Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2012

Radjabov efstur á Tal Memorial - Carlsen hékk á jafntefli gegn Morozevich

RadjabovKramnik (2801) vann Grischuk (2761) og Radjabov (2784) lagđi McShane (2706) í 2. umferđ Tal Memorial sem fram fór í Moskvu í dag.   Radjabov er sá eini sem hefur unniđ báđar sínar skákir.  Kramnik, Aronian (2825) og Morozevich (2769) er nćstir međ 1,5 vinning en Moro var mjög nálćgt ţví ađ leggja Carlsen (2835) ađ velli í dag.    


Úrslit 2. umferđar:

Fabiano Caruana˝-˝Hikaru Nakamura
Ev. Tomashevsky˝-˝Levon Aronian
Luke McShane0-1Teimour Radjabov
Vladimir Kramnik1-0Alexander Grischuk
Alex. Morozevich˝-˝Magnus Carlsen

 

Mótiđ er ćgisterkt en međalstig eru 2776 skákstig.  Taflmennskan hefst kl. 13 á daginn nema ađ lokaumferđin hefst kl. 11.  Frídagar eru 11. og 15. júní.


Töp hjá Hjörvari og Ţorsteini

Hjörvar og ŢorsteinnAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) og FIDE-meistarinn Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) töpuđu báđir í áttundu og nćstsíđustu umferđ alţjóđlega mótsins í Val Gardena sem fram fór í dag.  Hjörvar tapađi fyrir, rússneska stórmeistarann, Evgeny Gleizerov (2570) en Ţorsteinn tapađi fyrir ítalska alţjóđlega meistaranum Federico Manca (2424).  

Hjörvar hefur 5 vinninga og er 9.-17. sćti og Ţorsteinn hefur 4 vinninga og er í 24.-34. sćti.

Argentíski stórmeistarinn Fernando Peralta (2590) er efstur međ 6,5 vinning.  Annar er litháíski stórmeistarinn og Íslandsvinurinn Aloyzas Kveinys (2512). 

Í lokaumferđinni, sem hefst kl. 7 í fyrramáliđ, teflir Hjörvar viđ Manca en Ţorsteinn viđ stigalágan andstćđing (1936).

56 skákmenn frá 19 löndum taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn er nr. 28.  

Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13 nema ađ lokaumferđin hefst kl. 7.


Skákuppbođ aldarinnar í Ráđhúsinu á morgun: Merkir munir úr fórum meistaranna

Ţađ stefnir í skemmtilegt Skákuppbođ aldarinnar í Ráđhúsi Reykjavíkur á morgun, sunnudag, klukkan 15. Uppbođinu stjórnar enginn annar en Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur, og margir merkir og skemmtilegir munir verđa bođnir upp. Ágóđi af uppbođinu rennur í skákstarf fyrir börn og ungmenni.

Hér fer á eftir listi yfir nokkra af helstu uppbođsmunum. Hćgt er ađ senda inn tilbođ eđa fyrirspurnir til Stefáns Bergssonar framkvćmdastjóra Skákakademíunnar í stefan@skakakademia.is og síma 8637562.

1 Friđrik ÓlafssonFiđrik Ólafsson leggur til tvö söguleg taflsett á uppbođinu en ţađ er haldiđ til styrktar ćskulýđsstarfi Skákakademíu Reykjavíkur. Taflsettin fékk hann ađ gjöf ţegar hann tefldi á firnasterku Piatgorsky-stórmótinu í Los Angels áriđ 1963, en ţar var hann hársbreidd frá sigri.

2 Friđrik ÓlafssonTaflsettin sem Friđrik Ólafsson gefur eru hönnuđ af hinum kunna Peter Ganine, myndhöggvara og skákhönnuđi. Lágmarksverđ er 50 ţúsund krónur fyrir hvort taflsett, en búast má viđ ađ margir sýni taflsettunum áhuga. Friđrik var fyrsti stórmeistari Íslendinga og međal sterkustu skákmanna heims um árabil. Hann var forseti FIDE, alţjóđasambands skákíţróttarinnar 1978-82. Skákdagur Íslands var haldinn í fyrsta sinn á afmćlisdegi Friđriks, 26. janúar, međ skákviđburđum og hátíđahöldum um allt land.

4 Helgi ÓlafssonHelgi Ólafsson stórmeistari gefur tvćr gersemar. Annars vegar er Skákritđ, sem út kom á árunum 1950 til 1953. Ritstjórar voru skákmennirnir Ţórir Á. Ólafsson og Sveinn Kristinsson. Öll hefti ţessa merka skáktímarits eru snoturlega innbundin og er um ađ rćđa kjörgrip. Bókasafnarar, áhugamenn um skáksögu og ađrir ađdáendur Helga Ólafssonar hljóta ađ hugsa sér gott til glóđarinnar. Lágmarksverđ er 20 ţúsund krónur.

4 Helgi Ólafsson lopapeysaHelgi leggur líka til annan einstćđan grip: Stórfallega lopapeysu sem Handprjónasambandiđ fćrđi honum ađ gjöf fyrir glćstan sigur á Reykjavíkurmótinu 1984. Peysan ber endingu íslensku ullarinnar gott vitni og er sannkölluđ sigurvegarapeysa.

3 Ríkharđur Sveinsson matseđill 1972Ríkharđur Sveinsson lćtur í té nokkra mjög áhugaverđa hluti sem tengjast ,,Einvígi allra tíma" í Reykjavík 1972, ţegar Bobby Fischer bar sigurorđ af Boris Spassky. Um er ađ rćđa heildarsafn af svonefndum fyrsta dags umslögum, sem gefin voru út í tilefni af einvíginu. Öll umslögin eru í snyrtilegri möppu og er lágmarksbođ ađeins 5 ţúsund kr.Ríkharđur gefur einnig tvćr litprentađar myndir eftir Halldór Pétursson, en sá frábćri listamađur, húmoristi og teiknari gerđi einvíginu einstök skil. Lágmarksverđ fyrir hvora mynd er 5 ţúsund kr. Síđast en ekki síst lćtur Ríkharđur í té matseđil frá lokahófi heimsmeistaraeinvígisins 1972. Ţađ fór fram í Laugardalshöll á vegum Hótel Holts og Leikhúskjallarans. Skv. upplýsingum á matseđli var m.a. bođiđ upp á lambakjöt, grillađ ađ hćtti víkinga. Matseđillinn er skemmtileg heimild um viđburđ sem kom Íslandi í kastljós fjölmiđla um allan heim mánuđum saman. Lágmarksverđ fyrir ţennan sögulega matseđil, sem er innrammađur, er 10 ţúsund kr.

Jón L. ÁrnasonJón L. Árnason stórmeistari, sem varđ heimsmeistari 16 ára og yngri 1977, leggur til frábćra seríu af rússneskum skákbókum sem hafa ađ geyma bestu skákir Karpovs, Smyslovs, Botvinniks og Tal, auk snilldarverks Suetins um Boleslavsky. Bćkurnar eru allar merktar Jóni L. Árnasyni og hafa fylgt honum langa hríđ. Lágmarksbođ í bćkurnar fimm, sem seldar eru saman, er 25 ţúsund kr.

Sovéskur safngripurSkákmađurinn Tómas Veigar Sigurđsson ánafnar merkilegri skákklukku, sem er bókstaflega einsog ný úr kassanum ţótt hún hafi veriđ framleidd í Sovétríkjunum sálugu á síđustu öld. Ítarlegt ábyrgđarskírteini, stimplađ í bak og fyrir, fylgir skákklukkunni sem hefur aldrei veriđ notuđ. Hér er um sannkallađan safngrip ađ rćđa og er lágmarksverđ 25 ţúsund kr.

5 Halldór BlöndalHalldór Blöndal, fv. ráđherra og forseti Alţingis, gefur taflplötu sem ber áritun Hue Yifan, heimsmeistara kvenna. Hún kom hingađ til lands í vetur og heillađi landsmenn međ framkomu sinni og skáksnilld. Međ hinni árituđu taflplötu fylgir eđaltaflsett úr viđi. Lágmarksverđ fyrir tafplötuna og settiđ er 50 ţúsund kr. Sama máli gegnir um skákplötu sem Guđni Ágústsson leggur til, en hún ber áritun Friđriks Ólafssonar og fylgir eđaltaflsett međ. Lágmarksverđ fyrir ţessa eigulegu gripi er 50 ţúsund.

Fleiri gefa muni á uppbođiđ, m.a. Jóhann Hjartarson stórmeistari, Hrafn Jökulsson, Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir sem 11 sinnum hefur orđiđ Íslandsmeistari í skák og Páll G. Jónsson athafnamađur og skákmađur.

Á Uppskeruhátíđinni í Ráđhúsinu verđur jafnframt ,,skákflóamarkađur" ţar sem hćgt verđur ađ kaupa skákbćkur, taflsett, póstkort og fleira sem tengist ţjóđaríţróttinni. Stefán Bergsson sagđi ađ ţeir sem vildu gefa sögulega muni á uppbođiđ eđa leggja til góss á skákflóamarkađinn gćtu haft samband í stefan@skakakademia.is. Hann ţakkađi jafnframt öllum ţeim fjölmörgu sem leggja Skákakademíunni liđ í starfi međal barna og ungmenna.


Uppskeruhátíđ Skákakademíunnar í Ráđhúsinu á morgun: Komiđ og tefliđ viđ krakkana!

5. Viđ erum ein fjölskylda!Forsetafrúin Dorrit Moussaieff og forseta-frambjóđendurnir Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guđmundsson, Herdís Ţorgeirsdóttir og Ţóra Arnórsdóttir eru međal ţeirra sem taka áskorun skákkrakkanna um ađ tefla á Uppskeruhátíđ Skákakademíu Reykjavíkur á morgun, sunnudag, í Ráđhúsi Reykjavíkur.

Hátíđin hefst klukkan 12 og eru skákáhugamenn á öllum aldri hvattir til ađ mćta og taka ţátt í gleđinni.

Markmiđ krakkanna er ađ tefla 200 skákir og safna áheitum til stuđnings ćskulýđsstarfinu í skák. Jafnframt verđur haldiđ Skákuppbođ aldarinnar, bođiđ upp á skákkennslu fyrir börn og byrjendur og stórmeistarar tefla fjöltefli viđ gesti.

Dagskrá Uppskeruhátíđarinnar í Ráđhúsinu:

12:00 Setningarávarp Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráđherra. Skákmaraţoniđ hefst.

12:30 Oliver Aron Jóhannesson og Dagur Ragnarsson tefla einvígi um Landsmótsmeistaratitilinn í skák.

13:00 Skákflóamarkađur opnar.

14:00 Friđrik Ólafsson teflir fjöltefli viđ gesti. Allir velkomnir.

15:00 Skákuppbođ aldarinnar. Hamarinn í höndum Jóhannesar Kristjánssonar.

17:00 Jóhann Hjartarson stórmeistari teflir fjöltefli viđ gesti í Ráđhúsinu.

18:00 Skákmaraţoni lýkur.

Allan daginn verđur svo skákkennsluhorn ţar sem börn (og fullorđnir) geta lćrt grundvallaratriđi skáklistarinnar af reyndum kennurum.


Mjóddarmót Hellis fer fram í dag

Göngugatan í MjóddMjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 9. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Á síđasta ári sigrađi Brúđarkjólaleiga Katrínar en fyrir hana tefldi Dađi Ómarsson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíđu Hellis: http://hellir.blog.is.   Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.

Ţátttaka er ókeypis!

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 10.000
  • 2.   6.000
  • 3.   4.000

Skráning:


Landsmót UMFÍ 50+ - skákkeppnin fer fram í dag

Landsmót UMFÍ 50+Skákmót Landsmót 50+ fer fram á laugardaginn 9. júní og hefst kl. 13 í Varmárskóla (bókasafni barnaskólans).

Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Hćgt er ađ skrá sig til ţátttöku á netinu en einnig á mótstađ.

Ćskilegt ađ mćta tímanlega til tafls, a.m.k. hálftíma fyrir keppni.

Umsjón mótsins er í höndum RIDDARANS  - skákklúbbs eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu -  og Einar S. Einarsson, verđur skákstjóri.

Nánar á http://www.umfi.is/umfi09/50plus/

Ţátttökugjald mótsins kr. 3.500-  gildir fyrir allar keppnisgreinar, margvíslega afţreyingu, heilsurćkt, fyrirlestra og fleira.


Gleđin ríkti ţegar Úrvalssveitin mćtti Hemma Gunn og skáksveit 365

5Ţađ var glatt á hjalla í Skaftahlíđ ţegar Úrvalssveit Skákakademíunnar mćtti í heimsókn í höfuđstöđvar 365, enda sjálfur Hemmi Gunn fyrirliđi í skáksveit fjölmiđlaveldisins.

365 rekur  Stöđ 2, Bylgjuna, FM 957, X-iđ, Fréttablađiđ, Vísi.is og fleiri fjölmiđla. Hemmi hefur um árabil veriđ einn af vinsćlustu fjölmiđlamönnum landsins. Hann hefur spilađ landsleiki í bćđi handbolta og fótbolta, og er auk ţess mikill skákáhugamađur og teflir međ skákdeild Vals.

8Ţađ voru fleiri stjörnur og stórlaxar í sveit 365, en auk Hermanns tefldu ţeir Ţorkell Máni Pétursson, Friđrik Geirdal Júlíusson, Björn Sigurđsson og Nökkvi Elíasson.

Úrvalssveitin var ađ vanda vel skipuđ. Ađ ţessu sinni tefldu Dagur Ragnarsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harđarson, Kristófer Jóel Jóhannesson og Hilmir Freyr Heimisson.

10Tefldar voru ţrjár umferđir og niđurstađan var nokkuđ afgerandi sigur Úrvalsliđsins. Dagur Ragnarsson og Hermann tefldu hörkuskákir, og var Hemmi međ gjörunna stöđu í fyrstu skákinni en féll á tíma. Í nćstu umferđ var umhugsunartími Úrvalsliđsins styttur niđur í 2 mínútur gegn 5 mínútum skáksveitar 365, og í lokaumferđinni sýndu strákarnir ótrúlega takta međ ađeins 1 mínútu umhugsunartíma.

Ţetta var mjög skemmtileg viđureign, og ekki spillti fyrir ađ Hemmi fór međ hópinn í kynningarferđ um útsendingarstúdíó, ţar sem sumir vinsćlustu útvarpsmenn landsins voru í beinni međ bros á vör.

Myndaalbúm (HJ)


Hjörvar međ jafntefli viđ Baklan - Ţorsteinn einnig međ jafntefli

Hjörvar og ŢorsteinnAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) gerđi jafntefli viđ stigahćsta keppenda mótsins, úkraínska stórmeistarann Vladimir Baklan (2612), í sjöundu umferđ alţjóđlega mótsinsí Val Gardena sem fram fór í dag.   Hjörvar hefur 5 vinninga og er í 2.-7. sćti.  

Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) heldur einnig áfram ađ ná góđum úrslitum gegn stigahćrri skákmönnum.  Í dag gerđi hann jafntefli viđ ítalska FIDE-meistarann Alaxande Bertagnolli (2370).  Ţorsteinn hefur 4 vinninga og er í 15.-25. sćti.

Argentíski stórmeistarinn Fernando Peralta (2590) er efstur međ 6 vinninga, vinningsforskot á Hjörvar og fleiri. 

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ rússneska stórmeistarann, Evgeny Gleizerov (2570).   Ţorsteinn mćtir ítalska FIDE-meistarann Federico Manca (2424). 

56 skákmenn frá 19 löndum taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn er nr. 28.  

Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13.  


Tal Memorial hófst í dag međ látum

GrischukTal Memorial hófst í dag í Moskvu í Rússlandi.  Mótiđ hófst međ látum og unnust fjórar skákir af fimm.  Ţađ voru ađeins Carlsen (2835) og Kramnik (2801) sem gerđu jafntefli.  Aronian (2825), Grischuk (2761), Morozevich (2769) og Radjabov (2784) unnu sínar skákir.

Úrslit 1. umferđar:

Aronian, Levon- Nakamura, Hikaru1-0
Radjabov, Teimour- Tomashevsky, Evgeny1-0
Grischuk, Alexander- McShane, Luke J1-0
Morozevich, Alexander- Caruana, Fabiano1-0
Carlsen, Magnus- Kramnik, Vladimir˝-˝

 
Mótiđ er ćgisterkt en međalstig eru 2776 skákstig.  Taflmennskan hefst kl. 13 á daginn nema ađ lokaumferđin hefst kl. 11.  Frídagar eru 11. og 15. júní.


Hjörvar braut 2500 stiga múrinn í dag

 

Hjörvar óstöđvandi á 1. borđi Verzló: Vann allar 7 skákirnar

Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) vann rússneska stórmeistarann Mikhail Ulibin (2519) í sjöttu umferđ alţjóđlega mótsins í í Val Gardena sem fram fór í dag.  Međ sigrinum braut hann 2500 stigamúrinn og ţađ á fimmtugsafmćlisdegi föđurs síns sem er međ honum á skákstađ.  Sú hindrun ađ stórmeistaratitli er ţá úr vegi og nú vantar ađeins lokaáfangann.  Hjörvar hefur 4,5 vinning og er í 3.-5. sćti.

 

Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) stendur sig einnig glimrandi vel.   Í dag gerđi Ţorsteinn jafntefli viđ rússneska stórmeistarann Evgeny Gleizerov (2570), hefur 3,5 vinning, og er í 15.-25. sćti.

Efstir međ 5 vinninga eru stórmeistararnir Sipke Ernst (2554), Hollandi, og Fernando Peralta (2590), Argentínu. 

Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ stigahćsta keppenda mótsins, úkraínska stórmeistarann Vladimir Baklan (2612), og Ţorsteinn viđ ítalska FIDE-meistarann Alaxande Bertagnolli (2370).

56 skákmenn frá 19 löndum taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn er nr. 28.  

Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 175
  • Frá upphafi: 8779135

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband