Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2012

Tímaritiđ Skák kemur út eftir viku

Tímaritiđ Skák kemur út nćstu helgi.  Óhćtt er ađ segja ađ blađiđ verđi í senn glćsilegt og einkar áhugavert.  Blađiđ er meira en 100 síđur í glćsilegu broti. 

Međal efnis má nefna magnađa grein Braga Kristjónssonar um Bobby Fischer.  Áhugasamir eru hvattir til ađ skrá sig fyrir blađinu hér ađ ofan (ţeir sem hafa áđur skráđ sig ţurfa ekki ađ endurskrá sig).

Efnisyfirlit blađsins má finna hér:

  • Ávarp forseta Skáksambands Íslands, bls. 4, Gunnar Björnsson
  • Flugdrekanum fylgt úr hlađi, bls. 6, Pálmi Ragnar Pétursson
  • Reykjavíkurskákmótiđ 2011, bls. 8, Stefán Bergsson
  • Skákţing Íslands 2011 ađ Eiđum, bls. 12, Halldór Grétar Einarsson
  • Skákfélag Vinjar, bls. 20, Arnar Valgeirsson
  • Skákáriđ í myndum, bls. 22
  • Norđurlandamót öldunga í Reykjavík, bls. 24, Bragi Halldórsson
  • Skákćskan, bls. 30, Stefán Bergsson
  • Skákakademía Reykjavíkur, bls. 35, Hrafn Jökulsson
  • Markmiđ og metnađur, bls. 38, Helgi Ólafsson
  • Evrópumót taflfélaga, bls. 40, Björn Ţorfinnsson og Guđmundur Gíslason
  • Nýtum vísdóm reynslunnar, bls. 48, Jón Ţorvaldsson
  • EM Landsliđa, bls. 50, Gunnar Björnsson
  • Íslandsmót kvenna 2011, bls. 60, Davíđ Ólafsson
  • Tafllok - dćmi, bls. 68, Mátar
  • Einkennilegar tilviljanir, bls. 71, Bragi Kristjónsson
  • Af valkyrjum og víkingum, bls. 75, Davíđ Ólafsson, Guđmundur Kjartansson, Guđmundur Gíslason og Henrik Danielsen
  • Um skáklistina og Friđrik okkar Ólafsson, bls. 85, Guđni Ágústsson
  • Willard Fiske - fađir skáklífs á Íslandi á, 20. öld, bls. 87, Skákdeginum fagnađ í Grímsey, Hrafn Jökulsson
  • Miklimeir, bls. 89, Katrín Ólína Pétursdóttir
  • Íslandsmót Taflfélaga 2011-2012, bls. 91-100, Áskell Örn Kárason
  • Reykjavíkurskákmótiđ 2012, bls. 101, Gunnar Björnsson

 


Spá ritstjóra um Íslandsmót skákfélaga

Hin árlegu spá ritstjóra um úrslit á Íslandsmóti skákfélaga má finna hér.

Fimm stórmeistarar í landsliđsflokki í apríl - Ţađ er gott ađ tefla í Kópavogi

Ógnarsterkur landsliđsflokkur fer fram dagana 13.-23. apríl.   Mótiđ fer fram í Kópavogi.  Fimm stórmeistarar eru skráđir til leiks, Héđinn Steingrímsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen, Stefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson.   Enn er tvö sćti laus í mótinu en ţau munu falla tveimur efstu mönnum áskorendaflokks, sem fram fer 30. mars - 8. apríl, í skaut en keppendalisti var ákveđin á stjórnarfundi SÍ í kvöld.

Skipan landsliđsflokks:

  1. GM Héđinn Steingrímsson (2556)
  2. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2531)
  3. GM Henrik Danielsen (2504)
  4. GM Stefán Kristjánsson (2500)
  5. IM Bragi Ţorfinnsson (2421)
  6. IM Björn Ţorfinnsson (2416)
  7. GM Ţröstur Ţórhallsson (2398)
  8. FM Sigurbjörn Björnsson (2393)
  9. IM Dagur Arngrímsson (2361)
  10. FM Davíđ Kjartansson (2305)
  11. Áskorendaflokkur 2012
  12. Áskorendaflokkur 2012

Varamenn í flokkinn voru valdir ţeir Guđmundur Kjartansson (2357) og Guđmundur Gíslason (2346).


Síđari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld

Dagana 2. og 3.  mars nk. fer fram seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga 2011-2012. Teflt verđur í húsnćđi Fjölbrautarskóla Suđurlands á Selfossi.  Verđlaunaafhending verđur á skemmtistađnum Hvíta Húsiđ og hefst kl. 23.00.

Dagskrá:

  • Föstudagur 2. mars                 kl. 20.00          5. umferđ
  • Laugardagur 3. mars               kl. 11.00          6. umferđ
  • Laugardagur 3. mars               kl. 17.00          7. umferđ

Heimasíđa Íslandsmóts skákfélaga


Skćrustu stjörnur skákheimsins í Hörpu

Hou YifanMargir af sterkustu skákmönnum heims tefla á alţjóđlega Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer í Hörpu 6. til 13. mars. Um 200 keppendur frá um 40 löndum eru skráđir til leiks og hafa aldrei veriđ fleiri í nćstum hálfrar aldar sögu mótsins.

Augu skákheimsins munu beinast ađ Hörpu, ţví tvö efnilegustu ungmenni veraldar verđa međal keppenda: Kínverska stúlkan Hou Yifan, 18 ára, sem varđ heimsmeistari kvenna ađeins 15 ára, og Fabiano Caruana, sem kominn er í 7. sćti heimslistans, ţrátt fyrir ađ vera ađeins 19 ára.

fabiano-caruana-square-3-11044Caruana er jafnframt stigahćsti skákmađur sem nokkru sinni hefur teflt á Reykjavíkurmótinu.

Af öđrum gestum má nefna Tékkann David Navara, sem er nćststigahćstur, og Bosníumanninn Ivan Sokolov sem er sá erlendur meistari sem unniđ hefur flesta sigra á Íslandi.

Enn má nefna pólska meistarann  Piotr Dukaczewski sem komist hefur í fremstu röđ, ţrátt fyrir ađ vera blindur. Ţađ sannar ađ skákin er fyrir alla – og íslenski keppendalistinn endurspeglar ţađ.  Flestra augu beinast ađ Hannesi H. Stefánssyni sem sigrađ hefur 5 sinnum á Reykjavíkurmótinu og Hjörvari Steini Grétarssyni efnilegasta skákmanni Íslands. Fjölmargir áhugamenn á öllum aldri etja kappi viđ meistarana, allt frá grunnskólabörnum til kennara, prentara og lćkna.

Skáksamband Íslands stendur ađ mótinu og er mikil vinna lögđ í ađ umgjörđ mótsins verđi sem glćsilegust.  Góđ ađstađa verđur fyrir áhorfendur sem geta fylgst međ skákum meistaranna á risaskjá, og stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson annast skákskýringar.  Í lok hverrar umferđar verđa pallborđsumrćđur í  umsjón stórmeistarans Simon Williams sem ţykir einn skemmtilegasti skákskýrandi heims.

Efnt er til fjölda sérviđburđa í tengslum viđ mótiđ og verđur sá fyrsti í Sjóminjasafninu viđ Grandagarđ á sunnudaginn klukkan 15. Ţá verđur haldinn fyrsti „Stelpuskákdagurinn“ á Íslandi og verđur heimsmeistarinn Hou Yifan sérlegur gestur og teflir viđ efnilegustu stúlkur Íslands. Ennfremur verđur haldiđ opiđ hrađskákmót í Viđey, málţing um skákkennslu, spurningakeppni um skák, barnaskákmót og fyrirlestrar um skákrannsóknir, svo nokkuđ sé nefnt.

Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Fimmtudagsmót hjá TR 2012 verđur í kvöld og hefst ađ venju kl. 19:30 en húsiđ opnar kl. 19:10.

Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12. Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegarann.

Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.


GallerýSkák lokađ 1. mars

Ekki verđur teflt í Gallerý Skák í kvöld, ţann 1. mars, vegna Íslandsmóts Skákfélaga sem hefst á Selfossi daginn eftir.


« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 17
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8779880

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband