Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2012

Hjörvar fékk afreksstyrk frá Landsbankanum

Afreksstyrkir frá LandsbankanumHjörvar Steinn Grétarsson fékk afreksstyrk frá Landsbankanum í dag.   Styrkurinn var eyrnamerktur fyrir afreksmenn framtíđarinnar.  Hjörvar var einn 12 afreksmanna sem fékk styrk frá Landsbankanum í dag.

Hjörvar átti ekki heimangengt ţar sem hann er erlendis og tók Gunnar Björnsson, forseti SÍ, viđ viđurkenningunni fyrir hönd Hjörvars.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir:

Tólf framúrskarandi íţróttamenn fengu í dag úthlutađ afreksstyrk úr Samfélagssjóđi Landsbankans. Fimm fá styrk ađ upphćđ 400.000 krónur, en ţeir eru allir í fremstu röđ íslenskra íţróttamanna og einnig voru veittir sjö styrkir til afreksmanna framtíđarinnar, hver ađ upphćđ 200.000 krónur.

Ţetta er í fyrsta sinn sem Landsbankinn veitir afreksstyrki međ ţessum hćtti en ţeir verđa veittir árlega hér eftir. Samtals námu afreksstyrkir Landsbankans í ár 3,4 milljónum króna og bárust alls 120 umsóknir um ţá.

Markmiđ međ styrkveitingunni er ađ styđja viđ bakiđ á afreksfólki sem iđkar einstaklings- eđa paraíţróttir. Allir styrkţegar hafa náđ langt hver á sínu sviđi og geta státađ af framúrskarandi árangri bćđi hér heima og á erlendum vettvangi. Í hópi styrkţega eru ţrír frjálsíţróttamenn, ţrír sundmenn, tveir skíđamenn og einn úr badminton, skák, skotfimi og skylmingum.

Steinţór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir: „Afreksmenn í íţróttum eru metnađarfullir, agađir og kraftmiklir einstaklingar sem eru okkur öllum góđ fyrirmynd. Allt ţađ íţróttafólk sem viđ styrkjum í dag hefur metnađ og vilja til ađ ná enn lengra en ţađ ţegar hefur gert og svo ţađ geti tekist ţarf m.a. meira fjármagn. Landsbankinn hefur um árabil stutt dyggilega viđ íslenskt íţrótta- og ćskulýđsstarf og afhending afreksstyrkja úr Samfélagssjóđi er mikilvćg viđbót viđ ţann stuđning. Viđ leggjum áherslu á ađ styđja viđ ţá sem ţegar hafa náđ langt en ekki síđur viđ ungt og efnilegt íţróttafólk og ţess vegna eru veittir sérstakir afreksstyrkir framtíđarinnar til íţróttamanna sem ekki eru orđnir tvítugir."

Í dómnefnd afreksstyrkja sátu Ţórdís Lilja Gísladóttir lektor viđ Háskólann í Reykjavík, sem jafnframt var formađur dómnefndar, Ómar Bragi Stefánsson verkefnastjóri hjá UMFÍ og Atli Hilmarsson, handknattleiksţjálfari og starfsmađur Landsbankans. Skipan dómnefndar er í samrćmi viđ ţá stefnu bankans ađ fagfólk utan hans myndi jafnan meirihluta í dómnefnd.

Eftirtaldir hlutu afreksstyrki ađ upphćđ 400.000 kr.

  • Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíţróttakona í Ármanni
  • Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimimađur í Skotfimifélagi Reykjavíkur
  • Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona í Sundfélaginu Ćgi
  • Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona í TBR
  • Ţorbjörg Ágústsdóttir, skylmingakona í Skylmingafélagi Reykjavíkur

Eftirtaldir hlutu afreksstyrki framtíđarinnar ađ upphćđ 200.000 kr.

  • Aníta Hinriksdóttir, frjálsíţróttakona í ÍR
  • Anton Sveinn McKee, sundmađur í Sundfélaginu Ćgi
  • Freydís Halla Einarsdóttir, skíđakona í Ármanni
  • Hilmar Örn Jónsson, frjálsíţróttamađur í ÍR
  • Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmađur í Taflfélaginu Helli
  • Jón Margeir Sverrisson, sundmađur úr Fjölni og Landssambandi fatlađra
  • María Guđmundsdóttir, skíđakona úr Skíđafélagi Akureyrar

Samfélagssjóđur Landsbankans veitir fimm tegundir styrkja á hverju ári: Námsstyrki, samfélagsstyrki, nýsköpunarstyrki, umhverfisstyrki og afreksstyrki.

Nánar á heimasíđu Landsbankans


Henrik efstur í Óđinsvéum

Henrik DanielsenStórmeistarinn Henrik Danielsen (2498) er efstur međ 4,5 vinning ađ loknum 5 umferđum á móti tileinkuđu H.C. Andersen, sem fram fer í Óđinsvéum í Danmörku.  Henrik er efstur ásamt makedóníska stórmeistaranum Vladimir Georgiev (2555).  Ţeir mćtast í sjöttu umferđ, sem fram fer í fyrramáliđ.

56 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 5 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Henrik er nr. 5 í stigaröđ keppenda.  Tefldar eru tvćr umferđir á dag eins og svo gjarnan á dönskum mótum og hefjast ţćr kl. 8 og 13.

Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur fer fram á miđvikudag

Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur verđur haldinn miđvikudaginn 23. maí kl. 20 í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.

Dagskrá fundarins er venjuleg ađalfundarstörf.

Stjórn T.R.

 


Vinamót Eyja og Álfhóls hefst í dag kl. 18:00

Í dag hefst Vinamót Eyja- og Álfhóls í Kópavogi međ fyrstu umferđ kl. 18:00.  Allir eru velkomnir ađ fylgjast međ.

Mótiđ fer ţannig fram ađ keppt verđur á 4-5 borđum í sveitakeppnisformi, kappskákir klukkustund + 30 sek á leik.  Stefnt er ađ ţví ađ krakkarnir tefli bara eina skák innbyrđis viđ hvern og einn.

Dagskrá :
1 umf. Föstudagur kl. 18:00
2 umf. Laugardagur kl. 9:30
3 umf. Laugardagur kl. 13:00
4 umf. Sunnudagur kl. 10:00

Keppendur eru allir á aldrinum 11-13 ára, en leyfilegt er ađ bćta inn mönnum ef ţátttaka verđur ekki nćg.  Mótiđ er hugsađ sem ćfingamót fyrir krakkana, en Álfhólsskóli varđ íslandsmeistari barnaskólasveita í vor og eru á leiđ á Norđurlandamót í Svíţjóđ í haust.

Allir keppendur fá verđlaunapening og svo verđa verđlaunabikarar fyrir bestu skákir úr hvoru liđi.

Á laugardeginum kl. 16:00 verđur OPIĐ Vorhrađskákmeistaramót Vestmannaeyja međ ţátttöku allra ţessara krakka og félagsmanna í TV og annarra gesta.  Verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu sjálfu og einnig eru sérstök verđlaun fyrir yngri en 16 ára.

Heimasíđa TV


Andlaust HM-einvígi: Jafnt í hálfleik

Anand og Gelfand

Anand og Gelfand gerđu jafntefli í 6. skák heimsmeistaraeinvígis ţeirra sem nú fer fram í Moskvu.  Skák dagsins var 29 leikir.  Enn hefur engin skák náđ 40 leikjum.  Stađan í einvíginu er nú 3-3.  Sjöunda skák einvígisins fer fram á sunnudag og hefst kl. 11.

Henrik Danielsen er međ myndbandsskýringar frá hverri skák sem finna má á Chessdom

Alls tefla ţeir 12 skákir. 


Krakkaskák endurvekur skáklífiđ suđur međ sjó

KrakkaskákKrakkaskak hefur heimsótt sjö skóla á Suđurnesjum frá miđjum mars og fundiđ mikinn áhuga fyrir skák hjá börnunum ţar. Eftir nokkrar heimsóknir í skólana var ákveđiđ ađ sameina alla krakkana á einum stađ og bjóđa ţeim ađ tefla og ţjálfa sig viđ frábćrar ađstćđur. Krakkaskák hefur ađstöđu í Íţróttaakademíu Reykjanesbćjar og er međ ćfingar fyrir 9-14 ára á miđvikudögum klukkan 16:00 - 18:00 og á laugardögum klukkan 10:00 - 12:00. Ćfingar fyrir 6-8 ára börn verđa á laugardögum kl. 12:15 -13:15. Börn úr Garđi og Sandgerđi eru velkomnir á ţessar ćfingar. Ćfingar verđa í Félagsmiđstöđinni Ţrumunni í Grindavík alla laugardaga klukkan 14:30 - 16:30 fram ađ sumarfríi og svo verđur haldiđ áfram allan nćsta vetur.

Krakkaskák hefur ákveđiđ ađ halda úti skákţjálfun í Reykjanesbć og Grindavík allt nćsta skólaár og hjálpa skólunum á Suđurnesjum ađ mynda skákliđ sem taka ţátt í ţeim keppnum sem eru í bođi. Skólar af Suđurnesjum hafa ţví miđur ekki veriđ ađ taka ţátt en nú verđur breyting á ţví.

Krakkaskák mun standa fyrir jólamóti, páskamóti og svo Suđurnesjamóti í nokkrum aldursflokkum.

Skákkennsla fyrir blind börn

Í skákhópnum í Reykjanesbć er 12 ára blindur strákur ţátttakandi. Sá er heldur betur efnilegur skákmađur međ mikinn eldmóđ og verđur gaman ađ fylgjast međ honum ef hann heldur áfram ađ iđka skák af kappi. Krakkaskák lét smíđa blindratafl sem er ágćtisborđ sem viđ ćtlum okkur ađ nota á ćfingum. Á síđustu ćfingu vann hann allar skákir sínar og var efstur međ fullt hús. Á ćfingunni ţar á undan var hann ađeins međ eitt tap og ţađ á móti 9 ára dreng sem er mjög efnilegur skákmađur og duglegur ađ ćfa sig. Sá kom sá og sigrađi á fyrstu laugardagsćfingunni.

Hvernig ţjálfar mađur blindan skákmann?

Piotr Dukaczewski er blindur skákmađur sem keppti á Reykjavík Open í vetur. Hann vakti athygli fyrir blindratafliđ sem hann notađi. Krakkaskák hefur sett sig í samband viđ hann til ţess ađ fá leiđbeiningar um ţjálfun fyrir blinda. Blindskák og blindraskák er ekki ţađ sama. Skákmenn ţekkja vel blindskák sem er góđ skákţjálfun. Hún er yfirleitt stunduđ af sterkum skákmönnum sem sjá og ţekkja vel til skákborđsins. Blindraskák er hins vegar skák sem er tefld af blindum skákmönnum sem sjá aldrei skákborđiđ og ţurfa ţví ađ ţekkja ţađ á annan hátt.

Til ađ kenna blindraskák ţarf ađ vanda til verks og best ađ sćkja fróđleikinn til ţeirra sem hafa reynslu og getađ miđlađ henni. Ungi skákmađurinn á Suđurnesjum stefnir á ađ keppa međ skólaliđinu sínu og ţađ kćmi skákkennara Krakkaskák ekki á óvart ef hann yrđi á fyrsta borđi ţegar ţar ađ kemur. Blindur keppandi ţarf sérstakar ađstćđur til ađ keppa á skákmóti og vonandi verđur hćgt ađ verđa viđ ţeim ţörfum í ţeim kepppnum sem hann hyggst taka ţátt í hér á landi.

Siguringi Sigurjónsson

Fréttabréfiđ í heild sinni má nálgast sem viđhengi.

Krakkaskák


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Davíđ efstur fyrir lokaumferđ Stigamóts Hellis

Davíđ KjartanssonDavíđ Kjartansson (2320) er efstur međ 5,5 vinning ađ lokinni sjöttu og nćstsíđustu umferđ Stigamóts Hellis sem fram fór í kvöld.  Annar er Einar Hjalti Jensson (2303) međ 5 vinninga og ţriđji er Dagur Ragnarsson (1903) međ 4 vinninga  Lokaumferđin fer fram á morgun, föstudag, og hefst kl. 19:30.

Úrslit 6. umferđar má finna hér.  

Stöđu mótsins má finna hér.  

Pörun lokaumferđarinnar má finna hér.  


Henrik efstur í Óđinsvéum

Henrik DanielsenStórmeistarinn Henrik Danielsen (2498) er efstur á móti tileinkuđu H.C. Andersen sem fram fer um helgina í Óđinsvéum í Danaveldi.  Henrik er efstur ásamt sćnska alţjóđlega meistaranum Axel Smith (2483) og Dananum Bjorn Moller Ochsner (2285).  Í 4. umferđ, sem hefst kl. 8 í fyrramáliđ, teflir Henrik viđ Smith.

56 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 5 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Henrik er nr. 5 í stigaröđ keppenda.  Tefldar eru tvćr umferđir á dag eins og svo gjarnan á dönskum mótum og hefjast ţćr kl. 8 og 13.


Davíđ efstur á Stigamóti Hellis

Davíđ KjartanssonAđ loknum fimm umferđum á Stigamóti Hellis er Davíđ Kjartansson efstur međ 4,5v. Annar er Einar Hjalti Jensson međ 4v og jafnir í 3.-4 sćti eru Oliver Aron Jóhannesson og Dađi Ómarsson međ 3,5v. Í fjórđu umferđ vann Davíđ Vigfús, Einar Hjalti og Dađi gerđu jafntefli og Oliver vann Tómas Árna.

Ekki hefur veriđ mikiđ um óvćnt úrslit í mótinu en ţeir stigalćgri hafa náđ einu og einu jafntefli á móti sterkari andstćđingum.

Nćsta umferđ hefst svo kl. 17 í dag.

Úrslit 5. umferđar

Borđ    Nafn    Vinn.    Úrslit    Vinn.    Nafn
1    Vigfusson Vigfus     3    0 - 1    3˝    Kjartansson David
2    Jensson Einar Hjalti     3˝    ˝ - ˝    3    Omarsson Dadi
3    Johannesson Oliver     2˝    1 - 0    2˝    Jonsson Tomas Arni
4    Sigurdsson Birkir Karl     2˝    ˝ - ˝    2˝    Hardarson Jon Trausti
5    Thoroddsen Arni     2    0 - 1    2    Ragnarsson Dagur
6    Einarsson Oskar Long     2    1 - 0    2    Petersen Jakob Alexander
7    Steinthorsson Felix     1    1 - 0    1    Zacharov Arsenij
8    Duret Gabriel Orri     ˝    - - +    1    Kravchuk Mykhaylo
9    Gudmundsson Bjarni Thor     ˝    1 - 0    1    Davidsson Oskar Vikingur
 
Stađan eftir 5 umferđir:

Röđ    Nafn    Stig    Vinn.    TB1    TB2    TB3
1    Kjartansson David     2320    4,5    17    9,5    15
2    Jensson Einar Hjalti     2303    4    16    9,5    12
3    Johannesson Oliver     2050    3,5    15    8,5    8,5
4    Omarsson Dadi     2204    3,5    14    9    9
5    Sigurdsson Birkir Karl     1728    3    15    10    7,8
6    Vigfusson Vigfus     1994    3    14    8    5
7    Einarsson Oskar Long     1587    3    14    7,5    5,5
8    Ragnarsson Dagur     1903    3    13    7,5    5
9    Hardarson Jon Trausti     1762    3    13    7,5    6,3
10    Jonsson Tomas Arni     0    2,5    11    6,5    4
11    Thoroddsen Arni     1653    2    14    8,5    4,5
12    Steinthorsson Felix     1341    2    13    7,5    2,5
13    Kravchuk Mykhaylo     0    2    11    6,5    3
14    Petersen Jakob Alexander     0    2    10    6    2
15    Gudmundsson Bjarni Thor     0    1,5    9,5    5    1,5
16    Zacharov Arsenij     0    1    11    6,5    1
17    Davidsson Oskar Vikingur     0    1    11    6,5    1
18    Duret Gabriel Orri     0    0,5    8    4    0,8
 
Röđun 6. umferđar:

Borđ    Nafn    Vinn.    Úrslit    Vinn.    Nafn
1    Kjartansson David     4˝         3˝    Omarsson Dadi
2    Johannesson Oliver     3˝         4    Jensson Einar Hjalti
3    Hardarson Jon Trausti     3         3    Vigfusson Vigfus
4    Ragnarsson Dagur     3         3    Sigurdsson Birkir Karl
5    Jonsson Tomas Arni     2˝         3    Einarsson Oskar Long
6    Thoroddsen Arni     2         2    Kravchuk Mykhaylo
7    Petersen Jakob Alexander     2         2    Steinthorsson Felix
8    Gudmundsson Bjarni Thor     1˝         1    Zacharov Arsenij
9    Davidsson Oskar Vikingur     1    1         bye



HM-einvígi: Enn jafntefli - stađan er 2˝-2˝

Anand og Gelfand

Anand og Gelfand gerđu jafntefli í 5. skák heimsmeistaraeinvígis ţeirra sem nú fer fram í Moskvu.  Skák dagsins var 27 leikir.  Enn hefur engin skák náđ 40 leikjum.  Stađan í einvíginu er nú 2,5-2,5.  Sjötta skák einvígisins fer fram á morgun og hefst kl. 11.

Henrik Danielsen er međ myndbandsskýringar frá hverri skák sem finna má á Chessdom

Alls tefla ţeir 12 skákir. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 161
  • Frá upphafi: 8780454

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband