Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012
12.11.2012 | 15:58
Vignir Vatnar vann Rússa í fimmtu umferđ
Vignir Vatnar Stefánsson (1595) hefur gengiđ vel ađ eiga viđ rússneska skákmenn á HM ungmenn sem nú fer fram í Maribor í Slóveníu. Í fimmtu umferđ, sem fram fór fyrr í dag, vann hann Ivan Kharitonov (1773). Í dag verđur tvöfaldur dagur og í síđari umferđ dagsins mćtir hann Vitaly Gurevich (1860).
Vignir hefur 3˝ vinning og er í 23.-43. sćti.
Alls taka 192 skákmenn ţátt í flokki Vignis og er Vignir nr. 91 í stigaröđ keppenda. Honum til ađstođar er Helgi Ólafsson.- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (10 efstu borđin)
- Chess-Results
12.11.2012 | 13:00
Atskákmót Íslands 2012 - Minningarmót um Sturlu Pétursson verđur haldiđ um nćstu helgi
Atskákmót Íslands 2012 - Minningarmót um Sturlu Pétursson
Verđur haldiđ daganna 16.-18. nóvember n.k
Mótiđ verđur í senn minningarmót um Sturlu Pétursson skákmeistara.
Stađsetning Hlađan Gufunesbć Gufunesvegi 112 Reykjavík (sjá á korti)
http://ja.is/kort/#q=index_id%3A1488810&x=363331&y=407608&z=9
Tímamörk eru 25 mín á skák
Ţátttökugjald er 1.000 krónur fyrir 16 ára og yngri, 2.000 krónur fyrir 16 ára og eldri
Fyrirkomulag verđur međ sama sniđi og í fyrra. Fyrst verđa tefldar 7 umferđir. Fjórir efstu tefla síđan í undanúrslitum tvćr skákir međ sitthvorn litinn.
Verđlaun
1. 100.000
2. 50.000
3. 25.000
4. 25.000
Einnig verđa veittir bikarar fyrir bestan árangur unglinga, kvenna og öldunga.
Ađalstyrkarađli mótsins er Gúmmívinnustofan Skipholti
Sigurvegari mótsins hlýtur nafnbótina Atskákmeistari Íslands.
Dagskrá mótsins
Föstudag 16.11
19:30 - 22:30 1-3 umferđ
Laugardagur 17.11
13:00 -16:30 4-7 umferđ
Sunnudagur 18.11
13:00 - 15:00 Undanúrslit
Stefnt er ađ ţví ađ úrslitaeinvígiđ fari fram í beinni útsendingu á RÚV
Skráning fer fram hér á Skák.is.
Hćgt er ađ sjá skráđa keppendur hérna
https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AiyZI3bNVvoCdHJyRG4zZXdmdWxZa0ZJMTJuSU5zaUE#gid=0
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2012 | 08:35
Gallerý Skák: Skákgeggjarar - Sigfúsar Jónssonar minnst
Eins og svo oft og endranćr lagđi hópur skuggalegra skákţyrsta garpa leiđ sína í Gallerý Skák á sl. fimmtudagskvöld til ađ berjast ţar drengilega á banaspjótum á hvítum reitum og svörtum. Samt á tiltölulega vinalegum nótum ađ ţessu sinni í tilefni af alţjóđlega eineltisdeginum, ţegar allir eiga ađ vera góđir viđ alla en ekki öfugt eins og nafniđ gćti bent til. Allir sem einn eru ţessir skákgeggjarar" međ snert eđa illa haldnir af skákdellu sem svo var kölluđ í gamla daga en flokkast nú undir skákástríđupersónuleikastreituröskun" eđa enn lengri orđaleppa innan geđlćknisfrćđinnar.
Ađ ţessu sinni var gert hlé á mótaröđinni sem veriđ hefur í gangi um Patagóníusteininn. Nú var fyrst og fremst teflt um ţađ hver vćri einna snjallastur eđa í bestu dagsformi og alveg sértaklega fyrir fegurđina til minningar um fallinn félaga, Sigfús Jónsson, sem mótiđ var helgađ.
Áđur en sest var ađ tafli kvaddi formađur sér hljóđs og minnist hins látna heiđurmanns, sem lagđur hafđi veriđ til hinstu hvíldar ţá fyrr um daginn. SIGFÚS JÓNSSON (68) var hörkugóđur skákmađur, lögfrćđingur ađ mennt og áđur innkaupastjóri Reykjavíkurborgar. Hann var ötull og öflugur skákmađur allt frá unga aldri og naut ţess ađ vel tefla í góđra vina hópi, einkum ađ tjaldabaki, eins og svo ótal margir ađrir liđtćkir iđkendur skáklistarinnar. Sigfús og jafnaldri hans Harvey Georgsson hófu ađ tefla saman hjá TR niđur í Grófinni 1 áđur en ţađ ágćta félag fékk inni í Breiđfirđingabúđ á 6. áratug liđinnar aldar. Í lagadeild Háskóla Íslands var líka mikiđ teflt á bakviđ tjöldin ađ sögn Kristjáns Stefánssonar, hrl., sem var Sigfúsi samskóla. Meira segja okkar ágćti Guđmundur Sigurjónsson, síđar stórmeistari, fékk stundum ađ kenna á ţví líka ađ Sigfús var slyngur skákmađur. Sú saga er höfđ eftir Guđjóni Magnússyni, lögfrćđingi, ađ einhverju sinni hafi ţeir hist Guđmundur og Sigfús og ákveđiđ ađ taka 4 léttar og Sigfús unniđ ţćr allar. Ţetta ţóttu nokkur tíđindi til nćsta bćjar, ţó leynt fćri. Sigfús, Kristján, Harvey, Andrés Fjeldsted, Guđmundur Markússon, Guđmundur Ţórđarson, Árni Einarsson, Björn Karlsson, Pétur Nagel Eiríksson og fleiri góđir menn voru saman í skákklúbbi um langt árabil og buđu heim til skiptis. Sama gilti um annan klúbb, sem senn á 50 ára afmćli sem í voru eđa eru auk Harveys, Gunnar Birgisson, Gunnar Finnsson, Bragi Halldórsson, Jóhannes Lúđvíksson, Jón G. Briem og fleiri sterkir skákmenn. Ţá tefldi Sigús á sínum tíma í Stofnanakeppninni fyrir hönd SVR. Eftir ađ Sigfús varđ ađ hćgja ferđina vegna heilsubrests fyrir nokkrum árum hvatti Kristján hann til ađ sćkja KR-klúbbinn, síđan lá leiđ Sigfúsar í Riddarann og svo í Ćsi og Gallerýiđ ţar sem hann var jafnan aufúsugestur. Sigfús Jónson naut virđingar í allri viđkynningu fyrir sína ljúfu lund enda afar geđţekkur og eftirminnilegur mađur, sem af er mikill sjónarsviptir. Viđstaddir vottuđu hinum látna virđingu sína međ stuttri ţögn. Stillt var á gamla skákklukku og hún látin tifa og ganga út á međan á mótinu stóđ til táknrćnnar minningar um góđan dreng genginn.
Síđan hófst tafliđ. Enda ţótt ekki vćri keppt um grjótiđ langtađkomna mćttu menn engu ađ síđur grjótharđir til leiks og gáfu ekkert eftir fyrr en í fulla hnefanna ţó ćtlast vćri til annars. Stundum getur ţađ veriđ kvalrćđi ađ tefla skák, einkum ef illa gengur eđa stöđur gerast flóknar, ţá er eins gott ađ halda stillingu sinni og jafnađargeđi og forđast ađ láta sálrćn-skákkvíđapersónuleikastreituhliđrunarhugröskunareinkenni eđa ađrar sálfrćđilegar flćkjur og geđraskanir ná tökum á sér. Skákíţróttin er ekki heiglum hent nema síđur sé.
Úrslit kvöldsins má sjá á međfl. mótstöflu, sem klippt hefur veriđ neđan af gustugaskyni viđ ţá sem minnst báru úr bítum í ţetta sinniđ en nutu ţess samt í botn ađ vera međ ţrátt fyrir mislukkađa snilldartakta. Ýtt verđur á klukkurnar ađ nýju ţegar degi hallar ađ viku liđinni.
ESE - 11.11.12
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2012 | 07:00
Hrađkvöld hjá Helli í kvöld
Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 12. nóvember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 10.11.2012 kl. 09:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2012 | 22:43
Sigurđur A sigrađi á stundarfjórđungsmóti
Í dag fór fram skákmót í húsakynnum Skákfélags Akureyrar Umhugsunartími á hverja skák var 15 mínútur á mann. 9 keppendur voru skráđir til leiks og var keppnin bćđi jöfn og spennandi. Lokastađan varđ sú ađ Sigurđur Arnarson sigrađi međ 7 vinninga af 8 mögulegum. Hann tapađi ađeins fyrir Sigurđi Eiríkssyni, sem endađi í 2. sćti međ 6,5 vinning.
Jafnir í 3.-4. sćti urđu Hjörleifur Halldórsson og Haraldur Haraldsson međ 5,5 vinning. Ţađ er sérstakt ánćguefni ađ sjá Harald nálgast sitt gamla form og var hann t.d. međ unniđ tafl í höndunum gegn sigurvegara mótsins og hefđi eflaust unniđ ţá skák ef hann vćri í betri ćfingu.
Í nćstu sćtum urđu Einar Garđar Hjaltason, Sveinbjörn O. Sigurđsson, Haki Jóhannesson, Ari Friđfinnsson og Einar Guđmundsson.
11.11.2012 | 22:39
Dagur međ tvö jafntefli í dag viđ stórmeistara
Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2368) gerđi jafntefli í báđum skákum dagsins í First Saturday-mótinu viđ ungverska stórmeistara.
Ţetta voru ţeir Zoltan Varga (2456) og Krisztian Szabo (2541). Í gćr gerđi hann jafntefli viđ indverska stórmeistarann Tejas Bakre (2481).
Dagur hefur 4 vinninga eftir 10 skákir og er í 5. sćti. Szabo er efstur međ 6,5 vinning.
Sjö skákmenn taka ţátt í SM-flokki og eru međalstigin 2426 skákstig. Dagur er nr. 5 í stigaröđ keppenda. Tefld er tvöföld umferđ, alls 12 skákir.11.11.2012 | 21:05
Vignir Vatnar vann í fjórđu umferđ
Vignir Vatnar Stefánsson vann rússneska skákmanninn Anton Sidorov (1843) í 4. umferđ HM ungmenna sem fram fór í dag. Í 5. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir hann viđ annan Rússa, Ivan Kharitonov (1773). Vignir hefur 2,5 vinning og er í 44.-74. sćti.
Tvćr umferđir eru tefldar á morgun.
Alls taka 192 skákmenn ţátt í flokki Vignis og er Vignir nr. 91 í stigaröđ keppenda. Honum til ađstođar er Helgi Ólafsson.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (10 efstu borđin)
- Chess-Results
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2012 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Lenka Íslandsmeistari kvenna 2012

Hrund Hauksdóttir - Tinna Kristín Finnbogadóttir
Tinna ákvađ ađ valda b7-peđiđ. Rétti leikurinn er hins vegar 35.... Bf3! Ţar sem 36. gxf3 er svarađ 36.... h3 og h-peđiđ verđur ađ drottningu. Hrund varđist vel í framhaldinu og náđi jöfnu eftir 58 leiki.
Ólympíuliđiđ rađađi sér í efstu sćtin af 12 keppendum:1. Lenka Ptacnikova 6 v. (af 7). 2. Tinna Kristín Finnbogadóttir 5˝ v. 3. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir 5 v.
Besta skákforritiđ - Houdini
Fyrir nokkrum misserum hitti greinarhöfundur á förnum vegi kunnan áhugamann um hugbúnađ skákarinnar, Höskuld Dungal, sem tjáđi mér ađ nú vćri hćgt ađ hala niđur ókeypis af netinu nýju skákforriti sem slćgi öllum öđrum viđ - Houdini. Ég bar ţetta undir Einar Karlsson, helsta sérfrćđing minn á ţessu sviđi, sem hafđi uppi ýmsa fyrirvara um ţessar upplýsingar. En nokkrum dögum síđar hringdi Einar í mig og taldi ţá ađ eitthvađ vćri til í ţessu hjá Höskuldi. Houdini 3 er í dag sterkasta skákforrit sem fáanlegt er. Nýlega kynnti ţýsk vefsíđa til leiks hinn belgíska forritara Houdinis, Robert Houdart, allsterkan skákmann sem starfar sem verkfrćđingur viđ hönnun jarđskjálftaţolinna pípulagna í kjarnorkuverum. Međfram og án formlegrar menntunar á ţessu sviđi skrifađi" hann alls kyns forrit ţar til einn góđan veđurdag - á međan hann beiđ eftir gleri í stjörnukíkinn sinn - ađ hann hóf vinnu viđ skákforrit. Útkoman var Houdini" sem kom fram áriđ 2009. Viđ forritun kvađst Houdart hafa ţrengt" ađ valkostum viđ ákvarđanatöku, ţ.e. forritiđ skođar ekki alla valkosti af sömu dýpt. Houdart kvađst hafa sótt á netiđ alls kyns upplýsingar og ţannig stytt sér leiđ ađ nýjum lausnum. Keppinautnum Rybku" var á síđasta ári rutt úr vegi" en í einni skák einvígis ţessara forrita fórnađi 1,5-útgáfan ţremur peđum í byrjun tafls og ţó voru drottningarnar ekki lengur á borđinu. Viđureignin ţykir af ýmsum tölufrćđingum marka tímamót:Rybka 4.0" - Houdini 1.5 a"
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rf3 Rc6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 c4 7. Bc2 Dc7 8. De2 g5 9. e6 dxe6 10. Rxg5 De5 11. d4 Dxe2+ 12. Kxe3 e5!?13. Dxe5 Rxe5 14. Rxh7 Bg7 15. Rg5 Bd7 16. Ra3 Rd3! 17. Bxd3 cxd3+ 18. Kxd3 Ra4 19. f3 a5 20. Re4 f5 21. Rf2 b5 22. Rc2 b4 23. cxb4
23.... Kf7! 24. bxa5 Hxa4 25. Kd2 Hd8 26. Rb4 He5 27. Rfd3 Bb5 28. He1 Rc5 29. Hxe5 Bxe5 30. f4 Bf6 31. Ke1 Rxd3+ 32. Rxd3 Bxd3 33. a4 Hc8 34. a5 Hc2 35. Bd2 Hxb2 36. a6 Be4 37. Ha3 Bxg2 38. a7 Hb1+ 39. Ke2 Ba8 40. Be1 Bd4 41. Ha2 Hb3 42. Bg3 Ke6 43. Kf1 Bc5 44. Ke2 Kd7 45. Kf1 Hb4 46. Ke2 Bd6 47. Kf2 Bxf4 48. H4 Bh6 49. Kf1 Hb1+ 50. Be1 e5 51. H5 f4 52. Hd2+ Kc7 53. Hc2+ Kb6
- og Rybka gafst upp."
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 2. nóvember 2012.
Spil og leikir | Breytt 9.11.2012 kl. 15:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2012 | 16:56
Oliver og Jón Kristinn Íslandsmeistarar
Oliver Aron Jóhannesson varđ í dag Íslandsmeistari drengja og telpna, ţađ er 15 ára og yngri. Oliver hlaut 8 vinninga og varđ vinningi fyrir ofan nćstu menn, Jón Kristin Ţorgeirsson og Hilmi Frey Heimisson. Ţeir félagar urđu efstir og jafnir flokki pilta og stúlkna og ţurftu ţví ađ há einvígi um ţann titil. Ţar fór svo ađ Jón Kristinn hafđi ţar betur 1,5-0,5 í hörkueinvígi.
Símon Ţórhallson varđ ţriđji í flokki pilta og stúlkna. Símon var mjög nćrri Íslandsmeistaratitlinum, hafđi lagt Jón Kristin og var međ unniđ á Hilmi Frey í lokaumferđinni en lék af sér drottningunni međ unniđ tafl.
Vel gert af Norđanmönnum ađ taka alls 3 verđlaunasćti af 6 mögulegum.
Alls tóku 50 keppendur ţátt í ţessu skemmtilega og vel sótta móti. Skákstjórar voru Omar Salama, Páll Sigurđsson, Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.
Röđ efstu manna:
Rank | Name | Club | Pts |
1 | Oliver Aron Jóhannesson | Fjölnir | 8 |
2 | Jón Kristinn Ţorgeirsson | SA | 7 |
3 | Hilmir Freyr Heimisson | Hellir | 7 |
4 | Símon Ţórhallsson | SA | 6˝ |
5 | Gauti Páll Jónsson | TR | 6˝ |
6 | Nansý Davíđsdóttir | Fjölnir | 6˝ |
7 | Felix Steinţórsson | Hellir | 6 |
8 | Hildur B Jóhannsdóttir | Hellir | 6 |
9 | Sóley Lind Pálsdóttir | TG | 6 |
10 | Mykhaylo Kravchuk | TR | 6 |
11 | Bárđur Örn Birkisson | TR | 6 |
12 | Björn Hólm Birkisson | TR | 6 |
13 | Jakob Alexander Petersen | TR | 5˝ |
14 | Bergmann Óli Ađalsteinsson | 5 | |
15 | Heimir Páll Ragnarsson | Hellir | 5 |
16 | Svandís Rós Ríkharđsdóttir | Fjölnir | 5 |
17 | Donika Kolica | TR | 5 |
18 | Bjarni Ţór Guđmundsson | Haukar | 5 |
19 | Guđmundur Agnar Bragason | TR | 5 |
20 | Kormákur Máni Kolbeins | 5 | |
21 | Óskar Víkingur Davíđsson | Hellir | 5 |
22 | Axel Óli Sigurjónsson | Hellir | 5 |
- Chess-Results
- Myndaalbúm (PS, ÁHS og OS)
11.11.2012 | 16:53
Teflt til heiđurs Birgi Sigurđsyni

Síđan prentađi hann og gaf út skáktíamarit um árabil ásamt Jóhanni Ţóri Jónssyni heitnum.
Síđustu tólf ár hefur Birgir veriđ formađur skákfélags F E B í Reikjavík.
Birgir er mikill öđlingur og hefur stjórnađ skákmótum međ sinni alkunnu hógvćrđ og kurteisi.
Mótiđ á ţriđjudaginn heitir Birgismótiđ.
Mótstađđur er Stangarhylur 4
Tefldar verđa níu umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma
Mótiđ byrjar kl 13.00
Allir skákmenn 60 ára og eldri velkomnir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 9
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 132
- Frá upphafi: 8778732
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar