Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Áttunda og nćstsíđasta umferđ Tölvuteksmótsins fer fram í dag

HTR 2012 R1 43 (Medium)Áttunda og nćstsíđasta umferđ Tölvuteksmótsins - Haustmóts TR fer fram í dag og hefst kl. 14.  Ţá teflir forystusauđurinn Jón Viktor Gunnarsson viđ Jóhann H. Ragnarsson, Lenka Ptácníková, sem er í öđru sćti teflir viđ Sverri Örn Björnsson og Einar Hjalti, sem er í ţriđja sćti, teflir viđ Gylfa Ţórhallsson. 


Gallerý Skák: Harvey í ham

2012 Gallerý   PSI 7.jpgGeđprýđi og háttvísi setti mark sitt á skákmótiđ í Gallerý Skák á geđheilbrigđisdaginn. Segja má ađ  ţar hafi veriđ  „jafnađargeđstaflsmennska" í  fyrirrúmi.

Engra einkenna vćgra geđtruflana varđ vart ţrátt fyrir harđa baráttu sem flokkast geta undir „hambrigđapersónuleikaröskun"   ađ hćtti Hallgerđar Langbrókar ţegar keppnisskapiđ ber menn svo ofurliđi ađ ţeir fara lúberja klukkurnar og grýta taflmönnum frá sér ef á móti blćs. 

Teflt var undir mottóinu: „Látiđ ekki gefiđ mát úr greipum ganga - né betri stöđu forgörđum fara - né vesćlt peđ úr hendi sleppa - nema eitrađ sé".   Ekki gekk ţetta ţó alveg eftir ţví bćđi sáu menn ekki mát í einum - né mannsvinninga sem í bođi voru á borđinu, léku niđur gjörunnum stöđum og glöptust til ađ gleypa baneitruđ peđ.

Kannski er ţetta ţađ sem gerir skákina svona  geđveikt skemmtilega. Yfirsjónir sem ţó geta valdiđ 2012 Gallerý   PSI 4.jpggremju og tímabundinni „áfallamótlćtishugröskun",   eins og hjá Gretti Ásmundssyni forđum, sem hverfur ţó skjótt ef mönnum tekst ađ vinna nćstu skák.

Á fimmtudagskvöldiđ var fór fram fyrsta umferđ í 6 kvölda mótaröđ um furđusteininn úr iđrum jarđar frá Patagóníu, sem er eins langt á heimsenda og komist verđur ađ mati  Dr. Búa Árlands í Atómstöđinni eftir Halldór Laxness, sem draumastađ fyrir ţá sem vilja forđast kommúnisman. 

Góđ ţátttaka var í mótinu ţó ýmsa snillinga vantađi en einungis ţarf ađ vera međ og skara fram úr í 4 mótum til ađ fá nafn sitt skráđ gullnu letri á steininn góđa. Góđir gestir ađ austan ţeir Viđar Jónsson og Albert Geirsson spreyttu sig viđ fastagesti Lista- og skáksmiđjunnar og blönduđu viđ ţá glöđu geđi.  

2012 Gallerý   PSI 3.jpgHinn valin- og gamalkunni skákmeistari Harvey Georgsson Tausignat  heiđrađi menn međ ţátttöku sinni og mćtti galvaskur til tafls. Hann rúllađi svo mótinu upp, skorađi  10 vinninga af 11 mögulegum og brosti sigursćll í leikslok.   Kvađst reyndar af sínu alkunna lítillćti hafa veriđ frekar heppinn ađ eigin sögn.  "Ég var mát í einum" sagđ´ann,  en andstćđingurinn nýtti ekki fćriđ og varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli. Svo urđu ađrir fyrir ţví ađ tapa fyrir mér á tíma međ unniđ tafl, en sá hlćr best sem síđast hlćr og innbyrđir vinninginn.  

Hist er til tafls í Bolholtinu alla fimmtudaga kl. 18 og allir velkomnir, óháđ ţví ađ taka ţátt keppninni um grjótiđ  heldur bara til ađ hrista af sér sleniđ og hafa geđveikt gaman af.  Nćgir vinningar í bođi - ţó engin sé annars bróđir í leik.  

Nánari úrslit má sjá ađ međf. mótstöflu og á www.galleryskak.net

 

2012 Gallerý   PSI 1.jpg

 


Tómas efstur fyrir lokaumferđ Haustmóts SA

Tómas VeigarEftir sigur í 5. og 6. umferđ er Tómas Veigar nú orđinn efstur í afar jöfnu Haustmóti SA. Hann hefur 4.5 vinning eftir sex skákir en ţeir nafnar Sigurđar A og E koma nćstir ásamt Smára Ólafssyni međ 4 vinninga. Rúnar Ísleifsson, sem átt hefur mjög gott mót er svo fimmti međ 3.5 vinning.

Sigurinn á mótinu er ţó engan veginn öruggur hjá Tómasi, sem ţarf í síđstu umferđ ađ kljást viđ altmeister Sveinbjörn Sigurđsson sem er í hörkuformi ţessa dagana. Tómasar bíđur ţví erfitt verkefni. Raunar leit um tíma út fyrir ađ viđ fengjum alvöru feđgaslag um sigurinn á mótinu ţví Sigurđur fađir hans átti gerunniđ gegn nafna sínum Arnarsyni í gćr en féll í einfalda pattgildru og varđ ađ sćtta sig viđ skiptan hlut. Tómas sonar hans var ţví farsćlli í 6. umferđ ađ hann lék af sér manni gegn Rúnari sem sá sitt óvćnna og féll á tíma!

Úrslit og pörun má annars sjá nánar hér. Lokaumferđin verđur tefld í dag og hefst kl. 13. 



Carlsen og Caruana sigurvegarar Alslemmumótsins

Magnus CarlsenMagnus Carlsen (2846) og Fabiano Caruanao (2773) urđu efstir og jafnir á Alslemmumótinu sem lauk í Bilbao fyrir skemmstu. Báđir hlutu ţeir 17 stig eftir jafntefli í lokaumferđinni. Ţeir tefldu 2ja skáka hrađskákeinvígi um sigurlaunin og ţar vélađi sá norski Ítalann 2-0. Frábćr frammistađa beggja.  Carlsen hefur 2848 skákstig ađ loknu móti samkvćmt lifandi stigaútreiknigi og vantar nú ađeins 3 skákstig til ađ ná stigameti Kasparov.  Caruana er nú kominn í fimmta sćti heimslistans međ 2787 skákstig, fór upp fyrir heimmeistarann Anand, sem ekki vann skák á mótinu.

Lokastađan:

  • 1. Carlsen (2846) 17 stig + 2-0 gegn Caruana
  • 2. Caruana (2773) 17 stig
  • 3. Aronian (2816) 11 stig
  • 4. Karjakin (2778) 10 stig
  • 5. Anand (2780) 9 stig
  • 6. Vallejo (2697) 6 stig

Henrik međ jafntefli og tap í dag

Henrik í bćjarferđÍ dag fóru fram tvćr umferđir á BSF Cup, alţjóđlegu móti sem fram fer í Brřnshřj í Danmörku. Í fyrri umferđ dagsins tapađi Henrik fyrir danska alţjóđlega meistaranum Rasmus Skytte (2405) en í ţeirri síđari gerđi hann jafntefli viđ ţýska alţjóđlega meistarann Michael Richter (2460).  Henrik hefur ˝ vinning og er í níunda sćti.  Danski alţjóđlegi meistarinn, Mads Andersen (2461) er efstur međ 2˝ vinning.

Á morgun teflir Henrik viđ búlgarska stórmeistarann Nikolai Ninov (2507) og viđ Ţjóđverjann unga Rasmus Svane (2394).

10 skákmenn taka ţátt í a-flokknum og eru međalstigin 2467 skákstig.  Henrik er nćststigahćstur keppenda.

Tefldar eru tvćr skákir á dag alla daga nema fyrsta keppnisdag.  Umferđirnar hefjast kl. 8 og 13:30.

 


TR-pistill Ţóris Ben

Ţórir BenediktssonŢórir Benediktsson, Taflfélagi Reykjavíkur hefur skrifađ pistil um gengi liđa Taflfélags Reykjavíkur í fyrri hluta mótsins, en ekkert félaga hafđi á fleirum liđa ađ skipa en einmitt TR.  Í pistli Ţóris segir međal annars:

Fjórir erlendir skákmenn styrktu A-liđiđ ađ ţessu sinni, úkraínsku stórmeistararnir Yuriy Kryvoruchko og Mikhailo Oleksienko, og dönsku alţjóđlegu meistararnir Jakob Vang Glud og Simon Bekker Jensen.  Sögulegt verđur ţó ađ teljast ađ íslensku stórmeistararnir, Friđrik Ólafsson og Margeir Pétursson, tefldu ţrjár skákir hvor fyrir félagiđ og virtist ţátttaka ţeirra efla andann innan liđsins til mikilla muna.

Pistil Ţóris má nálgast í heild sinni á heimasíđu TR.

 


Jón Viktor efstur á Tölvuteksmótinu

HTR 2012 R1 33 (Medium)Alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2410) gerđi jafntefli viđ Einar Hjalta Jensson (2305) í sjöundu umferđ Tölvuteksmótsins, Haustmóts TR, sem fram fór í gćrkvöldi. Jón Viktor hefur 6 vinninga og hefur 1˝ vinnings forskot á Lenku Ptácníkóva (2264) sem er í 2. sćti eftir sigur á Sćvari Bjarnasyni (2090).  Einar Hjalti er ţriđji međ 4 vinninga.

Rimskćlingar eru í ţremur efstu sćtunum í b-flokki.  Dagur Ragnarsson (1916) er ţeirra efstur međ 5˝ vinning en í nćstum sćtum eru Jón Trausti Harđarson (1813) og Oliver Aron Jóhannesson (2018).

Hilmir Freyr Heimisson (1711) er efstur í opnum flokki međ 6 vinninga. Í nćstum sćtum eru Gauti Páll Jónsson (1481) og Dawid Kolka (1603).

Úrslit 7 . umferđar í a-flokki:

Bo.RtgNameResult NameRtg
12154Björnsson Sverrir Örn 0 - 1Karlsson Mikael Jóhann 1933
22264Ptácníková Lenka 1 - 0Bjarnason Sćvar Jóhann 2090
32206Ómarsson Dađi 0 - 1Ragnarsson Jóhann Hjörtur 2081
42410Gunnarsson Jón Viktor ˝ - ˝Jensson Einar Hjalti 2305
52156Ţórhallsson Gylfi Ţór 1 - 0Maack Kjartan 2132


Stađan:


Rk. NameRtgClub/CityPts. 
1IMGunnarsson Jón Viktor 2410TB6
2WGMPtácníková Lenka 2264Hellir4,5
3FMJensson Einar Hjalti 2305Gođinn4
4IMBjarnason Sćvar Jóhann 2090Vinjar3,5 + fr.
5 Ómarsson Dađi 2206TR3,5
6 Ragnarsson Jóhann Hjörtur 2081TG3
7 Ţórhallsson Gylfi Ţór 2156SA2,5
8 Karlsson Mikael Jóhann 1933SA2,5
9 Björnsson Sverrir Örn 2154Haukar2,5 + fr.
10 Maack Kjartan 2132TR2

 

B-flokkur:

Röđ efstu manna:

  • 1. Dagur Ragnarsson (1916) 5˝ v.
  • 2. Jón Trausti Harđarson (1813) 4˝ v.
  • 3. Oliver Aron Jóhannesson (2018) 4 v.

Nánar á Chess-Results

C-flokkur:

Röđ efstu manna:

  • 1. Hilmir Freyr Heimisson (1711) 5˝ v.
  • 2.-3. Gauti Páll Jónsson (1481) og Dawid Kolka (1603) 5 v.
Sjá nánar á Chess-Results.

Henrik tapađi í fyrstu umferđ í Brřnshřj

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2524) tapađi fyrir danska alţjóđlega meistarann Jacob Vang Glud (2520) í 1. umferđ alţjóđlega mótsins BSF Cup sem hófst í Brřnshřj í Danaveldi í gćr.  Í dag mćtir teflir hann viđ alţjóđlegu meistarana Rasmus Skytte (2405), Danmörku, og Michael Richter (2460), Ţýskalandi.

10 skákmenn taka ţátt í a-flokknum og eru međalstign 2467 skákstig.  Henrik er nćststigahćstur keppenda.

Tefldar eru tvćr skákir á dag alla daga nema fyrsta keppnisdag.  Umferđirnar hefjast kl. 8 og 13:30.

 


Caruana og Carlsen unnu Aronian og Anand - efstir fyrir lokaumferđina

Fabiano CaruanaFabiano Caruana (2773) vann Levon Aronain (2816) í 9. og nćstsíđustu umferđ Alslemmumótsins sem fram fór í dag.  Stigahćsti skákmađur heims Magnus Carlsen (2846) vann heimsmeistarann Anand (2780).  Báđir unnu ţeir örugga sigra.  Ţeir eru efstir međ 16 stig og hafa 6 stig á Aronian sem er ţriđji.  Í lokaumferđinni sem hefst kl. 14:30 á morgun teflir Caruana viđ Vallejo (2697) en Carlsen viđ Aronian.

Stađan eftir 9 umferđr:
  • 1. Caruana (2773) og Carlsen (2846) 16 stig
  • 3. Aronian (2816) 10 stig
  • 4. Karjakin (2778) 9 stig
  • 5. Anand (2780) 8 stig
  • 6. Vallejo (2697) 5 stig

Sjöunda umferđ Tölvuteksmótsins - Haustmóts TR fer fram í kvöld

Jón ViktorSjöunda umferđ Tölvuteksmótsins hefst kl. 19:30 í kvöld.  Sem fyrr verđa allar skákir a-flokks sýndar beint.  Međal skáka kvöldsins eru: Jón Viktor -  Einar Hjalti og Lenka - Sćvar.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8779154

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband