Bloggfćrslur mánađarins, október 2012
22.10.2012 | 07:00
Hrađkvöld hjá Helli í kvöld
Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 22. október nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 20.10.2012 kl. 17:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2012 | 21:42
"Ćvintýri enn gerast" Velheppnađar skákbúđir á Úlfljótsvatni
Ţađ voru 36 börn og unglingar ásamt 7 skákkennurum, fararstjórum og ađstođarmönnum sem tóku ţátt í skákbúđum Fjölnis sem haldnar voru öđru sinni, nú ađ Úlfljótsvatni í skátamiđstöđinni ţar. Skákakademía Reykjavíkur og Skákskóli Íslands voru í samstarfi viđ Fjölnismenn og lögđu til úrvalskennara ţá Helga Ólafsson og Stefán Bergsson.
Öllu var tjaldađ til ađ gera skákbúđirnar sem árangursríkastar og ánćgjulegastar. Ađstađan ađ Úlfljótsvatni er frábćr, uppáhaldsmatur krakkanna var í hvert mál, vistleg svefnherbergi og leikađstađa utan dyra heilt ćvintýraland. Loks var ţađ veđriđ sem lék viđ ţátttakendur, haustveđur eins og ţađ gerist best og fallegast. Nákvćmlega tímasett dagskrá skákbúđanna skiptist í kennslu og frjálsan leik, matmálstíma og kvöldvöku.
Í skákkennslunni var hópnum skipt í ţrennt eftir styrkleika ţátttakenda. Helgi Ólafsson kenndi úrvalshóp, skákkrökkumn međ alţjóđleg skákstig. Stefán Bergsson sá um fjölmennan hóp skákkrakka sem nú ţegar hafa öđlast kunnáttu og fćrni í skáklistinni og ćfa reglulega međ skákfélögum. Loks voru ţćr stöllur Hrund og Donika međ byrjendahópinn sem var fámennastur og fékk mestu einkakennsluna. Fórst ţeim ţađ mjög vel úr hendi.
Eftir langan og ánćgjulegan laugardag var haldin kvöldvaka ţar sem fulltrúar skákfélaganna reyndu međ sér í skák-spurningakeppni. Mjög jafnt var međ liđunum og ţurfti bráđabana til ađ skera úr um úrslit. Ţađ voru Hellismenn sem báru sigur úr bítum.
Fariđ var í leiki og dreift nammipokum sem Nói -Síríus og Ásbjörn ehf lögđu til af miklu örlćti. Tvískák, fótbolti og borđspil voru síđan á dagskránni og engum gat leiđst í góđum félagsskap. Á sunnudegi hélt skákkennslan áfram og í lokin var haldiđ Nóa - Síríus skákmótiđ ţar sem ţátttakendum skákbúđannna var skipt í 4 riđla og sigurvegarar riđlanna tefldu úrslitaskákir. Fjölnisstrákarnir öflugu, ţeir Oliver Aron og Jón Trausti mćttust ósigrađir í úrslit og ţar hafđi Oliver Aron betur.
Tíu glćsilegir gjafapoka frá Nóa - Síríus voru í verđlaun, međ sćlgćti sem gćti nýst vel í kringum jólahátíđina, ef tekiđ er tillit til magns og gćđa. Skákbúđunum lauk kl. 15:00 og höfđu ţá skákkrakkarnir stađiđ í ströngu, ţar sem ţeir nýttu sér frábćra kennslu og leikađstöđu frá fyrstu mínútu til ţeirrar síđustu. Ánćgjan skein úr hverju andliti barna og fullorđinna sem tóku ţátt.
Skákbúđastjórar voru ţau Helgi Árnason, Andrea Margrét Gunnarsdóttir og Davíđ Hallsson. Rútbílstjórinn kom úr hópi skákforeldra, Magnús Ţorsteinsson. Örvar stađahaldari ađ Úlfljótsvatni og starfsmenn hans buđu upp frábćran mat og lipurđ í einu og öllu.
Skákdeild Fjölnis vill ţakka Norvik fyrir ađ styrkja verkefniđ, Nóa Síríus og Ásbirni ehf fyrir verđlaun og nammiveitingar og loks Skákakademíunni og Skákskólanum fyrir frábćrt samstarf. Nćstu skákbúđir ađ ári.
Myndaalbúm (HÁ)
Spil og leikir | Breytt 24.10.2012 kl. 14:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2012 | 21:29
Myndir frá verđlaunaafhendingu Tölvuteksmótsins
Ţórir Benediktsson, hirđljósmyndari TR, tók nokkrar myndir á Hrađskákmóti TR í dag sem og frá verđlaunaafhendingu Tölvuteksmótsins sem fór fram í framhaldinu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2012 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Friđrik Ólafsson teflir aftur fyrir TR
Bolvíkingar halda naumri forystu í efst deild eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla um síđustu helgi. Til marks um breiddina í hópi má geta ţess ađ Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason tefla á fimmta og sjötta borđi. Fjögur liđ virđast eiga raunhćfa möguleika á sigri en Bolvíkingar standa ekki ađeins best ađ vígi í vinningum heldur einnig ađ hluta til vegna ţess óvenjuleg fyrirkomulags ađ b-liđ ţeirra, sem einnig teflir í efstu deild, getur og hefur skipađ fram skákmönnum a-liđsins í viđureignunum viđ helstu keppinauta a-liđsins. Ţetta er formgalli á reglugerđ ţessa geysivinsćla móts sem dregur til sín um 500 skákmenn hvađanćva af landinu. Bollaleggingar um breytingar á keppninni hafa veriđ talsverđar ađ undanförnu en virđast ekki ná til ţessa ţáttar sem ţekkist ekki í öđrum flokkakeppnum hér á landi. Stađa efstu liđa er ţessi:
1. Bolvíkingar 22˝ v. 2. Víkingaklúbburinn 22 v. 2. Taflfélag Reykjavíkur 21˝ v. 4. Taflfélag Vestmannaeyja 20˝ v.
Í 2. deild leiđa hin sameinuđu félög Gođinn og Mátar rétt á undan TR og í 3. deild er Víkingaklúbburinn b-sveit efst og í 4. deild er Briddsfélagiđ í efsta sćtiđ.
Skemmtilegur andi sveif yfir vötnunum á Íslandsmótinu um liđna helgi, hinir erlendu gestir margir komnir frá Úkraínu setja skemmtilegan svip á mótiđ og ýmsir meistarar sem ekki hafa teflt lengi á ţessum vettvangi sáust aftur ađ tafli. Friđrik Ólafsson og Margeir Pétursson styrkja nú sitt 112 ára gamla félag, Taflfélag Reykjavíkur. Friđrik undirbýr sig ađ kappi fyrir minningarmót um Bent Larsen sem hefst í ţessum mánuđi. Margeir tapađi í 4. umferđ vegna ţess ađ sími hans hringdi og ţar fór hugsanlega vinningur sem gćti vegiđ ţungt á lokasprettinum. Friđrik tók viđfangsefni byrjunar skákar sinnar í 1. umferđ sínum persónulegum tökum. Hinir dínamísku ţćttir skákstíl hans kom fram í hverjum leiknum á fćtur öđrum í byrjun tafls en skákin fer hér á eftir:
Friđrik Ólafsson - Magnús Örn Úlfarsson
Bogo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 Bb4+ 4. Bd2 De7 5. a3 Bxd2 6. Rfxd2!?
Afar sjaldséđur leikur og sá fimmti var ţađ raunar líka.
6.... d6 7. e3 e5 8. dxe5 dxe5 9. Rc3 0-0 10. Be2 He8 11. g4!
Skemmtilegur leikur og óvćntur. Friđrik hefur alltaf veriđ mikill sérfrćđingur í ţví ađ fresta hrókun.
11.... c6 12. g5 Rfd7 13. Rde4 Rc5 14. Dd6 Rxe4 15. Dxe7 Hxe7
Loks hrókar hvítur og hótar máti í leiđinni!
16.... Bd7 17. Rxe4 Ra6 18. b4 Bf5 19. Rd6 Be6 20. Hd2 Hb8 21. Hhd1 Rc7 22. Kb2 Re8 23. Re4 b6 24. Kc3
Veikleikar í stöđu svarts eru ekki margir og yfirburđir hvíts liggja fyrst og fremst í miklu meira rými á báđum vćngjum.
24.... Kf8 25. Bf3 Hc7 26. Rd6 Ke7 27. Rxe8 Hxe8 28. Be4 Hh8?
Tapleikurinn. Svartur varđ ađ leika 28.... h6.
29. f4 exf4 30. exf4 g6
Hvítur hótađi 31. f5. Burđarţol svörtu peđastöđunnar riđlast viđ ţá akademísku" veikleika sem nú myndast.
31. He1! Hd8 32. f5 gxf5 33. Bxf5 Hxd2 34. Kxd2 Hc8 35. He4 Hg8 36. h4 Hh8 37. Ke3 Kd7 38. Bxe6
Uppskipti á hárréttu augnabliki.
38.... fxe6 39. Hf4 Kd6 40. Ke4 h6 41. g6 h5 42. Hf6 Hg8 43. Kf4 b5 44. cxb5 cxb5 45. Kg5 Kd5 46. Kxh5 e5 47. Kg5
- svartur réđ ekki viđ frípeđin og gafst upp.
-------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 14. október 2012.
Spil og leikir | Breytt 17.10.2012 kl. 20:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2012 | 19:00
Dađi Ómarsson hrađskákmeistari TR
Dađi Ómarsson sigrađi á Hrađskákmóti TR sem fram fór í félagsheimili TR í dag. Ţetta er annar meistaratitill Dađa á nokkrum dögum en hann var efstur félagsmanna TR á Tölvuteksmótinu og ávann sér ţar inn meistaratitil TR. Dađi hlaut 12 vinninga og var hálfum vinningi fyrir landsliđsmanninn Hjörvar Stein Grétarsson sem varđ annar međ 11,5 vinning. Segja má ađ ţetta hafa sannarlega veriđ mót rauđhćrđra ţví Mikael Jóhann Karlsson varđ ţriđji međ 10 vinninga.
Á móti loknu fór fram verđlaunaafhending vegna Tölvuteksmóts og eru myndir frá henni vćntanlegarar.
Lokastađan:
1 | Dađi Ómarsson | 12 | 41 |
2 | Hjörvar Steinn Grétarsson | 11,5 | 43 |
3 | Mikael Jóhann Karlsson | 10 | 44,5 |
4 | Ögmundur Kristinsson | 9,5 | 39 |
5-6 | Gunnar Björnsson | 8,5 | 44 |
Dagur Ragnarsson | 8,5 | 40,5 | |
7-10 | Eiríkur K Björnsson | 8 | 41 |
Elsa María Kristínardóttir | 8 | 40 | |
Sveinbjörn Jónsson | 8 | 37,5 | |
Hermann Ragnarsson | 8 | 29 | |
11-15 | Jón Úlfljótsson | 7 | 38,5 |
Ţorlákur Magnússon | 7 | 35 | |
Gauti Páll Jónsson | 7 | 33 | |
Gunnar Ingibergsson | 7 | 32,5 | |
Gunnar Nikulásson | 7 | 31,5 | |
16 | Atli Antonsson | 6,5 | 44 |
17-18 | Sigurlaug R Friđţjófsdóttir | 6 | 30,5 |
Óskar Long Einarsson | 6 | 29 | |
19 | Andri Steinn Hilmarsson | 5,5 | 31 |
20-22 | Arsenij Zacharov | 4 | 29,5 |
Björgvin Kristbergsson | 4 | 28 | |
Arnór Ingi Pálsson | 4 | 26,5 | |
23 | Pétur Jóhannesson | 3 | 27,5 |
24 | Björn Ingi Helgason | 2 | 28 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2012 | 17:58
Áskell Örn hrađskákmeistari SA
Hausthrađskákmót Skákfélags Akureyrar var háđ í dag. Keppendur voru alls 13 og glímdu af lipurđ og festu á hinum 64 reitum skákborđsins í tćpa 3 tíma. Gćfan reyndist meistara síđustu tveggja ára heldur hliđholl og náđi hann ađ vinna allar skákir sínar nema eina.
Ţessir stóđu sig best:
- Áskell Örn Kárason 11,5
- Jón Kristinn Ţorgeirsson 9
- Ólafur Kristjánsson 8,5
- Sigurđur Eiríksson 8
- Smári Ólafsson 7,5
- Tómas Veigar Sigurđarson og
- Einar Garđar Hjaltason 7
Ađrir minna.
21.10.2012 | 17:55
Friđrik međ jafntefli í lokaumferđinni
Friđrik Ólafsson (2431) gerđi jafntefli viđ danska FIDE-meistarann Jřrn Sloth (2410) í sjöundu og síđustu umferđ minningarmótsins um Bent Larsen sem lauk í dag í Álaborg. Friđrik fékk 4,5 vinning, var taplaus á mótinu, og endađi í 6.-17. sćti.
Danski alţjóđlegi meistarinn Jens Kristiansen (2419) sigrađi á mótinu en hann hlaut 6 vinninga. Ţjóđverjinn Christian Hess (2260) varđ annar međ 5,5 vinning.61 skákmađur tók ţátt í mótinu og ţar á međal 4 stórmeistarar. Ţađ voru auk Friđriks; Miso Cebalo (2416), Króatíu, Oleg Chernikov (2415), Rússlandi og ţýska gođsögnin Wolfgang Uhlmann (2325).
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 9)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2012 | 17:49
Henrik sigurvegari Copenhagen Cup
Henrik Danielsen (2524) gerđi jafntefli í 8. og 9. umferđ Copenhagen Cup sem fram fóru í dag. Í ţeirri fyrri viđ Norđmanninn Aryan Tari (2280) og í ţeirri síđari viđ danska FIDE-meistarann Jackob Carstensen (2362). Henrik hlaut 6,5 vinning og sigrađi á mótinu.
Danirnir Igor Teplyi (2386) og Carsten Hři (2370) urđu í 2.-3. sćti međ 6 vinninga.
Ţrátt fyrir ađ sigra á mótinu lćkkar Henrik um 4 stig fyrir frammistöđu sína.
Tíu skákmenn tóku ţátt í mótinu og ţar af voru 2 stórmeistarar. Henrik var stigahćstur keppenda. Tefldar voru 2 umferđir alla daga nema upphafsdag mótsins.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2012 | 08:00
Hrađskákmót TR fer fram í dag
Hrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 21. október kl. 14:00
Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Swiss Perfect kerfi. Umhugsunartími 5 mín á skák.
Ţátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri.
Ţrenn verđlaun verđa i bođi.
Ađ loknu hrađskákmótinu fer fram verđlaunaafhending fyrir Tölvuteksmótiđ 2012 - Haustmót T.R.
Núverandi Hrađskákmeistari T.R. er Halldór Pálsson.
Spil og leikir | Breytt 20.10.2012 kl. 17:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2012 | 07:00
Hausthrađskákmót SA fer fram í dag
Hausthrađskákmótiđ, ţar sem teflt er um titilinn "Hrađskákmeistari SA
2012" verđur háđ nú á sunnudaginn og hefst kl. 13. Öllum er heimil
ţátttaka og eru skákunnendur nćr og fjćr hvattir til ađ mćta. Núverandi
meistari Áskell Örn Kárason mun freista ţess ađ verja titil sinn og
sigra ţriđja áriđ í röđ. Ţeir sem ćtla ađ leyfa honum ađ komast upp međ
ţađ baráttulaust geta horft á Silfur Egils í stađinn.
Spil og leikir | Breytt 19.10.2012 kl. 23:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 168
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar