Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012
16.11.2012 | 15:16
Atskákmót Íslands flyst í Rimaskóla
Vegna mistaka starfsmanns Gufunesbćjar var salurinn tvíbókađur og ţví flyst mótiđ í Rimaskóla. Teflt verđur á efri hćđ. Gengiđ um ađaldyr.
16.11.2012 | 11:18
Vignir Vatnar međ jafntefli gegn Rússa - mćtir enn einum Rússanum á morgun!
Vignir Vatnar Stefánsson (1595) gerđi jafntefli viđ Rússann Egor Sydhik (1821) í áttundu umferđ HM ungmenna sem fram fór í Maribor í Slóveníu í gćr. Vignir hefur 5 vinninga og er í 31.-52. sćti sem verđur ađ telja geysigott, ekki síst í ljósi ţess ađ hann hefur teflt upp fyrir allt mótiđ.
Í dag mćtir Vignir sjötta Rússanum í röđ! Andstćđingurinn í dag heitir Nikita Samsonov (1849).
Alls taka 192 skákmenn ţátt í flokki Vignis og er Vignir nr. 91 í stigaröđ keppenda. Honum til ađstođar er Helgi Ólafsson. Tefldar eru 11 umferđir.- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (10 efstu borđin)
- Chess-Results
16.11.2012 | 10:02
Jón Kristinn eykur forystuna á TM-mótaröđinni

Sjöttu umferđ hinnar geysivinsćlu TM-mótarađar Skákfélags Akureyrar fór fram í gćrkvöldi og lauk međ ţví ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson og Áskell Örn Kárason urđu jafnir og efstir međ 10 vinninga af 11 mögulegum. Ţar međ jók hinn nýkrýndi Íslandsmeistari, Jón Kristinn, forskot sitt í mótaröđinni og er nú međ 3,5 vinninga forskot á Sigurđ Arnarson, sem endađi ţriđji í kvöld.
Úrslit dagsins urđu ţessi
1-2. Jón og Áskell 10 vinningar
3. Sigurđur Arnarson 8 vinningar
4.-5. Sigurđur Eiríksson og Andri Freyr 7 vinningar
6. Sveinbjörn Sigurđsson 6 vinningar
7. Haki Jóhannesson 5 vinningar
8. Einar Garđar 4 vinningar
9. Símon Ţórhallsson 3 vinningar
10.-11. Logi Rúnar Jónsson og Bragi Pálmason 2 vinninga
12. Atli benediktsson 1 vinningur
Stađa efstu manna í heildarkeppninni er eftirfarandi:
Jón Kristinn Ţorgeirsson 51
Sigurđur Arnarson 47,5
Sigurđur Eiríksson 37,5
Ólafur Kristjánsson 31
Smári Ólafsson 28,5
Áskell Örn Kárason 28,5
Sveinbjörn Sigurđsson 28
Einar Garđar Hjaltason 27,5
Andri Freyr Björgvinsson 26
Haki Jóhannesson 25,5
Rúnar Ísleifsson 19,5
Símon Ţórhallsson 18,5
Tómas Veigar Sigurđarson 13
Ţór Valtýsson 12,5
Logi Rúnar Jónsson 11
16.11.2012 | 08:59
Íslandsmótiđ í atskák hefst í kvöld
Atskákmót Íslands 2012 - Minningarmót um Sturlu Pétursson
Verđur haldiđ daganna 16.-18. nóvember n.k
Mótiđ verđur í senn minningarmót um Sturlu Pétursson skákmeistara.
Stađsetning Hlađan Gufunesbć Gufunesvegi 112 Reykjavík (sjá á korti)
http://ja.is/kort/#q=index_id%3A1488810&x=363331&y=407608&z=9
Tímamörk eru 25 mín á skák
Ţátttökugjald er 1.000 krónur fyrir 16 ára og yngri, 2.000 krónur fyrir 16 ára og eldri
Fyrirkomulag verđur međ sama sniđi og í fyrra. Fyrst verđa tefldar 7 umferđir. Fjórir efstu tefla síđan í undanúrslitum tvćr skákir međ sitthvorn litinn.
Verđlaun
1. 100.000
2. 50.000
3. 25.000
4. 25.000
Einnig verđa veittir bikarar fyrir bestan árangur unglinga, kvenna og öldunga.
Ađalstyrkarađli mótsins er Gúmmívinnustofan Skipholti
Sigurvegari mótsins hlýtur nafnbótina Atskákmeistari Íslands.
Dagskrá mótsins
Föstudag 16.11
19:30 - 22:30 1-3 umferđ
Laugardagur 17.11
13:00 -16:30 4-7 umferđ
Sunnudagur 18.11
13:00 - 15:00 Undanúrslit
Stefnt er ađ ţví ađ úrslitaeinvígiđ fari fram í beinni útsendingu á RÚV
Skráning fer fram hér á Skák.is.
Hćgt er ađ sjá skráđa keppendur hérna
https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AiyZI3bNVvoCdHJyRG4zZXdmdWxZa0ZJMTJuSU5zaUE#gid=0
15.11.2012 | 16:29
Skáksegliđ - Sigurđur Herlufsen í banastuđi
Önnur umferđ mótarađarinnar um Skáksegliđ, minningarmót Gríms Ársćlssonar, fór fram hjá Riddaranum í gćr. Ţó léttleiki og glađvćrđ svifi yfir vötnunum var ljóst frá byrjun ađ einbeittur baráttuvilji var til stađar hjá gömlu skákgeggjurunum sem mćttir voru til leiks, sumir um langan veg, stađráđnir í ţví ađ klekkja á keppinautunum međ sannfćrandi hćtti.
Ađ tefla skák minnir oft á fjallaklifur ţar sem taka verđur vissa áhćttu til ađ ná settu marki. Hćttan liggur viđ hvert fótmál,hvern leik og ekki hćgt ađ hrósa sigri fyrr en allt er yfirstađiđ. Áhćttusćkni og öryggi í bland er ţađ sem gerir skákina svona spennandi eđa geggt gaman" eins og nú er sagt (ađ sögn Braga Halldórssonar)
Strax í fyrstu umferđ gerđust ţau undur og stórmerki ađ Einar Ess tókst ađ leggja ţrautakónginn sjálfan Jón Ţ. Ţór ađ velli međ hvítu nokkuđ sannfćrandi eftir ađ hann hafđi hafnađ jafnteflistilbođi, og setja ţannig óvćnt strik í óslitna sigurgöngu hans, en Jón hafđi unniđ 10 skákir í röđ vikuna áđur og ađeins gert eitt jafntefli.
Ţetta var 91. höfuđleđriđ sem Einar krćkti sér í á árinu, tíu fleiri en i fyrra og hitteđfyrra. Ţrátt fyrir ađ hann sé manna mistćkastur í vinningsstöđum er hann mjög iđinn viđ kolann og er stundum í essinu" sínu. Félagarnir hafa í flimtingum ađ hann sé haldinn svokallađri fyrirvinningsspennu", skákkvíđapersónuleikaspennuhliđrunargeđröskunarkomplex, sem veldur ţví ađ gjörunnar stöđur vilja fara forgörđum og vinningurinn ganga honum slysalega úr greipum, en ţó ekki alltaf eins og sjá má á galleryskak.net og hér https://sites.google.com/site/ny211011/einar-i-essinu-sinu.
Ţetta ásamt öđru varđ til ţess ađ Jón átti ađeins undir högg ađ sćkja í mótinu og varđ ađ sćtta sig viđ 2. sćtiđ ađ ţessu sinni á eftir Sigurđi A. Herlufsen, stöđubaráttumeistaranum, sem var í feikna stuđi og vann mótiđ međ stćl, hlaut 9˝ vinning af 11 mögulegum. Sigurđur á ţađ til ađ beita borđtennistöktum" ţ.e. ađ leika međ hćgra megin á taflborđinu međ hćgri hendinni en međ ţeirri vinstri vinstra megin, sem er afar sérkennilegt og getur ruglađ andstćđinginn í ríminu. Sigurđur E. Kristjánsson, Kínafari, var svo ţriđji bestur og virđist vera ađ ná úr sér flugriđunni.
Jón Ţ. Ţór leiđir í stigakeppninni međ 18 punkta eftir 2 mót, Sigurđur Herlufsen međ 13; Ingimar Halldórsson 11 og Guđfinnur R. Kjartansson međ 9. Úrslitin er ţó engan veginn ráđin enn ţví 3 bestu mót af fjórum telja til vinnings.
Hvađ önnur úrslit varđar vísast til mótstöflu og www. riddarinn.is
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2012 | 15:00
Atskákmót Íslands 2012. Minningarmót um skákfrömuđinn Sturlu Pétursson (1915 - 1999)
Sturla Pétursson var fćddur í Reykjavík ţann 6. september og lést 14. apríl 1999 á 84. aldursári. Hann var sonur Péturs Zoponíassonar ćttfćđings og konu hans Guđrúnar Jónsdóttur. Sturla var yngstur af stórum systkinahópi sem öll fćddust á fyrsta fjórđungi síđustu aldar. Sturla lauk gagnfrćđaprófi og vann viđ verslunar-og skrifstofustörf m.a. hjá Reykjavíkurborg, Skattstofunni og Hagstofunni.
Seinni starfsár sín vann hann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Sturla kvćntist Steinunni (Gógó) Hermannsdóttur og eignuđust ţau fjögur börn. Sonur ţeirra Pétur Rúnar er fađir Sturlu alnafna afa síns sem rekur Gúmmívinnustofuna í Skipholti. Sturla yngri hefur lengi haft áhuga ađ halda á lofti nafni afa síns innan skákhreyfingarinnar og sem Grafarvogsbúi leitađi hann til skákdeildar Fjölnis ţeirra erinda.
Atskákmót Íslands 2012 í minningu Sturlu Péturssonar er afrakstur ţessa samstarfs og gefur Gúmmívinnustofan alla vinninga til mótsins sem eru tvöfalt hćrri ađ upphćđ en síđustu árin. Margir íslenskir skákmenn muna vel eftir Sturlu Péturssyni sem var mjög góđur skákmađur og formađur Taflfélags Reykjavíkur árin 1947 - 1948. Sturla tefldi međ íslenska landsliđinu, var ritstjóri skákblađs og kenndi ungum skákmönnum. Skákdeild Fjölnis er ţađ mikill heiđur ađ standa fyrir og skipulegja skákmót tileinkuđu nafni Sturlu Péturssonar. Skákdeild Fjölnis ţakkar Gúmmívinnustofunni og Sturlu Péturssyni framkvćmdarstjóra fyrir ánćgjulegt samstarf og stuđning viđ Atskákmót Íslands 2012. Vonandi sjáum viđ sem flesta skrá sig af hinum grjóthörđu skáköđlingum sem tefldu árum saman viđ Sturlu og nutu félagsskapar hans viđ skákborđiđ.
- Skráning fer fram hér á Skák.is
- Ýmsar upplýsingar um mótiđ má nálgast á Facebook.
- Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Spil og leikir | Breytt 18.11.2012 kl. 21:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2012 | 13:00
Sverrir Örn og Júlíus efstir á Vetrarmóti öđlinga
Sverrir Örn Björnsson (2154) og Júlíus Friđjónsson (2187) eru efstir međ fullt hús ađ lokinni 3. umferđ Vetrarmóts öđlinga sem fram fór í gćrkveldi. Sverrir vann Gylfa Ţórhallsson (2156) en Júlíus hafđi betur gegn Halldóri Pálssyni (2064). Siguringi Sigurjónsson (1959) og Ţór Valtýsson (2011) koma nćstir međ 2˝ vinning.
Ţađ bar til tíđinda Kristinn Jón Sćvaldsson (1745), sem hefur ekki sést á skákmótum í mörg herrans ár, gerđi jafntefli viđ stigahćsta keppenda mótsins, Ţorvarđ F. Ólafsson (2202)
Úrslit ţriđju umferđar má finna hér. Stöđu mótsins má finna hér. Röđun 4. umferđar, sem fram fer á miđvikudagskvöld má finna hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2012 | 11:00
Íslandsmót unglingasveita fer fram 24. nóvember
Mótiđ hefst kl. 13 og stendur líklega fram til 17. Umhugsunartími á mann eru 15 mínútur.
Mótiđ er liđakeppni taflfélaga og eru 4 í hverju liđi auk varamanna.
Reglugerđ mótsins má finna međ ţví ađ smella hér.
http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=249
Ţátttökurétt hafa öll taflfélög sem og/eđa íţrótta/hérađssambönd svo framarlega ađ ekki er taflfélag á sama svćđi.
Skráning fer fram í tölvupósti til félagsins: tg(hjá)tgchessclub.com
Benda ber sérstaklega á
- ađ sameinuđ liđ geta ekki orđiđ Íslandsmeistarar
- hverju liđi skal fylgja liđsstjóri sem sér um liđiđ og ađ fylla út öll úrslit í mótinu. Hver liđsstjóri skal ekki stýra meira en 2 liđum
- Ţátttökugjöld eru 3000 kr. á hvert liđ.
Íslandsmeistarar 2011 eru Skákdeild Fjölnis.
Sjá má öll úrslit á mótinu 2011 međ ţví ađ smella á hlekkinn hér fyrir aftan.http://chess-results.com/tnr60197.aspx?lan=1
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2012 | 09:04
Dagur endađi međ jafntefli í Búdapest
Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2368) gerđi sitt sjönda jafntefli í röđ í lokaumferđ First Saturday-mótsins, sem fram fór í gćr. Ţá tefldi hann viđ ungverska FIDE-meistarann Benjamin Gledura (2336). Dagur hlaut 5 vinninga í 12 skákum og endađi í sjötta sćti.
Árangur Dags samsvarađi 2376 skákstigum og lćkkar hann um 2 stig fyrir hana.
Ungverski stórmeistarinn Krisztian Szabo (2541) vann mótiđ en hann hlaut 8 vinninga.
Sjö skákmenn tóku ţátt í SM-flokki og voru međalstigin 2426 skákstig. Dagur var nr. 5 í stigaröđ keppenda. Tefld var tvöföld umferđ, alls 12 skákir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2012 | 23:06
Vignar Vatnar vann Rússa og mćtir fimmta Rússanum í röđ á morgun!
Vignir Vatnar Stefánsson (1595) vann Rússann Arsen Mnatskanian (1769) í 7. umferđ HM ungmenna, sem fram fór í Maribor í Slóveníu dag. Í Í 8. umferđ, mćtir Vignir fimmta Rússanum í röđ. Ţađ mćtti halda ađ Vignir sé ţátttakandi í rússneska barnameistaramótinu. Ţess má geta ađ alls taka 16 Rússar ţátt í flokki Vignis, svo er enn 11 í pottinum! Vignir hefur 4,5 vinning og er í 32.-51. sćti.
Andstćđingur á morgun hefur 1821 skákstig.
Alls taka 192 skákmenn ţátt í flokki Vignis og er Vignir nr. 91 í stigaröđ keppenda. Honum til ađstođar er Helgi Ólafsson.- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (10 efstu borđin)
- Chess-Results
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 17
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 8778721
Annađ
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar