Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
12.6.2012 | 21:00
Morozevich og Radjabov efstir
Fjórða umferð Tal Memorial fór fram í dag í Moskvu. Caruana (2770) vann Tomashevsky (2738) en öðrum skákum lauk með jafntefli. Morozevich (2769) og Radjabov (2784) eru efstir með 3 vinninga en Kramnik (2801) er þriðji með 2,5 vinning.
Úrslit 4. umferðar:
Fabiano Caruana | 1-0 | Ev. Tomashevsky |
Luke McShane | ½-½ | Hikaru Nakamura |
Vladimir Kramnik | ½-½ | Levon Aronian |
Alex. Morozevich | ½-½ | Teimour Radjabov |
Magnus Carlsen | ½-½ | Alexander Grischuk |
Staðan:
- 1.-2. Morozevich (2769) og Radjabov (2784) 3 v.
- 3. Kramnik (2801) 2,5 v.
- 4.-6. Carlsen (2835), Aronian (2825) og Caruana (2770) 2 v.
- 7.-9. McShane (2706), Grischuk (2761) og Nakamura (2775) 1,5 v.
- 10. Tomashevsky (2738) 1 v.
Mótið er ægisterkt en meðalstig eru 2776 skákstig. Taflmennskan hefst kl. 13 á daginn nema að lokaumferðin hefst kl. 11. Frídagar eru 11. og 15. júní.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tveir af helstu handverksmönnum og listasmiðum Árneshrepps, Valgeir Benediktsson í Árnesi, og Guðjón Kristinsson frá Dröngum, leggja til verðlaunagripina á Skákhátíð á Ströndum 2012. Báðir hafa þeir, á undanförnum árum, lagt hátíðinni lið með margvíslegum hætti.
Valgeir Benediktsson hefur ásamt fjölskyldu sinni í Árnesi byggt upp Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík. Þar er hægt að kynnast sögu þessarar einstöku sveitar, og fólkinu sem þar bjó. Óhætt er að segja að Valgeir og fjölskylda hans hafi bjargað frá glötun ómetanlegum heimildum um búsetu við nyrsta haf. Þar fyrir utan er Valgeir einhver snjallasti handverksmaður landsins, og býr til stórkostlega muni úr rekaviði, m.a. hina rómuðu penna sem notaðir hafa verið í verðlaun á skákhátíðum undanfarinna ára.
Guðjón Kristinsson er Strandamaður í húð og hár, alinn upp á Seljanesi og Dröngum. Hann er eftirsóttur hönnuður og handverksmaður, enda hefur hann tileinkað sér hina merku list forfeðra okkar við húsbyggingar og hleðslu. Að auki smíðar Guðjón leiktæki og listmuni, og er tvímælalaust í hópi áhugaverðustu listmanna landsins.
Gripurinn frá Valgeiri verður handa sigurvegaranum á Afmælismóti Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í Trékyllisvík laugardaginn 23. júní, en daginn eftir verður keppt um ,,Krumlu Strandamannsins", skúlptúr Guðjóns úr rekaviði, á mótinu í Kaffi Norðurfirði.
Fyrir utan listgripi á Ströndum munu keppendur á skákhátíðinni keppa um peningaverðlaun og marga aðra vinninga. Mikil áhersla er lögð á verðlaun fyrir börn, enda liggur fyrir að mörg efnilegustu skákbörn landsins mæta á Strandir, auk harðsnúins heimavarnarliðs af ungu kynslóðinni. Börnin sem taka þátt í hátíðinni munu öll fá verðlaun og viðurkenningar.
Meðal keppenda á Skákhátíð á Ströndum 2012 verða sumir af bestu og efnilegustu skákmönnum landsins. Í þeim hópi eru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson og Stefán Kristjánsson. Af öðrum kunnum köppum má nefna Róbert Lagerman, Sævar Bjarnason, Stefán Bergsson, Hrannar Jónsson, Magnús Matthíasson, Heimi Páll Ragnarsson, Hilmi Frey, Heimisson, Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur, Vigni Vatnar Stefánsson og Gunnar Björnsson.
Einnig er von á góðum hópi úr Skákfélagi Vinjar, auk þess sem vonast er til að hinir öflugu skákmenn Akureyrar og nærsveita fjölmenni. Þá tefla Strandamenn að vanda fram öflugum fulltrúum
Margir gistimöguleikar eru í Árnheshreppi og skal sérstaklega vekja athygli á góðu tilboði sem Hótel Djúpavík gerir gestum skákhátíðarinnar.

Gistiheimilið í Norðurfirði býður uppá svefnpokapláss eða uppábúin rúm í vistlegum húsakynnum. Netfang: gulledda@simnet.is Sími: 554 4089.
Gistiheimilið Bergistanga býður upp á svefnpokapláss fyrir einstaklinga og hópa, með eldunaraðstöðu. Einnig notaleg herbergi með uppábúnum rúmum. Sími: 451 4003.
Finnbogastaðaskóli. Svefnpokapláss fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk. Mjög góð hreinlætis- og eldunaraðstaða. Fín aðstaða á tjaldstæðum við skólann.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2012 | 08:53
Myndir frá úrslitakeppni Meistaramóti Skákskóla Íslands
Laugardaginn 9. júní sl. fór fram úrslitakeppni Meistaramóts Skákskóla Íslands. Þeir Jón Trausti Harðarson, Mikael Jóhann Karlsson og Oliver Aron Jóhannesson kepptu þar en þeir urðu efstir og jafnir í aðalkeppninni. Í úrslitakeppni þeirra á milli stóð Mikael Jóhann uppi sem sigurvegari. Helgi Ólafsson, skákstjóri og skólastjóri Skákskólans tók nokkrar myndir.
Myndaalbúm (HÓ)
11.6.2012 | 22:00
Dagur Ragnarsson Íslandsmeistari í skólaskák
Dagur Ragnarsson er Íslandsmeistari í skólaskák. Hann og félagi hans úr Rimaskóla, Oliver Aron Jóhannesson komu jafnir í mark í eldri flokki á sjálfu Landsmótinu í skólaskák sem fram fór í Stórutjarnarskóla í Þingeyjarsveit í maí. Þeir kepptu til úrslita samhliða skákmaraþoninu í Ráðhúsinu á sunnudag. Fyrri skákinni lauk með jafntefli í hörkuskák og Dagur hafði svo betur í síðari skákinni, einnig eftir hörkuskák.
Myndaalbúm (HJ)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2012 | 21:15
Meira um Val Gardena - lokapistill Þorsteins
Eins og fram hefur komið áður hér á Skák.is náðu bæði Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) og Þorsteinn Þorsteinsson (2248) prýðisgóðum árangri á alþjóðlega mótinu í Val Gardena.
Báðir voru þeir aðeins hálfum vinningi frá áfanga. Hjörvar mjög nærri sínum síðasta stórmeistaraáfanga og Þorsteinn einnig mjög nærri sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegu meistaratitli.
Þorsteinn gerði mótinu einkar góð skil á Skákhorninu og má þar sérstaklega nefna góðan uppgjörspistil hans að loknu móti. Þar segir meðal annars:
Mótið í Ortisei var að mestu leyti sigurganga hjá mér og Hjörvari að undanskilinni 8. umferðinni þar sem okkur tókst báðum illa upp og urðum þar með af þeim áföngum sem voru í sjónmáli, Hjörvar af stórmeistaráfanga og ég af alþjóðlegum áfanga. Við vorum svo sem hvorugir að hugsa mikið um þessa áfanga enda hefur það yfirleitt truflandi áhrif, sérstaklega ef það ræður því hvernig maður teflir.
Hjörvar Steinn endaði í 3. - 12. sæti með 6 vinninga. Ég endaði svo í 17. - 24. sæti með 5 vinninga. Báðir hækkuðum við verulega á stigum. Frammistaða Hjörvars samsvarar 2586 skákstigum og hækkar hann um 14 stig fyrir hana. Hjörvar er eftir mótið kominn í 2507 að loknu móti. Minn árangur samsvaraði 2342 skákstigum og hækka ég því um 17 stig.
Hjörvar tefldi að jafnaði mjög vel og hárbeitt og sýndi stórmeisturunum enga miskunn. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær hann verður einn þeirra. Mér fannst skák Hjörvars við Ubilin vera hans besta í þessu móti en hún er einmitt lýsandi dæmi um það sjálfstraust sem Hjörvar býr yfir. Hann hræðist engan, hefur stáltaugar og tefldi ávallt fram til sigurs óháð andstæðingi og stöðunni í mótinu að öðru leyti, alveg eins og Fischer forðum. Þetta eru eiginleikar sem eiga eftir að koma Hjörvari langt ef hann leggur skákina fyrir sig í framtíðinni.
10.6.2012 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Þröstur Íslandsmeistari eftir "Armageddon"
Eins og búist var við tókst Wisvanathan Anand að leggja áskoranda sinn, Ísraelsmanninn Boris Gelfand, og verja heimsmeistaratitilinn sinn. Að loknum 12 skákum með venjulegum umhugsunartíma stóð jafnt, 6:6, og þá var gripið til fjögurra atskáka og þar vann Anand eina skák og gerði þrjú jafntefli. Einvígið þótti bragðdauft, meðalleikjafjöldi var 29 leikir. Anand varð FIDE-heimsmeistari árið 2001, vann síðan hið „sameinaða heimsmeistaramót" í Mexíkó 2007, varði titilinn í einvígi við Kramnik 2008 og Topalov árið 2010.
Spennandi einvígi Þrastar og Braga
Það var meira líf í tuskunum í einvígi Þrastar Þórhallssonar og Braga Þorfinnssonar um Íslandsmeistaratitilinn en fjögurra skáka einvígi þeirra fór fram í Stúkunni á Kópavogsvelli, hófst 25. maí og eftir að jafnt hafði orðið í kappskákunum, 2:2, lauk keppninni sl. miðvikudag með æsispennandi atskákum og hraðskákum. Þegar enn var jafnt eftir tvær atskákir, 25 10, og aftur jafnt eftir tvær hraðskákir, 5 3, tefldu þeir að lokum svonefnda „Armageddon-skák". Bragi fékk fimm mínútur og varð að vinna með hvítu. Þröstur hafði fjórar mínútur og dugði jafntefli en vann og er því Íslandsmeistari 2012. Verðskuldaður sigur að flestra mati en leiðin að titlinum hefur verið löng og ströng og hófst á Íslandsmótinu í Hagaskóla fyrir 27 árum. Þröstur hefur nú aftur unnið sér sæti í ólympíuliði Íslands. Hann var ekki farsæll í byrjun og var undir ½ : 1 ½ að loknum tveim skákum. Í þeirri næstu sýndi hann sínar bestu hliðar:
3. einvígisskák:
Þröstur Þórhallsson - Bragi Þorfinnsson
Ítalskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4
Evans-bragðið á alltaf sína áhangendur.
4. ... Bxb4 5. c3 Be7 6. d4 Ra5 7. Bd3!?
Nýr snúningur. Kasparov „endurvakti" Evans-bragð árið 1995 en lék 7. Be2.
7. ... d6 8. dxe5 dxe5 9. Rxe5 Rf6 10. Rd2 O-O 11. Rdf3 Rg4 12. Rxg4 Bxg4 13. h3 Bh5 14. O-O Rc6 15. g4 Bg6 16. Hb1 h5 17. gxh5 Bxh5 18. Hb5
Upphafið að skemmtilegu hróksferðalagi. Ekki gekk 18. Hxb7 vegna 18. ... Dc8 og h3-peðið fellur.
18. ... Bg6 19. Kg2 Dc8 20. De2 Hd8 21. Bc4 a6 22. Hd5 b5 23. Hxd8 Rxd8 24. Bb3 Bh5 25. De3 a5?
Bragi hefur fengið vel teflanlega stöðu eftir byrjunina en hér var rétt að leika 25. ... Re6.
26. Rd4 Ha6 27. Rf5 Hg6+ 28. Kh2 Bd6+ 29. f4 a4 30. Bc2 De6 31. e5
Í síðustu leikjum bætti hvítur stöðu sína mjög og hér var rétta augnablikið að leika 31. Rxd6 cxd6 32. Db6!
31. ... Bf8 32. Rd4 Dxa2 33. Hf2 Dd5 34. Be4 Dc5 35. Bxg6 Bxg6 36. f5 Bh7 37. Hg2
Hvítur hefur unnið skiptamun fyrir peð en staðan er traust.
37. ... Rc6 38. Rxc6 Dxc6 39. f6 De6 40. Dd4 c5 41. Df4 b4
Öruggara var 41. ... Bg6. Bragi hugðist svara 42. fxg7 með 42. ... Be7. Þröstur sá að hann kemst ekkert áleiðis með þeirri leið.
42. Hd2!? a3! 43. Hd8 Db6 44. Dd2 c4
Alls ekki 44. ... bxc3 45. Dd6 eða 45. Dd7 og hvítur vinnur.
45. cxb4 gxf6 46. Bxa3 c3 47. Dd4
Tapleikurinn. Bragi gat gert sér góðar vonir um jafntefli með því að leika 47. ... Dxd4 48. Hxd4 fxe5.
48. Dg4+?!
48. exf6! var nákvæmara.
48. ... Bg6 49. Bc1 Db6 50. Dd4 Da6 51. Df2 c2 52. Bh6 Kh7 53. Bxf8 Dc4 54. Bh6! Dc7 55. Hh8+!
- og Bragi gafst upp, hann fær ekki forðað máti.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. júní 2012.
| GM Throstur Thorhallsson - IM Bragi Thorfinnsson (PGN) 1. e4 e5 2. Nf3 Nc6 3. Bc4 Bc5 4. b4 Bxb4 5. c3 Be7 6. d4 Na5 7. Bd3 d6 8. dxe5 dxe5 9. Nxe5 Nf6 10. Nd2 O-O 11. Ndf3 Ng4 12. Nxg4 Bxg4 13. h3 Bh5 14. O-O Nc6 15. g4 Bg6 16. Rb1 h5 17. gxh5 Bxh5 18. Rb5 Bg6 19. Kg2 Qc8 20. Qe2 Rd8 21. Bc4 a6 22. Rd5 b5 23. Rxd8+ Nxd8 24. Bb3 Bh5 25. Qe3 a5 26. Nd4 Ra6 27. Nf5 Rg6+ 28. Kh2 Bd6+ 29. f4 a4 30. Bc2 Qe6 31. e5 Bf8 32. Nd4 Qxa2 33. Rf2 Qd5 34. Be4 Qc5 35. Bxg6 Bxg6 36. f5 Bh7 37. Rg2 Nc6 38. Nxc6 Qxc6 39. f6 Qe6 40. Qd4 c5 41. Qf4 b4 42. Rd2 a3 43. Rd8 Qb6 44. Qd2 c4 45. cxb4 gxf6 46. Bxa3 c3 47. Qd4 Qa6 48. Qg4+ Bg6 49. Bc1 Qb6 50. Qd4 Qa6 51. Qf2 c2 52. Bh6 Kh7 53. Bxf8 Qc4 54. Bh6 Qc7 55. Rh8+ 1-0 |
Spil og leikir | Breytt 2.6.2012 kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2012 | 13:24
Hjörvar og Þorsteinn með sigra í lokaumferðinni í Val Gardena - góð frammistaða beggja
Alþjóðlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) og FIDE-meistarinn Þorsteinn Þorsteinsson (2248) unnu báðir í lokaumferð alþjóðlega mótsins í Val Gerdena á ítalíu. Hjörvar hlaut 6 vinninga og var mjög nærri sínum lokaáfanga að stórmeistaratitli. Hjörvar varð í 3.-12. sæti (4. sæti á stigum).
Þorsteinn vann einn heimamannanna í lokaumferðinni. Þorsteinn hlaut 5 vinninga og endaði í 17.-24. sæti (23. sæti á stigum).
Báðir hækka þeir verulega á stigum. Frammistaða Hjörvars samsvarar 2586 skákstigum og hækkar hann um 14 stig fyrir hana. Hjörvar er eftir mótið kominn í 2507 að loknu móti. Hjörvar heldur til Glasgow í Skotlandi í júlí þar sem hann teflir á Skoska meistaramótinu.
Frammistaða Þorsteins samsvaraði 2342 skákstigum og hækkar hann um 17 stig fyrir frammistöðuna á mótinu.
Argentíski stórmeistarinn Fernando Peralta (2590) var sigurvegar mótsins en hann hlaut 7 vinninga. Annar varð litháíski stórmeistarinn og Íslandsvinurinn Aloyzas Kveinys (2512) með 6,5 vinning.
56 skákmenn frá 19 löndum tóku þátt í þessu móti og þar af voru 14 stórmeistarar og 9 alþjóðlegir meistarar. Hjörvar var nr. 13 í stigaröð keppenda en Þorsteinn var nr. 28.
Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferðir kl. 13 nema að lokaumferðin hefst kl. 7.
- Heimasíða mótsins
- Myndaalbúm (GF)
- Úrslitaþjónusta
- Beinar útendingar (hefjast kl. 13 nema síðasta umferðin kl. 7)
10.6.2012 | 02:03
Uppskeruhátíð Skákakademíunnar í Ráðhúsinu í dag




Skákakademían, sem stofnuð var 2008, stóð fyrir skákkennslu í 30 grunnskólum Reykjavíkur í vetur. Þá hefur akademían haldið mikinn fjölda viðburða og skákmóta, safnað fé í þágu góðra málefna, stutt við skákstarf meðal fólks með geðraskanir, og staðið fyrir margskonar nýbreytni í skáklífinu. Meginmarkmið Skákakademíunnar er að öll börn eigi þess kost að læra að tefla, enda sýna rannsóknir að skákkunnátta hefur jákvæð áhrif á jafnt námsárangur sem félagslega færni barna og ungmenna.
9.6.2012 | 22:47
Landsmót UMFÍ 50+: Erlingur Þorsteinsson sigraði
Það svífur sannkallaður keppnisandi yfir vötnunum við Varmá í Mosfellssveit þar sem Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri fer fram núna um helgina undir bláhvítum fána.
Keppt er í fjölmörgum greinum, þar á meðal hugaríþróttum eins og bridge og skák. Landmót með þessu sniði er nú haldið í annað sinn. Fyrir 2 árum fór það fram á Hvammstanga en þá voru keppendur í skákmótinu aðeins 5 talsins. Nú voru þeir sextán og keppnin einstaklega lífleg og skemmtileg og einbeitnin skein úr hverju andliti, líka áhorfenda.
Aðstæður voru hinar bestu, teflt í bókasafnsal Varmárskóla. Mótið fór einkar vel og skipulega fram, en RIDDARINN - skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, hafði tekið að sér að annast framkvæmd þess. Tefldar voru 9 umferðir með 10 mín. umhugsunartíma á skákina. Mótið var helgað minningu Pálma S. Gíslasonar, fv. formanns UMFÍ og UMF Kjalnesinga, sem var skák- , íþróttamaður og drengur góður, en féll frá langt um aldur fram.
Eftir tvísýna baráttu framan af móti seig hin eitilharði og góðkunni skákmaður Erlingur Þorsteinsson, UMF Fjölni, fram öðrum keppendum og sigraði glæsilega með 8 vinningum af 9 mögulegum. Í öðru sæti varð hinn valinkunni Áskell Örn Kárason, UMFA, sigurvegarinn frá því í hitteðfyrra. Þriðji varð svo stöðubaráttujaxlinn Þór Valtýsson, UMFA með 6 vinninga og hálfu stigi meira en Ragnar Hermannsson, UMF Fjölni, sem var jafn honum að vinningum.
Verðlaunaafhendingu önnuðust þeir Einar Kr. Jónsson, stjórnarmaður UMFÍ og Svanur Gestsson, UMSK, sem einnig aðstoðaði við mótshaldið. Einar S. Einarsson, var skákstjóri.
Myndaalbúm (ESE)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2012 | 20:15
Mikael Jóhann Karlsson er Meistari Skákskóla Íslands 2012
Mikael Jóhann Karlsson vann úrslitakeppnina um titilinn Meistari Skákskóla Íslands 2012. Hann varð efstur ásamt Oliver Aron Jóhannessyni og Jóni Trausta Harðarsyni með 5½ vinning eftir meistaramót skólans um síðustu helgi. Í dag, laugardag tefldu þeir einfalda umferð með atskák tímamörkum, 25 10.
Mikael Jóhann vann Oliver Aron í fyrstu umferð, jafntefli varð hjá Jóni Trausta og Oliver Aron í 2. umferð en í þeirri þriðju bauð Mikael Jóhann jafntefli þegar hann mætti Jóni Trausta og var þá með vænlega stöðu. Jón Trausti þáði boðið og niðurstaðn því þessi:
1. Mikael Jóhann Karlsson 1 ½ v. 2. Jóni Trausti Harðarson 1 v. 3. Oliver Aron Jóhannesson ½ v.
Mikael Jóhann tekur við titlinum af sigurvegara síðustu tveggja ára, Hjörvari Steini Grétarssyni.
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 101
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar