Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2013
17.1.2013 | 19:01
Carlsen, Anand og Karjakin efstir
Carlsen, Anand og Karjakin gerđu allir jafntefli í 5. umferđ a-flokks Tata Steel-mótsins sem fram fór í dag. Carlsen og Anand í innbyrđis skák en Karjakin viđ Giri. Öđrum skákum lauk međ hreinum úrslitum en mjög hraustlega er teflt í Wijk aan Zee venju samkvćmt.
Úrslit 5. umferđar:Harikrishna, P. - van Wely, L. | 1-0 |
Anand, V. - Carlsen, M. | ˝-˝ |
Sokolov, I. - Aronian, L. | 0-1 |
Leko, P. - Caruana, F. | 1-0 |
Karjakin, S. - Giri, A. | ˝-˝ |
Hou, Y. - Nakamura, H. | 0-1 |
L'Ami, E. - Wang, H. | 0-1 |
Stađa efstu manna:
- 1.-3. Carlsen (2861), Anand (2772) og Karjakin (2780) 3˝ v.
- 4.-7. Nakamura (2769), Leko (2735), Harikrishna (2698) og Wang Hao (2752) 3 v.
- 8. Aronian (2802) 2˝ v.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 12:30)C
17.1.2013 | 18:54
Hjörvar tapađi í dag
Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) tapađi í dag fyrir hollenska alţjóđlega meistaranum David Klein (2445) í 5. umferđ c-flokks Tata Steel-mótsins í Wijk aan Zee. Hjörvar hefur 3 vinninga og er í 4.-7. sćti.
Argentínski stórmeistarinn Fernando Peralta (2617) er efstur međ 4˝ vinning.
Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ úkraínska stórmeistarann Alexander Kovchan (2579), sem er í 2. sćti međ 4 vinninga.
Í c-flokki eru međalstigin 2476 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla. Hjörvar er nr. 6 í stigaröđ keppenda.- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 12:30)
16.1.2013 | 23:55
Omar og Júlíus efstir á KORNAX-mótinu
Omar Salama (2265) og Júlíus Friđjónsson (2185) eru efstir og jafnir međ 4,5 vinning ađ lokinni 5.umferđ KORNAX-mótsins - Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í kvöld. Omar vann Sćvar Bjarnason en Júlíus hafđi betur gegn Halldóri Pálssyni. Ţađ flćkir hins vegar toppstöđuna ađ skákinni á efsta borđi á milli Einars Hjalta Jenssonar, sem var efstur međ fullt hús fyrir umferđina, og Davíđs Kjartanssonar var frestađ fram á laugardag.
Öll úrslit 5. umferđar má finna hér.
Stöđu mótsins má finna hér.
Pörun 6. umferđar, sem fram fer á föstudagskvöld, má finna hér.
16.1.2013 | 22:24
Guđmundur vann í sjöttu umferđ í Sevilla - er í 3.-10. sćti
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2408) vann í dag spćnskan skákmann (2214) í sjöttu umferđ alţjóđlegs móts í Sevilla á Spáni. Í gćr tapađi hann hins vegar fyrir enska stórmeistarann Stewart Haslinger (2535). Guđmundur hefur 5 vinninga og er í 3.-10. sćti.
Á morgun teflir hann viđ stigahćsta keppenda mótsins, aserska stórmeistarann Azer Mirzoev (2547).
223 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 11 stórmeistarar og 13 alţjóđlegir meistarar. Guđmundur er nr. 19 í stigaröđ keppenda. Ekki er ađ sjá ađ beinar útsendingar séu frá mótinu. Mótiđ er 9 umferđir.
16.1.2013 | 18:30
KORNAX: Bein útsending frá fimmtu umferđ
Fimmta umferđ KORNAX-mótsins - Skákţings Reykjavíkur hefst í kvöld kl. 19:30. Venju samkvćmt eru 6 skákir sýndar beint frá umferđinni. Útsendingu frá umferđinni má nálgast hér.
Skákirnar sem sýndar eru beint eru:
- Einar Hjalti Jensson (4) - Davíđ Kjartansson (3˝)
- Omar Salama (3˝) - Sćvar Bjarnason (3˝)
- Júlíus Friđjónsson (3˝) - Halldór Pálsson (3˝)
- Vigfús Ó. Vigfússon (3) - Lenka Ptácníková (3)
- Atli Antonsson (3) - Dađi Ómarsson (3)
- Jóhann H. Ragnarsson (3) - Dagur Ragnarsson (3)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2013 | 17:55
Hannes endađi međ 6 vinninga í Prag
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2512) átti ekki gott á Prag Open sem lauk í dag. Hann reyndar vann í lokaumferđinni. Hannes hlaut 6 vinninga og endađi í 12.-31. sćti.
Frammistađa Hannesar samsvarađi 2304 skákstigum og lćkkar hann um 16 stig fyrir hana.
Alls tók 51 skákmađur ţátt í mótinu og ţar af voru 5 stórmeistarar. Hannes var nr. 3 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 15)
15.1.2013 | 22:06
Unglingur stal senunni í Stangarhyl í dag
Ţađ tefldu tuttugu og ţrír heldri skákmenn hjá Ásum í dag í Stangarhyl og einn unglingur. Ţegar upp var stađiđ eftir orrustur dagsins varđ ljóst ađ unglingur ţessi hafđi stoliđ senunni og orđiđ efstur međ sjö og hálfan vinning af tíu mögulegum.Ţessi ungi mađur heitir Friđgeir Hólm og hefur stundum teflt međ okkur međ góđum árangri. Hann fćr ađ tefla međ öldungunum vegna ţess ađ ţađ er stutt í ţađ ađ hann verđi löglegur eldri borgari.
Jafnir í öđru til ţriđja sćti urđu svo Páll G Jónsson og Ţór Valtýsson međ sjö vinninga báđir, Páll ađeins hćrri á stigum.
Nú fer ađ styttast í vinsćlt skák mót hjá okkur heldri skákmönnum á stór Reykjavíkur svćđinu.
Ţađ er svokallađ Toyota skákmót sem verđur haldiđ 25. janúar (fyrsti dagur í Ţorra)
Toyota á Íslandi býđur okkur heim í höfuđ stöđvar sínar í Kauptúni í Garđabć (stóra húsiđ viđ hliđina á IKEA). Toyota gefur öll verđlaun sem eru vegleg eins og undanfarin ár. Ţetta er fimmta Toyota mótiđ sem fer fram í höfuđstöđvum ţeirra.
Ćsir sjá um framkvćmd mótsins. Allir skákmenn 60 ára og eldri velkomnir. Nauđsynlegt er ađ forskrá sig ţví ađ viđ ráđum ekki viđ nema ákveđinn fjölda. Tekiđ viđ skráningu hjá Ţorsteini Guđlaugssyni í síma 557 2403 / 822 2403 og netfang steiniv@hive.is eđa Finnur Kr Finnsson síma 893 1238 netfang finnur.kr@internet.is. Ţetta verđur auglýst aftur ţegar nćr dregur.
Úrslit dagsins, sjá međf.töflu.
Ţađ er afar fjörlega teflt í a-flokki Wijk aan Zee en fimm skákum af sjö lauk međ hreinum úrslitum í fjórđu umferđ sem fram fór í dag. Van Wely, Wang Hao, Caruna, Carlsen og Anand unnu sínar skákir. Anand á glćsilegan hátt gegn Aronian. Carlsen og Anand eru efstir međ 3 vinninga og hafa vinningsforskot á nćstu menn.
Frídagur er á morgun en á fimmtudag mćtast međal annars Anand og Carlsen og Karjakin og Giri.
Úrslit 4. umferđar:
van Wely, L. - L'Ami, E. | 1-0 |
Wang, H. - Hou, Y. | 1-0 |
Nakamura, H. - Karjakin, S. | ˝-˝ |
Giri, A. - Leko, P. | ˝-˝ |
Caruana, F. - Sokolov, I. | 1-0 |
Aronian, L. - Anand, V. | 0-1 |
Carlsen, M. - Harikrishna, P. | 1-0 |
Í a-flokki eru međalstigin 2732 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 12:30)C
15.1.2013 | 21:43
Hjörvar međ jafntefli í dag
Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) gerđi jafntefli viđ hollenska FIDE-meistarann Miguoel Admiraal (2321) í 4. umferđ c-flokks Tata Steel-mótsins sem fram fór í Wijk aan Zee í dag. Hjörvar hefur nú 3 vinninga og er í 2.-3. sćti.
Argentínski stórmeistarinn Fernando Peralta (2617) er efstur međ 3,5 vinning. Ítalski stórmeistarinn Sabino Brunello (2572) er jafn Hjörvar í öđru sćti.
Frídagur er á morgun en á fimmtudag teflir Hjörvar viđ hollenska alţjóđlega meistarann David Klein (2445).
Í c-flokki eru međalstigin 2476 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla. Hjörvar er nr. 6 í stigaröđ keppenda.- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 12:30)
15.1.2013 | 14:22
Teflt um Friđriksbikarinn í Vin á mánudaginn!
Skákfélag Vinjar, Hverfisgötu 47, efnir til stórmóts mánudaginn 21. janúar klukkan 13 í tilefni af Skákdegi Íslands.
Mótiđ markar upphaf ađ sannkallađri skákviku sem nćr hápunkti laugardaginn 26. janúar, en ţá er sjálfur Skákdagur Íslands á afmćlisdegi Friđriks.
Telfdar verđa 6 umferđir í Vin međ 7 mínútna umhugsunartíma og verđur teflt um Friđriksbikarinn. Ađ vanda eru allir velkomnir í Vin, en ţar er einstaklega blómlegt skáklíf.
Ţví er fagnađ á ţessu ári ađ 10 ár eru liđin síđan Hrókurinn hóf vikulegar skákćfingar í Vin, og í kjölfariđ var Skákfélag Vinjar stofnađ. Félagiđ teflir nú fram tveimur keppnissveitum á Íslandsmóti skákfélaga og hefur hátt í 100 liđsmenn innan sinna vébanda.
Ćfingar eru alla mánudaga klukkan 13 og nýtur Skákfélag Vinjar liđstyrks Skákakademíunnar viđ umsjón međ líflegu og kraftmiklu starfi. Róbert Lagerman, forseti Skákfélags Vinjar, annast skáklífiđ í Vin ásamt Hrafni Jökulssyni.
Nú ţegar eru tugir viđburđa komnir á dagskrá í kringum Skákdag Íslands 2013, og eru taflfélög, skólar og áhugasamir einstaklingar hvattir til ađ skipuleggja stóra sem smáa viđburđi til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga.
Myndin: Friđrik Ólafsson í Vin áriđ 2004 ásamt Jóni Kristjánssyni, ţáverandi heilbrigđisráđherra.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 128
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar