Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2012

Morozevich og Radjabov efstir

MorozevichFjórđa umferđ Tal Memorial fór fram í dag í Moskvu.  Caruana (2770) vann Tomashevsky (2738) en öđrum skákum lauk međ jafntefli.   Morozevich (2769) og Radjabov (2784) eru efstir međ 3 vinninga en Kramnik (2801) er ţriđji međ 2,5 vinning. 

 

 

Úrslit 4. umferđar:

Fabiano Caruana1-0Ev. Tomashevsky
Luke McShane˝-˝Hikaru Nakamura
Vladimir Kramnik˝-˝Levon Aronian
Alex. Morozevich˝-˝Teimour Radjabov
Magnus Carlsen˝-˝Alexander Grischuk


Stađan:

  • 1.-2. Morozevich (2769) og Radjabov (2784) 3 v.
  • 3. Kramnik (2801) 2,5 v.
  • 4.-6. Carlsen (2835), Aronian (2825) og Caruana (2770) 2 v.
  • 7.-9. McShane (2706), Grischuk (2761) og Nakamura (2775) 1,5 v.
  • 10. Tomashevsky (2738) 1 v.

Mótiđ er ćgisterkt en međalstig eru 2776 skákstig.  Taflmennskan hefst kl. 13 á daginn nema ađ lokaumferđin hefst kl. 11.  Frídagar eru 11. og 15. júní.


Leiđin liggur á Strandir: Verđlaunagripir eftir helstu handverksmenn Árneshrepps

DSC_0267Tveir af helstu handverksmönnum og listasmiđum Árneshrepps, Valgeir Benediktsson í Árnesi, og Guđjón Kristinsson frá Dröngum, leggja til verđlaunagripina á Skákhátíđ á Ströndum 2012. Báđir hafa ţeir, á undanförnum árum, lagt hátíđinni liđ međ margvíslegum hćtti.

Valgeir BenediktssonValgeir Benediktsson hefur ásamt fjölskyldu sinni í Árnesi byggt upp Minja- og handverkshúsiđ Kört í Trékyllisvík. Ţar er hćgt ađ kynnast sögu ţessarar einstöku sveitar, og fólkinu sem ţar bjó. Óhćtt er ađ segja ađ Valgeir og fjölskylda hans hafi bjargađ frá glötun ómetanlegum heimildum um búsetu viđ nyrsta haf. Ţar fyrir utan er Valgeir einhver snjallasti handverksmađur landsins, og býr til stórkostlega muni úr rekaviđi, m.a. hina rómuđu penna sem notađir hafa veriđ í verđlaun á skákhátíđum undanfarinna ára.

Guđjón KristinssonGuđjón Kristinsson er Strandamađur í húđ og hár, alinn upp á Seljanesi og Dröngum. Hann er eftirsóttur hönnuđur og handverksmađur, enda hefur hann tileinkađ sér hina merku list forfeđra okkar viđ húsbyggingar og hleđslu. Ađ auki smíđar Guđjón leiktćki og listmuni, og er tvímćlalaust í hópi áhugaverđustu listmanna landsins.

Gripurinn frá Valgeiri verđur handa sigurvegaranum á Afmćlismóti Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í Trékyllisvík laugardaginn 23. júní, en daginn eftir verđur keppt um ,,Krumlu Strandamannsins", skúlptúr Guđjóns úr rekaviđi, á mótinu í Kaffi Norđurfirđi.

Fyrir utan listgripi á Ströndum munu keppendur á skákhátíđinni keppa um peningaverđlaun og marga ađra vinninga. Mikil áhersla er lögđ á verđlaun fyrir börn, enda liggur fyrir ađ mörg efnilegustu skákbörn landsins mćta á Strandir, auk harđsnúins heimavarnarliđs af ungu kynslóđinni. Börnin sem taka ţátt í hátíđinni munu öll fá verđlaun og viđurkenningar.

DSC_0233Međal keppenda á Skákhátíđ á Ströndum 2012 verđa sumir af bestu og efnilegustu skákmönnum landsins. Í ţeim hópi eru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson  og Stefán Kristjánsson. Af öđrum kunnum köppum má nefna Róbert Lagerman, Sćvar Bjarnason, Stefán Bergsson, Hrannar Jónsson, Magnús Matthíasson, Heimi Páll Ragnarsson, Hilmi Frey, Heimisson, Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur, Vigni Vatnar Stefánsson og Gunnar Björnsson.

Einnig er von á góđum hópi úr Skákfélagi Vinjar, auk ţess sem vonast er til ađ hinir öflugu skákmenn Akureyrar og nćrsveita fjölmenni. Ţá tefla Strandamenn ađ vanda fram öflugum fulltrúum

Margir gistimöguleikar eru í Árnheshreppi og skal sérstaklega vekja athygli á góđu tilbođi sem Hótel Djúpavík gerir gestum skákhátíđarinnar.

A Hótel DjúpavíkHótel Djúpavík gerir gestum Skákhátíđar á Ströndum gott bođ: Gisting í 2 nćtur í tveggja manna herbergi, tveir kvöldverđir og tveir morgunverđir fyrir 16.000 krónur. Netfang: djupavik@snerpa.is Sími: 451 4037.

Gistiheimiliđ í Norđurfirđi býđur uppá svefnpokapláss eđa uppábúin rúm í vistlegum húsakynnum. Netfang: gulledda@simnet.is Sími: 554 4089.

Gistiheimiliđ Bergistanga býđur upp á svefnpokapláss fyrir einstaklinga og hópa, međ eldunarađstöđu. Einnig notaleg herbergi međ uppábúnum rúmum. Sími: 451 4003.

Finnbogastađaskóli. Svefnpokapláss fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk. Mjög góđ hreinlćtis- og eldunarađstađa. Fín ađstađa á tjaldstćđum viđ skólann.
Skákhátíđ á Ströndum hefur stofnađ Facebook-síđu, en einnig er hćgt ađ skrá sig hjá Hrafni hrafnjokuls@hotmail.com , Róbert í chesslion@chesslion.com Andreu andreamg@ruv.is, sem einnig veita frekari upplýsingar um ćvintýraferđ á Strandir.

Myndir frá úrslitakeppni Meistaramóti Skákskóla Íslands

 

Picture 105

Laugardaginn 9. júní sl. fór fram úrslitakeppni Meistaramóts Skákskóla Íslands.  Ţeir Jón Trausti Harđarson, Mikael Jóhann Karlsson og Oliver Aron Jóhannesson kepptu ţar en ţeir urđu efstir og jafnir í ađalkeppninni.  Í úrslitakeppni ţeirra á milli stóđ Mikael Jóhann uppi sem sigurvegari.  Helgi Ólafsson, skákstjóri og skólastjóri Skákskólans tók nokkrar myndir.

 

Myndaalbúm (HÓ)

 


Dagur Ragnarsson Íslandsmeistari í skólaskák

 

12

Dagur Ragnarsson er Íslandsmeistari í skólaskák.   Hann og félagi hans úr Rimaskóla, Oliver Aron Jóhannesson komu jafnir í mark í eldri flokki á sjálfu Landsmótinu í skólaskák sem fram fór í Stórutjarnarskóla í Ţingeyjarsveit í maí.   Ţeir kepptu til úrslita samhliđa skákmaraţoninu í Ráđhúsinu á sunnudag.  Fyrri skákinni lauk međ jafntefli í hörkuskák og Dagur hafđi svo betur í síđari skákinni, einnig eftir hörkuskák.

Myndaalbúm (HJ)


Meira um Val Gardena - lokapistill Ţorsteins

Hjörvar og Ţorsteinn

Eins og fram hefur komiđ áđur hér á Skák.is náđu bćđi Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) og Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) prýđisgóđum árangri á alţjóđlega mótinu í Val Gardena.  

Báđir voru ţeir ađeins hálfum vinningi frá áfanga.  Hjörvar mjög nćrri sínum síđasta stórmeistaraáfanga og Ţorsteinn einnig mjög nćrri sínum fyrsta áfanga ađ alţjóđlegu meistaratitli.  

Ţorsteinn gerđi mótinu einkar góđ skil á Skákhorninu og má ţar sérstaklega nefna góđan uppgjörspistil hans ađ loknu móti.   Ţar segir međal annars:

Mótiđ í Ortisei var ađ mestu leyti sigurganga hjá mér og Hjörvari ađ undanskilinni 8. umferđinni ţar sem okkur tókst báđum illa upp og urđum ţar međ af ţeim áföngum sem voru í sjónmáli, Hjörvar af stórmeistaráfanga og ég af alţjóđlegum áfanga. Viđ vorum svo sem hvorugir ađ hugsa mikiđ um ţessa áfanga enda hefur ţađ yfirleitt truflandi áhrif, sérstaklega ef ţađ rćđur ţví hvernig mađur teflir. 

Hjörvar Steinn endađi í 3. - 12. sćti međ 6 vinninga. Ég endađi svo í 17. - 24. sćti međ 5 vinninga. Báđir hćkkuđum viđ verulega á stigum. Frammistađa Hjörvars samsvarar 2586 skákstigum og hćkkar hann um 14 stig fyrir hana. Hjörvar er eftir mótiđ kominn í 2507 ađ loknu móti. Minn árangur samsvarađi 2342 skákstigum og hćkka ég ţví um 17 stig.

Hjörvar tefldi ađ jafnađi mjög vel og hárbeitt og sýndi stórmeisturunum enga miskunn. Ţađ er ţví ađeins tímaspursmál hvenćr hann verđur einn ţeirra. Mér fannst skák Hjörvars viđ Ubilin vera hans besta í ţessu móti en hún er einmitt lýsandi dćmi um ţađ sjálfstraust sem Hjörvar býr yfir. Hann hrćđist engan, hefur stáltaugar og tefldi ávallt fram til sigurs óháđ andstćđingi og stöđunni í mótinu ađ öđru leyti, alveg eins og Fischer forđum. Ţetta eru eiginleikar sem eiga eftir ađ koma Hjörvari langt ef hann leggur skákina fyrir sig í framtíđinni.

Meira hér.


Skákţáttur Morgunblađsins: Ţröstur Íslandsmeistari eftir "Armageddon"

Ţröstur Ţórhallsson Íslandsmeistari í skákEins og búist var viđ tókst Wisvanathan Anand ađ leggja áskoranda sinn, Ísraelsmanninn Boris Gelfand, og verja heimsmeistaratitilinn sinn. Ađ loknum 12 skákum međ venjulegum umhugsunartíma stóđ jafnt, 6:6, og ţá var gripiđ til fjögurra atskáka og ţar vann Anand eina skák og gerđi ţrjú jafntefli. Einvígiđ ţótti bragđdauft, međalleikjafjöldi var 29 leikir. Anand varđ FIDE-heimsmeistari áriđ 2001, vann síđan hiđ „sameinađa heimsmeistaramót" í Mexíkó 2007, varđi titilinn í einvígi viđ Kramnik 2008 og Topalov áriđ 2010.

Spennandi einvígi Ţrastar og Braga

Ţađ var meira líf í tuskunum í einvígi Ţrastar Ţórhallssonar og Braga DSC 1468Ţorfinnssonar um Íslandsmeistaratitilinn en fjögurra skáka einvígi ţeirra fór fram í Stúkunni á Kópavogsvelli, hófst 25. maí og eftir ađ jafnt hafđi orđiđ í kappskákunum, 2:2, lauk keppninni sl. miđvikudag međ ćsispennandi atskákum og hrađskákum. Ţegar enn var jafnt eftir tvćr atskákir, 25 10, og aftur jafnt eftir tvćr hrađskákir, 5 3, tefldu ţeir ađ lokum svonefnda „Armageddon-skák". Bragi fékk fimm mínútur og varđ ađ vinna međ hvítu. Ţröstur hafđi fjórar mínútur og dugđi jafntefli en vann og er ţví Íslandsmeistari 2012. Verđskuldađur sigur ađ flestra mati en leiđin ađ titlinum hefur veriđ löng og ströng og hófst á Íslandsmótinu í Hagaskóla fyrir 27 árum. Ţröstur hefur nú aftur unniđ sér sćti í ólympíuliđi Íslands. Hann var ekki farsćll í byrjun og var undir ˝ : 1 ˝ ađ loknum tveim skákum. Í ţeirri nćstu sýndi hann sínar bestu hliđar:

3. einvígisskák:

Ţröstur Ţórhallsson - Bragi Ţorfinnsson

Ítalskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4

Evans-bragđiđ á alltaf sína áhangendur.

4. ... Bxb4 5. c3 Be7 6. d4 Ra5 7. Bd3!?

Nýr snúningur. Kasparov „endurvakti" Evans-bragđ áriđ 1995 en lék 7. Be2.

7. ... d6 8. dxe5 dxe5 9. Rxe5 Rf6 10. Rd2 O-O 11. Rdf3 Rg4 12. Rxg4 Bxg4 13. h3 Bh5 14. O-O Rc6 15. g4 Bg6 16. Hb1 h5 17. gxh5 Bxh5 18. Hb5

Upphafiđ ađ skemmtilegu hróksferđalagi. Ekki gekk 18. Hxb7 vegna 18. ... Dc8 og h3-peđiđ fellur.

18. ... Bg6 19. Kg2 Dc8 20. De2 Hd8 21. Bc4 a6 22. Hd5 b5 23. Hxd8 Rxd8 24. Bb3 Bh5 25. De3 a5?

Bragi hefur fengiđ vel teflanlega stöđu eftir byrjunina en hér var rétt ađ leika 25. ... Re6.

26. Rd4 Ha6 27. Rf5 Hg6+ 28. Kh2 Bd6+ 29. f4 a4 30. Bc2 De6 31. e5

Í síđustu leikjum bćtti hvítur stöđu sína mjög og hér var rétta augnablikiđ ađ leika 31. Rxd6 cxd6 32. Db6!

31. ... Bf8 32. Rd4 Dxa2 33. Hf2 Dd5 34. Be4 Dc5 35. Bxg6 Bxg6 36. f5 Bh7 37. Hg2

Hvítur hefur unniđ skiptamun fyrir peđ en stađan er traust.

37. ... Rc6 38. Rxc6 Dxc6 39. f6 De6 40. Dd4 c5 41. Df4 b4

Öruggara var 41. ... Bg6. Bragi hugđist svara 42. fxg7 međ 42. ... Be7. Ţröstur sá ađ hann kemst ekkert áleiđis međ ţeirri leiđ.

42. Hd2!? a3! 43. Hd8 Db6 44. Dd2 c4

Alls ekki 44. ... bxc3 45. Dd6 eđa 45. Dd7 og hvítur vinnur.

45. cxb4 gxf6 46. Bxa3 c3 47. Dd4

gpup5mkv.jpg47. ... Da6??

Tapleikurinn. Bragi gat gert sér góđar vonir um jafntefli međ ţví ađ leika 47. ... Dxd4 48. Hxd4 fxe5.

48. Dg4+?!

48. exf6! var nákvćmara.

48. ... Bg6 49. Bc1 Db6 50. Dd4 Da6 51. Df2 c2 52. Bh6 Kh7 53. Bxf8 Dc4 54. Bh6! Dc7 55. Hh8+!

- og Bragi gafst upp, hann fćr ekki forđađ máti.


Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. júní 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Hjörvar og Ţorsteinn međ sigra í lokaumferđinni í Val Gardena - góđ frammistađa beggja

Hjörvar og ŢorsteinnAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) og FIDE-meistarinn Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) unnu báđir í lokaumferđ alţjóđlega mótsins í Val Gerdena á ítalíu.  Hjörvar hlaut 6 vinninga og var mjög nćrri sínum lokaáfanga ađ stórmeistaratitli.   Hjörvar varđ í 3.-12. sćti (4. sćti á stigum). 

Ţorsteinn vann einn heimamannanna í lokaumferđinni.   Ţorsteinn hlaut 5 vinninga og endađi í 17.-24. sćti (23. sćti á stigum).   

Báđir hćkka ţeir verulega á stigum.   Frammistađa Hjörvars samsvarar 2586 skákstigum og hćkkar hann um 14 stig fyrir hana.   Hjörvar er eftir mótiđ kominn í 2507 ađ loknu móti.  Hjörvar heldur til Glasgow í Skotlandi í júlí ţar sem hann teflir á Skoska meistaramótinu.  

Frammistađa Ţorsteins samsvarađi 2342 skákstigum og hćkkar hann um 17 stig fyrir frammistöđuna á mótinu.

Argentíski stórmeistarinn Fernando Peralta (2590) var sigurvegar mótsins en hann hlaut 7 vinninga.  Annar varđ litháíski stórmeistarinn og Íslandsvinurinn Aloyzas Kveinys (2512) međ 6,5 vinning.

56 skákmenn frá 19 löndum tóku ţátt í ţessu móti og ţar af voru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Hjörvar var nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn var nr. 28.  

Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13 nema ađ lokaumferđin hefst kl. 7.


Uppskeruhátíđ Skákakademíunnar í Ráđhúsinu í dag

Uppskeruhátíđ SRUppskeruhátíđ Skákakademíu Reykjavíkur hefst klukkan 12 í Ráđhúsinu og stendur fram eftir degi. Krakkarnir í Skákakademíunni munu tefla skákmaraţon viđ alla sem vilja, og safna í leiđinni áheitum í ţágu ćskulýđsstarfs í skák. Skákuppbođ aldarinnar fer fram kl. 15, ţar sem m.a. verđa bođin upp tvö söguleg taflsett úr fórum Friđriks Ólafssonar.

Stelpuskákdagurinn 2012Katrín Jakobsdóttir menntamálaráđherra flytur setningarávarp og teflir fyrstu skákina. Međal ţeirra sem tekiđ hafa áskorun krakkanna um ađ mćta í Ráđhúsiđ eru fjórir forsetaframbjóđendur, forsetafrúin og fjöldi annarra. Allir eru velkomnir og ţeir sem ekki treysta sér til ađ tefla sjálfir geta fengiđ ađstođarmann til ađ sjá um taflmennskuna.

Dagur og FriđrikAllsherjar skákhátíđ verđur í Ráđhúsinu ţví samhliđa maraţoninu munu stórmeistararnir Friđrik Ólafsson og Jóhann Hjartarson tefla fjöltefli, og ungstirnin Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson tefla einvígi um gulliđ á Skólaskákmóti Íslands.

Jóhannes hermir eftir Braga, Ólafur Ás fylgist međGestir í Ráđhúsinu geta líka skođađ úrvaliđ á skákflóamarkađi, en hápunktur dagsins verđur Skákuppbođ aldarinnar. Ţar verđa munir úr fórum nokkurra helstu meistara íslenskrar skáksögu, auk muna frá skákvinum og söfnurum. Uppbođinu stjórnar Jóhannes Kristjánsson eftirherma, en međal ţeirra sem gefa gripi eru Friđrik Ólafsson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson, Halldór Blöndal og Guđni Ágústsson.

Skákakademían, sem stofnuđ var 2008, stóđ fyrir skákkennslu í 30 grunnskólum Reykjavíkur í vetur. Ţá hefur akademían haldiđ mikinn fjölda viđburđa og skákmóta, safnađ fé í ţágu góđra málefna, stutt viđ skákstarf međal fólks međ geđraskanir, og stađiđ fyrir margskonar nýbreytni í skáklífinu. Meginmarkmiđ Skákakademíunnar er ađ öll börn eigi ţess kost ađ lćra ađ tefla, enda sýna rannsóknir ađ skákkunnátta hefur jákvćđ áhrif á jafnt námsárangur sem félagslega fćrni barna og ungmenna.

Landsmót UMFÍ 50+: Erlingur Ţorsteinsson sigrađi

UMFÍ Skákmótiđ   Efstu mennŢađ svífur sannkallađur keppnisandi yfir vötnunum viđ Varmá í Mosfellssveit ţar sem Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri fer fram núna um helgina undir bláhvítum fána.

Keppt er í fjölmörgum greinum, ţar á međal hugaríţróttum eins og bridge og skák.  Landmót međ ţessu sniđi er nú haldiđ í annađ sinn. Fyrir 2 árum fór ţađ fram á Hvammstanga en ţá voru keppendur í skákmótinu ađeins 5 talsins.  Nú voru ţeir sextán og keppnin einstaklega lífleg og skemmtileg og einbeitnin skein úr hverju andliti, líka áhorfenda. 

Ađstćđur voru hinar bestu, teflt í bókasafnsal Varmárskóla. Mótiđ fór einkar vel og skipLandsmót UMFÍ 50+ 2012 Mosfellsbć 25ulega  fram, en  RIDDARINN - skákklúbbur eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu,  hafđi tekiđ ađ sér ađ annast framkvćmd ţess.   Tefldar voru 9 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma á skákina.   Mótiđ var helgađ minningu Pálma S. Gíslasonar, fv. formanns UMFÍ og UMF Kjalnesinga,  sem var skák- , íţróttamađur og drengur góđur, en féll frá langt um aldur fram.

Eftir tvísýna baráttu framan af móti seig  hin eitilharđi og góđkunni skákmađur Erlingur Ţorsteinsson, UMF Fjölni, fram öđrum keppendum og sigrađi glćsilega međ 8 vinningum af 9 mögulegum.  Í öđru sćti varđ hinn valinkunni Áskell Örn Kárason,  UMFA, sigurvegarinn frá ţví í hitteđfyrra.  Ţriđji varđ svo stöđubaráttujaxlinn Ţór Valtýsson, UMFA međ 6 vinninga og hálfu stigi meira en Ragnar Hermannsson, UMF Fjölni,  sem var jafn honum ađ vinningum.

Verđlaunaafhendingu önnuđust ţeir Einar Kr. Jónsson, stjórnarmađur UMFÍ og Svanur Gestsson, UMSK, sem einnig ađstođađi  viđ mótshaldiđ.  Einar S. Einarsson, var skákstjóri.

Myndaalbúm (ESE)


Mikael Jóhann Karlsson er Meistari Skákskóla Íslands 2012

Mikael Jóhann KarlssonMikael Jóhann Karlsson vann úrslitakeppnina um titilinn Meistari Skákskóla Íslands 2012. Hann varđ efstur ásamt Oliver Aron Jóhannessyni og Jóni Trausta Harđarsyni međ 5˝ vinning eftir meistaramót skólans um síđustu helgi. Í dag, laugardag tefldu ţeir einfalda umferđ međ atskák tímamörkum, 25 10.

Mikael Jóhann vann Oliver Aron í fyrstu umferđ, jafntefli varđ hjá Jóni Trausta og Oliver Aron í 2. umferđ en í ţeirri ţriđju bauđ Mikael Jóhann jafntefli ţegar hann mćtti Jóni Trausta og var ţá međ vćnlega stöđu. Jón Trausti ţáđi bođiđ og niđurstađn ţví ţessi:

1. Mikael Jóhann Karlsson 1 ˝ v. 2. Jóni Trausti Harđarson 1 v. 3. Oliver Aron Jóhannesson ˝ v.  

Mikael Jóhann tekur viđ titlinum af sigurvegara síđustu tveggja ára, Hjörvari Steini Grétarssyni.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 8766522

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband