Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2012

Einar Hjalti og Davíđ efstir á Stigamóti Hellis

Einar HjaltiEftir fyrstu fjórar umferđirnar á Stigamóti Hellis eru Davíđ Kjartansson (2320) og Einar Hjalti Jensson (2303) efstir og jafnir međ 3,5 vinning en ţeir gerđu jafntefli í innbyrđis viđureign sinni í fjórđu umferđ. Nćstir koma svo Dađi Ómarsson og Vigfús Vigfússon međ 3 vinninga.  Fimmta umferđ hófst kl. 11 en síđari kappskák dagsins hefst kl. 17.


Stađan eftir 4 umferđir:

Nr.NafnStigVinn. TB1TB2TB3
1Jensson Einar Hjalti 23033,5105,58,3
2Kjartansson David 23203,5104,58,3
3Omarsson Dadi 220437,545
4Vigfusson Vigfus 19943733,5
5Sigurdsson Birkir Karl 17282,5105,55,3
6Johannesson Oliver 20502,5954,3
7Hardarson Jon Trausti 17622,573,53,3
8Jonsson Tomas Arni 02,5632,8
9Ragnarsson Dagur 190329,553
10Einarsson Oskar Long 158729,553
11Thoroddsen Arni 165329,54,54,5
12Petersen Jakob Alexander 02632
13Steinthorsson Felix 13411105,51
14Zacharov Arsenij 0184,50,5
15Davidsson Oskar Vikingur 01740,5
16Kravchuk Mykhaylo 01630,5
17Gudmundsson Bjarni Thor 00,56,53,50,3
18Duret Gabriel Orri 00,55,520,3

 


Búdapest: Dagur vann í lokaumferđinni

Dagur Arngrímsson

Dagur Arngrímsson (2381) vann spćnska alţjóđlega meistarann Lopez Rafael Rodriguez (2265) í 11. og síđustu umferđ First Saturday-mótsins, sem lauk í gćr í Búdapest í Ungverjalandi.  Dagur hlaut 6 vinninga og endađi í 5. sćti.

Frammistađa Dags samsvarađi 2430 skákstigum og hćkkar hann um 7 stig fyrir hana.

Ungverski stórmeistarinn Dr. Andras Flumbort (2503) sigrađi á mótinu en hann hlaut 8,5 vinning.

Eins og margir íslenskir afreksmenn í skák verđur Dagur í skákvíking í sumar.  Nćst teflir hann á Albena Open í Búlgaríu sem fram fer 26. maí - 3. júní.

12 skákmenn tefldu í SM-flokki og voru međalstigin 2393 skákstig. 

Tómas hrađskákmeistari öđlinga

Tómas Björnsson hrađskákmeistari öđlingaHrađskákmót öđlinga 2012 fór fram í gćrkvöldi og varđ Tómas Björnsson hlutskarpastur međ 6 vinninga af 7 mögulegum. Nćstir urđu Gunnar Freyr Rúnarsson međ 5˝ vinning og Ţorvarđur Fannar Ólafsson međ 5 vinninga.  Í mótshléi var bođiđ upp á glćsilegar veitingar í bođi Birnu Halldórsdóttur.

Í mótslok voru afhent verđlaun fyrir ađalkeppnina sem lauk sl. miđvikudag ásamt hrađaskákmótinu.Ţorvarđur öđlingameistari

Skákstjórn og yfirumsjón öđlingamótanna var sem fyrr í höndum Ólafs Ásgrímssonar.

Lokastađan:

 1   Tómas Björnsson,                          6        21.5
 2   Gunnar Freyr Rúnarsson,                   5.5      21.0
 3   Ţorvarđur Fannar Ólafsson,                5        19.0
 4-5  Ţór Valtýsson,                            4.5      19.5
     Pálmi R. Pétursson,                       4.5      17.5
 6-9  Stefán Ţór Sigurjónsson,                  4        20.5
     Bjarni Sćmundsson,                        4        19.5
     Ríkharđur Sveinsson,                      4        15.5
     Magnús Matthíasson,                       4        15.0
10-11 Birgir Berndsen,                          3.5      19.5
     Eggert Ísólfsson,                         3.5      17.0
 12   Sigurjón Haraldsson,                      3        14.5
13-14 Halldór Pálsson,                          1.5      18.0
     Finnur Kr. Finnsson,                      1.5      17.5
 15   Björgvin Kristbergsson,                   1        16.0
 16   Pétur Jóhannesson,                        0.5      13.5

Myndaalbúm (RS)

 


Henrik ađ tafli í Óđinsvéum

Henrik DanielsenStórmeistarinn Henrik Danielsen (2498) situr ţessa dagana ađ tafli á skákmóti kenndu viđ H.C. Andersen í Óđinsvéum á Fjóni.  Í fyrstu umferđ, sem fram fór í gćr, vann Danann Ole Bonnlykke (2027).  Í 2. umferđ, sem nú er í gangi, teflir hann viđ danska FIDE-meistarann Poul Rewitz (2253).

56 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 5 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar.  Henrik er nr. 5 í stigaröđ keppenda.  Tefldar eru tvćr umferđir á dag eins og svo gjarnan á dönskum mótum og hefjast ţćr kl. 8 og 13.


Caruana sigurvegari Sigeman & Co-mótsins í Malmö

Fabiano Caruana (2)Fabiano Caruanao (2770) sigrađi á Sigeman & Co-mótinu sem lauk í Malmö í Svíţjóđ í dag.  Ítalinn ungi hlaut 5,5 vinning í 7 skákum.  Ungverjinn Peter Leko (2723) varđ annar međ 5 vinninga.  Anish Giri (2693) og Nils Grandelius (2556) urđu í 3.-4. sćti međ 4 vinninga.  

Myndirnar í myndaalbúmi eru frá Calle Erlandsson.

Stađan:

  • 1. Caruana (2770) 5,5 v.
  • 2. Leko (2723) 5 v.
  • 3.-4. Giri (2693) og Grandelius (2556) 4 v.
  • 5. Chao Li (2703) 3 v.
  • 6. Tikkanen (2566) 2,5 v.
  • 7.-8. Berg (2587) og Hector (2560) 2 v.

Myndaalbúm (CE)


 

 


Síđari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2012-13 fer fram í Hörpu

The playing hallÁkveđnar hafa veriđ dagsetningar á Íslandsmóti skákfélaga 2012-13.  Fyrri hlutinn fer fram 5.-7. október nk.  Ekki liggur fyrir hvar hann fer fram. 

Síđari hlutinn fer fram 1. og 2. mars 2013 í Hörpu í beinu framhaldi af Reykjavíkurskákmótinu


Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í skák fer fram um Hvítasunnuhelgina í Stúkunni

1Fjögurra skáka úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í skák fer fram Hvítasunnuhelgina, 25.-28. maí, í Stúkunni í Kópavogi.  Til úrslita tefla ţeir Ţröstur Ţórhallsson og Bragi Ţorfinnsson.   Alls tefla ţeir 4 kappskákir föstudag-mánudag og tefla svo til ţrautar á miđvikudaginn 30. maí međ styttri tímamörkum verđi jafnt eftir ţessar 4 skákir.  

Mikiđ er í húfi ţví sigurvegarinn vinnur sér bćđi inn sćti í landsliđi Íslands á Ólympíuskákmótinu í Istanbul í haust og fćr keppnisrétt fyrir Íslands hönd á EM einstaklinga sem fram fer í Póllandi í apríl 2013.

Dagskrá:

 

  • 1. skák, föstudaginn, 25. maí, kl. 16:00
  • 2. skák, laugardaginn, 26. maí, kl. 14:00
  • 3. skák, sunnudaginn, 27. maí, kl. 14:00
  • 4. skák, mánudaginn, 28. maí, kl. 14:00
  • Bráđabani ef jafnt, miđvikudaginn, 30. maí, kl. 16:00 

 

Samhliđa einvíginu á föstu- og laugardag tefla ţeir Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í skólaskák í eldri flokki.  

 


Forgjafaklúbburinn sigrar á Íslandsmóti Víkingaskákfélaga

Íslandsmeistarar ForgjararklúbbsinsSkákvertíđ Víkingaskákmanna lauk međ látum 15. mai í Vin viđ Hverfistgöu, ţegar ţriđja Íslandsmeistaramót Víkingaskákfélaga fór fram.  Sex mjög jöfn liđ áttu kappi í hörkukeppni, en Íslandsmeistarar síđasta árs Víkingaklúbburinn (Tómas Björnsson, Sigurđur Ingason og Ţröstur Ţórsson) freistuđu ţess ađ verja titilinn frá 2011. 

Leikar fóru ţannig ađ Forgjafaklúbburinn sigrađi mótiđ, en ţeir unnu allar sínar viđureignir.  Gunnar Fr. á 1. borđi og Stefán Thór á 2. borđi voru miklu stuđi og fengu 4.v af 5. mögulegum.  Báđir fengu their borđaverđlaun á sínum borđum.  Ţetta er jafnframt fyrsti Íslandsmeistaratitlill Stefáns í Víkingaskák sem átti sitt besta Víkingaskákmót og fyrsti skipti sem Forgjafaklúbburinn vinnur liđakeppnina, en Víkingaklúbburinn vann tvö fyrstu árin. 

Í öđru sćti varđ Rimaskóli mjög óvćnt.  Ţeir Dagur Ragnarsson, Jón Trausti og Óliver Aron Jóhannesson slógu í gegn á mótinu og jafnframt fékk Óliver Aron borđaverđlaun fyrir besta árangur á 3. borđi, 4.5 v. af 5. mögulegum, sem einnig var besti árangur einstaklings á mótinu.  Rimaskóli fékk jafnframt bikar fyrir efsta sćti í keppni unglingaliđa, en ţeir urđu ofar en SFÍ, međ Guđmund Lee í farabroddi, en hann varđ Íslandsmeistari í Víkingaskák áriđ 2010. 

Víkingaklúbburinn varđ jafn Rimaskóla ađ vinningum, en lćgri á match-point stigum.  Víkingaklúbburinn var ţó í baráttunni um titilinn allan tíman, eins og Haukar, en ţeir voru međ tvo af ţrem stigahćstu víkingaskákmönnum landsins á tveim efstu borđunum,  en náđu sér ekki á strik ađ ţessu sinni.

 Lokastađan:

1. Forgjafarfarklúbburinn 11˝ af 15
2. Rimaskóli 9 v.
3. Víkingaklúbburinn 9 v.
4. Haukar 8. v
5. SFÍ 4 v.
6. Vin 3.5 v.

Íslandsmeistari:  Forgjafarklúbburinn

Íslandsmeistari unglingaliđa:  Rimaskóli

Besti árangur á hverju borđi:

1. borđ:  Gunnar Fr. Rúnarsson 4. v af 5
2. borđ:  Stefán Thór Sigurjónsson 4 v.
3. borđ:  Óliver Aron Jóhannesson 4.5 v

Sveitirnar skipuđu eftirfarandi skákmenn:

Víkingaklúbburinn: Tómas Björnsson, Sigurđur Ingason & Ţröstur Ţórsson.
Haukar: Ingi Tandri, Sveinn Ingi Sveinsson & Inga Birgisdóttir
Forgjafarklúbburinn: Gunnar Fr. Rúnarsson, Stefán Ţ. Sigurjónsson & Halldór Ólafsson.
Vin: Jorge Fonsega, Arnar Valgeirsson, Róbert Lagerman & Magnús Magnússon (varamađur).
Skákfélag Ísland: Guđmundur Lee, Páll Andrason & Birkir Karl Sigurđsson
Rimaskóli:  Dagur Ragnarsson, Jón Trausti & Óliver Aron Jóhannesson

1.umf
Rimaskóli-Víkingaklúbburinn 1˝-1˝
Vin-Forgjafarklúbburinn  ˝-2˝
SFÍ-Haukar  ˝-2˝

2.umf

SFÍ-Rimaskóli 1-2
Haukar-Vin 1-2
Forgjafaklúbburinn-Víkingaklúbburinn  2-1

3.umf

Rimaskóli-Forgjafaklúbburinn 1-2
Víkingaklúbburinn-Haukar 1-2
Vin-SFÍ 1-2

4.umf

Vin-Rimaskóli  0-3
SFÍ-Víkingaklúbburinn  ˝-2˝
Haukar-Forgjafaklúbburinn 1-2

5.umf
Rimaskóli-Haukar 1-2
Forgjafaklúbburinn-SFÍ 3-0
Víkingaklúbburinn-Vin  3-0

Sjá nánar heimasíđu Víkingaklúbbsins (myndir)


Stefán Bergsson sigrađi í Mosó

Stefán Bergsson sćll á svip!Ţađ voru sjö skákíţróttamenn sem tókust á í móti hjá Kjósarsýsludeild Rauđa krossins í Mosfellsbć í gćr, strax upp upp úr hádeginu. Skákfélag Vinjar mćtti í heimsókn og eitthvađ voru innfćddir uppteknir, nú eđa syfjađir, ţví ţeirra var sárt saknađ.

Ţrír Jónar voru mćttir ţannig ađ auđvitađ tefldu allir viđ alla, eđa öll viđ öll, á Jónamótinu. Jón Birgir Einarsson stóđ sig langbest Jóna og varđ annar međ  5 vinninga, hálfum á eftir Stefáni Bergssyni og sá eini sem náđi jafntefli viđ sigurvegarann.

Haukur Halldórsson var ákveđinn og náđi bronsinu međ 4 vinninga.

Ţađ er afar huggulegt ađ tefla í húsnćđi Kjósarsýsludeildar, vel tekiđ á móti mannskapnum og klárlega pláss fyrir miklu fleiri en sjö. Mosfellingar sem tóku ţátt í deildarmótinu í vetur hafa nýtt sér ađstöđuna til ćfinga í vetur svo ţarna eiga eftir ađ verđa fjölmennari mót í framtíđinni.


Ađalfundur SÍ fer fram á laugardag

Skáksamband ÍslandsAđalfundur Skáksambands Íslands fer fram laugardaginn 19. maí nk.  Fundurinn fer fram í húsnćđi TR, Faxafeni 12 og hefst kl. 10. 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 165
  • Frá upphafi: 8780458

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband