Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2012

Leikgleđin í fyrirrúmi ţegar Úrvalssveitin heimsótti Securitas

Árni Guđmundsson leikur fyrsta leikinn.Ţađ var glens og gaman ţegar krakkar úr Úrvalssveit Skákakademíunnar mćttu til leiks í höfuđstöđvum Securitas í Skeifunni í morgun. Securitas hlaut nýveriđ viđurkenningu VR sem fyrirmyndarfyrirtćki 2012, og vel var tekiđ á móti krökkunum.

Liđ Skákakademíunnar var ađ ţessu sinni skipađ Degi Ragnarssyni, Oliver Aron Jóhannessyni, Kristófer Jóel Jóhannessyni, Heimi Páli Ragnarssyni, Felix Steinţórssyni og Gauta Páli Jónssyni. Óhćtt er ađ segja ađ ţeir hafi allir fariđ á kostum, og vöktu tilţrif ţeirra óskipta ađdáun fjölmargra starfsmanna sem fylgdust međ viđureigninni.

DSC 1908Liđ Securitas sýndi góđa takta en varđ ađ játa sig sigrađ í einvígi ţar sem leiđgleđin var allsráđandi. Fyrir Securitas tefldu Ómar Brynjólfsson, Hafţór Theodórsson, Gestur Guđjónsson, Haukur Örn Steinarsson og Ţorkell Viđarsson.

Árni Guđmundsson framkvćmdastjóri gćslusviđs og stofnandi Securitas, lék fyrsta leikinn í einvíginu og í mótslok fćrđi Pálmar Ţórisson, framkvćmdastjóri markađs- og sölusviđs, strákunum góđar gjafir: Fótbolta, frisbídiska og öryggisljós. Skáksveit Securitas hefur ţegar ákveđiđ ađ tefla annađ einvígi viđ Úrvalssveitina -- og skorađi auk ţess á skákkrakkana í fótboltaleik!

Báđum áskorunum var tekiđ fagnandi.

Myndaalbúm (HJ)


Ný íslensk skákstig

Ný íslensk skákstig eru komin út (miđuđ viđ 1. júní).   Jóhann er stigahćstur međ 2624 skákstig en í nćstum sćtum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2581) og Héđinn Steingrímsson (2551).  Níu nýliđar eru á listanum og ţeirra stigahćstur er Guđmundur R. Gunnlaugsson (1484).   Hilmir Hrafnsson hćkkar mest frá síđasta lista eđa um 232 skákstig.


Topp 20:

No.NameRtgCDiffCatTitGames
1Jóhann Hjartarson26242-GM755
2Hannes H Stefánsson2581-34-GM1068
3Héđinn Steingrímsson25513-GM344
4Helgi Ólafsson25431-GM822
5Henrik Danielsen25298-GM202
6Jón Loftur Árnason2515-2-GM619
7Helgi Áss Grétarsson25011-GM586
8Bragi Ţorfinnsson247016-IM949
9Stefán Kristjánsson2469-26-GM774
10Karl Ţorsteins2467-5-IM568
11Hjörvar Steinn Grétarsson244932U20IM526
12Ţröstur Ţórhallsson243228-GM1224
13Jón Viktor Gunnarsson2424-19-IM1039
14Arnar Gunnarsson24030-IM816
15Björn Ţorfinnsson2387-29-IM1046
16Sigurbjörn Björnsson2383-1-FM995
17Dagur Arngrímsson237639-IM584
18Magnús Örn Úlfarsson23763-FM547
19Guđmundur Kjartansson236617-IM699
20Jón G Viđarsson23490-IM889


Nýliđar

Níu nýliđar eru á listanum.  Ţeirra stigahćstur er Guđmundur Reynir Gunnlaugsson međ 1484 skákstigum en í nćstum sćtum eru Mikael Máni Freysson (1188) og Gabríel Orri Duret (1173).

 

No.NameRtgCDiffCatTitGames
1Guđmundur Reynir Gunnlaugsson14841484- 11
2Mikael Máni Freysson11881188U14 11
3Gabríel Orri Duret11731173U14 12
4Róbert Örn Vigfússon10981098U12 9
5Haraldur Halldórsson10251025U14 11
6Tinna Ósk Rúnarsdóttir10251025U12 11
7Wiktor Tómasson10251025U14 11
8Halldór Broddi Ţorsteinsson10001000U14 11
9Óskar Víkingur Davíđsson10001000U08 9

 
Mestu hćkkanir


Hilmir Hrafnsson hćkkar mest frá 1. mars - listanum eđa um 232 skákstig.  Nćstir eru nafni hans Freyr Heimisson (190) og Davíđ Kjartansson (165).   Ellefu skákmenn hćkka um 100 skákstig eđa meira.

 

No.NameRtgCDiffCatTitGames
1Hilmir Hrafnsson1232232U12 29
2Hilmir Freyr Heimisson1649190U12 82
3Dagur Kjartansson1817165U16 264
4Felix Steinţórsson1295145U12 62
5Hrund Hauksdóttir1685130U16 221
6Andri Freyr Björgvinsson1543119U16 114
7Leifur Ţorsteinsson1429119U14 63
8Nansý Davíđsdóttir1427114U10 104
9Oliver Aron Jóhannesson1867110U14 182
10Baldur Teodor Petersson1269110U12 32
11Jón Trausti Harđarson1880107U16 175


Stigahćstu unglingar

Hjörvar Steinn Grétarsson er langstigahćsta ungmenni landsins (20 ára og yngri) međ 2449 skákstig.  Í nćstum sćtum er Patrekur Maron Magnússon (2009), Mikael Jóhann Karlsson (2003) og Dagur Ragnarsson (2003).

No.NameRtgCDiffCatTitGames
1Hjörvar Steinn Grétarsson244932U20IM526
2Patrekur Maron Magnússon200959U20 207
3Mikael Jóhann Karlsson200360U18 268
4Dagur Ragnarsson200329U16 180
5Nökkvi Sverrisson199931U18 294
6Örn Leó Jóhannsson198919U18 221
7Vilhjálmur Pálmason19300U20 157
8Hallgerđur H Ţorsteinsdóttir1912-18U20 400
9Jón Trausti Harđarson1880107U16 175
10Jóhanna Björg Jóhannsdóttir187028U20 343

 
Stigahćstu skákkonur

Lenka Ptácníková (2225) er sem fyrr langstigahćsta skákkona landsins međ 2225 skákstig.  Í nćstum sćtum eru Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2025) og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1912). 

No.NameRtgCDiffCatTitGames
1Lenka Ptácníková2225-14-WGM476
2Guđlaug U Ţorsteinsdóttir2025-28-WFM366
3Hallgerđur H Ţorsteinsdóttir1912-18U20 400
4Jóhanna Björg Jóhannsdóttir187028U20 343
5Tinna Kristín Finnbogadóttir185812- 286
6Sigríđur Björg Helgadóttir18230U20 203
7Guđfríđur L Grétarsdóttir18200-WIM336
8Harpa Ingólfsdóttir18050- 287
9Elsa María Krístinardóttir1754-1- 318
10Sigurlaug R Friđţjófsdóttir17015- 611


Stigahćstu öđlingar

 

No.NameRtgCDiffCatTitGames
1Friđrik Ólafsson25100SENGM147
2Bragi Halldórsson21943SEN 732
3Magnús Sólmundarson21900SEN 302
4Björn Ţorsteinsson21827SEN 810
5Jón Torfason21750SEN 283
6Júlíus Friđjónsson2175-7SEN 676
7Arnţór S Einarsson21250SEN 22
8Gunnar Magnússon211711SEN 148
9Jónas Ţorvaldsson21100SEN 216
10Björn Theodórsson21050SEN 28


Reiknuđ skákmót

  • N1 Reykjavíkurskákmótiđ
  • Íslandsmót skákfélaga (1.-4. deild)
  • Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák
  • Landsliđsflokkur Íslandsmótsins í skák
  • Landsmótiđ í skólaskák (eldri og yngri flokkur)
  • Skákmót öđlinga
  • Skákţing Fljótdalshérađs + úrslitakeppni
  • Stigamót Hellis (4.-6. umferđ)
  • Úrslitakeppni Íslandsmótsins í skák
  • Skákţing Norđlendinga (4.-7. umferđ)

 


Hjörvar og Ţorsteinn međ jafntefli gegn stórmeisturum

Hjörvar og ŢorsteinnHjörvar Steinn Grétarsson (2477) og Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) gerđu báđir jafntefli viđ stórmeistara í 5. umferđ alţjóđlega mótsins í Val Gardena á Ítalíu sem fram fór í gćr.  Hjörvar viđ pólska stórmeistarann Rafal Antoniewski (2536) en Ţorsteinn viđ ísraelska stórmeistarann Tal Baron (2467).  Ţorsteinn fer yfir skák sína á Skákhorninu

Hjörvar hefur 3,5 vinning og er í 5.-14. sćti en Ţorsteinn hefur 3 vinninga og er í 15.-21. sćti. Hollenski stórmeistarinn Sipke Ernst (2554) er efstur međ 4,5 vinning.

Í 6. umferđ, sem fram fer í dag, tefla ţeir báđir viđ rússneska stórmeistara.  Hjörvar Mikhail Ulibin (2519) en Ţorsteinn viđ Evgeny Gleizerov (2570). 

56 skákmenn frá 19 löndum taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn er nr. 28.  

Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13.  


Vigfús sigrađi á atkvöldi

Vigfús Ó. Vigfússon sigrađi međ fullu húsi 6vinninga í sex skákum á atkvöldi Hellis sem fram fór 4. júní sl. Sigurinn var kannski ekki alveg eins öruggur og tölurnar segja til um ţví úrslitin réđust í skák Vigfúsar og Hilmis í 5 umferđ ţar sem Hilmir varđist vel í erfiđri stöđu og missti sennilega af tćkifćri til ađ snúa taflinu sé í vil rétt fyrir lokin. Í öđru sćti varđ Hilmir Freyr Heimisson međ 4,5v og ţriđji varđ svo Páll Andrason međ 4,5v.

Nćst á dagskrá hjá Helli er svo Mjóddarmótiđ í göngugötunni í Mjódd nćstkomandi laugardag og hefst ţađ kl. 14.

Lokastađan:

Röđ   Nafn                         Vinn.    M-Buch. Buch. Progr.
  1   Vigfús Ó. Vigfússon,           6        12.5  17.5   21.0
  2   Hilmir Freyr Heimisson,        4.5      12.5  20.0   17.0
  3   Páll Andrason,                 4        14.0  20.5   14.5
  4   Jón Úlfljótsson,               3.5      12.5  20.0   12.5
 5-6  Elsa María Kristínardóttir,    3        13.5  21.5   11.0
      Óskar Víkingur Davíđsson,      3         8.5  13.0    9.0
 7-8  Jakob Alexander Petersen,      2        11.0  17.5    6.0
      Bjarni Ţór Guđmundsson,        2        11.0  16.0    7.0
  9   Pétur Jóhannesson,             1.5      10.5  15.5    5.5
 10   Björgvin Kristbergsson,        0.5      11.0  18.5    1.5

Uppskeruhátíđ Skákakademíunnar í Ráđhúsinu á sunnudaginn!

- Skákmaraţon og áheitasöfnun barna
- Krakkarnir skora á forsetaframbjóđendur
- Jóhannes Kristjánsson stjórnar Skákuppbođi aldarinnar
- Skákflóamarkađur
- Fjöltefli stórmeistara


Skák er skemmtileg!Skákakademían býđur til Uppskeruhátíđar og skákmaraţons í Ráđhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 10. júní kl. 12-18. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í bođi fyrir alla fjölskylduna.

Tilgangurinn er ađ kynna starf Skákakademíunnar sl. ár og safna fé til styrktar ćskulýđsverkefnum í skák.

IMG_5439Katrín Jakobsdóttir menntamálaráđherra setur hátíđina klukkan 12 og síđan hefst taflmennska krakka úr Úrvalssveitum Skákakademíunnar.

Andstćđingar krakkanna greiđa upphćđ ađ eigin vali og er von ţeirra ađ sem allra flestir áskoruninni.

Krakkarnir hafa sett sér ţađ markmiđ ađ tefla alls 200 skákir á sunnudaginn, og geta einstaklingar og fyrirtćki heitiđ á krakkana.

Fjölmargir hafa bođađ komu sína, til ađ tefla viđ krakkana. Ţá hefur öllum forsetaframbjóđendum veriđ send áskorun og er útlit fyrir ađ flestir ţeirra mćti međ bros á vör.

Stórmeistararnir Friđrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson tefla fjöltefli viđ gesti á öllum aldri.

Haldinn verđur Skákflóamarkađur, ţar sem hćgt verđur ađ kaupa skákbćkur, taflsett, minjagripi og ýmsa muni sem tengjast skák.

Taflsett Friđriks ÓlafssonarEinn af hápunktum dagsins verđur Skákuppbođ aldarinnar, en eru bođi merkirlegir gripir úr fórum margra bestu skákmanna landsins og hollvina skákarinnar. Međal ţeirra sem gefa gripi á uppbođiđ eru Friđrik Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, Ríkharđur Sveinsson, Hrafn Jökulsson, Halldór Blöndal, Jón L. Árnason og Guđni Ágústsson.

Jóhannes hermir eftir Braga bóksala, Ólafur Ás fylgist međUppbođinu stjórnar enginn annar en Jóhannes Kristjánsson eftirherma og sérlegur vinur skákíţróttarinnar. Hćgt verđur ađ skođa uppbođsmunina hér á www.skak.is á nćstu dögum, og ţar er hćgt ađ senda inn tilbođ.

Skákakademía Reykjavíkur hefur á sl. ári stađiđ fyrir skákkennslu í 30 grunnskólum og hafa á annađ ţúsund börn notiđ kennslunnar. Ţá hefur Skákakademían stađiđ fyrir fjölda viđburđa, safnađ fé til góđra málefna og lagt mikinn metnađ og kraft viđ ađ útbreiđa skákíţróttina sem víđast og gera hana sýnilega.


Úrvalsliđ Skákakademíunnar á ferđ og flugi

Útgefendur og úrvalsbörn

Sigrar gegn útgefendum og RÚV, tap gegn firnasterkri sveit Landsbankans.

Úrvalssveit Skákakademíu Reykjavíkur heldur áfram ađ gera víđreist og heimsćkja fyrirtćki og stofnanir. Á síđustu dögum hafa krakkarnir teflt viđ sveitir bókaútgefenda, Ríkisútvarpsins og Landsbankans.

Međ heimsóknunum er Skákakademían ađ kynna starf sitt og Uppskeruhátíđina sem haldin verđur í Ráđhúsinu á sunnudaginn, 10. júní. Á döfinni eru međal annars einvígi viđ borgarstjórn Reykjavíkur, Securitas, 365 og Icelandair.

Sveit bókaútgefenda var ekki skipuđ neinum aukvisum. Tómas Hermannsson (eini Íslendingurinn sem unniđ hefur Judith Polgar í kappskák) fór fyrir sveitinni, og hafđi sér til halds og trausts ţá Egil Örn Jóhannsson, Björn Ţór Sigbjörnsson og Hrafn Jökulsson. Teflt var í rjómablíđu á bryggjunni hjá Víkinni í Sjóminjasafninu. Krakkarnir tefldu af miklu öryggi og unnu 11-5. Hilmir Freyr Heimisson náđi bestu árangri Úrvalsliđsins, sigrađi í öllum 4 skákum sínum.

Öruggur sigur í Efstaleiti

Jón Guđni og Heimir PállNćst lá leiđin í höfuđstöđvar RÚV í Efstaleiti, sem löngum hefur veriđ mikiđ vígi skáklistarinnar. Nokkuđ var um forföll í liđi RÚV, sem tefldi ţó fram hinum harđsnúna Jóni Guđna Kristjánssyni á efsta borđi.

Krakkarnir unnu nokkuđ öruggan sigur, ţegar upp var stađiđ, og erfitt ađ gera upp á milli frammistöđu keppenda Úrvalsliđsins, sem ađ ţessu sinni var skipađ Heimi Páli Ragnarssyni, Veroniku Steinunni Magnúsdóttur, Vigni Vatnari Stefánssyni og Felix Steinţórssyni.

 Tap fyrir stórveldinu í Austurstrćti

DSC_1846Á ţriđjudag heimsóttu krakkarnir ađalútibú Landsbankans í Austurstrćti og ţar tók sannkallađ ofurliđ á móti ţeim, enda Landsbankinn löngum eitt höfuđvígi skáklistarinnar. Međal keppenda í 10 manna liđi bankans voru m.a. Bergsteinn Einarsson, Ingimundur Sigurmundsson, Ólafur Kjartansson og Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins.

Úrvalsliđiđ tapađi fyrri umferđinni međ minnsta mun, 4,5 vinningi gegn 5,5 en í seinni hálfleik sýndu bankamennirnir klćrnar og unnu 7-3. Lokaúrslit urđu ţví sigur Landsbankans, sem fékk 12,5 vinning en Úrvalsliđiđ fékk 7,5. Eftir skemmtilega viđureign var öllum bođiđ í ljúffengar veitingar, og ţar skorađi Úrvalsliđiđ á Landsbankann í annađ einvígi viđ fyrsta tćkifćri.

Krakkarnir sem tefldu í Landsbankanum voru Hilmir Freyr Heimisson, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Hrund Hauksdóttir, Svandís Rós Ríkharđsdóttir, Felix Steinţórsson, Leifur Ţorsteinsson, Heimir Páll Ragnarsson og Dagur Kjartansson.

Fyrirtćki, félög eđa stofnanir sem vilja fá heimsókn frá Úrvalsliđinu eru hvött til ađ hafa samband viđ Stefán Bergsson, framkvćmdastjóra Skákakademíunnar í stefan@skakakademia.is!


Mjóddarmót Hellis fer fram á laugardag

Göngugatan í MjóddMjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 9. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Á síđasta ári sigrađi Brúđarkjólaleiga Katrínar en fyrir hana tefldi Dađi Ómarsson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíđu Hellis: http://hellir.blog.is.   Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.

Ţátttaka er ókeypis!

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 10.000
  • 2.   6.000
  • 3.   4.000

Skráning:


Landsmót UMFÍ 50+ - keppt í skák á laugardeginum

Landsmót UMFÍ 50+Skákmót Landsmót 50+ fer fram á laugardaginn 9. júní og hefst kl. 13 í Varmárskóla (bókasafni barnaskólans).

Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Hćgt er ađ skrá sig til ţátttöku á netinu en einnig á mótstađ.

Ćskilegt ađ mćta tímanlega til tafls, a.m.k. hálftíma fyrir keppni.

Umsjón mótsins er í höndum RIDDARANS  - skákklúbbs eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu -  og Einar S. Einarsson, verđur skákstjóri.

Nánar á http://www.umfi.is/umfi09/50plus/

Ţátttökugjald mótsins kr. 3.500-  gildir fyrir allar keppnisgreinar, margvíslega afţreyingu, heilsurćkt, fyrirlestra og fleira.


Krakkarnir skora á forsetaframbjóđendur í skák!

Kátir áskorendurKrakkarnir í Úrvalssveit Skákakademíunnar, sem ţessa dagana tefla viđ fulltrúa fyrirtćkja og stofnana, bjóđa öllum forsetaframbjóđendunum ađ mćta á Uppskeruhátíđ Skákakademíunnar í Ráđhúsinu á sunnudag og tefla eina skák.

Frambjóđendur til forseta eru Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guđmundsson, Hannes Bjarnason, Herdís Ţorgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Ţóra Arnórsdóttir.

Bréf Skákakademíunnar til forsetaframbjóđenda er svohljóđandi:

,,Sunnudaginn 10. júní stendur Skákakademía Reykjavíkur fyrir Uppskeruhátíđ í Ráđhúsinu. Ţar munu börn úr úrvalssveitum Skákakademíunnar tefla viđ gesti og gangandi, og safna áheitum til stuđnings ćskulýđsstarfi í skák.

Krakkarnir hafa sett sér ţađ markmiđ ađ tefla 200 skákir frá klukkan 12 til 18 á sunnudaginn. Ţađ vćri okkur mikil ánćgja og heiđur ef ţú sem frambjóđandi til ćđsta embćttis ţjóđarinnar gćtir litiđ viđ einhverntímann dagsins og tekiđ eina skák viđ krakkana. Skák er ţjóđaríţrótt Íslendinga og viđ vonum innilega ađ ţú sjáir ţér fćrt ađ mćta á sunnudaginn.

Kjörorđ skákhreyfingarinnar er: Viđ erum ein fjölskylda.

Međ kćrri kveđju,

Stefán Bergsson, framkvćmdastjóri SR."


Val Gardena: Hjörvar og Ţorsteinn međ jafntefli gegn sterkum andstćđingum

Hjörvar og ŢorsteinnHjörvar Steinn Grétarsson (2477) og Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) gerđu báđir jafntefli í 4. umferđ alţjóđlega mótsins í Val Gardena á Ítalíu sem fram fór í dag.  Hjörvar viđ ţýska stórmeistarann Arkadij Rotstein (2512) en Ţorsteinn viđ ítalska alţjóđlega meistarann Fabio Bruno (2447).  Hjörvar hefur 3 vinninga og er í 6.-11. sćti en Ţorsteinn hefur 2,5 vinning og er í 12.-22. sćti.

Í 5. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ pólska stórmeistarann Rafal Antoniewski (2536) en Ţorsteinn viđ ísraelska stórmeistarann Tal Baron (2467). 

56 skákmenn frá 19 löndum taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn er nr. 28.  

Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8779154

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband