Leita í fréttum mbl.is

Skćrustu stjörnur skákheimsins í Hörpu

Hou YifanMargir af sterkustu skákmönnum heims tefla á alţjóđlega Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer í Hörpu 6. til 13. mars. Um 200 keppendur frá um 40 löndum eru skráđir til leiks og hafa aldrei veriđ fleiri í nćstum hálfrar aldar sögu mótsins.

Augu skákheimsins munu beinast ađ Hörpu, ţví tvö efnilegustu ungmenni veraldar verđa međal keppenda: Kínverska stúlkan Hou Yifan, 18 ára, sem varđ heimsmeistari kvenna ađeins 15 ára, og Fabiano Caruana, sem kominn er í 7. sćti heimslistans, ţrátt fyrir ađ vera ađeins 19 ára.

fabiano-caruana-square-3-11044Caruana er jafnframt stigahćsti skákmađur sem nokkru sinni hefur teflt á Reykjavíkurmótinu.

Af öđrum gestum má nefna Tékkann David Navara, sem er nćststigahćstur, og Bosníumanninn Ivan Sokolov sem er sá erlendur meistari sem unniđ hefur flesta sigra á Íslandi.

Enn má nefna pólska meistarann  Piotr Dukaczewski sem komist hefur í fremstu röđ, ţrátt fyrir ađ vera blindur. Ţađ sannar ađ skákin er fyrir alla – og íslenski keppendalistinn endurspeglar ţađ.  Flestra augu beinast ađ Hannesi H. Stefánssyni sem sigrađ hefur 5 sinnum á Reykjavíkurmótinu og Hjörvari Steini Grétarssyni efnilegasta skákmanni Íslands. Fjölmargir áhugamenn á öllum aldri etja kappi viđ meistarana, allt frá grunnskólabörnum til kennara, prentara og lćkna.

Skáksamband Íslands stendur ađ mótinu og er mikil vinna lögđ í ađ umgjörđ mótsins verđi sem glćsilegust.  Góđ ađstađa verđur fyrir áhorfendur sem geta fylgst međ skákum meistaranna á risaskjá, og stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson annast skákskýringar.  Í lok hverrar umferđar verđa pallborđsumrćđur í  umsjón stórmeistarans Simon Williams sem ţykir einn skemmtilegasti skákskýrandi heims.

Efnt er til fjölda sérviđburđa í tengslum viđ mótiđ og verđur sá fyrsti í Sjóminjasafninu viđ Grandagarđ á sunnudaginn klukkan 15. Ţá verđur haldinn fyrsti „Stelpuskákdagurinn“ á Íslandi og verđur heimsmeistarinn Hou Yifan sérlegur gestur og teflir viđ efnilegustu stúlkur Íslands. Ennfremur verđur haldiđ opiđ hrađskákmót í Viđey, málţing um skákkennslu, spurningakeppni um skák, barnaskákmót og fyrirlestrar um skákrannsóknir, svo nokkuđ sé nefnt.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 8765688

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 133
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband