Stefánsson og Sćbjörn G Larsen urđu efstir og jafnir međ 7,5 vinning. Ari var hćrri á stigum og er ţví Hrókur dagsins. Jafnir í ţriđja til fjórđa sćti urđu svo Viđar Jónsson og Gunnar Finnsson međ 7 vinninga. Viđar var ađeins hćrri á stigum. Viđar er Austfirđingur, frá Stöđvarfirđi og er sterkur skákmađur, hann kemur viđ hjá okkur og Riddurunum ţegar hann er staddur í bćnum. Ţađ er ávallt ánćgjulegt ađ fá óvćnta gesti.

Nánari úrslit dagsins:

1-2       Ari Stefánsson                                                7.5 vinninga

            Sćbjörn G Larsen                               7.5

3-4       Viđar Jónsson                                      7

            Gunnar Finnsson                                 7

5-6       Stefán Ţormar                                     6.5

            Haraldur Axel                                     6.5

7-9       Guđfinnur R Kjartansson                    6

            Ţorsteinn K Guđlaugsson                   6

            Ásgeir Sigurđsson                               6

10-11   Jón Steinţórsson                                 5.5

            Magnús V Pétursson                           5.5

12-16   Valdimar Ásmundsson                       5

            Baldur Garđarsson                              5

            Hlynur Ţórđarson                                5

            Gísli Árnason                                      5

            Jón Bjarnason                                      5

Nćstu níu skákmenn voru svo međ svolítiđ fćrri vinninga í ţetta sinn.


Íslandsmót barna fer fram á laugardag í Rimaskóla

Hvert á ég ađ fara međ biskupinn?Íslandsmót barna í skák fer fram í Rimaskóla laugardaginn 12. janúar og hefst klukkan 12. Ţátttökurétt hafa börn í 1. til 5. bekk (fćdd 2002 og síđar) og sigurvegarinn fćr sćmdarheitiđ Íslandsmeistari barna 2013 og keppnisrétt á Norđurlandamótiđ í skólaskák sem haldiđ er ađ Bifröst í febrúar 2013.
 
Alls verđa tefldar 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Eftir 5 umferđir verđur keppendum fćkkađ ţannig ađ ţeir sem hafa 3 vinninga eđa fleiri halda áfram keppninni um Íslandsmeistaratitilinn en ţeir sem hafa fćrri en 3 vinninga hafa lokiđ ţátttöku.

Ţetta er í 20. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitil barna. Sigurđur Páll Steindórsson sigrađi á fyrsta mótinu áriđ 1994, en međal annarra meistara má nefna titilhafana Dag Arngrímsson, Guđmund Kjartansson og Hjörvar Stein Grétarsson. Núverandi Íslandsmeistari barna er Nansý Davíđsdóttir. Hún er eina stúlkan sem hefur hampađ titlinum.
 
Skáksamband Íslands og Skákakademían annast framkvćmd mótsins. Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst á Skák.is (skráning opnar hér í dag). Ţátttökugjald er 1.000 kr (1.500 ađ hámarki á systkini) og greiđist á mótsstađ fyrir upphaf umferđar. Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Veitt eru sérstök verđlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi.

Sigurvegarar á Íslandsmóti barna frá upphafi:
 

  • 1994 Sigurđur Páll Steindórsson
  • 1995 Hlynur Hafliđason
  • 1996 Guđjón H. Valgarđsson
  • 1997 Dagur Arngrímsson
  • 1998 Guđmundur Kjartansson
  • 1999 Víđir Smári Petersen
  • 2000 Viđar Berndsen
  • 2001 Jón Heiđar Sigurđsson
  • 2002 Sverrir Ţorgeirsson
  • 2003 Hjörvar Steinn Grétarsson
  • 2004 Svanberg Már Pálsson
  • 2005 Nökkvi Sverrisson
  • 2006 Dagur Andri Friđgeirsson
  • 2007 Kristófer Gautason
  • 2008 Kristófer Gautason
  • 2009 Jón Kristinn Ţorgeirsson
  • 2010 Jón Kristinn Ţorgeirsson
  • 2011 Dawid Kolka
  • 2012 Nansý Davíđsdóttir

Gallerý Skák - Nýársmótiđ: Gunnar Gunnarsson hrósađi sigri - einu sinni enn

2013 Gallerý Nýársmótiđ   EFSTU MENNNýársmót og fagnađur Gallerý Skákar í síđustu viku kveikti skákneistann í mönnum á ný eftir bílífi hátíđanna.  Góđur blandađur hópur yngri og eldri skákmanna úr ýmsum félögum var ţar saman kominn  Fulltrúar „sjálfhverfu kynslóđarinnar" sem allir ćtluđu sér mikiđ og  sumir um of eins og kom á daginn. Betra er kapp međ forsjá.    

Mótiđ var einkar jafnt og tvísýnt ađ ţessu sinni og  lauk međ frćkilegum sigri hins aldna meistara Gunnars Gunnarssonar (79) sem gerir ţađ ekki endasleppt ţrátt fyrir háan aldur, fyrrv. Íslandsmeistara í skák og fótamennt.  Ađ vísu lenti hann oft í kröppum dansi ađ ţessu sinni m.a. viđ annan meistara á sínu sviđi, sem landađ hefur fleiri (stór) löxum en nokkur annar Íslendingur (20.000 fiskum), sennilega mesti laxabani í heimi fyrr og síđar.  Nýkjörinn aflakló ársins 2012.  Ţórarinn Sigţórsson (74), betur ţekktur sem Tóti Tönn međal kollega sinna, vann Gunnar glćsilega og varđ í öđru sćti.  Ţórarinn var virkur og öflugur meistaraflokksmađur á sinni tíđ, fyrir tćpri hálfri öld eđa svo.  Mikill og harđskeyttur keppnismađur sem gefur ekkert eftir fyrr en í fulla hnefanna, hvort  sem um er ađ rćđa ađ landa laxi viđ erfiđar ađstćđur eđa  snúnum vinningi í skák međ hálfgerđum töfrabrögđum. Hann hefur engu gleymt ţrátt fyrir ađ hafa ekki teflt ađ ráđi árum saman. Sneri til baka í fyrra fyrir áeggjan góđra vina og tók ađ tefla sér yndisauka og öđrum til hrellingar í Gallerýinu ţó hann sé enn í fullu starfi og ekki farinn ađ hćgja ferđina á öđrum áhugasviđum enda ákafur stang- og skotveiđimađur.

 Ţađ er mikill akkur fyrir skákunnendur ađ fá Tóta aftur ađ taflborđinu og upplifun fyrir bćđi yngri KRISTJÁN HREINSSON  SKERJAFJARĐARSKÁLD    ESE 2013sem eldri ađ fá tćkifćri til ađ etja kappi viđ svo slyngan og ţekktan keppnismann sem hann. Skák hans viđ Gunna Gunn mótađist af miklum undirliggjandi flćkjum og mikilli stöđubaráttu og endađi í feikilegum  darrađardansi ţar sem Ţórarinn sýndi styrk sinn og útsjónarsemi og vann ađ lokum eins og sjá má á međf. myndasyrpu, og var unun međ ađ fylgjast og á ađ horfa.

Stundum er ekki síđur skemmtilegt ađ fylgjast međ öđrum tefla  en ađ tefla sjálfur, ţví ađ tefla skák er oft á tíđum mikil ţolraun og ţrautaganga.  Stefán Ţormar Guđmundsson (67), sem varđ ţriđji sýndi líka hvers hann er megnugur og vann Gunnar í fyrstu umferđ, enda ekki titlađur Hellisheiđarséníiđ fyrir ekki neitt.  Svo kom Páll G. Jónsson (77) međ sinn Xfaktor í fjórđa sćti og  síđan ýmsir kunnir kappar og upprennandi snillingar í halarófu. 

Kristján Hreinsson, skáld hinn djúpúđgi, kom sterkur til leiks en hann hefur ekki sést lengi í mótum vegna djúpköfunar í viskubrunna heimspekinnar í tengslum viđ BA-ritgerđ hans í háskólanum.  Var honum fagnađ međ virtum. Varpađi hann ţá  af munni fram eftirfarandi stöku „Nú var haldiđ Nýársmót /  og nokkrum tókst ađ bjóđa. /  Sumum varđ ţađ sárabót  / ađ sjá ţar skáldiđ góđa!"  Kristján oft nefndur Skerjafjarđarskáld en einn mesti hagyrđingur sem nú er uppi, snilldar textahöfundur og afar glúrinn skákmađur.  Hann setti af slćgđ sinni og slóttugheitum óvćnt strik í reikning og  sigurgöngu sumra eins og Friđgeirs, Ţórarins, Jóns, Kristófers og fleiri,  en ađrir urđu ţeim mun glađari og fegnari ađ sjá hann. Hinn efnilegi yngissveinn Gauti Páll Jónsson stóđ vel fyrir sínu og lauk keppni međ 50%  vinningshlutfall og sýndi ađ hann er orđinn vel ađ sér í skákfrćđunum, efnilegur piltur sem á framtíđina fyrir sér.  Sjá má nánari úrslit hér ađ neđan og vettvangsmyndir í myndasafni.

 

GS  Nýársmót 3. janúar 2013 úrslit   ese. janúar 2013 úrslit   ese

 

Ţađ verđur teflt ađ nýju í Gallerýinu nćsta fimmtudagskvöld kl. 18-22 og eflaust margir sem vilja hefna harma sinna í innbyrđis viđureignum fastagesta og reyna sig gegn nýjum velkomnum leynigestum.

 



 

 ESE- Skákţankar frá Skorradal 7.1.2013  


Skákţing Akureyrar hefst 13. janúar

Skákţing Akureyrar hefst sunnudaginn 13. janúar kl. 13.00. Teflt verđur í Skákheimilinu í Íţróttahöllinni viđ Skólastíg.

Teflt verđur í einum flokki og er öllum heimil ţátttaka. Ađeins ţeir skákmenn sem eiga lögheimili eđa eru fullgildir félagsmenn í Skákfélagi Akureyrar geta unniđ titilinn sem teflt er um: „SKÁKMEISTARI AKUREYRAR 2013."

Á mótinu eru áformađ ađ tefla 8-10 umferđir á eftirtöldum dögum

  • Sunnudaginn 13. janúar kl. 13.00         1. umferđ
  • Fimmtudaginn 17. janúar kl. 18.00       2. umferđ
  • Sunnudaginn 20. janúar kl. 13.00         3. umferđ
  • Fimmtudaginn 24. janúar kl. 18.00       4. umferđ
  • Sunnudaginn 27. janúar kl. 15.00         5. umferđ
  • Ţriđjudaginn 29. febrúar kl. 18.00        6. umferđ
  • Sunnudaginn 3. febrúar kl. 13.00         7. umferđ
  • Fimmtudaginn 7. febrúar kl. 18.00       8. umferđ
  • Sunnudaginn 10. febrúar kl. 13.00       9. umferđ
  • Sunnudaginn 17. febrúar kl. 13.00       10. umferđ

Mótsstjórn ákveđa endanlegan fjölda umferđa og tafldaga ţegar fjöldi ţátttakenda liggur fyrir. Ákvörđun um ţetta mun liggja fyrir viđ upphaf 1. umferđar. 

Umhugsunartími verđur 90 mínútur á skákina, auk ţess sem 30 sekúndur bćtast viđ tímann fyrir hvern leik (90+30).

Ţátttökugjald er kr. 3.000 fyrir skuldlausa félagsmenn, kr. 4.000 fyrir ađra. Ţátttaka er ókeypis fyrir ţá unglinga sem greitt hafa ćfingagjald. 

Ţátttaka tilkynnist formanni félagsins međ tölvupósti í askell@simnet.is, eđa á skákstađ eigi síđar en 10 mínútum fyrir auglýst upphaf 1. umferđar.


Skák Ţrastar frá Ólympíuskákmótinu valin skák ársins

ŢrösturSamkvćmt vali Hornverja var skák ársins 2012 skák Ţrastar Ţórhallssonar gegn Muhammed Dastan í Ólympíumótinu í Tyrklandi 2012! Ţetta er í annađ sinn sem Ţröstur vinnur ţennan titil og hefur hann alltaf átt tilnefnda skák.

1. Ţröstur Ţórhallsson - Muhammed Dastan   23   57% 
2. Gunnar Björnsson - Ţorsteinn Ţorsteinsson   8   20% 
3. Ţorvarđur Fannar Ólafsson - Sigurđur Dađi Sigfússon   6   15% 
4. Guđmundur Gíslason - Viktor Kortsnoj   2   5%   
5. Sverrir Örn Björnsson - Hjörvar Steinn Grétarsson   1   3% 

Skák ársins
2009: Ţröstur Ţórhallsson - Guilleux Fabien Reykjavíkurskákmótinu 2009  http://skaksamband.is/assets/Timaritid_Skak/Bestu2009.pgn og http://skaksamband.is/assets/Timaritid_Skak/Bestu2009.pgn
2010: Lenka Ptacnikova - Evu Repkova ÓL í Khanty-Mansiysk september 2010 http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?tid=11127
2011: Hjörvar Steinn Grétarsson - Alexei Shirov EM landsliđa 2011 http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?pid=72153
2012: Ţröstur Ţórhallsson - Muhammed Dastan ÓL Tyrklandi 2012 http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1257152/


Skákćfingar fyrir ungmenni hefjast hjá Breiđabliki í dag

Skákdeild Breiđabliks er međ ćfingatíma fyrir ungmenni 16-25 ára í Stúkunni viđ Kópavogsvöll á mánudögum kl 17-19 í vetur.

Ţetta verđur skákćfingar fyrir ungmenni og stjórnađ af ungmennum.

Ţetta er einn flottasti skáksalur á landinu og ţarna er tćkifćri fyrir unga skákmenn til ađ koma saman tefla, stúdera, fá fyrirlesara, fjöltefli eđa bara hvađ sem er tengt skák.

Páll Andrason ćtlar ađ stjórna ćfingunum og svo hjálpast ţáttakendur viđ ađ hafa ţetta skemmtilegt.
Kjarninn verđur ungir skákmenn úr Kópavogi, en utanbćjarmenn eru líka velkomnir!

Fyrsti tíminn verđur mánudaginn 7.janúar.

Skákdeild Breiđabliks


Atkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 7. janúar nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. 

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri)


Áskell fyrsti fjórđungur ársins

Í dag laust eyfirsku skákköppum saman á fyrsta fjórđungsmóti ársins - en ţar hafa menn til umráđa fjórđung stundar til umhugsunar í hverri skák. Nýta menn ţann tíma misvel. Í ţetta sinn gerđu ellefu kappar tilkall til sigursins og fengu til ţess sjö skákir hver. Ţrátt fyrir tap í síđustu umferđ fyrir fjandvini sínum Sveinbirni, tókst Áskatli Erni ađ innbyrđa sigur í mótinu, enda tapađi helsti keppinautur hans, sem ber viđurnefniđ Ziggi A, líka sinni skák, fyrir "Kortsnoj norđursins" Karli Agli. Annars var lokaniđurstađan ţessi:

Áskell Örn Kárason   5,5

Sigurđar Arnar- og Eiríkssynir 5

Karl Egill Steingrímsson     4,5

Einar Garđar Hjaltason, Andri Freyr Björgvinsson,

Ari Friđfinnsson og Hjörleifur Halldórsson 3,5

Sveinbjörn Sigurđsson     3

Símon Ţórhallsson og Hrenn Hrafnsson  2,5

Nćst verđur teflt nk. fimmtudag ţegar TM-mótaröđin hefst.


Hjörvar međ sigur í lokaumferđinni - Guđmundur međ jafntefli viđ stórmeistara

Hjörvar og JonesAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) vann Wales-verjann Francis Rayner (2166) í 10. og síđustu umferđ Hastings Chess Congress sem fram fór í dag. Guđmundur Kjartansson (2404) gerđi jafntefli viđ spćnska stórmeistarann Daniel Alsina Leal (2511).

Hjörvar fékk 7 vinninga og endađi í 2.-9. sćti. Guđmundur fékk 6 vinninga og endađi í 16.-23. sćti. Frammistađa Hjörvars samsvarađi 2497 skákstigum og stendur hann í stađ stigalega fyrir hana. Frammistađa Guđmundar samsvarađi 2500 skákstigum og hćkkar hann um 14 stig fyrir hana. Guđmundur heldur ţví áfram ađ hćkka á stigum en hann hefur hćkkađ jafnt og ţétt á stigum síđustu misseri.

Báđir halda ţeir áfram ađ tefla. Hjövar teflir í Tata Steel mótinu sem hefst í Wijk aan Zee 12. janúar nk. en Guđmundur teflir á alţjóđlegu móti í Sevilla á Spáni sem hefst 11. janúar nk. 

Enski stórmeistarinn, Gawain Jones (2644), sem verđur međal keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótinu vann mótiđ en hann hlaut 7,5 vinning.

92 keppendur tóku ţátt og ţar af 13 stórmeistarar. Hjörvar var nr. 10 í stigaröđ keppenda en Guđmundur var nr. 19.



Skákţáttur Morgunblađsins: Skákáriđ 2012

Skákáriđ 2012 hófst fyrir alvöru hér á landi međ lokaumferđum Íslandsmóts taflfélaga og hiđ árlega Reykjavíkurskákmót hlaut glćsilegan vettvang í Hörpunni. Skákţing Íslands fór síđan fram í Stúkunni á Kópavogsvelli og ţar bar helst til tíđinda ađ Ţröstur Ţórhallsson, sem teflt hafđi sleitulaust í landsliđsflokki síđan 1985, varđ Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir ćsispennandi einvígi viđ Braga Ţorfinnsson. Kornungir skákmenn vöktu mikla athygli: Hilmir Freyr Heimisson, Vignir Vatnar Stefánsson og Nancy Davíđsson unnu góđ afrek á árinu og hinn 14 ára gamli Oliver Aron Jóhannesson var nćstum ţví orđinn heimsmeistari áhugamanna ţegar hann fékk ferđ á mótiđ í fermingargjöf. Kvennaliđiđ stóđ sig betur en oft áđur á ÓL í Istanbul og karlaliđiđ var á pari.

Anand tókst međ naumindum ađ verja heimsmeistaratitilinn í einvígi viđ Boris Gelfand í Moskvu sl. vor en Norđmađurinn Magnús Carlsen átti sviđiđ og sló stigamet Kasparovs og er nú međ 2861 elo-stig. Ţess var minnst víđa um heim og einnig hér á landi, ađ í sumar voru liđin 40 ár frá „einvígi aldarinnar". Í vor kom út bók undirritađs um Fischer og fékk góđar viđtökur. Hjá uppbođshaldara í Kaupmannahöfn voru bođnir upp gripir tengdir einvíginu en um uppruna ţeirra stóđu deilur milli Gunnars Finnlaugssonar búsetts í Svíţjóđ og Páls G. Jónssonar. Stuttu síđar var stofnađ skáksetur á Selfossi, steinsnar frá grafreit Fischers viđ Laugardćlakirkju. Og einn góđan veđurdag í ágúst hvarf heimsmeistarinn frá ´72, Boris Spasski, frá heimili sínu í Frakklandi. Hann fékk heilablóđfall haustiđ 2010 og hefur veriđ bundinn viđ hjólstól. Frakkar ţurftu svo sem ekki ađ velta ţessu máli lengi fyrir sér og áttu ágćtis orđatiltćki yfir uppákomuna: Leitiđ konunnar! Ţegar Spasski kom fram nokkrum dögum síđar i Moskvu var hann furđu hress og ţá kom auđvitađ á daginn ađ rússnesk kona, Valentina Kuznetsova, hafđi hjálpađ honum viđ flóttann. Hann lagđi ekki illt orđ til nokkurs mann; hafđi fundiđ fyrir „andnauđ" á heimili sínu í Frakklandi og óskađ sér ţess oft ađ vera aftur nýr. James Bond kvikmyndirnar áttu 50 ára afmćli og skákunnendur hafa fengu tćkifćri til ađ horfa á upphafsatriđi „From Russia with love" ţar sem skúrkurinn Kroonsteen lagđi andstćđing sinn McAdams ađ velli en lokaatlagan var tekin nánast óbreytt upp úr glćsilegum sigri vinar okkar yfir Bronstein frá sovéska meistaramótinu 1960:

Boris Spasskí - David Bronstein Kóngsbragđ

1. e4 e5 2. f4

Kóngsbragđiđ gafst Spasskí ótrúlega og Bronstein beitti ţví einnig međ góđum árangri og vann m.a. frćgan sigur yfir Tal áriđ 1969.

2. ... exf4 3. Rf3 d5

Í dag er taliđ best ađ leika 3. .... d6 veđa 3. ... g5.

4. exd5 Bd6 5. Rc3 Re7 6. d4 O-O 7. Bd3 Rd7 8. O-O h6 9. Re4 Rxd5 10. c4 Re3 11. Bxe3 fxe3 12. c5! Be7 13. Bc2 He8

Bćđi hér og í nćsta leik ţráađist Bronstein viđ ađ leika 13. ... f5 sem á ađ tryggja jöfn fćri.

14. Dd3 e2 15. Rd6!

Skilur hrókinn eftir en leikurinn sýnir hversu frumkvćđiđ er mikilvćgt.

15. ... Rf8

g8gq47c5.jpg16. Rxf7! exf1(D)+ 17. Hxf1 Bf5

Eđa 17. .. Kxf7 18. Rg5 + Kg8 19. Bb3+ Kh8 20. Hxf8+ og mát í nćsta leik.

18. Dxf5 Dd7 19. Df4 Bf6 20. R3e5 De7 21. Bb3 Bxe5 22. Rxe5 Kh7 23. De4+

- og Bronstein gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 30. desember 2012

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 13
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 8779691

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband