Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Skák í Ársafni í dag

Skák í ÁrsafniSkákakademían heldur skákvćđingu bókasafnanna áfram á morgun, sunnudag, ţegar skákćfingar hefjast á Ársafni, bókasafninu í Árbć.

Fariđ verđur af stađ međ sex ćfingar fram í desember.

Ćfingarnar standa frá 14:00 - 15:00 og á sunnudaginn munu Björn Ívar Karlsson og Finnur Kr. Finnsson leiđbeina.

Opiđ fyrir skákmenn á öllum aldri og tilvaliđ fyrir eldri fjölskyldumeđlimi ađ koma međ ţá yngri og tefla saman.


Gallerý Skák: Atgangur í öskjunni

2012 Gallerý 18 10 14.jpgŢröng var á ţingi í Gallerý Skák í gćrkvöldi ţegar 2. umferđ í mótaröđinni um Patagóníusteininn fór fram. Ekki voru allir ţó komnir til ađ skora stig í ţeirri keppni heldur fyrst og fremst til ađ tefla sér til ánćgju og hugarhćgđar, til ađ létta á skákástríđupersónuleikastreituhugröskun sinni.  Ađ venju var ţar glatt á hjalla, menn hlógu jafnvel  ađ óförum sínum, vegna ţess ađ hlátur gerir mönnum gott  - međan ađrir brostu ţeim mun gleiđar og báru höfuđiđ hćrra eftir ţví sem betur gekk.

Tefldar voru 10 mínútna atskákir, tímamörk sem henta vel til ađ byggja upp góđar stöđur, sem 2012 Gallerý 18 10 13.jpgiđulega fara ţó forgörđum ţrátt fyrir góđa viđleitni, út um gluggann,  ţegar fer ađ sneiđast um tímann, sem oft reynist helst til stuttur í annan endann.  Hlýst ţá oft af mikiđ at, sem ţessar skákir draga nafn sitt af.  Keppnisreglur er stífar, snertir menn fćrđir, reitađir menn fastir og kóngurinn drepinn miskunnarlaust ef hann er ekki fćrđur úr skák.  Enga miskunn ađ finna hjá Guđfinni, stađarhaldara sem stýrir mótinu styrkri hendi - međ annarri.   

Segja má ađ kynslóđirnar hafi mćst ţví keppendur voru á aldrinum 9 ára til áttrćđs. Gamlir fuskar og ungir vaxtarsprotar í bland.  Ekkert kynslóđabil í skákinni.  Fulltrúar ćskunnar krydda mótin međ ţátttöku sinni, sýna ţeim eldri oft í báđa heimana um leiđ ţeir afla sér dýrmćtrar keppnisreynslu.

Hinn magnađi aldursforseti Gunnar Kr. Gunnarsson, sigurvegari tveggja síđustu ára,  sneri nú aftur til leiks og vann mótiđ af öryggi en ţó naumlega međ 9 vinningum af 11 mögulegum, nćstur kom hiđ unga skákséní Vignir Vatnar Stefánsson, ađeins 9 ára, međ 8.5 vinning en hann varđ einnig í 2. sćti fyrir  hálfum mánuđi. Frábćr frammistađa hjá svo ungum sveini, sem er á leiđ á heimsmeistaramót ungmenna í nćsta mánuđi.  Í ţriđja til fjórđa sćti komu svo hinir öldnu höfđingjar Ţórarinn Sigţórsson, (Tóti tönn) og Kristinn Johnson (fyrrv. sjarmör), báđir međ 8 vinninga en sá fyrrnefndi örlítiđ hćrri á stigum. Ţeir hafa greinilega engu gleymt sem sýnir ađ lengi lifur í gömlum glćđum og skákin býr í huganum.

Fjöriđ heldur áfram ađ viku liđinni ţegar ţegar menn mćta vígreifir til tafls ađ nýju. Ţá verđur engu eirt ef ađ líkum lćtur.  Nánari úrslit má sjá á međf. mótstöflu og klippimyndir af vettvangi fylgja međ til gamans.

 

2012 Gallerý 18 10 12.jpg

 

Meira á : www. galleryskak.net og  nú einnig á http://www.facebook.com/#!/groups/102908303202204/

Myndaalbúm (ESE)


Friđrik međ jafntefli í nćstsíđustu umferđ á minningarmóti um Bent Larsen

Friđrik Ólafsson í Dresden

Friđrik Ólafsson (2431) gerđi jafntefli viđ Danann Svend Pedersen (2210) í sjöttu og nćstsíđustu umferđ minningarmóts um Bent Larsen sem nú er í gangi í Álaborg.  Friđrik hefur 4 vinninga og er í 6.-15. sćti.

Danski alţjóđlegi meistarinn Jens Kristiansen (2419) er langefstur međ 5˝ vinning og hefur vinningsforskot á nćstu menn.

Í sjöundu og og síđustu umferđ, sem fram fer í fyrramáliđ, teflir Friđrik viđ danska FIDE-meistarann Jřrn Sloth (2410), sem er Norđurlandameistari öldunga eftir sigur á ţví móti í Reykjavík í fyrra.

61 skákmađur tekur ţátt í mótinu og ţar á međal 4 stórmeistarar.  Ţađ eru auk Friđriks; Miso Cebalo (2416), Króatíu, Oleg Chernikov (2415), Rússlandi og ţýska gođsögnin Wolfgang Uhlmann (2325). Tefldar eru 7 umferđir.



Henrik međ 1,5 í dag og er efstur fyrir lokaátökin

HenrikHenrik Danielsen (2524) fékk 1,5 vinning í 6. og 7. umferđ á Copenhagen Cup sem tefldar voru í dag.  Í fyrri umferđ dagsins gerđi hann jafntefli viđ danska FIDE-meistarann Igor Teplyi (2386) en í ţeirri síđari vann hann norska FIDE-meistarann Kristian Stuvik Holm (2316).

Henrik hefur 5,5 vinning og er efstur á mótinu, hefur 1 vinning á Teplyi og Carsten Hři.

Á morgun fara fram tvćr síđustu umferđirnar.  Ţá mćtir Henrik Norđmanninum Aryan Tari (2280) og danska FIDE-meistaranum Jackob Carstensen (2362).

Tíu skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 2 stórmeistarar.  Henrik er stigahćstur keppenda. Tefldar eru 2 umferđir alla daga nema upphafsdag mótsins og hefjast ţćr kl. 8 og 13:30.

 


Pistill og myndir frá Tölvuteksmótinu - Hrađskákmót TR fer fram á morgun

Jón ViktorFjölda mynda hefur bćst viđ myndaalbúm Tölvuteksmótsins - Haustmóts TR frá Ţóri Benediktssyni.  Ţórir hefur jafnframt skrifađ pistil um mótiđ.  Í pistilunum segir međal annars:

Sigur Jóns Viktors var afar öruggur og raunar aldrei í neinni hćttu. Eftir sigur í fyrstu fjórum umferđunum gerđi hann jafntefli í ţremur af síđustu fimm sem dugđi vel til ađ halda toppsćtinu allan tímann. Lenka byrjađi rólega en sigrar í síđustu fjórum tryggđu henni sanngjarnt 2. sćti og ţá er ánćgjulegt ađ sjá Sćvar taka 3. sćtiđ en hann hefur líklega átt sitt besta mót í nokkurn tíma og hćkkar um 26 stig fyrir árangurinn.  

Pistil Ţóris má finna í heild sinni á heimasíđu TR.

Minnt er svo á Hrađskákmót TR sem fram fer á morgun og hefst kl. 14.  Ađ ţví loknu fer fram verđlaunafhending vegna Tölvuteksmótsins.


Skák í Ársafni á morgun

Skák í ÁrsafniSkákakademían heldur skákvćđingu bókasafnanna áfram á morgun, sunnudag, ţegar skákćfingar hefjast á Ársafni, bókasafninu í Árbć.

Fariđ verđur af stađ međ sex ćfingar fram í desember.

Ćfingarnar standa frá 14:00 - 15:00 og á sunnudaginn munu Björn Ívar Karlsson og Finnur Kr. Finnsson leiđbeina.

Opiđ fyrir skákmenn á öllum aldri og tilvaliđ fyrir eldri fjölskyldumeđlimi ađ koma međ ţá yngri og tefla saman.


Guđmundur međal sigurvegara á móti í Kolumbíu

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarainn, Guđmundur Kjartansson (2385) varđ efstur ásamt tveimur öđrum á alţjóđlegu móti sem lauk nýlega í Kolumbíu.  Guđmundur varđ efstur ásamt heimamanninum Joshua Ruiz (2315) og kúbanska stórmeistaranum Carmente Holden Hernandez (2560).  Guđmundur hćkkar um 15 stig fyrir frammistöđa sína.  Góđ frammistađa hjá Guđmundi sem var ađeins sá 13. stigahćsti fyrir mót.

Guđmundur hefur teflt á fleiri mótum í Ameríku undanfariđ.  Hann varđ í 1.-5. sćti á móti á Ekvador og í 26.-58. sćti í sterku alţjóđlegu móti í Venasúela.  

 


Íslandsmót kvenna byrjađ: Engin jafntefli í 1. umferđ

Lenka PtacnikovaÍslandsmót kvenna í skák hófst á föstudagskvöldiđ međ sex viđureignum, og lauk engri međ jafntefli. Elsa María Kristínardóttir, sem varđ Íslandsmeistari á síđasta ári, hóf titilvörnina međ sigri gegn Hildi B. Jóhannsdóttur.

Hrund HauksdóttirStigahćsti keppandinn, Lenka Ptacnikova stórmeistari, sigrađi hina ungu Nansý Davíđsdóttur í hörkuskák. Lenka, sem teflir á efsta borđi í íslenska landsliđinu hefur margoft sigrađ á Íslandsmótinu en var ekki međ í fyrra.

Veronika Steinunn MagnúsdóttirTefldar verđa 7 umferđir á Íslandsmóti kvenna og fer nćsta umferđ fram á mánudag klukkan 19. Teflt er í húsnćđi Skákskóla Íslands í Faxafeni 12 og eru áhorfendur velkomnir. Ţá eru skákirnar í beinni útsendingu á netinu.

Lanka Ptancikova - Nansý Davíđs 1-0

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir - Svandís Rós Ríkharđsdóttir 1-0

Veroníka Steinunn Magnúsdóttir - Hallgerđur H. Ţorsteinsdóttir 0-1

Ásta Sóley Júlíusdóttir - Tinna Kristín Finnbogadóttir 0-1

Elsa María Kristínardóttir - Hildur B. Jóhannsdóttir 1-0

Donika Kolica - Hrund Hauksdóttir 0-1

Skákir 1. umferđar

Myndir úr 1. umferđ (HJ)


Hausthrađskákmót SA á sunnudag

Hausthrađskákmótiđ, ţar sem teflt er um titilinn "Hrađskákmeistari SA
2012" verđur háđ nú á sunnudaginn og hefst kl. 13. Öllum er heimil
ţátttaka og eru skákunnendur nćr og fjćr hvattir til ađ mćta.  Núverandi
meistari Áskell Örn Kárason mun freista ţess ađ verja titil sinn og
sigra ţriđja áriđ í röđ.  Ţeir sem ćtla ađ leyfa honum ađ komast upp međ
ţađ baráttulaust geta horft á Silfur Egils í stađinn.


Bein útsending frá Íslandsmóti kvenna

Íslandsmót kvenna hófst nú í kvöld í höfuđstöđvum SÍ.   12 skákkonur taka ţátt og ţar á međal allar landsliđskonur Íslands frá Ólympíuskákmótinu í Istanbul í sumarlok. 

Beinar útsendingar frá fyrstu umferđ má nálgast hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 8779107

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband